Orðaleikir Jóns Þorleifssonar - framhald frá í gær

 

  1988 hófust útsendingar Útvarps Rótar.  Þetta var merkileg útvarpsstöð.  Hún var starfrækt til 1991.  Uppskriftin var almannaútvarp.  Allskonar félög og einstaklingar stóðu að stöðinni.  Dagskrá var fjölbreytt.  Meðal aðstandenda og dagskrárgerðarfólks voru allt frá trúfélögum og stjórnmálahreyfingum til rokkmúsíkunnenda og allskonar.  Gott ef Öryrkjabandalagið og ég man ekki hverjir komu að borðinu.

  Rótin var fjármögnuð með hlutabréfum og auglýsingum.  Fólk og félagasamtök keyptu ódýr hlutabréf í stöðinni og áttu þá greiða leið að dagskránni.  Þetta voru skemmtilegir tímar.  Margir sem hófu feril sinn á Útvarpi Rót hafa síðar haslað sér völl í öðrum fjölmiðlum.  Dæmi um það eru Stjáni stuð,  Jóhannes K. Kristjánsson tæknitröll 365 miðla,  Andrés Jónsson almannatengill og vinsæll álitsgjafi,  Guðlaugur Falk þungarokksgítarleikari,  Sveinn H. Guðmarsson (RÚV),  Kristinn Pálsson (Rás 2),  Guðrún Ögmundsdóttir síðar alþingiskona,  Ragnar "Skjálfti" veðurstofustjóri og Soffia Sigurðardóttir sem síðar rak Útvarp Suðurlands.  Mig minnir að Kiddi Rokk í Smekkleysu og Kiddi kanína í Hljómalind hafi einnig komið við sögu.

  Nema hvað.  Þegar unnið var að undirbúningi Útvarps Rótar birtist Jón Þorleifsson,  rithöfundur og verkamaður,  heima hjá mér.  Hann veifaði hlutabréfi í Útvarpi Rót.  Það kom mér á óvart í aðra röndina.  Ég spurði:  "Hvað kemur til að þú kaupir hlutabréf í útvarpi Rót?"

  Jón svaraði:  "Þetta er samkvæmt læknisráði.  Ég hef verið heilsulítill að undanförnu.

  Við frekari eftirgrennslan svaraði hann áfram í dularfullum útúrsnúningum.  Að lokum upplýsti Jón að hann hefði heimsótt heimilislækni sinn,  Svein Rúnar Hauksson.  Sá hefði bent honum á að kaupa sér aðgang að Útvarpi Rót.  Þar gæti hann komið á framfæri gagnrýni á verkalýðshreyfinguna.  Sem reyndi svo aldrei á.  Jóni varð fljótlega uppsigað við Útvarp Rót.  Fyrst út af því að Samtökin 78 (samtök samkynhneigðra) komu að dagsrká stöðvarinnar.  Fleira í dagskránni lagðist illa í Jón.  Eins og gengur.  Ég var með rokkmúsíkþátt á Útvarpi Rót.  Alveg burt séð frá hlutabréfi Jóns í stöðinni þá skreytti ég dagskrána stundum með því að lesa upp eitt og eitt ljóð eftir Jón í bland við pönkrokk.   

Útvarp Rót

Fleiri sögur af Jóni HÉR

jon þorleifsson 1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grasrotin alltaf god. bestu kvedjur fra Lebanon

Sigurdur Hermannsson (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 23:34

2 identicon

Útvarp RÓt var vissulega betri en RÓT vandans,sem liggur pikkföst í framsóknarflokknum.

Stefán (IP-tala skráð) 2.12.2015 kl. 14:37

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður,  takk fyrir kveðjuna.

Jens Guð, 6.12.2015 kl. 19:50

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það er sitthvað til í því.

Jens Guð, 6.12.2015 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.