Ţetta vissir ţú ekki

  Saga rokksins er ekki öll ţar sem hún er séđ og skráđ. Á seinni hluta sjöunda áratugarins sló hljómsveitin Facon frá Bíldudal í gegn međ laginu "Ég er frjáls (eins og fuglinn)". Síđar sendu Bítlarnir frá sér annađ lag undir svipuđu nafni,  "Free as a Bird". Ţađ var stuldur frá Facon.

  Ţađ er ţó ekki leyndarmáliđ heldur hver trommađi á plötu Facons. Skráđur trommari var fastur úti á sjó ţegar platan var hljóđrituđ.  Í skarđiđ var fenginn trommari Hljóma,  Pétur Östlund.  Hans er hvergi getiđ á plötuumslagi.  Pétur er einn besti trommari heims. Eđlilega hrósuđu plötugagnrýnendur tommuleiknum.  Einn hvatti hann til ađ drífa sig suđur í trommunám hjá Pétri Östlund.  Hann vćri ţađ efnilegur.  

  Hver á trommuleikinn í sívinsćlum ofursmelli Hebba Guđmunds,  "Can´t Walk Away"?   Ţađ er trommuleikari The Rolling Stones,  Charlie Watts.  Ţetta er leyndarmál.

  1964 sló breska söngkonan Marianne Faithfull í gegn međ fyrsta alvöru góđa frumsamda lagi The Rolling Stones,  "As Tears Go By".  Lagiđ var flutt af Maríönnu en ekki Stóns til ađ byrja međ.  Fáir vita ađ gítarplokkiđ var í höndum Jimmy Page (Led Zeppelin).

  Jimi Hendrix sló í gegn í árslok 1966 međ laginu "Hey Joe".  Röskum tveimur árum áđur spilađi hann á gítar í öđru vinsćlu lagi,  "Mersy Mersy" međ Don Convay.  Ţađ náđi toppsćti bandaríska soul-listans og 35. sćti almenna vinsćldalistans.  Plötugagnrýnendur sáu ástćđu til ađ vekja athygli á nýstárlegum og ferskum gítarleik í laginu - án ţess ađ nefna nafn Hendrix (enda kom nafn hans hvergi fram á plötuumbúđum).  Ef vel er lagt viđ hlustir má ţekkja gítarstíl kappans.

  Lagiđ ku hafa hrifiđ liđsmenn The Rollin Stones.  Mick Jagger er sagđur hafa reynt ađ stćla söngstíl Convays. Af markađsástćđum var hönnuđ spenna og togstreita á milli Stóns og Bítlanna.  Á bak viđ tjöldin var hinsvegar kćrt á milli ţessara hljómsveita.  Bítlarnir komu Stóns á plötusamning,  sömdu fyrir ţá vinsćlt lag,  "I Wanna Be Your Man",  kenndu ţeim ađ semja lög og hjálpuđu til viđ röddun.  Í laginu "We Love You" sjá Bítlarnir um annan söng en forsöng Jaggers.  

  1977 sendi The Clash frá sér lagiđ "Janie Jones".  Ţađ fjallađi um kabarettsöngkonu sem naut vinsćlda á sjöunda áratugnum.  Glansinn fór af Janie Jones í lok áttunda áratugarins ţegar hún var dćmd til sex ára fangelsisvistar fyrir ađ reka vćndishring.  Vegna góđrar hegđunar var henni sleppt út eftir ţrjú ár.  Ţá var hún staurblönk og enga vinnu ađ fá.  The Clash hljóp undir bagga og gerđi međ henni smáskífu.  Einhverra hluta vegna var framtaki hljómsveitarinnar haldiđ leyndu.  Á umbúđum er hljómsveitin skráđ The Lash.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

 Og ţađ eru ekki allir sem vita ađ Bella símamćr var "rangfegruđ" ţví textinn um hana er ekki eftir Loft Guđmundsson heldur Guđmund Guđmundarson.

Sigurđur I B Guđmundsson, 5.4.2015 kl. 10:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Takk fyrir ţessa fróđleiksmola, sérstaklega er skemmtileg sagan frá Falcon, einn međlima hennar Pétur Bjarnason er góđur vinur minn. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 5.4.2015 kl. 14:23

3 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  takk fyrir ţennan fróđleiksmola.

Jens Guđ, 6.4.2015 kl. 18:10

4 Smámynd: Jens Guđ

Ásthildur Cesil,  hann er höfundur "Ég er frjáls" ef ég man rétt.  

Jens Guđ, 6.4.2015 kl. 18:17

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Já ég held ţađ. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 8.4.2015 kl. 21:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband