Fćrsluflokkur: Tónlist
24.2.2012 | 13:46
Hljómleikaumsögn
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
23.2.2012 | 02:55
Alvöru rokk á landsbyggđinni
Rokksveitirnar Sólstafir og Dimma leggja af stađ í stutta hljómleikaferđ um Ísland í dag (Ţórsdag 23. febrúar). Fyrstu hljómleikarnir verđa á Hvanneyri, ađrir á Akureyri og ţeir ţriđju á Egilsstöđum.
Viđ höfum útvegađ langferđarbíl og erum klárir í slaginn, segir Sćţór Maríus, gítarleikari Sólstafa. Ţađ er heilmikiđ rokk úti á landi og alltaf gaman ađ halda tónleika ţar, bćtir hann viđ. Sólstafir eru í góđu tónleikaformi eftir stífar ćfingar fyrir annasamt sumar. Ţađ sama er hćgt ađ segja um Dimmu sem eru ađ undirbúa útgáfu sinnar ţriđju plötu. Hún verđur ţeirra fyrsta útgáfa eftir ađ Stefán Jakobsson söngvari og trymbill Birgir Jónsson gengu til liđs viđ ţá brćđur Ingó og Silla Geirdal.
Fyrstu tónleikarnir verđa Ţórsdaginn 23. febrúar á Kollubar á Hvanneyri. Ţeir nćstu á Grćna Hattinum á Akureyri ţann 24. febrúar. Síđustu hljómleikarnir ađ ţessu sinni verđa í Valaskjálf á Egilsstöđum 25. febrúar. Hljómsveitin Gruesome Glory spilar međ ţeim á Akureyri og hljómsveitin Oni spilar međ ţeim á Egilsstöđum.
Sólstafir áttu eina bestu rokkplötu heims á síđasta ári, Svartir sandar. Hljómsveitin er vel kynnt erlendis og platan náđi inn á finnska vinsćldalistann. Ţegar ég var í Finnlandi um jólin og áramót blasti platan viđ í öllum plötubúđum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 03:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2012 | 21:14
Öđru vísi lögreglutaktar
Ţessi lögregluţjónn stjórnar umferđ á gatnamótum í Manilla, höfuđborg Filippseyja. Ţađ hefur hann gert í sex ár og stađiđ sig vel. Hann vinnur viđ ţetta í sjö klukkustundir á dag, fimm daga vikunnar. Hann er frćgur á Filippseyjum og reyndar út um allan heim. Á ţútúpunni er ađ finna fjöldamörg önnur myndbönd af kappanum.
Frćgđ hans liggur í óstjórnlegri dansgleđi. Og gleđi yfir höfuđ. Hann er alltaf kátur og fellur ítrekađ í dansgírinn. Hann reynir ţó ađ halda danstöktunum í skefjum svo ađ ţetta fari ekki út í fíflagang. Hann vill varđveita virđuleika starfsins. Stundum tekst ţađ. En oftar brjótast danssporin fram eins og hver annar kćkur.
Lögregluyfirvöld eru mjög ánćgđ međ ţetta. Ţau hvetja umferđarlögregluţjóna til ađ vera glađlega og hafa bođiđ öđrum umferđarlögreglumönnum fjárstyrk ef ţeir vilji sćkja dansnámskeiđ. Einhverjir hafa ţegiđ bođiđ.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2012 | 01:17
Hćstaréttardómarar gefa grćnt ljós á kynferđislega áreitni
Hćstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson sjá enga kynferđislega áreitni í ţvi ađ starfskona sé kölluđ í "vinnuferđ" í sumarbústađ međ tveimur karlkyns yfirmönnum sínum. Ţar gengu ţeir naktir og hálfnaktir um og vildu undir ţeim kringumstćđum rćđa viđ konuna. Konan tók nektinni illa og ásókn typpalinganna í svefnherbergi hennar um nóttina. Í kjölfar var hún lćkkuđ í tign. Greta, Benedikt og Helgi meta ţađ svo sem konan hafi ekki veriđ áreitt kynferđislega. Svona hafi bara veriđ vinnumórallinn.
Ţetta vekur upp spurningar um vinnumóralinn hjá Hćstarétti. Ţar er sennilega daglegt brauđ ađ ţau Greta, Benedikt og Helgi rölti um nakin. Taki nakin kollhnýs á göngum og hangi daglangt saman nakin í bađkari. Eru nakin undir dómarahempu í Hćstarétti. Og hlaupa ţess á milli nakin um rangala Hćstaréttar. Ţađ getur veriđ undarlegt ađ fylgjast međ ţessum strípalingum ađ skokka um húsakynni Hćstaréttar.
Ţađ er ekkert kynferđislegt viđ strípliđ í Hćstarétti. Vinnumórallinn er bara svona.
![]() |
Kynlífsfíkn er ekkert grín |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
13.2.2012 | 22:58
Farsćlasti lagahöfundur sögunnar - Bítlarnir eftir upplausn Bítlanna
. Paul McCartney hefur oftar en ađrir átt lög og plötur í 1. sćti vinsćldalista. Hann er söluhćsti tónlistarmađur sögunnar. Hann er höfundur ţess lags sem oftast hefur veriđ krákađ (cover song) og sér ekki fyrir enda á ţví. Ţegar Yesterday hafđi komiđ út á plötu međ 1000 flytjendum var ţađ langt fyrir ofan nćstu lög. Í dag er ţađ til í flutningi yfir 2200 flytjenda. Paul er farsćlasti lagahöfundur heims.
Tónlist | Breytt 14.2.2012 kl. 23:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
12.2.2012 | 20:33
Íslenskt tónskáld í útlöndum
Íris Kjćrnested er ung íslensk tónlistarkona, búsett í Svíţjóđ. Hún er hámenntuđ í tónsmíđum og hljóđfćraleik. Hún vinnur viđ tónsmíđar fyrir međal annars kvikmyndir, sjónvarpsţćtti og auglýsingar. Ég fann ţó ekkert eftir hana á ţútúpunni nema myndbandiđ hér fyrir ofan (athugiđ ađ músíkin byrjar ekki fyrr en á 42. sek). Hinsvegar fann ég léttilega nokkrar netsíđur međ upplýsingum um hana, svo sem ţessar:
http://www.iriskjaernested.com/
http://www.imdb.com/name/nm3572798/
Allir kannast viđ einhver auglýsingastef eftir Írisi. Ţekktast er sennilega "Veldu gćđi, veldu Kjarnafćđi."
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2012 | 19:40
Brýnna breytinga er ţörf
Áđur en Sykurmolarnir slógu í gegn erlendis og Björk varđ súperstjarna á alţjóđavettvangi vissu útlendingar ekki hvar Ísland var. Ef ţeir vissu ţá á annađ borđ ađ Ísland vćri til. Ísland var yfirleitt ekki ađ finna á útlendum landakortum. Útlenda túrhesta á Íslandi mátti telja á fingrum sér og nokkurra annarra.
Nú er öldin önnur. Árlega heimsćkja Ísland yfir 600 ţúsund útlendingar. Ţar af eru Bandaríkjamenn fjölmennastir. Víđa í Bandaríkjunum er nekt algjörlega forbođin. Nekt jafngildir grófasta klámi. Fyrir örfáum árum sást í eina eđa tvćr sekúndur í bert hćgra brjóst á söngkonunni Janet Jackson í sjónvarpsútsendingu. Sjónvarpsstöđin var umsvifalaust sektuđ um 66 milljónir króna. Samt var geirvartan hulin međ stjörnu. Ýmsum ţótti sektarupphćđin of lág miđađ viđ hvađ brotiđ var alvarlegt og gróft. Lesendadálkar dagblađa fylltust af bréfum frá sjónvarpsáhorfendum sem voru í losti. Einn sagđist ekki ţora ađ hleypa hundinum sínum inn í sjónvarpsholiđ eftir ţetta af ótta viđ ađ eitthvađ ţessu líkt gćti endurtekiđ sig.
Mörgum Bandaríkjamönnum (og eflaust fleiri útlendingum) er alvarlega misbođiđ í búnings- og ţvottaklefum íslenskra sundlauga. Eftir ađ hafa einu sinni upplifađ ţá nekt sem ţar blasir viđ - og veriđ jafnvel sjálfir neyddir af sundlaugavörđum til ađ ţvo sér naktir fyrir framan ađra - geta ţeir ekki hugsađ sér ađ fara aftur í sund á Íslandi. Ţess eru dćmi ađ ţeir hafi ţurft ađ leita sér ađstođar hjá sálfrćđingi til ađ ná heilsu eftir áfalliđ.
Íslenskar sundlaugar verđa árlega af háum upphćđum vegna ţessa fyrirkomulags. Ţađ vćri mjög arđbćr fjárfesting ađ setja upp ţunnt tjald fyrir eins og eina sturtu í hverri sundlaug.
![]() |
Íslenskur kynfćraţvottur ekkert gamanmál |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
2.2.2012 | 21:38
Virkilega spennandi plata - og gott málefni
Í nćstu viku kemur út í Evrópu merkileg og spennandi plata. Mjög svo spennandi. Hún kom út í Norđur-Ameríku (samt ekki í Grćnlandi) í síđustu viku og hefur vakiđ rokna mikla athygli og líflegar umrćđur. Málstađurinn er ađ auki afskaplega góđur. Platan heitir Chimes of Freedom. Ţađ er mannréttindahreyfingin Amnesty International sem gefur plötuna út. Hún inniheldur 75 krákur (cover songs) á sönglögum Bobs Dylans (plús 1 lag í flutningi Dylans sjálfs). Sönglög sem flestir ţekkja.
Flytjendur eru allt frá táningsaldri (Miley Cyrus, 19 ára) til aldargamals (Pete Seeger, 120 ára).
Hér er heildarlistinn yfir lögin (ég hefđi ekki byrjađ á ađ pikka listann inn ef ég hefđi áttađ mig á hvađ ţađ tók langan tíma. Ég fann hann ekki til ađ copy/paste):
Tónlist | Breytt 6.2.2012 kl. 00:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
2.2.2012 | 01:49
Hvađa Bítlasonur er líkastur pabbanum?
Bítlarnir eignuđust aldrei nein börn saman. Allir eignuđust ţeir ţó börn. Og allir eignuđust ţeir syni. Fćrra var um dćtur. Allir synir Bítlanna bera sterkan svip af föđur sínum, eins og sjá má í myndbandinu. Ţađ bendir til ţess ađ Bítlarnir hafi ekki haldiđ framhjá eiginkonum sínum meira en gerist og gengur.
Nú eru Bítlasynir (og Bítlaekkjur) orđnir tíđir gestir á Íslandi. Ţeir eru miklu oftar hérlendis en fjölmiđlar greina frá. Engu ađ síđur eru fjölmiđlar farnir ađ rćđa um strákana sem tengdasyni Íslands.
En hver Bítlasona er líkastur föđur sínum?
Sean Lennon á röltinu međ Rakel Ósk.
Dhani Harrison á röltinu međ dóttur Kára Stefánssonar.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 02:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
1.2.2012 | 15:04
Gaman ađ rifja upp
Söngvarinn og söngvahöfundurinn Ţórđur Bogason var áberandi í íslensku tónlistarlífi á níunda og tíunda áratug síđustu aldar. Eđa reyndar fyrr ţví ađ hann var rótari hjá hljómsveitum Péturs heitins Kristjánssonar á áttunda áratugnum, hvort sem ţćr hétu Paradís eđa Póker eđa Pícassó eđa eitthvađ annađ. Svo stofnađi Ţórđur ţungarokkshljómsveitina Ţrek, sem naut töluverđra vinsćlda en sendi aldrei frá sér lag á plötu.
Á einhverjum tímapunkti breyttist Ţrek í hljómsveitina Ţrym. Eflaust var ţađ í kjölfar einhverra mannabreytinga í hljómsveitinni. Ţrymur sendi frá sér lagiđ Tunglskin. Ţađ getur ađ heyra í myndbandinu hér fyrir ofan. Ţađ kom út á safnplötu sem ég man ekki hvađ heitir. Á henni voru einnig lög međ Grafík, Tappa tíkarrassi og Sverri Stormsker.
Auk söngvarans Ţórđar voru í Ţrymi ţeir Halldór Erlendsson gítarleikari, Ţórđur Guđmundsson bassaleikari, Kjartan Valdimarsson hljómborđsleikari og Pétur Einarsson trommari.
Ţekktasta hljómsveit Ţórđar Bogasonar er sennilega Foringjarnir. Ţeir komu laginu Komdu í partý á vinsćldalista. Myndbandiđ viđ ţađ var spilađ grimmt í sjónvarpinu. Af öđrum hljómsveitum sem Ţórđur hefur sungiđ í má nefna Skytturnar, Warning, Rickshow, DBD, Rokkhljómsveit Íslands og Mazza.
Hér fyrir neđan er skemmtilegt jólalag sem Ţórđur samdi og söng međ hljómsveitinni F (kannski ekki alveg rétti árstíminn fyrir ţetta lag. En samt gaman ađ rifja upp):
Hljómsveitirnar Kiss og Foringjarnir spiluđu eitthvađ saman. Foringjarnir voru áberandi miklu betri hljómsveit. Hér eru söngvarar ţessara hljómsveita, Paul Stanley og Ţórđur Bogason, ađ fara yfir málin:
Tónlist | Breytt 2.2.2012 kl. 03:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)