4.10.2009 | 21:25
Davíð Oddsson hundskammar bloggaraskrílinn - og veitir ekki af
Bloggheimar eru iðulega stórundarlegir. Af öngvu tilefni vitna lítilmenni í stjórnmálum til þess að "bloggheimar logi" og gefa þannig í skyn að tilfinningahiti sé í þjóðfélaginu. Það eina sem hefur gerst er að orðljótustu bloggarar hafa þrútnað út örlítið meira en endranær og reyna að yfirbjóða hvern annan með uppspuna og munnsöfnuði. Eldglæringar á blogginu hafa aldrei skipt neinu máli um nokkurn skapaðan hlut. Kórstjórar bloggsóðanna hafa ekki áhrif á þjóðfélagsumræðuna.
Ofangreint er stytt samantekt á fyrri hluta leiðara Davíðs Oddssonar í Mogganum í dag. En það skiptast á skin og skúrir. Þó Davíð telji margan bloggarann "bölmóðsins besta vin" þá býður tilveran á Íslandi í dag upp á fleira en bloggaraskríl til að ólundast út í. Davíð hefur velþóknun á eftirtöldum: Spaugstofuhópnum, Ómari Ragnarssyni, Ladda, Ragnari Bjarnasyni, Jóhannesi eftirhermu Kristjánssyni og Jens Guði. Reyndar er ég ekki alveg viss með síðast nefndan. Það skvettist dökkur bjór yfir niðurlag leiðarans svo ég þurfti eiginlega að giska á hvað stendur þar.
Ég held að Davíð eigi ekki sérstaklega við Hannes Hólmstein með lýsingunni á bloggurum. Líklegra þykir mér að Davíð jafnvel undanskilji Hannes, eins og Ómar Ragnarsson og mig.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Pepsi-deildin, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Stefán, eins og svo oft ber enginn ábyrgð! jensgud 23.1.2025
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 171
- Sl. sólarhring: 593
- Sl. viku: 1329
- Frá upphafi: 4121711
Annað
- Innlit í dag: 158
- Innlit sl. viku: 1141
- Gestir í dag: 157
- IP-tölur í dag: 155
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ber að skilja þessa færslu þína Jens sem svo að þú takir undir sjónarmið Davíðs: "veitir ekki af" ?
hilmar jónsson, 4.10.2009 kl. 21:56
Ég tala alltaf vel um Davíð svo hann þurfi ekki að skamma mig.
Offari, 4.10.2009 kl. 21:58
Númi minn, til samræmis við neðangreint ákvæði í skilmálum Moggabloggsins sé ég mig tilneyddan að fjarlægja athugasemd þína. Ég hef áður þurft - að beiðni stjórnenda Moggabloggsins - að fjarlægja athugasemdir sem þó voru hófstilltari en þín lýsing hér á nafngreindum manni. Þér er velkomið að senda aftur inn athugasemd sem fellur innan ramma skilmála Moggabloggsins. Sorrý.
"Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða. Notandi samþykkir sérstaklega að miðla ekki háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, í samræmi við ákvæði 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940."
Jens Guð, 4.10.2009 kl. 21:59
Hilmar, ég er sammála því að það þurfi að hundskamma bloggaraskrílinn oftar. Eiginlega reglulega. En ég er ósammála greiningu hans á bloggurum og bloggheimum. Hinsvegar veitir ekkert af að skammast út í bloggaraskrílinn. Svona til öryggis.
Í leikritunu Silfurtunglinu sagði Feilan skúringakonunni að grjóthalda kjafti. Hún svaraði: "En ég sagði ekki neitt." Feilan sagði: "Nei, en þú ætlaðir áreiðanlega að segja eitthvað."
Jens Guð, 4.10.2009 kl. 22:09
Offari, ég tala ekki alltaf vel um Davíð. Bara stundum. Eða einstaka sinnum. Eða kannski einu sinni eða tvisvar.
Jens Guð, 4.10.2009 kl. 22:10
Skilmálum Moggabloggsins,segir þú ja hér og nú.Eitthvað hefir breyst hjá þér með tilkomu þessa mikla meistara við Hádegismóa.Davíð Hádegismóri er líklegast búin að pikka inná hin ýmsustu blogg og vara við,eða einhverjir pennaþrælar hans.Þú gamli róttæklingur Jens,þú ert nú ekki vanur að láta stoppa þig af í skoðunum.Gæti veri sennilegast að ég hafi farið örlítið útaf Sakramentinu á bloggi því sem þú þurrkaðir út,en það er mín staðföst skoðun sem ég sendi þér og einnig það, að með þeirri samþykkt Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar ,að draga þjóð sína inní innrás Bandaríkjamanna með því að gera okkur að stuðningsþjóð þeirra í þessu ´´Olíustríði ´´ þeirra. Þá má alveg nefna það hvort að ekki sé hægt að draga þá kumpána Davíð og Halldór fyrir Stríðsglæpadómstólinn.Þessir kumpánar tveir spurðu ekki þjóð sína,og hvað þá að þetta var lagt fyrir utanríkismálanefnd,sem það var ekki gert.Í öðrum lýðræðisríkjum hefði það verið gert að leggja fyrir utanríkismálanefnd.Það er greinilegt Jens,að það má sjá skjálfta hér á Mbl,blogginu,Hádegismóri er mættur á Vökuvaktina.
Hefurðu heyrt þessa,::(káinn)
Ætíð þú talar illa um mig,
En alltaf ég tala vel um þig,
þá best af öllu er,
engin trúir þér né mér.
Og Þessi::::(káinn)
Fyrir því hef ég sjaldan haft,
heimsku minni að flíka,
en ef þú er að rífa kjaft
þá þarf ég að tala líka.
Númi (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 22:23
Númi, ég er alveg efnislega sammála þér. Þessi athugasemd þín er gott innlegg í umræðuna. Ráðning Davíðs Oddssonar í ritstjórastól Mogga breytir engu um hvernig ég set fram skoðanir mínar á Davíð eða því sem hann stendur fyrir í pólitík. Ég get jafnframt tekið undir skoðun þína að flestu leyti sem birtist í athugasemdinni sem ég sá mig tilneyddan til að eyða. En ég verð að halda blogginu mínu innan ramma skilmála Moggabloggsins. Eins og ég nefndi þá hef ég þurft að eyða athugasemdum að kröfu Moggastjórnenda þó þau væru meinlausari en lýsing þín á Davíð. Ég verð að standa við þá skilmála sem Moggabloggið setur mér. En endilega vertu áfram gagnrýninn á menn og málefni innan þeirra marka sem skilmálar Moggabloggsins leyfa. Það er ég. - Oftast.
Jens Guð, 4.10.2009 kl. 22:38
Ekki dettur mér til hugar,að þefa uppi þessa skilmála Moggans.Allt sem frá Morgunblaðinu kemur eftir yfirtöku hans Hádegismóra,er ótrúverðugt...En hvernig fannst þér þessar vísur Káins.Baggalútur var að gefa út disk með vísum Káins,og þeir höfðu vit á því að hafa meistara Megas með í nokkrum lögum,þetta er í fyrsta sinn sem ég get hlustað á Baggalút Megas frábær ..Hafðu það svo fínt þú gamli fyrrverandi róttæklingur. Davíð er innemllI.
Númi (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 22:45
Númi, ég birti skilmálana til að þú þurfir ekki að þefa þá uppi. Vísur Káins eru snilld. Mér þótti Baggalútur fara frábærlega af stað á sínum tíma. Síðan var eins og botn dytti úr er þeir fóru að kráka (cover) leiðinleg lög frá Bee Gees og öðrum leiðinda vælukjóum. Vonandi er Baggalútur eitthvað að hressast.
Ég er ekki fyrrverandi róttæklingur heldur öfgafullur rótttæklingur sem verð öfgafyllri rótttæklingur með hverju árinu sem líður.
Jens Guð, 4.10.2009 kl. 23:20
Öfgafull rótttækni mín getur þó alveg eins sveiflast til hægri eins og vinstri. Þar er dagsmunur á. En hugmyndafræði frjálshyggjunnar á ekki upp á mitt pallborð. Síst af öllu eftir gjaldþrot frjálshyggjutilraunarinnar sem orsakaði efnahagshrunið.
Jens Guð, 4.10.2009 kl. 23:25
Ef aðilar þola ekki Davíð þá er betra að láta hann loka á en láta sig hverfa því að það er neyðarlegt ef það er lokað á óæskileg sjóarmið og minnkar trúverðuleika moggans þegar hann verður uppvís af ritskoðun
Mér líst vel á að fá Davíð sem ritstjóra Moggans og það verður gaman að sjá hver þróunin verður..
Hannes, 5.10.2009 kl. 00:15
Hannes, Davíð lokar ekki bloggsíðum. Hann er enginn kjáni þó hann hafi klúðrað efnahag Íslendinga. Þvert á móti hefur hann rebbavit. Samanber: "Berin eru súr." Það er mjög í hans stíla að afskrifa bloggið með óbragð í munni sem eitthvað er skiptir nákvæmlega engu máli.
Þróunin verður sú sem þegar hefur verið innleidd: Mogginn endurskrifar sögu bankahrunsins án þess að nefna á nafn yfirhönnuð efnahagshrunsins, leikstjóra þess og kórstjóra húrrahrópandi klappstýru útrásarvíkinga (annarra en Baugsfeðga).
Jens Guð, 5.10.2009 kl. 00:54
Ég ætla að kíka á leiðarann
Sigurður Þórðarson, 5.10.2009 kl. 05:59
Stundum gæti maður verið sammála kjaftgleiðum nafnleysingjum en getur ekki tekið mark á þeim út af nafnleysinu. Kannski væru þeir ekki svo gleiðir ef nafn fylgdi gífuryrðunum.
Yngvi Högnason, 5.10.2009 kl. 08:25
Jens.
Ég hef ekki lesið leiðara Moggans en þykist geta lesið út úr skrifum þínum að Davíð sé að kvarta unndan og gagnrýna nafnlaus skrif, þá væntanlega á netinu jafnt sem dagblöðum.
Það væri því eðlilegast að Davíð aupplýsti eftirfarandi: Í mörg ár, jafnvel áratugi, hafa verið birt í Mogganum NAFNLAUSAR greinar undir heitinu "Reykjavíkurbréf". Gaman væri nú að vita hvort þessi vælukjói (DO) hafi riðtað einhverjar þeirra. Ef svo er, hefur hann þá efni á að gagnrýna aðra sem skrifa nafnlaust?
Alli, 5.10.2009 kl. 09:31
Þið gleymið alvega að minna á að hann tók það sérstaklega fram að innanum væri vel meinandi fólk sem gæti skrifað. Hver getur ekki tekið undir þá skoðun að allt of mikið sé um óhróður og persónuníð á blogginu hvort sem er undir nafni eða ekki? Ef við tökum t.d. athugasemdakerfið á eyjubloggi Egils Helgasonar þá kemur í ljós að oft lendir mikill meirihluti athguassemdanna undir þennan óhróðursflokk sem gerir það að verkum að maður nennir eiginlega ekki að lesa það. Það er náttúrulega sorglegt því bloggið gæti verið og er oft góður vettvangur skoðanaskipta en er bara allt of oft eyðilagður með svona bulli.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 10:15
Siggi, endilega. Hann er skemmtilega skrifaður.
Jens Guð, 5.10.2009 kl. 10:41
Yngvi, það er nokkuð áberandi að svokallaðir nafnleysingjar eru að öllu jöfnu mun stóryrtari en hinir sem skrifa undir fullu nafni.
Jens Guð, 5.10.2009 kl. 10:45
Alli, það kemur hvergi fram í löngum leiðara DO að hann geri greinarmun á nafnlausum bloggurum og þeim sem blogga undir nafni. Hann kvittar heldur ekki undir leiðarann með nafni. Ritstíllinn er hinsvegar auðþekkjanlegur.
Jens Guð, 5.10.2009 kl. 10:49
Gunnar, er bloggið nokkuð annað en sýnishorn af sömu umræðu sem fer fram í heitum pottum sundlauganna; við barborðið; á kaffistofum; í símatímum útvarpsstöðva og svo framvegis?
Ósjaldan heyri ég bloggara endursegja bloggfærslur sínar á framangreindum vettvangi. Eða þá að á þeim vettvangi endi menn spjall sitt um eitthvað hitamál með orðunum: "Ég ætla að blogga um þetta á eftir."
Jens Guð, 5.10.2009 kl. 10:58
Jæja svo það á bara að demba öllum herlegheitunum yfir mig... ég ætla samt að láta ykkur vita það að ég ræðst ekki á nein smápeð eins og DO.. ekkert minna en ætlaður master of the universe fyrir mig sko. :)
DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 11:08
DoctorE, ég held að sálmaskáldið hafi átt sérstaklega við þig. Guðirnir blessi Ísland.
Jens Guð, 5.10.2009 kl. 11:33
Davíð er bara að segja að þið skiptið ekki máli litlu kallar. Væl og tuð hefur engin áhrif á stefnu stjórnvalda. Kannski er hann að mæla með ofbeldi ef menn vilja hafa áhrif eða ganga í Sjálfstæðisflokkinn?
Björn Heiðdal, 5.10.2009 kl. 17:10
Björn, Það má vera að þú túlkir leiðara Foringjans rétt. Ég hef grun um að ólund kallsins út í bloggheima megi rekja til þeirra 50 - 100 bloggara sem hafa fært sig frá Moggabloggi yfir á önnur bloggsvæð í kjölfar þess að Hr. Hrun settist í ritstjórastól Moggans. Meðal þeirra sem hafa flutt sig er fjöldi úr hópi mest áberandi og mest lestu bloggara landsins. www.eyjan.is hefur fitnað eins og púkinn á fjósbitanum vegna þessa.
Er kallinn ekki bara að stappa stáli í sjálfan sig og eigendur Moggans með því að segja bloggaraskrílinn ekki skipta neinu máli?
Jens Guð, 5.10.2009 kl. 17:44
Þú hittir naglann á höfuðið með síðustu málsgreininni Jens
Finnur Bárðarson, 5.10.2009 kl. 18:16
Finnur, það virðast æ fleiri hallast að því.
Jens Guð, 5.10.2009 kl. 18:23
Bloggaraskríllinn er jú þverskurður af þjóðinni... elítan og hinir ýmsu stjórnmálamenn eru afar ákafir í að segja alla "venjulega" íslendinga vera skríl... lýðræðið var bara ekki að virka fyrir okkur.. því erum við að fara út í skrílræði, á nýju Skrílslandi.
DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 19:31
DoctorE, lýðræðið er meingallað. En skásta kerfið samt. Hérlendis er halli á lýðræðinu. Atkvæðavægi er mismunandi eftir landshlutum. Það vantar persónukjör. Flokkar fá mishátt fjárframlag eftir stærð frá ríki og sveitarfélögum, þjóðatkvæðagreiðslu um hitamál er haldið frá afgreiðslu mála og svo framvegis.
Jens Guð, 5.10.2009 kl. 20:11
Einungis 39,1% fólks á aldrinum 12 til 80 ára las Morgunblaðið, samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent Gallup í maí til júlí í ár en þetta hlutfall var 57% í október 1994, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Capacent Gallup - Dagblöð
Fjölmiðlakönnun Félagsvísindastofnunar
Hérlendis bjuggu um síðustu áramót samtals 257 þúsund manns á aldrinum 12 til 80 ára, samkvæmt Hagstofu Íslands, þannig að um 100 þúsund manns á þessum aldri lásu því Morgunblaðið nú í sumar.
Ef við gerum ráð fyrir að hérlendis bloggi daglega 10% þeirra sem eru á aldrinum 18 til 60 ára, en þeir voru um 190 þúsund talsins um áramótin, og einungis 50 manns að meðaltali lesi hvert blogg, lesa þau daglega um 950 þúsund manns, um tíu sinnum fleiri en lesendur Morgunblaðsins.
Þorsteinn Briem, 5.10.2009 kl. 22:24
BA-ritgerð um blogg í maí 2008 - Leiðbeinandi Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Þorsteinn Briem, 5.10.2009 kl. 22:46
Steini, bestu þakkir fyrir þennan fróðleik.
Jens Guð, 5.10.2009 kl. 22:59
Nú þarf bara það til að Brjánzlækjarbarnið fái endurráðníngu hjá Dabba & ég mun endurnýja ázkrift.
Steingrímur Helgason, 5.10.2009 kl. 23:25
Steingrímur, hvert er Brjánslækjarbarnið?
aloevera, 5.10.2009 kl. 23:40
Briemzættin fer nú ekki að æða út í móa í ztórum ztíl út af einni ázkrift, Zteingrímur minn.
Þorsteinn Briem, 5.10.2009 kl. 23:48
Steingrímur, ertu af Brjánslækjarætt?
Jens Guð, 6.10.2009 kl. 00:55
Vera, ég spyr líka?
Jens Guð, 6.10.2009 kl. 00:56
Steini, ég bjóst heldur ekki við því. Og þó uppsagnir á áskrift séu 3000. Þá hlaupa Briemsarar ekki út í móa né upp í fjöll. Hvað þá úr Svarfaðardal yfir til Hóla í Hjaltadal. Þangað hlaupa menn af öðrum ástæðum.
Jens Guð, 6.10.2009 kl. 01:00
Ættarnafnið Briem er dregið af Brjánslæk á Barðaströnd en þar fæddist ættfaðirinn, Gunnlaugur Guðbrandsson Briem, árið 1773. Hann stundaði nám í höggmyndalist við Listaháskólann í Kaupmannahöfn ásamt Bertel Thorvaldsen, en þar sem Gunnlaugur gat ekki lifað á listinni hér lærði hann einnig lögfræði.
Föðuramma Davíðs Oddssonar, nú ritstjóra Morgunblaðsins, var Valgerður Briem. Þegar Davíð var ungur drengur fór hann upp á þak til að biðja Guð um gotterí af því að amma hans hafði sagt að allt gott kæmi frá Guði.
Þorsteinn Briem, 6.10.2009 kl. 03:14
Steini, kærar þakkir fyrir þessa skemmtilegu fróðleiksmola.
Jens Guð, 6.10.2009 kl. 11:56
Ok. Enga tónlist. Aldrei meir.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2009 kl. 14:15
Fyndin færsla ...hafðu þakkir!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.10.2009 kl. 22:11
Jón Steinar, ég dreg mjög í efa að þú getir staðið við það.
Jens Guð, 6.10.2009 kl. 23:14
Anna, takk fyrir það. Reyndar er þetta bara útdráttur úr leiðara D.Oddssonar.
Jens Guð, 6.10.2009 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.