Fćrsluflokkur: Tónlist
29.7.2012 | 23:56
Hellvar fór á kostum! Meiriháttar kostum!
Tónlist | Breytt 30.7.2012 kl. 00:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2012 | 03:38
Eivör styđur Gay Pride í Fćreyjum
Í Fćreyjum andar köldu til samkynhneigđra. Ţeir eiga erfitt uppdráttar á eyjunum og eru nánast allir í felum. Líka ţeir sem búa utan Fćreyja. Ţađ á viđ um ţá flesta. Ţeir búa í Danmörku. Stemmningin í Fćreyjum í dag er svipuđ og á Íslandi fyrir fjörtíu árum. Munurinn er sá helstur ađ í Fćreyjum er afstađan til samkynhneigđra heiftúđlegri og studd fjandsamlegum tilvitnunum í Gamla testamentiđ.
Á morgun fer fram ţriđja eđa fjórđa Gay Pride gangan í Fćreyjum. Eđa Föroya Pride eins og hún er kölluđ. Fyrri Gay Pride göngur hafa veriđ fámennar. Ekki síst í samanburđi viđ Gay Pride göngur á Íslandi. Ég man ekki hvort 60 ţúsund eđa 80 ţúsund Íslendingar ţrammi Gay Pride árlega. Fjöldinn er eitthvađ á ţví bilinu.
Í Fćreyjum eru ţađ Íslendingar sem hafa ţrammađ, ásamt Fćreyingum búsettum í útlöndum og ćttingjum ţeirra. Samtals einhverjir tugir.
Mikla athygli hefur vakiđ ađ borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, óskađi eftir ţví ađ fá ađ taka ţátt í Föroya Pride og ávarpa göngumenn. Íslenskur kór, Reykjavik Gay Choir, tekur sömuleiđis ţátt í göngunni og syngur fjörug lög. Minni eftirtekt hefur vakiđ ađ Snorri í Betel hefur hvorki bođist til ađ leiđa gönguna né göngumenn.
Eivör hefur tilkynnt ţátttöku sína í Föroya Pride. Ţađ hefur gríđarlega mikiđ ađ segja í Fćreyjum ađ hún sýni málstađ samkynhneigđra stuđning í verki. Ţađ er alveg klárt ađ nćrvera og ţátttaka borgarstjórans í Reykjavík og Eivöru mun reynast Föroya Pride ţungt lóđ á vogarskálina; gefa göngunni alvöru vigt og verđa Fćreyingum hvatning til fjölmenna í hana. Ţađ er nćsta víst ađ međ ţátttöku sinni tryggja ţau ađ Föroya Pride 2012 verđi fjölmenn gleđiganga.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 04:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
24.7.2012 | 22:37
Rokkabillýsprengja aldarinnar á Gamla Gauknum!
Kanadíska rokkabilly-stjarnan Bloodshot Bill lýkur hljómleikaferđ sinni í Evrópu međ hljómleikum á Gamla Gauknum 11. ágúst. Tónlistarferill Bloodshots Bills hófst 1998. Síđan ţá hefur hann spilađ međ fjölda hljómsveita (ýmist á trommur eđa gítar) og í dúettum.
Sólóferillinn er samt hans ađal. Ţá er hann eins-manns-hljómsveit: Spilar samtímis á gítar og trommur ásamt ţví ađ syngja. Til ađ svoleiđis komi vel út ţarf viđkomandi ađ vera fjölhćfur gítarleikari, taktvís og kröftugur á
trommur og búa yfir blćbrigđaríkum söng. Allt eiginleikar Bloodshots
Bills. Til viđbótar er hann mikill grallari og kryddar tónlistarflutning
sinn međ húmor.
Bloodshot Bill hefur sent frá sér fjölda platna, bćđi smáskífur og
plötur í fullri lengd. Sú nýjasta heitir "Thunder and Lightning". Músíkin er hrátt og fjörlegt rokkabilly sem getur fariđ út í pönkabilly ţegar sá gállinn er á honum.
https://www.facebook.com/events/487868717892605/
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
21.7.2012 | 22:35
Hljómsveitin The Beatles The Next Generation
Fyrir nokkrum vikum vakti heimsathygli frétt um ađ synir Bítlanna vćru ađ hefja samstarf, stofna hljómsveit, undir nafninu Nćsta kynslóđ Bítlanna (The Beatles The Next Generation). Ţađ var sonur Pauls McCartneys, James McCartney (34 ára), sem átti hugmyndina. Hann viđrađi hugmyndina viđ syni annarra Bítla. Zak, eldri sonur trommuleikarans, Ringos, var ekki áhugasamur. Né heldur Julian, eldri sonur Johns Lennons.
. Ekki var öll nótt úti ţrátt fyrir drćmar undirtektir. Sean (36 ára), yngri sonur Johns Lennons, tók vel í hugmyndina. Líka Jason (34 ára), yngri sonur Ringos. Svo og Dhani (33 ára), einkasonur Georges Harrisons.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
18.7.2012 | 19:24
Nýgift og fyrirsćta hjá heimsţekktu vörumerki
Um síđustu helgi, nánar tiltekiđ á laugardag, gengu í hjónaband fćreyska álfadísin Eivör og fćreyski tónlistarmađurinn Tróndur Bogason. Athöfnin fór fram í höfuđborg Fćreyja, Ţórshöfn. Í fyrradag, mánudag, tilkynnti heimsţekkt fyrirtćki á sviđi hárvara (permanent, litir, lengingar og svo framvegis) ađ samningar hefđu náđst um ađ Eivör verđi fyrirsćta vörumerkisins Balmain.
Höfuđstöđvar fyrirtćkisins eru í Hollandi en starfsemin er fyrirferđarmest í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Ţađ er upplagt ađ samfagna ţessu öllu međ ţví ađ fara inn á netsíđu vinsćldalista rásar 2, http://www.ruv.is/topp30 , og kjósa lagiđ Ég veit međ Eivöru.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
16.7.2012 | 22:15
Mesti og grófasti svindlari tónlistarsögunnar
Kannast ţú viđ nafniđ Joyce Hatto? Ţađ er einkennilegt. Í virtum tónlistartímaritum hefur henni veriđ hampađ sem besta píanóleikara og túlkanda klassískra píanóverka sem sögur fara af á okkar dögum. Eđa eitthvađ svoleiđis. Og vissulega hljómar ţetta dásamlega; lagiđ í myndbandinu hér ađ ofan til ađ mynda. Ţađ var ekki ađ undra ađ gagnrýnendur lofuđu hćfileika konunnar í hástert. Ţar fyrir utan var hún óvenju afkastamikil á gamals aldri. Og ţađ fárveik af krabbameini. Dćldi frá sér plötum hrađar en Sigríđur Níelsdóttir.
Veikindin drógu Joyce Hatto til dauđa fyrir sex árum. Hún náđi ţó 78 ára aldri.
Svo fór ađ upp komst um brögđ í tafli. Hatto spilađi ekki sjálf á plötunum sínum. Ţađ voru hinir og ţessir sem spiluđu. Allir dánir og lítt ţekktir. Ţađ var eiginmađur Joyce Hatto sem stóđ fyrir svindlinu. Hann stal einfaldlega píanóspili af plötum annarra og endurútgaf ţađ undir nafni Joyce Hatto.
Svo virđist sem Joyce Hatto hafi sjálf ekki vitađ af svindlinu. Hún var píanóleikari og vann lengst af viđ píanókennslu. Kallinn hennar var hins vegar stöđugt í einhverju braski. ţađ átti ekki viđ hann ađ fara eftir lögum og leikreglum. Hann svindlađi smá hér og smá ţar. Hann sat í fangelsi, allt upp í heilt ár, og stússađi undir ţađ síđasta í plötuútgáfu. Ýmist fyrir ađra eđa ţá ađ hann rak eigiđ útgáfufyrirtćki. Allt gekk ţađ illa.
Ţegar Joyce fór ađ missa heilsu ákvađ kallinn ađ hljóđrita sem mest hann mćtti af hennar píanóleik. Henni til upphefđar. Ađ hans sögn voru hnökrar á píanóleik hennar ţegar hér var komiđ sögu. Ţá greip hann til ţess ráđs ađ lagfćra hnökrana međ píanóleik látinna manna. Ţađ vatt upp á sig á ţennan hátt.
Ađ sögn kallsins var ţetta ekki illa meint. Hann var ađeins ađ gleđja konu sína međ ţví ađ láta hana halda ađ heilsan og píanófćrnin vćri betri en raun var á.
Hćgt og bítandi áttuđu menn sig á ađ eitthvađ var ekki eins og ţađ átti ađ vera. Einn gagnrýnandi hrökk viđ er hann heyrđi á plötu međ Joyce Hatto sömu villu, rangan hljóm sleginn, í verki eftir Chopin og hann kannađist viđ af gamalli plötu látins píanóleikara. Ađrir fylltust grunsemdum er ţeir spiluđu plötur međ Joyce Hatto ţar sem fleiri hljóđfćraleikarar spiluđu einnig án ţess ađ nafn ţeirra kćmi fram á plötuumbúđum. Svoleiđis upplýsingar vantar aldrei á alvöru plötur. Ţó ekki vćri nema vegna ţess ađ liđsmenn hljómsveita sem spila inn á plötur sćtta sig ekki viđ ađ ţeirra sé ekki getiđ.
Í enn einu tilfellinu setti tónlistargagnrýnandi plötu međ Joyce í spilara í bíl sínum. Á skjá spilarans birtist ekki nafn Joyce sem flytjanda eins verks á plötunni heldur annađ nafn. Gagnrýnandinn fann lagiđ á plötu međ viđkomandi og heyrđi ađ á plötu Joyce var píanóleikur ţess manns. Ţar međ lék ekki lengur vafi á hvađ var í gangi.
Tónlist | Breytt 17.7.2012 kl. 11:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
13.7.2012 | 21:11
Hljómleikar í hlöđu
- Flytjendur: Eldar og Brother Grass
- Stađsetning: Hlađan í Vogum
- Einkunn: ****
Gunni Byrds hringdi í mig. Hann er búsettur í Vogum og var áhugasamur um hljómleika í Hlöđunni međ blágresishljómsveitunum Eldum og Brother Grass. Ţađ er alltaf gaman ađ eiga erindi í Voga.
Hlađan er sérkennilegur samkomustađur. Ţetta er gömul heygeymsla međ torfţaki. Hljómburđur er góđur og stemmningin notaleg. Ađsókn var svo góđ ađ hluti áheyrenda sat fyrir utan. Gaflinn var opinn upp á gátt ţannig ađ ţetta koma vel út. Ţröngt máttu sáttir sitja fyrir innan og utan. Kynslóđabil var ekkert. Áheyrendur voru allt frá börnum til ellilífeyrisţega. Flestir voru ţó undir miđjum aldri.
Eldar er fjögurra manna hljómsveit. Ţar fer söngvarinn Valdimar (ţekktur úr samnefndri hljómsveit) fremstur í flokki. Auk hans eru tveir karlkyns gítarleikarar og kona á bassa. Músíkin er rólegt blágresi; frumsamdir söngvar međ íslenskum textum. Valdimar hefur ţćgilega og hljómfagra söngrödd. Ţađ háđi ekki verulega ađ hafa ekki áđur heyrt ţessi lög. Ţau runnu ljúflega án ţess ađ einhver eitt eđa tvö skćru sig úr.
Brother Grass er sérkennilegt nafn á íslenskri hljómsveit. En tengir viđ blágresi. Líka viđ kvikmyndina Oh Brother Where Art Thou. Tónlist Brother Grass er einmitt mjög í anda tónlistarinnar í ţeirri mynd. Tónlist Brother Grass er ţó fjölbreyttari. Til viđbótar viđ blágresiđ flytja ţau gömul ensk og bandarísk ţjóđlög (folk), gamlan blús, nýrri blús, gospel og jug. Án ţess ađ blása í flösku, eins og heitiđ jug vísar til. En líkt og einkennir jug ţá spila ţau á ţvottabretti, ţvottabala og eitthvađ svoleiđis.
Ađal gítarleikari Brother Grass er Örn Eldjárn. Hann er flinkur og fjölhćfur gítarleikari. Fjórar söngkonur skipta á milli sín öđrum hljóđfćrum. Međal annars harmónikku, ţottabala, tamborínu og eitthvađ fleira. Ţvottabalinn var ýmist laminn međ blautri tusku eđa strokinn međ trommuburstum.
Fagurlega raddađur söngur einkennir flutning Brother Grass. Lagavaliđ er af ýmsu tagi. Flest lögin eru vel ţekkt. Má ţar nefna Please Don´t Hate Me (Lay Low), House of the Rising Sun (enskt lag međ bandarískum texta), One More Cup Of Coffee (Bob Dylan) og vinsćlt lag úr herbúđum Of Monsters and men (ég man ekki hvađ ţađ heitir). One More Cup Of Coffee var í snilldar útsetningu Rogers McGuinns. Allt snyrtilega og fagmannlega afgreitt en jafnframt líflegt.
Ţessir hljómleikar í Hlöđunni voru virkilega góđ skemmtun.
Ţetta lag er til međ íslenskum texta. Mig minnir ađ ţađ hafi komiđ út á plötu međ Mannakornum. Gott ef íslenski textinn hefst ekki á orđunum: "Građi Rauđur var gćđingur / gamall hálftaminn gćđingur..."
Ţegar til er íslenskur texti viđ svona lag er upplagt ađ nota hann nćst.
Tónlist | Breytt 14.7.2012 kl. 22:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
30.6.2012 | 01:46
Söngvari Led Zeppelin syngur um Eivöru
Enski söngvarinn Robert Plant var í bestu rokkhljómsveit sögunnar, Led Zeppelin. Međ henni kom hann fyrst til Íslands 1970. Hljómsveitin hélt hljómleika í Laugardalshöll. Skömmu síđar sendi Led Zeppelin frá sér plötuna Led Zeppelin III. Ţar syngur Robert lag um Ísland, Immigrant Song. Textinn hefst á ţessum orđum:
We come from the land of the ice and snow
from the midnight sun where the hot springs blow
The hammer of the gods will drive our ships to new lands
To fight the horde and sing and cry, Valhalla, I am coming
Ţarna er tilvísun í ásatrú. Robert Plant er heiđursfélagi í íslenska Ásatrúarfélaginu. Hann fćr reyndar ekki ađ vera skráđur formlega hjá Hagstofunni í félagiđ. Ţađ geta ađeins íslenskir ríkisborgarar.
Fyrir nokkrum árum mćtti Robert óvćnt á blót hjá Ásatrúarfélaginu í ţáverandi félagsheimili ţess á Grandagarđi. Á miđju blóti kvaddi hann sér hljóđs. Hann lýsti gleđi sinni sem ásatrúarmađur yfir ţví ađ á Íslandi sé starfandi og skráđ Ásatrúarfélag.
Robert Plant hefur oftar heimsótt Ísland. Ekki veit ég hvenćr hann hefur uppgötvađ fćreysku söngkonuna Eivöru, sem Íslendingar hafa slegiđ eign sinni á. Ef grannt er hlustađ má heyra hann hér syngja um hana strax í upphafi lags: If Eivör a Carpenter...
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2012 | 11:30
Áríđandi ađ vita um dans
Dans er listform. Listform á tjáningu sem lýtur lögmálum strangs aga. Ţađ má ekki undir neinum kringumstćđum umgangast dans af kćruleysi eđa međ galgopahćtti. Slíkt er gróf móđgun viđ listagyđjuna. Mikilvćgt er ađ undirstrika alvöruna á dansgólfinu međ ţví ađ setja upp svip einbeitingar, innlifunar og ákveđni, í stíl viđ ţann sem konan á myndinni hefur náđ fullkomnum tökum á.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
25.6.2012 | 21:01
Nýtt, snoturt og grípandi lag međ fćreyskri söngkonu
Ţetta lag heitir "Hey Candy" og er sungiđ af fćreysku söngkonunni Dortheu Höjgaard Dam. Höfundur ţess er eiginmađur hennar, William Silverthorn. Ţau eru búsett á Íslandi - ţrátt fyrir ađ eiga tvö hús í Fćreyjum. Dorthea Höjgaard hefur komiđ fram á nokkrum hljómleikum hérlendis, međal annars međ Peter Pólson (Clickhaze). Dorthea Höjgaard Dam er virkilega góđ söngkona međ fallega söngrödd.
"Hey Candy" er spilađ í fćreysku útvarpi og líklegt til ađ verđa sumarsmellurinn ţar í ár. Ég er sannfćrđur um ađ ef spilun á laginu hefst í íslensku útvarpi ţá verđi ţađ sama upp á teningnum.
Tónlist | Breytt 26.6.2012 kl. 01:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)