Fćrsluflokkur: Tónlist

Splunkunýtt lag međ yngri systur Eivarar

  Elinborg Pálsdóttir er yngri systir Eivarar.  Hún hefur veriđ ađ semja músík og spila og syngja međ hljómsveit en einnig sóló.  Hér er splunkunýtt lag međ Elinborgu.

  Eivör hefur nú selt yfir 120.000 eintök í Noregi af nýjustu plötu hljómsveitar sinnar, Vamp.  Ţar syngur hún um systur sínar:


Plötuumsögn

himinbrim 

 - Titill:  Himinbrim

 - Flytjandi:  Nóra

  - Einkunn: *****

  Ţađ var nokkuđ merkilegt hvernig íslenska hljómsveitin Nóra fjármagnađi sína ađra plötu,  Himinbrim.  Hljómsveitin leitađi til ađdáenda sinna úti í heimi.  Og viti menn:  Frá gjörvallri heimsbyggđ bárust fjárframlög sem gerđu hljómsveitinni kleift ađ hljóđrita og gefa út plötuna.  Ţađ skemmtilega er ađ Nóra semur og syngur sín ljúfu lög á íslensku.  Rétt eins og Sigur Rós.

  Samlíkingin viđ Sigur Rós nćr lengra.  Tónlist Nóru svipar ađ hluta til seiđmögnuđu fegurđarinnar sem einkennir músík Sigur Rósar.  Ţó fer ţví fjarri ađ um stćlingu á Sigur Rós sé ađ rćđa.  Nóra er alveg međ sinn persónulega og sjálfstćđa hljóđheim.  Til ađ vísa í fleira kunnuglegt má alveg eins nefna hljómsveitina Maus til sögunnar.  En samt ekki beinlínis. Söngstíll Egils Viđarssonar minnir á söngstíl Bigga í Maus.  Ekki síst ţegar gítar og rokk krauma undir. 
  Fallegur og stígandi hljómagangur einkennir lagasmíđar Nóru.  Fegurđ, hátíđleiki og rísandi framvinda umlykja tónlistina.  Hugsanlega má stađsetja hljómaganginn í humátt ađ fegurstu lögum Coldplay.  Nóra er bara miklu skemmtilegri hljómsveit.  
  Platan í heild er pínulítiđ seintekin.  Lögin hljóma samt vel viđ fyrstu hlustun.  Ţau hljóma ennţá betur viđ ítrekađa spilun.  Hćgt og bítandi opnast blómiđ og springur ađ lokum út í allri sinni dýrđ.
  Ţetta er tölvupopp og píanóspil skreytt međ strokhljóđfćrum (fiđlum og sellói).  Söngrödd Auđar Viđarsdóttur er mjúk og ljúf.  Textaframburđur hennar er skýr og góđur.  Músíkin flakkar á milli ţess ađ vera notalega ţćgileg annars vegar og fast ađ harđneskju og hávađa hins vegar.  Trommuleikurinn er aftarlega í hljóđblöndun. Hann er snilld ţegar best lćtur.  Virkilega flottur. 
  Allt er fagmannlega afgreitt en jafnframt á "lifandi" hátt.
 Umslagiđ er krúttlegt.  Nóra tilheyrir,  jú,  krúttkynslóđinni.  Allur texti á umslagi er handskrifađur međ auđlćsilegri rithönd.  Ţađ hefur tekiđ tímana tvo eđa rúmlega ţađ.  Sem leturfrćđingur hef ég gaman af ađ rýna í nostursamlega handskrifađan textann.  Brúnleitt litaval (út í gult og "orange") er gott. 
  Himinbrim  er glćsileg plata og tvímćlalaust ein af ţeim bestu 2012. 

Hin jólalögin

  Sumir hafa horn í síđu jólalaga.  Segjast ekki ţola jólalög.  Ţetta er hálf kjánaleg afstađa.  Jólalög eru ekki afmarkađur músíkstíll.  Ţađ má finna jólalög í flestum músíkstílum.  (Eitt ţađ) flottasta er í írskum ţjóđlagarokksstíl,  Fairytale of New York,  međ Kirsty McColl og The Pogues.  Ég á fína jólaplötu međ ýmsum bandarískum blúsurum.  Önnur jólalög má finna í músíkstílum á borđ viđ reggí, kántrý, ţungarokki, djassi, sálmasöng, pönk og hvađ sem er.  Heims um ból fagnar fólk sólrisuhátíđinni jólum međ söng og hljóđfćraleik.  Hátíđ ljóss og friđar.  Jólin eru góđ skemmtun í skammdeginu.  Vottar Jehova,  Amish-fólkiđ og fleiri sniđganga ţó jólin fyrir ţađ eitt ađ ţau séu upphaflega heiđin hátíđ.  Ţađ er miđur.  Jólin eru svo skemmtileg međ jólasveinum,  jólaálfum, jólatré, jólagjöfum, veislumat, gott í skóinn og ţađ allt. 

  Vissulega er til eitthvađ sem fellur undir víđa skilgreiningu á dćmigerđu jólalagi:  Létt popplag međ bjöllum, klingjandi gítarspili og einhverju svoleiđis.  Ţau eru fyrirferđarmest í útvarpi.  Hér eru nokkur sem sjaldnar er spiluđ í útvarpi:

 

  Ţetta eru kátir piltar frá Atlanta í Bandaríkjunum.

  Bresku anarkistarnir í Crass eru jólabörn.  Á dögunum fékk borgarstjóri Reykjavíkur sér húđflúr međ lógói Crass.  Crass héldu hljómleika á Íslandi á níunda áratugnum og gáfu út plötur međ íslensku hljómsveitinni Kukli.

  Íslandsvinirnir í bresku hljómsveitinni The Fall gáfu út jólalag til minningar um John Quays sem lést af völdum of stórs skammts af heróíni.

  Bandaríski rapparinn Snoop Doggy Dog stendur í ţeirri trú nú ađ hann sé endurborinn Bob Marley.  En hann er sama jólabarniđ fyrir ţví.

  Smá jólarokk.

  Íslenskt jólarokk međ hljómsveitinni F.

  Og Frćbbblarnir.


Forvitnileg og áhugaverđ plata

WMFTCS

  Fćreyska plötuútgáfan Tutl var ađ senda frá sér áhugaverđa safnplötu,  World Music from the Cold Seas.  Eins og nafniđ gefur sterklega til kynna ţá inniheldur hún ţjóđlega (etníska) tónlist frá Fćreyjum, Íslandi, Grćnlandi og Samalandi.  Međal flytjenda eru Eivör,  víkingametalssveitin Týr,  Margrét Örnólfsdóttir,  Kristian Blak og grćnlenska hljómsveitin Sume. 

  Af lögum á plötunni má nefna  Ólaf Liljurós  í flutningi Tryggva Hansen,   Ormin langa  međ Tý og  Fćđing máfsins II  međ Klakka.  Klakki er hljómsveit Nínu Bjarkar Elíasson.   Fćđing máfsins II  er eftir hana og Sjón.  Fallegt lag međ flottum texta.

  Samtals inniheldur platan 16 lög,  fjögur frá hverju ţví landi sem áđur er nefnt.  Johan Anders Bćr er líklega sá af samísku flytjendunum sem best er ţekktur hérlendis.  Hann átti til ađ mynda lag á safnplötunni vinsćlu  Rock from the Cold Seas  sem kom út fyrir 13 árum.   World Music from the Cold Seas  er einskonar sjálfstćtt framhald af ţeirri plötu.  Lögin eru sungin á móđurmáli flytjenda. 

  World Music from the Cold Seas  fćst í Smekkleysu á Laugarvegi og áreiđanlega í fleiri plötubúđum.  Tékkiđ á plötunni.

  Hér fyrir neđan er sýnishorn af ţví sem heyra má á  World Music from the Cold Seas.   Ţađ er međ grćnlensku hljómsveitinni Sume.

 


Stór og spennandi rokkhátíđ í Reykjavík og á Akureyri

Ol'Dirty Kalxa, í samvinnu viđ Restingmind Concerts, Norđurhjararokk og Rás 2, kynnir:

FJANDINN KICE METALFEST

14. des 2012 á Gauki á Stöng í Reykjavík og
15. des 2012 á Grćna Hattinum Akureyri


Í Reykjavík
L'ESPRIT DU CLAN (FR)
HANGMAN'S CHAIR (FR)
MOMENTUM
DIMMA
ANGIST
MOLDUN
OPHIDIAN I

ásamt DJ KIDDA ROKK

Á Akureyri
L'ESPRIT DU CLAN (FR)
HANGMAN'S CHAIR (FR)
MOMENTUM
SKURK 


  Á hátíđinni koma fram frönsku ţungarokkssveitirnar L'ESPRIT DU CLAN og HANGMAN'S CHAIR. Hátíđin er liđur í farandfestivali sem nefnist fullu nafni: "Fjandinn, Kicé qu'ŕ l'Chat VI : Breizh vs Iceland".

  Hátíđin er hugarfóstur Íslandsvinarins Kalchat sem hefur skipulagt ţessa hátíđ síđan 2007.  Hann vinnur hjá bókunarskrifstofunni Rage Tour sem er stórveldi í bransanum og sér m.a. um ađ bóka tónleika međ nöfnum eins og: Napalm Death, Crowbar, Agnostic Front, Biohazard, Entombed, Hatebreed, Madball, Sepultura, Sick of It All og Brutal Truth, ýmist í Frakklandi eđa út um alla Evrópu.

  Hátíđin ferđast út um allt Frakkland.  Nú er komiđ ađ ţví ađ halda hana á Íslandi.

  Fjölmenni úr vinahópi Kalchat mćtir hingađ međ honum.  Ţetta verđur mikiđ partý.  Rokk- og metalhausum landsins er bođiđ til glćsilegrar veislu. Miđaverđi er ótrúlega lágt miđađ viđ umfang:

Miđaverđ: 1.500 í Reykjavík / 2.000 á Akureyri
Aldurstakmark: 18 ára
Húsiđ opnar 20, byrjar 21.

MIĐASALA RVK: http://www.midakaup.is/restingmind/fjandinn-kice-metalfest

Heimasíđa hátíđarinnar: http://www.kice.cc

Fjandinn-poster


Skúbb! Eivör međ fjórfalda platínusölu í Noregi og vinyl!

  Í áratug eđa svo hefur fćreyska söngkonan Eivör veriđ ástsćlasti erlendi tónlistarmađur á Íslandi.  Einstakar plötur međ henni hafa veriđ ađ seljast í allt ađ 10 ţúsund eintökum.  Jafnframt hefur Eivör margoft veriđ tilnefnd ţegar kemur ađ Íslensku tónlistarverđlaununum og íslensku leiklistarverđlaununum Grímunni.  Hún hefur landađ ófáum verđlaunum.

  Fćrri gera sér grein fyrir ţví hvađ Eivör er stórt nafn á hinum Norđurlöndunum.  Einkum í Noregi og Danmörku.  Hún hefur margoft hlotiđ tilnefningar og unniđ til verđlauna í Dönsku tónlistarverđlaununum.  Lag međ Eivöru og danska rappdúettnum Nik & Jay náđi 1. sćti danska vinsćldalistans.  Í Noregi er Eivör ennţá stćrra nafn.

  Í gćr fékk Eivör viđurkenningu fyrir metsöluplötu í Noregi.  Fjórfalda platínusölu.  Samtals hafa selst ţar 120 ţúsund eintök af plötu međ hljómsveit hennar Vamp,  Liten Fuggel.  Platan hefur setiđ í efsta sćti norska sölulistans vikum saman.  Á plötunni syngur Eivör m.a. gullfallegt lag sitt um systur sínar,  Elísabeth og Elinborg

eivör-metsala í Noregieivör -fjórföld platínusala

  Viđ sama tilefni var nýjasta sólóplata Eivarar,  Room,  gefin út á vinyl.  

eivor-vinyl.jpg


Bestu plötur ársins 2012

  Spin er nćst söluhćsta bandaríska popptónlistarblađiđ á eftir Rolling Stone.  Rolling Stone er söluhćsta músíkblađ heims.  Selst í um 2 milljónum eintaka.  Ţađ er dálítiđ skrítiđ ađ Rolling Stone er til sölu í öllum helstu blađsöluvögnum í Bandaríkjunum ásamt öllum helstu bresku poppmúsíkblöđum.  Spin er ađeins selt í stćrstu bókabúđum í Bandaríkjunum en yfirleitt ekki í blađsöluvögnum.  Samt er Spin nokkuđ stórt (útbreitt) músíkblađ í Bandaríkjunum og víđar.  Styrkur Spin byggir á áskriftarsölu.

  Spin hefur opinberađ lista yfir bestu plötur ársins 2012.  Hann er ţannig:

1  Frank Ocean:  Channel Orange

2  Kendrick Lamar:  Good Kid - Lamar, M.A.A.D. City

3  Japandroids:  Celebration Rock

4  DJ Rashad: Teklife Vol 1 - Welcome to the CHI

5  Miguel:  Kaleidoscope Dream

6  Bad for Lashes:  The Haunted Man

7  Swans:  The Seer

8  Killer Mike:  R.A.P. Music

9  Ty Segall:  Twins

10 Santigold:  Master of my Make-Believe    


Jón góđi biđur Bubba griđar

jón góđi

  Jóni góđa og Bubba greinir á um ţađ hvort kráka (cover song) ţess síđarnefnda af sönglagi Johns Lennons,  "Across The Univers",  sé martröđ.  Einhver meiri núningur hefur veriđ á milli ţeirra vegna ţessa.  Gott ef ekki út af klúđri varđandi höfundarrétt.  Bubbi hefur ađ eigin sögn aldrei áđur á sínum 33ja ára ferli flutt lag eftir annan en sjálfan sig og kann ţess vegna ekkert á höfundarrétt.  Ađrir hafa veriđ duglegir ađ flytja lög eftir Bubba alveg frá ţví snemma á síđustu öld.  Ţađ er annađ mál.

  Jón góđi gjörţekkir lög Lennons og Bítlanna betur en flestir ađrir íslenskir tónlistarmenn.  Hann hefur stýrt ófáum hljómsveitauppsetningum á hljómleikum undir ţeirra nafni.  Ég veit samt ekki hvort ađ rétt sé ađ túlkun Bubba á Lennon-laginu sé martröđ.  Ég hef ekki heyrt hana og skilst ađ henni hafi veriđ kippt úr spilun á Bylgjunni.

  Hitt veit ég ađ Jón góđi og glađlegi er ekki kenndur viđ góđmennsku ađ ástćđulausu.  Á fésbókarsíđu sinni hefur hann nú hvatt til ţess ađ Bubba sé ekki strítt á skrifblindu.  Orđrétt segir ţar:

  "Ţeir sem hafa gert gys ađ skrifblindu hans og annarra á opinberum vettvangi ćttu ađ skammast sín."

  Ţađ er ástćđa til ađ láta áskorun Jóns berast víđar.  Og bćta viđ ađ ţađ sé kannski sömuleiđis ađ mestu óţarfi ađ gera gys ađ öllu hinu. 

bubbi     


Besta hádegisverđartilbođiđ

English-Breakfast-classic

  Nýveriđ tók Dađi á sportbarnum Classic Rock (eđa hvort stađurinn heitir í dag bara Classic?) í Ármúla 5 upp á ţví ađ bjóđa spennandi hádegisverđartilbođ.  Hćgt er ađ velja á milli ostborgara,  steiktrar samloku eđa pizzu á 1000 kall.  Innifaliđ í máltíđinni er gos eđa ferskur ávaxtasafi.  Međ ostborgaranum og samlokunni fylgja alvöru franskar kartöflur og kokteilsósa.  Ég hef prófađ ostborgarann.  Hann er kjötmikill (120 gr) og allt eins og best er á kosiđ.

  Nú hefur Dađi bćtt um betur:  Hann býđur upp á glćsilegan enskan morgunmat (Full English Breakfast) ásamt gosi eđa ferskum ávaxtasafa á ţessu ţćgilega tilbođsverđi,  1000 kalli.  Ţeirri máltíđ gef ég hćstu einkunn.  Ţetta er rífleg máltíđ međ pönnusteiktum kartöflum,  tveimur spćldum eggjum,  ristuđu brauđi og öđru tilheyrandi (beikoni, pylsum, bökuđum baunum...).  Ég er sérlega ánćgđur međ ristađa brauđiđ.  Víđa - ţar sem bođiđ er upp á English Breakfast - klikka menn á ţví ađ hita brauđsneiđar ađeins á pönnunni án ţess ađ ţćr brúnist.  Á Classic ristar listakokkurinn Kent Jensen brauđiđ ţannig ađ ţađ fćr skarpan brúnan lit,  er stökkt en mjúkt.  Međ fylgir smjör (sem vantar á mörgum veitingastöđum er bjóđa upp á English Breakfast).

  Enski morgunverđurinn á Classic er besta hádegistilbođ á markađnum í dag,  ţegar miđađ er viđ verđ og gćđi.

  Til gamans má geta ađ Dađi var í gamla daga gítarleikari hljómsveitarinnar Dáta.  Glettilega góđur gítarleikari og hefur síđan spilađ í einhverjum blúshljómsveitum minna frćgum en Dátum.  Hann er blúsgeggjari.  Ţađ er gaman ađ spjalla viđ hann um blús og rokk.  Rétt eins og viđ dćtur hans og eiginkonu,  sem vinna á Classic.  Viktoría, dóttir ţeirra hjóna, er vel heima í klassíska blúsrokkinu og spilar jafnan áhugaverđa músík á barnum.  Líka međ yngri rokkhljómsveitum og gömlum blúsjöfrum.  Ţađ er góđ skemmtun ađ kíkja á Classic í Ármúla 5.   

Classic rokk

 


Frábćr uppástunga um jólagjafir

ingójúl

  Fyrir tćpum mánuđi sagđi ég á ţessum vettvangi frá veikindum ungs listamanns.  Sá heitir Ingólfur Júlíusson.  Hann er best ţekktur sem gítarleikari pönksveitarinnar Q4U annars vegar og hins vegar sem ljósmyndari,  margverđlaunađur út um allan heim.  Ţarna fyrir tćpum mánuđi greindist Ingó međ bráđahvítblćđi. 

  Hann var ţegar settur í viđeigandi međferđ.  Heildar međferđin tekur um sex mánuđi.  Henni lýkur á mergskiptum úti í Svíţjóđ.

  Í fyrsta kafla međferđar sýna á milli 70 og 80% sjúklinga jákvćđa svörun.  Ţví miđur er ekki svo í tilfelli Ingós.  Ţessi kafli međferđarinnar hefur engum árangri skilađ.

  Á fésbók Heiđu B. Heiđars sá ég góđa uppástungu um jólagjafir.  Hún er sú ađ fólk fari inn á heimasíđu Ingós og kaupi ţar ljósmyndir til jólagjafa.  Flottari ljósmyndir eru vandfundnar.  Um leiđ er fjárhagur Ingós styrktur, en Ingó er ađ mestu tekjulaus eftir ađ hafa veriđ kippt ţetta óvćnt út af vinnumarkađi. 

  Ţetta er slóđin á heimasíđuna:  http://ingomedia.net/

  Ég vil bćta annarri uppástungu viđ.  Hún er sú ađ í stađ ţess ađ senda jólakort verđi samsvarandi upphćđ lögđ inn á styrktarreikning Ingós.  Svo látiđ ţiđ vita af ţessari ákvörđun á fésbók.  Ég fullvissa ykkur um ađ allir vinir ykkar verđa sáttari viđ ađ kostnađi viđ ađ kaupa og senda ţeim jólakort í ár sé betur variđ til styrktar Ingólfi.  Ţiđ muniđ strax sjá ţađ á "lćkunum" viđ tilkynninguna.

  Nánari upplýsingar um ađstćđur Ingólfs og styrktarreikning hans má lesa međ ţví ađ smella á ţennan hlekk:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1265005/ 

image


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband