15.5.2009 | 12:00
Harkalega tekist á
Ég skrapp á bókasafn í gær. Það er svo gaman að glugga í héraðsfréttablöðin. Einkum Feyki frá Sauðárkróki. Á næsta borði hægra megin við mig sat miðaldra maður og las Fréttablaðið. Skyndilega gengur að honum aldraður maður og spyr kurteislega: "Verður þú lengi enn að lesa Fréttablaðið?"
Sá miðaldra sagðist ekki vita það. Það færi eftir því hvort eitthvað áhugavert sé á blaðsíðunum sem hann eigi eftir að fletta. Þá snöggfauk í þann gamla og hann hreytti út úr sér: "Þú ert búinn að einoka blaðið í meira en 20 mínútur. Þú ert ekki Palli einn í heiminum þó þu haldir það!"
Miðaldra maðurinn afsakaði sig með því að hann vissi ekki til að neinar reglur gildi um þetta. Sjálfur telji hann eðlilegast að fólk taki sér þann tíma sem þarf til að lesa hvað sem í boði er á bókasöfnum.
Við þetta æstist sá gamli upp. Hann sagði yngri manninn vera ósvífinn frekjuhund, óhæfan í mannlegum samskiptum og óuppalinn drullusokk. Lokaorð gamla mannsins voru þau að hann kæmi aldrei aftur í þetta bókasafn og það væri ófyrirleitni hins að kenna. Svo strunsaði hann hraðgengur út úr húsinu.
Ég blandaði mér ekki í deiluna. En glotti við fót í laumi um leið og ég gjóaði augum á næsta borð mér á vinstri hönd. Þar lá annað eintak af Fréttablaðinu og enginn var að lesa það.
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Pepsi-deildin, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:20 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 40
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 1465
- Frá upphafi: 4119032
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 1124
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Alltaf eitthvað ævintýralegt að gerast í kringum þig.En heyrðu Jens,ertu búin að smakka á kjötsúpunni á Grandakaffi.?
Númi (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 12:47
Góður
Ómar Ingi, 15.5.2009 kl. 15:58
Innlitskvitt og kveðjur......
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.5.2009 kl. 18:22
Ég var að upphvöta skemmtilegan hlut. Ef maður vill "spegla" eitthvað. Einhverja mynd eða hlut eða eitthvað. Þá hellir maður bara bjór í bjórglas. Má ekki vera hruflað heldur slétt. (Gott er að nota hálfs líters HREINT bjórglas) og bara halda glasinu fyrir framan hlutinn eða myndina. Þá speglast allt eða sýnist vera öfugt við það sem það í rauninni er! Þetta er magnað!
Ég fattaði þetta þegar ég var að fylla bjórglas með myndina af mótorhjólamanninum hjá þér hérna að ofan. Hrein tilviljun!
Siggi Lee Lewis, 15.5.2009 kl. 20:06
alveg ótrúlegt
Siggi Lee Lewis, 15.5.2009 kl. 20:11
Kallinn hefur viljað skeina sig á Fréttablaðinu í kreppunni.
Amma mín sagði að margir hafi fengið krabbamein af því að skeina sig á dagblöðum.
Það gerði prentsvertan.
Mogginn lagði marga í gröfina.
Þess vegna hætti ég þar.
Axlaði ábyrgð.
Þorsteinn Briem, 15.5.2009 kl. 20:58
Númi minn, gott að þú minnir mig á þetta. Ég hef sjaldnast náð að vakna nógu snemma til að komast í hádegissúpuna. Þó hefur það hent en ég þá ekki munað eftir súpunni. Núna hef ég skrifað með tússpenna áminningu fyrir mig á tölvuskjáinn.
Jens Guð, 15.5.2009 kl. 23:23
Þorsteinn, ég finn alltaf eitthvað skemmtilegt í Feyki. Þetta er frábært blað. Á árum áður birti blaðið stundum kjánalegar stökur eftir mig og ágætar vísur eftir foreldra mína. Það er liðin tíð en blaðið er alltaf hin ánægjulegasta lesning. Það er líka gaman að lesa skrif sveitunga míns úr Skagafirði, Þórhall Ásmundsson, í Skessuhorni. Hann er eðal penni.
Jens Guð, 15.5.2009 kl. 23:27
Ómar Ingi, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 15.5.2009 kl. 23:29
Linda mín kæra, knús á þig.
Jens Guð, 15.5.2009 kl. 23:30
Siggi Lee, ég þarf að prófa þetta. Hingað til hef ég bara sturtað í mig beint úr dósinni. Nú þarf ég að verða mér úti um glas til að prófa þetta trix. Það hljómar spennandi.
Jens Guð, 15.5.2009 kl. 23:32
Steini, þú ert sá eini á Morgunblaðinu sem hefur axlað ábyrgð. Að vísu skilst mér að Agnes Bragadóttir hafi á dögunum komist í humátt að því að axla ábyrgð. Hún tróð upp á skemmtun hjá lögfræðingum og blandaði saman skrítnum söng (enginn vissi hvaða lag hún söng) og uppistandi sem komst misvel til skila eftir því sem menn skildu það sem hún sagði. Nú hefur hún stimplað sig út - tímabundið vel að merkja - en kemur væntanlega tvíefld til leiks þegar líður að hausti og búið er að fenna yfir uppákomuna. Þá fær forsetinn gusu. En þau deila ekki saman áhuga á áfengum vínum. Forsetinn er forskrúfaður bindindismaður á áfenga drykki. Það er fötlun en útskýrir margt.
Jens Guð, 15.5.2009 kl. 23:42
Já,já einmitt, Jens ætlar að opna eina bjórdós í rólegheitum og dunda sér við að hella því rólega í glas og bíða svo eftir að froðan sjattni og setjast svo bara í hægðum sínum og horfa dágóða stund í gegnum glasið og skoða nokkrar speglanir.
Þetta heitir draugasaga í björtu, sko..eiginlega í sólskini!
S. Lúther Gestsson, 16.5.2009 kl. 00:10
Jæja nú ættlar Jens að gerast framsóknarmaður í drykkju á öli. Til hvers að vera með þessa milliliði (glas). Þetta er best beint frá bónda (úr flöskunni eða dósinni). Þessi speglun eru gömul sannindi. Þetta er svipað og með vel fægðu skeiðina.
Sverrir Einarsson, 16.5.2009 kl. 10:03
Ég á enga fægða skeið, virkar þetta líka með svoleiðis? Maður sér ekki í gegnum skeið?
Siggi Lee Lewis, 16.5.2009 kl. 10:52
Sigurður Lúther, ég var ekki búinn að gera mér grein fyrir að þetta væri svona flókið. Ég held mig áfram við dósirnar.
Jens Guð, 16.5.2009 kl. 12:55
Ísak, þetta hefur kannski verið sami maðurinn?
Jens Guð, 16.5.2009 kl. 12:56
Sverrir, kallaði Guðni Ágústs það ekki "úr haga í maga"?
Jens Guð, 16.5.2009 kl. 12:58
Siggi Lee, í stórmörkuðum fást glærar plastskeiðar. Mér skilst að vandamálið með þær sé að ekki megi sleppa af þeim hendi fyrir en búið er að borða allt sem á að borða með þeim. Þær týnast nefnilega um leið og menn leggja þær frá sér. Þær eru svo gegnsæjar.
Jens Guð, 16.5.2009 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.