Fćrsluflokkur: Tónlist
23.9.2014 | 00:33
Stjörnurnar sem risu upp gegn kynţáttahatri
Langt fram eftir síđustu öld voru gríđarlega miklir kynţáttafordómar, kynţáttahatur og kynţáttamisrétti ríkjandi í Bandaríkjum Norđur-Ameríku. Ástandiđ var svo svakalegt ađ nútímamanneskja, almenningur í dag, á erfitt međ ađ skilja hversu djúpstćtt ţetta var - einkum í Suđurríkjunum.
Tvćr manneskjur áttu stćrstan og róttćkastan ţátt í ađ slá hratt og rćkilega á ţennan viđbjóđslega rasisma. Annarsvegar var ţađ rokksöngvarinn Elvis Presley um miđjan sjötta áratuginn. Hinsvegar leikkonan Marilyn Monroe örlitlu síđar.
Elvis Presley var hvítur söngvari í Memphis, Tennessee. Ţví sem kallast Djúpa-suđriđ. Ţar var kynţáttahatur nomiđ. Elvis var hinsvegar ónćmur fyrir kynţáttahatri. Ţvert á móti ţá hafđi hann dálćti á svertingjablús og bar mikla virđingu fyrir annarri blökkumannatónlist. Til ađ mynda gospell.
Í upphafi ferils stóđ til ađ Elvis myndi gera út á kántrý í bland viđ blökkumannablús. Hann varđ strax fyrir hatursfullum viđbrögđum vegna blökkumannatónlistarinnar. Hann var úthrópađur "negrasleikja" og hótađ ađ vera útilokađur frá markađnum. Ţetta hafđi ţveröfug áhrif á unga uppreisnarmanninn sem sá ekkert nema óréttlćti í ţví kynţáttahatri sem hann mćtti.
Í stađ ţess ađ láta undan hótunum blés hann til sóknar. Hann tilkynnti hljómsveit sinni og umbođsmanni ađ vegna hótana og ofsókna myndi hann breyta dagskrá sinni úr kántrýi yfir í eintóma blökkumannablúsa. Sem hann stóđ viđ. Ţar međ stimplađi hann nýtilkomna rokkbylgju sjötta áratugarins inn sem blökkumannabylgju. Rokkbylgjan fór í hćstu hćđir 1955 - 1958. Presley flaug ţar efst en á hćla hans komu Jerry Lee Lewis, Chuck Berry, Little Richards og Fats Domino. Rokkbylgjan var blökkumannatónlist og engin greinarmunur gerđur á hörundslit rokkaranna. Hörundsdökki Chuck Berry samdi lögin. Hörundsdökki Little Richards sum af ţeim. Og allir sungu sömu lögin. Komu saman fram á hljómleikum og almenningur hćtti ađ greina tónlist, rokkiđ, út frá hörundslit.
Án MM hefđi heimurinn aldrei heyrt af Ellu.
![]() |
Ljósmynd af Marilyn Monroe fyrir 817.000 krónur |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
18.9.2014 | 20:29
Rokkstörnurnar styđja sjálfstćđi Skota
Fjöldi rokkstjarna utan Skotlands hefur lýst opinberlega yfir stuđningi viđ skosku Já-hreyfinguna. Hún leiđir baráttuna fyrir ţví ađ Skotland segi sig formlega úr sambandríkinu Stóra-Bretlandi. Mikiđ er í húfi. Ekki síst fyrir afganginn af Stóra-Bretlandi. Ţađ verđur heilmikiđ tjón fyrir íbúa ţess ađ missa Skotland úr sambandsríkinu. Ađ sama skapi er líklegt ađ sjálfstćđi verđi Skotum til framdráttar.
Međal rokksjarna sem opinberlega styđja Já-hreyfinguna má nefna Björk, Johnny Marr (The Smiths), Matt Bellamin (The Muse) og Billy Bragg. Í ţessum hópi eru líka skoskar stjörnur á borđ viđ Edwin Collins, Alex Kapranos (Franz Ferdinand), Stuart Braithwaite (Mogwai) og liđsmenn Deacon Blue.
Paul McCartney styđur hinsvegar Nei-hreyfinguna, eins og fleiri af eldri kynslóđinni. Til ađ mynda Mick Jagger, David Gilmour (Pink Floyd), Bryan Ferry, Sting, Cliff Richard og David Bowie.
![]() |
Skotar líta til Norđurlanda |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
15.9.2014 | 21:14
Skotar eru stórveldi
Ég styđ Skota. Styđ einkum og sér í lagi ţá Skota sem velja sjálfstćđi Skotlands. Skotar eiga miklu meiri samleiđ međ okkur norrćnum ţjóđum í Skandinavíu en innrćktađri og úrkynjađri elítu Englendinga. Enska elítan hefur aldrei sýnt Skotum annađ en hroka, yfirgang og fyrirlitningu. Skotabrandarnir víđfrćgu eru glöggt dćmi um ţađ. Fátćkt og ţar af leiđandi sparsemi Skota hefur löngum veriđ ađhlátursefni Englendinga. Ţegar Englendingar hleypa af fallbyssu 12 skotum til heiđurs Bretadrottningarpakkinu klukkan 12 á hádegi ţá hleypa Skotar af einu skoti klukkan 1. Ţannig spara ţeir hvern dag 11 skot.
Skosk tónlist, önnur en sekkjapípublástur, er jafnan skilgreind á alţjóđavettvangi sem bresk tónlist. Ţađ er ekki gerđur greinarmunur á ţví hvort ađ hún sé skosk eđa ensk. Ţetta er bara bresk músík.
Íbúar Skotlands eru rösklega 5 milljónir. Álíka margir og Danir og Finnar. En Skotar eru stórveldi í tónlist á alţjóđamarkađi ţegar tónlist ţeirra er skilgreind skosk - í stađ ţess ađ vera skilgreind bresk eins og oftast.
Dćmi: Um miđjan sjötta áratuginn tók skoskur söngvari, Lonnie Donegan, upp á ţví ađ endurvekja bandarískan kántrý-blússtíl frá ţriđja áratug síđustu aldar, skiffle. Lonnie olli skiffle-ćđi í Bretlandi. Allir sem vettlingi gátu valdiđ (og sokkum) fóru ađ spila skiffle ađ hćtti Skotans Lonnie Donegan Sjálfur flaug hann hćstum hćđum á vinsćldalistum međ skiffle-flutningi á söngvum bandarísku trúbadora á borđ viđ Woody Guthrie og Leadbelly. Bresk hljómsveit sem hét Bítlarnir var fyrstu árin skiffle-hljómsveit ađ hćtti Lonnies Donegans.
Frćgasti söngvahöfundur Skota er sennilega Ewan McColl. Hann tók virkan ţátt í skiffle-bylgjunni og kynnti Bretum blús ásamt Alex Korner. Ţekktasta lag Ewans er kannski Dirty Old Town. Ţađ hefur veriđ krákađ (cover song) af íslenskum hljómsveitum á borđ viđ Papana og KKP.
Annađ ţekkt lag hans náđi 1. sćti bandaríska vinsćldalistans í flutningi Robertu Flack. Líka ţekkt í flutningi Elvis Presleys.
Á sjöunda áratugnum var Skotinn Donovan allt ađ ţví svar Breta viđ bandaríska Bob Dylan. Kassagítartrúbador sem söng ljóđrćna söngva međ sterkri laglínu.
Ţungarokkiđ gekk í garđ um 1970. Ţar átti skoska hljómsveitin Nazareth stórleik. Rađađi lögum á vinsćldalista: "Broken Down Angel", "Bad Bad Boy", "Love Hurts" og allskonar. Líka blússlagara Woodys Gutries, "Vigilante Man".
Af seinni tíma poppstjörnum Skota má tiltaka Annie Lennox. Ég hef ekkert gaman af dúett hennar, Eurythmics. En sú skoska fćr plús í kladdann fyrir ađ vera gagnrýnin á landrán gyđinga í Palestínu og slátrun Ísraelhers á Palestínubörnum. Hún er líka feiministi. En músíkin ekki flott
Hroki Englendinga gagnvart Skotum birtist međal annars gagnvart enskuframburđi sumra Skota. Ég hef keyrt um hálendi Skotlands og, já, ţađ er ekki auđvelt ađ skilja suma ţar. Ţeir tala ekki Oxford-ensku. En ţeirra enska er ekkert ómerkilegri en London-enska. Bara öđruvísi. Tvíburabrćđurnir í The Proclaimers eru ekkert nema flottir.
Ţađ vćri ađeins til ađ ćra óstöđugan ađ ţylja upp alla ţá yngri skosku tónlistarmenn sem njóta vinsćlda um heim allan. Kannski er hljómsveitin Primal Scream ţeirra vinsćlust.
.
![]() |
Skotar vilja flengja elítuna |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 16.9.2014 kl. 11:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (21)
13.9.2014 | 21:43
Línur ađ skýrast í skilnađarmáli Njáls unga
Mörgum var á dögunum illa brugđiđ og eru miđur sín viđ ţau tíđindi ađ V-Íslendingurinn Njáll ungi hefđi sótt um skilnađ á borđi og sćng frá eiginkonu sinni, Pegi. Ţau gengu í eina sćng fyrir nćstum ţví fjórum áratugum. Njáll dettur inn á áttrćđisaldur eftir tvö ár. Gráa fiđringnum verđur varla kennt um. Hann er bundinn viđ árin sem nćst 45 ára aldrinum.
Hjónaband Njáls og Pegi var ástríkt og ţau samstíga í einu og öllu. Međal annars rekstri sumarbúđa fyrir ungmenni í hjólastól.
Nýjustu fregnir herma ađ ástćđa skilnađarins sé leikkonan og Sea Shepherd-liđinn Daryl Hannah. Papparassar hafa náđ ljósmyndum af Daryl og Njáli sem benda til náins sambands. Daryl var í gamla daga gift tónlistarmanninum Jackson Browne. Hún hafđi rćnu á ađ yfirgefa hann ţegar hann tók upp á ţví ađ lemja hana.
Njáll ungi og Pegi.
Njáll ungi og Daryl Hannah.
Daryl Hannah og konulemjarinn Jackson Browne.
Annar frćgur kćrasti Daryl var John F. Kennedy, yngri. Hann er fallinn frá eins og John F. Kennedy, eldri.
Tónlist | Breytt 14.9.2014 kl. 20:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
9.9.2014 | 23:44
Fćreyskir hljómleikar - frítt inn
Tónlist | Breytt 10.9.2014 kl. 18:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2014 | 22:06
Hvađa ţjóđir eru duglegastar ađ reykja kannabis?
Sameinuđu ţjóđirnar hafa rannsakađ og tekiđ saman lista yfir ţćr ţjóđir heims sem eru lang duglegastar viđ ađ reykja marijúana. Ţjóđr heims eru eitthvađ á ţriđja hundrađ svo ađ ţađ er töff ađ vera ţar ofarlega á lista.
Í fljótu bragđi mćtti ćtla ađ sigurvegarinn sé íbúar Jamaíka. Ímynd Jamaíka er samofin viđ hassreykjandi reggí-tónlistarmenn sem ađhyllast trúfélag sem kallast rastafarian. Rastarnir reykja hass (kaya) allan sólarhringinn af trúarástćđum. Ţeir vitna til Biblíunnar um ţađ. Ţegar guđ birtist Móse á fjallinu (til ađ rćđa um bođorđin 10 eđa 20) leiđ ţykkt reykský út um vit hans. Ţađ var hassreykur.
Rastarnir ţurfa ekki frekari vitna viđ. Ţeir reykja hassiđ (kaya), fara á flug (feel high) og ná góđu og nánu sambandi viđ himnafeđgana.
Skekkjan í dćminu er ađ reggí-rastarnir á Jamaíka eru ađeins um 20 ţúsund. Jamaíska ţjóđin telur um 2 milljónir. En reggí rastanna er stór ţáttur í heimstónlistinni. Bob Marley heitinn er eina ofurstjarna 3ja heimsins. Fjöldi annarra jamaískra reggí-rasta eru sömuleiđis stór nöfn á alţjóđamarkađi: Peter Tosh, Bunny Wailer, I-Roy, U-Roy, Sly & Dunbar, Rita Marley, Ziggy Marley, Burning Spears...
Hassreykingar eru bannađar á Jamaíka. Tćp 10% ţjóđarinnar reykja hass. Jamaíkanar eru í 10. sćti yfir mestu hassreykingaţjóđir heims.
Í 9. sćti eru Ástralir. Rösklega 10% ţeirra svćla hass ţrátt fyrir ađ ţađ sé stranglega bannađ.
Spánverjar eru í 8. sćti. 10,6% ţeirra er í hassinu. Ţar er refsilaust ađ reykja en ólöglegt ađ rćkta kannabis, selja eđa nota á almannafćri.
Kanada er í 7. sćti. Rúmlega 12% Kanadabúa eru hassneytendur. Ţeir virđast vera dálítiđ heilsulitlir vegna ţess ađ einungis má reykja í lćkningaskini.
Í Nígeríu reykir 14,3% ţjóđarinnar hass - ţrátt fyrir ađ ţađ sé kolólöglegt.
Ný-Sjálendingar eru í 5. sćti. 14,6% eru skökk - ţvert á lög.
Ítalir eru í 4. sćti. Engu ađ síđur er sama hlutfall ţeirra reykjandi, 14,6%. Sennilega er eitthvađ minna prósentubrot sem greinir Ný-Sjálendinga og Ítala ađ. Á Ítaliu er bannađ ađ rćkta og selja hass en refsilaust ađ brúka ţađ.
Bandaríkjamenn eru í 3. sćti. 14,8% Kana eru dáldiđ í hassinu. Ţađ er löglegt í 2 ríkjum. Í 22 öđrum ríkjum er ţađ löglegt í lćkningaskini.
Zambía er í 2. sćti. Ţar er ţetta stranglega bannađ. Samt sem áđur reykja 17,7% íbúa hassiđ.
Vinningshafinn er: Ísland! Í 1. sćti á ţessu sviđi eins og svo mörgum öđrum.
18,3% Íslendinga reykir hass. 1 í hverjum 5 manna hópi. Og dregur hvergi af sér. Lćtur sem ekkert sé. Jú, ţetta er bannađ samkvćmt íslenskum lögum. En hver tekur mark á íslenskum lögum?
Rćktun á kannabis er hvergi meiri en á Íslandi ef frá eru talin lönd ţar sem jurtin vex villt. Rćktun á Íslandi er svo stórtćk ađ hún er langt umfram innlenda eftirspurn. Stór hluti framleiđslunnar er útflutningur til nágrannalanda og út yfir alla Evrópu. Allt til Eystrasaltslanda. Ţannig verđur til gjaldeyri til ađ borga fyrir harđari eiturlyf sem eru flutt til Íslands.
Til ađ forđast misskilning ţá hef ég 0% löngun í hass. Ég hef ţrívegis fengiđ mér smók. Víman er kjánaleg og ekki fyrir minn smekk. Föroya Bjór Gull er máliđ!
En ég sé enga ţörf á ţví ađ glćpavćđa hassreykingar. Nema síđur sé.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
Byrjum á frćgum brandara. Spurt er: Hvađ er kvenkyns grúppía? Svar: Stelpa sem eltist viđ og sefur hjá karlkyns tónlistarmönnum. Spurt er: Hvađ er karlkyns grúppía? Svar: Trommuleikari.
Brandarinn er dćmi um stađlađ viđhorf til tónlistarmanna; persónuleika sem rćđur ţví hver velur sér hvađa hljóđfćri til ađ spila á eđa tekur ađ sér hlutverk söngvarans. Bassaleikarinn er skilgreindur sem ţögla feimna týpan. Ţađ skarast ţegar hann er jafnframt söngvarinn. Söngvarinn er iđulega framvörđur hljómsveitarinnar. Hann er einskonar leiđtogi og andlit hljómsveitarinnar. Oft ásamt sólógítarleikaranum. Ţannig mćtti áfram telja.
Ţađ er sitthvađ til í ţessu. En ekki algild regla. Skekkjumörkin eru til ađ mynda ţau ađ tónlistarmenn velja sér ekki í öllum tilfellum sjálfir sitt hlutverk. Dćmi um ţađ er ađ Paul McCartney vildi ekki vera bassaleikari Bítlanna. Hann vildi vera sólógítarleikari og hljómborđsleikari. Eftir fráfall bassaleikarans Stus Sutcliffes var samt ekki um annađ ađ rćđa. John Lennon var ágćtur gítarleikari en afleitur bassaleikari (ţađ heyrist m.a. glöggt í laginu "Long And Winding Road"). George Harrison var töluvert betri sólógítarleikari en Paul. Paul sat uppi međ hlutverk bassaleikarans. Til mikillar gćfu fyrir Bítlana. Hann er frábćr bassaleikari sem innleiddi í rokkiđ söngrćnan (melódískan) bassaleik.
Vísindalegar rannsóknir (ein sćnsk, önnur bandarísk og sú ţriđja bresk) á persónuleika og gáfum tónlistarmanna sýna sömu niđurstöđu: Trommuleikarinn er gáfađastur, skarpastur og sá sem hefur mesta félagsfćrni. Trommuleikarinn er jafnframt hamingjusamastur og međ hćsta sársaukaţröskuldinn.
Velta má fyrir sér orsökum og afleiđingum eđa öđrum skýringum. Trommuleikarinn er eini hljóđfćraleikarinn sem ţarf ađ stjórna fjórum útlimum samtímis og láta ţá skila sínu án truflunar frá (ósjálfráđum) viđbrögđum hvers annars. Trommuleikarinn ţarf jafnframt ađ samhćfa takta og áherslur viđ ţađ sem bassaleikari og rythmagítarleikari eru ađ gera. Ađ auki ţarf hann ađ tengja sveiflu frá versi til viđlags međ "breiki". Trommuleikarinn verđur ađ tengja sig nánar öllum öđrum í hljómsveit en hinir í bandinu. Hann hefur mest ađ segja um áferđ tónlistarinnar; hvort ađ hún sé mjúk og fínleg eđa hörđ og hávćr. Hann hefur mest ađ segja um ţađ hversu vel áherslur í framvindu lagsins komast til skila.
Trommuleikarar eru oft og tíđum málamiđlarar í stormasömu andrúmslofti innan hljómsveita. Ţökk sé fćrni ţeirra í mannlegum samskiptum. Ring Starr er gott dćmi um ţađ. Ţegar Bítlarnir voru á lokasprettinum, allt logađi í pirringi, síđan málaferlum og harđvítugum illindum átti Ringo góđ samskipti viđ alla. Á međan George og öllu fremur Paul höfđu horn í síđu Yoko ţá hefur Ringo alla tíđ átt góđ samskipti viđ hana. Međal annars fylgir hann henni oftast til Íslands ţegar Friđarsúlan er tendruđ.
Í einni rannsókninni fékkst sú niđurstađa ađ ţađ eitt, ađ lćra trommuleik og spila á trommur, hćkkar greindavísitölu viđkomandi. Heimskasta fólk getur orđiđ bráđgáfađ ef ţađ er duglegt ađ spila á trommur.
Tónlist | Breytt 4.9.2014 kl. 15:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
23.8.2014 | 12:24
Nýjar spennandi íslenskar plötur
Synthadelia Records er sjálfstćđ (independent) íslensk plötuútáfa. Hún kynnir međ stolti ţrjár nýjar útgáfur ásamt tveimur endurútgáfum frá áttunda og níunda áratugnum.
Nýjustu útgáfurnar eru smáskífan "Praise Of The Saints" međ íslenska tónlistarmanninum Indigo sem kom út í vikunni og markar upphaf nýrrar plötu sem Ingó vinnur nú ađ. Platan Grúska Babúska er međ samnefndri hljómsveit vinkvenna. Hún hefur ađ geyma tíu áđur útgefin lög af tveimur EP plötum. Síđast en ekki síst má nefna blús plötuna 3rdmeđ gamla Utangarđsmannapönkaranum Michael Dean Odin Pollock og munnhörpuleikaranum Sigurđi Sigurđssyni. Siggi er jafnframt upptökustjórinn. Ţetta er síđasta platan í ţríleik dúettsins.
Endurútgáfurnar eru tvćr. Má ţar fyrst nefna plötuna Angeli Daemoniaque Omnigena Imbecilli Sunt" međ gođsagnakennda gjörningabandinu Inferno 5 frá árinu 1996. Hljómsveitina skipa: Birgir Mogensen, Guđjón Rúdólf Guđmundsson, Ómar Stefánsson, Óskar Thorarensen, Örn Ingólfsson og Jafet Melge. Ţeir sömdu og frömdu sérútbúinn gjörning međ sem fylgdi hverju lagi af plötunni. Var ţessi útgáfa tekin upp live í gamla Rósenbergkjallaranum dagana 30.05 og 10.10 áriđ 1996.
Hin endurútgáfan er platan "Rise 2B Free" međ hinni umdeildu pönkhljómsveit Sjálfsfróun frá árinu 1990. Hljómsveitin sló eftirminnilega í gegn og gerđi garđinn frćgan í mynd Friđriks Ţórs Friđrikssonar, Rokk í Reykjavík. Ţessi plata er tekin upp á síđari hluta ferils ţeirra, eftir ađ Bjarni "Móhíkani" lést og Frikki pönk gekk til liđs viđ hljómsveitina. Ađrir međlimir Sjálfsfróunnar eru ţeir Jónbjörn Valgerisson og Siggi Pönkari. Á plötunni má finna 30 hráar lo-fi demó upptökur frá hljómsveitarćfingum ţeirra félaga ásamt Hljóđversupptökum og ýmsu öđru aukaefni.
Synthadelia Records sérhćfir sig í útgáfu á tónlist í rafrćnu formi. Úgáfan var stofnuđ á jóladag áriđ 2010 ţegar Vilmar Pedersen og Jón Schow gáfu út sitt eigiđ lag, Let the partý start undir sama nafni og útgáfan. Nýveriđ bćttust fleiri félagar í Synthadeliu-hópinn. Olga Jenný, Ýmir Einarsson og Árni Briem hafa veriđ hópnum innan handar á árinu. Nú ţegar hefur Synthadelia Records gefiđ út yfir 50 plötur eftir fjölmarga hćfileikaríka tónlistarmenn.
Synthadelia Records dreifir tónlist á netinu, í hinar ýmsu búđir og streymisveitur eins og Spotify, iTunes, tonlist.is og fjölda annarra búđa ásamt ţví ađ kynna hana vel međ ţví ađ nýta internet-markađssetningu, ţannig ađ hún er á öllum helstu samfélagssíđum á netinu.
Synthadelia Records leitar ađ gömlum plötum/óútgefnu efni međ hljómsveitum og tónlistarfólki sem enn á eftir ađ endurútgefa og koma á netiđ og miđla til almennings.Áhugasöm bönd og tónlistarfólk vinsamlegast sendi email á synthadeliarecords@gmail.com
http://synthadeliarecords.bandcamp.com/
https://www.facebook.com/synthadeliarecords
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
20.8.2014 | 19:45
Fćreyskir hljómleikar annađ kvöld (Ţórsdagur 21. ágúst)
Annađ kvöld verđa heldur betur spennandi djasshljómleikar í Bćjarbíói í Hafnarfirđi. Húsiđ er opnađ klukkan 20:00. Hljómleikarnir hefjast klukkan 21.00. Tvćr magnađar hljómsveitir stíga á stokk: Annarsvegar fćreyski Magnus Kvartett. Hinsvegar íslenska hljómsveitin Skarkali. Miđinn kostar ađeins 2000 kall. Honum fylgir frábćr sólódiskur međ Magnúsi Johannessen, forsprakka Magnus Kvartetts. Stakur kostar diskurinn í búđ 3200 kr.
Forsala á hljómleikana er á www.midi.is. Diskurinn er afhentur viđ hurđ, eđa kannski örlítiđ innan viđ dyrnar.
Magnús er píanóleikari. Hann semur ljúfa og áferđarfallega djasstónlist međ söngrćnum (melódískum) laglínum. Ţetta er samt enginn dinnerdjass. Alls ekki. Ţetta er áleitinn norrćnn djass eins og hann gerist bestur. 2001 var Magnús nefndur til Norrćnu tónlistarverđlaunanna.
Međ ţví ađ smella á ţennan hlekk má heyra sýnishorn af eyrnakonfekti Magnúsar: http://www.magnusjohannessen.com/Listen.html
Hljómleikarnir eru samvinnuverkefni Menningar- og listafjelags Hafnarfjarđar, Jazzklúbbs Hafnarfjarđar og Bćjarbíós.

Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
29.7.2014 | 00:14
Black Sabbath
Tvćr fyrstu plötur bresku blúshljómsveitarinnar Black Sabbath frá Birmingham komu út 1970. Ţćr skópu og mótuđu ţungarokkiđ (heavy metal) til frambúđar. Ţungarokkiđ var eiginlega ekki orđiđ til á ţeim tímapunkti en var ađ detta inn. Tvćr fyrstu plötur ţjóđlagablússveitarinnar Led Zeppelin komu út 1969. Plata Deep Purple "In Rock" kom út 1970. A-ţýsk-kanadísk-bandaríska hljómsveitin Steppenwolf sendi 1968 frá sér lagiđ Born To Be Wild. En ţađ náđi ekki flugi fyrr en í kvikmyndinni "Eazy Rider" ári síđar.
Á ţessum árum var ađ verđa til músíkstíllinn ţungarokk. Í texta "Born to be Wild" kemur fyrir setningin "heavy metal thunders". Ţar međ var nýi blús-ţungarokksstíllinn kominn međ nafn: "heavy metal" (ţungarokk).
Ţungarokkiđ mótađist hratt 1969-1970. Fyrsta skrefiđ var tekiđ af bresku hljómsveitinni The Kinks 1964 međ laginu "You Really Got Me". Svo og bandaríski (búsettur í Englandi) gítarleikarinn Jimi Hendrix 1966.
Black Sabbath kom til ţungarokkssögunnar sem drungi og djöfull, dađur viđ djöfladýrkun og dauđa. Sándiđ var myrkara en áđur heyrđist og bođskapurinn neikvćđur.
Gítarleikari Black Sabbath, Tony Iommi, var áđur i Jethro Tull Hann missti framan af fingrum vinstri handar í slysi. Fyrir bragđiđ átti hann erfitt međ ađ spila hreina hljóma. Ráđ hans var ađ ofkeyra gítarmagnara ţannig ađ gítardrunur runnu saman í eitt.
Söngvari Black Sabbath, Ozzy Osbourne, var og er sérkennilegur náungi. Sem unglingur gekk metnađur hans út á ţađ ađ verđa fótboltabulla og krimmi. Hann hellti sér út í innbrot. Einhver stakk ađ honum ţví góđa ráđi ađ vera ćtíđ međ hanska í innbrotum. Hann keypti ţađ en fannst meira töff ađ vera međ grifflur. Fattađi ekki ađ hanskar áttu ađ koma í veg fyrir fingraför. Klúđriđ kostađi hann fangavist.
Löngu síđar sat Ozzy í fangelsi í Bandaríkjunum. Í ţađ skiptiđ fyrir morđtilraun. Hann reyndi ađ drepa Sharon, eiginkonu sína. Í fangelsi í Bretlandi dunda fangar sér viđ ađ láta húđflúra á sig rasísk og yfirlýsingaglöđ húđfúr. Ozzy lét húđflúra á sig barnalega broskalla á hnéskelarnar.
Bassaleikari Black Sabbath er grćnmetisćta. Hann hefur ekki borđađ dýraafurđ frá ţví ađ hann var barn.
Trommuleikari Black Sabbath, Bill Ward, hefur sungiđ tvö lög inn á plötur Black Sabbath.
Ţegar Black Sabbath hljóđritađi plötuna "Heaven and Hell" kveikti Tony Iommi í trommuleikaranum. Sá ţurfti ađ leggjast inn á spítala međ 3ja stigs brunasár. Móđir hans kunni ekki ađ meta gríniđ. Hún hringdi ţegar í stađ í Tony og las honum pistilinn.
Trommuleikarinn Bill Ward hefur veriđ heilsulaus síđustu ár. Fleira spilar inn í ađ hann var ekki međ á síđustu plötu Black Sabbath, 13. Einhver leiđindi í gangi sem rekja má til Sharonar, eiginkonu Ozzys.
Trommuleikari bandarísku hip-hopp-rapp-pönk-fönk-metal-sveitarinnar Rage Against The Machine var fenginn til ađ hlaupa í skarđiđ á 13. Hann er snilldartrommari en ólíkur Bill Ward. Heitir samt líku nafni, Brat Ward. Bill var búinn ađ tromma í nokkrum lögum í hljóđverinu. Trommuleik hans var hent út og Brat trommar í öllum lögunum.
Svo skemmtilega vildi til ađ Brat kunni öll lög Black Sabbath utan ađ frá A-Ö. Hann var og er ákafur ađdáandi. Eins og gítarleikari Rage Against the Machine, Tom Morello. Hann hefur skilgreint Rage Against the Machine sem "Black Sabbath mćtir rapp-hipp-hoppi".
Tónlist | Breytt 26.10.2015 kl. 13:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)