Fćrsluflokkur: Tónlist
20.4.2015 | 23:10
Tónlist hefur gríđarlega mikil áhrif á bragđskyn
Viđ vitum ađ augađ hefur áhrif á bragđskyn. Mjög svo. Af skynfćrum okkar er bragđskyniđ frekar lélegt í ađ skilgreina hlutina. Ţađ er auđvelt ađ plata bragđskyniđ út og suđur.
Ţađ er engin tilviljun ađ til sé músíkstíll kenndur viđ kvöldmáltíđ, dinnerdjass. Dinnerdjass sveipar kvöldmáltíđ veislulegri og afslappađri stemmningu. Ţegar veitingastađur međ asískan mat er heimsóttur skiptir miklu máli ađ ţar sé spiluđ asísk músík. Ţegar spćnskur veitingastađur er sóttur heim skiptir máli ađ ţar sé spiluđ spćnsk músík.
Tónlistin getur stýrt bragđskyni á borđ viđ krydd á borđ viđ salt, súrsćtt bragđ og svo framvegis. Til gamans má geta ađ samkvćmt rannsókn ţá bragđast breski ţjóđarrétturinn fiskur og franskar (fish & chips) best viđ undirleik tónlistar Bítlanna.
Kaffi, desertar og ađrir eftirréttir bragđast best undir flutningi óperusöngva.
Tónlist | Breytt 4.5.2016 kl. 18:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2015 | 18:47
Kristin hljómsveit í blóđugum átökum viđ lögregluna
Bandaríska hljómsveitin Matthew 24 now er ţekkt fyrir kristilegan bođskap. Ţetta er svokölluđ guđspjallahljómsveit (gosepel). Enda veitir ekkert af ađ bođa kristilegan kćrleika, ást og friđ hvar sem ţvi verđur viđkomiđ. Í heimi ţjáđum af ofbeldi, andúđ og hatri, fordómum og heift er kćrleikur og ást sterkasti mótleikurinn.
Á dögunum lentu liđsmenn hennar í útistöđum viđ starfsmenn matvörumarkađarins Walmart í Arizona. Walmart er bandaríska Bónus-keđjan (ódýrasta lágvöruverslunin). Lögreglan var kölluđ til. Ţá brá svo viđ ađ liđsmenn hljómsveitarinnar buđu ekki fram vinstri kinnina heldur hnefa.
Ţegar á leiđ átök var gripiđ til skotvopna. Einn í hljómsveitinni var skotinn til bana. Lögreglumađur var einnig skotinn. En tórir.
Áríđandi er ađ taka fram ađ framganga liđsmanna Matthew 24 Now er ekki til fyrirmyndar né dćmigerđ fyrir hegđun milljarđa kristinna.
Hér má sjá myndband af atburđarrásinni. Betur hefđi fariđ á fađmlögum, knúsi og blessun.
Tónlist | Breytt 15.4.2015 kl. 08:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2015 | 20:38
Jafnaldrar í góđum gír
Fátt er skemmtilegra en ađ fylgjast međ fólki fagna afmćli sínu. Hver afmćlisdagur er sigur. Honum fylgir sigurgleđi og ţakklćti fyrir ađ hafa orđiđ ţess ađnjótandi ađ bćta enn einu árinu í reynslubankann. Međ tilheyrandi allri ţeirri skemmtun sem síđasta ár bauđ upp á.
Hér međ fćri ég Sigmundi Davíđ Gunnlaugssyni, forsćtisráđherra míns og ykkar, bestu afmćliskveđjur. Ţađ var ekki seinna vćnna ađ halda upp á afmćliđ röskum mánuđi eftir fćđingardaginn. Apríl er ađ mörgu leyti heppilegri til hátíđahalda en mars (sem er frekar dauflegur mánuđur).
Forsćtisráđherrann okkar er fertugur. Ég hef sterkan grun um ađ hann sé í hópi yngstu forsćtisráđherra Íslands. Og jafnvel ţó leitađ sé út fyrir landsteina.
Eitt ţađ skemmtilega viđ aldur forsćtisráđherrans er ađ hann er á svipuđum aldri og Blaz Roca. Ţađ telur ţó ađ ţeir hafi ekki mćtt í fermingarveislu hjá hvor öđrum.
![]() |
Stemning í fertugsafmćli Sigmundar Davíđs |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
9.4.2015 | 00:04
Gamansaga af meistaranum
1975 kom út tveggja laga plata međ Megasi. Annađ lagiđ var hiđ hugljúfa og kántrý-skotna "Spáđu í mig". Ţremur árum áđur kom ţađ út á fyrstu plötu Megasar. Ţar var ţađ í vondum hljómgćđum.
Hitt lagiđ var "Komdu & skođađu í kistuna mína".
Glöggir unnendur ţjóđlagakenndrar bandarískrar vísnatónlistar töldu sig heyra líkindi međ ţví lagi og "I Ain´t Got No Home Anymore" međ Woody Guthrie. Nafn Guthries var hvergi ađ finna á plötuumbúđum tveggja laga plötu Megasar.
Gítarsólóiđ í "Spáđu í mig" vakti nokkra undrun. Á ţessum árum kepptust sólógítarleikarar viđ ađ flagga sem mest ţeir máttu fingrafimi, hrađa og tćknibrellum. Ţeir voru allir eins og í áköfu kapphlaupi í ţeim stíl. Svo kom ţetta gítarsóló eins og skratti úr sauđalegg; söngrćnt, ljúft og yfirvegađ í hógvćrđ og rólegheitum. Menn rak í rogastans. Sólóiđ var - í tíđaranda hippatímabilsins - hallćrislegt en á sama tíma töff. Megas ku vera sjálfur höfundur sólósins. Ekki sá sem spilađi ţađ heldur útfćrđi og skráđi á nótnablađ. Vignir Bergmann spilađi sólóiđ eftir nótnablađinu.
Á áttunda áratugnum var dálítil óregla á Megasi. Eins og gengur. Og eins og á mörgum öđrum. Einn kunningi minn var langdrukkinn og lenti á slarki međ Megasi. Ţeir ákváđu ađ setjast ađ sumbli á veitingastađ sem hét Naustiđ. Ţegar Megas ćtlađi ađ ganga inn um gleđinnar dyr spratt fram dyravörđur. Hann meinađi Megasi inngöngu og sagđi međ ţjósti: "Hingađ ferđ ţú ekki inn. Ţú ert í eilífđarstraffi."
"Nú?" spurđi Megas undrandi. "Dugir ekki ćvilangt?"
Tónlist | Breytt 21.4.2016 kl. 19:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
7.4.2015 | 00:23
Ótrúlega skörp fylgni dánarorsaka og tónlistarstíla
Fyrir nokkru bloggađi ég um 27-klúbbinn, sem svo er kallađur. Hann telur rokkstjörnur sem féllu frá 27 ára ađ aldri. Um og upp úr miđjum áttunda áratugnum var talađ um ađ rokkstjörnur vćru komnar yfir ţröskuldinn er ţćr náđu 28 ára aldri. Ţađ var ávísun á langlífi.
Dánarorsök almennings rćđst af ýmsum ţáttum. Til ađ mynda vinnuumhverfi, starfi og lífsháttum. Sumum störfum fylgir meiri slysahćtta en öđrum. Sumum störfum fylgir meira andlegt álag en öđrum. Sum störf kalla á óreglulegan svefn. Önnur bjóđa upp á óhollt matarćđi og hreyfingarleysi. Ţannig mćtti áfram telja.
Í völundarhúsi tónlistar eru margar og ólíkar vistaverur. Hinum ýmsu tónlistarstílum fylgir ólíkur lífsmáti. Vísna- og ţjóđlagasöngvarar sem spila órafmagnađa tónlist hafa lengst af komiđ fram á litlum stöđum. Ţar eru ţeir í nálćgđ viđ áheyrendur. Fyrir daga reykingarbanns á skemmtistöđum voru ţessir tónlistarmenn huldir sígarettureyk frá áheyrendum. Sama má segja um djassista.
Ţriđjungur ţjóđlagasöngvara og djasstónlistarmanna hefur orđiđ krabbameini ađ bráđ. Til samanburđar hafa ađeins 6 - 8% hipp-hoppara og rappara falliđ fyrir hendi krabbameins. Munurinn er sláandi.
Helsta dánarorsök hipp-hoppara og rappara er morđ. Hlutfalliđ er yfir 50%. Ţađ er svakalegt. Viđ erum ađ tala um meirihluta. Innan viđ 2% djassista og kántrýsöngvara eru myrtir.
Sjálfsvíg eru algengust međal ţungarokkara. Um fimmtungur ţeirra fellur fyrir eigin hendi. Sjálfsvíg eru fátíđ međal sálar- (r&b) og gospelsöngvara. Innan viđ 2%.
Ţungarokkarar og pönkarar farast af slysförum umfram ađra. Pönkarar í 30% tilfella og ţungarokkarar í 36,2% tilfella. Blúshundar og djassgeggjarar eru varkárari. Rétt um tíundi hluti ţeirra verđur slysum ađ bráđ.
Blúsararnir fá hjartaáfall umfram ađra. Hjartaáfall er dánarorsök 28% ţeirra. Hjartaáföll draga innan viđ 7% hipp-hoppara og rappara til dauđa.
Tónlist | Breytt 18.4.2016 kl. 20:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2015 | 00:53
Ţetta vissir ţú ekki
Saga rokksins er ekki öll ţar sem hún er séđ og skráđ. Á seinni hluta sjöunda áratugarins sló hljómsveitin Facon frá Bíldudal í gegn međ laginu "Ég er frjáls (eins og fuglinn)". Síđar sendu Bítlarnir frá sér annađ lag undir svipuđu nafni, "Free as a Bird". Ţađ var stuldur frá Facon.
Ţađ er ţó ekki leyndarmáliđ heldur hver trommađi á plötu Facons. Skráđur trommari var fastur úti á sjó ţegar platan var hljóđrituđ. Í skarđiđ var fenginn trommari Hljóma, Pétur Östlund. Hans er hvergi getiđ á plötuumslagi. Pétur er einn besti trommari heims. Eđlilega hrósuđu plötugagnrýnendur tommuleiknum. Einn hvatti hann til ađ drífa sig suđur í trommunám hjá Pétri Östlund. Hann vćri ţađ efnilegur.
Hver á trommuleikinn í sívinsćlum ofursmelli Hebba Guđmunds, "Can´t Walk Away"? Ţađ er trommuleikari The Rolling Stones, Charlie Watts. Ţetta er leyndarmál.
1964 sló breska söngkonan Marianne Faithfull í gegn međ fyrsta alvöru góđa frumsamda lagi The Rolling Stones, "As Tears Go By". Lagiđ var flutt af Maríönnu en ekki Stóns til ađ byrja međ. Fáir vita ađ gítarplokkiđ var í höndum Jimmy Page (Led Zeppelin).
Jimi Hendrix sló í gegn í árslok 1966 međ laginu "Hey Joe". Röskum tveimur árum áđur spilađi hann á gítar í öđru vinsćlu lagi, "Mersy Mersy" međ Don Convay. Ţađ náđi toppsćti bandaríska soul-listans og 35. sćti almenna vinsćldalistans. Plötugagnrýnendur sáu ástćđu til ađ vekja athygli á nýstárlegum og ferskum gítarleik í laginu - án ţess ađ nefna nafn Hendrix (enda kom nafn hans hvergi fram á plötuumbúđum). Ef vel er lagt viđ hlustir má ţekkja gítarstíl kappans.
Lagiđ ku hafa hrifiđ liđsmenn The Rollin Stones. Mick Jagger er sagđur hafa reynt ađ stćla söngstíl Convays. Af markađsástćđum var hönnuđ spenna og togstreita á milli Stóns og Bítlanna. Á bak viđ tjöldin var hinsvegar kćrt á milli ţessara hljómsveita. Bítlarnir komu Stóns á plötusamning, sömdu fyrir ţá vinsćlt lag, "I Wanna Be Your Man", kenndu ţeim ađ semja lög og hjálpuđu til viđ röddun. Í laginu "We Love You" sjá Bítlarnir um annan söng en forsöng Jaggers.
1977 sendi The Clash frá sér lagiđ "Janie Jones". Ţađ fjallađi um kabarettsöngkonu sem naut vinsćlda á sjöunda áratugnum. Glansinn fór af Janie Jones í lok áttunda áratugarins ţegar hún var dćmd til sex ára fangelsisvistar fyrir ađ reka vćndishring. Vegna góđrar hegđunar var henni sleppt út eftir ţrjú ár. Ţá var hún staurblönk og enga vinnu ađ fá. The Clash hljóp undir bagga og gerđi međ henni smáskífu. Einhverra hluta vegna var framtaki hljómsveitarinnar haldiđ leyndu. Á umbúđum er hljómsveitin skráđ The Lash.
Tónlist | Breytt 16.4.2016 kl. 22:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
3.4.2015 | 23:13
Er Skagaströnd í Skagafirđi?
Ţegar upplýst var hvert rétta svariđ vćri var ţađ undirstrikađ međ söngli liđsins á laginu um Kántrýbć á Skagaströnd. Af ţví má ráđa ađ fyrsta samspil liđsmanna hafi veriđ á kántrýhátíđ á Skagaströnd.
Ég hef efasemdir um ađ Skagaströnd sé í Skagafirđi. Hinsvegar hef ég oft og tíđum orđiđ var viđ ađ ýmsir telja Skagaströnd vera í Skagafirđi. Jafnvel ađ Skagafjörđur dragi nafn sitt af Skagaströnd.
Hvort sem fólkiđ tróđ fyrst upp saman í Kántrýbć á Skagaströnd eđa telur sönglagiđ um Kántrýbć vera einkennislag fyrir Skagafjörđ ţá er skekkja í dćminu.
Rétt er ađ taka fram ađ ţessi eina spurning réđi ekki úrslitum í "Spurningabombunni". Enda er ţátturinn allur á léttu nótunum. Skemmtanagildi hans rćđst af flestu öđru en hvort liđiđ vinnur.
Annađ og "Spurningabombunni" óviđkomandi: Stundum má sjá og heyra fólk tala um Sauđkrćkinga sem Sauđkrćklinga. Ekki í galsa heldur í hugsunarleysi. Ţetta er ekki til eftirbreytni.
![]() |
Vindgerđir snjóboltar á Sauđárkróki |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 4.4.2015 kl. 00:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
3.4.2015 | 00:55
Villandi skekkjumörk - ómarktćk niđurstađa
"27-klúbburinn" er ţekkt fyrirbćri í rokksögunni. Eđa öllu heldur stórt dćmi í henni. Ţađ vísar til ţess ađ fjöldi skćrustu stjarna rokksins hefur falliđ frá 27 ára ađ aldri. Til eru listar og gröf yfir fráfall poppstjarna. Ţar vegur 27 ára aldurinn ekki neitt. Skekkjumörkin liggja í ţví ađ 27-klúbburinn hýsir ofurstjörnur. Ađrar samantektir og gröf spanna minna ţekkta tónlistarmenn.
Ástćđan fyrir ţví ađ kastljósi var beint ađ 27-klúbbnum á sínum tíma er tímaramminn. Jimi Hendirx dó 8. sept. 1970, 27 ára. Merkasta gítarhetja rokksins. Ofurstjarna á hátindi ferils síns.
Innan viđ mánuđi síđar, 4. okt. 1970, dó Janis Joplin, 27 ára. Merkasta söngkona rokksins. Líka á hátindi frćgđar sinnar.
Nokkrum mánuđum síđar, 3. júlí 1971, dó Jim Morrison, söngvari Doors. Einn merkasti textahöfundur rokksins og söngvari einnar merkust hljómsveitar rokksins.
Viđ fráfall allra ţessara skćrustu ofurstjarna rokksins á innan viđ ári, allt jafnaldrar, var rokkunnendum brugđiđ. Eđlilega. Ţetta var sláandi. Allar ţessar stjörnur voru fórnarlömb gríđarmikillar vímuefnaneyslu. Eiturlyf og eiturlyfjaneysla voru nýtt fyrirbćri. Ţótti spennandi nýjung og fór eins og stormsveipur um rokkheiminn. Ofurstjörnurnar sem féllu frá 27 ára áttu ţađ sameiginlegt ađ ganga hratt um gleđinnar dyr.
Í vangaveltum um dauđa Hendrix, Morrisons og Joplin blandađist ađ gítarleikari The Rolling Stones, Brian Jones, dó 27 ára 3. júlí 1970 innan viđ ári fyrir fráfall Hendrix. Samskonar lífstíll ţeirra allra réđi úrslitum um hvernig fór. Líka í tilfelli Amy Winehouse sem lést 27 ára. Líka Kurts Cobains sem féll frá 27 ára.
Ef litiđ er yfir lengra tímabil ţá lést merkasta gođsögn blúsins - fyrirmynd margra helstu gítarleikara rokksins - Robert Johnson 27ára, 1938. Ţannig mćtti áfram telju upp heilu tugina af innvígđum í 27-klúbbinn.
Svo er fjöldinn allur sem hefur dáiđ rétt utan 27-ára klúbbsins. Til ađ mynda Gram Parsons (The Byrds). Ţar munađi nćstum 2 mánuđum. Hann var ađeins 26 ára.
Ţessa bloggfćrslu má ekki túlka sem jákvćđa gagnvart dópi. Dóp er áreiđanlega óhollt og lífshćttulegt. Í sögu rokksins skiptir máli hvort ađ ţar fellur frá ađsópsmikil ofurstjarna á heimsmarkađi eđa afleysingatrommari í danshljómsveit á ţýskri sveitakrá.
![]() |
27-klúbburinn gođsögn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |