Sjálfsfróun og Sjálfstæðisflokkurinn

bjarni móhíkanirokk í reykjavík

  Á dögunum var sýnd í sjónvarpinu (RÚV) stuttmynd þar sem minn góði vinur,  Bjarni heitinn Móhíkani (Bjarni Þórir Þórisson),  las á áhrifamikinn hátt kvæði eftir Halldór Laxness og fór með aðalhlutverk.  Bjarna kynntist ég þegar hann var 14 - 15 ára og árið 2000 fór hann með mér í eftirminnalega hljómleikaferð til Grænlands í kjölfar þess að lag mitt  Þorraþrællinn  fór í 6.  sæti grænlenska vinsældalistans.  Lagið er í tónspilarunum hér til vinstri.

  Bjarni sló í gegn í kvikmyndinni  Rokk í Reykjavík  sem söngvari og bassaleikari pönksveitarinnar Sjálfsfróun.  Með okkur Bjarna til Grænlands fór dauðapönksveitin Gyllinæð (einnig í tónspilaranum) og þar var enginn bassaleikari. 

  Í kjölfar þess að horfa á stuttmyndina með Bjarna í sjónvarpinu fór ég inn á youtube til að vita hvort þar væri eitthvað með Bjarna.  Þegar ég sló inn nafni frægustu hljómsveitar hans,  Sjálfsfróunar,  birtist mér listi yfir 40 myndbönd.  Þar af 38 um Sjálfstæðisflokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Já áhugavert. Ég held að þú ættir að prufa sjálfsfróun. hahaha

Hannes, 22.6.2009 kl. 00:20

2 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  kominn hátt á sextugsaldur og orðinn getulaus fyrir löngu síðan læt ég unga fólkinu það eftir.  Hlusta þess í stað mér til gleði á hljómsveitina Sjálfsfróun.

Jens Guð, 22.6.2009 kl. 00:45

3 identicon

Bjarni heitinn hét Bjarni Þórir Þórðarson.

Þorlákur Helgi (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 10:19

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ussuss, sjálfsfróun er öllum holl óháð aldri eða kyni, ætti að stundast sem mest og reglulegast og það óháð hvort viðkomandi stundar kynlíf með öðrum að staðaldri eða ekki.

Magnús Geir Guðmundsson, 22.6.2009 kl. 12:00

5 Smámynd: Jens Guð

  Þorlákur Helgi,  bestu þakkir fyrir leiðréttinguna.  Ég var snöggur að laga þetta.

Jens Guð, 22.6.2009 kl. 13:33

6 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  það er kannski heillaráð fyrir Jónínu Ben að bæta þessu inn í detox-ptógrammið.  Heilsunnar vegna.

Jens Guð, 22.6.2009 kl. 13:40

7 identicon

Las það i hinu ágæta blaði Rapport í den að sjálfsfróun minkaði líkurnar á kransæðastíflu og ekki lýgur Rapportið, enda maður við hestaheilsu í dag!

viðar (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 16:55

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég á nú bágt með að þú sérst orðinn getulaus kallinn. Held reindar að ég hafi séð þig gjóa augunum á dömurnar í fyrra þegar að ég sá þig á mótinu fyrir norðan, ef mig mismynnir ekki

Rapport hef ég aldrei lesið en gæti samt eflaust sagt að ekki er ég með neina kransæðastíflu

Sjálfsfróun í meintu sjálfstæði 

í fullu sjóðagræði 

sjálfsfróun sem sjálfstæð fræði

í sjálfu guðsnæði

Guðni Karl Harðarson, 22.6.2009 kl. 17:16

9 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 22.6.2009 kl. 18:41

10 Smámynd: Jens Guð

  Viðar,  hvað er Rapport?

Jens Guð, 22.6.2009 kl. 20:40

11 Smámynd: Jens Guð

  Guðni Karl,  ég er orðinn svo nærsýnn að allt utan 20 cm radíusar er hulið þoku.  Sem er óheppilegt í félagsskap jafn glæsilegra kvenna og skólasystra okkar.  Góðu fréttirnar eru að ég man alveg hvað þær eru flottar.

Jens Guð, 22.6.2009 kl. 21:02

12 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 22.6.2009 kl. 21:02

13 Smámynd: Hannes

Jens en hvað ég öfunda þig að vera orðin getulaus enda konur ekkert nema vesen og vandamál. Þú ættir að fá þér dúkku til að leika þér með held að þér veiti ekki af því. haha

Magnús ég er nú sammála þér með sjálfsfróunina að hún sé allra meina bót.

Hannes, 22.6.2009 kl. 21:23

14 identicon

Danskt kláblað, láttu ekki eins og þú þekkir það ekki.

viðar (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 21:38

15 identicon

Og segðu svo að dönskukenslan hjá Öddu hafi ekki borgað sig!

viðar (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 21:40

16 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það eru forréttindi að vera orðinn náttúrulaus.  Til að mynda gerir það kostnað við dúkkukaup óþarfan.  Í staðinn er hægt að gera betur við sig í mat og drykk.

Jens Guð, 22.6.2009 kl. 22:11

17 Smámynd: Jens Guð

  Viðar,  þú segir fréttir.  Ekki grunaði mig að Danir ættu til að klæmast.  Ég hélt að þeir væru svo "dannaðir" með þessa myndarlegu drottningu.

Jens Guð, 22.6.2009 kl. 22:14

18 Smámynd: Jens Guð

  Viðar,  fékkstu þetta blað hjá Öddu?

Jens Guð, 22.6.2009 kl. 22:15

19 Smámynd: Hannes

Jens það er rétt að það eru forréttindi að vera getulaus enda bara vesen og kynsjúkdómar sem fylgja konum nú til dags.

Þú varst heppin að vera vel nærsýnn því að þá sástu ekki hvað skólasystur þínar eru orðnar gamlar. hahaha

Hannes, 22.6.2009 kl. 22:20

20 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þú munt einhvertímann á næstu 30 árum komast að því sem ég hef uppgötvað fyrir löngu síðan:  Að konur verða fallegri með hækkandi aldri.  Með fjölgandi gráum hárum og hrukkum færist yfir þær einhver virðuleiki sem ungar konur hafa ekki.  Ég sá þetta ekki þegar ég var á þínum aldri.  En kíktu á þessi myndbönd með Emmylou Harris:

  - Hér er hún ung,  þetta er sennilega frá 1973 eða ´74:  http://www.youtube.com/watch?v=O6WD1yzQscE

  - Hér er hún 1988 að syngja sönglag Bubba Morthens:  "Synetta hét skipið sem skreið yfir Skrúðinn..."  (eða er þetta kannski útlent lag?):  http://www.youtube.com/watch?v=TQbOScHfxhQ&feature=related

  - Hér er nýlegt myndband með kellu:  http://www.youtube.com/watch?v=uJyXy4Eds3Y.  Stöðugt glæsilegri með hækkandi aldri. 

Jens Guð, 22.6.2009 kl. 22:59

21 Smámynd: Hannes

Hún er nú fallegsust og myndarlegust í fyrsta myndbandinu en það eru betri gæði í því nýjasta. Ég kann ekki að meta virðuleika.

Ég er 26 ára og fólk heldur oftast að ég sé 40-50 þegar það sér mig fyrst.

Hannes, 22.6.2009 kl. 23:19

22 Smámynd: Hannes

Það er einn kostur við eldri konur og hann er að maður þarf ekki að óttast 18 ára fangelsisvist eftir 9 mánuði ef maður er nógu stupid.

Hannes, 22.6.2009 kl. 23:31

23 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

>Hér er hún 1988 að syngja sönglag Bubba Morthens:  "Synetta hét skipið sem skreið yfir Skrúðinn..."  (eða er þetta kannski útlent lag?):

Breskt þjóðlag að ég er nær viss um!

Deportee!  (Plane Wreck at Los Gatos). Yndislegt lag sem við Valskórinn tókum svo eftirminnilega í gegn nú síðastliðinn vetur (fyrir Jól) í frábærri kennslu Báru Grímsdóttur og söngs Bresks eiginmanns hennar, Chris Foster.

Veit ekki hversu mikið Bubbi á þetta lag! En er viss um að útsetningin hjá þeim hjónum er miklu fallegri (og þjóðlagalegri) heldur en hans!

Hefðri átt að heyra okkur syngja þetta!

Sama lag er á Plötu Chris sem kom út síðastliðinn vetur: OUTSIDERS

Guðni Karl Harðarson, 22.6.2009 kl. 23:36

24 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þú munt sjá þessi myndbönd með Emmylou Harris öðrum augum þegar þu verður kominn á sextugsaldur.  Ég lofa því.  Ég minni þig á það 2034.  Þar fyrir utan er hún í betri kanti kántrýmúsíkurinnar.  Sjaldan of poppuð á þann hátt sem skemmir það kántrý sem oftast er spilað í útvarpinu.   

Jens Guð, 22.6.2009 kl. 23:40

25 Smámynd: Jens Guð

  Eftir að ég hafði eignast mína tvo syni var ég snöggur að láta taka mig úr sambandi.  Ég hef ótal oft síðan fagnað því framtaki.

Jens Guð, 22.6.2009 kl. 23:43

26 Smámynd: Hannes

Jens þú verður að gera það ef við verðum en lifandi báðir 2. Hún er góð söngkona og er að setja lög með henni inn í tölvuna akkúrat núna. Það er besta fjárfesting sem maður gerir að láta taka sig úr sambandi.

Hannes, 22.6.2009 kl. 23:45

27 Smámynd: Jens Guð

  Guðni Karl,  þetta sönglag er eftir bandaríska náunga,  Martin Hoffman og Woody Guthrie.  Vel má vera að það sé stolið úr bresku lagi.  Ég veit samt ekkert um það.

  Báru hina frábæru Grímsdóttur þekki ég frá því ég var með pönkplötubúðina Stuð og hún í hljómsveitinni Grýlunum.  Síðar lærði hún skrautskrift hjá mér.  Þar fyrir utan erum við í Ásatrúarfélaginu.

  Bestu þakkir fyrir upplýsingar um að þetta lag sé á plötu Chris Fosters.  Ég verð að tékka á því.  Virkilega flott lag.  Það hefði verið gaman að heyra Valskórinn afgreiða það.  Er ekki til upptaka af því?

Jens Guð, 22.6.2009 kl. 23:56

28 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þetta er ekki aðeins góð fjárfesting heldur algjör lúxus áður en náttúruleysið gengur í garð.  Varðandi ártalið 2034 verð ég klárlega löngu dauður áður.  En minni þig á þetta á miðilsfundi.  Mundu þá bara að draugur á miðilsfundi á alltaf erfitt með að muna nafn sitt.  Þó hann eigi auðvelt með að afgreiða lítilfjörleg og almenn skilaboð.  Opnun miðilsins verður:  "Kannast einhver við Jó eitthvað;  Jón,  Jóhannes...eða Jens...".

  Emmylou Harris er að mörgu leyti merkilegur tónlistarmaður.  Hún kom inn á markaðinn með föður alt-kántrýsins,  Gram Parson.  Sá náði að dópa sig til dauða aðeins 26 ára.  Og sló þar með út Jimi Hendrix,  Janis Joplin,  Brian Wilson,  Kurt Cobain,  Jim Morrison og allt þetta lið sem náði ekki að sukka sig til dauða og/eða drepa sig fyrr en 27 ára.   

  Gram náði þó áður að kántrý-væða The Rolling Stones og The Byrds. 

Jens Guð, 23.6.2009 kl. 00:12

29 Smámynd: Hannes

Hehe eða láta konur í friði. Ég skal muna eftir þér á miðilsfundum sem ég mun örugglega aldrei frá á fyrr en eftir dauða minn.

Ertu búinn að lesa athugasemdina þar sem við töluðum um tónlist?

Hannes, 23.6.2009 kl. 00:17

30 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jens, því miður er þetta lag ekki til í upptöku af þegar að Valskórinn söng það. En mig langar rosalega að syngja það aftur næsta vetur! Með kórnum auðvitað.

Guðni Karl Harðarson, 23.6.2009 kl. 00:18

31 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  áður en ég varð náttúrulaus sótti ég vissulega í félagsskap kvenna.  Ég var giftur í næstum aldarfjórðung og eftir það tók grái friðringurinn við. 

  Ég skal lána þér reggíplötur til að skrifa.  Ekkert mál.  Bara gaman.

Jens Guð, 23.6.2009 kl. 00:27

32 Smámynd: Jens Guð

  Guðni Karl,  láttu mig endilega vita þegar Valskórinn treður næst upp með  Deportee.

Jens Guð, 23.6.2009 kl. 00:29

33 identicon

Hér er toppurinn með Gram Parson.  Mér heyrist að Roger McGuinn syngi.  Þessi plata,  "Sweetheart of The Rodeo",  floppaði þegar hún kom út.  Hún passaði ekki inn í hipparokkið en hefur selst þeim mun betur síðar.

Sveinn (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 00:41

34 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn,  það vantar tilvísun í lag/myndband.  Ég giska á:  http://www.youtube.com/watch?v=Mtxan0bJw7k

  Ég var ekki einn um að móðgast út í The Byrds þegar þessi plata kom út.  En þessi plata hefur staðist tímans tönn betur en margar pötur frá þessum árum. 

Jens Guð, 23.6.2009 kl. 00:46

35 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jens ég geri það! Lagið er annars á ensku hjá okkur og á diskinum hans Chris....

Til gamans er hér smá breyting á stökunni minni hér ofar:

Sjálfsfróun í meintu sjálfstæði 

í fullu sjóðaflæði 

sjálfsfróun sem sjálfstæð fræði

í sjálfu guðsnæði

Komment? Er hún ekki góð?

Guðni Karl Harðarson, 23.6.2009 kl. 11:48

36 Smámynd: Jens Guð

  Guðni Karl,  takk fyrir það.  Það er í fínu lagi þó lagið sé sungið á ensku.  Það eru svo mörg útlend lög sungin á ensku hvort sem er.

  Vísan er skemmtileg!

Jens Guð, 23.6.2009 kl. 12:50

37 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hinn hagmælti ég, getur allavega sagt um vísuna hans guðna, að hún sé sæmilega rétt ort og standi já "Sjálfstæð"!

En stórkostleg umræða þar sem músík og mannsins kenndir hafa fle´ttast ansi skemmtilega saman.

En Jens, ekki Brian Wilson, þú varst áreiðanlega að meina Brian JOnes!?

Annars man ég það nú ekki lengur, en skrifaði Bubbi Sineduna virkilega á sig, eða hún kennd við hann? Húmor ykkar vinanna Viðars og þín er nú vart viðbjargandi, en til viðbótar sjálfsfróuninni, þá er gagnsemi hennar og hollusta margrannsökuð og hefur geðlæknirinn geðþekki hann Dr. óttar til dæmis verið óþreytandi að predika það bæði í ræðu og riti í mörg ár!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.6.2009 kl. 20:12

38 Smámynd: Hannes

Það væri vel þegið Jens.

Hannes, 23.6.2009 kl. 21:31

39 Smámynd: Jens Guð

  Magnús Geir,  takk fyrir að leiðrétta mig fyrir að rugla saman nöfnum Brians Jones og Brians Wilsons. 

  Bubbi skráði sig ekki fyrir Synetu-laginu.  Bara textanum.  Á hljómleikum kynnti Bubbi Synetuna jafnan sem Woody Guthrie slagara.

Jens Guð, 23.6.2009 kl. 21:56

40 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég skal grafa plöturnar upp á næstu dögum.  Þær eru í kössum í geymslu,  allt ómerkt og óskipulagt.  Síðast þegar ég þurfti að leita að tilteknum diskum tók það mig nokkur kvöld að finna þær.  Ég læt þig vita þegar ég er búinn að grafa þessar upp.

Jens Guð, 23.6.2009 kl. 22:05

41 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekkert að þakka félagi, þú kvittaðir vel fyrir þetta með því að segja mér sannindin með Bubba, held nefnilega að fleiri en einn hafi að ósekju sagt hann segjast eiga lagið.

Magnús Geir Guðmundsson, 23.6.2009 kl. 23:10

42 Smámynd: Jens Guð

  Magnús,  Bubbi er lærisveinn Woddys Guthries og Bobs Dylans sem hafa farið frjálslega með höfundarrétt.  Hnuplað hinu og þessu úr söngvum annarra og skráð sig fyrir því.  Bubbi hefur einnig hnuplað úr söngvum annarra.  En skráð lög réttilega á aðra þegar það auðheyranlega hefur verið um lag annarra að ræða. 

  Til viðbótar er það ekki í öllum tilvikum sök Bubba hvernig lög annarra hafa verið skráð á hann.  Ég man eftir dæmi af plötunni  Kona.  Þegar ég var að ganga frá umslagi þeirrar plötu hafði kappinn skrifað við   Sönginn hennar Siggu:  "Ath:  Stolið eða stælt".  Svo fór Bubbi í meðferð og ekki var hægt að ná í hann til að fá frekari skýringu.

  Vinur Bubba sá um prentfilmur fyrir umslagið.  Ég sagði við þann að við yrðum að finna út hver væri höfundur lagsins.  Sá sagði að athugasemd Bubba ætti við annað lag á plötunni.  Það lag væri eftir Leonard Cohen.  Ég þekkti vel til platna Cohens en það var ekkert lag á  Konu  sem passaði nógu vel við lag eftir Cohen til að skrá lagið þannig.  Þess vegna skráði ég öll lögin á Bubba.

  Þegar platan kom út tók ég símaviðtal við Robert Wyatt.  Hann kannaðist við eldri plötur Bubba og fleiri íslenska músík (síðar söng hann inn á plötu Bjarkar  Medúllu.  Ég man ekki hvort ég sendi honum eintak af  Konu.  Held þó að það hafi verið því ég viðraði við Robert að taka að sér upptökustjórn á plötu með Bubba.  Ég man ekki hvers vegna ekkert varð af því.  Hitt man ég að eitt það fyrsta sem Robert sagði við mig í símaviðtalinu var:  "Helvíti gott hjá Bubba að stela lagi frá J.J. Cale.  Sá hefur verið á fullu í að stela lögum frá öðrum."

  Þarna átti Robert við  Sönginn hennar Siggu.  Ég veit ekki hvort í seinni útgáfum á  Konu umrætt lag hafi verið skráð á J.J. Cale.  Ég hef þó heyrt Bubba kynna á hljómleikum lagið sem J.J. Cale slagara.

Jens Guð, 23.6.2009 kl. 23:42

43 Smámynd: Heimir Tómasson

Við Bjarni vorum saman til sjós og klefafélagar í nokkurn tíma á B/V Jóni Vídalín frá Þorlákshöfn. Hann var giftur gamalli vinkonu minni á þeim tíma og bjó á Eryarbakka. Hann var með magnaðri karakterum sem ég hef nokkurntímann kynnst en eitt af því sem að gerði hann svakalega minnisstæðan var að hann gat gert tónlist úr öllu. Það var nóg a' láta hann fá skeið í hendurnar og þá gat hann gert lag úr því og nálægum hlutum.

Bjarni var virkilega skemmtilegur strákur og ég sakna hans mikið.

Heimir Tómasson, 24.6.2009 kl. 10:08

44 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Magnús Geir það er nú allt í lagi að skrifa nafnið manns með upphafsstaf.

Ég á annars nokkrar fleiri stökur hafir þú áhuga að sjá. Hér er ein sem ég samdi þegar að ég sá par í samförum snemma á einum sunnudagsmorgni úti í garði bakvið gamla Búnaðarbankann á Hlemmi (starfaði sem öryggisvörður á næturvörslum).

hér er stakan:

Elskast var í auragarði

alltaf man sko eftir því

er ég parið augum barði

óska að þau komi á ný

Það er annars nýlegar stökur á blogginu mínu. Ef þú nennir að fletta því.

Guðni Karl Harðarson, 24.6.2009 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.