Fćrsluflokkur: Tónlist

Plötuumsögn

Con Man 
Flytjandi:  Högni Lisberg
.
Titill:  Con Man
Einkunn: ****1/2 (af 5)
.
  Fćreyski tónlistarmađurinn Högni Lisberg heldur áfram ađ koma á óvart.  Um leiđ og hann toppar sig.
  Högni varđ fyrst ţekktur hérlendis 2002 sem trommuleikari fćreysku súpergrúppunnar Clickhaze.  Ţessi frábćra trip-hopp hljómsveit hafđi innanborđs einvalaliđ snillinga sem allir hafa veriđ áberandi í fćreysku músíkflórunni.  Hérlendis er söngkonan Eivör ţeirra frćgust.  Hún er súperstjarna á Íslandi og nýtur mikilla vinsćlda víđa um heim.  Einkum í Noregi og Danmörku.
  Hljómborđsleikari Clickhaze er ţekktastur hérlendis sem bassaleikari flottustu pönksveitar heims,  fćreyska tríósins 200.
  Ţannig mćtti áfram telja.
  Högni hóf sólóferil međ lágstemmdri plötu,  Most  Beatiful Things, 2003.  Plötu sem einkenndist af fallegum og ljúfum lögum.
  Nćsta plata,  Morning Dew, kom út 2006 og var töluvert rokkuđ.  Međ henni sló Högni rćkilega í gegn hérlendis.  Titillagiđ og nokkur önnur lög nutu vinsćlda í íslenskum útvarpsstöđvum.  Högni kom fram á nokkrum hljómleikum á Íslandi í kjölfariđ.  Međal annars á Airwaves.  Hann er virkilega flottur sviđsmađur.  Fínn söngvari og spilar á gítar (og hvađa annađ hljóđfćri sem er).  Morning Dew  var útnefnd besta fćreyska platan ţađ áriđ á Fćreysku tónlistarverđlaununum AME.
  Ţriđja sólóplata Högna var Haré! Haré!. Hún kom út 2008.  Ţar hvađ viđ nýjan tón.  Bćđi í söngstíl og fönkuđum útsetningum.  Ţađ var nettur Prince-keimur í sumum lögum.
  Eitt lag af plötunni sló í gegn í Bandaríkjunum.  Ţađ heitir Bow Down.  Ţađ var notađ í heimsfrćgum bandarískum tölvuleik, NBA 2K11.  Á Ţútúpunni (youtube) hefur lagiđ veriđ spilađ milljón sinnum.
  Fjórđa sólóplatan,  Con Man, er ađ sumu leiti rökrétt framhald af Haré!Hare!.  En er töluvert rokkađri.  Ţetta er mögnuđ plata.  Allt er afgreitt á yfirvegađan hátt en samt ađ hluta til hrátt.  Herskáustu lög bera keim af Rage Against the Machine og jafnvel Atari Teenage Riot.  Ţađ rifjar upp ađ framan af var Clickhaze dálítiđ á Rage Against the Machine línunni.  
  Con Man er ađ nokkru leyti tvískipt plata.  Framan af er hún rokkuđ en ţegar á líđur taka ljúfu lögin viđ.  Allt góđ lög sem venjast vel viđ ítrekađa spilun.  Ţetta er plata sem gaman er ađ spila aftur og aftur og hún vex viđ hverja spilun.  
  Í fćreyska dagblađinu Dimmalćtting fékk platan ţá umsögn ađ hún sé besta fćreyska platan til margra ára.  Ţađ er ekki fjarri lagi.  Hún er ađ minnsta kosti ein besta fćreyska platan til margra ára og samanburđarhćf viđ allar bestu plötur á heimsmarkađi 2012.    
.

Bruce Springsteen segir frá íslenskri konu

 

  Vinna viđ heimildarkvikmynd um Brúsa frćnda (Bruce Springsteen) er komin á fljúgandi skriđ.  Nafn myndarinnar verđur "Springsteen & I".  Myndin er samvinnuverkefni ţriggja kvikmyndafyrirtćkja.  Ţau eru:  Ridley Scott Associates,  Black Dog Films og Scott Free London.  Uppskriftin ađ myndinni er sótt í margverđlaunađa mynd Scott Free London,  "Life In A Day". 

  Á heimasíđu Brúsa er upplýst ađ framleiđandi (producer) myndarinnar sé Svana Gísla.  Svana er međeigandi í Black Dog Films.  Ég veit fátt um Svönu annađ en ađ hún hefur eitthvađ komiđ ađ myndböndum fyrir Sigur Rós. 

  Á heimasíđu Brúsa eru ađdáendur hvattir til ađ senda Svönu frásagnir af ţví á hvern hátt Brúsi og tónlist hans hafa haft á líf viđkomandi.  Svana segir ađ ţađ skipti ekki máli hvort frásögn sé frá ađdáendum sem eru nýbúnir ađ uppgötva Brúsa eđa hvort ţeir séu búnir ađ vera harđlínuađdáendur í fjóra áratugi.  Svana biđur líka um sögur af foreldrum, ćttingjum, nágrönnum eđa öđrum sem séu ákafir safnarar á Brúsa-plötum.    

  Frestur til ađ senda inn frásagnir eru til 29. nóv.  Netfang Svönu er gefiđ upp:  info@springsteenandi.com .  Fólki er einnig bođiđ ađ hringja í Svönu.  Símanúmeriđ er hinsvegar ekki gefiđ upp.  Ţađ er skrítiđ.

  Brúsi er eitt stćrsta nafniđ í rokkinu.  Nafn Svönu Gísla ćtti ţví ađ verđa ţekkt á heimsvísu eftir ađ hafa veriđ kynnt á heimasíđu kappans.  Brúsi er ţekktur fyrir ţátttöku í ýmsum mannúđarmálum.  Til ađ mynda var hann á dögunum duglegur viđ ađ safna hjálparfé til stuđnings ţeim sem eiga um sárt ađ binda eftir fellibylinn Sandy.  Hann hefur einnig lagt Amnesty International liđ og túrađ undir merkjum ţessa helsta málsvara samviskufanga heims.  Svo fátt eitt sé nefnt.  Fyrir fjórum árum tók Brúsi í fyrsta skipti ţátt í beinni stjórnmálabaráttu međ ţví ađ styđja forsetaframbjóđandann Hussein Obama.  Ţeir eru góđir vinir.  Svana Gísla á vćntanlega eftir ađ verđa tíđur gestur í Hvíta húsinu. 


Músíksmekkur frambjóđenda reiđ baggamun

 

  Ţegar lítill munur er á fylgi forsetaframbjóđenda í Bandaríkjum Norđur-Ameríku ţá getur músíksmekkur ţeirra ráđiđ úrslitum.  Ţađ gerđist í tilfelli Husseins Obama og Mitts Romneys.  Músíksmekkur ţess fyrrnefnda er meira sannfćrandi og á víđar snertiflöt međ hinum almenna Bandaríkjamanni.  Eđa öllu heldur einhversskonar ţverskurđi af honum.

  Músíksmekkur Mitts Romneys er nánast einskorđađur viđ eldri hvíta kalla.  Ađ vísu sagđist Mitt helst hlusta á klassík og djass.  Hann gat ţó ekki nefnt nein nöfn í ţeirri deild.  Ţess í stađ er hann ţokkalega vel ađ sér um eldri kántrýrokkara og uppáhaldshljómsveitir á borđ viđ Eagles, Beach Boys og Aerosmith.  Til ađ mynda ţykir honum Beach Boys réttilega ekki vera sama gamla góđa grúppan og í gamla daga.  
  Gamli fyrrverandi sólógítarleikari Eagles,  Don Felder,  er persónulegur vinur Romneys og stuđningsmađur.  Annars hefur Eagles í áratugi veriđ í stuđningsliđi Jerrys Browns, demókrata og af og til ríkisstjóra í Kaliforníu. 
 
   Hussein Obama er, eins og Mitt, svag fyrir músík hvítra eldri manna.  En hann er líka fyrir rappiđ og ljóđasöng,  sálarpopp og djassJohn Coltrane,  Miles Davis og Charlie Parker eru iPodinum hans.  Međal annarra flytjenda sem Obama hefur dálćti á eru Brúsi frćndi (Springsteen),  Steve Wonder,  Eminem,  Jay Z,  Fugees,  Sheryl Crow,  The Rolling Stones,  Bob Dylan,  James Brown og Gil Scott-Heron.
.
  Reyndar er ástćđa til ađ setja fyrirvara viđ yfirlýsingar frá frambjóđendum um uppáhalds tónlistarmenn.  Markađsdeild frambođsins er stundum međ puttana í ţví dćmi.  Ef ekki ţá getur illa fariđ.  Einn sem atti kappi viđ Romney um útnefningu til forsetaframbođs hampađi ađdáun á pönk-fönk-rapp-metalsveitinni Rage Against the Machine.  Liđsmenn hennar brugđust ókvćđa viđ og fordćmdu flest sem sá stóđ fyrir.  Hann átti ekki möguleika eftir ţađ.  Romney vísađi óbeint í ţađ dćmi ţegar hann sagđist vera tregur til ađ telja upp uppáhalds tónlistarmenn sína sem hann vissi ađ styddu ekki frambođ sitt. 
 .
  

mbl.is Misskildu hvađ var ađ gerast í landinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvorn styđja poppstjörnurnar?

  Ţađ er skemmtilegur samkvćmisleikur ađ velta vöngum yfir forsetakosningum í Bandaríkjunum.  Sumar poppstjörnur eru áhugasamar um samfélagiđ og tala ćtíđ opinskátt um sín stjórnmálaviđhorf.  Ađrar poppstjörnur eru lítiđ fyrir ađ opinbera stjórnmálaskođanir sínar, svona ađ öllu jöfnu, en skjótast óvćnt fram í sviđsljósiđ ţegar stutt er til kosninga og styđja opinberlega sinn mann. 

  Í áranna rás hefur fjöldi skćrustu poppstjarna veriđ viljugur til ađ styđja opinberlega demókrata og frambjóđendur ţeirra.  Ţađ náđi hámarki ţegar Obama bauđ sig fram til forseta fyrir fjórum árum.

  Mun fćrri poppstjörnur hafa stigiđ fram til stuđnings republikunum og frambjóđendum ţeirra.  Ţađ er ađ segja bitastćđum poppstjörnum,  sem njóta virđingar og vinsćlda.  Ţađ er ekki beinlínis hörgull á lítt ţekktum kántrý-boltum í stuđningsliđi republikana.

  Međal yfirlýstra stuđningsmanna Obama er ţessa ađ finna:

Axl Rose (Guns ´N´ Roses)
Chris Cornell (Soundgarden)
Mick Jagger (Rolling Stones)
Paul McCartney
Bruce Springsteen
Eddie Vedder (Pearl Jam)
Red Hot Chili Peppers
Foo Fighters
No Doubt
Chris Martin (Coldplay)
Jon Bon Jovi
Snoop Doggy Dogg
Madonna
BB King
Pink
Kris Kristofferson
Buddy Guy
Merle Haggard
Herbie Hancock
Elton John
Arthea Franklin
Michael Franti (Spearheads)
Lady Gaga
Moby
Betty Midler
Tony Bennett
James Taylor
David Byrne (Talking Heads)
Cher
Paul Simon
50 Cent
Fiona Apple
Justin Bieber
Mariah Carey
Mary J. Blidge
Jay-Z
Beyonce
Kate Perry
Victoria Justice
Big Time Rush
Taylor Swift
Kesha
Miley Cyrus
Barbra Streisand
Will.i.am
Russell Simmons
Burt Bacharach
Jeff Beck
Steve Wonder
Kanye West
Usher
Justin Timberlake
Rza
Busta Rhymes
Common
Ice Cube
Gloria Estefan
Peter Frampton
Randy Newman
Nas
Barry Manilow
Jennifer Lopez
Cyndi Lauper
Philip Glass
Al Green
Jack Johnson
Quincy Jones
R. Kelly
Alicia Keys
Ricky Martin
Gloria Estefan
Earth, Wind & Fire

  Yfirlýstir stuđningsmenn Romneys eru ţessir helstir: 

Ronnie Milsap
Randy Owen
John Rich
The Oakridge Boys
Lane Turner
Alabama 
Kid Rock
Mike Love (Beach Boys)
Charlie Daniels
Sammy Hagar
Dave Mustaine (Megadeath)
Styx
Gene Simmons
Ted Nugent
LL Cool J
Nicki Minaj
Lynard Skynyrd
Shyne
MeatLoaf
Pat Boone
Osmonds
Vanilla Ice

mbl.is Úrslitin ráđast í Ohio
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Passa sig á löggunni

willie-nelson

  Löggan í Texas er dálítiđ skćđ.  Margar poppstjörnur hafa ekki áttađ sig á ţví og fariđ flatt á samskiptum viđ hana.  Djassađi kántrý-boltinn Willie Nelson er í hópi fjölmargra poppara sem hafa veriđ "böstađar" í Texas.  Og ţađ tvívegis fyrir ađ hafa hass í fórum sínum.  Ţađ kostađi hann dágóđar upphćđir í formi sekta.

John Popper

  John Popper í Blues Traveller er annar.  Líka međ hass í sínum fórum.  Síđar var hann "böstađur" međ byssur í Wasington (fjóra riffla, níu skammbyssur, Taser-byssu og fleiri svoleiđis leikföng).

120920-price

  Kántrý-boltinn Ray Price var "böstađur" í Texas međ hass.  Ţađ kostađi hann tćpar 90 ţúsund krónur. 

matthewmcconaughey6_240

  Poppstjarnan Matthew McConaughey var böstuđ međ maríjúana og var nakin á rölti innan um kannabisjurtir sínar ţegar laganna verđir í Texas handtóku hann. 

18-2-Herndon1

  Kántrý-boltinn frá Alabama,  Ty Herndon,  var "böstađur" í Texas.  Hann náđi ađ afgreiđa dćmiđ í samfélagsţjónustu.

Wes+Scantlin+Booking+Photo+pG-ZSVec5_wm

  Gítarleikari Puddle of Mud,  Wes Scantlin,  lenti í vondum málum ţegar hann varđ uppiskroppa međ áfengi í flugvél í Texas.  Hann var ósáttur og endađi í handjárnum í Austin í Texas. 

Michale-Graves

  Michale Graves,  forsprakki hinnar ágćtu pönksveitar Misfits,  var í Texas "böstađur" međ hass.  Dálítiđ neyđarlegt vegna ţess ađ hann er yfirlýstur og "aktífur"  íhaldsmađur sem fordćmir dópneyslu.  Sínum augum lítur hver á silfriđ. 

randy

  Kántrýboltinn ljúfi,  Randy Travis, hefur lent í margháttuđum vandrćđum í Texas.  Hann er mikill Jesú-kall og sćkir kirkjur.  Ekki alltaf án ţess ađ gutli vín í belg.  Hann hefur lent í áflogum fyrir utan kirkjuna sína oftar en einu sinni.  Ţar á međal hefur hann átt ţađ til ađ slást fyrir utan kirkjuna sína allsnakinn.  Og klessukeyra á bíl sínum fyrir utan kirkjuna.   Líka nakinn.  Svo og hótađ ađ skjóta lögreglumenn og eitthvađ svoleiđis.  Einnig nakinn.  Ţess á milli lofsyngur hann Jesú.  Amen. 

news.paulwall

  Pönkararnir Paul Wall og Baby Bash voru "böstađir" af löggunni í Texas.  Ţeir voru međ hass.

  Svo eru ţađ allar hinar poppstjörnurnar sem löggan í Texas hefur "böstađ":  Snoop Doggy Dog (sem núna heldur ţví fram ađ hann sé Bob Marley endurfćddur),  You Gotti,  Lyl Whine,  Fiona Apple,  Curren$y,  Wheelchair Sport Camp... Listinn er langur. 

  Lćrdómurinn sem má lćra af ţessu er ađ löggan í Texas hefur augun hjá sér og er ţefvís á dóp.  Löggan í Texas gefur ekki afslátt. 


Tillögur óskast. Tökum höndum saman. Styđjum Fćreyinga!

  Félagar fćreyska gítarleikarans Rasmusar heitins Rasmussens í hljómsveitinni Makrel og fćreyska rokksenan hafa hrundiđ af stađ söfnun fyrir ţví sem á ensku kallast Fountain House.  Ţađ er stofnun í nafni Rasmusar ţar sem fólk međ andlega erfiđleika verđur ađstođađ viđ ađ taka ţátt í ţjóđfélaginu:  Međ endurmenntun og stuđningi viđ ađ vera ţátttakendur í atvinnulífinu.

  Ţađ kostar um 50 milljónir íslenskra króna ađ koma ţessu á koppinn.  Viđ Íslendingar verđum ađ leggja ţessu liđ.  Ég óska eftir tillögum um ţađ á hvern hátt viđ getum lagt okkar lóđ á vogarskálar.  Kannski međ ţví halda styrktarhljómleika?  Kannski međ einhverju átaki ţar sem áheitum er safnađ?  Kannski međ ţví ađ setja upp hljómleikaferđ međ íslenskri hljómsveit,  fćreyskri hljómsveit og danskri hljómsveit í nafn málstađarins og ţćr túri saman um ţessi ţrjú lönd?  Kannski međ málverkauppbođi? Komiđ međ fleiri hugmyndir.

  Í dag rćddi ég viđ Margréti Marteinsdóttur dagskrárstjóra rásar 2.  Hún er áhugasöm um ađ rás 2 taki ţátt í átaki af ţessu tagi.  Án ţess ađ ég hafi rćtt viđ ráđamenn á öđrum útvarpsstöđvum ţá er ég viss um ađ átakiđ verđi stutt af X-inu,  Útvarpi Sögu og fleiri útvarpsstöđvum.  Kannski eru sjónvarpsstöđvar jákvćđar fyrir stuđningi?  Líka dagblöđ og vikurit. 

  Fyrsta skrefiđ er ađ fá hugmyndir.  Nćsta skref er ađ hrinda hugmynd í framkvćmd.  Ţetta er ákall til ykkar um ađ leggja hausinn í bleyti og koma međ tillögur.

fountain house - rasmuskertafleyting

  Frá kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn til minningar um Rasmus.


Ţađ er ennţá hćgt ađ ná hljómleikum međ gítarleikara Pauls McCartneys!

rusty og paul 

  Ţađ er ekki alltof seint ađ skemmta sér konunglega á hljómleikum međ gítarleikara bítilsins Pauls McCartneys.  Rusty Anderson og félagar syngja og leika viđ hvern sinn fingur á Grćna hattinum á Akureyri á laugardaginn (20. október) og síđan bćta ţeir um betur á Rósenberg á mánudaginn.

  Ég náđi hljómleikunum í Austurbć í kvöld.  Á fyrsta hluta hljómleikanna voru fyrst og fremst frumsamin lög Rustys sjálfs.  Sum ţeirra nokkuđ Bítlaleg.  Rusty sagđi frá tilurđ laganna og lék á alls oddi.  Fjölhćfur og flinkur gítarleikari.  Hann er ekki eins gítars mađur.  Hann skipti oft um gítar.  Hljómsveitin var fjölmenn.  Allt Íslendingar nema bassaleikarinn.  Trommarinn er búsettur í Bandaríkjunum og fastur liđsmađur í hljómsveit Rustys.

  Rusty bindur sig ekki viđ einn músíkstíl, fremur en Bítlarnir.  Hann stekkur úr hörđu rokki yfir í kassagítarballöđur eđa reggí.  Reggílag kvöldsins var úr smiđju Bobs Marleys.  Rusty sagđi ástćđuna fyrir ţví vera ţá ađ trommarinn úr Police hafi veriđ ađ spila inn á plötu međ sér.  Rusty fannst ómögulegt annađ en láta ţennan reggí-jálk njóta sín í eins og einu reggílagi.

  Um miđbik hljómleikanna spratt Gunnar Ţórđarson fram á sviđ.  Fyrst flutti hann einn síns liđs Bítlalagiđ  Blackbird.  Bítladrengirnir blíđu bökkuđu hann síđan upp í Bítlalaginu  Don´t Let Me Down.  Ţví nćst söng Andrea Gylfa Bítlalagiđ  Elianor Rugby.   Magnús R. Einarsson söng  Strawberry Fields.  Bítlalögin héldu áfram ađ tikka inn.  Rusty skaut ţó inn á milli einhverjum frumsömdum lögum.  En líka einu Wings-lagi.  Svo voru ţađ Bítlalög eins og Birthday  (sem er fast á hljómleikadagskrá Pauls og Rustys) og  And Your Bird Can Sing.  George Harrison lá ekki óbćttur hjá garđi.  Bassaleikarinn söng blússlagarann hans,  Old Brown Shoe

  Ţarna var samankomiđ einvalaliđ snillinga.  Allt í allt á annan tug.  Ţetta var góđ skemmtun.  Tveir góđglađir áheyrendur skerptu á stemmningunni.  Ţegar Gunni ţórđar hafđi veriđ fjarri góđu gamni í nokkrum lögum hrópađi annar:  "Hvar er Gunni Ţórđar?"  Sessunautur hans svarađi:  "Ég er hrifnastur af stelpunni!".  Hann hlýtur ađ hafa átt viđ Andreu. 

  Missiđ ekki af hljómleikunum á Grćna hattinum og Rósenberg.

Rusty Anderson


Spennandi hljómleikar Rustys, gítarleikara Pauls McCartneys, í Austurbć

Rusty Anderson

  Hljómleikar gítarleikara bítilsins Pauls McCartneys verđa á morgun (fimmtudag) í Austurbć.  Rusty Anderson heitir kappinn og hefur veriđ einskonar hćgri hönd Pauls (Paul er örvhentur) til fjölda ára og gítarleikur hans sett sterkan svip á plötur Pauls.  Ásamt spilamennskunni međ Paul hefur Rusty haldiđ úti eigin hljómsveit og sent frá sér sólóplötur, sem innihalda m.a. bassaleik og söng Pauls.  Músík Rustys ţykir svipa mjög til tónlistar Pauls.  Ţađ er eđlilegt. 

   Á hljómleikum međ Paul er Rusty iđulega bćđi í hlutverki Johns Lennons og Georges Harrisonar í Bítlalögum.  

  Rusty kemur međ hljóđfćraleikara međ sér.  Fjöldi íslenskra tónlistarmanna syngur og spilar einnig međ ţeim.  Međ ţví ađ smella á "posterinn" hér fyrir ofan má sjá nöfn ţeirra.

  Miđasala er á midi.is.


Fćreyingar eru yndislegt fólk

rasmus og jón gnarr 

  Ég kom fyrst til Fćreyja 1993.  Ţá var kreppa í Fćreyjum.  Ég skrapp međ Norrćnu í helgarferđ ásamt syni mínum.  Vegna kreppunnar var lágt ris á Fćreyingum. 

  .
  Nćst fór ég til Fćreyja 1998.  Ţađ bar ţannig til ađ fćreyskur tómstundaskóli fékk mig til ađ halda ţar námskeiđ í skrautskrift.  Ţađ var fyrir tilstilli fćreyskrar konu sem var viđ nám í Háskóla Íslands.
.
  Elskulegheit Fćreyinga voru nćstum yfirţyrmandi.  Eitt lítiđ dćmi.  Á lokakvöldi námskeiđs tilkynntu nemendur ađ ţeir vildu gefa mér jólagjöf (ţetta var í desember).  Orgeli var rúllađ inn í kennslustofuna og námskeiđshópurinn söng fyrir mig raddađa útgáfu af "Heims um ból" (sem á fćreysku heitir "Gleđileg jól").  Námskeiđ mitt var kvöldnámskeiđ.  Hópurinn hafđi tekiđ sér frí um daginn til ađ ćfa sönginn međ organista.
.
  Um ţađ leyti sem námskeiđinu lauk ţetta kvöld birtist Rasmus Rasmussen og félagar hans í ţungarokkshljómsveitinni Diatribes.  Ţeir höfđu heyrt útvarpsviđtal viđ mig.  Ţar kom fram ađ ég vćri áhugasamur um ţungarokk.  Ţeir buđu mér á hljómleika međ Diatribes í ćfingarhúsnćđi hljómsveitarinnar.  Ég var eini áheyrandinn.  Ţetta voru einkahljómleikar fyrir Íslendinginn.  Ţar tókst góđur vinskapur viđ Rasmus og félaga hans í hljómsveitinni sem varir enn.
.
  Annađ dćmi:  18 ára stelpa sem var á námskeiđinu bankađi upp hjá mér á sunnudeginum (frídegi).  Hún og mamma hennar vildu sýna mér Kirkjubć, sem er fornt setur skammt frá Ţórshöfn.  Ţar vörđum viđ síđdeginu.
  Ég hef kennt skrautskrift á námskeiđum á Íslandi í 32 ár.  Sjaldnast nć ég ađ kynnast ţátttakendum utan námskeiđstímans.  Ţessu er öđru vísi variđ í Fćreyjum.  Fjöldi ţátttakanda hefur haldiđ góđu sambandi viđ mig alla tíđ eftir ađ námskeiđi lauk.
.
  Enn eitt dćmi:  Ég heimsótti plötubúđina Tutl.  Fann ţar ýmsar áhugaverđar rokk- og djassplötur. Sennilega hátt í 20 plötur. Ţegar ég ćtlađi ađ borga fyrir plöturnar sagđi afgreiđslumađurinn:  "Ţađ er svo gaman ađ Íslendingur hafi áhuga á fćreyskri músík ađ búđin gefur ţér ţessar plötur."
  Ég tók ţađ ekki í mál en sagđist ţiggja magnafslátt.  Niđurstađan varđ sú ađ ég fékk 20% afslátt.
.
  Svona hafa samskiptin viđ Fćreyinga veriđ.  Síđar hafđi ég milligöngu um ađ fćreyska ţungarokkshljómsveitin Hatespeech hélt hljómleika á Íslandi.  Og 2002 hafđi ég milligöngu um ađ hljómsveit Rasmusar,  Makrel, tók ţátt í Músíktilraunum Tónabćjar.  Einnig tók ég ţátt í ţví ađ koma hérlendis á kopp "Fćreysku bylgjunni" međ Tý, Clickhaze,  Eivöru,  pönksveitinni 200 og fleirum.  Ţađ var Kiddi kanína sem bar hita og ţunga af ţví dćmi öllu.  Ég bara hjálpađi til.  Kiddi var potturinn og pannan í "Fairwaves".
.
  Ţađ var reiđarslag ţegar Rasmus varđ fyrir hrottalegri líkamsárás á skemmtistađnum Glitni í Ţórshöfn 2006.  Sú saga er kunn.  Heift sumra Fćreyinga í garđ samkynhneigđra stangast á viđ elskulegheit Fćreyinga almennt. 
.
  Viđ Íslendingar höfum ekki efni á ađ berja okkur á brjóst í fordćmingu á Fćreyingum.  Ţađ er ekkert svo langt síđan Hörđur Torfason ţurfti ađ flýja land vegna kynhneigđar.  Hann sćtti morđtilraun ásamt öđrum grófum ofsóknum.  Ég man ekki hvort ţađ var á ţessu ári eđa í fyrra sem trans-manneskja var lamin á Íslandi.  
.
  Í "kommentakerfi" á íslenskum netsíđum, á fésbók og víđar hafa menn fordćmt Fćreyinga vegna ţess sem Rasmus mátti ţola.  Menn hafa krafist stjórnarslita viđ Fćreyja og annađ í ţá veru.  Fordćmt Fćreyinga sem svartnćtti miđalda.  
.
  Ţađ hefur orđiđ gífurleg viđhorfsbreyting í Fćreyjum frá 2006.  Kúvending.  Mjög hröđ kúvending.  
  .
  Dćmi:  Fyrsta Gay Pride gangan í Fćreyjum var 2007.  Ađeins örfáir tugir mćttu í gönguna.  Flestir búsettir erlendis (Íslendingar og Danir).  Í sumar ţrömmuđu á sjötta ţúsund Gay Pride í Fćreyjum.  Ţađ er sennilega hćsta hlutfall íbúafjölda í heimi utan Gay Pride á Íslandi.  Íbúar Fćreyja eru 48 ţúsund.
.
  Í desember 2006 var lögum breytt í Fćreyjum.  Nýju lögin banna ofsóknir gegn samkynhneigđum.  Lögin voru samţykkt međ 17 atkvćđum gegn 15.  Ţeir 17 lögţingsmenn sem samţykktu nýju lögin eru fulltrúar meirihluta Fćreyinga.
.
  Öll rokkmúsíksenan í Fćreyjum studdi nýju lögin ásamt meginţorra ungra Fćreyinga. 
.
  Sá fćreyskur lögţingsmađur Fćreyja sem telst vera í forsvari fyrir ofsóknum gegn samkynhneigđum,  Jenis av Rana, hefur tapađ verulegu fylgi í prósentum taliđ.  Hans flokkur var međ 3 lögţingsmenn en er nú ađeins međ 2.  Jenis nýtur ađeins 6% fylgis í dag.  Ţađ er af sem áđur var.
.
  Fyrir tuttugu árum voru 90% Fćreyinga andvígir ţví ađ samkynhneigđir gćtu skráđ sig í sambúđ (skrásets parlags samkyndra).  Í dag eru 3/4 Fćreyinga fylgjandi ţví ađ samkynhneigđir geti skráđ sig í sambúđ.  Ţađ er borđliggjandi ađ lög ţar um verđi samţykkt.
...
  Ţađ segir margt ađ á annađ ţúsund manns fylgdi Rasmusi til grafar á laugardaginn í Ţórshöfn á laugardaginn. 
..
  Viđ megum ekki heimfćra ţćr ofsóknir sem Rasmus mátti sćta yfir á Fćreyinga almennt.  Alls ekki.  Fćreyingar eru yndislegt fólk.  Í Fćreyjum eru svartir sauđir alveg eins og á Íslandi.   Meginţorri Fćreyinga er gott fólk..
.
  Á myndinni fyrir ofan eru Rasmus og borgarstjóri Reykjavíkur,  Jón Gnarr.  Lagiđ á myndbandinu hér fyrir neđan er flutt af fćreysku söngkonunni Dortheu Dam


Bréfiđ frá Rasmusi

r-a-s-m-u-s.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Á minningarsamkomunni um fćreyska gítarleikarann og ţungarokkarann Rasmus Rasmussen las ég upp bréf frá honum.  Ţetta bréf sendi Rasmus vinum sínum mánuđi eftir ađ hann varđ fyrir fólskulegri líkamsárás, reyndi sjálfsvíg og var vistađur á geđdeild.  Textinn er sláandi.  Ekki síst ţegar hann er lesinn núna eftir ađ Rasmus hefur kvatt ţennan heim.

  Ýmsir hafa beđiđ mig um afrit af bréfinu.  Ţess vegna birti ég ţađ hér:

   Eins og ţiđ vitiđ ţá er ég enn á Deild 2.  Hér er gott ađ vera.  Ţrátt fyrir ađ ég sé búinn ađ vera hér í fjórar vikur ţá er ég ekki langţreyttur á ţví.  Hér upplifi ég mig öruggan.  Hér er yndislega friđsćlt og vítt til veggja.

  Engu ađ síđur ţykir mér ţađ ósanngjarnt ađ geta ekki upplifađ mig öruggan utan ţessara veggja;  ađ ganga út í daginn á međal fólks.  Ég sakna ţess ađ geta ekki fariđ út á lífiđ međ vinum mínum eđa kíkt inn á bar niđri í bć og spjallađ yfir bjórglasi.

  Sömuleiđis sakna ég ţess ađ geta ekki gengiđ um Ţórshöfn í daglegum erindagjörđum,  andađ ađ mér frísku lofti og dáđst ađ fegurđ lífsins sem blasir hvarvetna viđ ef mađur gefur ţví gaum.

  Ef ţessir fordómafullu og árásargjörnu menn hefđu bara veriđ annarsstađar en í Ţórshöfn.  Til dćmis í Litlu-Dímum eđa einhversstađar.  Ţá vćri ég núna ađ sinna mínum daglegu störfum í stađ ţess ađ sitja hér og skrifa ţetta. 

.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »