Fćrsluflokkur: Tónlist

Dóri DNA lýgur

  Á Rás 2 er daglega bođiđ upp á gríninnskot frá grínistanum Dóra DNA.  Steypuvélin kallast "sketsarnir".  Ţeir eru alveg ágćtlega fyndnir.  Ţađ vantar ekki.  Í nýlegu innskoti dregur Dóri DNA nafngreinda dagskrárgerđarmenn Rásar 2 sundur og saman í góđlátlegu háđi.  Ekkert ađ ţví.  Í niđurlaginu segir:  "Viđ ćtlum ađ hlusta á fáránlega slappt fćreyskt lag sem mun aldrei "meika" ţađ.  Okkur drullusokkunum á Rás 2 finnst ţađ bara einum of krúttlegt."  

  Ađ ţessu sögđu er "Ormurin langi" međ fćreysku hljómsveitinni Tý spilađ.  Ţađ er haugalygi ađ ţetta lag muni aldrei "meika" ţađ.  Hérlendis var ţetta vinsćlasta lagiđ 2002.  Seldist í 4000 eintökum.  Og er ennţá ađ seljast hér.  Á sama tíma var ţađ vinsćlasta lagiđ í Fćreyjum.  

  Hljómsveitin Týr er í dag stórt nafn á alţjóđamarkađi víkingametals.  Hún kemur fram á stćrstu ţungarokkshátíđum heims.  Hún fer einnig létt međ ađ túra um heiminn sem ađalnúmer hvort sem er í Evrópu eđa Ameríku.  Fyrir nokkrum árum náđi Týr 1. sćti ameríska CMJ vinsćldalistans.  Hann mćlir spilun í öllum framhaldsskólaútvarpsstöđvum í Bandaríkjunum og Kanada.  CMJ er iđulega hérlendis kallađ "bandaríska háskólaútvarpiđ".  

  Ţađ er sama hvort ađ kíkt er í plötubúđir í Ţýskalandi,  Finnlandi eđa Hollandi.  Plötur Týs er ţar ađ finna í annars fátćklegu úrvali sem samanstendur einungis af allra vinsćlustu plötum allra vinsćlustu flytjanda.

  Myndbönd međ Tý njóta hylli.  "Sinklars Visa" hefur veriđ spilađ 2 milljón sinnum.  "Hold The Heathen Hammer Hig" hefur veriđ spilađ nćstum 4 milljón sinnum.  Ţetta kallast ađ vera búinn ađ "meika" ţađ. 

  Skamm, skamm, Dóri DNA; ađ gera lítiđ úr vinsćldum, afrekum og sterkri stöđu Týs hérlendis og á heimsmarkađi. 

 

  


mbl.is Dóri DNA lćtur Rás 2 heyra ţađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Andri á Fćreyjaflandri - leiđrétting - útskýring

 
  Sjónvarpsţáttaserían Andri á Fćreyjaflandri hefur heldur betur slegiđ í gegn.  Situr sem fastast á Topp 10 yfir ţađ sjónvarpsefni sem flestir horfa á hverju sinni.  Enda bráđskemmtileg og fróđleg.   Á Fésbókinni hneykslast óţarflega margir á ţví ađ samtöl Andra viđ Fćreyinga fara fram á ensku.  
 
  Förum yfir ţađ.  Áratugum saman stunduđu margir Fćreyingar sjó viđ Íslandsstrendur.  Áratugum saman hlustuđu Fćreyingar til sjós og í Fćreyjum á íslenska útvarpiđ. Fćreyingar skildu íslensku. ţađ var auđvelt fyrir Fćreyinga ađ spjalla viđ Íslendinga á íslensku.  
  Ţetta breyttist 1991.  Ţá fauk langbylgjumastur íslenska útvarpsins út í veđur og vind.  Íslenska útvarpiđ datt út.  Í kjölfariđ lengdi fćreyska útvarpiđ dagskrá sína úr stuttri daglegri útsendingu yfir í langa útsendingu.  Ađ auki hömstruđu Fćreyingar gervihnattadiska og fóru ađ fylgjast međ mörgum útlendum sjónvarpssendingum.
 
  Ţegar ég fór fyrst til Fćreyja,  1993,  var auđvelt ađ rćđa viđ Fćreyinga á íslensku.  Ţeir skildu mig og ég skildi ţá.  
 
  Á ţessari öld hefur orđiđ mikil breyting.  Fćreyska hefur fćrst hratt frá íslensku.  Útlendu sjónvarpsefni er kennt um.  Líka ţví ađ Fćreyingar sćkja í ć ríkari mćli framhaldsnám til Danmerkur.  Náminu fylgir iđulega lengri búseta í Danmörku áđur en aftur er snúiđ heim til Fćreyja (oft međ dönskum maka). 
 
  Ungir Fćreyingar skilja í dag ekki íslensku.  Íslendingar skilja í dag ekki fćreysku.  
 
  Fćreyskir fjölmiđlar hafa oft samband viđ mig.  Vilja rćđa tiltekin fréttnćm mál eđa hafa almennt viđtal.  Ég skil fćreysku ágćtlega.  Ég tala líka einfalda fćreysku. En alltaf setja Fćreyingarnir ţennan fyrirvara:  "Til ađ forđast misskilning skulum viđ spjalla á ensku."  Vissulega eru ótrúlega mörg orđ ţau sömu í fćreysku og íslensku en hafa ólíka merkingu. Ég ţekki mörg dćmi ţess.  
 
  Andri Freyr talar dönsku. Fćreyingar eru nánast tvítyngdir.  Ţeir tala dönsku eins og innfćddir.  Máliđ er ađ helmingur Fćreyinga hefur andúđ á dönskum yfirvöldum,  dönskum embćttismönnum og dönsku. Nýleg skođanakönnun í Fćreyjum leiđir í ljós ađ ungir Fćreyingar hafna dönskunámi og vilja ađ enska sé tekin upp sem annađ tungumálanám í stađinn.   
 
   
  
  
     

Athyglin er "of" dreifđ fyrir nýja rokkbyltingu

  Um miđjan sjötta áratuginn kom rokkiđ til sögunnar af miklum ţunga.  Ţetta var alvöru bylting.  Bylting sem ađgreindi kynslóđir.  Ţađ hafđi ekki áđur gerst í tónlistarsögunni.  Skyndilega varđ til bandaríks tónlistartegund,  rokk,  sem höfđađi til svo gott sem einungis til ungs fólks.  Skođanakönnun í Bandaríkjum-Norđur Ameríku leiddi ţađ í ljós.  

  Rokkiđ fór eins og stormsveipur um heimsmarkađinn (eđa ađ minnsta kosti vestrćna hluta hans).  Ţetta var "ćđi".  Rokkkvikmyndir fóru mikinn og voru sýndar undir lögregluvernd.  Líka á Íslandi.  Ţetta ţótti geggjun.  Margir höfđu áhyggjur af ástandinu.  Bandarísku rokkararnir urđu stćrstu stjörnur heims.  Og eru enn í hávegum:  Bill Haily,  Elvis Presley,  Chuck Berry,  Jerry Lee Lewis,  Little Richard...  Eldra fólki ţótti villimennska út í eitt ađ hvítir söngvarar vćru ađ farnir ađ beita öskursöngrödd og skaka mjöđmum  

  Á ţessum árum voru fáar útvarpsstöđvar og ennţá fćrri sjónvarpsstöđvar.  Á Íslandi var engin sjónvarpsstöđ og ein útvarpsstöđ.  Ţegar rokkkvikmynd var sýnd í kvikmyndahúsi á Íslandi ţá fjölmenntu ungmenni. Ţegar rokklag var spilađ í íslensku útvarpi lögđu ungmenni viđ hlustir.  Rokkćđiđ fór ekki framhjá neinni ungri manneskju.  Ekki heldur eldra fólki.  Ţađ fordćmdi villimennskuna.

  Nćst gerist ţađ ađ ensk hljómsveit,  Bítlarnir,  koma bratt til leiks 1963.  Ţeir voru ennţá geggjađri en bandarísku rokkararnir.  En sóttu margt í smiđju bandarísku frumherja rokksins.  Bítlarnir voru svo ađsópsmiklir ađ talađ var um Bítlaćđi.  Ţađ var ekkert smá.  Bítlarnir lögđu undir sig markađinn svo rćkilega ađ aldrei verđur endurtekiđ. Sem dćmi um Bítlaćđiđ má nefna ađ í júní 1964 áttu ţeir 6 af 6 vinsćlustu lögum á bandaríska vinsćldalistanum.  Ţetta verđur aldrei endurtekiđ. Í árslok kom í ljós ađ 60% af allri plötusölu í Bandaríkjunum var sala á Bítlaplötum.  

  Bresku Bítlarnir opnuđu fyrir flóđgáttir á enskri "bítlatónlist".  Ómar Ragnarsson söng samantekt á Bítlaćđinu

  Bítlaćđiđ ól af sér hipparokk,  ţungarokk og framsćkiđ tilraunarokk (prog).  Svo fćrđist ţreyta yfir markađinn er leiđ undir miđjan áttunda áratuginn.  Ţá,  1976,  spratt fram breska pönkiđ.  Ţví fylgdi svokölluđ nýbylgja.  Pönkiđ stokkađi öllu upp. Ţađ urđu kynslóđarskipti. Forystusveitirnar voru Sex Pistols og The Clash.       

 

 Hérlendis voru ţađ Frćbbblarnir,  Q4U,  Utangarđsmenn,  Sjálfsfróun,  Ţeysarar og allt sem kvikmyndin Rokk í Reykjavík gerđi skil.

  1991 sendi bandaríska Seattle-hljómsveitin Nirvana frá sér plötuna "Nevermind".  Liđsmenn hennar höfđu sérkennilega sýn á tónlistarsenuna.  Ţeir ţekktu ekki vel til pönksenunnar en ađhylltust ţađ sem ţeir höfđu lesiđ um hana.  Ţeim var ekkert gefiđ um ţungarokk.  Ađ vísu var forsprakki Nirvana,  Kurt Cobain,  ađdáandi fyrstu platna Black Sabbath.  En hann var líka ađdáandi rythmagítarleiks bítilsins Johns Lennons.  Mat rythmagítarleik meira en sólógítarleik (vissi sennilega ekki ađ Lennon afgreiddi fleiri gítarsóló en Harrison á seinni plötum Bítlanna).  

  Brengluđ viđhorf Nirvana til pönks ól af sér tónlistarstílinn grugg (grunge).  Vinsćldir Nirvana opnuđu allar hurđir upp á gátt fyrir ađrar hljómsveitir í Seattle í Bandaríkjunum sem voru á svipuđu róli.  Ţađ varđ til gruggbylgja međ risanöfnum til viđbótar viđ Nirvana.  Pearl Jam er nćrtćkasta dćmi.  Svo og Soundgarden.

  
  Víkur ţá sögu ađ stöđunni í dag.  Bara á Íslandi hefur frá 1982 útvarpsstöđvum fjölgađ úr einni í kannski 15 eđa 20.  Í Fćreyjum hefur útvarpsstöđvum fjölgađ á einu ári úr 3 í 5.  
 
  Í dag er athygli á músík dreifđ út um allt.  Ţađ er af sem áđur var ţegar flestir hlustuđu á sömu útvarpsţćtti.  Núna hlustar fólk á músík úr öllum áttum.  Ekki ađeins dreifist athygli á milli hinna mörgu og ólíku útvarps- og sjónvarpstöđva.  Fólk hlustar einnig á sína eigin "playlista" á Spotify,  tonlist.is o.s.frv.  Ţađ er ekkert sem sameinar músíkástríđufólk.  Ţess vegna er ólíklegt ađ til verđi ný rokkbylting á borđ viđ rokkbyltinguna 1955/6,  Bítlaćđiđ 1964 og hipparokkiđ ţar á eftir;  svo og pönkbyltinguna 1976/7 eđa gruggiđ 1991. Kalt mat: Ţađ verđur aldrei ný rokkbylting.   
 

      


Bestu plötur ársins 2014

  Blađamenn breska tónlistartímaritsins Mojo hafa tekiđ saman lista yfir bestu plötur ársins 2014.  Ţađ orkar tvímćlis ađ taka svona árslista saman ţegar tveir mánuđir eru eftir af árinu.  Vćntanlega eiga margar góđar plötur eftir ađ koma út til viđbótar áđur en áriđ 2015 gengur í garđ.  Á móti kemur ađ ţeir fjölmiđlar sem fyrstir birta árslista sinn njóta um tíma meiri athygli en ţeir sem standast freistinguna og hinkra framundir áramót.  

 Ţessar plötur rađa sér í efstu sćtin hjá Mojo:

1  Beck - Morning Phase   

beck mp

 
2  The War On Drugs - Lost In The Dream
 

3  Sleaford Mods - Divite And Exit

4  Jack White - Lazaretto

5  St. Vincent - St. Vincent

6  Steve Gunn - Way Out Weather

7  Julie Byrne - Rooms With Walls And Windows

8  Damon Albarn - Everyday Robot

9  FKA Twigs - Lp1

10 The Bug - Angels And Devils

 

.


Jólapakkinn í ár

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Í fyrra kom út mögnuđ ljóđabók,  Árleysi alda,  eftir Bjarka Karlsson.  Svo brá viđ ađ hún seldist og seldist og seldist ítrekađ upp.  Ég veit ekki hvađ oft ţurfti ađ endurprenta hana til ađ svara eftirspurn.  Ađ mig minnir sjö sinnum.  Í hvert sinn sem ný eftirprentun kom í búđir var togast á um hvert eintak.  

  Fáum kom á óvart ţegar bókin hlaut Bókmenntaverđlaun Tómasar Guđmundssonar.  Annađ kom ekki til greina.

  Nú bćtir Bjarki Karlsson um betur.  Heldur betur.  Út er kominn veglegur,  óvenju glćsilegur pakki;  Árleysi árs og alda.  Hann er allt í senn:  Fagurlega myndskreytt ljóđabók,  hljómplata og hljóđbók.

  Pakkinn er á stćrđ viđ myndbandsspólu (VHS vídeó). Fyrirferđarmest er 127 blađsíđna ljóđabókin (ásamt upplýsingum um tónlistina).  Hljómplatan inniheldur 21 sönglag.  Meiriháttar flott safnplata.  Hún hefst á óvenju fallegum og áhrifamiklum flutningi víkingarokkaranna í Skálmöld og Stúlknakórs Reykjavíkur á kvćđinu Helreiđ afa.  Ég var dolfallinn af hrifningu er ég heyrđi ţađ fyrst og elska ađ endurspila lagiđ aftur og aftur.  Skálmöld blastar öllum sínum bestu sérkennum af list og Stúlknakórinn bćtir um betur.  Setur Skálmaldarrokkiđ í nýtt hlutverk.  Útkoman er stórkostleg.

  Nćsta lag er blús; túlkun blússveitarinnar Vina Dóra á kvćđinu Eitthvađ suđrá bći.  

  Til ađ gera langa upptalningu á flytjendum stutta stikkla ég á stóru:  Megas,  Erpur,  séra Davíđ Ţór Jónsson,  Ásgerđur Júníusdóttir,  Jón "góđi" Ólafsson,  Guđmundur Andri Thorsson,  Steindór Andersen og margir ađrir.  Fjölbreytni er óvenju mikil.  Samt rennur platan lipurlega og eđlilega í gegn sem heilsteypt verk.  Einskonar tónlistarstjóri plötunnar er alsherjargođi Ásatrúarfélagsins, Hilmar Örn Hilmarsson.  Allt sem hann kemur nálćgt í tónlist er gćđastimpill af hćstu gráđu.  Hann afgreiddi á sínum tíma bestu plötur Bubba,  Megasar og fleiri.  Og hlaut verđskuldađ evrópsku kvikmyndaverđlaunin Felix fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar.

  Ljóđabókinni er lyft á hćrri stall međ faglegum og skemmtilegum teikningum Matthildar Margrétar Árnadóttur.  Lipur teiknistíllinn kallast á viđ myndskreytingar Halldórs Péturssonar í Skólaljóđunum (sem viđ um sextugt munum eftir).  Ţađ er góđ skemmtun ađ skođa líflegar og hugmyndaríkar teikningar Matthildar Margrétar. Ţćr eru virkilega flottar.   

 Ţegar allt er samantekiđ er pakkinn Árleysi árs og alda óvenju innihaldsríkur og glćsilegur:  Frábćr kvćđi,  frábćr og fjölbreytt tónlist,  frábćrar myndskreytingar og frábćr gjafapakkning.  Ţetta er jólagjöfin í ár.

Árleysi árs og alda 6Árleysi árs og alda 6.jpg  HÖH og ErpurÁrleysi árs og alda 6.jpg  MegasÁrleysi árs og alda BK

 Árleysi árs og alda mćđgur                   


Tónlistarmađurinn Charles Manson

  Ţetta má ekki hljóma eins og ég sé ađ upphefja bandaríska nasistann Charles Manson.  Ađ sjálfsögđu fyrirlít ég hann og hans glćpagengi.  Framhjá hinu verđur ekki litiđ:  Ađ hann er hluti af sögu rokksins.  Hann var í slagtogi međ brimbrettahljómsveitinni The Beach Boys.  Hún gaf út plötu međ sönglagi hans Never Learn Not To Love.

  Hljómsveitin Guns N' Roses krákađi (cover song) lag CM Look At Your Game,  Girl á plötunni Spaghetti Incident.  

  
  Gothrokkarinn Marilyn Manson kennir sviđsnafn sitt viđ Charles Manson og róttćka anti-rasistann Marilyn Monroe.  Hann hefur sent frá sér sönglag Charles My Monkey.  
 
 
  Frćgasta rokklag tengt CM er Bítlalagiđ Helter Skelter.  CM taldi ţađ vera skilabođ til sín um ađ blökkumenn vćru ađ gera byltingu í Bandaríkjum Norđur-Ameríku og taka ţar yfir.  Ţar međ réđist hann til atlögu.  Fékk gengi sitt til ađ drepa fólk og skrifa á veggi međ blóđi fórnarlambanna slagorđ sem áttu ađ virka eins og ţau vćru skrifuđ af blökkumönnum.  Ţađ átti ađ ćsa hvítt fólk upp og fá ţađ til ađ ráđast gegn hörundsdökkum.     
 

mbl.is Ást blóđţyrsta brjálćđingsins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ofbeldi og níđingsháttur

  Fyrir nokkrum árum bloggađi ég ítrekađ um deilu tónlistarmannsins Hebba Guđmunds viđ nágranna sína í sömu rađhúsalengju viđ Prestbakka.  Sjá m.a. http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1226373/ Vegna ţessa máls fer Hebbi í gjaldţrot í komandi jólamánuđi ljóss og friđar. 

  Eins og sést á stöđu innheimtumáls vegna ósanngjarnar kröfu um ţátttöku Hébba í ţakviđgerđum nágranna sinna er hann nú krafinn um nćstum 11 milljónir króna. Ţar af eru dráttarvextir nćstum 4 millur + vextir af kostnađi 630 ţús kr.  Innheimtuţóknun er 530 ţús kall.  Og svo framvegis.  Sjálf krafan er 3,6 millur.  En ţegar öllu hinu hefur veriđ smurt ofan á er upphćđin komin í 10,6 millur.  Svona er Ísland í dag.  Ţetta er geggjađ. Ţetta er ofbeldi.    

 

krafan v Prestbakka

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

___________________________

  Ţetta var vinsćlasta lagiđ á Íslandi á sjötta áratugnum.  


Plötuumsögn

gaedablod_hulstur 

 

 

 

 

 

 

 - Titill:  Međ söng í hjarta

 - Flytjandi:  Gćđablóđ

 - Útgefandi:  Amböguklúbburinn

 - Einkunn: ****

  

  Hljómsveitin Gćđablóđ er söngvarinn og söngvaskáldiđ Kormákur Bragason;  gítarleikararnir Eđvarđ Lárusson og Magnús R. Einarsson;  bassaleikarinn Tómas M. Tómasson;  trommuleikarinn Jón Indriđason;  og slagverksleikarinn Hallgrímur Guđsteinsson.

  Upphafslag plötunnar er Zanzibar.  Samnefnt afrískri eyju.  Ţar fćddist söngvari Queen,  Freddy Mercury.  Eyjan tilheyrir Tanzaníu.

  Í texta Kormáks er ljúft líf (ferđamanns) á Zanzibar mćrt af söknuđi úr fjarlćgđ.  Útsetningin ber meiri keim af ljúfu brazilísku bossanova en afrískri stemmningu.  Söngurinn er lágstemmdur.  Í hljóđfćraleik ber mest á liprum gítarleik. Eđvarđ og Magnús fara á kostum plötuna út í gegn.  Heitt (live) andrúmsloft spuna einkennir gítarleikinn.

  Nćsta lag, Mér finnst verst,  er úr smiđju rússneska söngvaskáldsins Vladimir Vysotskij. Ţađ er vćgur ţýskur kabarett-andi í útsetningunni; jafnvel smá Kurt Weill fremur en rússneskt kósakafjör. Texti Kormáks er ţunglyndi.  Hann kallast skemmtilega á viđ fagra lýsingu á Paradísinni í Zanzibar.

  Ţriđja lagiđ er lauflétt kántrý-skotin sveifla viđ kvćđi V-Íslendingsins Káinns,  Ćgisdćtur.  Lagiđ er eftir Kormák.  JJ Cale og KK koma upp í hugann.  Líka í sönglögum Kormáks  Í dag er okkar dagur og Fiđrildi.

  Breiđavíkurblús liggur nálćgt Road To Hell međ Chris Rea.  Samt mildari blús.  Ţó ţenur höfundurinn,  Kormákur, sig töluvert í söng á köflum. 

  Ég vaknađi í veröldinni er "talking blues" kántrý ađ hćtti bandaríska Woody Guthrie.

  Ég geng í myrkri er vinaleg róleg blúsuđ ballađa. Textinn er eftir Braga Sigurjónsson.  Lagiđ eftir Kormák.

  Stjarnan er notalegur dinner-djass.  Lag og texti eftir Kormák,  eins og Ógćfukonan.

  Lokalagiđ, Međ sorg í hjarta,  er eftir bandaríska kántrý-boltann Buck Owens. Textinn eftir Kormák.  Útsetningin er meira í ćtt viđ blágresi (blue grass) en kántrý.

  Án ţess ađ geta neglt ţađ nákvćmlega niđur ţá framkallar platan hughrif í átt ađ Tom Waits.  Kannski hefur ţađ eitthvađ međ söngstíl Kormáks ađ gera?  Samt er sitthvađ fleira Tom Waits-legt undirliggjandi.  

  Ţó ađ mest beri á stjörnugítarleik snillinga ţá er allur annar hljóđfćraleikur eins og best verđur á kosiđ.  Platan er fjölbreytt í músíkstílum.  Engu ađ síđur er heildarsvipurinn sterkur.  Ţetta er skemmtileg plata,  hlý og ţćgileg.  Ţađ er dálítiđ eins og hljómsveitin sé lágstemmd inni í stofu hjá manni.  

  Til gamans má geta ađ stundum kíki ég á bítlabarinn Ob-La-Di.  Ţá bregst ekki ađ margir heilsa mér međ virktum sem Kormáki. Án ţess a ég sé međ hatt.   

gaedablod

  


Lennon og Marley eru pöddur

  Í Brasilíu er ađ finna allskonar skordýr.  Ţar á međal ýmsar skemmtilegar köngulćr.  Ein tegundin heitir Bumba Lennoni.  Jú,  rétt.  Hún er nefnd í höfuđiđ á forsprakka bresku Bítlanna,  Jóni Lennon.

  

  Önnur köngulóartegund heitir Aptostichus Bonoi.  Hún gengur undir gćlunafninu Joshua Tree Trapdoor köngulóin.  Heitiđ hefur eitthvađ međ írska söngvarann Bono (U2) ađ gera. 

  Enn ein köngulóartegundin heitir Loureedia Annulipes.  Hún er kennd viđ söngvaskáldiđ bandaríska Lou Reed.

  Ţađ er líka til sjávarlúsartegund sem heitir Gnathia Marleyi.  Nafn hennar er sótt í höfuđiđ á jamaíska reggí-gođinu Bob Marley.

  Skelfiskstegund sem dó út fyrir 300 milljónum ára kallast Amaurotoma Zappa.  Bćđi hún og fílapenslabakterían Vallaris Zappia eru nefnd eftir bandaríska háđfuglinum og tónlistarmanninum Frank Zappa.

  Egypskt vatnasvín ţykir bera munnsvip líkan breska blúsrokksöngvaranum Mick Jagger.  Ţess vegna heitir tegundin Jaggermeryx Naida.   

 


Áfall Sveinbjargar Birnu

  Í Viđskiptablađinu má lesa um andúđ Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur á styrkveitingu sem Jón Gnarr fékk úr friđarsjóđi Lennon Ono.  Styrkinn,  sex milljónir króna,  veitti Jón Kvennaathvarfinu.  Sveinbjörg Birna er borgarfulltrúi í Reykjavík (en búsett í Kópavogi).  Samkvćmt Viđskiptablađinu furđar Sveinbjörg Birna sig á ađ Jón Gnarr hafi tekiđ viđ styrknum.  Sjálf segist Sveinbjörg ekki hefđi gert slíkt.

 


mbl.is Styrkurinn til friđar á heimilum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband