Fćrsluflokkur: Tónlist
22.10.2016 | 18:07
Sćnska Nóbelsakademían áttar sig ekki á Bob Dylan
Bandaríska söngvaskáldiđ Bob Dylan hefur aldrei veriđ fyrirsjáanlegt. Hann kom fram á sjónbarsviđiđ á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Hann var til ađ byrja međ Woody Guthrie jukebox. Síđan sjálfur öflugt söngvaskáld í hans anda. Söngtextarnir óvenju ljóđrćnir. Ţá mátti túlka sem ţjóđfélagsgagnrýni. Einkum í samhengi viđ ađra sem hann var í slagtogi viđ í ţjóđlagasenunni í New York.
Umfram marga í henni var og er Dylan mjög góđur lagahöfundur. Framan af ferli urđu lög hans ofurvinsćl í flutningi annarra: The Byrds, Peter, Paul & Mary, Manfred Mann, Sonny & Cher, Joan Baez og margra annarra sem ég man ekki eftir í augnablikinu.
Dylan varđ kóngur bandarísku ţjóđlagasenunnar. Kćrasta hans, Joan Baez var drottningin. 1965 slátrađi Dylan ţeim titli sínum. Hann mćtti á stćrstu árlega ţjóđlagahátíđina međ rokksveit. Hávćra međ rafmagnshljóđfćrum. Allt varđ brjálađ. Dylan var púađur niđur.
Sagan segir ađ ţetta hafi komiđ honum í opna skjöldu. Hann kom inn á markađinn fyrir daga Bítlaćđisins. Hann heillađist af bresku Bítlunum og ekki síđur af bandarísku Bítlunum, The Byrds. Hann samdi fyrsta smáskífulag The Byrds, "Mr. Tambourine Man". Honum ţótti rökrétt skref ađ rokkast.
Ţegar hippabylgjan skall á var Dylan ekki ađ öllu leyti samstíga. Og ţó. Samt. Ekki í hávćrri gagnrýni á hernađ Bandaríkjanna í Víetnam. En í músík og jákvćđri afstöu til vímuefna.
Gamlir samherjar kvörtuđu sáran undan ţví ađ Dylan tćki ekki ţátt í andófi gegn Víetnamstríđinu. Síđar upplýsti Dylan ađ hann hafi tekiđ međvitađa ákvörđun um ađ verđa ekki sá hippaleiđtogi sem kallađ var eftir. Hann vildi ekki vera leiđtogi. Hann vildi bara vera tónlistarmađur. Söngvahöfundur án leiđtogahlutverks.
Foreldrar Dylans eru gyđingar. Biblíutilvitnanir urđu snemma áberandi í textum hans. Á áttunda áratugnum snérist hann til kristni. Varđ mjög upptekinn af ţví. Afgreiddi ţrjár plötur sem bođberi kristni. Síđar rjátlađist sá ákafi af honum.
Dylan heldur stöđugt áfram ađ koma á óvart. Söngrödd hans hefur alltaf veriđ fagurfrćđilega vond. Á síđustu árum hefur skrćkt hćsi bćst viđ mikla nefmćlgi og sérkennilegar áherslur. Hann var á sínum tíma fyrsti frćgi söngvari sem söng illa. Ađ auki lélegur gítarleikari og falskur munnhörpublásari. En bara flott.
Fyrir nokkrum árum kom Dylan á óvart međ jólaplötu. Söng (töluvert illa) ţekkt gömul jólalög. Nćst kom hann á óvart međ plötu sem inniheldur gamla Frank Sinatra slagara.
Dylan hefur sjaldnast gefiđ upp afstöđu til forseta- og alţingiskosninga í Bandaríkjunum. Undantekningu gerđi hann međ stuđningi viđ forsetaframbođ Husseins Obama.
Nú hefur Dylan veriđ heiđrađur međ bókmenntaverđlaunum Nóbels. Ţetta eru frćgustu og hćst skrifuđu bókmenntaverđlaun heims. Svo bregđur viđ ađ Dylan hefur ekki sýnt nein viđbrögđ. Hann á ekki snjallsíma og er ekkert á samfélagsmiđlum á netinu. Einu viđbrögđ - sem óvíst er hvernig á ađ túlka - er ađ fréttatilkynning um verđlaunin birtust á heimasíđu Dylans en var fjarlćgđ skömmu síđar.
Til gamans má geta ađ ţegar Dylan spilađi í fyrra skipti á Íslandi ţá reykti hann yfir sig af hassi á Hótel Nordica áđur. Stal reiđhjóli sem hann mćtti á í Laugardalshöll (nánast nćsta hús). Var illa skakkur og skrćkur í fyrstu lögum.
![]() |
Sakar Dylan um hroka og dónaskap |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
18.10.2016 | 08:26
Glćsileg plata frá fyrrum borgarstjóra Reykjavíkur
Á dögunum kom út platan "Ég elska lífiđ" međ Ólafi F. Magnússyni. Áđur hafa heyrst frá honum stök lög sungin af Páli Rósinkrans. Ţau eru á plötunni. Páll er frábćr söngvari. Tvímćlalaust einn sá besti á landinu. Ţađ heyrist glöggt í ţeim fimm lögum sem hann syngur á tíu laga plötunni.
Ólafur og Guđlaug Dröfn Ólafsdóttir syngja hin lögin. Hún er auđheyranlega lćrđ í öguđum klassískum söng. Afskaplega raddfögur og ţćgilega lágstemmd. Söngur hennar fellur vel ađ söngstíl Ólafs. Söngstíl sem klćđir tónlistina betur en annars mjög svo góđur söngur Páls. Ólafur syngur af einlćgni, innlifun og nćmri tilfinningu fyrir bođskap söngtextanna. Enda allir nema tveir ortir af honum. Ţeir eru innihaldsríkir, bođandi og gefandi. Ţeir eru vel ort ljóđ sem standa sterk án tónlistar. En falleg tónlistin og snotrar laglínur lyfta ţeim.
Eitt ljóđiđ, "Ferđabćn", er eftir langömmu Ólafs, Önnu Guđmundsdóttur. Annađ, "Ákall", er eftir afa hans, Stefán Ágúst Kristjánsson. Ţau tvö ljóđ eru alveg í anda frumsömdu ljóđanna. Ólafur er höfundur allra laga. Ţau eru lipurlega samin. Laglínur vinalegar og auđlćrđar. Sumar međ krćkju (hook line), svo sem "Máttur gćskunnar". Öll lögin eru róleg, hlýleg og flest međ sálmakenndum blć.
Upphafslagiđ, "Gott og göfugt hjarta", gefur tóninn. Textinn er heilrćđavísa. Laglínan er falleg og hátíđleg. Hún er undirstrikuđ međ - ađ mestu - órafmögnuđum hljóđfćrum. Ţar af setur saxófónn sterkan svip á. Vilhjálmur Guđjónsson "galdrakarl" útsetur snyrtilega og spilar á öll hljóđfćri á plötunni ađ frátöldu gítarplokki Gunnars Ţórđarsonar á móti honum í tveimur lögum. Vilhjálmur raddar ađ auki međ Ólafi og Guđlaugu. Raddanir eru hvarvetna smekklega nýttar og vel heppnađar í alla stađi. Eins og öll platan. Hún er glćsileg. Mitt uppáhaldslag er óđur til Eyjabakka, "Ekki láta ţá sökkva".
Tónlist | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2016 | 10:09
Kvikmyndarumsögn
- Titill: Can´t Walk Away
- Tegund: Heimildarmynd um tónlistarmanninn Herbert Guđmundsson
- Framleiđendur/myndatökumenn: Ómar Örn Sverrisson og Friđrik Grétarsson
- Sýningarstađur: Egilshöll Sambíó
- Einkunn: ****
Titill myndarinnar, "Can´t Walk Away", vísar til vinsćlasta lags Hebba (Herbert Guđmundsson). Lags sem náđi ofurvinsćldum um miđjan níunda áratuginn. Varđ íslenskt einkennislag "80´s". Gekk svo í endurnýjun lífdaga um aldarmótin. Fór á ţvílíkt flug ađ ţađ fer enn međ himinskautum.
Lagiđ kemur eđlilega viđ sögu í myndinni. Hinsvegar snýst myndin ekki um ţađ. Ţess í stađ er fariđ yfir viđburđarríkt lífshlaup Herberts frá barnćsku. Tónlistarferill hans er rakinn í bland viđ annađ sem á daga hefur drifiđ. Í einkalífinu hafa skipst á skin og skúrir: Brostin hjónabönd, fangelsisvist, eiturlyfjafíkn, eignamissir og gjaldţrot. Hebbi dregur ekkert undan. Reynir ekkert ađ fegra sinn hlut.
Myndin er heppilega hrá og látlaus; blanda af gömlu sjónvarpsefni, frásögnum samtíđarmanna og ţví ađ kvikmyndatökuvélar fylgdu Hebba eftir eins og skuggi hvert fótmál síđustu fimm ár. Hún er hröđ og ţétt. Hvergi slakađ á. Ţađ er eitthvađ í gangi á hverri mínútu. Allt á fullu allan tímann.
Jákvćđni Hebba er ađdáunarverđ. Hann tekur öllu mótlćti af ćđruleysi og vill öllum vel. Leitar alltaf ađ björtu hliđunum. Hann er góđ og yndislega manneskja. Myndin kemur ţví til skila.
Gaman var ađ fylgjast međ viđbrögđum áhorfenda. Mikiđ hlegiđ og undir lokin braust í tvígang út ákaft lófaklapp. Á leiđ út úr Egilshöll heyrđi ég ungan mann segja: "Ţetta var ţrusu skemmtileg mynd!" Félagar hans tóku undir ţađ. Ég geri ţađ líka. Hvet alla sem tök hafa á ađ skottast í Egilshöll Sambíó. Ţađ er góđ skemmtun.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2016 | 10:49
Kvikmyndin um Hebba frumsýnd í kvöld
Gríđarmikill spenningur er fyrir heimildarmyndinni um tónlistarmanninn sívinsćla Herbert Guđmundsson. "Can´t Walk Away" heitir hún, eftir ţekktasta lagi hans. Sýningar hefjast á myndinni klukkan 20.00 í kvöld, í Egilshöll Sambíó. Nćsta sýning er klukkan 22.00.
"Trailerinn" má sjá HÉR
Nánar um sýningartíma og lýsingu á myndinni má sjá HÉR
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2016 | 15:54
Upphefđ poppmenningarinnar
Ekki kemur beinlínis á óvart ađ bandaríska söngvaskáldiđ Bob Dylan hljóti bókmenntaverđlaun Nóbels í ár. Meira undrunarefni er ađ hann hafi ekki fengiđ ţau fyrir langa löngu. Foreldrar hans eru gyđingar. Til margra ára hefur spurst út ađ nafn hans sé í pottinum yfir ţau sem koma til greina.
Vegna ţess hve lengi hefur veriđ gengiđ framhjá Dylan hafa fréttaskýrendur hallast ađ annarlegum viđhorfum dómnefndarinnar. Snobbi. Dylan flytur sín ljóđ viđ gítarglamur og einfaldar laglínur. Á sumum bćjum ţykir svoleiđis ekki fínt. Langt í frá. Lágmenning kallast ţađ.
Nóbels-verđlaun Dylans eru upphefđ fyrir dćgurlagaheiminn. Viđurkenning á ţví ađ bestu söngvaskáld hans eigi heima í flokki međ Halldóri Kiljan Laxness, Günter Grass og Ernest Hemingway.
Áhrif Dylans eru gríđarmikil á samtíđamenn. Hann kenndi Bítlunum ađ reykja hass. Hann breytti viđhorfum til dćgurlagatexta. Áđur voru ţeir einskonar léttvćgt örţunnt smjörlag ofan á brauđ. Skiptu litlu máli og stóđu höllum fćti án laglínu. Dylan bauđ hinsvegar upp á ljóđrćna, djúpa, safaríka og magnađa texta. Ţeir stóđu keikir án laglínu. Engu ađ síđur skipti laglínan heilmiklu máli. Dylan er góđur lagahöfundur. Fjöldi tónlistarmanna hefur náđ toppsćtum vinsćldalista međ lögum hans. Hver kannast ekki viđ lög eins og "Mr. Tambourine Man" (The Byrds), "Blowin in the Wind" (Peter, Paul & Mary), "Knocking on Heavens Door" (Guns N´ Roses) og "Like a Rolling Stone" (The Rolling Stones)?
![]() |
Bob Dylan fćr Nóbelinn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
11.10.2016 | 11:10
Bestu lög Lennons
Nú í vikubyrjun, 9. október, kveiktu myndlistakonan Yoko Ono og Ólavía Harrison, ekkja George Harrison(ar) og tengdamóđir dóttur Kára Stefánssonar; svo og Barbara Starr, eiginkona Ringos, á Friđarsúlu Johns Lennons úti í Viđey. Af ţví tilefni tóku blađamenn breska tónlistartímaritsins New Musical Express (NME) saman lista yfir bestu lög Lennons. Ég ćtla ađ enginn sé 100% sammála niđurstöđunni. Ađ minnsta kosti er ég ţađ ekki. Ţetta er fyrst og fremst skemmtilegur samkvćmisleikur.
1 #9 Dream
2 Imagine
3 Jailous Guy
4 Oh My Love
5 Gimme Some Truth
6 Happy X-mas (War is Over)
7 Mind Games
8 Watching the Wheels
9 Woman
10 Instant Karma
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
9.10.2016 | 20:23
Besta íslenska lagiđ er norskt
Öll elskum viđ Ríkisútvarpiđ, RÚV: Sjónvarpiđ, Rás 1, Rás 2 og Rondo. Ţó ađ aldrei finnist neinn hlustandi á Rondo í hlustendamćlingu ţá er sú stöđ í uppáhaldi hjá mörgum. Oftar flottur djass en leiđinlegt óperugaul.
Í gćrkvöldi var sjónvarpsdagskrá RÚV einstaklega glćsileg: Barnatími klukkustundum saman. Ţetta kom sér vel á flestum heimilum: Börnin sofnuđ og fullorđna fólkiđ gat ótruflađ fylgst međ Rannveig og krumma, tuskubrúđum og Línu langsokk. Dagskráin var svo spennandi ađ hún hélt vöku fyrir vistmönnum á heimili aldrađra á Hlíđ á Akureyri.
Barnadagskrá laugardagskvöldsins féll í skugga á vali RÚV á besta ÍSLENSKA barnalaginu. Almenningur fékk ađ taka ţátt og kaus rafrćnt. Í dag lá niđurstađa fyrir. Besta íslenska barnalagiđ er norskt. Ţađ er eftir Thorbjörn Egner og heitir So, ro, lillemann.
Tónlist | Breytt 10.10.2016 kl. 11:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
8.10.2016 | 12:18
Ofbeldiđ heldur áfram
Ţađ er svakalegt ađ fylgjast međ ţví hvernig ráđist er á heiđursmanninn Dóna Trump ţessa dagana. Mađurinn hefur unniđ sér fátt til saka umfram sterka löngun til ađ verđa forseti Bandaríkja Norđur-Ameriku og eitthvađ svoleiđis. Nú hefur hljómsveitin U2 bćst í hóp ofsćkjenda ljúflingsins. Ţessi frćgasta hljómsveit heims er á hljómleikaferđ um Bandaríkin. Ţar er spjótum beint ađ heiđursmanninum afar gróflega. Hvađ eru ţessir írsku Jesú-guđspjallaguttar ađ skipta sér af forsetakosningum handan viđ sjó og land?
Ţađ er annađ međ stórleikarann Robert De Niro. Hann má skipta sér af. Hann er sveitungi Dóna. En mćtti vera orđvarari. Ţađ er ekki til fyrirmyndar ađ segjast langa til ađ kýla prúđmenniđ í andlitiđ. Bara óuppalinn götustrákaskríll segir svoleiđis.
![]() |
Grípa í píkuna á ţeim |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 9.10.2016 kl. 11:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
7.10.2016 | 10:57
Ný íslensk kvikmynd - mikil tilhlökkun
Um nćstu helgi hefjast sýningar á splunkunýrri íslenskri kvikmynd. Hún heitir "Can´t Walk Away". Sýningarstađurinn er Egilshöll Sambíó. Ţetta er heimildarmynd um einn ástsćlasta tónlistarmann ţjóđarinnar í hálfa öld, Herbert Guđmundsson.
Hebbi, eins og hann er jafnan kallađur, á ađ baki skrautlegan tónlistarferil og ennţá skrautlegra lífshlaup ţar fyrir utan. Fljótlega eftir fermingu var hann farinn ađ syngja međ áberandi hljómsveitum. Raddsviđiđ er breitt. Litbrigđi söngraddarinnar svipar til Johns Lennons en Hebbi varđ einnig ţekktur fyrir ađ afgreiđs Led Zeppelin-lög alveg eins og Robert Plant.
Ţekktustu hljómsveitir Hebba á áttunda áratugnum voru Tilvera, Eik og Pelican. Á fyrri hluta níunda áratugarins söng hann vinsćlt lag, "Megi sá draumur rćtast", međ hljómsveit sinni Kan. 1985 kom út 3ja sólóplatan, "Dawn of the Human Revolation". Hún inniheldur lagiđ "Can´t Walk Away". Ţađ sló ţvílíkt í gegn. Allar götur síđan er ţađ einkennislag níunda áratugarins, ţess tímabils sem kallađ er 80´s.
Fram til ţessa dags hafa komiđ út vinsćlar plötur og smellir frá Hebba. Nćgir ađ nefna "Hollywood", "Svarađu kallinu", "Time", "Eilíf ás" og "Sumariđ er stutt".
Í einkalífinu hafa skipst á skin og skúrir: Ástarsambönd og hjónabönd hafa brotlent; eiturlyfjaneysla, fangelsun, gjaldţrot, atvinnuleysi, róttćk trúskipti, ísbúđarekstur, harđvítugar nágrannaerjur og ţannig mćtti áfram telja.
...
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2016 | 08:48
Ég ber kennsl á íslenska bitvarginn
Ég sé ekki betur á ljósmynd af bitvarginum í Ţýskalandi en ađ ţar sé um íslenskan mann ađ rćđa. Rammíslenskan í bćđi föđur- og móđurćtt. Ég sé ekki betur en ađ hann sé í rammíslenska Sólstafa-bolnum sínum. Ţađ er allt í fréttinni annađ sem smellpassar viđ ţann sem mér sýnist ţetta vera. Sá er búsettur í Berlín. Hann er međ ţetta "attitude". Er ţaulvanur svona uppákomum. Var í ţungarokkshljómsveitum hérlendis áđur en hann flutti út. Og međ ţetta síđa hár. Ég hannađi "lógó" fyrir eina ţeirra. Ţađ eina sem passar ekki nákvćmlega er aldurinn. Ţar munar um áriđ eđa svo.
Í nánasta vinahópi mannsins eru menn mér sammála um hvern rćđir.
Er ekki nóg ađ Norđmenn séu stöđugt ađ stela af okkur Leifi Eiríkssyni og Eiríki rauđa? Ţurfa ţeir líka ađ eigna sér bitvarginn í Berlín? Eđa á Íslendingurinn í Berlín norskan tvífara?
![]() |
Árásarmađurinn sagđur norskur |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)