Best á nautið - loksins!

stefan-bestálambið 

 Fyrir mörgum árum var umtöluð í Skerjafirði kryddblanda sem Stefán Halldórsson hafði þróað og notað á lambakjöt.  Kryddblandan þótti einstaklega vel heppnuð og gerði lambakjöt að meira sælgæti en áður þekktist.  Þeir sem smökkuðu urðu friðlausir og gátu ekki hugsað sér að elda lamb án þessarar rómuðu kryddblöndu.  Eftirspurn varð slík að fyrir nokkrum árum setti Stefán á almennan markað kryddblönduna Best á lambið.  Hún sló í gegn og fæst nú í flestum íslenskum matvöruverslunum og einnig í Færeyjum.

  Síðan hefur Stefán bætt við öðrum vinsælum kryddblöndum:  Best á fiskinn,  Best á kjúklinginn og Best á kalkúninn.  Í síðustu viku bættist við kryddblandan sem margir hafa beðið eftir:  Best á nautið. 

  www.bestalambid.is 

bestálambið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Fá bara Bjórinn með takk

Ómar Ingi, 13.8.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Hannes

ég tek undir með Ómari að fá bara bjórinn með þó að það sé gott að krydda kjöt vel með góðu kryddi.

Hannes, 14.8.2009 kl. 00:19

3 Smámynd: Jens Guð

  Ommi,  bjórinn er að sjálfsögðu ómissandi með steikinni.

Jens Guð, 14.8.2009 kl. 00:19

4 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  bjórinn er aðalnúmerið.  Nautasteikin er snakk með.

Jens Guð, 14.8.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.