Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Vigdís

  Nei,  ekki Vigdís Hauks.  Nú snýst allt um Vigdísi Finnbogadóttur út af afmćli hennar.  Ég ţekki hana ekki neitt.  Samt hef ég skrautskrifađ á ótal skjöl fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.  Ađrir starfsmenn stofnunarinnar hafa séđ um samskiptin viđ mig.  Sem er hiđ besta mál. Ég á ekkert vantalađ viđ Vigdísi.  Áreiđanlega er hún ţó viđrćđugóđ.

  Dorrit Moussaieff segir Vigdísi vera besta forseta Íslands.  Dáldiđ vandrćđalegt fyrir Ólaf Ragnar.  

  1983 var ég beđinn um ađ skrifa bók um íslenska rokkmúsík.  Sem ég gerđi.  Bókin,  Poppbókin, hefur fylgt mér eins og skuggi og virđist - ţví miđur - ekki falla í gleymskunnar dá.  Árlega hringja í mig ungir námsmenn sem eru ađ skrifa ritgerđ um íslenska rokkmúsík.  Sömuleiđis hitti ég stöđugt rokkáhugafólk sem segist hafa veriđ ađ lesa hana núna nćstum fjórum áratugum eftir útkomu hennar.

  Ég frétti af tveimur mönnum sem toguđust á um hana í Góđa hirđinum.  Ţađ urđu ekki slagsmál en nćsti bćr ţar viđ.  

  Víkur ţá sögu ađ útgáfuári Poppbókarinnar.  Skyndileg birtist Vigdís Finnbogadóttir á skrifstofu Bókaútgáfu Ćskunnar. Erindiđ var ađ kaupa bókina. 

  Ţarna var Vigdís rösklega fimmtug.  Hún hafđi eitthvađ sungiđ međ hjómsveitum.  Ţví kom áhugi hennar á Poppbókin ekki á óvart.  Jú,  reyndar kom ţađ starfsmönnum Ćskunnar á óvart.  Ţeir höfđu ekki vanist ţví ađ vera međ forseta Íslands inni á sínu gólfi.

  Á ţessum árum var forsetaembćttiđ hágöfugt og sveipađ dýrđarljóma.

  Nćst gerđist ţađ ađ ég átti leiđ í Pósthús á Eiđistorgi.   Ţetta var áđur en númerakerfi var tekiđ upp.  Viđskiptavinir tróđust.  Ađallega ég.  Ruddist međ frekju framfyrir ađra.  Var í tímahraki.  Ég komst fram fyrir virđulega konu.  Einhver orđskipti átti ég viđ afgreiđsludömuna.  Í kjölfar segir virđulega konan viđ mig:  "Afskaplega er gaman ađ heyra skagfirsku."  Ég sá ţá ađ ţetta var Vigdís.   Ég flutti úr Skagafirđi til Reykjavíkur 16 ára.  Ég hélt ađ nćstum ţremur áratugum síđar vćri ég búinn ađ tapa niđur allri norđlensku.  En Vigdís er tungumálaséní umfram flesta ađra. 

Heyra má Vigdísi syngja međ ţví ađ smella á HÉR 

vigdís og bill

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndin er ekki af Bill Clinton og Monicu Lewinsky.  Jú,  reyndar af Bill. 

 


Ólíkt hafast ţeir ađ

  Í Namibíu skemmtir fólk sér viđ leik og söng.  seđlarseđlasvarthol


Danir óttast áhrif Pútins í Fćreyjum

  Danski forsćtisráđherrann,  Mette Frederiksen,  er nú í Fćreyjum.  Erindiđ er ađ vara Fćreyinga viđ nánari kynnum af Pútin.  Ástćđan er sú ađ danskir fjölmiđlar hafa sagt frá ţreifingum um fríverslunarsamning á milli Fćreyinga og Rússa.  Rússar kaupa mikiđ af fćreyskum sjávarafurđum.  

  Ótti danskra stjórnmálamanna viđ fríverslunarsamninginn snýr ađ ţví ađ ţar međ verđi Pútin komninn inn í danska sambandsríkiđ.  Hann sé lúmskur, slćgur og kćnn.  Hćtta sé á ađ Fćreyingar verđi háđir vaxandi útflutningi til Rússlands.  Rússar gćtu misnotađ ţá stöđu.  Heppilegra vćri ađ dönsku sambandsríkin ţjappi sér betur saman og hafi nánara samráđ um svona viđkvćm mál.

  Ţetta er snúiđ ţar sem Danir eru í Evrópusambandinu en Fćreyingar og Grćnlendingar ekki.  

pútín     


Kvikmyndaumsögn

 - Titill:  Hérađiđ

 - Helstu leikarar:  Sigurđur Sigurjónsson,  Arndís Hrönn Egilsdóttir,  Hannes Óli Ágústsson,  Edda Björg Eyjólfsdóttir...

 - Handrit og leikstjórn:  Grímur Hákonarson

 - Einkunn: **** (af 5)

  Ţessi áhugaverđa kvikmynd átti upphaflega ađ vera heimildamynd um Kaupfélag Skagfirđinga. Vegna hrćđslu Skagfirđinga viđ ađ tjá sig um hiđ alltumlykjandi skagfirska efnahagssvćđi reyndist ógjörningur ađ fá viđmćlendur til ađ tjá sig fyrir framan myndavél.  Ţar fyrir utan eru margir Kaupfélagssinnar af hugsjón.  Telja ađ ofríki Kaupfélagsins veiti mörgum vinnu og standi gegn ţví ađ peningar samfélagsins fari suđur.  Kaupfélag Skagfirđinga stendur svo sterkt ađ lágvöruverslanir á borđ viđ Bónus,  Krónuna og Nettó eiga ekki möguleika á ađ keppa viđ KS í Skagafirđi  Skagfirđingar vilja fremur versla í dýrustu búđ landsins,  Skagfirđingabúđ Kaupfélagsins, en ađ peningur fyrir greiddar vörur fari úr hérađinu.

  Ég er fćddur og uppalinn Skagfirđingur.  Ég votta ađ margar senur myndarinnar eiga sér fyrirmynd í raunveruleikanum.  Jafnvel flestar.  Sumar samt í hliđstćđu.  Í myndinni er stofnađ mjólkursamlag til höfuđs Kaupfélaginu.  Í raunveruleika stofnađ pabbi minn og fleiri bćndur sláturhús til höfuđs KS. 

  Kvikmyndin fer rólega af stađ.  Eftir fćđingu kálfs og dauđsfall vörubílstjóra gerist myndin dramaatísk.  Hún er spennandi, áhrifarík og vekur til umhugsunar.  Flott í flesta stađi.

  Arndís Hrönn er sannfćrandi í hlutverki reiđu ekkjunnar.  Ég man ekki eftir ađ hafa séđ ţessa leikkonu áđur.  Ađrir leikarar standa sig einnig međ prýđi.  Ekki síst Sigurđur Sigurjónsson.  Hann túlkar Ţórólf, nei ég meina Eyjólf kaupfélagsstjóra, af snilld.

  Gaman er ađ sjá hvađ fjós eru orđin vélvćdd og sjálfvirk.

  Ég mćli međ ţví ađ fólk skreppi í bíó og kynnist skagfirska efnahagssvćđinu. 

hérađiđ


Áhrifamáttur nafnsins

  Flestum ţykir vćnt um nafn sitt.  Ţađ er stór hluti af persónuleikanum.  Sérstaklega ef ţađ hefur tilvísun í Biblíuna, norrćna gođafrćđi, Íslendingasögurnar eđa nána ćttingja.  Ég varđ rígmontinn ţegar afastrákur minn fékk nafniđ Ýmir Jens.

  Ţekkt sölutrix er ađ nefna nafn viđskiptavinarins.  Sölumađurinn öđlast aukna viđskiptavild í hvert sinn er hann nefnir nafn viđskiptavinarins.

  Góđur vinur minn endursegir ćtíđ samtöl sín viđ hina og ţessa.  Hann bćtir alltaf nafni sínu viđ frásögnina.  Lćtur eins og allir viđmćlendur hans ávarpi hann međ orđunum " Óttar minn, ..." (ekki rétt nafn).  Sem engir gera. 

  Annar vinur minn talar alltaf um sig í 3ju persónu.  Hann er góđur sögumađur.  Ţegar hann segir frá samtölum viđ ađra ţá nafngreinir hann sig.  Segir:  "Ţá sagđi Alfređ..."  (rangt nafn).

  Ég ţekki opinberan embćttismann.  Sá talar aldrei um sig öđruvísi en međ ţví ađ vísa í titil sinn:  "Forstöđumađurinn mćlti međ..." (rangur titill). 

  Ţetta hefur eitthvađ ađ gera viđ minnimáttarkennd; ţörf til ađ upphefja sig. 


Lúxusvandamál Fćreyinga

 

Skemmtilegt er ađ fylgjast međ uppganginum í Fćreyjum síđustu árin.  Íbúum fjölgar árlega um 3%.  Nú eru ţeir ađ nálgast 52000.  Sífellt fćkkar ţeim sem flytja frá eyjunum.  Ađ sama skapi fjölgar ţeim sem flytja aftur heim eftir búsetu erlendis.  

  Til viđbótar eru Fćreyingar frjósamasta ţjóđ í Evrópu.  Ađ međaltali eignast fćreyskar konur 2,5 börn.  Íslenskar konur eignast ađeins 1,7 börn.  Ţađ dugir ekki til ađ viđhalda stofninum.  Tíđni hjónaskilnađa í Fćreyjum er sú lćgsta í Evrópu.

  Ferđamönnum hefur fjölgađ mjög ađ undanförnu.  Ríkissjóđur fitnar sem aldrei fyrr.  Tekjur hans uxu um rúm 20% í fyrra.  Útsvarstekjur sveitarfélaga jukust um rúm 15%.  Fyrir bragđiđ geta bćđi ríki og sveitarfélög kastađ sér í allskonar framkvćmdir.  Fjöldi gangna eru í smíđum og enn fleiri fyrirhuguđ.  Göng til Suđureyjar verđa lengstu neđansávargöng í heimi.  Ekki er frágengiđ hvađan ţau liggja.  Kannski verđa ţau 26 kílómetrar.  Kannski styttri.  En samt ţau lengstu.  

  Sífellt fjölgar fögum og námsbrautum á háskólastigi.  Ć fćrri ţurfa ađ sćkja framhaldsnám til útlanda.

  Útlánsvextir eru 1,7%.

  Uppsveiflan í Fćreyjum veldur ýmsum lúxusvandamálum.  Til ađ mynda skorti á heimilislćknum, leikskólaplássum og húsnćđi.  Hvort heldur sem er íbúđum til kaups eđa leigu,  svo og hótelherbergjum.  Sem dćmi um skortinn ţá er í byggingu blokk í Klakksvík.  Í henni eru 30 íbúđir.  350 sóttu um ađ fá ađ kaupa.  Skorturinn hefur ţrýst upp húsnćđisverđi og leigu. 

  Allt stendur ţetta til bóta.  Hús af öllu tagi eru á byggingarstigi:  Skólahús,  hótel, íbúđahús,  iđnađarhúsnćđi,  landspítala, leikskóla og svo framvegis.  Ţetta hefur leitt til skorts á vinnuafli í byggingaiđnađi.  Ţađ er sótt til Austurevrópu.  Í fyrra var 525 Rúmenum veitt atvinnuleyfi í Fćreyjum.


Stríđiđ harđnar

  Sumariđ 2014 og 2015 stóđu hryđjuverkasamtökin Sea Sheperd fyrir stórtćkri herferđ gegn marsvínaveiđum Fćreyinga.  500 SS-liđar dvöldu sumarlangt í Fćreyjum.  Vöktuđu alla firđi eyjanna og héldu blađamannafundi međ heimsfrćgu fólki.  Ţar af vakti blađamannafundur kanadísku leikkonunnar Pamelu Anderson mesta athygli. 

  Herferđ SS varđ samtökunum til mikillar háđungar.  Ţau náđu engum árangri í ađ trufla hvalveiđarnar.  Ţess í stađ gerđu Fćreyingar ýmsar eigur ţeirra upptćkar,   svo sem spíttbáta, tölvur, myndavélar og myndbandsupptökugrćjur.  Til viđbótar var fjöldi SS-liđa sektađur sem einstaklingar og gerđir brottrćkir úr Fćreyjum til margra ára.  Hćstu sektir voru um hálf milljón kr.  Flestar voru ţó um 100 ţúsund kall. 

  Athyglin sem herferđin fékk í heimspressunni gerđi ekki annađ en framkalla bylgju ferđamanna til Fćreyja.  Póstar SS-liđa á samfélagsmiđlum lögđu sitt af mörkum.  Ţeir rómuđu náttúrfegurđ eyjanna,  vinalega framkomu heimamanna og sitthvađ fleira sem kom ţeim ánćgjulega á óvart.  M.a. gott úrval af grćnmeti og ávöxtum í versunum.

  Í fyrra reyndu SS ađ hefna harma.  Fćreyska hljómsveitin Týr fór í hljómleikaferđ um Bandaríkin.  SS blésu í lúđra.  Hvatti til sniđgöngu.  Forsprakki samtakanna,  Paul Watson,  hvatti til mótmćlastöđu fyrir utan hljómleikastađina.  Sjálfur mćtti hann samviskusamlega í mótmćlastöđuna.  Aldrei náđu ađrir mótmćlendur 2ja stafa tölu.  Andófiđ gerđi ekki annađ en auglýsa hljómsveitina og hljómleikana.  Hvarvetna spilađi hljómsveitin fyrir fullu húsi.

  Núna er Týr á hljómleikaferđ um Evrópu.  Međ í för er hollenska hljómsveitin Heidevolk og ungverska hljómsveitin Dalriada.  SS hafa beitt sér af fílefldun krafti gegn hljómleikunum.  Hótađ hljómleikahöldurum öllu illu.  Af 22 hljómleikastöđum hafa ţrír lúffađ.  Tveir í Frakklandi og einn í Hannover í Ţýskalandi.  Ţeir hafa ekki aflýst hljómleikunum heldur tekiđ Tý af ţeim.   

  Í gćr brá hljómsveitin á leik.  Laumađist inn í hljómleikahöllina í Hannover og upp á sviđ.  Ţar stilltu ţeir sér upp í skyrtubolum međ áletruninni "Týr ritskođuđ".  Ađ hálfri annarri mínutu liđinni yfirgáfu Týsarar stađinn. 

týr


Haugalygi um Fćreyjar

  Breska dagblađiđ The Guardian sló á dögunum upp frétt af ţví ađ Fćreyjar yrđu lokađar erlendum ferđamönnum síđustu helgina í apríl.  Ţetta er ekki alveg rétt.  Töluvert ýkt.  Hvorki leggst flug niđur né ađ hótel loki.  Hinsvegar verđa helstu ferđamannastađir lokađir túristum ţessa helgi.  Ástćđan er sú ađ tímabćrt er ađ taka ţá í gegn;  bćta merkingar,  laga gönguleiđir,  laga til eftir of mikinn átrođning og hreinsa eyjarnar af rusli,  svo sem plasti sem rekiđ hefur í land. 

  Fjöldi fjölmiđla endurbirti frétt The Guardian.  Ţar á međal Rúv og fjölmiđlar 365.  100 erlendum ferđamönnum er bođiđ ađ taka ţátt í tiltektarátakinu.  Ţeir fá frítt fćđi og húsnćđi en sjá sjálfir um ferđir til og frá eyjunum.  Ţegar hafa 3500 manns sótt um ţátttöku. 

  Í frétt The Guardian segir ađ 60 ţúsund erlendir ferđamenn heimsćki Fćreyjar árlega.  Bćđi íslensku fjölmiđlarnir og ţeir útlensku éta ţetta upp eftir The Guardian.  Fréttin er haugalygi.  Í fyrra, 2018,  sóttu 120.000 erlendir ferđamenn Fćreyjar.  Ţađ er ađ segja tvöfalt fleiri en sagt er frá í fréttum.      

  Fjöldinn skiptir miklu máli fyrir eyţjóđ sem telur 51 ţúsund manns.  Mig grunar ađ The Guardian hafi sótt sína tölu í fjölda erlendra gesta á skemmtiferđaskipum.  Gleymst hafi ađ kanna hvađ margir heimsćkja Fćreyjar í flugi.  

  Íslensku fjölmiđlarnir hefđu gert rétt í ţví ađ hringja í mig til ađ fá réttar upplýsingar.  En klúđruđu ţví.  Fyrir bragđiđ birtu ţeir kolrangar upplýsingar.  

     


Samanburđur á Kanada og Bandaríkjunum

  Áhugavert og gaman er ađ bera saman Kanada og Bandaríkin.  Margt er ólíkt međ skyldum.  Löndin liggja saman.  Kanada deilir einungis landamćrum međ Bandaríkjunum.  Ţau deila hinsvegar líka landamćrum međ Mexíkó.  Stöđugur vandrćđagangur er viđ ţau.  Kanadísku landamćrin eru vandrćđalaus.  

  Báđar ţjóđirnar eru enskumćlandi.  35 milljónir Bandaríkjamanna eru ţó spćnskumćlandi.  Í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjum kveđa lög á um ađ spćnska og enska séu jafn rétthá.  35% Kanadamanna er frönskumćlandi.  Ţar af tala 21% enga ensku. 

  Kanada er nćst stćrsta land heims ađ flatarmáli (á eftir Rússlandi).  Bandaríkin eru í 3ja sćti.  Kanada er smáţjóđ í samanburđi viđ Bandaríkin ţegar kemur ađ íbúafjölda:  37 milljónir á móti 325 milljónum.

poutine  Ţjóđarréttur Bandaríkjamanna er skyndibiti af öllu tagi:  Pizza, hamborgari, kjúklingabitar og kleinuhringir.  Ţjóđarréttur Kanada kallast poutine.  Uppistađa hans eru franskar kartöflur,  mjúkur skjannahvítur sósulegur ostur (ystingur) og ţykk brún kjötsósa.  Međ má vera smávegis grćnmeti og smá kjöt.

  Svo skemmtilega vill til ađ kanadíski poutine-rétturinn er í bókstaflegri merkingu kenndur viđ Frakka, rétt eins og frönsku kartöflurnar sem hann byggir á. Sumir vilja  meina ađ franskar kartöflur séu upphaflega komnar frá Belgíu.  Rétt eins og belgískar vöfflur.  Ţetta dettur ekki af himni ofan.

  Gjaldmiđill Bandaríkjanna og Kanada er dollar,  táknađur međ $.  Bandaríski dollarinn er alţjóđleg mynt.  Ekki sá kanadíski.

  Í sunnanverđum Bandaríkjunum er veturinn hlýr og notalegur.  Veturinn í Kanada er svalur.

  Allir forsćtisráđherrar Kanada eru og hafa veriđ bleiknefjar.  Bandaríkin hafa átt hvíta forseta, hörundsdökkan forseta og appelsínugulan forseta. 


Fátćklegt jólaskraut

  Gistiheimili sem ég dvaldi á í Toronto yfir jólin er stađsett í 2ja kílómetra fjarlćgđ frá miđborginni.  Engu ađ síđur gat ég ekki ţverfótađ fyrir spennandi veitingastöđum og óspennandi verslunum af öllu tagi.  Ég tel mig lánsaman ađ hafa engan áhuga á verslunum - ef frá eru taldar matvöruverslanir sem selja vatn og dagblöđ,  svo og búđir sem selja bjór.  

  Í Toronto er bjór seldur í the Beer Store.  Viđskiptavinurinn fćr ekki ađ sjá neinn bjór ţegar mćtt er á svćđiđ.  Hann gengur ađ afgreiđsluborđi og tilkynnir afgreiđslumanneskju hátt og skýrt hvađa bjór hann vill kaupa.  Afgreiđslumanneskjan bregđur sér ţá bak viđ luktar dyr.  Nokkru síđar birtist hún aftur međ bjórkippur í gráum plastpoka. 

  Mér skilst ađ ađrar verslanir selji annarsvegar léttvín og hinsvegar sterkt vín.  Ég átti ekki erindi í ţćr.  Sannreyndi ekki dćmiđ.

  Í miđbć Toronto var mikill og stórfenglegur jólamarkađur.  Yfirgengilegar jólaskreytingar í ýktasta stíl.  Ţeim mun merkilegra er ađ ţar fyrir utan fór lítiđ fyrir jólaskreytingum.  Á gistiheimilinu sem ég dvaldi á var í setustofu plastjólatré.  Um 1,5 metri á hćđ.  Um 30 cm ţar sem ţađ var breiđast.  Ekkert skraut.   

  Á rölti mínu um nágrenniđ sá ég inn um glugga ađ sami stíll var í öđrum gistiheimilum og hótelum.  Óskreytt jólatré og engar ađrar jólaskreytingar.  Gengt gistiheimili mínu er vegleg verslunarmiđstöđ (mall) međ tilheyrandi matsölustöđum og verslunum.  Hvergi örlađi á jólaskreytingum.   

  Í Toronto máttu íbúar henda jólatrénu út á stétt 7. janúar.  Um leiđ máttu ţeir henda út á stétt allskonar húsgögnum og tölvum.  Sorphirđan er til fyrirmyndar.

jólatré


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.