Glæsilega afastelpan

ylfa mjöllylfa mjöll daníelsdóttir

  Þessi færsla er "lókal".  Fyrst og fremst fyrir vini og vandamenn.  Þarna er afastelpan glæsilega,  Ylfa Mjöll Daníelsdóttir.  Hún átti að fæðast 28.  nóv. en vildi ná síðasta þættinum af Fangavaktinni.  Þess vegna spratt hún í heiminn 5.  nóv.  Og skuldar aðeins örfáar milljónir króna.  En það er bara Johnny Cash (staðgreiðsla) um leið og hún getur.  Ekki vandamálið þegar þar að kemur - fyrst Björgúlfar,  Sigurjón Þ.  Árnason og Baugsfeðgar eiga bara fyrir Diet Kók. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðisleg. Til hamingju aftur ;) Flott nafn

Tómas (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 23:45

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

SÉ ÉG TÁR Á HVARMI?

S. Lúther Gestsson, 8.11.2009 kl. 23:48

3 Smámynd: Jens Guð

  Tómas,  takk fyrir það,  frændi.  Það er bara tóm gleði þessa dagana.

Jens Guð, 8.11.2009 kl. 23:49

4 Smámynd: Ómar Ingi

Til lukku gamli skarfur.

Ómar Ingi, 9.11.2009 kl. 00:01

5 Smámynd: Hannes

Til hamingju með afabarnið gamli.

Hannes, 9.11.2009 kl. 00:04

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

 ég pant vera vinkona í lókal færslu, til hamingju - hún er yndisleg.

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.11.2009 kl. 00:07

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Falleg er hún afabarnið þitt, nafnið hennar er líka mjög fallegt.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.11.2009 kl. 00:13

8 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Hún er eins og málað listaverk! Til hamingju enn og aftur elsku vinur!

Siggi Lee Lewis, 9.11.2009 kl. 00:20

9 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  takk fyrir það.

Jens Guð, 9.11.2009 kl. 00:29

10 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Lúther,  já,  ég er voða viðkvæmur,  mjúkur og meyr eftir að þessi nýja staða kom upp:  Að vera afi.  Annað er eiginlega ekki hægt.  Þetta er svo dásamlegt að það kallar á góðan pakka af væmni.

Jens Guð, 9.11.2009 kl. 00:33

11 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  bestu þakkir.

Jens Guð, 9.11.2009 kl. 00:34

12 Smámynd: Hannes

Það var ekkert gamli.

Hannes, 9.11.2009 kl. 00:35

13 Smámynd: Jens Guð

  Jóhanna, velkomin í "lókal" færsluna. Ég átti eftir að senda þér knús í umræðunni um DoctorE. Geri það hér með.  Takk fyrir kveðjuna.

Jens Guð, 9.11.2009 kl. 00:37

14 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  ég er hrifinn af nöfnunum sem foreldrarnir völdu. Ylfa er dregið af úlfynju (kvenúlfur).  Mjöll er nýfallinn mjúkur snjór.  En burt séð frá merkingu nafnanna eru þau fyrst og síðast hljómfögur og íslensk.

Jens Guð, 9.11.2009 kl. 00:42

15 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega til hamingju Jens, það er sannarlega hamingja að fá að verða afi svo fallegrar dömu.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.11.2009 kl. 00:43

16 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  hún er listaverk.

Jens Guð, 9.11.2009 kl. 00:44

17 Smámynd: Jens Guð

  Guðrún María,  þetta eru forréttindi og ég er rígmontinn.  Kærar þakkir fyrir kveðjuna.

Jens Guð, 9.11.2009 kl. 00:46

18 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þetta er heilmikið.  Eiginlega hálf óraunverulegt ævintýri.

Jens Guð, 9.11.2009 kl. 00:47

19 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Hættu þessu væli drengur. Þú verður að einbeita þér að næsta skrefi, vera svona Hardcore afi.

S. Lúther Gestsson, 9.11.2009 kl. 01:06

20 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gratjúlera þér með þezza myndarlegu verðandi afaztelpu, gott er að eiga góðann arflegg zér við lærlegg.

Minnti mig líka zkemmtilega á hvað þú ert nú obbozlega miklu eldri en ég í ketinu, þó ekki zjáizt endilega í zkrifunum.

Steingrímur Helgason, 9.11.2009 kl. 01:21

21 identicon

Hún er virkilega falleg stelpan.  Glaesileg. 

Gjagg (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 07:48

22 identicon

Fallegt nafn á fallegri dömu. Mikið má afinn vera stoltur.

Auðjón (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 08:52

23 identicon

Ég vona svo sannarlega að búið verði að moka mesta og versta skítnum ( sem enn er við stjórnvölinn ) út úr bankakerfinu, þegar Ylfa Mjöll kemst á legg.

Stefán (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 09:21

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stelpan er ekkert lík þér, sem betur fer, Jensinn minn.

Hún er ekki einu sinni með mjólkurskegg.

Þorsteinn Briem, 9.11.2009 kl. 10:46

25 identicon

Algert krútt :)

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 12:17

26 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Doctor E:

Hún er varla Guðs gjöf er það?

S. Lúther Gestsson, 9.11.2009 kl. 13:09

27 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Minn kæri félagi, samgleðst þér innilega og hamingjuóskir til foreldranna!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.11.2009 kl. 17:02

28 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 9.11.2009 kl. 18:09

29 identicon

Jæja vinur það kom að því. Mér sýnist þetta vera afskplega vel heppnuð dama eins og hún á kyn til. Ég á þetta alveg eftir þ.e. afa hlutverkið, reyndar tek ég stundum að mér annara manna börn,hunda,ketti og allra handa kvikindi um stundar sakir. Mínir afleggjarar eru barasta í æfingabúðum hvað barna framleiðslu varðar. Innilegustu hamingju óskir til þín og þinna.

viðar (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 18:33

30 identicon

Auðvitað er barnið ekki guðsgjöf, egg of sæðisfruma, afleiðingar ástarleiks ef að líkum lætur.
Engir galdrar komu við sögu, nosiribob.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 19:21

31 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Lúther (#19),  nú spilar líka öldrun mín inn í það harðneskjan og ruddaskapurinn eru að fjara út.  Testosteron framleiðslan minnkar um 1/2% á ári frá því fyrir þrítugsaldur.  Það er farið að telja rækilega hjá afa komnum hátt á sextugsaldur.

Jens Guð, 9.11.2009 kl. 19:48

32 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  ég er stoltur af að hafa litið heiminn augum á sama tíma og rokkið varð til.  Þannig náði ég að vera orðinn stálpaður þegar Bítlaæðið skall á, unglingur á hippaárum og fullorðinn,  ráðsettur er pönkið gusaðist yfir.  Ég vildi ekki vera degi yngri.  Nema síður sé.

Jens Guð, 9.11.2009 kl. 19:54

33 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Svei mér þá ef það er ekki smá svipur!  Snótin þó öllu fríðari en afinn

Hjóla-Hrönn, 9.11.2009 kl. 22:37

34 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  rétt hjá þér!

Jens Guð, 10.11.2009 kl. 00:11

35 Smámynd: Jens Guð

  Auðjón,  enda er hann það.  Og meira en það meira að segja.

Jens Guð, 10.11.2009 kl. 00:12

36 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  ég held að þú sért full bjartsýnn.  Nú rösku ári eftir bankahrunið ganga allir bankaræningjarnir lausir og flestir hafa það jafn gott og á meðan þeir ryksuguðu peningageymslur bankanna.  Margir af þeim sem tóku þátt í bankaránunum eru enn í æðstu stöðum og á fullu í að afskrifa ábyrgðir.  Þess á milli leikur hópurinn sér í laxveiði og tilheyrandi lúxus á kostnað bankanna.  Eini munurinn er sá að núna eru laxveiðiferðirnar bókfærðar sem "sérfræðiráðgjöf". 

Jens Guð, 10.11.2009 kl. 00:19

37 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Mikið afskaplega hefur hún fengið fallegt nafn hehe

og eins er hún alveg stórkostlega falleg stúlkan

Til hamingju

Ylfa Lind Gylfadóttir, 10.11.2009 kl. 13:46

38 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  það er fagnaðarefni að stelpan líkist afa sínum ekki um of í útliti.  Það er betra fyrir hana að líkjast fremur glæsilegum foreldrum sínum.  Hinsvegar mun ég vinna í því að samræma músíksmekk hennar til samræmis við sérvisku afans.  Að vísu fæddist Ylfa Mjöll með "sítt að aftan" hárgreiðslu.  Ég vona að það sé ekki ávísun á að hún fari að sýna Duran Duran eða Wham! áhuga.  Þetta er verkefni sem verður tekið föstum tökum.   

Jens Guð, 11.11.2009 kl. 01:43

39 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#25),  takk fyrir að vera mér sammála um það.

Jens Guð, 11.11.2009 kl. 01:47

40 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Lúther (#26),  hún er Jens Guðs allra besta gjöf.

Jens Guð, 11.11.2009 kl. 01:49

41 Smámynd: Jens Guð

  Magnús Geir,  kærar þakkir fyrir góða kveðju.  Ég ber foreldrum Ylfu Mjallar kveðjuna.

Jens Guð, 11.11.2009 kl. 01:51

42 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 11.11.2009 kl. 01:53

43 Smámynd: Jens Guð

  Viðar,  þú náðir að verða pabbi á undan mér.  Þannig að það er alveg sanngjarnt að ég nái jafntefli með því að verða afi á undan þér. 

Jens Guð, 11.11.2009 kl. 01:55

44 Smámynd: Jens Guð

  Systursonur minn,  búsettur í Danmörku,  sagði mér í kvöld að hann hafi hitt Andra Frey í partýi í Danmörku.  Og bætti við:  "Hann er með þáttinn Litlu hafmeyjuna á rás 2.  Alveg frábær náungi.  Hefur meira að segja spilað  Þorraþrælinn."  Ég var snöggur að upplýsa drenginn um að ég viti allt um það.

Jens Guð, 11.11.2009 kl. 02:01

45 Smámynd: Jens Guð

  Svona er heimurinn lítill þó hann teygi anga til útlanda.

Jens Guð, 11.11.2009 kl. 02:03

46 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  ímyndaður geimdraugur hefur hvergi komið að málum.  Við höfum náð inn á 21. öld upplýsts samfélags.  Mörg þúsund ára gamlar þjóðsögur gyðinga frá Arabíu fá að hvíla til hliðar sem kjánalegt bull fortíðarinnar.   

Jens Guð, 11.11.2009 kl. 02:14

47 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  vonandi er Ylfa Mjöll að mestu laus við villimannslegt útlit afans.  Foreldrarnir eru glæsilegir og vonandi líkist hún þeim öllu meir.

Jens Guð, 11.11.2009 kl. 02:17

48 Smámynd: Jens Guð

  Ylfa Lind,  nafnið er vissulega fallegt.  Foreldrarnir gerðu lista yfir fallegustu nöfn á dótturina.  Þetta varð niðurstaðan.  Fyrir 1950 bar aðeins ein kona á Íslandi nafnið Ylfa.  Síðan hefur ykkur fjölgað.  Ég tel jafnvel að vinsældir þínar sem söngkonu hafi skerpt á viðskiptavild nafnsins.  Foreldrar Ylfu Mjallar eru búnir að hafa fyrir eyrum lag með þér í tónspilara mínum í meira en ár. 

  Samkvæmt fyrirmælum STEF verð ég hinsvegar að fjarlægja lagið úr tónspilaranum fyrir 1. des.  Því miður.  Annars verður bloggi mínu lokað.  Til gamans má þó geta að ég hef fengið frá útlöndum (reyndar bara Færeyjum) fyrirspurnir um þinn flutning á laginu í tónspilaranum.  Einnig rámar mig í að á Útvarpi Sögu hafi þetta lag verið spilað úr tónspilara mínum. 

  Eftir stendur að nafnið Ylfa er virkilega flott og þýðir úlfynja.  Sem skiptir svo sem ekki miklu máli umfram það að nafnið er hljómfagurt.

Jens Guð, 11.11.2009 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.