Fćrsluflokkur: Tónlist

Rokkarar í harđvítugu stríđi

 

  Skipulögđ sniđganga á vörum eđa öđrum viđskiptum fer sjaldnast eins og til er ćtlađ.  Oft hefur hún ţveröfug áhrif.  Samt ekki alltaf,  vel ađ merkja.  Undanfarin ár hafa hvalavinir víđa um heim beitt sér fyrir sniđgöngu á Íslandi og íslenskum vörum.  Uppskeran er sú ađ Ísland komst í sviđsljósiđ,  sífellt fleiri uppgötvuđu ađ Ísland vćri til í alvörunni.  Nćsta skref var ađ "gúgla" Ísland og skođa á ţútúpunni myndbönd af ćgifögru íslensku landslagi, dansandi norđurljósum og heyra sögur af álfum.  Hver sem vettlingi getur valdiđ er friđlaus ađ koma til Íslands og skođa dýrđina í raunheimum. Ferđamannaiđnađurinn er orđinn stćrsta gjaldeyristekjulind Íslands.  Ţađ munar um 800 milljarđa ţetta áriđ.  

  Sömu sögu er ađ segja af Fćreyingum.  Sumariđ 2014 og 2015 dvöldu 500 liđsmenn hryđjuverkasamtakanna Sea Shepherds í Fćreyjum.  Tilgangurinn var ađ hindra marsvínaveiđar og vekja athygli heimsbyggđarinnar á ţeim.  Ţetta snérist í höndunum á SS-liđum.  Uppskeran varđ stauraukin ferđamannastraumur.

  SS-liđar eru ekki af baki dottnir. Ađ vísu treystu ţeir sér ekki til ađ verđa enn eitt sumariđ ađhlátursefni í Fćreyjum.  Fćreyingar dćmdu ţá,  ţađ er einstaklingana,  í háar fjarsektir og gerđu upptćk allskonar rándýr tćki og tól,  svo sem tölvubúnađ, ljósmyndavélar,  kvikmyndatökuvélar, spíttbáta og fleira.

  Í sumar hafa SS-liđar beitt sér gegn heimsţekktustu fćreysku rokksveitinni,  Tý.  Hún hefur náđ ţeim árangri ađ vera eftirsótt á helstu ţungarokkshátíđir heims.  Nú bregđur svo viđ ađ vegna ţrýstings frá SS hafa fimm hátíđir afturkallađ ţátttöku Týs.  

  Viđbrögđ Hera Joensen,  forsprakka Týs,  urđu ţau ađ gera myndband, setja ţađ inn á ţútúpuna og pósta á Fésbók. Í ţví útskýrir hann sín viđhorf til marsvínaveiđa Fćreyinga.  Á nokkrum dögum var ţađ spilađ yfir 30 ţúsund sinnum.  Afbókunarhrinan stöđvađist međ ţađ sama.  Ţess í stađ hafa ađrir hljómleikahaldarar haft samband og óskađ eftir spilamennsku Týs.  Ţađ er rífandi gangur sem hvergi sér fyrir enda á.  Síđustu dagana hefur Heri ekki haft undan ađ afgreiđa viđtöl í heimspressunni.  Aldrei fćrri en ţrjú viđtöl á hverjum einasta degi.  

týr

.           


Listinn kemur á óvart

  Á Fésbókinni er ađ finna margar áhugaverđar tónlistarsíđur.  Ein heitir Classic Rock.  Hún skartar allflestum ţekktustu lögum sem falla undir hatt klassísks rokks.  Afar forvitnilegt er ađ skođa og bera saman hvađ lögin hafa fengiđ margar birtingar.  Sá listi kemur á óvart.  Ég veit samt ekki alveg hvađ hćgt er ađ lesa út úr ţví.  Sum lög vekja kannski forvitni ţeirra sem eiga ţađ ekki í sínu tónlistarsafni.  Önnur eru menn kannski međ í spilaranum sínum hversdagslega og sleppa ţví ađ sýna ţeim áhuga á Fésbókarsíđu.  

  Síđuna má finna međ ţví ađ smella H É R - ef ţú ert međ ađgang ađ Fésbók.  

  Ţetta eru vinsćlustu lögin á síđunni (innan sviga er birtingafjöldinn)

1  Týr - Ormurin langi (419)

2  The Stranglers - No More Heroes (327)

3  Tom Robinson Band - 2-4-6-8 Motorway (186)

4  Creedence Clearwater Revival - I Put a Spell on You (160)

5-6 Janis Joplin - Move Over (148)

5-6 Shocking Blue - Venus (148)

7  Steely Dan - Realin in the Years (128)

8  Guns N´ Roses - Sweet Child O´ Mine (126)

9  Public Image Limited - Rise (115)

10 Spencer Davis Group - Keep on Running (103)

11 Doors - Light my Fire (85)

12 The Kinks - You Really Got Me (70)

13 The Byrds - Eight Miles High (69)

14 Echo & the Bunnymen - The Cutter (68)

15 Rage Against the Machine - Killing in the Name (66) 


Tónlist örvar og eflir

  Fátt er hollara en tónlist. Hún er hollari en möndlur og döđlur.  Ţetta hefur veriđ rannsakađ í Suđur-Kaliforníu Háskóla í Bandaríkjum Norđur-Ameríku.  Rannsóknin hófst 2012.  Fylgst var međ hópi barna sem ţá voru 6 og 7 ára gömul.  Ţriđjungur ţeirra var settur í tónlistarnám.  Annar ţriđjungur var látinn stunda tuđruspark.  Afgangurinn hafđi ekkert sérstakt fyrir stafni.  

  Rannsakendur fylgdust međ rafvirkni heilans,  framkvćmdu hegđunarpróf og fylgdust međ breytingum á heilalínuritum.  Ţađ var eins og viđ manninn mćlt:  Tónlistarfólkiđ ţroskađist mun hrađar og betur en hinir.  Lesskilningur ţeirra tók gríđarmiklum framförum,  sem og málţroski,  tónheyrn og tjáningargeta.  

  Ţetta er ástćđan fyrir ţví ađ tónlistarfólk er betur gefiđ og betur gert á flestum sviđum en gengur og gerist.  Ţetta er jafnframt ástćđa fyrir ţví ađ skólayfirvöld eiga ađ huga ađ tónlistarkennslu barna strax í 1.bekk.  Eđa strax í leikskóla.  Hún er ţjóđhagslega hagkvćm.

     


Hver eru bestu söngvaskáldin?

  Hver eru bestu söngvaskáld dćgurlagasögunnar?  Ţessari spurningu hafa margir velt fyrir sér svo árum og áratugum skiptir.  Flestir hafa einhverja hugmynd um svariđ.  Kannski ekki alveg hver er númer 1 eđa 2 eđa 3.  En nokkurn veginn hverjir eiga heima á listanum yfir 10 bestu.

  Söluhćsta popptónlistarblađ heims,  bandaríska Rolling Stone,  hefur kannađ máliđ og komist ađ niđurstöđu.  Niđurstađan er sannfćrandi.  Ţađ er erfitt ađ vera ósammála henni. Nema kannski um sćtaröđina til eđa frá.  

  Ţó ađ ţađ hafi veriđ fyrirliggjandi ađ Paul McCartney og John Lennon skipi 2. og 3ja sćti listans ţá er merkilegt til ţess ađ vita ađ ţeir hafi veriđ í sömu hljómsveit.  Skemmtileg tilviljun örlaganna.  Annars er listinn ţannig.

1  Bob Dylan

2  Paul McCartney

3  John Lennon

4  Chuck Berry

5  Smokey Robinson

6  Mick Jagger & Keith Richards

7  Carols King & Gerry Goffin

8  Paul Simon

9  Joni Mitchell

10 Stevie Wonder

81 Björk

 


"Mestu" söngvararnir

  Fyrir tveimur árum birti ég lista yfir ţá söngvara sem hafa breiđast raddsviđ.  Ţađ var mćlt út af VVN Music (Vintage Vinyl News). Sigurvegarinn reyndist vera Axl Rose,  söngvari Guns N´ Roses.  Gallinn viđ listann var ađ hann spannađi einungis allra ţekktustu söngvara rokksins.  Nú hefur listinn veriđ uppfćrđur međ ennţá fleiri söngvurum,  samkvćmt réttmćtum ábendingum lesenda.  Betur sjá augu en eyru.  

  Stóru tíđindin eru ţau ađ viđ uppfćrsluna "hrapar" Axl niđur í 5. sćtiđ.  Nýr sigurvegari er Mike Patton,  ţekktastur sem söngvari Faith no More og nćst ţekktastur sem söngvari Fantomas og gestasöngvari Bjarkar (m.a. á plötunni  Medula).  Ađ öđru leyti er listinn svona:

1  Mike Patton:  6 áttundir og 1/2 nóta (Eb1 - E7)

2  Corey Taylor (Slipknot):  5 áttundir og 5,1/2 nóta (Eb1 - C7)

3  Diamanda Galás (hefur sungiđ í fjölda ţekktra kvikmynda;  allt frá Natural Born Killers til Dracula):  5 áttundir og 4,1/2 nóta  (F2 - C#8)

4  David Lee Roth (Van Halen):  5 áttundir og 3 nótur  (E1 - A6)

5  Axl Rose:  5 áttundir og 2,1/2 nóta  (F1 - Bb6)

6  Rody Walker (Protest the Hero):  5 áttundir og 2 nótur  (G1 - B6)

7  Nína Hagen:  5 áttundir og 1 nóta  (G#1 - Bb6)

8  Ville Valo (HIM):  5 áttundir og 1/2 nóta  (C1 - C#6)

9 - 10  Roger Waters (Pink Floyd):  4 áttundir og 6 og hálf nóta  (B1 - Bb6)

9 - 10  Mariah Carey:  4 áttundir og 6 og 1/2 nóta  (G#2 - G7)

  Til samanburđar má geta ađ ýmsir ţekktir söngvarar eru međ raddsviđ sem nćr "ađeins" eina eđa tvćr áttundir.  Ţeirra á međal er Avi Kaplan forsöngvari bandaríska sönghópsins Pentatonix,  Skin (Skunk Anansie) og Taylor Swift.


Barnabrúđir, barnaníđ

jll og frú

  Voriđ 1958 var bandarískur rokkari,  píanóleikarinn og söngvarinn Jerry Lee Lewis,  vinsćlasti skemmtikraftur heims.  Plötur hans seldust í hćrra upplagi en plötur Elvis Presleys,  sem var á hátindi frćgđar.  Ţá gerđist ţađ ađ breskir fjölmiđlar uppgötvuđu ađ eiginkona hans var ađeins 13 ára og ţar ađ auki náfrćnka hans.

  Eđlilega varđ allt brjálađ í Evrópu út af ţessu.  Jerry Lee var úthrópađur barnaníđingur.  Í Biblíubeltinu í Bandaríkjum Norđur-Ameríku var ţetta ekkert mál.  Ţetta ţótti eđlilegt og ţykir enn víđa í Bandaríkjunum.  Líka í Massachusetts,  New York og víđar nyrđra.  Giftingaaldurinn er 12 samkvćmt lögum. Mun algengara er ţó ađ brúđirnar séu 13 ára.  Ţađ er mjög mikill ţroskamunur á 12 ára og 13 ára börnum.  Brúđgumarnir eru svo gott sem alltaf miklu eldri.  Um ţađ bil tvöfalt eldri eđa meir.  

  Jerry Lee var tíu árum eldri en frćnkan.  Ferill hans tók dýfu og náđi aldrei almennilegu flugi á ný.  Hjónabandiđ varđi í nokkur ár. Ađ ţví loknu upplýsti konan ađ hann hafi átt ţađ til ađ fá skapofsaköst og veriđ vondur viđ hana.          

giftingaraldur 


Paul McCartney blandar sér í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum

  Einhverra hluta vegna er stuđningsmannahópur ljúfmennisins Dóna Trumps - forsetaframbjóđanda í Bandaríkjum Norđur-Ameríku - fátćkur af rokktónlistarmönnum.  Ţeir voru - og eru kannski ennţá - mest áberandi í stuđningsmannaliđi sósíalistans Bernie Sanders.  Svo margir ađ undrun sćtir. Allt frá heilu hljómsveitunum á borđ viđ Red Hot Chili Peppers til Njáls Unga.  Töluverđa athygli hefur vakiđ ađ margir - svo gott sem allir - rokkarar í vinahópi Trumps ţverskallast viđ ađ styđja forsetaframbođ hans.  Ţetta hefur ítrekađ valdiđ vandrćđagangi varđandi einkennislag á kosningafundum. Hann hefur ţurft ađ skipta um baráttulög jafn oft og nćrbuxur af ţessum sökum.

  Breski bítillinn Paul McCartney hefur alltaf veriđ hinn mesti diplómat varđandi flest annađ en músík.  Ađ vísu međ undantekningu er hann sendi frá sér sönglag gagnrýniđ á yfirráđ Breta á Norđur-Írlandi.  

  Nú hefur Páll á sinn diplómatíska hátt blandađ sér í baráttuna um forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku.  Ţćr fara fram í nóvember.  Hann hefur birt af sér ljósmynd međ forsetaframbjóđandanum Hillary Clinton.  Viđ myndina skrifar hann "Hún er međ mér".  Kosningaslagorđ Hillary er "Ég er međ henni". 

mccartney


mbl.is „Hvađa skođanakannanir?“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Breytir öllu í gull

  Fyrst var hann flautuleikari á Reyđarfirđi.  Svo gítarleikari ţungarokkshljómsveitarinnar Bisund(ar). Hún kom, sá og hreppti 2. sćti í Músíktilraunum 1999.  Bróđir hans,  Birkir Fjalar í Bisund,  var kosinn besti trommuleikari Músíktilrauna. Hann gerđi síđar garđinn frćgan međ Stjörnukisa, Gleđisveitinni Döđlunum, I Adapt,  Hellvar(i) og Celestine.  

  Andri Freyr sló í gegn í útvarpsţćttinum Karate á X-inu.  Hann trompađi ţađ rćkilega međ ţćttinum "Freysa" á sömu stöđ.  Ţađ var svakalegur ţáttur sem gekk út og suđur yfir fínu línuna. Langt yfir. Var kćrđur ţvers og kruss. Fékk á sig handrukkara,  vinslit og allskonar til viđbótar.  Hann lét allt vađa og fór yfir öll mörk.  

 Um svipađ leyti var Andri Freyr gítarleikari Botnleđju.  Spilađi međ ţeirri hljómsveit út um allan heim,  međal annars međ Blur.  Hann var líka í hljómsveitinni frábćru Fidel.

  Mörgum kom á óvart ţegar ţessi hressi og kjaftfori ţungarokkari var ráđinn sem morgunútvarpshani á Rás 2.  Ţađ ţótti djarft og bratt.  En morgunţáttur hans og Gunnu Dísar,  Virkir morgnar,  stal senunni.  Sá eđa sú sem tók ţá glannalegu ákvörđun ađ ráđa ţau í morgunţáttinn hitti beint í mark.

  Í framhjáhlaupi - eđa kannski áđur - man ţađ ekki - fór hann á kostum međ Ómari Ragnarssyni í dagskrárliđnum "Ómar og Andri á flandri" á Rás 2.  Líka kvöldţćttinum "Litlu hafmeyjunni" međ Dodda litla á Rás 2.  Ţar talađi hann frá Danmörku. Síđar međ vinsćlum sjónvarpsţáttunum "Andri á flandri".  Ţeir sjónvarpsţćttir nutu mikilla vinsćlda í norrćnum sjónvarpsstöđvum.  Svo mjög ađ til ađ mynda í Noregi ţá tćmdust götur á útsendingatíma ţáttanna.  Snilldar ţćttir.

  Eđlilega hafa fjölmiđlafyrirtćki sótt í kappann og togast á um hann.  Framleiđslufyrirtćkiđ Republik hefur nú ráđiđ hann sem yfirmann innlendrar dagskrárgerđar.  Spennandi verđur ađ fylgjast međ.  Allt sem hann snertir breytist í gull. 

    


mbl.is Andri Freyr ráđinn til Republik
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sítt ađ aftan

paul apaul bpaul cpaul d

  Á níunda áratugnum blossađi upp tískufyrirbćri sem kallast "sítt ađ aftan".  Ţađ var útţynnt afsprengi tónlistarfyrirbćrisins "nýbylgju" (new wave) sem spratt upp úr bresku pönkbyltingunni.  Afsprengiđ gekk undir rangnefninu "ný-rómantík".  Hérlendis kallađ "kuldarokk".  Ţetta var léttvćgt tölvupopp.  Ekki alltaf vont.  En oft.  Flytjendur iđulega stelpulegir strákar međ andlitsfarđa og blásiđ hár; sítt í hnakka en styttra ađ framan og um eyru.  Erlendis heitir ţađ "mullet".

  Breski bítillinn Paul McCartney var frumherji "sítt ađ aftan" tískunnar á seinni hluta sjöunda áratugarins.  Landi hans,  David Bowie,  tók skrefiđ lengra.  Ýkti stílinn.  Eflaust voru "ný-rómanarnir" undir áhrifum frá Bowie án ţess ađ ganga eins langt.

bowie abowie b 

  Á tíunda áratugnum varđ fjandinn laus.  Ţá fór "sítt ađ aftan" eins og stormsveipur um suđurríki Bandaríkja Norđur-Ameríku.  Rauđhálsarnir (red necks) kunnu sér hvergi hóf.  Kántrý-boltarnir fóru ţar framarlega í flokki.  Ţađ er góđ skemmtun ađ fletta upp á ljósmyndum frá ţessu tímabili.  

   


Allt samfélagiđ hagnast á rokkhátíđinni G!Festivali

   Ţriggja daga útirokkshátíđin G!Festival er gríđarleg innspýting í hagkerfi Götu í Fćreyjum.  Eđa eiginlega fjögurra daga.  Hún hefst á fimmtudegi og stendur yfir fram til klukkan fjögur ađ morgni sunnudags.  Ţessa daga breytist litla 1000 manna Götuţorpiđ í glađvćran 4500-7500 manna kaupstađ.  Iđandi mannlíf hvert sem litiđ er.  Hópurinn ţarf ađ nćrast.  Allan tímann er stappađ af viđskiptavinum í litlu bensínsjoppunni, matvörubúđinni og í fjölda sölutjalda sem setja sterkan svip á hátíđarsvćđiđ.  Í ţeim eru seldar hljómplötur,  bćkur,  fatnađur,  minjagripir og ýmislegt matarkyns.  

  Ćtla má ađ hver gestur versli mat og drykk fyrir ađ minnsta kosti 30-40 ţúsund kall.  Viđ ţađ bćtist miđaverđ, gisting og sitthvađ fleira.  Til ađ mynda bensín,  hljómplötur og leiga á sundfötum og handklćđum.  Ţegar allt er saman taliđ eru heildarútgjöld gests farin ađ slaga í 100 ţúsund kallinn.  

  Hátt hlutfall ţorpsbúa fćr launađa vinnu festivalsdagana og margir dögum og vikum saman fyrir og eftir.  Ţađ ţarf ađ smíđa og taka niđur sviđ,  sölutjöld,  heitapotta og allrahanda ađstöđu.      

  Hluti af heildarveltunni fer til sveitarfélagsins í formi útsvars og til ríkissjóđs í formi skatta.  

  Stćrsti ávinningurinn eru ruđningsáhrifin.  Reynslan hefur sýnt ađ erlendu skemmtikraftarnir eru öflug auglýsing fyrir Götu og Fćreyjar.  Milljónir ađdáenda út um allan heim fylgjast međ póstum ţeirra á samfélagsmiđlum á borđ heimasíđur,  blogg,  Fésbók, Twitter, Instigram og hvađ ţetta allt heitir.  Í nćstu fjölmiđlaviđtölum segja poppstjörnurnar frá ánćgjulegri upplifun á G!Festivali.  

  Fjölţjóđa festival á borđ viđ ţetta lađar ađ tugi ef ekki hundruđ fjölmiđlafólks og útsendara annarra tónlistarhátíđa.  Athyglin beinist ađ fćreysku flytjendunum.  Ţetta er stóra tćkifćri ţess.  Tónlist ţeirra er lýst í erlendum tónlistarblöđum og stórum dagblöđum.  Útvarps- og sjónvarpstöđvar taka viđtöl og spila músíkina.  Í kjölfar tekur sala á tónlist ţess kipp svo og spilun á henni á ţútúpunni.  Ţetta skilar sér í fjölgun ferđamanna til Fćreyja og bókunum á fćreyskum tónlistarmönnum á tónlistarhátíđir đí útlöndum.

  Bara svo eitt dćmi sé nefnt:  Útsendari Airwaves uppgötvađi ţarna fćreysku tónlistarkonuna Konni Kass og réđi hana ţegar í stađ til ađ spila á Airwaves í haust.  Í dag ţekkja Íslendingar ekki Konni Kass.  Í haust munu margir Íslendingar kynna sér músík hennar - og kunna vel ađ meta.  

  Ég ţurfti ekki ađ hafa neitt fyrir ţví ađ finna umfjöllun um G!Festival 2016 utan Fćreyja.  Sjá:  H É R  og  H É R  og  H É R  og  H É R  og  H É R 

g festival armbandg festival eivör.

  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband