Besta íslenska lagið - farið yfir úrslitin

 Þegar ég stöðvaði kosninguna höfðu 1571 atkvæði skilað sér í hús.  Þá hafði endanleg röð legið fyrir frá því um 1000 atkvæðum áður.  Þannig eru úrslitin:

Þeyr

1.  Rudolf - Þeyr 14.7%

  Það kom ekki öllum á óvart að Rudolf með hljómsveitinni Þey hreppti titilinn "Besta íslenska lagið".  Atli Fannar Bjarkason stóð fyrir leit að besta íslenska rokkslagara allra tíma í Blaðinu (nú 24 stundir) síðasta vor.  Niðurstaða 20 álitsgjafa sem Atli leitaði til var samhljóða þessari.

  Ég minnist þess að þegar kvikmyndin Rokk í Reykjavík var frumsýnd þá spurði fréttamaður sjónvarps frumsýningargesti um upplifun þeirra af myndinni.  Flestir nefndu Rudolf sem hápunkt myndarinnar.  Það gerðu líka kvikmyndagagnrýnendur dagblaðanna. 

 

sykurmolarnir

2.  Ammæli - Sykurmolarnir
.
  Ég hélt fyrirfram aðAmmæli Sykurmolanna myndi hreppa toppsætið.  Ekki endilega vegna þess að það sé betra lag en Rudolf heldur vegna þess hvað Björk og Sykurmolarnir eiga stóran stað í þjóðarsálinni. Ammæli var víða erlendis valið besta lag ársins á sínum tíma.  Jafnframt hefur það komið út á safnplötu sem heitir Diving for Pearls og á að spanna bestu lög útgefin í Bretlandi á níunda áratugnum.  Það er eftir sem áður glæsileg staða að vera annað 2ja bestu íslenskra laga.
.
3.  Svartur Afgan - Bubbi 9.2%
.
  Fólk er mjög ósamstíga um það hvert besta lag Bubba er.  Hann hefur samið svo mörg góð lög og flutt í mismunandi tónlistarstílum.  Vegna vinsælda þessara laga og Bubba sjálfs var næsta víst að hann ætti eitt 3ja bestu laganna.
. 
.
4.  The Long Face - Mínus 9.1%
. 
  Það kemur sumum á óvart að lag með jafn harðri rokksveit og Mínusi skuli vera eitt 4ra bestu íslenskra laga.  Á það var bent í útvarpsþætti á dögunum að The Long Face skreyti sjónvarpsauglýsingu.  Það hafi hjálpað.  Sem er bara gott.  Frábært lag með frábærri hljómsveit.
.
hebbi
. 
5.  Can´t Walk Away - Hebbi 7.8%
.
  Hebbi er klassík og Can´t Walk Away ber höfuð og herðar yfir öll lög sem teljast vera dæmigerð "80´s".  Innlend jafnt sem erlend.  Það var borðliggjandi að Can´t Walk Away yrði í hópi 5 bestu laganna. Það var frekar spurning um hvaða sæti af þeim 5 efstu.
. 
6.  Ísland er land þitt - Magnús Þór Sigmundsson 7.1%
 Ísland er land þitt er fyrir löngu síðan orðinn íslenski þjóðsöngurinn,  þó ekki sé búið að ganga formlega frá því.  Það er þjóðin sjálf sem hefur valið sér þetta lag sem sinn þjóðsöng.
. 
7.  Fílahirðirinn frá Súrin - Megas 7.0%
. 
 Aðeins 0,1% skar úr um það hvort Fílahirðirinn eða Ísland er land þitt væri í 6. eða 7. sæti.  Magnað lag í flutningi Megasar og Magga Stína laðar á annan hátt fram fegurð lagsins.
8.  Söknuður - Jóhann Helgason 6.6%
 Þetta lag var upphaflega flutt af Vilhjálmi Vilhjálmssyni.  Og sennilega frægast í hans flutningi.  En höfundurinn og fleiri hafa sungið það inn á plötur síðar.  Jafnframt er rekið fyrir breskum dómstólum kærumál þar sem norskur lagahöfundur er sakaður um að hafa stolið laginu frá Jóhanni.  Á sínum tíma sagði bandaríski söngvahöfundurinn Woody Guthrieaðspurður um leyndarmálið á bak við það að semja stöðugt góð lög væri að stela einungis góðum lögum.  Sá norski virðist vera sama sinnis.
. 
9.  Göngum yfir brúna - Mannakorn 6.3%
. 
 Mörg laga Magnúsar Eiríkssonar eru tímalaus klassík.  Göngum yfir brúnakom út fyrir þremur áratugum en á meira erindi við okkur í dag.  Textinn er eins og saminn inn í umræðuna um Kárahnjúkavirkjun,  álversvæðinguna,  græðgisvæðinguna og skammtímasjónarmið.  Hlustið á þetta snilldarlag í tónspilaranum hjá www.palmig.blog.is.  Þar er það í annarri og ekki síðri útsetningu en þeirri sem byggði á flotta rafmagnaða gítarriffinu.
10. Bláu augun þín - Hljómar 6.1%
 Ég var ekkert glaður þegar tillögur fóru að berast um þetta lag.  Mér þykir þetta vera eitt leiðinlegasta Hljóma-lagið.  Gunnar Þórðarson er í hópi bestu lagasmiða landsins.  Ég kann vel við mörg laga hans,  hvort sem er í flutningi Hljóma eða annarra.  Bláu augun þín eru ekki þar á meðal.  Þið eruð á annarri skoðun,  elskurnar mínar.  Ekkert nema gott um það að segja.   
. 
11. Don´t Try To Fool Me - Jóhann G. Jóhannsson 5.7%
 Sumir telja þetta lag vera "alþjóðlegasta" íslenska lagið.  Þá er átt við að það sé einhver alþjóðlegt yfirbragð á laginu.  Það geti hafa verið samið hvar í heiminum sem er og geta notið vinsælda hvar sem er.
. 
12. Glósóli - Sigur Rós 2.7%
 Seyðandi hljóðheimurinn sem Sigur Rós nær að töfra fram er ekki allra.  Fólk þarf sérstaka nálgun til að "ná" fegurð hans.  Þarf að setja sig í sérstakar stellingar.  Það er ekki öllum gefið.
13. Grænir frostpinnar - S-h draumur 2.0%
. 
 Það var gaman þegar tilnefningar fóru að detta inn um þetta ljúfa rokklag.  S-h draumur var fyrsta alvöru hljómsveit Dr.  Gunna,  sem síðar leiddi vinsælli hljómsveitir,  Bless og enn fremur Unun.
    
14. Mærin - Gildran 1,9%
 Þetta lag átti að lenda ofar.  En fyrir einhver klaufaleg mistök gerðist það ekki.
. 
15. Líf - Hildur Vala 1.3%
. 
 Líf er eftir Jón Ólafsson og hefur verið sungið inn á plötu bæði með Stefáni Hilmarssyni og Hildi Völu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll jens ég vil endilega hvetja þig að setja þessi lög inn á tónlistarspilrann.

Og ég tek ofan fyrir þér að hafa þarna inni Gyllinæð....Miklir snillingar þar á ferð.

Högni Snær í  Mosó

Högni Snær (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 21:53

2 identicon

Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta, finnst eiginlega hvort tveggja við hæfi, þvílíkt endemis bull þetta val..sorry..

Bubbi j. (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 22:59

3 identicon

Hefði nú viljað sjá Bubba kallinn ofar, en er nú bara sátt við úrslitin. Góð lög þarna í toppsætunum, sem og öll þessi lög.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 05:00

4 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Innlit á þessum góða degi

Hlynur Jón Michelsen, 9.12.2007 kl. 12:28

5 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Ég get kvittað fyrir Rúdolf í fyrsta sæti.  En Hebbi í fimmta, skandall og dómarahneyksli.  

Hjalti Garðarsson, 9.12.2007 kl. 15:55

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta er bara bull

Einar Bragi Bragason., 9.12.2007 kl. 19:28

7 identicon

Hvernig er þetta val bull? Hvernig er topp 5 listinn ykkar, alvitra fólk.

Þessi könnun er mjög faglega unnin eins og sést í lýsingunni.

ari (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 23:32

8 identicon

Það er alveg merkilegt hvað Einar Bragi telur sig hátt yfir aðra hafinn þegar rætt er um tónlist eða eitthvað því tengdu. Það er einsog enginn hafi vit á eða megi hafa skoðun á þessu listformi nema háttvirtur Einar Bragi. Ég held að hann ætti að líta sér nær, það er ekki eins og það hafi skipt íslenskt tónlistar líf neinu höfuðmáli þótt Einar blási í lúður á Seiðisfirði. Einhvern veginn finnst mér nú að framþróun,sköpun og ferskleiki íslenskrar tónlistar hafi blómstrað án hanns afskipta.

viðar (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 09:39

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he Viðar maður sem skrifar Seyðisfjörður án yppsilons......ég tel mig alls ekki hátt yfir aðra hafinn og ætli ég sé ekki ansi víða á Íslenskum plötum þannig að það stenst ekki hjá þér....en hvað með það...hvort er fallegri svart eða hvítt........en auðvitað er gott að menn hafi margar skoðanir og því skil ég ekki hví þú ert svona pirrarður út í mína...kæri Viðar....En söknuður(Jói Helga), Dony try (Jói G) og Báu augun(G.Þ) eru þó mjög svo rétt þarna á listanum og í raun gæti Gunnar Þórðar átt fyrstu 5-6 sætin þarna.Maggi Eiríks nokkur líka.Maggi Kjartans einnig.

Kær kvðja

Háttvirtur Einar Bragi....Ps fóruð þið á Bó.......

Einar Bragi Bragason., 10.12.2007 kl. 13:13

10 identicon

Fullkomlega sátt við Þeysarana í fyrsta sæti. Þeir voru uppáhalds hjá mér á sínum tíma. veit ekki alveg hvað hann Hebbi er að gera þarna á þessum lista en það er nú önnur saga

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:53

11 Smámynd: Grumpa

gaman að sjá Hebba á listanum  og flott að Mínus séu að skora vel og að fólk muni enn eftir Gildrunni

Grumpa, 10.12.2007 kl. 23:32

12 Smámynd: Jens Guð

  Högni,  gaman að þú skulir "fíla" Gyllinæð.  Upptökurnar í tónspilaranum mínum eru bara hljóðritaðar á kassettutæki á æfingu hljómsveitarinnar þegar hún var 2ja - 3ja vikna gömul.  Þá voru liðsmenn 14 og 15 ára.  Og allt gekk á afturfótum vegna innbyrðis slagsmála og deilna við "djöflakallinn" í næsta húsi og lögguna.  Mig minnir að þetta hafi verið tekið upp á kassettu vegna þess að strákarnir voru með vikulegt innskot í útvarpsþátt Tvíhöfða á X-inu.

Jens Guð, 12.12.2007 kl. 00:16

13 Smámynd: Jens Guð

  Bubbi,  ég átta mig ekki á hvað þú ert að fara.  Gaman væri að fá frá þér nánari útlistun á því hvað þú átt við.

  Ása,  ég hefði ekki orðið hissa þó Bubbi hefði átt topplagið.  Og þó.  Hann hefur samið svo mörg góð lög sem togast á við hvert annað. En það er erfitt fyrir hvern sem er að keppa við Rudolf ogAmmæli.  Það verður samt að teljast raunhæf niðurstaða að kóngurinn eigi eitt af þremur bestu lögunum.

  Hjalti,  hvað áttu við með að það sé skandall að Hebbi eigi lag nr. 5?  Ertu að meina að lag hans eigi að vera ofar eða neðar?

  Erlingur,  ég er alveg til viðræðu um að listinn sé bull.  Það væri samt gott að fá rök fyrir því.

  Einar,  ég kann vel að meta þínar athugasemdir.  Það er hið besta mál að heyra rödd baráttumanns fyrir því að skallapopp sé góð músík.  Eins og Ari bendir á þá var faglega staðið að þessari könnun.  Ég lét eftir mér að víkja töluvert langt frá mínum músíksmekk (sem einskorðast við hart og þungt rokk að upistöðu) til að fá fram raunhæfa/marktæka niðurstöðu.

  Viðar er músíkpælari sem ég ber mikla virðingu fyrir varðandi músíksmekk.  Við vorum herbergisfélagar sem unglingar á Laugarvatni og Viðar á stóran þátt í mínu músíkuppeldi.  Opnaði mér heim inn í djass og sitthvað fleira bitastætt.  Svo stofnuðum við hljómsveitina Frostmark og "coveruðum" Cream,  Kinks,  Bítlana og Deep Purple.

  Enn í dag er Viðar að opna mér dyr í þungarokki og öðru áhugaverðu.  Einnig synir hans,  Andri Freyr (Botnleðja,  Fidel)  og Birkir (Stjörnukisi,  I Adapt...).

  Anna,  hvað áttu við með að setja spurningamerki við Hebba?

  Grumpa,  ég er rosalega ánægður með að Mínus skuli skora hátt.  Ég man eftir því hvað ég var dolfallinn af hrifningu þegar ég heyrði fyrst í Mínusi 1999.  Krafturinn,  hamagangurinn var slíkur að ég þurfti að klípa mig til að staðfesta að þessi glæsilega hljómsveit væri íslensk.  Ég er montinn af að hafa gefið út fyrsta lag Mínusar á plötunni Rock from the Cold Seas. 

  Jóhann,  að sjálfsögðu geri ég mikið úr höfðinglegu framlagi Lay Low-ar til stuðnings Aflsins.  Ég frétti af þessu nokkrum dögum áður en það var kunngjört.  En Sæunn systir mín, talsmaður Aflsins, bannaði mér að blogga um það fyrr en Lay Low hefði opinberað dæmið.  Dóttir þín og Sæunn systir hljóta að þekkjast.

Jens Guð, 12.12.2007 kl. 00:54

14 identicon

Blessaður Jens..Það sem ég átti nú við með að þessi listi yfir bestu íslensku lögin væri en endemis bull byggði ég nú bara á því að mér finnst ekkert þessara laga sem þarna eru,  á meðal bestu íslensku laganna, að sjálfsögðu get ég ekki miðað út frá neinu nema sjálfum mér og mínum stórgallaða smekk... og miðað við hvernig ég hefði haft þetta þá er þetta bull, og ég hef ekki fengið orð á mig að kalla allt ömmu mína í þessum efnum. En því er auðvitað þannig farið að minn listi hefði eflaust verið kallaður endemis bull af einhverjum, þannig að þetta er ekki endilega neinn áfellisdómur yfir þessu vali, þannig að við skulum una glaðir við þetta og eins og alltaf þá er gaman af öllum svona listum þó maður rífi stundum í hár sitt og skegg af bræði er þetta eða hitt nafnið skítur upp kollinum.

Bubbi j. (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.