Færsluflokkur: Tónlist

Merkileg tilviljun...?

 

  Í Fréttablaðinu í dag er skemmtileg frétt af metsölutónlistarmanninum Bubba Morthens.  Á 31 ári hefur hann selt 320 þúsund eintök af sínum plötum.  Þetta er afskaplega merkilegt.  Ólíklegt er að annars staðar í öllum heiminum (að meðtöldum öðrum soul-kerfum.  Tilvisun í nýjustu plötu kóngsins,  hans fyrstu soul-plötu.  Dúndur góða.) sé eða hafi nokkur poppstjarna verið með jafn stóra markaðshlutdeild.

  Um miðjan níunda áratuginn sá ég um nokkur umslög á plötum Bubba og markaðssetningu á þeim.  Þær urðu hver um sig lang söluhæsta plata síns útgáfuárs,  eins og markaðssetningin gekk út á.  Hitt þykir mér merkilegra:  Að þessar sömu plötur raða sér snyrtilega í öll efstu sætin yfir söluhæstu plöturnar á farsælum ferli Bubba:  1.  Dögun  (26.000 eintök),  2.  Frelsi til sölu  (22.000) og  3.  Kona  (20.000).  Skylt er að halda því til haga að Inga Sólveig á grunnhönnunina á  Konu,  ljósmyndina og er fyrirsætan á framhliðinni.

B-DögunB-Kona

http://www.visir.is/bubbi-hefur-selt-fleiri-en-320-thusund-plotur/article/2011110809145

  Svona geta tilviljanir verið skemmtilegar.  Reyndar er sömu sögu að segja af markaðssetningu á bókum,  skemmtunum og ýmsu öðru sem ég tók að mér á meðan ég var í auglýsingabransanum.  En ekki orð um það meir.  Það gæti hljómað eins og mont af minni hálfu.  Til þess má ég ekki vita. 


Pistilinn skrifar postulinn Páll Óskar Wilde

  Það er aldeilis frábært hvað orð poppkóngsins Páls Óskars Wilde í gleðigöngu samkynhneigðra,  Gay Pride,  hafa hitt í mark.  Ummæli hans eru eins og postulinn Páll Óskar hafi borið þau fram ásamt kærleikserindinu.  Pistilinn skrifar postulinn Páll Óskar (það er skylda að standa upp á meðan pistillinn er lesinn.  Það lærði ég ungur í Hóladómkirkju.  Það er bannað að sitja undir beinni tilvitnun í postula):

    „Mér finnst gay-pride-hátíðin vera löngu komin út fyrir það að vera bara einhver hátíð vegna mannréttindabaráttu samkynhneigðra. Þetta er hátíð fyrir alla þá sem láta sig lágmarksmannréttindi einhverju varða. Alla þá sem eru orðnir leiðir á hatrinu og níðinu - inni á netinu, öllum ógeðslegu kommentunum sem hægt er að segja um alla minnihlutahópa.

Það er engu líkara en sá eini sem fær að vera í friði í þessum heimi sé hvítur straight karlmaður í jakkafötum, hægrisinnaður og á peninga. Og stundum er þessi karlmaður með Biblíuna í annarri hendi og byssuna í hinni. Allt annað má kalla einhverjum nöfnum. Allt annað er hægt að uppnefna: „Helvítis femínisti, helvítis kellingar, helvítis hommar, helvítis þið, bla, bla!“ Þannig að út með kvenfyrirlitninguna, út með fyrirlitningu á öðrum kynþáttum, öðru fólki sem er af annarri stöðu og stétt en þú. Við eigum öll að sitja við sama borð. Og til þess er þessi dagur. Við verðum að gera þetta einu sinni á ári. Við megum ekki sofna á verðinum.“

  Poppkóngurinn hittir naglann á höfuðið.  Hvítir karlmenn átta sig á því að orðum er ekki beint nákvæmlega að þeim sem slíkum.  Straight karlmenn átta sig á því líka.  Sömuleiðis menn í jakkafötum.  Líka þeir sem eiga peninga.  Jafnvel þeir sem eru með Biblíu í annarri hendi og byssu í hinni.  En ekki örfáir hægri öfgamenn sem heyra undir samnefnara þessarar upptalningar.  Þeim finnst að sér vegið.  Og fara hamförum í bloggi og á fésbók.  Vola hátt með fólskuhljóðum.  Friðbjörn Orri hefur varla undan að hlaða bloggfærslum grátkórsins inn á hatursvefinn amx.  Það sýnir að orð Páls eru í tíma töluð.

 


mbl.is Mikil umræða um orð Páls Óskars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hænurnar taka yfir

tígrisdýr eltir hænu

  Það eru ekki margir áratugir síðan Íslendingar fóru að leggja sér hænur til munns.  Hænsnakjötsát þekktist ekki í skagfirskum afdölum í mínu ungdæmi.  Kominm á fullorðinsaldur barst með vindinum slúður um að á veitingastaðnum Aski við Suðurlandsbraut væri gerð tilraun með að matreiða hænur.  Það þótti okkur í Skagafirðinum ólystug frétt.  Þegar á reyndi var þetta meira en slúður.  Þetta var staðreynd.  Ekki leið á löngu þangað til fleiri íslenskir veitingastaðir þreifuðu sig áfram í tilraunum með að elda hænur.  Enda bárust fréttir af því vestan frá Ameríku að þar þættu hænur góðar undir tönn.  Ekki aðeins í Kanada heldur líka í Mexíkó.

  Vinsældir hænsnakjöts undu snöggt upp á sig.  Í dag eru reknir hérlendis veitingastaðir sem selja fátt annað en hænur.  Jú,  náttúrulega franskar kartöflur og kokteilsósu líka. 

  Þessi þróun er ekki bundin við Ísland og Íslendinga.  Þetta er þróunin í heiminum.  Í dag borða jarðarbúar rösklega 95 milljón kíló af hænsnakjöti.  Með sama áframhaldi munu þeir sporðrenna 122,5 milljónum kílóa eftir 9 ár.  Þetta hefur OECD reiknað út.  Það sér hvergi fyrir enda á þessari þróun.  Hænurnar eru að taka yfir.  Ryðja burtu svínakjöti,  beljukjöti,  rollukjöti og svo framvegis.

  Ástæðan er meðal annars sú að einungis örlítill hluti ofsatrúarfólks fúlsar við hænum.  Hinsvegar reka gyðingar,  múslímar og fleiri upp skaðræðisóp ef minnst er á svín.  Þeir,  ásamt kristnum,  æla ef hrossakjöt er á borðum.  Hindúar borða ekki beljur.  Þær eru víst heilagar.  Þannig mætti áfram telja.

  Svo öllu sé til haga haldið þá er tiltekinn hópur bandarískra kántrý-pönkara "á beinu brautinni" (straight edge) andvígir hænsnaáti.  Á móti vegur að þeir eru assgoti skemmtilegir,  eins og MDC (áheyrendur dansa eins og kátir kjúklingar): 


"Ormurin langi" kominn í hágæða upplausn

  Undanfarin mörg ár hafa hátt í 400 þúsund manns skemmt sér konunglega við að skoða á þútúpunni myndbandið við  Orminn langa  með færeysku víkingarokkurunum í Tý.  Gallinn er bara sá að það myndband er í vondri upplausn.  Það er eins og tekið af gamalli og slitinni filmu.

  Nú hefur tekist að hafa upp á höfundi myndbandsins,  Ingólfi Júlíussyni,  og véla hann til að setja myndbandið inn á þútúpuna í hágæða upplausn.  Útkomuna má sjá hér fyrir ofan.  Þetta er allt annað.  Mig grunar að það sé jafnvel hægt að sjá myndbandið í þrívídd með þar til gerðum gleraugum.  Eða allt að því.

  Til samanburðar er vonda útgáfan hér fyrir neðan.

  Ef hjá einhverjum kviknar spurning um það hvers vegna  Ormurin langi  sé stafsettur með einu n í fyrirsögninni þá er svarið þetta:  Þannig er nafn þessa kvæðalags stafsett á færeysku.

  Það er gaman að leyfa  Ólavi Riddararós  að fylgja með:


Færeyskir fjölskyldudagar á Stokkseyri - samantekt

  Með því að smella á eftirfarandi hlekk má sjá dagskrá Færeyskra fjölskyldudaga á Stokkseyri um síðustu helgi:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1181666/.  Færeyska hljómsveitin Kvönn hélt hljómleika öll kvöld helgarinnar.  Þetta er "instrumetal" þjóðlagahljómsveit (án söngs).  Nafnið Kvönn er sótt í nafn unga fiðlusnillingsins Angeliku Nielsen.  Angelika er latneska nafnið á kvönn. 

  Angelika var barnastjarna í Færeyjum.  Eða kannski frekar unglingastjarna.  Hún náði ung algjörri snilli á fiðlu.  Og reyndar ýmsu öðru.  14 ára gömul mætti hún á skrautskriftarnámskeið hjá mér í Færeyjum 1998.  Þetta var 3ja kvölda námskeið.  Hún missti af fyrsta kvöldinu.  En strax á öðru kvöldinu dúxaði hún.  Náði kennsluefninu með því sama og varð strax flinkust allra á námskeiðinu.  Hún hafði ekkert fyrir þessu.  Var eins og atvinnuskrautritari frá fyrstu mínútu.

  Nokkru síðar las ég í færeysku dagblaðið að hún hafi dúxað í frönsku.  Ég man ekki hvenær ég las í færeysku dagblaði að hún hafi verið valin í alþjóðlega hljómsveit undrabarna. 

  Einhverjum árum síðar spilaði færeyska djasshljómsveitin Yggdrasil á Íslandi.  Forsprakki hennar,  píanóleikarinn Kristian Blak,  sagði mér að Angelika væri komin í hljómsveitina.  Hann sagðist hafa útskýrt fyrir henni út á hvað djass gengi og á hvaða hátt djass væri ólíkur þjóðlagamúsík.  Síðan var hljómsveitaræfing.  Þá spilaði Angelika eins og hún hefði aldrei spilað annað en djass.  Hún spilaði óaðfinnanlega,  vatt sér í frábær djasssóló og þurfti enga æfingu.  Djassinn var henni eins eiginlegur og að drekka vatn.

  Kvönn bauð upp á fjölbreytta dagskrá.  Hverjir hljómleikar voru öðrum ólíkir.  Til að mynda var flauta eitt af aðalhljóðfærum fyrstu tvo hljómleikana en saxafónn á síðustu hljómleikunum.

  Píanóleikarinn Kristian Blak er skemmtilegur kynnir.  Húmor hans kemst ekki til skila í endursögn.  Hann gerir út á stemmningu augnabliksins.  Ég freistast þó til að nefna þegar hann kynnti til sögu lag frá 18. öld.  Hann sagði það hafa verið spilað í kvikmyndinni um Titanic þegar Titanic sökk.  Niðurlag kynningarinnar var þannig:  "Ég hef ekki séð kvikmyndina en ég hef sé ljósmynd af henni."

  Af öðrum færeyskum skemmtikröftum á Færeyskra fjölskyldudaga má nefna Guðríði (nafnið framborið Gúrí) og Benjamín.  Guðríð er rokkuð vísnasöngkona (alt-folk rock).  Hún er góður lagahöfundur og söngstíllinn í humátt að Kate Bush.  Hún syngur "jöfnum höndum" á færeysku og ensku.  Er mjög góð í gítarpikki.  Hún er með ágæta stöðu í Danmörku,  Þýskalandi og víðar.  Guðríð verður með hljómleika á Menningarnótt í Reykjavík og Airwaves.

  Benjamín er færeyskur gítarleikari,  söngvari og söngvahöfundur (singar/songwriter).  Lög hans eru grípandi.  Hann hefur m.a. spilað með Eivöru.

  Jógvan (nafnið er framborið "Ég vann") sló í gegn á Íslandi sem sigurvegari í X-Factor.  Áður sigraði hann í danska "So You Think You Can Dance".   Þar áður var hann stjarna í Færeyjum með unglingahljómsveitinni Aria. 

  Jógvan afgreiddi dansiball á laugardagskvöldinu á Færeyskum fjölskyldudögum ásamt Vigni Snæ.  Þeir spiluðu báðir á kassagítar.  Að óreyndu er það ekki uppskrift að stuðballi:  Tveir kassagítarar og söngur.  En þeir félagar hröktu allar efasemdir á haf út.  Þeir náðu upp þvílíku fjöri að engan endi ætlaði að taka stanslaust stuðið.  Dansgólfið iðaði allt kvöldið og þeir tvímenningar hittu stöðugt í mark.  Þeir kunnu svo sannarlega að lesa salinn.  Þar munaði um að Jógvan er fyndinn og orðheppinn í kynningum á milli laga.

  Að frátöldu færeyskum skemmtikröftum léku Labbi í Mánum og Bassi sonur hans (trommari) fyrir dansleikjum á föstudags- og sunnudagskvöldi.  Feðgarnir fóru á kostum.  Mér heyrðist sem Labbi væri með einhvers konar bassa-"effekt" á gítarnum þannig að dekkstu tónar væru afgreiddir eins og um bassaleikara væri að ræða.  Studdum af öflugum bassatrommuslætti Bassa. 

  Ýmislegt fleira mætti nefna af vel heppnuðum atriðum á Færeyskum fjölskyldudögum.  Til að mynda flugeldasýninguna,  varðeldinn og smakk á þjóðlegum færeyskum mat (skerpukjöt og ræstkjötssúpa) og færeyskum drykkjum.  Og ekki má gleyma sköruglegum kynningum Sigurgeirs Hilmars.  

  Ég er strax farinn að hlakka til næstu verslunarmannahelgar. 


Fallegur minningaróður

  Systurdóttir mín,  Íris Kjærnested,  vinnur við tónsmíðar í Svíþjóð og víðar.  Hún hefur meðal annars samið tónlist fyrir íslenska auglýsendur.  Þekktastur er sennilega Kjarnafæðisslagarinn ("Veldu gæði,  veldu Kjarnafæði!"),  sem er sunginn í öllum tjaldútilegum og í rútuferðum um landið. 

  Þetta gullfallega lag hér á myndbandinu fyrir ofan samdi Íris til minningar um kæran vin.  Hér er íslensk þýðing á textanum:

SONG FOR DOTÉR (þegar að þú fórst/lést)
.
Heimurinn hefur frosið,
en enginn virðist vita það.
Á miðju sumri
falla minningar sem snjór.
Undir sólhlífum
er óvitund sæla,
en ég myndi ekki skipti henni
í staðinn fyrir allt sem ég hefði misst af (saknað) ...
Ég sakna þín
Ég sakna þín
Ég sakna þín
Hvernig geta þau ekki vitað
að heimurinn staðnæmdist
þegar að þú fórst/lést.
Sólargeisli
sem stjörnurnar tóku.
Nú urðu allir litir
svartir.
Orðin bregaðst mér,
helguð, til einskis
Ég heyri enn í þér:
"Taktu næstu lest!"
Ég sakna þín
Ég sakna þín
Ég sakna þín
Hvernig geta þeir ekki vitað
að heimurinn staðnæmdist
þegar að þú fórst/lést
... að heimurinn staðnæmdist
þegar að þú fórst/lést.
.

Lag, söngur og texti: Íris Kjærnested
Tónlist: Mike Shiver

Frábærlega vel heppnaðir Færeyskir fjölskyldudagar

  Ef lagt er út af málflutningi forsvarsmanna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum má þakka fyrir að banni á bjórdrykkjum var aflétt og að fulltrúar Stígamóta voru ekki í Vestmannaeyjum um helgina.  Að þeirra mati æsa Stígamót til nauðgana og bjórinn slær á alls konar þannig ofbeldi og annað.  Staðan var því þannig að næstum eins og best var á kosið í Vestmannaeyjum um helgina.  Nauðganir frekar fáar,  aðrar líkamsárásir líka og dópneysla,  tengd bjórleysi,  í lágmarki.

  Þetta eru vandamál sem enginn þarf að velta fyrir sér á Færeyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri.  Þar skemmtu allir sér hið besta.  Það kom ekki upp eitt einasta vandamál.  Þvert á móti.  Það var einungis glaðværð sem einkenndi Færeysku fjölskyldudagana.

  Það er ekki auðvelt að átta sig á hvað nákvæmlega margir sóttu heim Færeysku fjölskyldudagana á Stokkseyri um helgina.  Um 300 manns voru á tjaldstæðinu.  Sennilega annar eins fjöldi dvaldi í heimahúsum eða sumarhúsum á Stokkseyri og nágrenni.  Hátíðin var einnig sótt af íbúum á Selfossi,  Hveragerði,  Eyrarbakka og Þorlákshöfn.  Einhverjir óku til og frá höfuðborgarsvæðinu.

  Íbúar Stokkseyrar eru tæplega 500.  Á heimasíðunni www.stokkseyri.is sögðust 44% ætla að sækja Færeyska fjölskyldudaga. 

  Heildartala gesta á Færeyskum fjölskyldudögum er ekki auðútreiknanleg.  Fjöldi dagskráratriða var með ókeypis aðgangi.  Þar af kannski flestir á flugeldasýningu,  varðeldi og bryggjuballi. 

  Ætla má að einhversstaðar á bilinu 700 - 1000 manns hafi tekið þátt í Færeyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri í ár.  Einhver sagði mér að um 800 matargestir hafi fengið sér í svanginn á veitingastaðnum Við fjöruborðið um helgina.  Sá veitingastaður er á heimsmælikvarða þegar kemur að humarsúpu og öðrum humarréttum.  Mjög líklega gerðu sumir sér erindi þangað oftar en einu sinni um helgina.  Sjálfur náði ég þar veislu einu sinni um helgina.  Og ætlaði að endurtaka dæmið.  En þá var 90 mínútna biðlisti svo að ég í 20 manna hópi varð frá að hverfa í það skiptið. 

  Meira um Færeyska fjölskyldudaga á Stokkseyri á morgun.

 


mbl.is „Við erum slegin yfir þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðríð á Færeyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri

  Guðríð (nafnið er framborið Gúrí) er eitt af stóru færeysku nöfnunum sem skemmta á Færeyskum fjölskyldudögum um helgina.  Hún hefur sent frá sér 3 vinsælar plötur í Færeyjum og nýtur vinsælda í Danmörku,  Þýskalandi og víðar.  Hún hefur tvívegis fengið færeysku tónlistarverðlaunin,  Planet Awards:  Annarsvegar sem "Besta færeyska söngkonan".  Hinsvegar fyrir "Bestu færeysku plötuna". 

  Músíkstíl hennar má lýsa sem alt-folk-rokki.  Það er að segja "alternative" þjóðlagakenndu rokki.  Kate Bush með Jimi Hendrix ívafi.  Eða eitthvað svoleiðis. 

  Með því að smella á þennan hlekk má sjá og heyra smá spjall Arnars Eggerts við Guðríði:  http://www.mbl.is/folk/frettir/2011/07/17/arnar_eggert_a_g_6_hluti/

  Með því að fletta örlítið niður bloggsíðuna mína getur að líta kynningar á fleiri færeyskum tónlistarmönnum sem skemmta á Færeyskum fjölskyldudögum.


Mikilvæg leiðrétting um Færeysku fjölskyldudagana á Stokkseyri

 

  Í Morgunblaðinu í dag stendur skrifað:  "Færeyskir fjölskyldudagar - Stokkseyri.  Skemmtileg fjölskylduhátíð þar sem boðið verður upp á ýmsa viðburði við flestra hæfi.  Fólk verður að borga sig inn á hvern viðburð..."  Þetta er allt rétt nema að fólk þarf ekki að borga sig inn á hvern viðburð.  Flest af því sem stendur gestum til boða á Færeyskum fjölskyldudögum er ókeypis eða á tilboðsverði.  Það sést þegar eftirfarandi dagskrá er skoðuð:

Fimmtudagur 28. júlí

09:00 – 21:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó ”kannið vatnasvæðið á eigin vegum”

10:00 - 20:00 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið.  Tilboð ef farið er á bæði söfnin

12:00    Veitingahúsið Við Fjöruborðið opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt

13:00 - 18:00 Draugasetrið.  Tilboð ef farið er á bæði söfnin

13:00 - 21:00 Sundlaug Stokkseyrar opin

 

Föstudagur 29. júlí

09:00 – 21:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó ”kannið vatnasvæðið á eigin vegum”

10:00 - 20:00 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið.  Tilboð ef farið er á bæði söfnin

12:00  Veitingahúsið Við Fjöruborðið opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt

13:00 - 18:00 Draugasetrið.  Tilboð ef farið er á bæði söfnin

13:00    Menningarkaffi opnar í Lista og menningarverstöðinni

13:00 - 21:00 Sundlaug Stokkseyrar opin

13:00 - 18:00 Valgerður Þóra opnar Mósaík vinnustofuna  Aðgangur ókeypis

13:00 - 18:00 Elfar Guðni opnar vinnustofu sína Svartaklett  Aðgangur ókeypis

18:00 –19:00 Diskótek fyrir yngri kynslóðina í Lista og Menningarverstöðinni  Aðgangur ókeypis

Kvöldskemmtun fram á nótt, verð 1900 kall.  

21:00  Benjamin og Kvönn

22:30  Færeyskir dansar

23:30  Pabbi og prinsinn. Labbi (Mánum) og Bassi halda uppi fjörinu fram á rauða nótt

 

Laugardagur 30. júlí

09:00 – 21:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó

10:00 - 20:00 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið.  Tilboð ef farið er á bæði söfnin

10:00 - 17:00 Sundlaug Stokkseyrar opin

11:00 - 18:00 Veiðisafnið opið

12:00   Kajakakennsla fyrir 6-12 ára  Aðgangur ókeypis

12:00   Veitingahúsið Við Fjöruborðið opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt

13:00   Dorgveiðikeppni á Stokkseyrabryggju (hafið veiðitól með)  Aðgangur ókeypis, vegleg verðlaun

13:00 - 18:00 Draugasetrið. EXTRA MIKLIR REIMLEIKAR. Tilboð ef farið er á bæði söfnin

13:00    Menningarkaffi opnar í Lista og menningarverstöðinni

13:00 - 18:00 Valgerður Þóra opnar Mósaík vinnustofuna  Aðgangur ókeypis

13:00 - 18:00 Elfar Guðni opnar vinnustofu sína Svartaklett  Aðgangur ókeypis

14:00   Listaverkið Brennið þið vitar kynnt í Lista og menningarverstöðinni  Aðgangur ókeypis

15:00   Tónleikar með KVÖNN. Verð 1000 kall.

17:00 - 18:00 Diskótek fyrir yngri kynslóðina í Lista og Menningarverstöðinni  Aðgangur ókeypis

18:00 - 19:00 Kennsla í færeyskum dönsum  Aðgangur ókeypis

Kvöldskemmtun fram á nótt, verð 2500 kall.

20.00  Stór tónleikar með KVÖNN

21:00  GUÐRIÐ

22.30  ”Ólavur Riddararós” FØROYSKUR DANSUR

23.00   Jógvan Hansen og Vignir Snær halda uppi fjöri fram á rauða nótt

 

 

Sunnudagur 31. ágúst

09:00 – 21:00  Kajakaferðir

10:00 - 20:00  Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið.  Tilboð ef farið er á bæði söfnin

10:00 - 17:00  Sundlaug Stokkseyrar opin

11:00 - 12:00  Angelica og Kristian gleðja sjúklinga á Sjúkrahúsi Suðurlands í boði GT

11:00 - 18:00  Veiðisafnið opið

12:00  Veitingahúsið Við Fjöruborðið opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt

13:00 - 18:00  Draugasetrið.  Tilboð ef farið er á bæði söfnin

14:00   Kappróðurskeppni á Kajak (öllum opin) Aðgangur ókeypis, vegleg verðlaun

13:00   Menningarkaffi opnar. Listsýningar o.fl.  Aðgangur ókeypis

13:00 - 18:00  Valgerður Þóra opnar Mósaík vinnustofuna  Aðgangur ókeypis

13:00 - 18:00  Elfar Guðni opnar vinnustofu sína Svartaklett  Aðgangur ókeypis

15.00 Tónleikar með Angelika, Kristian og hljómsveit. Verð 1000 kall.

16:00 Færeyskt smakk.  Ókeypis fyrir tónleikagesti 

16.30   ”Dvørgamøy” FØROYSKUR DANSUR  Aðgangur ókeypis

22.00   Brenna og bryggjusöngur með Labba og færeyskum listamönnum  Aðgangur ókeypis

23.00   Glæsileg flugeldasýning í boði Guðmundar Tyrfingssonar ehf.  Aðgangur ókeypis

Kvöldskemmtun fram á nótt, verð 1500 kall.

23:30 Pabbi og prinsinn. Labbi (Mánum) og Bassi halda uppi fjörinu fram á rauða nótt + óvæntar uppákomur og kveðjupartý með færeysku listamönnunum.

 


Viltu frípassa á Færeysku fjölskyldudagana á Stokkseyri?

færeyskir fjölskyldudagar 

  Það er auðvelt að eiga möguleika á fríum helgarpassa á Færeysku fjölskyldudagana á Stokkseyri um helgina.  Það er nefnilega í gangi skemmtilegur leikur sem gerir þér þetta kleift.  Passinn gildir inn á alla dansleiki helgarinnar og alla aðra kvölddagskrá Færeysku fjölskyldudaganna.

  Þú þarft að smella á þennan hlekk:  http://www.facebook.com/pages/F%C3%A6reyskir-fj%C3%B6lskyldudagar/140770739276188

  Því næst þarftu að "skrolla" örlítið niður síðuna sem birtist.  Þar finnur þú innlegg,  merkt Færeyskir fjölskyldudagar.  Næsta innlegg fyrir neðan innlegg Ólöfu Lóu Jónsd.  Lestu textann í innleggi Færeyskra fjölskyldudaga og gerðu eins og þar segir.

  Heppilegt er að hafa hraða á vegna þess að leiknum lýkur klukkan 15.00 á morgun (Þórsdegi 28. júlí) með því að 10 nöfn þátttakenda verða dregin út.

  Hér í bloggfærslum fyrir neðan má sjá smávegis upplýsingar um Færeyska fjölskyldudaga.  

   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband