Fćrsluflokkur: Tónlist
29.5.2012 | 21:22
Íslenskur myndbandshöfundur í Danmörku
Einn af virtustu og vinsćlustu tónlistarmyndbandshöfundum í veldi Margrétar Danadrottningar er íslenskur kvikmyndagerđarmađur, Guđmundur Örn Ísfeld. Hans eftirsóttu höfundareinkenni eru einfaldleiki og lagni viđ ađ leyfa sjálfri tónlistinni ađ njóta sín. Oftar en ekki eru myndbönd hans svart-hvít.
Vandamáliđ er ađ ég er ekki vel ađ mér um danska rokkmúsík. Samt rakst ég á ţetta myndband hans. Söngvarinn heitir Rasmus Frost. Ţađ er frekar kuldalegt nafn. Eđa eins og unga fólkiđ segir: Cool!
Ég veit ekki hvernig ég get fundiđ fleiri myndbönd eftir Guđmund Örn Ísfeld. Ég ćtla ađ reyna ađ finna einhver önnur. Ég hef séđ ţau. Man bara ekki nöfn flytjenda.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
28.5.2012 | 22:29
Bestu lög tíunda áratugarins
Breska popptónlistartímaritiđ New Musical Express hefur birt lista yfir bestu lög tíunda áratugarins. Ég veit ekki hvernig stađiđ var ađ vali á ţessum lögum á listann. Listinn er ekki fráleitur. En áreiđanlega ekki samkvćmt nákvćmri uppskrift neins. Ţannig er ţađ alltaf. Reyndar virđast lesendur blađsins vera nokkuđ sáttir. Sumir kvarta yfir ađ fleiri Oasis lög vanti á listann. Bretar eru svo hrifnir af Oasis.
Ţađ er Brit-popp slagsíđa á listanum. Eins og oft hjá NME. Ađ öđru leyti er ţokkaleg breidd í ţessu. Annars er ţetta bara birt hér til gamans. Ţađ er ljúft ađ rifja ţessi lög upp.
1
Tónlist | Breytt 29.5.2012 kl. 01:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
19.5.2012 | 05:08
Íslenskt lag í sćnskum diskótekum
Lagiđ Song For Dotér (When You Let Go) fer nú eins og stormsveipur um sćnsk diskótek. Ţetta lag kom á markađ fyrir 10 mánuđum. Ţá í gjörólíkum búningi. Látlausum, hćgum og fallegum. Fyrr í ţessum mánuđi kom ţađ út í hröđum og hörđum danstakti. Ţađ er sú útgáfa sem spiluđ er á diskótekunum.
Höfundur lags og texta er ung íslensk kona, Íris Kjćrnested. Hún syngur jafnframt lagiđ. Mike Shiver sér um undirspil og útsetningar. Hann er stórt nafn í skandinavísku dansmúsíksenunni: Upptökustjóri, plötusnúđur, plötuútgefandi og útvarpsmađur
Íris Kjćrnested er lćrđur tónsmiđur. Hún hefur samiđ tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarpsţćtti og auglýsingar. Allir ţekkja auglýsingastefiđ hennar "Veldu gćđi, veldu Kjarnafćđi".
Hér fyrir ofan er dansútgáfa lagsins. Fyrir neđan er upphaflega útgáfan:
Hér er samantekt og kynning á helstu nýju danslögum á alţjóđamarkađi, Solaris International. Solarstone er skráđ fyrir ţessari kynningu. Solarstone er breskt plötufyrirtćki sem sérhćfir sig í dansmúsík. Í inngangi nefnir kynnirinn 3 nöfn af ţeim 14 sem eiga lag í ţessari samantekt. Eitt ţessara 3ja nafna er Mike Shiver. Ég sé ađ ţetta er skráđ inn á Ţútúpuna 24. apríl en lagiđ Song For Dotér í dansútgáfunni kom ekki út fyrr en 8 maí. Ţađ heyrist á mínútu 40.50.
Ađ gamni sló ég inn "Song For Doter" á google. Ţađ skilađi 35.500 síđum. Ég skođađi ekki allar síđurnar. Af ţeim fyrstu í röđinni eru ţađ ađallega sölusíđur á borđ viđ Amazon, iTune og slíkar.
Nánari upplýsingar um Írisi:
http://www.imdb.com/name/nm3572798
http://www.iriskjaernested.com/
Tónlist | Breytt 25.5.2012 kl. 23:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2012 | 20:56
Mick Jagger fyrr og nú
Forsprakkar bítlabylgju sjöunda áratugarins eru hver á fćtur öđrum ađ hrúgast inn á áttrćđisaldur um ţessar mundir. Ţađ er dálítiđ skrítiđ fyrir mann á mínum aldri ađ fylgjast međ ţví. Ég var krakki ţegar Bítlarnir, The Rolling Stones, The Kinks, The Animals, Manfred Mann og allt ţađ liđ kom fram á sjónarsviđiđ og lagđi undir sig markađinn. Ţađ voru nú meiri lćtin og ćđiđ.
Ég heyrđi ekki hver var í viđtali í síđdegisútvarpi rásar 2 í dag. Ţetta var varđandi endurfundi skólafélaga í Vesturbćnum eđa eitthvađ svoleiđis. Viđmćlandinn hafđi dálćti á The Shadows. Svo heyrđi hann í fyrsta skipti lag međ Bítlunum. Ţá varđ sprenging í hausnum á honum og hann hugsađi: "Hvađ nú međ The Shadows?".
Margir fleiri, ţar á međal ég, muna glöggt er ţeir heyrđu í Bítlunum í fyrsta skipti. Ţađ varđ sprenging í hausnum á manni. Mér yngra fólk mun aldrei skilja ţessa upplifun.
Liđsmenn Bítlanna og Rollinganna hafa ćtíđ síđan veriđ ţađ rćkilega til umfjöllunar í fjölmiđlum og enn í dag ađ mađur hefur varla tekiđ eftir ţví er aldurinn fćrist yfir ţá. Mick Jagger, söngvari The Rolling Stones verđur sjötugur á nćsta ári. Í huga mér hafđi hann ekkert breyst. En svo fór ég ađ bera saman gamlar og nýjar myndir af honum. Galgopalegur svipur unglings hefur vikiđ fyrir svip virđulegs eldri manns.
Einhverra hluta vegna fannst mér aftur á móti fyrir löngu síđan sem Keith Richards vćri orđinn fullorđinslegur í framan. Förum ekki út í ţá sálma ađ sinni.
Mick 1962. Krakkar í dag halda ađ kanadíski viđbjóđurinn, Justin Bieber, hafi byrjađ međ ţessa hárgreiđslu.
Svo síkkađi háriđ örlítiđ. Fór ađ ná yfir eyrun.
Háriđ hélt áfram ađ síkka og huldi eyrun.
1965 var háriđ komiđ niđur á herđar.
1968 var háriđ komiđ niđur á bak.
Ţar kom ađ hann fór ađ skipta hárinu í miđju. Toppurinn var orđinn ţađ síđur.
Hann fór ađ mála sig um augun og lita háriđ svart til ađ skerpa á útlitinu.
Ađeins eldri, kominn međ bláa augnskugga og háriđ klippt í stílnum "sítt ađ aftan".
Svo eru ţađ nýlegar myndir af kappanum. Kyntákniđ er hćtt ađ nota andlitsfarđa. En litar áfram á sér háriđ og augabrúnir. Raggi Bjarna, sem er nokkuđ eldri, er unglegri ţegar betur er ađ gáđ.
Mick Jagger er reggae-geggjari, eins og Keith glysbróđir hans. Í gamla daga söng Mick međ jamísku reggae-stjörnunni Peter Tosh (úr Bob Marley & The Wailers) og gaf út á plötu. Ađ undanförnu hefur Mick gert út hljómsveitina Super Heavy međ Damian Marley (syni Bobs).
Svo var Peter Tosh myrtur. Skömmu síđar sóttu blađamenn bandaríska klámblađsins Play Jamaica heim. Ţeir hittu gamla félaga Peters Tosh og spurđu hvort morđinginn hafi fundist. Svariđ var: "já, viđ fundum ţá og slátruđum ţeim." Blađamennirnir hváđu og spurđu hvađ löggan geri í svona dćmi. Svariđ: "Löggan? Ţetta kom henni ekkert viđ. ţađ var enginn ađ bögga hana!"
Til skýringar: Dráp og morđ eru algeng orđ og tilvik á Jamaica. Ţar hafa veriđ framin allt upp í 600 morđ á viku ţegar verst lćtur. En, vel ađ merkja, sumar vikur eru engin morđ framin á Jamaica.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
14.5.2012 | 02:44
Niđurdregnustu ţunglyndissöngvarnir
New Musical Express heitir vinsćlasta breska poppmúsíktímaritiđ. Ţetta er vikublađ sem selst bćrilega víđa um heim. Ţar á bć dettur mönnum margt áhugavert í hug og leggja á borđ skemmtilegar vangaveltur. Nú hafa ţeir tekiđ saman lista yfir niđurdregnustu ţunglyndissöngvana. Augljóslega koma einungis vel ţekktir söngvar til greina.
Nokkur sátt virđist ríkja um niđurstöđuna ef marka má athugasemdir á Fésbók. Einhverjir sakna söngva á borđ viđ Mother međ John Lennon, Strange Fruit međ Billie Holyday og einhverra úr herbúđum Radiohead. Ađrir hlupu til og bentu á ađ textar Radiohead vćru of ţokukenndir til ađ eiga heima á listanum.
Eins og međ alla ađra svona lista er hér ađeins um léttan samkvćmisleik ađ rćđa en ekki Salómonsdóm.
Hvađa vinsćl íslensk lög ćttu heima á svona lista?
1 Johnny Cash - Hurt
2 Joy Division - Love Will Tear Us Apart
3 The Smiths - This Night Have Opened My Eyes
4 Lou Reed - The Kids
5 Bruce Springsteen - The River
Tónlist | Breytt s.d. kl. 03:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (33)
10.5.2012 | 23:07
Frábćrir hljómleikar
- Stađsetning: Edrúhöllin, Efstaleiti 7
- Viđburđur: Kaffi, kökur, rokk & ról
- Flytjendur: Eivör og hljómsveitin 1860
- Umsjón: Arnar Eggert Thoroddsen
- Einkunn: ****1/2 (af 5)
Tónleikaröđin Kaffi, kökur, rokk & ról, hefur stađiđ yfir í allan vetur. Umsjónarmađurinn, Arnar Eggert Thoroddsen, hefur veriđ einkar lunkinn viđ ađ stilla upp einkar áhugaverđri dagskrá. Ţetta er rosalega vel heppnađ og flott dćmi. Ađgöngumiđinn kostar ađeins 500 kall - hversu stór sem nöfn flytjenda eru. Bođiđ er upp á kaffi og međlćti. Ađ ţessu sinni var ţađ Torfi Geirmundsson sem hellti upp á og bakađi kökur.
Venjulega eru tónleikarnir á ţriđjudögum. Núna hentađi fimmtudagur betur vegna ţess ađ Eivör kom frá útlöndum í dag.
Dagskráin hófst á ţví ađ Arnar Eggert sté á sviđ, bauđ gesti velkomna og kynnti flytjendur kvöldsins. Hann lét ţess jafnframt getiđ ađ hljómleikarnir hefjist á slaginu hálf níu og ljúki á slaginu klukkan 10. Ekkert hringl međ ţađ. Og viđ ţetta var stađiđ. Ţađ er til fyrirmyndar. Alltof oft hefjast hljómleikar á Íslandi ekki fyrr en heilum eđa hálfum klukkutíma á eftir auglýstum tíma. Stemmningin er settlegri en á hliđstćđum hljómleikum. Allir eru edrú og sitja á stólum. Nema hvađ ađsókn var svo góđ ađ sumir urđu ađ standa. Edrú engu ađ síđur.
Sextettinn 1860 flytur frumsamiđ léttrafmagnađ ţjóđlagaskotiđ popp. Hljóđfćraleikur er fínn og raddanir setja svip á flutninginn, ásamt mandólíni. Í fyrra sendi 1860 frá sér plötuna Söguna. Einhver lög af henni fengu ágćta útvarpsspilun. Einkum lagiđ Snćfellsnes. Enda ágćtis lög, hlý og notaleg.
Drengirnir eru heimilislegir á sviđi. Spjalla viđ áheyrendur og hvern annan á milli laga. Ţađ skapar góđa stemmningu.
Eivör kom beint úr flugi í Edrúhöllina. Sjálf sagđist hún varla vera lent ennţá. Engu ađ síđur var hún í góđu formi. Hóf leik međ rafmagnsgítar, skipti svo yfir í kassagítar um miđbik hljómleikanna og endađi međ trommuslćtti. Hún flutti međal annars ný lög af plötu sem hún hefur veriđ ađ hljóđrita í Fćreyjum og kemur út í sumar. Ţau lög hljóma virkilega spennandi. Ţađ segir kannski eitthvađ ađ fyrir ţeim lögum var klappađ ennţá ákafar og lengur en gamalkunnu lögunum. En ađ sjálfsögđu var kvittađ fyrir öll lögin međ hávćru klappi og flauti.
Ţađ ţarf ekki ađ fara mörgum orđum um stórkostlegan söng Eivarar og túlkun. Eđa hennar skemmtilegu kynningar á milli laga. Hún er besta söngkona heims. Drengirnir í 1860 upplýstu áheyrendur um ađ áđur en hljómleikarnir hófust fóru fram hljóđprufur. Ţeir sögđust hafa orđiđ dolfallnir af hrifningu er ţeir hlýddu á Eivöru í hljóđprufunni. Samt hafi hún ekki einu sinni veriđ ađ flytja neitt lag. Hún hefur líkast til "ađeins" veriđ ađ spinna eitthvađ. 1860-liđar sögđu ţađ vera mikinn heiđur ađ fá ađ spila á sömu hljómleikum og Eivör.
Hrifningin var gagnkvćm. Eivör lýsti 1860 sem ćđislega flottri hljómsveit.
Arnar Eggert kom međ skemmtilega lýsingu á Eivöru. Hann sagđi ađ er hann heyrđi fyrst í henni hafi hann fengiđ á tilfinninguna ađ hún hafi fundist 2ja ára nakin úti í skógi. Ţađan hafi hún veriđ flutt yfir í mannheima og tónlistin síđan streymt frá henni eins og náttúruafl.
Ţađ er eitthvađ eins og mikiđ satt í ţessu. Fćreyska álfadrottningin er óviđjafnanlegur náttúrutalent.
Tónlist | Breytt 11.5.2012 kl. 01:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2012 | 21:49
Merkustu rokkgítarleikararnir
Blađamenn nćst söluhćsta bandaríska poppblađsins, Spin, (Rolling Stone er söluhćst) hafa sett saman verulega áhugaverđan lista yfir merkustu (greatest) gítarleikara rokksögunnar. Ţađ sem gerir listann spennandi er ađ tćknilegur erfiđur gítarleikur, fingrafimi, hrađi og ţess háttar telja ekki heldur nýsköpun, framsćkni og áhrif á framvindu rokkgítarleiks. Fyrir bragđiđ eru hvorki Robert Johnson né Eric Clapton á listanum.
1 Lee Ranaldo ogThurston Moore (Sonic Youth)
Indie-rokk síđasta aldarfjórđungs hljómađi allt öđru vísi án Sonic Youth. Takiđ eftir sólókaflanum sem hefst frá og međ mínútu 1.33. Aftur á mínútu 2.44. Ţar er ekki loftfimleikum fyrir ađ fara ađ hćtti klisjukallanna í bransanum. Ţess í stađ látlaus, seyđandi og svalur gítarleikur. Svo sem líka undir sungnu köflunum.
2 Kevin Shields (My Bloody Valentine)
Lćtur gítarinn hljóma eins og eitthvađ allt annađ.
3 John Fahey
John heitinn Fahey fćddist 1930-og-eitthvađ. Hann hefur haft gríđarmikil áhrif á fjölda tónlistarmanna, allt frá Will Oldham til Glenns Jones.
4 Kurt Cobain (Nirvana)
Kurt var fjarri ţví tćknilega fćr gítarleikari. En gítarleikur hans túlkađi tilfinningar hans og persónuleika frábćrlega vel. Meira ađ segja hvernig hann hittir á súra nótu í ţessu ofur einfalda lagi.
5 J Mascis (Dinasaur Jr.)
Brúar biliđ á milli Neils Youngs og Prince og Minor Threat.
6 Prince
7 Tom Verlaine ogRichard Lloyd (Television)
8 Johnny Ramone (Ramones)
9 Eddie Hazel (Funkadelic)
10 Jam Master Jay (Run-DMC)
11 Ron Asheton (The Stooges)
12 Andy Gill (Gang of Four)
Andy Gill var fyrsta anti-gítarhetjan. Hann var og er mjög flinkur gítarleikari. Sem unglingur var hann ţekktur (í kunningjahópnum í Leeds í Englandi) fyrir ađ spila eins og Jimi Hendrix. Kunni hans gítarleika aftur á bak og áfram. Pönkbyltingin 1976/´77 kúventi viđhorfi Andys til rokktónlistar og gítarleiks. Hann ákvađ ađ spila eins ólíkt gítarhetjum hipparokksins og hćgt vćri. Gítarsólóin afgreiddi hann í naumhyggju en fönkađi ţar fyrir utan. Gang of Four varđ fyrirmynd ótal hljómsveita, allt frá Red Hot Chili Peppers til Franz Ferdinand.
13 The Edge (U2)
Írski gítarleikarinn The Edge er stundum kallađur besti lélegi gítarleikari heims. Klingjandi snyrtilegur naumhyggju gítarleikur hans er vörumerki U2.
14 Kerry King ogJeff Hanneman (Slayer)
15 Greg Ginn (Black Flag)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
4.5.2012 | 22:13
Íslensk tónlist vinsćl í Ţýskalandi
Ţađ njóta fleiri íslenskir tónlistarmenn vinsćlda í Ţýskalandi en Q4U. Og fleiri en Björk og Sigur Rós. Afgreiđslumađur í plötubúđ í Berlín tjáđi mér á dögunum ađ íslensk tónlist hafi sterka og svala ímynd í huga Ţjóđverja. Hún ţyki spennandi, fersk, fjölbreytt og í háum gćđaflokki. Hann viđurkenndi fúslega ađ íslenskar plötur seljist vel í Ţýskalandi.
Ţessi náungi var vel ađ sér um ţćr íslensku plötur sem fást í ţýskum plötubúđum.
Mér er minnisstćtt ţegar ég átti leiđ til Ţýskalands fyrir 15 árum eđa svo. Ţá tók ég bíl á leigu. Svo skemmtilega vildi til ađ í honum var útvarp. Fljótlega fann ég útvarpsstöđ sem ég kunni ţokkalega vel viđ. Ţar var spilađ lag međ Emilíönu Torríni. Hún var ekki orđin ţekkt utan Íslands á ţeim tíma. Skömmu síđar bárust aftur á móti fréttir af vinsćldum hennar í Ítalíu. Og í dag er Emilíana Torríni alveg bćrilega vel ţekkt nafn víđa um heim.
Fyrir 5 árum eđa svo stökk ég inn á gólf í plötubúđ í Berlín. Ţar hljómađi í hátölurum rokklag sem ég kannađist viđ. Hins vegar kom ég ţví ekki fyrir mér hvađa hljómsveit ţetta vćri. Í vandrćđum mínum bar ég undir afgreiđslumenn hvađ ţeir vćru ađ spila. Ţeir upplýstu ađ ţađ vćri frábćr íslensk hljómsveit, I Adapt. Fagurri lýsingu sinni fylgdu ţeir eftir međ ţví ađ sýna mér tvö ţýsk rokkblöđ sem fjölluđu um I Adapt.
Ég kann ekki ţýsku en mér skildist á mönnunum ađ umfjöllun blađanna vćri mjög jákvćđ. Til ađ strákarnir í I Adapt myndu trúa frásögn minni af ţessu náđi ég ađ suđa blöđin út úr afgreiđsludrengjunum.
Ţetta snilldar lag međ I Adapt hefur veriđ spilađ nćstum 20 ţúsund sinnum á Ţútúppunni.
Til gamans má skjóta inn í ađ fyrir 2 eđa 3 árum endurtók sagan sig (reyndar dálítiđ öđru vísi) úti í Póllandi. Frásögn mín af ţví leiddi í ljós ađ ţar höfđu óprúttnir útgefendur ţar í landi gefiđ út sjórćningjaútgáfu af plötu I Adapt. Síđast ţegar ég vissi var ţađ mál komiđ í hendur lögfrćđinga. Ég veit ekki niđurstöđuna.
Fyrir utan ţau nöfn sem áđur hafa veriđ nefnd fann ég núna í ţýskum plötubúđum plötur međ eftirtöldum: Ólafi Arnalds (5 plötur), Benna Hemm Hemm (2 plötur), Jónsa (3 plötur), Helga Hrafni Jónssyni (3 plötur), Gus Gus (3 plötur), Seabear (2 plötur) Sóleyju og Of Monsters and Men.
Ţetta er gaman. Ţýski plötumarkađurinn er sá stćrsti í Evrópu. Hann nćr líka yfir til Austurríkis, Sviss og víđar.
Plöturnar međ Benna Hemm Hemm komu ekki verulega á óvart. Fyrir nokkrum árum sá ég í ţýsku blađi umsögn um hljómleika hans, innan um umsagnir um (3 um í röđ. Ţađ er flott) heimsţekkt nöfn.
Á plötu Sóleyjar er límmiđi ţar sem vakin er athygli á ađ hún hafi veriđ í Seabear og Sin Fang. Nafn Seabear er feitletrađ (sem vísar til ţess ađ Ţjóđverjar ţekki hljómsveitina).
Á plötu međ Emilíönu Torríni er límmiđi međ fullyrđingu um ađ platan innihaldi "#1 hit song Jungle Drum". Getur veriđ ađ ţađ glćsilega lag hafi náđ 1. sćti ţýska vinsćldalistans? Ég gleymdi ađ spyrja ađ ţví. Ef ţađ er tilfelliđ ţá hafa íslenskir fjölmiđlar vanrćkt ađ upplýsa ţađ.
Ég keypti mér lítiđ vasaútvarp í Berlín. Svo skemmtilega vildi til ađ um leiđ og ég kveikti á ţví ţá hljómađi Little Talk međ Of Monsters and Men.
Ţetta ljúfa lag međ Ólafi Arnalds hefur veriđ spilađ yfir 1,3 milljón sinnum á Ţútúpunni! Ţegar ég var í New York í fyrra voru hljómleikar međ Ólafi auglýstir á ţann hátt ađ hann var/er greinilega stórt nafn ţar í borg.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
25.4.2012 | 23:24
Bestu plötur allra tíma?
Breska útvarpsstöđin Absolute Radio leitađi til hlustenda sinna um val á bestu plötum popp- og rokksögunnar. Ţeir brugđust vel viđ. Niđurstađan kemur kannski ekki mjög á óvart. En litast pínulítiđ af músíklínu stöđvarinnar (lauflétt "háskólapopp"; Brit-popp, Coldplay, Keane, Kings of Leon, Muse...), eins og viđ mátti búast. Samt er útkoman ekki alveg út í hött. Hlustendur hafa reynt ađ leita út fyrir "playlista" stöđvarinnar. Svona smá. Fyrst og fremst er ţetta samt ađeins skemmtilegur samkvćmisleikur en ekki fullgildur dómur.
Ţessar plötur verma efstu sćti:
1 Pink Floyd - Dark Side Of The Moon
2 Oasis - (What´s the Story) Morning Glory
3 U2 - The Joshua Tree
4 Keane - Hopes And Fears
5 The Stone Roses - Stone Roses
6 Led Zeppelin - Led Zeppelin IV
7 David Bowie - The Rise And Fall Of Ziggy Stardust
8 Queen - A Night At The Opera
9 The Beatles - Sgt. Pepper´s Lonely Hearts Club Band
10 Guns N´Roses - Appetite For Destructin
Ţađ segir nokkra sögu ađ plöturnar í 9 efstu sćtunum eru breskar. Útvarpsstöđin er, jú, bresk og töluvert á bresku línunni.
11 Meatloaf - Bat Out Of Hell
12 AC/DC - Back In Black
13 The Beatles - Abbey Road
14 Fleetwood Mac - Rumours
15 Nirvana - Nevermind
16 Radiohead - OK Computer
17 The Clash - London Calling
18 Depeche Mode - Violator
19 The Smiths - The Queen Is Dead
20 Oasis - Definitely
Tónlist | Breytt 26.4.2012 kl. 00:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
23.4.2012 | 00:29
Ólöf Arnalds vinsćl í Skotlandi
Ég veit ekki hvort ađ ég er heppinn eđa óheppinn međ ţađ ađ hafa 0% áhuga á búđarrápi. Sama hvort er hérlendis eđa erlendis. Á dögunum brá ég mér til Glasgow í Skotlandi. Keypti ţar ekki neitt nema nokkra geisladiska. Á flugvellinum á leiđinni heim voru ađrir Íslendingar međ ţetta 3 - 4 stórar úttrođnar ferđatöskur eftir helgarinnkaup. Ţađ var broslegt ađ bera saman rađir fólks sem var ađ innrita sig hjá öđrum flugfélögum til annarra landa. Í ţeim röđum var fólk ýmist međ eina litla ferđatösku eđa bara handfarangur.
Einu búđirnar sem ég heimsćki í útlöndum eru plötubúđir. Ţar skođa ég hverja einustu plötu. Í Skotlandi keypti ég um 20 diska. Eitt af ţví sem mér ţykir gaman ađ kanna í útlendum plötubúđum er hvađ ţar er á bođstólum af íslenskum plötum. Ég fór í 3 plötubúđir í Glasgow. Í einni ţeirra var Brúsi frćndi (Bruce Springsteen, samanber Uncle Sam) tónlistarmađur mánađarins. Sérstakur rekki var undir allar hans plötur á tilbođsverđi. Alveg eins uppstilling var á plötum Bjarkar (og Sykurmolanna) en ekki međ yfirskriftinni "Artist of the month".
Ţađ er ađ vísu ekki eins gaman ađ skođa plötubúđir í dag eins og var fyrir 15 - 20 árum. Núna er ađeins ađ finna í plötubúđum plötur međ ţekktum nöfnum. Mađur finnur ekki lengur í plötubúđum plötur međ lítiđ ţekktum nöfnum.
Ţeim mun meira gaman var ađ uppgötva ađ í skoskum plötubúđum er til sölu 5 laga diskur međ Ólöfu Arnalds, Ólöf Sings. Ég spurđi afgreiđslumann út í plötuna án ţess ađ geta ţjóđernis. Hann svarađi: "Hún er ekki mega hit og ekkert lík Björk ţó ađ ţćr séu báđar frá Íslandi. Ólöf er "folk". Ţú getur tékkađ á henni á allmusic.com og play.com. Hún fćr góđa dóma."
Ég fletti Ólöfu upp á allmusic.com og platan Innundir skinni fćr ţar 4 stjörnur (af 5). En sú plata fćst ekki í plötubúđunum sem ég heimsótti. Bara platan Ólöf Sings. Ég sló einnig upp play.com. Ţar fćr platan Viđ og viđ 5 stjörnur (af 5). Sú plata er ekki heldur til sölu í skosku plötubúđunum. En ađ Ólöf Sings sé til sölu í skosku plötunum stađfestir ađ Ólöf er nafn í Skotlandi.
Plötur Sigur Rósar og Jónsa eru einnig til sölu í skoskum plötubúđum. Ţar međ eru íslenskar plötur í skoskum plötubúđum upp taldar.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)