Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.8.2021 | 08:34
Frábćr lögregla
Í fyrradag missti tćplega fertugur mađur vitiđ. Óvćnt. Enginn ađdragandi. Hann var bara allt í einu staddur á allt öđrum stađ en raunveruleikanum. Ég hringdi í hérađslćkni. Til mín komu tveir kvenlögregluţjónar sem hóuđu í sjúkrabíl.
Ţetta fólk afgreiddi vandamáliđ á einstaklega lipran hátt. Minnsta mál í heimi hefđi veriđ ađ handjárna veika manninn og henda honum inn á geđdeild eđa löggustöđ. Ţess í stađ var rćtt viđ hann á ljúfu nótunum. Ađ hluta til fallist á ranghugmyndir hans en um leiđ fengiđ hann til ađ fara á fćtur og koma út í sjúkrabíl.
Ţetta tók alveg 2 klukkutíma. Skref fyrir skref: Ađ standa á fćtur, ađ fara í skó og svo framvegis.
Ađ lokum tókst ađ koma honum í sjúkrabílinn. Hálftíma síđar hringdi önnur lögreglukonan í mig. Vildi upplýsa mig um framhaldiđ frá ţví ađ mađurinn fór í sjúkrabílinn. Sem var töluverđ dagskrá sem náđi alveg til dagsins í dag.
Ţvílíkt frábćr vinnubrögđ. Ég hafđi ekki rćnu á ađ taka niđur nöfn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
24.3.2021 | 20:14
Fćreyingar skara framúr
Í fréttum af erlendum vettvangi er iđulega tíundađ hvernig norrćnu ţjóđunum vegnar í baráttunni viđ kóróna-vírusinn. Gallinn viđ ţennan fréttaflutning er ađ Fćreyingar eru taldir međ Dönum. Fyrir bragđiđ fer glćsilegur árangur Fćreyinga framhjá flestum. Nú skal bćtt úr ţví:
Í Fćreyjum er enginn smitađur. Enginn er ađ bíđa eftir niđurstöđu úr skimun. Enginn er í innlögn. Enginn er í sóttkví.
Fćreyingar hafa skimađ um 240 ţúsund manns. Ţađ er mikiđ fyrir ţjóđ sem telur 53 ţúsund. Skýringin er margţćtt. Međal annars hafa margir Fćreyingar búsettir erlendis átt erindi til Fćreyja oftar en einu sinni frá ţví ađ Covid gekk í garđ fyrir tveimur árum. Sama er ađ segja um marga útlendinga sem ţurfa ađ bregđa sér til Fćreyja vinnutengt. Einnig hefur veriđ töluvert um ađ Íslendingar og Danir sćki Fćreyjar heim í sumar- og vetrarfríum. Erlend skip og togarar (ţar af íslenskir) kaupa vistir í Fćreyjum og landa ţar. Svo eru ţađ erlendu skemmtiferđaskipin.
Sjálfir gera Fćreyingar út glćsilegt skemmtiferđaskip, Norrćnu, sem siglir til og frá Fćreyjum, Íslandi og Danmörku. Í ţessum skrifuđu orđum er tveir Danir í sóttkví um borđ í Norrćnu.
Fćreyingar hafa gefiđ 10 ţúsund bólusprautur. Ţar af hafa 11% af ţjóđinni fengiđ fyrri sprautuna og 7,7% seinni sprautuna.
Danskur ráđherra, ađ mig minnir Mette Frederiksen, sagđi í viđtali ađ Danir gćtu lćrt margt af Fćreyingum í baráttunni viđ Covid-19. Íslendingar geta ţađ líka. Og reyndar lćrt margt annađ af Fćreyingum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.3.2021 kl. 08:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
23.12.2020 | 17:21
Stórbrotin hrollvekja
- Titill: MARTRÖĐ Í MYKINESI - íslenska flugslysiđ í Fćreyjum 1970
- Höfundar: Magnús Ţór Hafsteinsson og Grćkaris Djurhuus Magnussen
- Útefandi: Ugla
- Einkunn: *****
Eins og kemur fram í titlinum ţá segir bókin frá hrćđilegu slysi er íslensk flugvél brotlenti í Fćreyjum fyrir hálfri öld. Hún lenti á lítilli einangrađri og fámennri klettaeyju, Mykinesi. Um borđ voru ţrjátíu og fjórir. Átta létust. Margir slösuđust illa.
Ađstćđur voru hrikalegar; blindaţoka, hávađarok og grenjandi rigning. Flak vélarinnar fannst ekki fyrr en mörgum klukkutímum síđar. Ađstćđur viđ björgunarađgerđir voru hinar verstu í alla stađi. Ađ auki höfđu fćstir björgunarmanna reynslu af björgunarstörfum. Ţeir unnu ţrekvirki. Ţví miđur hafa Íslendingar aldrei ţakkađ ţeim af neinum sóma.
Bókin er afskaplega vel unnin. Ráđist hefur veriđ í gríđarmikla heimildarvinnu. Lýst er tilurđ flugfélagsins og öllum ađdraganda flugferđarinnar til Fćreyja. Viđ fáum ađ kynnast mörgum sem komu viđ sögu. Ţar á međal eru ný viđtöl viđ suma ţeirra. Fjöldi ljósmynda lífgar frásögnina.
Forsaga slyssins og eftirmálar gera ţađ sjálft mun áhrifaríkara. Öllu sem máli skiptir er lýst í smáatriđum. Ţetta er hrollvekja. Lesandinn er staddur í martröđ. Hann kemst ekki framhjá ţví ađ ţetta gerđist í raunveruleika.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.12.2020 kl. 08:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2020 | 23:56
Illmenni
Ég er fćddur og uppalinn í sveit, Hrafnhóli í Hjaltadal, í útjađri Hóla. Öll unglingsár vann ég í Sláturhúsi Skagfirđinga á Sauđárkróki. Ţađ var gaman. Viđ slátruđum hátt í sjö ţúsund lömbum hvert haust. Og slatta af öđrum dýrum. Ég vann viđ ađ vigta skrokkana, grysja ţá og koma fyrir í frysti. Í frystinum mátti mađur bara vera í 25 mínútur í einu. Á ţeim tíma sturtađi ég í mig brennivíni. Er komiđ var úr frystinum helltist víman hratt og skemmtilega yfir mann. Ţađ var gott "kikk". .
Ég hef fullan skilning og umburđarlyndi gagnvart fólki sem drepur dýr sér til matar. Mörg dýr gera ţađ sjálf. En sjaldnast sér til einskćrrar skemmtunar. Fólk sem drepur dýr sér til skemmtunar er vont fólk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.10.2020 kl. 21:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (28)
15.4.2020 | 23:01
Vigdís
Nei, ekki Vigdís Hauks. Nú snýst allt um Vigdísi Finnbogadóttur út af afmćli hennar. Ég ţekki hana ekki neitt. Samt hef ég skrautskrifađ á ótal skjöl fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Ađrir starfsmenn stofnunarinnar hafa séđ um samskiptin viđ mig. Sem er hiđ besta mál. Ég á ekkert vantalađ viđ Vigdísi. Áreiđanlega er hún ţó viđrćđugóđ.
Dorrit Moussaieff segir Vigdísi vera besta forseta Íslands. Dáldiđ vandrćđalegt fyrir Ólaf Ragnar.
1983 var ég beđinn um ađ skrifa bók um íslenska rokkmúsík. Sem ég gerđi. Bókin, Poppbókin, hefur fylgt mér eins og skuggi og virđist - ţví miđur - ekki falla í gleymskunnar dá. Árlega hringja í mig ungir námsmenn sem eru ađ skrifa ritgerđ um íslenska rokkmúsík. Sömuleiđis hitti ég stöđugt rokkáhugafólk sem segist hafa veriđ ađ lesa hana núna nćstum fjórum áratugum eftir útkomu hennar.
Ég frétti af tveimur mönnum sem toguđust á um hana í Góđa hirđinum. Ţađ urđu ekki slagsmál en nćsti bćr ţar viđ.
Víkur ţá sögu ađ útgáfuári Poppbókarinnar. Skyndileg birtist Vigdís Finnbogadóttir á skrifstofu Bókaútgáfu Ćskunnar. Erindiđ var ađ kaupa bókina.
Ţarna var Vigdís rösklega fimmtug. Hún hafđi eitthvađ sungiđ međ hjómsveitum. Ţví kom áhugi hennar á Poppbókin ekki á óvart. Jú, reyndar kom ţađ starfsmönnum Ćskunnar á óvart. Ţeir höfđu ekki vanist ţví ađ vera međ forseta Íslands inni á sínu gólfi.
Á ţessum árum var forsetaembćttiđ hágöfugt og sveipađ dýrđarljóma.
Nćst gerđist ţađ ađ ég átti leiđ í Pósthús á Eiđistorgi. Ţetta var áđur en númerakerfi var tekiđ upp. Viđskiptavinir tróđust. Ađallega ég. Ruddist međ frekju framfyrir ađra. Var í tímahraki. Ég komst fram fyrir virđulega konu. Einhver orđskipti átti ég viđ afgreiđsludömuna. Í kjölfar segir virđulega konan viđ mig: "Afskaplega er gaman ađ heyra skagfirsku." Ég sá ţá ađ ţetta var Vigdís. Ég flutti úr Skagafirđi til Reykjavíkur 16 ára. Ég hélt ađ nćstum ţremur áratugum síđar vćri ég búinn ađ tapa niđur allri norđlensku. En Vigdís er tungumálaséní umfram flesta ađra.
Heyra má Vigdísi syngja međ ţví ađ smella á HÉR
Myndin er ekki af Bill Clinton og Monicu Lewinsky. Jú, reyndar af Bill.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.4.2020 kl. 17:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
15.11.2019 | 00:33
Ólíkt hafast ţeir ađ
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
7.11.2019 | 00:02
Danir óttast áhrif Pútins í Fćreyjum
Danski forsćtisráđherrann, Mette Frederiksen, er nú í Fćreyjum. Erindiđ er ađ vara Fćreyinga viđ nánari kynnum af Pútin. Ástćđan er sú ađ danskir fjölmiđlar hafa sagt frá ţreifingum um fríverslunarsamning á milli Fćreyinga og Rússa. Rússar kaupa mikiđ af fćreyskum sjávarafurđum.
Ótti danskra stjórnmálamanna viđ fríverslunarsamninginn snýr ađ ţví ađ ţar međ verđi Pútin komninn inn í danska sambandsríkiđ. Hann sé lúmskur, slćgur og kćnn. Hćtta sé á ađ Fćreyingar verđi háđir vaxandi útflutningi til Rússlands. Rússar gćtu misnotađ ţá stöđu. Heppilegra vćri ađ dönsku sambandsríkin ţjappi sér betur saman og hafi nánara samráđ um svona viđkvćm mál.
Ţetta er snúiđ ţar sem Danir eru í Evrópusambandinu en Fćreyingar og Grćnlendingar ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
5.9.2019 | 01:12
Kvikmyndaumsögn
- Titill: Hérađiđ
- Helstu leikarar: Sigurđur Sigurjónsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir...
- Handrit og leikstjórn: Grímur Hákonarson
- Einkunn: **** (af 5)
Ţessi áhugaverđa kvikmynd átti upphaflega ađ vera heimildamynd um Kaupfélag Skagfirđinga. Vegna hrćđslu Skagfirđinga viđ ađ tjá sig um hiđ alltumlykjandi skagfirska efnahagssvćđi reyndist ógjörningur ađ fá viđmćlendur til ađ tjá sig fyrir framan myndavél. Ţar fyrir utan eru margir Kaupfélagssinnar af hugsjón. Telja ađ ofríki Kaupfélagsins veiti mörgum vinnu og standi gegn ţví ađ peningar samfélagsins fari suđur. Kaupfélag Skagfirđinga stendur svo sterkt ađ lágvöruverslanir á borđ viđ Bónus, Krónuna og Nettó eiga ekki möguleika á ađ keppa viđ KS í Skagafirđi Skagfirđingar vilja fremur versla í dýrustu búđ landsins, Skagfirđingabúđ Kaupfélagsins, en ađ peningur fyrir greiddar vörur fari úr hérađinu.
Ég er fćddur og uppalinn Skagfirđingur. Ég votta ađ margar senur myndarinnar eiga sér fyrirmynd í raunveruleikanum. Jafnvel flestar. Sumar samt í hliđstćđu. Í myndinni er stofnađ mjólkursamlag til höfuđs Kaupfélaginu. Í raunveruleika stofnađ pabbi minn og fleiri bćndur sláturhús til höfuđs KS.
Kvikmyndin fer rólega af stađ. Eftir fćđingu kálfs og dauđsfall vörubílstjóra gerist myndin dramaatísk. Hún er spennandi, áhrifarík og vekur til umhugsunar. Flott í flesta stađi.
Arndís Hrönn er sannfćrandi í hlutverki reiđu ekkjunnar. Ég man ekki eftir ađ hafa séđ ţessa leikkonu áđur. Ađrir leikarar standa sig einnig međ prýđi. Ekki síst Sigurđur Sigurjónsson. Hann túlkar Ţórólf, nei ég meina Eyjólf kaupfélagsstjóra, af snilld.
Gaman er ađ sjá hvađ fjós eru orđin vélvćdd og sjálfvirk.
Ég mćli međ ţví ađ fólk skreppi í bíó og kynnist skagfirska efnahagssvćđinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.9.2019 kl. 11:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
15.8.2019 | 00:08
Áhrifamáttur nafnsins
Flestum ţykir vćnt um nafn sitt. Ţađ er stór hluti af persónuleikanum. Sérstaklega ef ţađ hefur tilvísun í Biblíuna, norrćna gođafrćđi, Íslendingasögurnar eđa nána ćttingja. Ég varđ rígmontinn ţegar afastrákur minn fékk nafniđ Ýmir Jens.
Ţekkt sölutrix er ađ nefna nafn viđskiptavinarins. Sölumađurinn öđlast aukna viđskiptavild í hvert sinn er hann nefnir nafn viđskiptavinarins.
Góđur vinur minn endursegir ćtíđ samtöl sín viđ hina og ţessa. Hann bćtir alltaf nafni sínu viđ frásögnina. Lćtur eins og allir viđmćlendur hans ávarpi hann međ orđunum " Óttar minn, ..." (ekki rétt nafn). Sem engir gera.
Annar vinur minn talar alltaf um sig í 3ju persónu. Hann er góđur sögumađur. Ţegar hann segir frá samtölum viđ ađra ţá nafngreinir hann sig. Segir: "Ţá sagđi Alfređ..." (rangt nafn).
Ég ţekki opinberan embćttismann. Sá talar aldrei um sig öđruvísi en međ ţví ađ vísa í titil sinn: "Forstöđumađurinn mćlti međ..." (rangur titill).
Ţetta hefur eitthvađ ađ gera viđ minnimáttarkennd; ţörf til ađ upphefja sig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2019 | 00:01
Lúxusvandamál Fćreyinga
Skemmtilegt er ađ fylgjast međ uppganginum í Fćreyjum síđustu árin. Íbúum fjölgar árlega um 3%. Nú eru ţeir ađ nálgast 52000. Sífellt fćkkar ţeim sem flytja frá eyjunum. Ađ sama skapi fjölgar ţeim sem flytja aftur heim eftir búsetu erlendis.
Til viđbótar eru Fćreyingar frjósamasta ţjóđ í Evrópu. Ađ međaltali eignast fćreyskar konur 2,5 börn. Íslenskar konur eignast ađeins 1,7 börn. Ţađ dugir ekki til ađ viđhalda stofninum. Tíđni hjónaskilnađa í Fćreyjum er sú lćgsta í Evrópu.
Ferđamönnum hefur fjölgađ mjög ađ undanförnu. Ríkissjóđur fitnar sem aldrei fyrr. Tekjur hans uxu um rúm 20% í fyrra. Útsvarstekjur sveitarfélaga jukust um rúm 15%. Fyrir bragđiđ geta bćđi ríki og sveitarfélög kastađ sér í allskonar framkvćmdir. Fjöldi gangna eru í smíđum og enn fleiri fyrirhuguđ. Göng til Suđureyjar verđa lengstu neđansávargöng í heimi. Ekki er frágengiđ hvađan ţau liggja. Kannski verđa ţau 26 kílómetrar. Kannski styttri. En samt ţau lengstu.
Sífellt fjölgar fögum og námsbrautum á háskólastigi. Ć fćrri ţurfa ađ sćkja framhaldsnám til útlanda.
Útlánsvextir eru 1,7%.
Uppsveiflan í Fćreyjum veldur ýmsum lúxusvandamálum. Til ađ mynda skorti á heimilislćknum, leikskólaplássum og húsnćđi. Hvort heldur sem er íbúđum til kaups eđa leigu, svo og hótelherbergjum. Sem dćmi um skortinn ţá er í byggingu blokk í Klakksvík. Í henni eru 30 íbúđir. 350 sóttu um ađ fá ađ kaupa. Skorturinn hefur ţrýst upp húsnćđisverđi og leigu.
Allt stendur ţetta til bóta. Hús af öllu tagi eru á byggingarstigi: Skólahús, hótel, íbúđahús, iđnađarhúsnćđi, landspítala, leikskóla og svo framvegis. Ţetta hefur leitt til skorts á vinnuafli í byggingaiđnađi. Ţađ er sótt til Austurevrópu. Í fyrra var 525 Rúmenum veitt atvinnuleyfi í Fćreyjum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (34)