Bíllinn sem hvarf

ósýnilegur bíll

  Ég hef efasemdir um allt sem kallast "yfirnáttúrulegt".  Tel eðlilegar og náttúrulegar skýringar nærtækari en skilgreininguna "yfirnáttúrulegt".  En margt er skrítið og ég kann ekki skýringar á öllum slíkum fyrirbærum.  Áðan ók ég í rólegheitum frá Hafnarfirði til Reykjavíkur.  Umferð var lítil.  Á leiðinni frá gatnamótunum í Garðabæ og í átt að Kópavogi ók á undan mér á hægri akrein nýlegur lítill rauður fólksbíll.  Hann fór hægar yfir en ég.  Þess vegna tók ég framúr. 

  Ég leit í hliðarspegilinn til að vita hvort ég væri kominn nægilega langt fram fyrir bílinn til að beygja aftur inn á hægri akrein.  En það sást enginn bíll í speglinum.  Ég leit aftur fyrir mig og kom heldur ekki auga á bílinn.  Það er til fyrirbæri sem kallast "svartur blettur" eða "dauðapunktur".  Það er punktur sem sýnir ekki í hliðarspeglinum bíl sem er staðsettur við hægra afturhorn míns litla sendibíls.  Það var sama hvernig ég horfði í spegilinn eða aftur fyrir mig.  Bíllinn sást ekki. 

  Ég beygði á hægri akrein eftir að hafa fullvissað mig um að þar væri ekki þessi bíll að flækjast fyrir.  Allt gekk vel.  Bíllinn sást ekki í baksýnisspeglinum.  Bíllinn var horfinn.  Það er enginn hliðarvegur þarna til hægri sem bílinn gat beygt út á.  Þetta var dularfullt.  Ég ók út í kant.  Stöðvaði bíl minn og fór út.  Horfði í allar áttir.  Rauði bíllinn var horfinn.

  Hvað var í gangi?  Var þetta huldubíll?  Hafði ég séð ofsjónir?

  Er huldufólk að aka um þjóðvegi landsins á huldubílum?  Hvaðan fær huldufólkið huldubíla?

  Ég er ekki vanur að sjá ofsjónir.  Held ég.  Að vísu er ég á pensillínkúr,  á verkjalyfjum,  bólgueyðandi og acidophilus.  Veldur sú blanda ofskynjunum? 

  Einn möguleikinn er sá að ég sé geðveikur og rugli saman ímyndun og raunveruleika.  Útiloka það ekki.  Eða er til enn ein skýring sem mér yfirsést?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Guðmundsson

ÉG HEF TRU Á AÐ THU FINNIR SVARIÐ KÆRI JENS

Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 22:50

2 Smámynd: Jens Guð

  Arnar,  mikil er trú þín vinur minn.  Kannski hefur þú rétt fyrir þér.

Jens Guð, 21.7.2009 kl. 22:58

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hét það í Tinnabókunum ekki "fata morgana", eða það sem kallast Deja Vu!? Þú hefur kannski verið að raula samnenfd lag með Iron Maiden eða Deja Vu All Over Again með meistara John Fogerty?

Nú svo getur bara alveg verið að litskynið þitt hafi brenglast augnablik, heilinn verið upptekin við litin sem hann svo leiðrétti, en sagði skyndiminninu ekki að væri í raun rangur, þ.e. þú varst með litabrenglið fast í skammtímaminninu, sást bílinn í rauninni aftur, en þá í sínum rétta lit! Þetta þekkist nokkuð og hefur komið í ljós til dæmis í atferlissálfræðiprófum.

Magnús Geir Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 23:07

4 Smámynd: Hannes

Ég sé að þú hefur tekið LSD eini sinni eða 2 of oft.

Hannes, 21.7.2009 kl. 23:13

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jens, Kannski hefurðu ratað á réttu blönduna til að sjá inn í hulduheima. Hver veit?

Annars trúi ég ekki á neitt yfirnáttúrulegt. Ég veit að það er til eitthvað sem má kalla yfirnáttúrulegt. Vegna þess að ég hef ekki getað skýrt alla atburðina í lífi mínu út. Sál mín hefur þannig ferðast um í tíma eins þeir geta séð sem lesið hafa sögu mína sem ég setti inn á bloggið mitt á síðasta ári. 98% af því sem ég (sterklega, það var eins og ég væri að lifa þarna, meðana að ég var sofandi)  upplifði gerðist 4-5 árum seinna. En þetta er sagan um þegar að ég fór til Malmö í Svíþjóð.

Og úr því að þessi mál koma hér upp má geta þess að ég upplifði stóratburði þegar að ég var 5 ára. 

DejaVu er eitthvað smávægilegt í samanburði við það sem ég hef upplifað.

Guðni Karl Harðarson, 21.7.2009 kl. 23:34

6 Smámynd: Jens Guð

  Magnús Geir,  ég hlusta stundum á Iron Maiden en þó ennþá oftar á John Fogherty.  Kannski var þetta "deja vu"?  Ég minnist þess sem krakki þegar ég fór að taka þátt í smalamennsku.  Þá var farið um dali sem ég hafði aldrei áður komið í.  Samt þekkti ég þar hverja þúfu.  Ég skilgreini það sem "erfðaminni".  Pabbi og afi höfðu ótal oft farið sömu slóðir.

Jens Guð, 21.7.2009 kl. 23:34

7 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég hef aldrei prófað LSD.  Á það eftir.  Hinsvegar tók ég e-pillu í Amsterdam fyrir nokkrum árum.  Ég vonaðist til að sjá ofskynjanir eða eitthvað slíkt.  Ekkert gerðist.  Þá fór ég að sofa en tókst ekki að festa svefn fyrr en undir morgun.  Engar ofskynjanir.  Ekki neitt.  Bara eitthvað sem varnaði mér svefns.  Meira draslið.

Jens Guð, 21.7.2009 kl. 23:39

8 Smámynd: Jens Guð

  Guðni Karl,  ég hallast að hulduheimum.  En velti jafnframt fyrir mér hvort íslenskt huldufólk kaupi bíla frá útlöndum.  Þá hlýtur það að eiga samskipti við hulduskipafélög sem ferja bílana til Íslands.

Jens Guð, 21.7.2009 kl. 23:44

9 Smámynd: Hannes

Jens ekki er ég hissa á að þú hafir átt efitt með að sofna eftir að hafa tekið inn E pillu enda er hún örvandi og er notuð svo fólk endist lengur á djamminu um helgar.

Hannes, 21.7.2009 kl. 23:48

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jens, eins og ég sé af færslu þinni í svari til hans Hannes þá hallast ég betur og betur að þú hefur þarna náð réttu blöndunni til að sjá inn í hulduheima.

Því miður þó eru til margskonar huldumenn á Íslandi í dag ef svo má segja. Vonandi ferðu nú ekki að rekast á annarskonar huldumenn ef þú skilur hvað ég meina.....

Guðni Karl Harðarson, 21.7.2009 kl. 23:51

11 identicon

Spurning hvar huldufólk stendur varðandir trygginar á bílum með tilliti til tjóns.  Varla hjá Sjóvá þar sem ræningjar hafa mergsogið bótasjóð upp á milljarða og láta skattgreiðendur borga þrotabúið.

Þór (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 23:54

12 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  vegna fáfræði á dópi stóð ég í þeirri trú að e-pilla væri afbrigði af LSD.  Ég átta mig ekki á hvað e-pilla á að vera merkileg ef hún er bara örvandi án ofskynjunar.  Maður getur alveg vakað án hennar. 

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 00:00

13 Smámynd: Ómar Ingi

Tja Hannes eitthvað hefur Jens vinur minn þurft að taka til að kjósa FF liðið , Hannes.

Ómar Ingi, 22.7.2009 kl. 00:02

14 Smámynd: Jens Guð

  Guðni,  ég hallast að hulduheimum.  Verst að ég tók ekki almennilega eftir ökumanni.  Held að það hafi verið ung stúlka með farþega. 

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 00:03

15 Smámynd: Jens Guð

  Þór,  ef huldufólk er að rúnta um á bílum er næsta víst að það sé ekki með kæruleysi varðandi tryggingar.

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 00:05

16 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jens, fékkstu DeJa Vu núna áðan?

>Guðni Karl,  ég hallast að hulduheimum.

>Guðni,  ég hallast að hulduheimum.

Guðni Karl Harðarson, 22.7.2009 kl. 00:09

17 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Já eins og þú ættir nú að vita Jens minn þá stöndum við huldufólkið í margskonar viðskiptum þessa heima og annarra, en hins vegar erum við lítið fyrir rauða bíla, þannig að þegar þeir sem þarna voru á ferð hafa áttað sig á að þú sæir þá, að þá hafi þeir skellt huliðshjálmi yfir bílinn.

kv.Hulda

Hulda Haraldsdóttir, 22.7.2009 kl. 00:09

18 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  það kemur æ betur í ljós að FF liðið mátti ekki detta út af okkar kolbrjálaða þingi.  Fjórflokkurinn er illu heilli á fullu við að klúðra öllu.  Ég hef taugar til Borgarahreyfingarinnar en þykir hún hafa spilað illa úr sínum spilum síðustu daga.  Ég er ringlaður í stöðunni og játa það fúslega.  Ég fylgist ekki með hinum drepleiðinlega sjónvarpsþætti Lost.  En upplifi mig samt sem staddur í honum miðjum. 

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 00:15

19 Smámynd: Jens Guð

  Guðni Karl,  ég er alltaf að upplifa "deja vu".  Eki síst þegar ég hlusta á John Fogherty syngja um "deja vu".

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 00:18

20 Smámynd: Arnar Guðmundsson

RITSKODUN RITSKODUNN Á MOGGABLOGGINU 11.,,

Arnar Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 00:19

21 Smámynd: Jens Guð

  Hulda,  bíllinn var fagurrauður.  Einmitt þess vegna var hann áberandi þegar ég tók fram úr honum.  Mér virtist hann vera splunkunýr.  Eiginlega beint úr kassanum. 

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 00:22

22 Smámynd: Hannes

Jens þú getur fengið allar þær upplýsingar sem þig vantar um dóp á netinu ef þú nennir leita af þeim. Ég skil ekki heldur hvað fólk er að taka hana.

Ómar ég held að þú þurfir ekkert á LSD að halda þar sem þú ert svo útur heiminum fyrir. haha

Hannes, 22.7.2009 kl. 00:23

23 Smámynd: Jens Guð

  Arnar,  það er þetta með ritskoðun á Moggablogginu.  Ég hef bloggað hér í rúm 2 ár.  Oft hef ég verið á gráu svæði.  Stundum hefur ritstjórn Moggabloggsins beðið mig um að fjarlægja athugasemdir í athugasemdakerfinu.  Ég hef brugðist vel við og áttað mig á ástæðum þess.  Ég þekki ekki þitt dæmi.  Mér skilst að um ítrekaðar kvartanir sé að ræða.  Meira veit ég ekki.

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 00:34

24 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  mig langaði fyrir nokkrum árum að verða dópisti.  Ég er kominn hátt á sextugsaldur og hef engu að tapa.  Synir mínir eru fullorðnir og ég verð afi í október.  Ég fór til Amsterdam,  reykti hass og tók þessa e-pillu.  Það var ekkert gaman.  Það er miklu skemmtilegra að vera fullur.  En þar fyrir utan á ég eftir að prófa heróín og eitthvað þess háttar.  Ég vind mér í það næst þegar ég fer til Amsterdam.  Ég er ekkert að flýta mér.  Af nógu er að taka.   

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 00:41

25 identicon

  Er ekki til eitthvað sem kallast speglun?  Gasuppspretta sem er algeng á eyðimörk og sýnir eitthvað sem gerist annars staðar?

sveinn (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 00:47

26 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn,  ég þekki það ekki.  Spurning hvort gasuppspretta er á leiðinni frá Hafnarfirði til Reykjavíkur.  Kannski.

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 00:50

27 Smámynd: Hannes

Jens það er frábært líf að vera dópisti. Þú mígur í buxurnar þarft að stela til matar og fá gistingu hjá löggunni og margir vinir þínir munu loka á þig og þú munt hugsanlega deyja aleinn í ónýtu húsi af of stórum skammti. Svo ef löggan nær þér þá munt þú fara í háskólann (Litla Hraun) þar sem þú verður inann um fullt af dópistum og glæpamenn um allt. Þetta er örugglega frábært líf. Eigum við að gerast dópistar Jens?

Hannes, 22.7.2009 kl. 01:01

28 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þú dregur upp verstu útgáfu af dópistum.  Hún á bara við um örfáa.  Það er til allt önnur og betri útgáfa.  Sjáðu bara kókaínliðið sem við höfum kallað útrásarvíkinga.  Litla-Hraun er ekkert vondur kostur.  5 stjörnu hótel.  Frítt fæði,  húsnæði og góð aðstaða til líkamsræktar og annarra tómstundariðju.  Kvíabryggja er ennþá betri eftir að Árni Johnsen kom þar upp góðri svefnaðstöðu.  Og syngur fyrir vistmenn um jól. "Kartöflugarðarnir heima" í Þykkvabæ.  Þetta er eðal.

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 01:20

30 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Lítill rauður bíll??  Var Eyrnastór maður í  farþegasætinu sem þess vegna gæti heitið Eyrnastór?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2009 kl. 08:30

31 identicon

Ég get fullvissad thig Jens ad thad finnst náttúruleg skýring á thessu, thótt ekki hafir thú áttad thig á thví hver hún er.

Thad sem Gudni Karl Hardarson skrifar um er náttúrulega bara ímyndun hans sjálfs, óskhyggja eda hrein  lýgi eda sambland af ímyndun, óskhyggju og lýgi.

Thad fer í taugarnar á hverjum upplýstum manni thegar fólk heldur slíkum fáránleika fram.  Óttalega kjánalegt og beinlínis barnalegt fólk á til ad halda fram fáránleikanum.

Fólk sem heldur slíkum fáránleika fram er oft athyglissjúkt eda á vid einhver alvarleg vandamál ad etja.

Ég man eftir framtídarspá kerlingu sem ég hitti 1985.  Hún sagdi ad Reykjavík myndi sökkva í sae annadhvort 1989 eda 1998.  Bara eitt daemid um gasprid í sjúku fólki.

Ekki einn svokalladur yfirnáttúrulegur atburdur hefur verid sannadur.  Ekki einn.

Gott fólk thid aettud ad horfa á thetta á YouTube til thess ad fá innsýn í ruglid sem fólkid heldur fram.  Jafnvel thótt athuganir leidi í ljós og sanni ad fólkid sem heldur fram ruglinu hafi rangt fyrir sér breytir thad ekki afstödu thessa fólks.

Sumir eru bara bjánar og eru ófaerir um ad hugsa á gagnrýnin hátt.  Heimska thessa fólks kemur í veg fyrir ad thad endurskodi afstödu sína.  Thad finnst thví midur engin hjálp fyrir thetta fólk, thad er einfaldlega of heimskt.

En endilega skodid thetta: http://www.youtube.com/watch?v=JpcFl23dmcQ

Gjagg (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 09:11

32 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að þarna hafi fylgi Frjálslynda flokksins verið á ferð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.7.2009 kl. 12:22

33 Smámynd:

Deja Vu er allt annað en Fata morgana. Deja Vu er að finnast maður hafa upplifað eitthvað áður sem maður er að upplifa nú. Sjá skýringu Wikipedia http://en.wikipedia.org/wiki/Deja_vu  Fata morgana er hins vegar það sem við köllum hillingar - þ.e. að sjá eitthvað sem er skynvilla eins og þegar maður horfir yfir Landeyjarnar á heitum degi og þær virðast svífa yfir sandinum http://en.wikipedia.org/wiki/Fata_Morgana_(mirage)

, 22.7.2009 kl. 14:12

34 identicon

Margt er á sveimi í myrkvuðum heimi; eins og Geirmundur Valtýsson syngur!

Ég myndi frekar veðja á að þarna væru "draugar" á ferð frekar en huldufólk.

Það eru til margar myndir á "You to be" sem sýna svona "draugabíla hverfa fyrir framan myndavélar venjulegs fólks.

Svo verður bara hver að dæma fyrir sig.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 15:52

35 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Úff? á ég að vera að nenna því að svara sona bulli sem Gjagg skrifar. Ha, ha, ef ég segði þér alla sólarsöguna Gjagg þá mundi hrykta rosalega í þessum bull skoðunum þínum. Það að fullyrða að ég sé heimskur eða lygari það lýsir einmitt sjálfum þér sem persónu. Varðandi heimskuna þá vil ég að það komi fram að gáfur mínar hafa verið mældar mjög vel yfir meðallagi. Fatlaðir hafa þurft að ganga í gegnum svoleiðis á sínum tíma til að leita að vinnu........Og útkoman var met.

Spákerlingar skipta mig engvu máli í þessu sambandi. Ég hef aldrei leitað til spákonu í lífinu og ég veit ekki hvort ég mun nokkurn tímann standa í því að gera það. Mjög líklega ekki!

Það er á hreinu hvað hefur komið fyrir mig í lífinu. Margoft hafa gerst atburðir sem eru óútskýranlegir. Mig skiptir það engu máli hvort einhver lítill Gjaggari noti svona orð því hann hefur akkúrat engva innsýn í þessi mál. Það að ekkert hafi komið fyrir hann eða hans líka er heldur enginn sannleikur fyrir því að eitthvað sé ekki til sem heili hans getur ekki séð og er lokaður fyrir.

Það að ætla sér að segja að fólk sem sér og verður fyrir einhverju óvenjulegu, sé athyglissjúkt er algjör alhæfing. 

Að ætla sér að segja að allt það fólk sem hefur komið fram og sagt frá sé að ljúga er fáránlegt. Ef við tökum tildæmis einhverja töl: kannski að 10.000 manns í heiminum segðu einhverja sögu um óvenjulegt eða yfirnáttúrulegt sem hefði komið fyrir það. Er þá hægt að fullyrða að þessir 10.000 séu allir að ljúga og annaðhvort heymskir eða með athyglissýki? Hver og einn einasti? ALLIR EIGA GETA SÉÐ AÐ SLÍKT GETUR EKKI STAÐIST! Kannski eru allir þessir 10.000 ætli sér að hagnast á sögum sínum?

Það er persónubundið hvað kemur fyrir fólk! Ef það fólk sem að kýs að segja frá því sem hefur komið fyrir það þá er alfarið þeirra sem lesa að vega og meta trúleika upplýsinganna. Athugið líka eitt! Einmitt vegna þess að það kemur fram svona fólk eins og Gjagg sem getur ekki komið fram undir nafni þá er svo erfitt fyrir okkur sem hafa orðið fyrir óútskýarnlegum atburðum að koma fram og segja frá þeim.

Við lendum í árásum frá svona fólki. 

Ég mundi aldrei ljúga um neitt sem hefur komið fyrir mig. Og ég get svo sannarlega sagt að ég hafi hvað eftir annað farið yfir þessi mál í huga mér aftur og aftur! Það er sko engin ímyndun eða athyglissýki.

Svo þið sem lesið fáið að vita það þá vil ég taka það sérstaklega fram hversu erfitt það hefur verið fyrir mig að koma fram á vettfang sem þennan eða úti í samfélaginu. Þannig er nú allri athyglissýki minni háttað að ég var lengi mjög óframfærin persóna og átti erfitt að vera í samveru við fólk. Nægir tildæmis að skoða um mig á bloggi mínu hreinn23.blog.is. Síðan er allt það fólk sem hefur þekkt mig, góður vitnisburður um mína framfærni eða óframfærni. Sem svarar þessari meintu athyglissýki sem mér er hér borin á brýn! 

Því hefur verið sérstaklega erfitt fyrir mig að koma fram og tjá mig yfirleitt! Lýsir það allir athyglissýki minni?

Guðni Karl Harðarson, 22.7.2009 kl. 20:39

36 identicon

Ég las lauslega yfir thessa athugasemd thína Gudni Karl.  Ég stend samt vid ad enginn svokalladur yfirnáttúrulegur atburdur eda atvik hefur verid sannad. 

Milljónir fólks ímyndar sér bull og vitleysu á hverjum degi.  Verst er audvitad thegar fólki tekst ad ljúga ad sjálfu sér og sídan gera sig ad fífli med thví ad opinbera og standa fast vid fáránleikann.

James Randi hefur bodid hverjum sem getur sannad eitthvad yfirnáttúrulegt $1000000 í áratugi.  Engum hefur tekist ad sanna neitt yfirnáttúrulegt ennthá. 

Ég held thú aettir ad skoda thetta á YouTube.   En ég veit fullvel ad thad er ekki haegt ad breyta afstödu thinni thví thú ert búinn ad plata sjálfan thig.

Gjagg (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 22:01

37 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  kannski

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 22:47

38 Smámynd: Jens Guð

  Jóhanna,  ég tók ekki almennilega eftir þeim sem var í farþegasætinu.  Hann gæti hafa heitið Eyrnastór.  Eða Megas.

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 22:49

39 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg (#31),  það er alltaf gaman að heyra hvað James Randi hefur fram að færa.

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 23:10

40 Smámynd: Jens Guð

  Axel (#32),  fylgið hvarf alveg eins og bíllinn.  Það er jafn dularfullt.

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 23:13

41 Smámynd: Jens Guð

  Dagný (#33),  takk fyrir þessar upplýsingar.

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 23:15

42 Smámynd: Jens Guð

  Mr.  Jón Scout (#34),  það er einn möguleikinn:  Að þarna hafi framliðnir verið á ferð.  Vegna fáfræði og skilningsleysis á eðlis- og efnafræði átta ég mig ekki á hvernig bílar geta orðið framliðnir. En það er kannski miklu einfaldara en hvernig fólk verður framliðið.

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 23:22

43 Smámynd: Hannes

Jens Guð það hefði verið mun betra ef útrásarvíkingarnir hefðu verið á heroíni en kokaíni fyrir þjóðfélagið. Þeir hefðu ekki valdið eins miklum skaða.

Hannes, 22.7.2009 kl. 23:28

44 Smámynd: Jens Guð

  Guðni (#35),  ég votta að þú ert ekki athyglissjúkur.  Fjarri því.

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 23:28

45 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg (#36),  Það er vissulega merkilegt að enginn hafi staðist próf James Randi - og reyndar fleiri sem halda úti samskonar áskorun - um að þeir búi yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum.   Eitt er þó að búa yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum og annað hvort eitthvað sé til sem fellur undir að vera yfirnáttúrulegt. 

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 23:46

46 Smámynd: Jens Guð

  Hannes (#43),  það var eiginlega bölvað klúður að útrásarvíkingarnir voru ekki í heróíni. 

Jens Guð, 22.7.2009 kl. 23:48

47 Smámynd: Hannes

Ástandið væri allavega mun betra. Við skulum vona að þeir sem eru núna á kókaíni fari yfir í heróín.

Hannes, 22.7.2009 kl. 23:58

48 identicon

Já Jens.....James Randi er skemmtilegur karl.  Hann á eftir ad heimsaekja Ísland og er thad á óskalista hans.  Vona ad honum verdi bodid eda ad hann heimsaeki landid sjálfur.  Hann verdur jú ekki yngri med árunum.

Gjagg (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 00:20

49 identicon

Bíllinn sem hvarf - Flugvél í sjónum vid Álftanes? 

Ef thid skodid thetta: http://ja.is/kort/#q=brekkusk%C3%B3gum%209%20%C3%A1lftanesi&x=353155&y=402820&z=10&type=aerial 

Gjagg (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 01:09

50 identicon

Gæti þetta fallið undir yfirnáttúrulega hæfileika?

www.facebook.com/ext/share.php?sid=71322612110&h=ZHkSW&u=21E5-

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 09:31

51 identicon

Það sem að mér þykir rosalega dularfullt við þessa sögu er að einhver bíll hafi keyrt svo hægt að þú hafir þurft að taka fram úr eheheh

Daníel (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 20:34

52 Smámynd: Jens Guð

  Hannes (#48),  ég er viss um að þeir eru farnir að laumast í fleira en kókið.

Jens Guð, 23.7.2009 kl. 21:44

53 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg (#49),  það væri gaman að fá Randi til landsins.  Hans innlegg á erindi í umræðuna.

Jens Guð, 23.7.2009 kl. 21:47

54 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  svo virðist sem þarna sjáist ofan á flugvél í flæðamálinu.  Hún er mjög lítil,  á stærð við bíl.

Jens Guð, 23.7.2009 kl. 21:48

55 Smámynd: Jens Guð

  Mr. Jón Scout (#50),  fyrir ári síðan eða svo sýndi ég ljósmyndir af frægum töframanni í Þýskalandi sem stendur iðulega í lausu lofti á fjölförnum götum.  Hann styður aðeins annarri hendi í húsvegg.  Þetta er mjög áhrifaríkt.

  Ég sýndi myndir af því hvernig þetta er gert.  Höndin sem styður á vegginn er gervi.  Hún er skrúfuð fast í vegginn.  Maðurinn stendur í einskonar beisli út frá hendinni.

  Þarna er um hliðstætt töfrabragð að ræða.

Jens Guð, 23.7.2009 kl. 22:00

56 Smámynd: Jens Guð

  Daníel,  þú ert að vísa til þess að ég keyri yfirleitt hægar en aðrir í umferðinni.  Hehehe!  Samt er ég yfirleitt á nákvæmlega löglegum hámarkshraða.  En aðrir keyra hraðar.

Jens Guð, 23.7.2009 kl. 22:02

57 identicon

Já...ef um flugvél er ad raeda thá virdist vaenghafid ekki vera meira en ca. 4-5 metrar giska ég á med thví ad bera staerd vélarinnar saman vid malbikada veginn á Álftanesinu í nyrdri.

Gjagg (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 22:11

58 identicon

Í þessu myndbandi er engin veggur og hér er ekki um að ræða ljósmynd.

=erfiðara að falsa.(Bein útsending og engin töfra-tjöld í bakgrunninum)

Það eru venjulega ekki nema örfáir Yogar í heiminum sem geta þetta í raun og veru.

Mætti ekki segja að þetta sé yfirskilvitlegt; þar sem þú skilur þetta ekki?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 22:09

59 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  þarna virðist vera sem hvít flugvél (án allra auðkenna) sé í fjörunni.  Hún er lítil á myndinni og mér vitanlega hefur ekkert komið fram um að lítil flugvél eigi eða hafi legið þarna.  Líklegra er að þetta sé eitthvað annað en flugvél.  En hvað það er ætla ég ekki að giska á.

Jens Guð, 24.7.2009 kl. 23:05

60 Smámynd: Jens Guð

  Mr.  Jón Scout,  það er spurning hvenær töfrabrögð skulu metin sem yfirnáttúrleg.  Ég nenni ekki að fletta upp í gömlu bloggfærslunni minni um þýska manninn sem hangir utan í veggjum.  Í fljótu bragði virðist mér sem konan á myndbandinu beiti samskonar aðferð.  Prikið sem tengir hana við jörðu bendir til þess.  Ef kella væri án priksins væri ég meira reiðubúinn að "kaupa töfrabragðið"

  Ég hef séð bandaríska töframanninn Chris Angel svífa liggjandi aftur á bak og aðeins nema annan fót við jörðu.  Íslenskur töframaður sagði mér að í því tilfelli væri hann með stálþynnu í skónum.  Hún liggur frá skó hans og undir bakið.  Stálþynnan gefur eftir þannig að hann getur lagst aftur á bak en er þó það stíf að hann dettur ekki.   

Jens Guð, 24.7.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband