Myndir úr sviðaveislu

svi_aveisla3.jpg

 svi_aveisla23_939004.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á dögunum hélt Rannveig Höskuldsdóttir glæsilega sviðaveislu.  30 - 40 manns gæddu sér á sviðum,  sviðasultu,  rófum og rófustöppu.  Dúett söngvara sem jafnframt spiluðu á gítar og bassa skemmti.  Öllum var gert að mæta með frumsamda vísu.  Upplestur á þeim vakti mikla kátínu.  Enda flestar gamanvísur.  Einnig fór fram æsispennandi spurningakeppni.  Allur áttu að mæta með lítinn pakka.  Pökkunum var síðan útdeilt á milli gestanna.  Sitthvað fleira var til gamans gert. 

svi_aveisla21_939013.jpgsvi_aveisla20_939014.jpg  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Yngvi Högnason tók meðfylgjandi myndir.  Nema þessa af honum og Heiðu B. (skessu).  Yngvi lagði jafnframt til sviðin í veisluna.  Honum,  Rannveigu og öðrum í veislunni eru hér með færðar bestu þakkir fyrir frábært kvöld.

svi_aveisla18_939023.jpgsvi_aveisla17.jpg

 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Rannveig með blómvönd sem einhver hugulsamur hefur fært henni.

svi_aveisla14.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Edda Lára fótasnyrtir og herrann hennar.  Rannveig stendur fyrir aftan.  Hægra megin við Eddu má þekkja Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur.

svi_aveisla10.jpgsvi_aveisla9.jpg 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Í pakkanum sem ég fékk var smekkur.  Það var virkilega við hæfi.  Hann smellpassar handa afastelpunni minni,  henni Ylfu Mjöll.

svi_aveisla8.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Tónlistarmennirnir sem sungu og spiluðu.

svi_aveisla7.jpgsvi_aveisla6_939076.jpgsvi_aveisla5.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Grétar Mar fór á kostum allt kvöldið.  Reitti af sér brandara,  greip í gitarinn og söng meðal annars "Sigga litla systir mín".  Hann sagðist þekkja þessa Siggu.  Hún búi í Keflavík.

svi_aveisla2.jpg 

svi_aveisla4.jpg

 

svi_aveisla13.jpg svi_aveisla12.jpgsvi_aveisla11.jpg

svi_aveisla16.jpgsvi_aveisla15.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Þú þarft að raka þig Jens þú minnir mann á rónana á Lækjartorgi.

Hannes, 3.12.2009 kl. 00:07

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtileg færsla, og frábærar myndir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.12.2009 kl. 00:45

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ekki þekki ég fólkið á þessum myndum og get mér til að þetta sé allt saman hið ágætasta lið.

En ég fæ alltaf kúkinn upp í kok sem blandast svo við hland bragð við að sjá gamla feita kalla í leðurvesti.

PERRVERTARA GERIST ÞAÐ VARLA.

S. Lúther Gestsson, 3.12.2009 kl. 00:51

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk fyrir að setja inn þessar myndir Jens minn ég sé þarna margt gott fólk sem mér þykir vænt um.  Er þetta ekki Steini Árna ? Andakílsvirki vinur minn og þá er Dísa ekki fjarri.  Mikið er gaman að hafa fengið aðeins að skreppa í veisluna með ykkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2009 kl. 10:15

5 identicon

Góð voru sviðin og ekki síðri gestirnir.

Guðrún Þóra (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 18:27

6 identicon

Blessaður vinur, þetta er hin bærilegasta veisla sýnist mér. Ég er ekki frá því að þarna hefði ég plummað mig vel enda svið herramannsmatur og topp mannskapur í boðinu er ég viss um.

viðar (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 19:38

7 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég er einn af rónunum á Lækjartorgi.  Þess vegna minni ég á einn þeirra.

Jens Guð, 3.12.2009 kl. 22:02

8 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  takk fyrir það.

Jens Guð, 3.12.2009 kl. 22:02

9 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Lúther,  ósköp eru þetta með fordóma þína.  Ég sem var að hugsa um að fá mér leðurvesti.  En ekki vil ég ganga fram af perrafordómum þínum.  Svo ég er hættur við.  Eyði frekar peningnum í jólahlaðborð.

Jens Guð, 3.12.2009 kl. 22:05

10 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  takk fyrir það.  Ég þekkti fæst af þessu ágæta fólki með nafni.  Varð þó var við að margt af því er að vestan.  Meira að segja Heiða B.  dvaldi á Flateyri á sumrin.

Jens Guð, 3.12.2009 kl. 22:07

11 Smámynd: Jens Guð

   Guðrún Þóra,  takk fyrir síðast.  Ég tek undir þetta með sviðin og gestina. 

Jens Guð, 3.12.2009 kl. 22:08

12 Smámynd: Jens Guð

  Viðar,  þú hefðir smellpassað inn í hópinn.  Ekki síst ef þú hefðir mætt með trommusettið eða diskógræjurnar. 

Jens Guð, 3.12.2009 kl. 22:10

13 Smámynd: Hannes

Jens ég þarf að koma þangað og fá mér bjór með þér herra róni.

Hannes, 3.12.2009 kl. 23:32

14 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  endilega.

Jens Guð, 4.12.2009 kl. 00:37

15 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Talandi um skegg, þá var keppni í vinnunni hjá mér, allir karlkyns létu sitt vaxa í nokkrar vikur, svo var það rakað í allra handa mynstur, farið út á pöbb og menn verðlaunaðir fyrir flottasta skeggið.  Það voru nokkrir sigurvegarar, því það var keppt í flokkum.  Það er nokkuð ljóst að ef þið Hannes væruð mínir vinnufélagar, þá myndir þú Jens pottþétt vinna titilinn "Myndarlegasta alskeggið" og Hannes flokkinn "Þýsk klámmyndastjarna"

Skegg eru flott, pjúra karlmennskutákn, berið þau með stolti!

Hjóla-Hrönn, 4.12.2009 kl. 13:50

16 Smámynd: Hannes

Jens við skulum fá okkur bjór við tækifæri.

Hjóla-Hrönn Þessi mynd ver tekinn þegar ég var nýrakaður og með yfirvaraskegg í dag eru um 1-1,5mán síðan ég snyrti skeggið.

Skegg er fallegt samkvæmt íslam.

Hannes, 4.12.2009 kl. 22:18

17 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  ég hef verið með skegg frá því mér fór að vaxa grön.  Aðallega vegna þess að ég nenni ekki að raka mig.  Hinsvegar þegar ég raka mig þá leyfi ég yfirvararskegginu að standa.  Tvisvar eða þrisvar hef ég þó skafið allt af.  En kann ekki við mig þannig.  Þegar maður er búinn að vera með skegg í hátt á fjórða áratug þá er það komið í vana.

  Víða erlendis er í tilteknum störfum brottrekstrarsök að raka af sér allt skegg.  Í fljótu bragði man ég til að mynda eftir að þannig er það með indverska lögreglumenn. 

Jens Guð, 5.12.2009 kl. 01:22

18 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  til er ég í það.

  Í Biblíunni eru fyrirmæli frá guði um það hvernig hár og skegg á að vera.  Mig minnir að karlar eigi að vera með skegg.

Jens Guð, 5.12.2009 kl. 01:27

19 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Þú tekur þig alveg djöfull vel út með smekkinn Jens. Ég hefði verið með hann allt kvöldið!

Siggi Lee Lewis, 5.12.2009 kl. 13:48

20 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  ég hef varla tekið smekkinn af mér síðan í sviðaveislunni.

Jens Guð, 6.12.2009 kl. 00:48

21 Smámynd: Hannes

Jens enda er skegg merki um að menn voru karlmenn til hins forna.

Hannes, 6.12.2009 kl. 02:23

22 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Frábært!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 6.12.2009 kl. 21:18

23 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þetta Jens.  Þetta var frábært kvöld með skemmtilegu fólki....svo skilst mér að farið sé að undirbúa Skötuveisluna

Sigrún Jónsdóttir, 6.12.2009 kl. 21:59

24 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  í sögu aldanna hefur ósjaldan komist upp um glæpamenn á flótta undan lögum sem dulbjuggu sig sem konur en klúðruðu því að raka ekki af sér skeggið. 

Jens Guð, 6.12.2009 kl. 22:39

25 Smámynd: Jens Guð

  Hólmdís,  þetta var BARA gaman.  Mikil skemmtun.

Jens Guð, 6.12.2009 kl. 22:40

26 Smámynd: Jens Guð

  Sigrún,  ég er strax farinn að hlakka til skötuveislunnar.  Ég nefndi reyndar við Rannveigu að það sé ómögulegt að hún og Yngvi standi alltaf undir öllum kostnaði við þessar veislur.  Ég vil að þeim kostnaði sé deilt á okkur hin sem sækjum þær.

Jens Guð, 6.12.2009 kl. 22:44

27 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þessi skemmtilegheit, gaman að þessum myndum og ekki vissi ég þó ég sé búin að þekkja hann Grétar Mar síðan hann var polli að hann kynni að spila á gítar.
 Tek eftir, eins og sannri konu sæmir að  heimili þitt Rannveig er yndislegt,
gömul hús hafa ætíð heillað mig.

Verð að segja þér Jens að þú ert ekkert líkur rónunum á Lækjartorgi, ert bara flottur, spyr síðan eins og asni: ,,Eru einhverjir rónar á lækjartorgi lengur, man eftir þeim er ég var stelpa í R, hélt þeir héldu sig annarsstaðar í dag, og önnur spurning hverjir eru rónar hef telið þetta frekar vera ógæfufólk, en fyrirgefið kannski var þetta djók.

Kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2009 kl. 09:22

28 identicon

Þakka myndirnar, Jens. Vona að kúkabragðið með hlandbragðinu sé farið farið úr munninum á S Lúther Gestssyni.  Auðvitað erum við gömlu að reyna að punta okkur,  en ég hélt að ég væri ekki svo slæmur að menn sjái sig knúna til að setja á prent að "pervertara gerist það ekki" Ha...ha... Tek þetta sem smá öfund og einnig þetta með bragðið sem þú fékkst í munninn, þig hefur náttúrlega langað í sviðin, en verið að maula einhvern andskotans óþverra í staðinn.  Mbk. sá pervertasti, Steini Árna

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 13:10

29 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Auðvitað eigum við að deila kostnaði Jens....ekki spurning

Sigrún Jónsdóttir, 8.12.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.