Fćrsluflokkur: Tónlist
28.1.2013 | 20:05
Íslenskar plötur skora hátt á lista yfir bestu plötur ársins 2012
Einn af áhugaverđustu tónlistarnetmiđlum heims heitir All Scandinavian (www.allscandinavian.com). Nafniđ gefur freklega til sterkra kynna ađ tímaritiđ fjalli ađ uppistöđu til um skandinavíska tónlist. Svo sannarlega stendur ţađ undir nafni. Ţađ gerir skandinavískri dćgurlagamúsík mjög góđ skil.
All Scandinavian er gert út frá Danmörku. Samt er tímaritiđ skrifađ á ensku. Skrítiđ. Í síđustu viku birti ţađ lista yfir bestu skandinavískar plötur ársins 2012. Niđurstađan varđ ţessi:
1. 200 (fćreysk) - Vendetta
Ţađ er ástćđulaust ađ vitna í rök All Scandinavian fyrir valinu á Vendettu sem bestu skandinavísku plötu 2012. 200 er flottasta pönksveit heims! Ţađ vitum viđ Íslendingar. 200 hefur margoft spilađ á hljómleikum á Íslandi, plötur tríósins hafa selst ágćtlega hérlendis og svo framvegis. Góđ og sanngjörn niđurstađa hjá All Scandinavian.
2. The Savage Rose (dönsk) - Love and Freedom
"Annisette og hljómsveit hennar sýna öllum retro-rokkandi hljómsveitum ţarna úti hvernig á ađ gera ţetta međ sínu seyđandi sálarríka rokk meistaraverki sem 21. plata The Savege Rose er á 44. ára ferli."
3. Kontinuum (íslensk) - Earth Blood Magic
"Fyrsta plata íslenska kvartettsins Kontinuum, Earth Blood Magic, er einfaldlega besta framsćkna sýru-krát-ţungarokksplatan sem gat ađ heyra á liđnu ári."
4. Simian Ghost (sćnsk) - Youth
5. The Megaphonic Thrift (norsk) - The Megaphonic Thrift
6. Murmansk (finnsk) - Ruutli
7. Efterclang (dönsk) - Piramida
8. Goat (sćnsk) - World Music
9. Dunderbeist (norsk) -Black Arts & Crooked Tails & Songs of the Buried
10. Pétur Ben (íslenskur) - God´s Lonely Man
"Sex árum eftir frumburđ Pétur Ben verđlaunar hann okkur fyrir ţolinmćđina međ annarri framúrskarandi plötu."
11. Susanne Sundför (norsk) - The Silicon Vail
12. Kúra (íslensk) - Halfway to the Moon
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2013 | 22:13
Alvöru júró-rokk í kvöld (laugardaginn 26. janúar)
Sólstafa hefur veriđ sárt saknađ í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöđva, Júrivisjón. Einkum af Finnum. Ţar njóta Sólstafir meiri vinsćlda en allir íslenskir ţátttakendur í sögu Júrivisjón frá upphafi. Stök plata međ Sólstöfum lćtur sig ekki muna um ađ fara í 12. sćti á finnska vinsćldalistanum ţegar vel liggur á mannskapnum.
Nú er júrivisjón-fáriđ skolliđ á í ár. Ţá er fátt heppilegra í stöđunni en flýja í fađm Sólstafa. Hlusta á alvöru rokktónlist í hćsta gćđaflokki. Og ekki bregđast Sólstafir sem aldrei fyrr. Ţeir bjóđa upp á spennandi hljómleika í kvöld, 26. janúar (laugardag) á Gauki á Stöng. Ţetta eru fyrstu sjálfstćđu hljómleikar Sólstafa í meira en ár. Vinna viđ nćstu plötu er jafnframt hafin. Hljómsveitin Kontinuum hitar upp. Fjöriđ hefst klukkan 22.00.
Viđ erum á flakki um Evrópu mest allt áriđ. Svona hefur ţetta veriđ síđastliđin ár en ţó aukist međ ári hverju, segir Sćţór Maríus, gítarleikari Sólstafa. Á vorin og haustin eru ţađ túrarnir og svo tónleikahátíđir yfir sumartímann, bćtir hann viđ.
Síđust tónleikar Sólstafa erlendis voru á skemmtiferđaskipi sem sigldi frá Miami til Bahamaeyja. Ţađ var mikiđ ćvintýri og ólíkt ţví sem viđ erum vanir. Viđ spiluđum á sundlaugadekkinu í glampandi sól. Fólk var ţarna ađ headbanga í heitapottinum og fá sér sundsprett.
Sćţór segir ţá félaga í fantagóđu spilaformi enda nýta ţeir vetrartímann vel til ađ ćfa. Viđ erum orđnir skipulagđir, ćfingaplaniđ er komiđ í Excel-skjal. Viđ höfum líka veriđ duglegir ađ semja nýtt efni undanfariđ. Ţađ er alltaf gaman, segir Sćţór kíminn.
![]() |
Ţrjú lög komust áfram |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 26.1.2013 kl. 17:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2013 | 13:40
Grínverksmiđja ríkisins rassskellt
.
Í lok sjöunda áratugarins flutti heimsfrćgur píanóleikari, Vladimir Ashkenazy, frá Rússlandi til Íslands. Eiginkona hans var og er íslensk..
Tónlist | Breytt 24.1.2013 kl. 00:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (34)
20.1.2013 | 21:14
Ţegar hljómsveitir voru töff í útliti - skemmtilegar myndir
Í gamla daga voru liđsmenn hljómsveita kallađir hljómsveitatöffarar og poppstjörnur. Ţeir voru svo svalir og töff. Kynţokkinn geislađi af ţeim. Af hverju er ţetta ekki lengur svona? Hvađ gerđist? Núna eru liđsmenn hljómsveita bara venjulegt og hversdagslegt fólk. Skera sig ekkert frá skrílnum ađ neinu leyti. Ţađ er ekkert gaman. Ţess í stađ er gaman ađ ylja sér viđ ađ rifja upp ţá gömlu góđu daga ţegar töffararnir réđu ríkjum.
Ţarna var blandađ saman samrćmdum hljómsveitarbúningi og síđu hippahári áttunda áratugarins. Háriđ er vel greitt og snyrt. Allir međ snyrtan topp en háriđ fćr ađ vaxa villt yfir eyrun. Snyrtimennska og "wild" í bland. Ţannig var ţađ ţegar mamman fékk ađ vera stílisti hljómsveitarinnar.
Hér er ţađ níundi áratugurinn. Háriđ er litađ, blásiđ og látiđ halda sér snyrtilega úfiđ međ lakkúđa. Ţađ sést ekki vel en í ţessari línu fylgdi ađ augnlínur voru skerptar međ lit og augnskuggum. Í herđar á jökkum og frökkum var trođiđ stórum púđum. Ţađ ţótti svalast ađ bretta ađeins upp á frakkaermar. Hvítt belti og hvítir skór voru töff. Söngvarinn fékk iđulega ađ skera sig úr međ ţví ađ vera í skćrlitum plastgalla. Svona hljómsveitir spiluđu tölvupopp og hafa veriđ kenndar viđ hárstílinn sítt-ađ-aftan (mullet).
Sumar danshljómsveitir níunda áratugnum buđu upp á blandađan stíl: Einn töffarinn var međ sítt-ađ-aftan, annar međ afró-hár, ţriđji í Village People múnderingu, fjórđi međ hipp-hopp húfu og sólgleraugu og svo framvegis.
Á áttunda áratugnum varđ til fyrirbćri innan ţungarokksins sem kallađist glysrokk. Hluti af glysrokkinu var hármetall (hair metal). Hugsanleg ástćđa fyrir nafngiftinni getur veriđ sú ađ háriđ var verulega sítt. Liđsmenn hármetalsveita mála sig ennţá meira en sítt-ađ-aftan töffararnir og mála sig heldur ekki eins fagmannlega. Hármetalsveitirnar spruttu aftur upp í Bandaríkjunum í lok níunda áratugarins. Í ţađ skiptiđ voru hljómsveitirnar léttklćddar. Enda oft hlýtt í Bandaríkjunum.
Svo eru ţađ ţungarokkshljómsveitir sem hafa sótt í víkingastemmningu. Ţar er oft nekt og uppháum ţröngum stígvélum blandađ saman, ásamt hálsfestum, armböndum og allskonar glingri, gömlum vopnum og reiđilegum grimmum svip.
Fönkhljómsveitir hafa oft veriđ rífandi svalar. Ţar hefur guli liturinn iđulega fengiđ ađ njóta sín.
Fjöldi tónlistarmanna hefur stytt sér leiđ ađ töffaraímyndinni međ ţví ađ herma eftir ţeim svölustu. Ttibute-bandiđ The Blue Beatles fór létt međ ţađ. Ţrátt fyrir ađ vera ađ nálgast eđa komnir á fimmtugs aldur létu ţeir sig ekki muna um ađ herma eftir útliti Bítlanna frá ţeim tíma sem Bítlarnir voru ennţá á unglingsárum. Kragalausu jakkafötin og hárlubbi niđur eftir enni og út yfir eyru klćđa miđaldra kallana alveg jafn vel og unglingsdrengina í Liverpool.
En hvađ er til ráđa fyrir lúđa sem lítur út eins og Phil Collins? Hann skellir sér í Elvis-galla og verđur umsvifalaust svalasti töffari allra.
Tónlist | Breytt 23.1.2013 kl. 18:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (23)
20.1.2013 | 00:03
Bubbi gefur "World Music from the Cold Seas" jákvćđa umsögn
"Ţađ hefur vel tekist til hér ađ flestu leyti ţó ég geti kannski ekki metiđ fyllilega hversu sanna mynd ţetta gefur af ţjóđlegri tónlist ţessara landa ţar sem hún er mér frekar framandi. En platan stendur sem góđ plata og henni er ef til vill frekar ćtlađ ađ sameina nútíđ og fortíđ ţví sumt af tónlistinni er kannski frekar samiđ í ţjóđlegum anda, byggt á gömlum stemmum og ljóđum."
Svo segir Bubbi um vest-norrćnu plötuna World Music from the Cold Seas. Hann skrifar reglulega yfirvegađa og vandađa plötugagnrýni af góđri ţekkingu og sanngirni. Hann greinir lögin á plötunni međal annars međ ţessum orđum:
"Ţađ er vel viđ hćfi ađ Grćnlenskur trommudans opni plötuna, en ţeir sem kannast viđ dönsk/grćnlensku myndina "Lysets hjerte" ćttu ađ ţekkja ţađ. Síđan er mćttur Fćreyingurinn Kristian Blak sem er dálitiđ allt í öllu í tónlistarlífi landa sinna og tengist 3/4 hlutum fćreyska efnisins hér og gott ef hann á ekki plötuútgáfuna Tutl sem gefur plötuna út. Hiđ fallega instrumental lag hans um öndina međ langa stéliđ er byggt á tónlist frá Austur Grćnlandi, en ég vissi fyrst ekki hvađan á mig stóđ veđriđ er trommudansarinn Anda hóf upp raust sína í hlutverki andarinnar undir lok lagsins. Viđ Anda Kuitse erum nú orđnir vinir.
Kristian Blak mćtir síđan aftur međ Yggdrasil og Eivöru Páls í The Eagle, hvar jassfílingurinn kitlar hlustirnar. Enn kemur Blak viđ sögu í Trana Trýta sem er úr instrumental svítu hans, Shalder Geo og byggt á fćreyskum sálmi. Hér svífur nettur Ţursaandi yfir vötnum... einhver órćđ jassrokk/progg stemmning. Innlegg Kristian Blak er međ ţví besta á plötunni, en víkingarokk sveitin Týr lokar hinum Fćreyska kafla... og plötunni međ Orminum langa, hinum aldna Fćreyska hringdansi sem margir hlustendur rásar 2 ćttu ađ kannast viđ...ţökk sé Guđna Má Henningssyni.
Heildar umsögn Bubba má lesa á: http://bubbij.123.is/blog/2013/01/05/645100/
World Music from the Cold Seas fćst í verslun Smekkleysu á Laugarvegi og eflaust víđar.
Tónlist | Breytt 3.12.2016 kl. 08:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2013 | 18:58
Torg á Spáni nefnt í höfuđiđ á söngvara The Clash
Nú er áratugur frá ţví ađ forsprakki ensku pönksveitarinnar The Clash, Joe Strummer, féll frá, 50 ára. Í tilefni af ţeim tímamótum er minning Jóa heiđruđ í spćnsku borginni Granada. Í vikunni fékk helsta torg borgarinnar formlega nafniđ Plaza Joe Strummer. Óháđ Jóa er bassaintró London Calling eitt ţađ flottasta í rokksögunni. Ég ţarf ađ kreista út úr Jakobi Smára og Pálma Gunnars stađfestingu á ţví glćsilega dćmi.
Í fljótu bragđi er ekki augljóst samhengi á milli Jóa Strummers, The Clash, Granada og Spánar. The Clash var önnur tveggja forystusveita bresku pönkbyltingarinnar á síđari hluta áttunda árum (hin var Sex Pistols). Tónlist The Clash ţróađist frekar hratt frá frumpönkinu yfir í reggí, fönk, djass og ýmislegt fleira.
Hljómsveitin varđ risaveldi á heimsvísu. Ţar munađi einhverju um ađ The Clash sló rćkilega í gegn í Ameríku, ţar á međal í Bandaríkjunum. Breska pönkdeildin átti ađ öđru leyti erfitt uppdráttar á ţeim slóđum.
The Clash hafđi djúpstćđ áhrif á íslenska rokkmúsík. Hljómsveitir á borđ viđ Frćbbblana og Utangarđsmenn spiluđu lög úr smiđju The Clash, ásamt ţví sem frumsamin lög ţeirra hljómsveita og fleiri bergmálađi áhrif frá The Clash. 1980 héldu Jói Strummer og The Clash magnađa hljómleika fyrir trođfullu húsi í Laugardalshöll.
Kćrasta Jóa Strummers var spćnsk en búsett í Englandi. Hún var söngkona nýbylgjuhljómsveitarinnar The Slits. Í samtölum kćrustuparsins bar Spán stundum á góma. Á ţriđju plötu The Clash, London Calling, er ađ finna lagiđ Spanish Bombs. Í ţví er minnst á borgina Granada. Platan kom út 1979. Fjórum árum síđar settist Jói tímabundiđ ađ í Granada. Ţar var starfandi hljómsveitin 091. Kćrasta Jóa hafđi nokkrum árum áđur kynnt liđsmenn 091 fyrir Jóa. Um tíma bjuggu ţeir heima hjá kćrustuparinu í London.
Á međan Jói Strummer bjó í Granada 1983 ţá stýrđi hann upptökum á plötu 091. Hljómsveitin var staurblönk. Ţađ var ekkert mál. Jói borgađi úr eigin vasa allan kostnađ viđ hljóđversvinnuna og útgáfu plötunnar. Ekkert mál. Bara gjöf frá góđum vini. Til viđbótar tróđ Jói upp međ 091 á ţessu tímabili. Platan seldist ekki neitt og 091 er fáum kunn. Öđrum en íbúum Granada. Ţeir minnast međ hlýju og ţakklćti dvalar Jóa Strummers í Granada 1983 og vinskapar hans viđ 091.
Fleiri en Spánverjar heiđra minningu Jóa Strummers. Í Englandi er haldin árlega popphátíđin Strummer of Love. Á síđustu hátiđ komu fram stjörnur á borđ viđ The Pogues, Seasick Steve, Frank Turner, Emmy The Great og fleiri.
Til viđbótar hafa veriđ framleiddar tvćr kvikmyndir um Joe Strummer. Önnur ţeirra, Joe Strummer: The Future is Unwritten, er virkilega flott. Hćgt er ađ leigja hana á vod-inu hjá Skjábíó. Hin heitir Strummerville.
Í vinnslu er kvikmynd, söngleikur, um Jóa Strummer. Ég man ekki hvađ hún heitir. Hinsvegar var Jói Reiđufé (Johnny Cash) mikill ađdáandi Jóa Strummers og The Clash. Ţeir deildu međal annars ađdáun á jamaíska rastafarian trúbođanum Bob Marley.
The Clash innleiddi reggí í pönkiđ. Frćbbblarnir hentu ţađ á lofti:
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
13.1.2013 | 22:44
Plötuumsögn
Tónlist | Breytt 15.1.2013 kl. 07:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2013 | 01:38
Íslensk músík í sćnskum fjölmiđlum
Í sćnskum dagblöđum er dálćti á íslenskri músík áberandi. Í áramótauppgjöri sćnska dagblađsins Aftonbladet er eftirfarandi texti undir yfirskriftinni "Konsert" (hljómleikar ársins) yfir ţađ merkasta á árinu 2012: "Björks konsert i augusti paa Skeppsholmen i Stockholm. Istappar i vaaldig varm rymd, totalt minnsvard i allt."
Ég er ekki nógu góđur í sćnsku til ađ ţýđa ţetta yfir á íslensku.
Undir yfirskriftinni "Musik" er ţessi texti: "Sigur Rós album Valtari har gudomligt tröghet."
Í dagblađinu Dagens Nyheter var birtur listi yfir ţađ sem hćst mun bera í listum og menningu á árinu 2013. Undir yfirskriftinni "Júlí" er fyrirsögnin: "Sigur Rós á Hróarskeldu".
Danska fríblađiđ Gaffa liggur frammi í sćnskum plötubúđum. Í nýjasta hefti Gaffa er listi yfir 5 hápunkta Iceland Airwaves 2012. Frammistađa ţeirra hljómsveita sem rađast í 5 efstu sćtin er studd rökum og umsögn. Ţćr eru: Retro Stefson, Skúli Sverrisson, HighasaKite, Sólstafir og Sigur Rós. Til gamans má rifja upp ađ plata Sólstafa náđi 12. sćti á finnska vinsćldalistanum fyrir tveimur árum. Ótrúlega hljótt hefur veriđ um ţađ í islenskum fjölmiđlum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2013 | 22:27
Íslensk tónlist í Svíţjóđ
Í hvert sinn sem ég fer til útlanda ţá fagna ég ţví ađ vera áhugalaus um búđarráp. Fyrir bragđiđ skipti ég mér ekkert af búđum. Fer ekki í ţćr. Horfi helst framhjá ţeim ef ţćr verđa á vegi mínum. Eina undantekningu geri ég ţó. Hún er sú ađ ég lćt aldrei framhjá mér fara verslanir sem selja hljómplötur. Ég legg ekki á mig langar leiđir til ađ komast í plötubúđ. En á hótelinu spyr ég hvort ađ plötubúđ sé í nágrenninu. Sé svariđ jákvćtt ţá fer ég ţangađ.
Fyrir áratug og meir voru plötubúđir í flestum flugstöđvum. Ţađ er liđin tíđ. Plötubúđirnar eru horfnar úr flugstöđvunum. Og bara mikiđ til horfnar.
Stokkhólmur er gullnáma fyrir plötusafnara. Ţar er ađ finna tugi plötubúđa. Margar ţeirra eru međ óvenju gott úrval af jađarmúsík öfugt viđ ţá ţróun sem hefur orđiđ víđast hvar: Jađarmúsíkin hefur horfiđ ađ mestu úr plötubúđum heimsins og fćrst inn á netsíđur.
Ađ ţessu sinni kíkti ég inn í 4 plötubúđir í Stokkhólmi. Samtals keypti ég ţó innan viđ 20 plötur. Flestar sćnskar. Ţađ er af sem áđur var ţegar utanlandsferđ stćkkađi plötubunkann minn um 50 - 100 stk.
Eitt af ţví sem er gaman viđ ađ fletta í gegnum lager í útlendum plötubúđum er ađ rekast á íslenskar plötur. Fyrir ári síđan komst ég ađ ţví ađ plötur Sólstafa eru í finnskum plötubúđum. Ţađ kom skemmtilega á óvart. Og einnig ađ uppgötva ađ ţćr hefđu náđ inn á finnska vinsćldalista.
Í Stokkhólmi urđu á vegi mínum plötur međ Björk, Jónsa, Sigur Rós og FM Belfast. Ég vissi ekki áđur ađ FM Belfast vćri ţetta stórt nafn í Svíţjóđ. Ţau eru víst ađ gera ţađ gott víđar á meginlandinu.
Plata Of Monsters and Men var ekki til sölu í áđurnefndum fjórum búđum. Hinsvegar hljómađi lag ţeirra Little Talks undir í sćnskum sjónvarpsţćtti, einhverskonar annál, svipmyndum frá síđasta ári. Ţađ sérkennilega var ađ ég horfđi ekkert á sjónvarp í ţessari Stokkhólmsreisu. Ég sá ţennan ţátt bara út undan mér fyrir tilviljun, staddur á veitingastađ. Ég hef frásögn af ţví ađ lög međ Of Monsters and Men hafi notiđ mikilla vinsćlda í sćnsku útvarpi.
Til viđbótar ţessum sjónvarpsţćtti og íslenskum plötum í sćnskum plötubúđum vísa ég á lag međ Írisi Kjćrnested sem er ađ finna í síđustu bloggfćrslu minni: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1275550/
Tónlist | Breytt 8.1.2013 kl. 01:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
5.1.2013 | 00:22
Ég leitađi of langt yfir skammt
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)