Frábćr hljómsveit

I Adapt

  Aldrei ţessu vant átti ég í kvöld leiđ í bílastćđi fyrir framan skemmtistađinn Classic Rock sportbar í Ármúla 5.  Ég hafđi ekki fyrr skrúfađ niđur bílrúđurnar en yndisleg músík barst mér til eyrna.  Krafturinn var meiri en hjá Geirmundi Valtýs.  Ţarf kannski ekki mikiđ til (nei,  ég segi svona í hálfkćringi.  Geirmundur er sveitungi minn úr Skagafirđinum og góđur fyrir sinn hatt.  Bara ekki afgerandi í harđkjarnanum.  Hann er meira í skagfirsku sveiflunni).   Söngurinn var sömuleiđis ţróttmeiri.  Rokkiđ var heldur harđara en hjá hefđbundnum laugardagsballhljómsveitum. 

  Ég gekk á heillandi hljóđiđ.  Á sviđinu blasti viđ hljómsveitin I Adapt.  Og komin međ tvo gítarleikara,  sem gerirsándiđ ţéttara.  Mér var vorkunn fyrir ađ kveikja ekki strax á perunni ţví ađ ţessi frábćra hljómsveit var ađ spila ný lög sem koma út á plötu eftir hálfan mánuđ.  Aldeilis meiriháttar flott lög.  Ég einhenti mér í ţađ auđleysta verkefni ađ tryggja mér eintak af plötunni á útgáfudegi. 

  Ef platan hljómar eins og hljómleikarnir er mér óhćtt ađ hlakka til.  Ég ţarf svo sem ekki ađ hafa áhyggjur af ađ tilhlökkunin sé ástćđulaus.  Ég á fyrri plötur ţessara snillinga.

  Svo skemmtilega vildi til í fyrra ađ ég álpađist óbeđinn og stjórnlaus inn í pönkplötubúđ í Berlín.  Á međan ég tók út stöđuna á plötulager búđarinnar hljómađi úr hátölurum kunnuglegt lag.  Ég áttađi mig samt ekki á ţví hver var flytjandinn.  Ég spurđi afgreiđslufólkiđ út í ţađ.  Mér til ánćgjulegrar undrunar lyfti afgreiđslumađur upp umbúđum af plötu međ I Adapt.  Hann lét ţess jafnframt getiđ ađ ţetta vćri flott hljómsveit frá Íslandi. 

  Ég átti flest lögin á plötunni á annarri plötu međ öđruvísi umslagi.  En var snöggur ađ kaupa ţessa.  Afgreiđslumađurinn dró upp ţýskt tímarit og benti mér ţar á jákvćđa dóma um plötur međ I Adapt.  Ég herjađi út úr honum blađiđ og heimkominn arfleiddi ég Birki Fjalar,  söngvara I Adapt,  ađ blađinu.  Enda hefđi hann ekki trúađ sögu minni án ţessa mikilvćga sönnunargagns.     


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hérna má heyra 4 lög af plötunni vćntanlegu (Chainlike Burden):

http://www.myspace.com/iadapt

og svo hérna 30 sekúndna "preview af ţeim öllum 10:

http://www.last.fm/music/I+adapt/Chainlike+Burden

Páll Hilmarsson (IP-tala skráđ) 22.7.2007 kl. 01:59

2 Smámynd: Jens Guđ

  Aldeilis kćrar ţakkir fyrir ţessar upplýsingar,  Páll. 

Jens Guđ, 22.7.2007 kl. 02:11

3 Smámynd: Haukur Viđar

Ég og Ingi gítarleikari erum systrasynir. Ég pyntađi hann ţegar hann var barn.....ef ég hefđi ekki geriđ ţađ vćri hann eflaust teknótilli í dag. Ég skapađi angistina, og verđ ţví ađ taka 100% kredit af öllu sem hann hefur gert.

Sorrý strákar, en svona er ţetta bara.

Finnst eiginlega ađ ég eigi ađ fá stefgjöldin hans, ef einhver...

Haukur Viđar, 22.7.2007 kl. 02:22

4 Smámynd: Jens Guđ

  Ţađ hlaut ađ vera ađ flottur gítarleikur Inga eigi rćtur í fortíđ.  Ég veit ekki fyrr en á reynir hvort eitthvađ er til í ţví en mér hefur borist til eyrna ađ heyra megi drög ađ gítarsólói í fyrsta lagi plötunnar.  Ef rétt reynist er um stefnumarkandi breytingu ađ rćđa.  En vonandi gengur gítarsólóiđ ekki lengra en í humátt ađ sólói.  Fátt er leiđinlegra í svona harđkjarnarokki en gítarsóló.  Og jafnvel ţó fariđ sé út fyrir harđkjarnann. 

Jens Guđ, 22.7.2007 kl. 02:31

5 Smámynd: Haukur Viđar

Sammála og ósammála. Gítarsóló eru ofmetin.....en sumir nota ţau vel finnst mér. En ţví miđur er ţađ yfirleitt ţannig ađ annađ hvort er bandmeđ engin gítarsóló, eđa í hverju einasta lagi

Haukur Viđar, 22.7.2007 kl. 02:34

6 Smámynd: Jens Guđ

  Hipparnir gengu af gítarsólóinu dauđu.  Eđa svo gott sem.  Andy Gill í Gang of 4 tćklađi gítarsólóin glćsilega.  Rosalega flinkur gítarleikari sem gerđi skemmtilegt grín ađ hetjugítarsólóunum.  Hann kunni öll sóló Hendrix utan ađ en notađi ţekkinguna til ađ "slátra" vćntingum til ţess sem var orđiđ klisja.  Meistari Gill ber ómćlda virđingu fyrir frumherjunum í gítarsólóklisjunum:  Hendrix,  Page og ţeirra allra.  En ţótti meira en nóg um ţegar milljónir gítarleikara kepptust viđ ađ endurtaka klisjurnar.

  Mér ţótti Tom Morello í Rage Against the Machine koma eins og ferskur gustur inn í ţetta ferli.  Allt sem hann gerđi á fyrstu plötu RATM og hafđi valdiđ mér heilabrotum var bara ofur einfalt ţegar ég sá hann afgreiđa  ţađ í Kaplakrika 1992.   

Jens Guđ, 22.7.2007 kl. 02:49

7 Smámynd: Haukur Viđar

Nokkuđ sammála.

Mest gaman hef ég annars af einföldum gítarsólóum sem allir geta spilađ. Samanber hiđ stórkostlega sóló í laginu "Í nótt" međ Frćbbblunum. Handónýtt sóló, sem gerir ţađ svo stórkostlegt

Haukur Viđar, 22.7.2007 kl. 03:16

8 Smámynd: Jens Guđ

  Og gleymdu ekki gítarsólóinu í Spáđu í mig međ Megasi.  Kallinn skrifađi ţađ út á nótur. Í stemningu hippagítarsólóa kom ţađ eins og skrattinn úr sauđalegg.  Einfalt,  fallegt og var á skjön viđ ţađ sem hipparokkiđ gekk út á.

Jens Guđ, 22.7.2007 kl. 03:30

9 identicon

Sólóin eru eins og annađ í rokkinu, misjöfn. Ég persónulega hef mest gaman af einföldum en melódískum sólóum eins og má heyra í mörgum lögum Ozzy Osbourne (sólóferlinum) og Iron Maiden. Ég er ekki mikiđ fyrir flugusólóin (ţessi sem hljóma eins og reiđ fluga) sem eru ţó ţau sóló sem einhverra hluta vegna virđast hafa orđiđ ofan á sem ímynd gítarsólósins. Einungis eitt band hefur náđ ađ gera slík sóló skemmtileg og ţađ er Slayer.

En annars stend ég sjálfan mig ađ ţví ađ finnast bönd aldrei nćgilega góđ ef ţađ eru enginn sóló. Ţađ eru ađ vísu til undantekningar eins og System of a down sem ţarfnast ekki sólóa. Reyndar er eitt besta lagiđ ţeirra međ sólói, minnir ađ ţađ heiti Streamline og er síđasta lagiđ á Steal this album.

En ég tek undir ađ hippasólóin gerđu enga greiđa. Margt leiđinlegt, sýrt og yfirdrifiđ hjá ţeim. Úff.....

Ađalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráđ) 22.7.2007 kl. 12:31

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skemmtileg tilviljun ađ ţú skyldir álpast fyrir ţessa algeru tilviljun á ţennan bar.  Svona algerlega óforvarindis og óvart án ţess ađ gera ţér grein fyrir ađ hann vćri til.  Hefur komiđ skemmtilega flatt upp í opna skjöldu ađ óvörum. Hehehehehehehehe.....

Jón Steinar Ragnarsson, 22.7.2007 kl. 12:57

11 Smámynd: Jens Guđ

  Ég varđ ekki lítiđ hissa.  Eiginlega bara ringlađur.  Hélt jafnvel í nokkrar sek.  ađ mig vćri ađ dreyma.  Enda ţaulvanur ţví. 

Jens Guđ, 22.7.2007 kl. 16:04

12 Smámynd: Ćvar Rafn Kjartansson

Halló! Nú ţarf ég ađ mótmćla kröftuglega!!!!!!!!!!!! Sóló hvort sem er gítar, trommu, bassa eđa hljómborđs eru ţađ sem setur krydd í lögin. Vill einhver heyra Santana án sóló? Eđa vćri Albatros lag án ţess? Ég get alveg stutt ţađ ađ fingraćfingar á fretboard geta veriđ leiđinlegar og ţó ađ Steve Vai sé mikill snillingur ţá er hann drepleiđinlegur og hasssóló Grateful Dead eru boring en kommonnnn..... Hvađ vćri Moby Dick án trómmusólósins. Ég gćti skrifađ kílómetra langloku um ţetta en vona ađ ţetta dugi til ađ ţiđ vakniđ af ţessum dođa sem er sennilega vegna hitans.

Og Zappa hefur tekiđ ţetta allt í nefiđ í gríni. Hlustiđ td. á útgáfu hans af Stairways to heaven! (Ţó hann hafi veriđ streight á ţví í öđrum skilningi) 

Ćvar Rafn Kjartansson, 22.7.2007 kl. 20:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband