Fćrsluflokkur: Tónlist

Bestu lög síđustu 6 áratuga

  Breska popptónlistarblađiđ New Musical Express er sextíu ára.  Til hamingju međ ţađ.  Ţetta er vikublađ.  Ţađ hefur náđ ađ hrista af sér alla keppinauta í áranna rás.  Um hríđ atti ţađ kappi viđ fjölda annarra popptónlistarvikublađa (Melody Maker,  Sounds, Record Mirror...) sem öll lognuđust út af, hćgt og bítandi. 

  New Musical Express er nćst söluhćsta popptónlistarblađ heims (á eftir bandaríska Rolling Stone).  Ţađ mokselst í Bandaríkjunum og út um alla Evrópu.  Í Bandaríkjunum er NME selt í öllum blađsölustöndum úti á gangstéttum.  Bandarísk poppblöđ,  önnur en Rolling Stone, eru ekki til sölu í ţessum blađsölustöndum.  Ţau fást ađeins í bókabúđum.  NME hefur mikil áhrif í popptónlistarbransanum og er breskri popptónlist ómetanlegur sendiherra.

  Í tilefni afmćlisins hefur New Musical Express leitađ til fjölda rokkstjarna til ađ setja saman lista yfir bestu lög sem komiđ hafa á markađ á líftíma New Musical Express.  Ég er sjaldan verulega óánćgđur međ svona lista.  En ţeir eru samt aldrei alveg eftir mínu höfđi.  Ţessi listi er meira á skjön viđ mín viđhorf en flestir ađrir listar.  Engu ađ síđur er ég sáttur viđ toppsćtiđ.  Ţar fyrir utan lít ég svo á ađ eiginleg sćtaröđ skipti ekki miklu máli.  Mikilvćgara er ađ viđkomandi lag sé á listanum.  Svo er ţetta nú bara léttur samkvćmisleikur.  Engin ástćđa til ađ taka hann of alvarlega.  Ţetta er líka góđ ástćđa til ađ rifja upp kynni viđ mörg frábćr lög.

1. Joy Division – 'Love Will Tear Us Apart'
2. Pulp – 'Common People'

3. David Bowie – '"Heroes"'
4. The Beach Boys – 'Good Vibratons'
5. New Order – 'Blue Monday'
6. The Stone Roses – 'She Bangs The Drums'
7. The Smiths – 'There Is A Light That Never Goes Out'


8. The Specials – 'Ghost Town'
9. Dizzee Rascal – 'Fix Up, Look Sharp'
10. Oasis – 'Wonderwall'
11. The Rolling Stones – 'Sympathy For The Devil'
12. The Ronettes – 'Be My Baby'
13. Michael Jackson – 'Billie Jean'


14. Sex Pistols – 'God Save The Queen'


15. The Beatles – 'A Day In The Life'
16. The Cure – 'Boys Don't Cry'
17. Bob Dylan – 'Like A Rolling Stone'
18. The Beach Boys – 'God Only Knows'
19. Madonna – 'Like A Prayer'
20. The Stone Roses – 'I Am The Resurrection'

  Lesendum var bođiđ upp á ađ setja saman samskonar lista.  Hann er glettilega líkur.  Svo kannski er ţetta bara dálítiđ eins og stađan er.


Bestu hljómsveitanöfnin

  Spin er nćst söluhćsta bandaríska tónlistarblađiđ á eftir Rolling Stone.  Í nýjasta heftinu hafa Spin-verjar tekiđ saman áhugaverđan lista yfir bestu hljómsveitarnöfnin.  Listinn er unninn út frá mörgum sjónarhornum.  Međal annars hvađ nafniđ gerir fyrir ímynd hljómsveitarinnar,  hvernig samspil nafnsins og hönnun vörumerkisins (logo) virkar,  hvernig nafniđ hljómar á alţjóđamarkađi og sitthvađ fleira.  Vćgi hvers ţáttar varđandi nafniđ fćr tiltekin stig og samtalan rađar nöfnunum í sćti á listanum.  Niđurstađan er ţessi:

1  Motorhead

  Nafniđ var upphaflega heiti á sönglagi um spítthausa (dópista).  Lagi sem Lemmy,  forsprakki ensku Motorhead,  samdi og gaf út međ hljómsveitinni Hawkwind.  Motorhead-tríóiđ spilar hrátt,  hart og "röff" 3ja mín rokk.  Lemmy var rekinn úr Hawkwind vegna dópneyslu.  Nafniđ hljómar eins og yfirlýsing á einhverju vondu.  Sú er einmitt ástćđan fyrir ţví ađ embćttismenn ÁTVR (vínsölu á Íslandi) settu bjór međ samnefndu heiti á bannlista.  Í forsjárhyggju sinni telja ţeir vera hćttu á ađ ţeir sem komist í tćri viđ mjöđinn verđi dópistar og glćpamenn.  Međ ţví ađ banna drykkinn á Íslandi er Íslendingum forđađ frá slíkum örlögum.   

2  MC5

  Nafniđ hljómar eins og rađnúmer fyrir eitthvađ sem hefur veriđ stimplađ út úr bílaiđnađi í bílaiđnađarborginni Detroit (Motor City).  Númeriđ 1 stendur ţar fyrir sportbíla og vopn.  Númeriđ 2 stendur fyrir kraftmikla bíla.  Og svo framvegis.  Númer 5 er tilvísun í lag blúsjöfursins Johns Less Hookers  Motor City is Burning.  Ţađ fjallar um mannréttindabaráttu blökkumanna.  Talan 5 hefur skírskotun til margra annarra hluta.  Til ađ mynda bresku hljómsveitina Dave Clark Five,  hljómsveitar sem liđsmenn MC5 skilgreindu sem Bítla-wanna-be.  Já,  hlómsveitin MC5 er frá Detroit.  Herská hljómsveit sem spilađi pönk mörgum árum áđur en pönkiđ varđ til sem skilgreindur músíkstíll.  Ţekktasta lag MC5,  Kick Out The Jams, hefur veriđ krákađ (cover song) af ótal seinni tíma spámönnum, allt frá Rage Against the Machine til ótal pönksveita.

3  NWA

  Skammstöfun fyrir Niggaz With Attitude (Negrar međ afstöđu).  Bandarísk rapp hipp-hopp hljómsveit sem reif kjaft og gerđi grín.  Einstakir liđsmenn NWA áttu síđar farsćlan sólóferil.  Frćgastur ţeirra er Ice Cube.         

4  Big Star

  Táningapoppsveit sem ég veit fátt um annađ en ađ hún var leiđinleg.  En nafniđ er öflugt fyrir ţannig hljómsveit.

5  Joy Division

  All svakalegt og óhugnanlegt nafn á enskri nýrokkssveit.  Nafniđ er sótt í fangabúđir ţýskra nasista sem hýstu kynlífsţrćla. 

6  Dead Kenndys

  Bandarísk pönksveit sem hélt á lofti dauđaslysi er ţingmađurinn Ted Kenndy ók blindfullur út af brú.  Kćrasta hans drukknađi og hann flúđi af vettvangi.  Nafniđ vísađi jafnframt til ţess ađ fleiri úr Kennedy-fjölskyldunni féllu frá langt fyrir aldur fram.  John F. Kennedy,  forseti Bandaríkjanna, var myrtur.  Einnig dómsmálaráđherrann Robert Kennedy.  Afar ósmekklegt nafn á hljómsveit en ţetta var, jú,  ruddaleg pönkhljómsveit.

  Ţegar ég gerđi út pönkplötubúđina Stuđ á Laugavegi fór međeigandi minn í innkaupaferđ til New York.  Hann mćtti á plötuheildsölu og hugđist kaupa plötur međ Dead Kennedys.  Afgreiđslumađurinn ţekkti ekki hljómsveitina og trylltist.  Reiddi hnefa til höggs og spurđi hvađa ósmekklegi brandari ţetta vćri um dauđsföll Kennedy-manna.

  Nokkru síđar var ég staddur í Florida og keypti ţá nýútkomna plötu međ Dead Kenndys.  Afgreiđslumađurinn lagđi hart ađ mér ađ vera á varđbergi gagnvart ţessari hljómsveit.  Hún vćri klámfengin og orđljót.  Ţađ vćri alfariđ á mína ábyrgđ ađ kaupa plötu međ svo óforskammađri hljómsveit.  Ég yrđi ađ taka ábyrgđ á ţeim gjörđum sjálfur.  Nokkru síđar var unglingur dćmdur í fangelsi í Florida fyrir ađ kaupa dónaplötu međ rapphljómsveitinni 2 Live Crew.

  Sumir halda ţví fram ađ Jello Biafra, söngvari Dead Kenndys, sé samkynhneigđur.  Ţađ skiptir svo sem engu máli.  Ég tel ţó líklegra ađ ef svo vćri ţá myndi hann vera opinskár um ţađ.  Hann er ţannig náungi. 

7  Brian Jonestown Massacre

  Mig rámar í ađ ţessi hljómsveit sé Íslandsvinir.  Ég átta mig ekki á nafninu.  Ţađ er einhver tilvísun í dópneyslu og öfga-Jesú-trúaruppátćki. 

8  Devo

  Nafniđ er stytting á de-evolution (ţróunarkenningu).  Stutt og töff nafn fyrir bandaríska nýbylgjuhljómsveit nýbylgjuáranna.  Söngvahöfundar The Rolling Stones,  Richards/jagger hafa ströng skilyrđi fyrir höfundarrétti sínum.  Ţađ má ekki flytja söngva ţeirra nema í ţeirra útsetningum og ţađ má ekki ţýđa texta ţeirra yfir á annađ tungumál.  Til ađ mynda leyfđu ţeir ekki ađ gefinn yrđi út á plötu flutningur Bjarkar og PJ Harvey á ţessu lagi.  En ţeir lögđu blessun sína yfir ţessa kráku (cover song) Devo. 

  Í óleyfi The Rolling Stones gáfu Sniglarnir út í sinni útgáfu lagiđ Honky Tonk Woman (Himpi gimpi gella) og Megas um Jonna Sig.  Uss, látum Stónsarana ekki vita af ţví. 

9  AC/DC

  Skammstöfun fyrir háspennu rafmagn.  Einnig slangur yfir bi-sexual.  Nafniđ vísar ţó frekar til ţess ađ ţetta sé ástölsk harđ-rokk metal hljómsveit. 

10 Slayer

  Ég átta mig ekki á nafninu.  Ţađ hefur eitthvađ ađ gera međ blóđţyrst ungmenni sem leiđist.  Nafniđ er stytting á orđinu dragonslayer.  Ţađ hefur einnig eitthvađ ađ gera međ Jesú-börn. 

  Fyrir nokkrum árum stóđ ég á ţessum vettvangi fyrir vali á besta íslenska hljómsveitarnafninu.  Spilverk ţjóđanna sigrađi međ yfirburđum.  Síđar stóđ - ađ mig minnir Fréttablađiđ - fyrir samskonar skođanakönnun og fékk sömu niđurstöđu. 


Grćnlenski ţjóđhátíđardagurinn

  Nú, 21. júní, er ţjóđhátíđardagur Grćnlands haldinn hátíđlegur um allt Grćnland.  Jafnframt halda Grćnlendingar búsettir utan Grćnlands upp á daginn ţar sem ţeir eru staddir.  Einmitt líka í dag, 21. júní.  Af ţví tilefni syngur og spilar margur góđur Grćnlendingurinn óđinn um sólina,  Seqineq.  Magnađ sönglag úr smiđju ţungarokkssveitarinnar Piitsukkut.  Ţađ var hljóđritađ "live" í hljóđveri í einu rennsli.  Ég setti ţađ á v-norrćna safnplötu,  Rock from the Cold Seas, sem ég tók saman á tíunda áratugnum.  Ţađ er um ađ gera ađ syngja hraustlega međ.  Textinn er einfaldur:

Takuat seqineq nuisoq,

takuat aput aattoq,

takuat siku peeruttoq, takuat aasalersoruna.

Isivit takuai ilulissat immami,

isivit takuai imaq qillarissoq,

tassa illit nammineq

aamma uanga nunarput,

allanit tamanit kusanarnerusoq,

asanarnerusoq.

  Hćgt er ađ hlusta á fleiri spennandi lög (fyrstu 30 sek af hverju lagi) á Rock from the Cold Seas međ ţví ađ smella á ţessa slóđ:  http://www.emusic.com/listen/#/album/various-artists/rock-from-the-cold-seas/10825291/  (eđa:  http://music.ovi.com/in/en/pc/Product/Various-Artist-TUTL/Rock-from-the-Cold-Seas/3284076 ).

rock from the cold seas


Stórfenglegir fćreyskir hljómleikar í Hörpu

  Fćreyska álfadrottningin,  Eivör,  og fćreyska heimspoppshljómsveitin Yggdrasil héldu óvćnt hljómleika í kyrrţey í Hörpu í kvöld.  Í kyrrţey segi ég vegna ţess ađ hljómleikarnir voru ekki auglýstir.  Ég held ađ miđasala hafi ekki einu sinni veriđ á midi.is.  Fćreyingarnir sáu enga ástćđu til ađ gera eitthvađ mál úr ţessu.  Ţetta var ađeins til gamans gert.   

  Hljómleikunum var "riggađ" upp međ hrađi.  Eivör og Yggdrasil hefja nefnilega hljómleikaferđ um Bandaríkin og Kanada á morgun.  Ţađ er ekki beint flug frá Fćreyjum til Ameríku.  Ţess vegna fljúga ţau frá Fćreyjum til Íslands og héđan til Ameríku.  Komu til Íslands í dag og fara á morgun.  Ţeim ţótti upplagt ađ nota kvöldiđ til ađ spila í Hörpu, frekar en ađ gera ekki neitt.

  Hljómleikarnir spurđust út.  Mćting var góđ.  Svo gott sem fullur salur.

  Yggdrasil er rösklega fertug heimspoppshljómsveit (world music) međ sterkum djasskeim.  Músík hennar mćtti einnig kalla frjálsan ţjóđlegan djass (ethno-jazz).  Píanóleikarinn og tónskáldiđ Kristian Blak er forsprakki Yggdrasil.  Hugmynd hans var sú ađ Yggdrasil yrđi sam-norrćn hljómsveit.  Ţannig skipuđ var hljómsveitin framan af ferli.  Međ tímanum hafa Fćreyingar ţó orđiđ ráđandi í henni.  En jafnan ţó einhver útlendingur međ.  Ađ ţessu sinni er ţađ sćnski blásarinn Anders Hagberg.

  Eivör var söngkona Yggdrasil um 2ja ára skeiđ á fyrri hluta ţessarar aldar.  Ţetta var í fyrsta skipti sem hún syngur aftur međ Yggdrasil.  Ţađ var rosalega gaman á ađ hlýđa.  Ţađ var eins og Eivör og sextettinn hefđu ekki tekiđ sér svo mikiđ sem dags hlé,  svo vel smullu ţau saman. 

  Ađ tveimur lögum afgreiddum hvarf sextettinn af sviđi.  Eivör söng ţá og spilađi viđ eigin undirleik,  m.a. nokkur splunkuný lög sem verđa á plötu međ henni er kemur út í lok ágúst.  Í ţeim lögum naut Eivör ađstođar bassa- og hljómborđsleikarans Mikaels Blaks.  Ţetta var frumflutningur á ţessum lögum á sviđi.  Ţau eru ljúf, falleg og gefa góđ fyrirheit um plötuna. 

  Liđsmenn Yggdrasil fjölmenntu aftur á sviđ.  Eivör söng ţá međ ţeim nokkur gömul fćreysk lög.  Áheyrendur kunnu svo vel ađ meta ađ hljómsveitin var klöppuđ ákaft upp.  Er hljómleikunum lauk tróđust gestir ađ söluborđi međ fćreyskum plötum.  Ţeir toguđust á um plötur međ lögunum sem Eivör og Yggdrasil höfđu flutt.  Ţađ stađfesti hversu mjög gestir höfđu heillast upp úr skóm.   


Vel heppnađir afmćlishljómleikar til heiđurs Paul McCartney

afm 

 - Viđburđur:  Paul McCartney 70 ára afmćlistónleikar

 - Flytjendur:  Ýmsir

 - Stađsetning:  Eldborg, Hörpu

 - Einkunn:  ****1/2 (af 5)

  Ţađ var tími til kominn ađ settir vćru upp hérlendis alvöru stórhljómleikar til heiđurs bítlinum Paul McCartney, farsćlasta tónlistarmanni sögunnar.  Enda tengsl Bítlanna viđ Ísland margháttuđ og náin.  Gunnar Ţórđarson á til ađ mynda jakka af Paul McCartney,  bara svo eitt dćmi sé tekiđ.

  Hljómleikarnir hófust á ţví ađ Björgvin Gíslason spilađi á sítar viđ undirleik ásláttarhljóđfćra.  Ţađ gaf tóninn aftur til ársins 1965 er indverska hljóđfćriđ sítar var fyrst brúkađ í tveimur lögum á Bítlaplötunni  Rubber Soul.   Ţađ ţótti framandi, spennandi og sýrt.  Sítar setti svip á fleiri Bítlaplötur og hippaárin. 

  Nćst gekk barnung stúlka á sviđ.  Hún settist viđ píanó og söng afmćlissöng fyrir Pál McCartney,  eđa Palla eins og hún kallađi hann.  Undirleikinn afgreiddi hún međ einum putta.  Ţetta var krúttlegt,  skapađi skemmtilega stemmningu og gaf tóninn fyrir ţađ ađ menn voru ekki í of hátíđlegum stellingum heldur ađ skemmta sér og öđrum á léttu nótunum.

  Svo fór hljómsveitin ađ tínast inn.  Magnús R. Einarsson (gítar, söngur) hafđi orđ fyrir henni.  Kynningar hans voru launfyndnar.  Ađrir gítarleikarar voru Gunnar Ţórđarson,  Eđvarđ Lárusson og Ţórđur Árnason,  auk Björgvins Gíslasonar.  Ásgeir Óskarsson og Karl (ég náđi ekki eftirnafni hans) trommuđu.  Pálmi Sigurhjartarson og Jakob Frímann Magnússon sáu um hljómborđ.  Tómas M. Tómason var á bassa og Gísli Helgason blés í flautu.

  Fyrir utan Magnús R. Einarsson skiptu á milli sín söngnum ţau Labbi í Mánum,  Baddi í Jeff Who,  Gunnar Ţórđarson,  Andrea Gylfadóttir,  Egill Ólafsson,  Eyţór Ingi og nafni hans Kristjánsson. 

  Iđulega voru 10 - 12 manns á sviđi í einu.  Stundum fćrri og allt niđur í ţađ ađ Gunnar Ţórđarson flutti Blackbird  einn og óstuddur (söngur, kassagítar).  Ađ óreyndu hefđi ég haldiđ ađ vanur öskursöngvari fengi ţađ hlutverk ađ syngja  Oh Darling.  En Gunnar Ţórđarson afgreiddi ţađ međ sóma.  Hann beitti öskursöngstílnum ađeins til spari en söng kröftuglega ađ öđru leyti. 

  Valiđ á Gunnari í sönghlutverkiđ í  Oh Darling  er ágćtt dćmi um ţađ ađ enginn reyndi ađ herma eftir Paul,  hvorki í söng né hljóđfćraleik hans eđa međspilara hans.  Ţađ var besti kostur.  Öll tónlistin var lausbeislađri, hrárri, líflegri og kraftmeiri fyrir bragđiđ.  Jafnvel djammstemmning á köflum.  Oftast fékk samt upprunastemmning lagsins ađ halda sér ađ einhverju leyti.  En ţađ var einnig brugđiđ á leik.  I Wanna Be Your Man,  lagiđ sem Paul McCartney og John Lennon sömdu fyrir The Rolling Stones 1963,  var hér afgreitt í léttri kántrýblússveiflu.  Rokklag Johns Lennons,  Help,  var flutt í hćgagangi og verulega frábrugđiđ Bítlaútgáfunni.  Ţannig uppátćki krydduđu dagskrána og juku á fjölbreytileikann,  sem er ćrinn í lagasafni Pauls McCartneys. 

  Ţađ kom vel út ađ lauma međ í pakkann nokkrum Lennon-lögum.  Ţeir Paul og John fluttu á sólóferli sínum á hljómleikum lög hvors annars og Paul er enn ađ syngja Lennon-lög.  Ţar fyrir utan sömdu ţeir fjölda laga í sameiningu.

  Lagavaliđ á afmćlishljómleikunum spannađi allan feril Pauls frá fyrstu Bítlaplötu til nýjustu sólóplötu.  Ég fékk ađ heyra öll mín uppáhalds McCartney-lög:  Helter Skelter,  Let Me Roll It,  Live And Let Die,  Birthday,  Why Don´t We Do It In The Road...  Ađ ógleymdu ţví ţrekvirki ađ taka löngu lagasyrpuna af B-hliđ  Abbey Road  plötunnar.  Ţađ ţarf virkilega góđa hljómsveit og góđa söngvara til ađ gera henni eins góđ skil og ţessi hópur,  glćsilegt úrval afburđarfólks. 

  Lokalag hljómleikanna (eftir uppklapp) var  Hey Jude.  Ţá stóđ salurinn upp og klappađi og söng međ.  Ljós voru kveikt og allir gengu yfir sig ánćgđir út í nóttina.  Ţetta var frábćrt.  Hafi Davíđ Steingrímsson bestu ţakkir fyrir ađ standa fyrir ţessari góđu skemmtun.  Hann rekur Bítlabarinn Ob-La-Di Ob-La-Da á Frakkastíg.  Ţar er spiluđ lifandi Bítlamúsík á fimmtudögum og Andrea Jónsdóttir er plötusnúđur á sunnudögum.  Um ţessar mundir standa yfir sérstakir Bítladagar á Ob-La-Di Ob-La-Da.   


Hvađ var Marilyn Monroe međ margar tćr?

6 táa MM6 táa Marilyn Monroesix_toesmarilyn monr.

  Norma Jeane hét fögur dökkhćrđ bandarísk söng- og leikkona.  Hún gegndi sviđsnafninu Marilyn Monroe og litađi háriđ ljóst.  Hugsanlega er hún ţekktust í dag fyrir ađ hafa átt í ástarsambandi viđ Kennedy-brćđur.  Ţeir gegndu um tíma hátt settum stöđum á borđ viđ forsetaembćtti,  dómsmálaráđherraembćtti,  sátu á Bandaríkjaţingi og eitthvađ svoleiđis.  Sögusagnir eru um ađ ţeir hafi látiđ drepa stelpuna.  Pabbi ţeirra var sprúttsali.

   Áratugum saman hafa menn og konur deilt heiftúđlega um fjölda af tám á Marilyn.  Sumir fullyrđa ađ hún hafi veriđ međ 11 tćr.  Ađrir telja ađ ţćr hafi slagađ í 12.  Sjálf vissi Marilyn ţađ aldrei.  Hún kunni ađeins ađ telja upp ađ 10.


Annar áhugaverđur útvarpsţáttur

  Ţađ eru margir skemmtilegir og fróđlegir ţćttir á Útvarpi Sögu.  Útvarp Saga er ţjóđarútvarp.  Ţjóđin fćr ađ tjá sig ţar í símatímum og ţjóđin hlustar.  Einn af mörgum fróđlegum og áhugaverđum ţáttum á Útvarpi Sögu heitir  Fegurđ og heilsa.  Ţar fara ţeir Torfi Geirmundsson,  hárskeri,  og Ljóđa-Valdi á kostum.  Í síđasta ţćtti var Bjartmar Guđlaugsson gestur.  Ég slćddist međ.  Bjartmar er gullmoli og hvarvetna skemmtilegur viđmćlandi.  Ţáttinn má heyra á:  http://utvarpsaga.is/index.php?option=com_content&view=article&id=755&Itemid=60


Skemmtilegur og fróđlegur útvarpsţáttur

London-calling 

  Ég veit ekki hvers vegna ţađ er ađ dagskrá rásar 1 fer meira og minna framhjá mér.  Kannski er ástćđan sú ađ dagskráin er ólík frá degi til dags.  Á rás 2,  X-inu og Útvarpi Sögu er dagskráin í fastari skorđum.  Mađur kann hana utan ađ og gengur ađ áhugaverđum föstum ţáttum ţar sem vísum. 

  Fyrir tilviljun datt ég í dag inn á skemmtilegan og fróđlegan ţátt á rás 1.  Hann kallast  Albúmiđ  og er í umsjá Jóns Ólafssonar og Kristjáns Freys Halldórssonar.   Í ţćttinum tóku ţeir fyrir plötuna  London Calling  međ bresku hljómsveitinni The Clash.  Spiluđu öll 19 lög plötunnar og fjölluđu um ţau hvert fyrir sig. 

  London Calling  er iđulega á listum yfir 10 bestu plötur rokksögunnar.  Mikla athygli vakti ţegar söluhćsta poppblađ heims,  bandaríska Rolling Stone,  útnefndi ţetta bestu plötu níunda áratugarins.  Útnefningin var ekki umdeild nema fyrir ţćr sakir ađ platan kom út á áttunda áratugnum (1979).  Kaninn hefur aldrei stressađ sig á nákvćmum ártölum ţegar músík er til umfjöllunar.  Ótal spaugileg dćmi um ţađ má finna í sögu Grammy verđlauna. 

  Fyrir ţá sem misstu af ţćttinum á rás 1 í dag ţá má hlusta á hann međ ţví ađ smella á ţessa slóđ:  http://www.ruv.is/sarpurinn/albumid/09062012

  Ég er töluvert eldri en Jón og Kristján Freyr.  Fylgdist ţess vegna sem rígfullorđinn mađur náiđ međ pönkbyltingunni 1976/77 á rauntíma á međan Jón og Kristján Freyr sóttu fermingarfrćđslu.  Fyrir bragđiđ var góđ skemmtun ađ hlusta á vangaveltur tvímenninganna um ţađ hvernig pönkarar tóku  London Calling.  Platan kom pönkurum í opna skjöldu.  Hún var ţađ stórt skref frá frumpönkinu en samt nógu sterk til ađ menn heilluđust.  En margir ţurftu ađ velta vöngum tvístígandi á međan ţeir voru ađ melta ţetta uppátćki.  Nokkru munađi um ađ platan byrjađi bratt á öflugu titillaginu.  Lagi sem í dag tilheyrir "klassísku rokki".  Er spilađ á Bylgjunni jafnt sem X-inu og Brúsi frćndi syngur á hljómleikum.


Hötuđustu poppstjörnurnar

  Í bandaríska poppmúsíkblađinu Spin hefur veriđ tekinn saman og birtur listi yfir ţćr poppstjörnur og hljómsveitir sem almennt ţykja ómerkilegastar.  Eđa réttara sagt eru vinsćlustu boxpúđarnir.  Ţađ er ekki átt viđ Justin Bieber eđa Britney Spears heldur ţá sem gefa sig út fyrir ađ vera eitthvađ merkilegra en ţeir eru.  Listinn er studdur ágćtum og sannfćrandi rökum.  Hvađ finnst ţér?  Ţannig er listinn:

  1  Milli Vanilli

  Aularnir í ţessum dúett komu ekki nálćgt sínum eigin plötum!  Ţeir sömdu ekkert, spiluđu ekkert og sungu ekkert.  Á hljómleikum hreyfđu ţeir varirnar en sungu ekki.  Ţađ voru ađrir sem sungu og söngurinn var spilađur af bandi.  Áđur en ţetta varđ á allra vitorđi útnefndi bandaríska poppmúsíkblađiđ Rolling Stone dúettinn "Verstu hljómsveit ársins 1989".

  2  Limp Bizkit

  Í lok síđustu aldar náđi hljómsveitin Limp Bizkit upp á sitt einsdćmi ađ slátra trúverđugleika tilfinninganćms framsćkins ţungs rokks sem Nirvana og Nine Inch Nails höfđu innleitt.  Courtney Love (ekkja Curts Kobains í Nirvana) sagđi Fred Dust (forsprakka Limp Bizkit) hafa fćrt okkur verstu ár í sögu rokksins.   

  3  Kenny G

  Hefur látiđ lyftur virđast öruggan stöđ síđan 1982.  Hefur á 20 plötum afgreitt öll jólalög og kvikmyndaballöđur sem ţú getur nefnt.  Hefur ađ auki spilađ ofan á gamlar upptökur međ Louis heitnum Armstrong og kallađ ţađ samstarfsverkefni.  Gítarleikarinn Pat Methany sakar Kenny um ađ spila falskt rugl.

  4 Creed

  Útvatnađ grugg (grunge).  Nickelback áđur en Nickelback kom til sögunnar.  Vikublađiđ Philadelphia Weekly birti forsíđugrein um Creed 2002.  Ţar var hljómsveitin Creed kölluđ krabbmein í rokkinu.

  5  Insane Clown Posse

  Liđsmenn ICP hafa sjálfir kallađ sig "Hötuđustu hljómsveit heims".  Breska dagblađiđ The Gardian hefur sagt ICP vera "segul á útskúfun".


Vissir ţú...?

  

   ...ađ Tína Turner er sköllótt.  Ţađ var snemma á sjöunda áratugnum ađ hún var ađ lita á sér háriđ;  eitthvađ fór úrskeiđis og háriđ brann af henni.  Síđan er ađeins einhverjar smávćgilegar lufsur á höfđi hennar.  Ţess vegna er hún međ hárkollu.

  ...ađ Dolly Parton er snođklippt.  Ţađ er ađeins ţegar hún kemur fram opinberlega sem hún setur upp ţessa líka ljómandi fínu hárkollu.  Hún er međ eitthvađ plast drasl eđa gel í brjóstunum.  Ţau eru ekki svona stór frá náttúrunnar hendi.  Vegna ţessara ónáttúrulegu og ţungu brjósta ţjáist hún af stöđugum bakverkjum.  En metur dćmiđ ţannig ađ stóru brjóstin og hárkollan séu vörumerki og hafi sem slík öflugt auglýsingagildi fyrir sig.  Áreiđanlega var ţađ ţannig.  Í dag gćti hún aftur á móti slakađ á án ţess ađ ţađ kćmi niđur á vinsćldum hennar.

  ...ađ Axl Rose (Guns N´ Roses) er hálf sköllóttur.  Hann hefur látiđ flétta í sitt litla hár allskonar hárlengjum og "dread" lokkum.

   ...ađ Axl er tannlaus ef frá er taliđ ađ hann er međ gervitanngóma.

   ...ađ Paul McCartney og Mick Jagger eru í raun hvíthćrđir.  Ţeir láta hins vegar reglulega lita háriđ á sér brúnt. 

  Pjatt.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband