Ný og spennandi plata frá Tý

  Vinsælasta lagið á Íslandi 2002 var  Ormurinn langi  með færeysku víkingarokkurunum í hljómsveitinni Tý.  Það rann Týs-æði á landann.  Hljómsveitin kom í hljómleikaferð til Íslands.  Spilaði á Akureyri,  Reykjavík,  Kópavogi,  Keflavík og Selfossi.  Færri komust að en vildu.  Þegar hljómsveitin áritaði plötu sína,  How far to Aasgsard,  í Smáralind myndaðist lengsta röð sem menn hafa séð þar. 

  Týs-æðið opnaði flóðgáttir himins og færeyska bylgjan skall yfir Ísland.  Skyndilega röðuðu færeyskir tónlistarmenn sér á íslenska vinsældalista og út um allt:  Eivör,  200,  Högni Lisberg,  Teitur,  Brandur Enni,  Boys in a Band,  Makrel,  Kristian Blak,  Lena Andersen,  Gestir,  Go Go Blues,  Taxi,  Krit,  Deja Vu,  Yggdrasil,  Sölva Ford,  Kári Sverrisson,  Ragnar í Vík,  Vestmenn og margir fleiri.   

  Það sér hvergi fyrir enda á færeysku bylgjunni.  Né frægðarför Týs.  Hljómsveitin fór á samning hjá stóru alþjóðlegu plötufyrirtæki og hefur byggt upp markað víðsvegar um heim.  Týr er nýkomin úr vel heppnaðri hljómleikaferð um Bandaríkin og er nú að hefja hljómleikaferð um meginland Evrópu.

  Fimmta plata Týs kemur út í lok mai.  Hún heitir  By the Light of the Northern Star.  Fyrri plötur Týs eru:

How far to Aasgard (inniheldur  Ormurinn langi)

Eric the Red (inniheldur  Ólavur Riddararós)

Ragnarök

Land

Lögin á nýju plötunni,  By the Light of the Northern Star,  eru:

1. Hold the Heathen Hammer High
2. Tróndur í Gøtu
3. Into the Storm
4. Northern Gate
5. Turið Torkilsdóttir
6. By the Sword in My Hand
7. Ride
8. Hear the Heathen Call
9. By the Light of the Northern Star 

  Fyrsta upplag af plötunni inniheldur tvö spiluð aukalög án söngs (instrumental): 
 

10. The Northern Lights
11. Anthem

  Platan fjallar um það þegar kristinni trú var neytt upp á Færeyinga.  Hér er upphafslag By the Light of the Northern StarHold the Heathen Hammer High:

  Plötur Týs fást í verslunum Pier í Korputorgi og glerturninum við Smáratorg.  Áreiðanlega fást þær í fleiri verslunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er spennandi... var mjög hrifinn af síðustu plötu þeirra...fyrna gott band og í framför

Bubbi J. (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 17:26

2 Smámynd: Jens Guð

  Bubbi,  það tók Týsarana 3 plötur að hrista af sér Metallica- og Dream Theatre áhrifin og finna sinn eigin stíl.  Flottan stíl. 

Jens Guð, 10.4.2009 kl. 21:45

3 identicon

Jens, ertu búinn að tékka á laginu Northern Gate, af þessari nýju Týr?  Það er komið á youtube:

http://www.youtube.com/watch?v=8-Qdwk8UOsg&fmt=18

Þorsteinn Kolbeinsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband