Fćrsluflokkur: Tónlist

Íslensk tónlist í Alicante

  Á árum áđur var fátt skemmtilegra í utanlandsferđ en kíkja í plötubúđ.  Alltaf fundust ţar spennandi plötur.  Einhverjar sem hvergi höfđu náđ inn á vinsćldalista og fengust ekki í íslenskum plötubúđum.  Eđa ţá ađ í útlendu plötubúđunum voru íslenskar plötur sem fáir vissu um ađ vćru ţar.  Til ađ mynda rakst ég á plötuna Saga rokksins međ Ham í plötubúđ í Prag í Tékklandi í lok síđustu aldar.  

  Nú er öldin önnur.  Í dag eru sjaldgćfar plötur keyptar á netinu.  Útlenskar plötubúđir eru fátćklegar.  Ţar fást eiginlega einungis plötur sem náđ hafa toppsćtum á vinsćldalistum í bland viđ plötur stćrstu nafna poppsögunnar.  Ţađ er í ađra röndina niđurdrepandi ađ heimsćkja ţessar búđir.  Í hina röndina er forvitnilegt ađ vita hvađa íslenskar plötur fást í ţeim.

  Í Alicante fann ég tvćr plötubúđir.  Báđar stađsettar inni í raftćkjaverslun í sitthvorri verslunarmiđstöđinni.  Dálítiđ eins og ađ vera í Elko.  Báđar búđirnar voru međ sömu íslensku plöturnar:  Fjölda titla međ Björk og nokkra međ Sigur Rós.  Einnig Grey Tickles, Black Pressure međ John Grant,  svo og Circe međ Hilmari Erni Hilmarssyni, allsherjargođa Ásatrúarfélagsins,  Georgi og Kjartani Hólm og Orra Páli.  

hilmar örn

.   


Köld kveđja frá Jóni

  Jón Ţorleifsson,  verkamađur og rithöfundur,  tók upp á ţví á gamals aldri ađ yrkja kvćđi,  skrifa sögur, leikrit og skrá í bókarformi vangaveltur um heimsmálin.

  Árni Bergmann var bókmenntarýnir dagblađs sem hét Ţjóđviljinn.  Hann ritađi ördóm eđa umsögn um eina ljóđabók Jóns.  Fyrirsögnin var "Heiftarvísur".  Um ţađ má lesa neđst til vinstri HÉR (neđst til hćgri er hćgt ađ stćkka síđuna). 

  Jón brást hinn versti viđ ţessum skrifum.  Hann skilgreindi ţau sem níđ um sig og sín ljóđ.  Ţetta sat í honum alla ćvi.  Hann margoft dró fram ţessa litlu blađaklausu,  hneykslađist á henni međ fussi og formćlingum.  Lét ţá fylgja međ upplestur á meiningarlausri vísu og spurđi:  "Hvar er heiftin í ţessu?"   

  Á unglingsárum hreifst Jón af jafnöldru sinni.  Ţeim varđ vel til vina án ţess ađ ţađ nćđi lengra.  Leiđir skildu.  Hálfri öld síđar hittust ţau á ný.  Ţau smullu ekki saman í ţađ skiptiđ.  Jón orti um endurfundinn:

 

  Ţú varst svo fögur forđum,

fjörug og skemmtileg,

ađ ţar er endurminning

sem aldrei gleymi ég.

  En nú ertu grett og gömul,

geđill međ haltan fót,

svo mér ofbýđur mest af öllu

hvađ ţú ert stirđ og ljót. 

 

Fleiri sögur af Jóni Ţorleifssyni HÉR

jón ţorleifs 2


Plötugagnrýni

kalli tomm örlagagaldur

 

 

 

 

 

 

 

  - Titill:  Örlagagaldur

 - Flytjandi:  Kalli Tomm

 - Einkunn: ****

  Ţađ var saga til nćsta bćjar ţegar rokksveitin Gildran í Mosfellsbć snéri upp tánum fyrir tveimur árum. Hljómsveitin hafđi átt farsćlan feril í nćstum hálfan fjórđa áratug. Ađ auki höfđu trommuleikarinn Karl Tómasson og söngvarinn Birgir Haraldsson starfađ saman í vinsćlum hliđarverkefnum.  Til ađ mynda í hljómsveitunum 66 og Gildrumezz.

  Viđbrögđ Karls viđ nýrri stöđu voru ţau ađ hefja sólóferil.  Nokkuđ bratt.  Trommuleikari sem hafđi hvorki samiđ lög né sungiđ.  Hann henti sér út í djúpu laugina.  Snarar fram út hendinni sólóplötu međ frumsömdum lögum er hann syngur dável.  Söngröddin er lágstemmd,  látlaus og ţćgileg.   

  Athygli vekur ađ Kalli trommar sjálfur ađeins í einu lagi - svo ágćtur trommuleikari sem hann er.  Ásmundur Jóhannsson og Ólafur Hólm Einarsson sjá um trommuleik og áslátt ađ öđru leyti.  Eđalfínir í sínu hlutverki eins og allir ađrir sem ađ plötunni koma.

  Lögin bera engin merki ţess ađ vera byrjendaverk.  Ţvert á móti.  Ţau hljóma eins og samin af ţaulreyndum höfundi sem leikur sér međ formiđ og vinnur í ţví.  Framvinda ţeirra er ekki fyrirsjáanleg viđ fyrstu hlustun.  En ţau vinna hratt á viđ ítrekađa spilun.  Flott lög,  hlýleg og notaleg.  Mig grunar ađ ţau séu samin í slagtogi viđ kassagítarpikk.

  Tvö lög eru eftir Jóhann Helgason.  Eitt eftir Guđmund Jónsson (Sálin).  Ţeir tveir eru í fremstu röđ íslenskra lagahöfunda.  Ţađ segir mikiđ um ágćti plötunnar ađ lög ţeirra stinga ekki í stúf.     

  Eins og fleira sem vekur undrun viđ plötuna ţá er hún róleg og ljúf.  Á um margt samleiđ međ lítt rafmögnuđum vísnasöngvum.  Hljómsveitarferill Kalla liggur, jú, í hörđu og hávćru rokki. Textarnir skerpa á samleiđ međ vísnasöng.  Ţeir eru ađ uppistöđu til vel ort ljóđ sem geta flest hćglega stađiđ styrk á eigin fótum.  Höfundar eru Vigdís Grímsdóttir,  Bjarki Bjarnason og Kalli sjálfur.  

  Uppröđun laga er sérdeilis vel heppnuđ.  Ţegar hlustađ er á plötuna í heild ţá styđja lögin hvert annađ.  Opnunarlagiđ,  Gríman grćtur,  er ekki poppađasta lag plötunnar - ólíkt ţví sem venja er á plötum. Ţess í stađ er ţađ ofur rólegt og fallegt međ kontrabassa,  flottri röddun Jóa Helga,  kassagítar gítarsnillingsins Tryggva Hübners og settlegu orgelspili Ásgríms Angantýssonar. Lokaagiđ,  Takk fyrir ţađ,  er ekki hefđbundin "sing-a-long" ballađa heldur stemma strípuđ niđur í söng Kalla og kontrabassa Ţórđar Högnasonar.  Ţađ er virkilega töff.   

  Ţađ er ekki fyrr en í ţriđja lagi,  titillaginu,  sem leikar ćsast.  Rafgítar Guđmundar Jónssonar er ágengur.  Hann kallast á viđ ásćkiđ Hammondorgel Jóns Ólafssonar.  Gestasöngvari er Siggi "kjötsúpa".  Hann skilar sínu glćsilega.  Ţetta er sterkasta lag plötunnar.

 Fleiri góđir söngvarar leggja hönd á plóg og setja svip á plötuna.  Ţar á međal Jóhann Helgason,  Kristjana Stefánsdóttir og Einar Hólm Ólafsson.  Vert er ađ geta ţess ađ plötuumbúđir eru virkilega falleg hönnun hjá Pétri Baldvinssyni.  Ţetta er vel heppnuđ plata í alla stađi og skemmtileg.

 

Hvađa ţjóđir ala af sér flesta spennandi tónlistarmenn?

  Bandarísk netsíđa,  Echo Nest,  hefur tekiđ saman og birt áhugaverđan lista.  Einkum áhugaverđan fyrir Íslendinga.  Líka áhugaverđan fyrir flesta ađra.  Hann byggir á yfirgripsmiklum gagnagrunni.  Ţar á međal hvađa ný og nýleg lög eru oftast spiluđ (10 ţúsund vinsćlustu lögin),  hvernig fjallađ er um ţau og flytjendur ţeirra á netinu og svo framvegis.  Ţjóđerni flytjenda er greint og íbúafjölda lands ţeirra deilt í útkomuna.  Ţannig fćst út listi yfir ţćr ţjóđir sem - miđađ viđ höfđatölu - ala af sér eftirsóttasta og mest spennandi tónlistarfólk heims.  Ţessar ţjóđir skipa efstu sćtin:

1. Ísland

2. Svíţjóđ

3. Finnland

4. Noregur

5. Bretland 

6.  Danmörk

7.  Írland

8.  Bandaríkin

9.  Ástralía

10. Holland

11. Nýja-Sjáland

12. Kanada

13. Jamaíka

14. Belgía

15. Austurríki

16.  Ţýskaland

17.  Frakkland

18.  Sviss

19.  Puerto Ríco

20.  Spánn

21.  Pólland

22.  Slóvakía

23.  Ísrael

24.  Ítalía

25.  Grikkland

spennandi tónlist

 

 

 

 

 

 

 

 

  Listanum er fylgt úr hlađi međ vangaveltum um leyndarmáliđ á bak viđ ţađ ađ Norđurlöndin fimm rađi sér í 6 efstu sćtin.  Tilgáta er sett fram um ađ ţetta hafi eitthvađ međ veđurfar ađ gera.  Ţjóđirnar haldi sig innandyra vegna kulda yfir vetrartímann.  Í ţeim ađstćđum verđi til spennandi tónlist sem heillar hlustendur.  


Orđaleikir Jóns Ţorleifs

  Jón Ţorleifsson,  rithöfundur og verkamađur,  var orđhagur.  Ţegar best lét var hann talandi skáld.  Stökur hrukku upp úr honum af minnsta tilefni.  Verra var ađ undir hćl var lagt hvort ađ hann hélt ţeim til haga.  Margar gleymdust jafn óđum.

  Einn daginn birtist Jón međ sjúkraumbúđir og plástra yfir enniđ.  Mér brá viđ og spurđi tíđinda.  Jón svarađi ţví til ađ mađur međ hárbeittan hníf ađ vopni hafi lagt til sín.  Góđu fréttirnar vćru ţćr ađ atlagan hafi ekki beinst ađ öđrum líkamshlutum.  "Ég held fullri heilsu og ţađ skiptir mestu máli," útskýrđi hann.

  Viđ nánara spjall kom í ljós ađ Jón hafđi leitađ til lýtalćknis.  Hann hafđi látiđ fjarlćgja hnúđ af enninu.  Honum var stríđni af ţessum hnýfli.  Vegna hans var hann uppnefndur Jón kindarhaus.  Uppnefniđ var ósmekklegt og Jón tók ţađ nćrri sér.  Margir áttuđu sig ekki á ţví.  Jón var algengasta karlmannsnafn á Íslandi.  Menn sem umgengust marga Jóna ađgreindu ţá međ uppnefnum.

  Ţađ sem fyllti mćlinn hjá Jóni var pistill í Lesbók Morgunblađsins eftir Ólaf Ormsson,  rithöfund.  Í pistlinum rifjađi hann upp samskipti viđ samtíđamenn.  Jón var ţar nefndur ásamt öđrum í upptalningu án ţess ađ hans vćri frekar getiđ.  Ţarna var hann nefndur Jón kindarhaus.  Ég er ţess fullviss ađ Ólafi gekk ekkert illt til.  En vissulega var ţetta ónćrgćtiđ og ruddalegt.  Jón sýndi mér ţessa blađagrein og var mikiđ niđri fyrir.  Honum var ţađ mikiđ brugđiđ viđ ađ hann lét ţegar í stađ fjarlćgja hnúđinn.  Svo vildi til ađ á sama tíma spurđi barnung systurdóttir mín Jón í sakleysi ađ ţví af hverju hann vćri međ "kúlu á enninu". 

 

  Framhald á morgun.

  Fleiri sögur af Jóni má lesa međ ţví ađ smella HÉR 

jon_orleifs


Bestu plötur tíunda áratugarins

  Breska tónlistarblađiđ Q hefur tekiđ saman lista yfir bestu plötur tíunda áratugar síđustu aldar.  Listinn byggir á niđurstöđu margra helstu engilsaxneskra poppara.  Hann ber ţess merki.  Sem er ekki nema ágćtt í ađra röndina  Engilsaxneskir popparar eru ráđandi á heimsmarkađi. 

  Ţessar plötur rađa sér í efstu sćtin.  Fátt kemur á óvart.  Og ekki ástćđa til hávćrra mótmćla.

1.   OK Computer međ Radiohead

2    Maxinquaye međ Tricky 

3    In Utero međ Nirvana (Nevermind er "ađeins" í 29 sćti) 

4    Grace međ Jeff Buckley

5    Ill Communication međ Beastie Boys

6    Deput međ Björk (Homogenic er í 97. sćti)

7    Endtroducing međ DJ Shadow

8    Definitely Maybe međ Oasis

9    Diffrent Class međ Pulp

10   Dig Your Owen Hole međ The Chemical Brothers 


Verđur ađ sjá

  Wayn.com er bresk netsíđa.  Nafniđ stendur fyrir Where Are You Now?  Hún er vettvangur og málgagn ferđamanna og ferđalaga.  Notendur eru um 20 milljónir og dreifast út um allan heim.  Birtur er á síđunni listi undir fyrirsögninni "Top Things to do in Scandinavia".  Í undirfyrirsögn segir ađ Svíţjóđ,  Noregur og Danmörk séu ćsispennandi áfangastađur ađ sćkja heim.

  Fyrst er flaggađ norđurljósum yfir Noregi.  Fariđ er mörgum fögrum orđum um ţau.  Wayn-verjum yfirsést ađ norđurljósin yfir Íslandi eru miklu flottari.

skandinavia - norsk norđurljós

 

 

 

 

 

 

 

 

  Nćst er vísađ á Legoland í Danmörku.  Ungum sem öldnum er lofađ ađ ţar muni ţeir upplifa skemmtun ćvi sinnar.  Ekkert nema gott um ţađ ađ segja.

skandinavia - legoland í Danmörku

 

 

 

 

 

 

 

 

 Í 3ja sćti er Rósenborgar-kastali í Danmörku.  Nefnt er ađ fleiri áhugaverđa kastala megi finna í Danmörku.

skandinavia - danskir kastalar

 

 

 

 

 

 

 

 

  Í 4đa sćti er Bláa lóniđ.  Ţađ er sagt vera besta stađ til slökunar sem völ er á.  Lóniđ hafi unniđ til verđlauna og sé Íslands dýrasta djásn.

skandinavia - bláa lóniđ

 

 

 

 

 

 

 

 

 Í 5. sćti er Tívolí-garđurinn í Danmörku.

skandinavia - tívolí í danmörku

 

 

 

 

 

 

 

 

  Í 6. sćti er Stokkhólmur,  höfuđborg Svíţjóđar.  Hún er snilld.

skandinavia - stokkhólmur

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ađ lokum er tiltekiđ ađ ferđalangur um Skandinavíu verđi ađ komast i hvalaskođun viđ Noreg eđa Ísland. 

skandinavia - hvalskođun viđ noreg og ísland

 

 

 

 

 

 

 

 

  Í upptalninguna Wayn vantar sárlega Fćreyjar.  Ég lćt hér fylgja međ tvćr myndir ţađan ţví til sönnunar:

Fćreyjar - Gásadalurfćreyjar bbc

 


Lćtur rannsaka hvort ađ hann sé blökkumađur

  Frá ţví ađ Tom Jones skreiđ upp úr kolanámu í Wales á sjöunda áratugnum og tók lagiđ hefur hann legiđ undir grun um ađ vera blökkumađur.  Hann hefur eđlilega ekkert veriđ ósáttur viđ ţađ. Samt án ţess ađ finna ţví stađ í ćttarskrá sinni.  

  Sterk söngrödd hans hefur ćtíđ ţótt vera mjög svört.  Hann hefur jafnframt sótt í blökkumannatónlist allt frá sálarpoppi til blús.  Hann upplifir sig eins og heimagang í söngvum blökkumanna á borđ viđ Prince og Leadbelly.  Hörundslitur hans er dökkur á breskan mćlikvarđa.  Háriđ krullađ.  Andlitsfalliđ líkt Doddssyni.

  Eftir ađ hafa náđ miklum vinsćldum í Bretlandi og Evrópu náđi Tom inn á bandaríska markađinn. Í ţarlendum fjölmiđlum var iđulega gengiđ út frá ţví sem vísu ađ hann vćri blökkumađur.  

  Nú hefur hann sjálfur afráđiđ ađ komast ađ sannleikanum um uppruna sinn.  Hann hefur fariđ fram á DNA rannsókn til ađ fá ţetta á hreint.  Blökkumenn hafa veriđ fágćtir gestir í Wales. Vitađ er ađ ţeir fáu sem áttu leiđ um nutu kvenhylli.  Ţađ var engu ađ siđur í leynum.  

  Tom býđur spenntur eftir niđurstöđu DNA rannsóknar.  Vonast - frekar en hitt - eftir ţví ađ hún stađfesti ađ hann sé blökkumađur.  

   


5 ára trommusnillingur

eduarda

  Hún var varla byrjuđ ađ skríđa,  brasilíska stelpan Eduarda Henklein,  ţegar hún trommađi á allt sem hćgt var ađ tromma á.  Foreldrarnir keyptu handa henni leikfangatrommusett ţegar hún byrjađi ađ ganga.  ţađ var eins og viđ manninn mćlt;  hún trommađi daginn út og inn.  

  Fjögurra ára er hún komin međ stórt alvöru trommusett og trommar af krafti.  Hún nennir ekki ađ hlusta á létt popp.  Hún vill bara hart og krefjandi rokk. Hér afgreiđir hún System of a Down.  Og ekki gleymir hún bassatrommunni međ hćgri fćtinum.  Bleika barnarúmiđ hennar í bakgrunni stingur í stúf viđ harđa rokkiđ:

  Skemmtilegast er ţegar hún,  fimm ára,  trommar Led Zeppelin.  Ţví miđur eru ţau dćmi án hljóđs á ţútúpunni vegna höfundarréttar.  Ég hef séđ ţau međ hljóđi en tekst ekki ađ deila ţeim hér inn.  Trommumyndbönd án hljóđs eru ekki skemmtileg.  En ţađ er líka gaman ađ sjá og heyra hana tromma Deep Purple.  


Ísland mun hagnast gríđarlega á viđskiptabanninu

 

  Undir lok áttunda áratugarins sendi bandaríski tónlistarmađurinn Frank Zappa frá sér tvöfalda plötu,  "Sheik Yerbouti".  Nafniđ var orđaleikur; snúiđ út úr heiti vinsćls dćgurlags,  "Shake Your Body" međ hljómsveitinni KC and the Sunshine Band.  Framburđur á nafni lagsins og plötu Zappa var eins.  

  Á framhliđ plötutvennunnar var Zappa međ höfuđbúnađ sem sómir vel hvađa arabískum olíusjeik sem er. Ţađ var hluti af orđaleiknum. Eitt af lykilnúmerum plötusamlokunnar var "Jewish Princess".  Klćminn texti.  Margir töldu Zappa skjóta sig í báđa fćtur međ ţví ađ reita gyđinga til reiđi međ uppátćkinu.  Hann hafđi komist upp međ margt sprelliđ fram til ţessa.  Međal annars vegiđ gróflega ađ Bítlunum.  Ţegar ţeir sendu frá sér tímamótaverkiđ "Sgt. Peppers..." gaf Zappa út plötu međ samskonar plötuumslagi,  "We are only in it for the Money".  

sgt pepperswe are only...

  "Sheik Yerbouti" var fyrsta plata sem Zappa gaf sjálfur út eftir ađ hafa veriđ skjólstćđingur ráđandi plöturisa.  Á ţessum tíma áttu ný plötufyrirtćki á bratta ađ sćkja.  Markađnum var stýrt af örfáum plöturisum.

  Eins og spáđ hafđi veriđ brugđust samtök gyđinga ókvćđa viđ.  Zappa var bannfćrđur ţvers og kruss.  Hann var settur á svartan lista.  Fjöldi útvarpsstöđva ţorđi ekki ađ snerta međ litla fingri á plötum hans.  Síst af öllu "Sheik Yerbouti".

  Ţetta vakti athygli í heimspressunni.  Almenningur varđ forvitinn.  Hvađ var svona hćttulegt viđ ţessa plötu?  Hvađ var ţađ í laginu "Jewish Princess" sem kallađi á bannfćringu gyđinga?

  Leikar fóru ţannig ađ platan fékk athygli í pressunni.  Ekki síst lagiđ um gyđingaprinsessuna.  Litla plötufyrirtćkiđ hans Zappa stimplađi sig rćkilega inn á markađinn til frambúđar.  Platan seldist í á ţriđju milljón eintaka.  Hvorki fyrr né síđar hefur plata međ Zappa náđ viđlíka árangri.  

   Zappa sem áđur var bara dálćti sérvitringa varđ súperstjarna og auđmađur.  Hann keypti auglýsingu í New York Times eđa álíka blađi.  Ţar ţakkađi hann gyđingum kćrlega fyrir fyrir viđbrögđin og athyglina.  Hann sagđist ćtla ađ fá kaţólikka til auglýsa nćstu plötu.  Ţeir féllu ekki fyrir bragđinu.  

 

   


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband