Færsluflokkur: Tónlist

Minnismerki um dægurlagatexta

  Frægt tónlistarfólk vegur þungt í ferðamannaiðnaði heimsins.  Bæði beint og óbeint.  Aðdáendurnir sækja í æskuslóðir poppstjarnanna.  Þeir,  en einnig aðrir,  lesa viðtöl við poppstjörnurnar eða heyra viðtöl við þær í útvarpi og sjónvarpi.  Þar bera æskuslóðirnar iðulega á góma.  Og jafnan í jákvæðu samhengi.  Poppstjarnan hljómar eins og ferðamálaauglýsing.  Vekur upp löngun hjá þeim er á hlýðir að heimsækja staðinn.

  Þetta vita ferðamálayfirvöld víða og nýta sér.  Hafnarborgin Liverpool í Englandi er undirlögð einu og öðru sem tengist vanmetnustu hljómsveit rokksögunnar,  Bítlunum.  Meira að segja flugvöllurinn ber nafn forsprakkans og heitir John Lennon flugvöllur.  Flugvöllurinn í Varsjá í Póllandi og sitthvað fleira þar ber nafn Chopins.

  Á Karíbahafi gerir eyjan Jamaíka út á Bob Marley.  Þar ber m.a. heill garður nafn hans.  Í 13 þúsund manna smábænum Nomsus í Noregi er stór stytta af rokk- og vísnasöngvaranum Age Aleksandersen.  Í 3000 manna smábænum Okemah í Oklahóma er vatnsgeymir og fleira merkt vísnasöngvaranum Woody Guthrie.  Þannig mætti áfram telja.

  Víkur þá sögu að skoska 12 þúsund manna smábænum Galashiels.  Þar hafa yfirvöld nú samþykkt að láta reisa heilmikið minnismerki um sönglagið  Kayleigh  með hljómsveitinni Marillion.  Langur texti lagsins verður greyptur með stórum stöfum í merkið. 

  Ástæðan fyrir þessu uppátæki er sú að í textanum fjallar skoski söngvarinn Fiskur um gamla kærustu frá Galashiels.  Fiskur sagði henni fautalega upp á sínum tíma og afsakar það í textanum.  Hann rifjar upp ýmsa nafngreinda staði í Galashields.  Þar á meðal kirsuberjatré á Markaðstorginu.  Minnisvarðanum er einmitt ætluð staðsetning á Markaðstorginu.  Einhverjar gagnrýnisraddir eru uppi um það að kirsuberjatrén hafa verið fjarlægð af torginu til að minnisvarðinn njóti sín.

  Til marks um vinsældir lagsins má nefna að fyrir útgáfudag þess var nafnið Kayleigh ekki að finna á lista yfir 100 algengustu kvenmannsnöfn í Skotlandi.  Nokkrum árum síðar var það orðið eitt af 30 algengustu nöfnunum. 

  Fiskur hóf söngferil sinn í Galashilds.  Bærinn er honum kær.  Honum þykir vænt um söngtextann  Kayleigh  og að honum verði reistur þessi minnisvarði á Markaðstorginu.

  Kayleigh  er þekktasta lagið frá Marillion.  Það náði 2. sæti breska vinsældalistans og hefur öðlast langlífi.  Er til að mynda að finna á ótal safnplötum sem innihalda vinsælustu lög frá níunda áratugnum. 

Market Square í Galashiels A

  Markaðstorgið í Galashiels.  Þarna mun minnisvarðinn tróna og laða ferðamenn að bænum.

  Ég er ekkert fyrir minnisvarða og styttur.  Aftur á móti finnst mér upplagt að götur í Reykjavík verði kenndar við Björk,  Sykurmolana,  Mezzoforte,  Of Monsters and Men,  Mínus og fleiri.

  Í Mosó er upplagt að kenna götur við Sigur Rós,  Ólaf Arnalds og fleiri.  Í Bolungarvík skal kenna  götu við rokkkónginn Mugison. 

Okemah-StreetSignjla-logo


Bestu lög sjöunda áratugarins

  Fyrr á árinu birti söluhæsta poppmúsíkvikublað heims,  hið breska New Musical Express,  lista yfir bestu lög sjöunda áratugarins.  Ég birti niðurstöðuna samviskusamlega á þessu vettvangi.  Það má sannreyna með því að smella á þessa slóð:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1229470/ .

  Töluverð umræða varð um niðurstöðu NME í netheimum um bestu lög sjötta áratugarins.  Flestir voru nokkuð sáttir við listann.  Sem er frekar óvenjulegt þegar um svona lista er að ræða.  Mér virðist sem listi NME yfir bestu lög sjöunda áratugarins veki upp meiri umræðu og vangaveltur.  Ekki þó beinlínis að kvartað sé yfir þeim lögum sem þar tróna efst heldur sakna menn tiltekinna laga sem þeir vilja einnig hafa í toppsætunum.  Hvað finnst þér?

  Svo virðist sem það sé nokkuð sterk stemmning frá sjötta áratugnum á listanum yfir bestu lög sjöundar áratugarins,  samanber The Ronettes, The Shangri-Las og Presley.  Ekkert að því.  Það gerir gott flæði á milli listanna yfir bestu lög sjötta og sjöunda áratugarins. 

  Sjöundi áratugurinn er dálítið erfiður hvað það varðar að þá var allt að gerast.  Létta 3ja mínútna poppið einkenndi fyrstu árin.  Við tóku sýrupoppið,  framsækna rokkið,  hipparokkið og allskonar nýstárlegir hljóðheimar.

1   Bítlarnir - A Day In The Life

2   The Ronettes - Be My Baby

3   The Beach Boys - Good Vibrations

4   Jimi Hendrix - All Along The Watchtower

5   The Shangri-Las - Leader Of The Pack

6   Velvet Underground - I´m Waiting For The Man

7   The Rolling Stones - Sympathy For The Devil

8   Elvis Presley - Suspicious Mind

9   Bob Dylan - Lika A Rolling Stone

10  Marvin Gaye - Heard It Through The Grapevine

  Þetta Who lag er í 26. sæti.  Bandaríska söngkonan Patti Smith gaf það út á smáskífu 1976 áður en pönkið varð til sem músíkform. 


Vond plötuumslög?

  Á dögum vinylplötunnar vóg hönnun umslagsins þungt.  Umslag vinylplötunnar er 31 x 31 cm.  Til samanburðar er algeng stærð á forsíðu bókar 15 x 21 cm.  Vinylplötuumslag glennir sig allt að því yfirþyrmandi framan í þann sem handleikur gripinn.  Flott grafísk hönnun á umslagi gerir heilmikið fyrir plötuna.  Góð dæmi um það eru síðustu plötur Bítlanna.

  Vond grafísk hönnun á umslagi dregur að sama skapi plötuna niður.  Í þeim tilfellum er oft um að ræða að tónlistarmaðurinn á plötunni hefur fengið hugmynd - sem honum þykir snjöll - og fær einhvern ungan teikniglaðan ættingja til að útfæra dæmið.  Undantekingalítið kemur þetta illilega niður á leturvali og úrvinnslu. 

  Í öðrum tilfellum eru poppstjörnurnar greinilega með einhverja ranghugmynd um sig.  Eins og gengur.

verstu plötuumslög A

  Þetta hefur þótt bráðsniðug hugmynd.  Skilaboðin eiga sennilega að vera þau að ekki sé allt sem sýnist.  Þegar betur verði að gáð þá reynist platan dýpri og bitastæðari en halda má í fljótu bragði.  Þarna er líka fótósjoppað af dugnaði.  Næstum sjötug konan virðist vera með jafn slétta húð og fermingarstelpa.

  Þessi plata kom út 2009.  Carly Simon á langan og framan af farsælan feril.  Þekktasta lag hennar er  You´re So Vain.  Hún átti fjölda þekktra kærasta.  Þar á meðal Mick Jagger,  Kris Kristofferson,  Warren Beatty og James Taylor.  Með þeim síðastnefnda samdi hún fjölda söngva.  Hann er á leið til Íslands að syngja í Hörpu. 

  Þegar platan  Never Been Gone  kom út var allt í klessu hjá Carly.  Plötur hennar seldust ekki lengur.  Alvöru plötufyrirtæki vildu ekki gefa út nýjar plötur með henni.  Kaffihúsakeðja hafði aumkað sig yfir hana og gefið út næstu plötu á undan.   

  Never Been Gone  var unnin af vanefnum.  Kella var illa fyrir kölluð og ringluð (í andlegu ójafnvægi).  Hún stóð í málaferlum við kaffihúsið.  Taldi það hafa selt einhver eintök af plötunni en þóst ekki selja neitt. Sonur hennar sá um  Never Been Gone  og var algjör "amatör" á því sviði.  Umslagið ber þess merki.  Á plötunni raular Carly þó sín bestu og þekktustu gömlu lög.  5 stjörnu lög sem slík.  En það er allt svo illa gert að gagnrýnendur gáfu plötunni 1 eða í hæsta lagi 2 stjörnur.  

  Það er eins og sumar poppstjörnur tapi dómgreind eftir langvarandi eiturlyfjaneyslu og rugl.       

  Þannig hljómaði Carly Simon fyrir næstum hálfri öld:

 

vont umslag-2

  Jú,  jú.  Sérhannaðir búningarnir eru svakalega smart.  Eða...ja,  sko,  þeir einhvern veginn smell passa á þessa ofur svölu töffara.   Kjaftur hæfir skel.  Og letrið skrautlegt.  Þeir hafa verið stoltir af sér og plötunni þessir sænsku stælgæjar.

vont umslag-3

  Kynþokkinn gargar.  Hann geislar af þessum skvísum.  Hárið snyrtilega hrúgað upp eins og vel hlaðinn heyvagn.  Og hjörtun syngja í kór.  Glennulegar poppgálur klámkynslóðarinnar geta margt lært af þessum pæjum.  Þær kunna að kitla erótíkina án þess að sýna of mikið.

  Hægt er að hlusta á glaðlega músík þessara glaðværu kvenna hér:  http://mrweirdandwacky.blogspot.com/2010/06/braillettes-our-hearts-keep-singing.html

vont umslag-4

  Þetta eru svo harðir gaurar að þeir bryðja glerflöskur í morgunmat.  Takið eftir öllum gullkeðjunum.  Líka á hundinum.  Vindillinn undirstrikar hversu harðir naglar þessar poppstjörnur eru.  Grrrrrrrr...

 vont umslag-6

  Pizzur og bongótrommur.  Ósvikin ávísun á risa fjör.  Hvoru tveggja pizzurnar og trommurnar eru táknaðar með hvítum kringlóttum flötum.  Og einum rauðum.  Svo er þarna kjöthakk í skál.  Hugmyndasmiðurinn hefur verið við það að rifna úr monti. 

  Hljómsveitin,  Irving Fields Trio,  var skipuð annáluðum stuðboltum frá New York.  Aðrar stuðplötur með hljómsveitinni báru nöfn eins og  Kringlur og bongótrommurKampavín og bongótrommurBikíni og bongótrommur  og eitthvað álíka.  Það einkennilega var að hljómsveitin var ekki með neinar bongótrommur.  Og reyndar ekki pizzur heldur. 

  Það verður ekki hjá því komist að láta sýnishorn með stuðboltunum fylgja hér með.  Þeir kunnu að trylla lýðinn,  þessir guttar:

vont umslag-7

  Þessi skutla er ekkert að eltast við rakáhöld eins og stelpur klámkynslóðarinnar.  Þvert á móti er hún stolt af loðnum fótum.  Og má vera það.  Það er ekkert að því.  Samt myndi þetta umslag ekki teljast markaðsvænt í dag.  Blómamyndirnar á stuttum kjólnum og stólnum eru nánast í stíl.

vont umslag-8

  Hér er einn ofurtöffarinn til.  Munstrið á skyrtunni er eins og geisladiskum hafi verið raðað utan hana.  Kappinn reiðir jakka um öxl og pírir augun á eins kynþokkafullan hátt og honum er mögulegt.  Hann kann þetta.  Dáleiðir hreinlega dömurnar,  dásamaður alls staðar.


Andri Freyr er frábær! Hann er sá flottasti í útvarpi og sjónvarpi!

andri

  Eiður Guðnason,  fyrrverandi sendiherra,  fyrrverandi alþingismaður,  fyrrverandi sjónvarpsstjarna og eitthvað fleira fyrrverandi,  heldur úti áhugaverðu bloggi um málfar og miðla.  Yfirskriftin er "Molar um málfar og miðla".  Það má hafa gagn og gaman af vangaveltum hans og athugasemdum. 

  Suma gagnrýnir Eiður oftar en aðra.  Eins og gengur.  Á dögunum skrifaði Eiður þetta um ástsælasta útvarps- og sjónvarpsmann landsins:

  "Það er alveg séríslenskt sjónvarpssiðferði þegar umsjónarmaður hins sjálfhverfa vikulega Andralandsþáttar leikur aðalhlutverk í langri kaffiauglýsingu sem sýnd var rétt fyrir fréttir (19.03.2012) í Ríkissjónvarpinu. Raunar verður ekki betur séð en þetta sé skýrt brot á þeim siðareglum sem Ríkisútvarpið hefur sjálft sett. En til þess eru reglur að brjóta þær , ekki satt? Sá hinn sami hefur fastan þátt í morgunútvarpi Rásar tvö. Þar er talað um hljóstir, ekki hljómsveitir og bið í síma heitir að hanga á hóldinu. Til hvers er Ríkisútvarpið með málfarsráðunaut? Svo les maður í Fréttablaðinu (21.03.2012) að Ríkissjónvarpið ætli að gera þennan starfsmann sinn út af örkinni til að gera sjónvarpsþætti á slóðum Vestur-Íslendinga þar sem hann segist eiga skyldmenni. Hann segir orðrétt í Fréttablaðinu um skyldmenni sín vestra: ,Pabbi segir að þau séu ógeðsleg en amma segir að þau séu fín. Það er engin ástæða til að greiðendur nauðungaráskriftar Ríkisútvarpsins kosti ferðalag piltsins vestur um haf til að heimsækja ættmenni sín. Sjónvarpið ætti hinsvegar sjá sóma sinn í að gera alvöru heimildaþætti um Vestur-Íslendinga eða Kanadamenn sem eru af íslensku bergi brotnir. Til þess er þessi dagskrárgerðarmaður ekki rétti maðurinn, sé horft til þess sem hann hefur frá sér sent bæði í sjónvarpi og útvarpi. Getur hann ekki bara haldið áfram að gera þætti um sjálfan sig á Íslandi? Eru þeir sem stjórna dagskrárgerðinni í Efstaleiti búnir að tapa áttum og algjörlega heillum horfnir? Hvers eiga frændur okkar og vinir vestra að gjalda? Hversvegna á að kasta takmörkuðu dagskrárfé á glæ með þessum hætti ? Óskiljanlegt."

  Ég hef ekki heyrt Andra Frey tala um hljóstir.  Hinsvegar hef ég oft heyrt hann tala um hljómsveitir.  Enda hefur Andri verið í vinsælum hljómsveitum á borð við Bisund,  Botnleðju og Fidel. 

  Það er fagnaðarefni að Ríkissjónvarpið ætli að gera Andra Frey út af örkinni til að gera þætti um Vestur-Íslendinga.  Enginn er betur til þess fallinn.  Það hafa verið gerðir margir hundleiðinlegir og uppskrúfaðir útvarps- og sjónvarpsþættir um Vestur-Íslendinga.  Nú er röðin komin að skemmtilegum þáttum um Vestur-Íslendinga.   Sjónvarpið fær stóran plús í kladdann fyrir þættina Andri á flandri og Andraland.  Sömuleiðis fyrir að senda kappann vestur um haf til að gera þætti um Vestur-Íslendinga. 

  Það er engin tilviljun að sjónvarps- og útvarpsþættir Andra Freys tróni ítrekað í toppsæti yfir vinsælustu þætti.  Drengurinn er bráðskemmtilegur og orðheppinn.  Hann tekur sig ekki hátíðlega.  Honum er eðlislægt að vera skemmtilegur.  Það er ekkert óskiljanlegt við að stjórnendur Ríkisútvarpsins nýti þennan frábæra "talent" sem mest má vera.  Þjóðin elskar Andra Frey.  Hann var og er hvalreki á fjörur dagskrárgerðar fyrirtækisins. 

  Vitaskuld er Andri Freyr ekki yfir gagnrýni hafinn.  Hann talar hinsvegar tungumál sem þjóðin skilur.  Og elskar að hlusta á.  Hann er flottastur!   

 


Bestu lög sjötta áratugarins

  New Musical Express  heitir vinsælasta breska tónlistarblaðið.  Það mokselst víða um Evrópu og í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  Er söluhæsta tónlistarvikurit heims.  Í höfuðstöðvum New Musical Express hefur verið tekinn saman listi yfir bestu og merkustu lög sjötta áratugarins.  Svona listar vekja alltaf upp léttvægar deilur.  Sitt sýnist hverjum.  Að þessu sinni virðist mér þó sem allt að því einhugur ríki um niðurstöðuna.

  Svo skemmtilega vill til að Presley,  Jerry Lee og Little Richard krákuðu (cover song) allir  Johnny B Good.  Eins og Jimi Hendrix,  Peter Tosh og ótal aðrir.

  Tilvitnanirnar (rökin) eru NME: 

1  Chuck Berry - Johnny B Good

  "Gítar-riffið,  píanóið,  viðlagið:  Allur pakkinn er klassískt rokk og ról.  Krákað (covered) í hundraða vís af allt frá BB King til hljóðrásar kvikmyndarinnar  Back To The Future."

2  Elvis Presley - Hound Dog

  "Blús-kráka sem Presley breytti í rúllandi trommutakt og gítarþunga sem lagði grunn að unglinga uppreisn."

3  Jerry Lee Lewis - Great Balls Of Fire

  "Eitt besta rokklag sögunnar.  Orkumikið rokk og brútal píanóleikur."

  John Lennon hélt því fram að þetta væri fullkomnast allra rokklaga.

4  Little Richard - Tutti Frutti

  "Besta lag Little Richards var byltingarkennd mótun á rokki og róli.  Ekki aðeins í sjálfri músíkinni heldur einnig í tvíræðni."

5  Howlin Wolf - Smokestack Lightnin´

  "Hugsaðu um blús og þú hugsar Howlin Wolf og Smokestack Lightnin'"


Lag með Eivöru spilað í jarðarför myrts manns

  2. mars var 22ja ára Dani,  Anders Mark Hansen,  myrtur.  Útför hans fór fram um helgina.  Danskir fjölmiðlar greina frá því að Anders hafi verið hugfanginn af laginu  Hounds of Love  með færeysku söngkonunni Eivöru.  Hann hlustaði á lagið daginn út og inn.  Þess vegna var hann jarðaður undir flutningi á þessu lagi.  Um þetta má lesa á http://ekstrabladet.dk/112/article1723696.ece .

  Ástæða morðsins er talin vera afbrýðisemi.  Anders er sagður hafa daðrað við kærustu 33ja ára gamals manns.  Sem réttlætir vitaskuld ekki glæpinn. 

anders


Verstu plötuumslögin

  Breska tónlistarritið Music Radar hefur tekið saman lista yfir verstu plötuumslögin í sögu þungarokksins.  Af nógu er að taka.  Ótrúlega mörg þungarokksumslög eru ótrúlega hallærisleg.  En þannig hallærisleg að auðséð er að liðsmönnum hljómsveitanna sem um ræðir þykir umslögin svakalega svöl.

  Textinn sem fylgir innan gæsalappa er tekinn úr Music Radar.

verstu plötuumslög-1-boned-up-at the-crack   

1  Boned - Up At The Crack
"Hljóðið sem heyrist er Les Paul að hringsnúast í gröfinni..."
.
verstu þungarokssumslögin-2-cind_night_songs
2  Cinderella - Night Songs
"Sjáið tæfu fötin sem mamma keypti handa okkur í rokkbúðinni.  Hún fann líka nafn á hljómsveitina."
.
verstu þungarokksumslög-3-death-leprosy
3  Death - Leprosy
"Af því að það eina sem fólki líkar betur við en dauða er holdsveiki..."
.
verstu þungarokksumslög-4-battle-axe
4 Battle Axe - Burn This Town
"Og sigurvegarinn í samkeppni 1. bekkjar barnaskólans um teiknað þungarokksumslag er..."
.
verstu þungarokksumslögin-5-scorpions_animal_magnetism
5  Scorpions - Animal Magnetism
"Þetta er ruglingslegt.  Hvort vill maðurinn að hundurinn eða konan þjónusti hann?  Eða bæði?"
 .
verstu þungarokksumslög-pantera
6  Pantera - Metal Magic
"Annar efnilegur nemandi í samkeppni 1. bekkjar barnaskólans um teiknað þungarokksumslag..."
 .
verstu umslög-Tankard-The_Beauty_And_The_Beer
7  Tankard - The beauty And The Beer
"Liðsmenn Tankard eru ástríðufullir aðdáendur Skrekks.  Skrekkur hefur ekki upplýst hvort aðdáunin sé gagnkvæm."
.
verstu umslög-Krokus-Heart-Attack
8  Krokus - Heart Attack
"Sko,  fyrst teiknum við hjarta.  En í raun er það kvenmannsbrjóst.  Erum við snillingar eða...?"
.
verstu umslög-Manowar-Anthology
9  Manowar - Anthology
"Við hættum við upphaflega textann.  Myndin segir allt sem segja þarf."
verstu umslög-vinnie_vincent_invasion-
10  Vinnie Vincent Invasion - Vinnie Vincent Invasion
"Þetta er útpælt,  Vinnie.  Taktu smá áhættu næst.  Fólk þarf að vita hvað það er (ekki) að kaupa..."
Til skýringar:  Öll plötuumslögin hans eru næstum eins.
.
verstu umslög-pat_boone_in_a_metal_mood
11  Pat Boone - In A Metal Mood No More Mr. Nice Guy
"Þú þarft bara að líta á manninn,  þá veistu að þetta er hrikalegt rokk!"
Til gamans má geta að þessi plata er tíður gestur á listum yfir misheppnuðustu plötur sögunnar.
.
verstu umslög-Whitesnakelovehunter
12  Whitesnake - Lovehunter
"Þetta er það sem David Coverdale situr um og hugsar um.  Hey,  það er lifandi!"
.
verstu umslög-cattle
13  Cattle Decapitation - Humanure
"Svo þetta er það sem liðsmenn Cattle Decaitation eru að velta fyrir sér.  Skyndilega er eins og Coverdale sé ofur snjall."
  Vörumerki ótrúlega margra þungarokkshljómsveita eru nánast ólesanlegar klessur.  Í stað þess að láta fagmenn hanna vörumerkið út frá þeim lögmálum sem gefist hafa best er hóað í litla frænda söngvarans.  Sá litli er skratti góður að teikna. 
  Teikniglaði frændinn vill standa sig.  Til að sýna teiknihæfileikana teygir hann hvern anga hvers stafs út og suður,  sýr upp á þá,  býr til aukahala og hættir ekki fyrr en stafirnir hafa verið kaffærðir í flúri.

Spennandi færeyskir hljómleikar í kvöld (Þórsdag) og næstu daga

 

   Fyrir nokkrum árum naut færeyski tónlistarmaðurinn Högni Restrup vinsælda hérlendis.  Lag hans,  Besame Mucho,  var oft og tíðum spilað í útvarpinu.  Fyrst og fremst rás 2.  Það var á jómfrúarplötu Högna.  Nýverið sendi kappinn frá sér þriðju plötuna,  Samröður við framtíðina.  Dúndur góða plötu,  eins og fyrri plötur hans tvær.  Danska poppblaðið Gaffa hefur staðfest það.  Janus í Bloodgroup vann plötuna með Högna.

  Í tilefni af nýju plötunni heldur Högni,  ásamt hljómsveit sinni,  þrenna hljómleika á Íslandi.  Fyrstu hljómleikarnir eru á Græna hattinum á Akureyri í kvöld (Þórsdag,  1. mars).  Þeir hefjast klukkan 9 (síðdegis).

  Næstu hljómleikar verða á Gauki á Stöng í Reykjavík annað kvöld (Freyjudag,  2. mars).  Þeir hefjast klukkan 11 (síðdegis).

  Lokahljómleikarnir verða á Kex Hostel í Reykjavík á laugardaginn (3ja mars).  Þeir hefjast klukkan 9 (síðdegis).

  Annar frábær færeyskur tónlistarmaður,  Guðríð Hansdóttir,  verður með í för.  Guðríð hefur sömuleiðis sent frá sér þrjár plötur.  Sú nýjasta,  Bayond The Grey,  var á lista Morgunblaðsins yfir bestu plötur ársins 2011.  Gott er að vita að nafnið Guðríð er framborið Gúrí. 


Bestu rokkplöturnar

metallica-master-of-puppets

  Lesendur Music Radar hafa kveðið upp sinn dóm.  Þetta er niðurstaðan.  Þannig er listinn yfir 50 bestu plötur þungarokksins.  Að sjálfsögðu er enginn 100% sammála svona lista.  Það er allt í lagi.  Þetta er aðeins skemmtilegur samkvæmisleikur.  Vinsælar hljómsveitir eiga eðlilega meiri möguleika í lesendakosningum en minna þekktar hljómsveitir.

  Það er gaman að velta fyrir sér svona lista.  Kannski sakna einhverjir platna með Deep Purple og Led Zeppelin.  Eða Skálmaldar,  Sólstafa og Týs.  Þeirra í stað tröllríða Metallica,  Iron Maiden og Black Sabbath listanum.  Hver hljómsveit með 5 plötur af 50.  Eða réttara sagt 5 plötur af 37.  13% hlutdeild.  Það er góð staða.       

1  Metallica - Master Of Puppets (1986)
Iron Maiden - The Number Of The Beast (1982)
Guns N´ Roses - Appetite For Destruction (1987)
Metallica - Ride The Lighting (1984)
Slayer - Reign In Blood (1986)
Megadeath - Rust In Peace (1990)
Black Sabbath - Paranoid (1970)
AC/DC - Back In Black (1980)
Pantera - Vulgar Display Of Power (1992)
10 Iron Maiden - Powerslave (1984)
11 Metallica - ...And Justice For All (1988)
12 Lamb Of God - Ashes Of The Wake (2004)
13 Pantera - Cowboys From Hell (1990)
14 Opeth - Watershed (2008)
15 Black Sabbath - Sabbath Bloody Sabbath (1973)
16 Black Sabbath - Master Of Reality (1971)
17 AC/DC - Highway To Hell (1979)
18 Judas Priest - British Steel (1980)
19 Ozzy Osbourne - Blizzard Of Ozz (1980)
20 Slayer - Seasons In The Abyss (1990)
21 Machine Head - The Blacklening (2007)
22 Iron Maiden - Live After Death (1985)
23 Metallica - Kill ´Em All (1983)
24 Black Sabbath - Vol 4 (1972)
25 Slayer - South Of Heaven (1988)
26 Mastodon - Crack The Skye (2009)
27 Dio - Holy Diver (1983)
28 System Of A Down - Toxycity (2001)
29 Opeth - Blackwater Park (2001)
30 Metallica - Metallica (1991)
31 Slipknot - Slipknot (1999)
32 Iron Maiden - Piece Of Mind (1983)
33 Killswithch Engage - Alive Or Just Breathing (2002) 
34 Rainbow - Live In Munich (1977)
35 Tool - Undertow (1993)
36 Iron Maiden - Iron Maiden (1980)
37 Black Sabbath - Black Sabbath (1970)
38 Celtic Frost - To Mega Therion (1985)
39 Rage Against The Machine - Rage Against The Machine (1992)
40 Skid Row - Skid Rove (1989)
41 At The Gates - Slaughter Of The Soul (1995)
42 Megadeath - Peace Sells...But Who´s Buying? (1986)
43 Anthrax - Among The Living (1987)
44 Judas Priest - Painkiller (1990)
45 Soundgarden - Badmotorfinger (1991)
46 Death - Symbolic (1995)
47 Sepultura - Arise (1991)
48 Kyuss - Blues For The Red Sun (1992)
49 Aerosmith - Rocks (1976)
50 Deftones - Around The Fur (1997)

Vandað og skilmerkilegt kort yfir rokkáhuga þjóða heimsins

þungarokk

  Harðvítugar deilur um það hvaða þjóðir eru virkastar í rokkdeildinni og óvirkastar hafa hleypt upp ófáum fjölskylduboðum,  ættarmótum,  fermingarveislum,  saumaklúbbum,  hestamannamótum og jarðarförum.  Deilurnar hafa klofið heilu og hálfu fjölskyldurnar í herðar niður,  eitrað þorp,  sveitafélög og einstök hverfi á höfuðborgarsvæðinu. 

  Til að afstýra því að óvildin,  heiftin og illindin vaxi upp í almenna upplausn í þjóðfélögum heims og endi í milliríkjadeilum og heimsstyrjöld hafa bandaríska leyniþjónustan,  CIA, og virkir þungarokksunnendur heimsins tekið höndum saman og unnið upp nákvæmt kort.  Á kortinu sést skýrt og skilmerkilega hvaða þjóðir eru að þungarokka og hverjar ekki.  Nú þarf enginn að deila lengur.  Bara yfirleitt ekki um neitt.

  Ég vissi þetta allt áður.  Nema ekki hvað samfélagið á Svalbarða er hart í þungarokkinu.  Þar gengur allt út á djöflarokkið. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.