Fćrsluflokkur: Tónlist
23.8.2011 | 00:31
Skálmöld og Týr í Metal Hammer
Jómfrúarplata Skálmaldar, Baldur, er til umfjöllunar í nýjasta hefti breska ţungarokksblađsins Metal Hammer. Metal Hammer er annađ tveggja af helstu tímaritum ţungarokksins á heimsmarkađi ásamt Kerrang!. Blađamađur Metal Hammer sótti G!Festival í Götu í Fćreyjum í síđasta mánuđi. Ég vonađist til ađ hann myndi gera G!Festivali skil í blađinu. Ţađ hefđi veriđ gaman. Sérstaklega af ţví ađ mér tókst ađ ljúga ađ honum ađ liđsmenn fćreysku tilraunarhljómsveitarinnar Orku spili ekki á hefđbundin hljóđfćri vegna fátćktar. Eftir á ađ hyggja var ţađ óraunhćf von ţví ađ Metal Hammer afgreiđir ađeins ţungarokkshátíđir. Ţess í stađ pikkađi blađamađurinn út plöturnar Baldur međ Skálmöld og The Lay of Thrym međ Tý. Ţessar tvćr hljómsveitir voru ađ hans mati ţćr áhugaverđustu á G!Festivali. Enda voru ţćr ţađ.
Umsagnir blađamannsins um Baldur og The Lay of Thrym eru afskaplega lofsamlegar. Hann gefur ţeim báđum einkunnina 7 af 10. Ţađ jafngildir 3 og hálfri stjörnu af 5. Sem er aldeilis glćsilegt ţví ađ Metal Hammer er ekki ţekkt fyrir ađ bruđla í einkunnargjöf.
Ţađ ađ ţessar plötur séu teknar til umfjöllunar í Metal Hammer og fái ţetta jákvćđa umsögn er öflug kynning fyrir Skálmöld og Tý og stađsetur ţćr bćrilega inn á kortiđ hjá ţungarokksunnendum um allan heim. Ţegar má merkja ţađ í aukinni spilun á myndbandinu hér fyrir ofan á ţútúpunni. Ţegar ţetta er skrifađ hafa um 25 ţúsund manns skođađ ţetta myndband.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2011 | 08:39
Q4U í heimsreisu
Hljómleikar Q4U á Dillon Rokk Bar voru einn af hápunktum Menningarnćtur. Ég sá ađ vísu ekki alla dagskrárliđi Menningarnćtur. Ţess vegna hef ég ekki heildar samanburđ. Fyrir bragđiđ set ég ţann fyrirvara ađ tala um einn af hápunktum í stađinn fyrir ađ setja ákveđinn greini viđ hápunkt.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
19.8.2011 | 21:01
Ţessu máttu ekki missa af
Dagskrá Menningarnćtur á morgun er svakaleg. Frambođ á spennandi uppákomum er svo mikiđ ađ erfitt er ađ velja. Virkilega erfitt. Til ađ mynda eru Q4U ađ spila á Dillon Bar á sama tíma og Frćbbblarnir spila Viđ Tjörnina. Hljómleikar beggja hljómsveitanna hefjast klukkan 22.00.
Heildarlista yfir ţađ sem í bođi er má finna á www.menningarnott.is. Fyrir utan ţau atriđi sem mest hafa veriđ kynnt í fjölmiđlum tel ég brýnt ađ vekja athygli á eftirfarandi:
- Sendistofa Fćreyja í Austurstrćti er međ opiđ hús á milli klukkan 14.00 til 18.00. Ţar er bođiđ upp á smakk á fćreyskum mat og drykk; fćreyskir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum og Guđríđ Hansdóttir tekur lagiđ. Nafn hennar er framboriđ Gúrí. Guđríđ syngur frumsamin lög viđ eigin gítarundirleik. Textar hennar eru ýmist á fćreysku eđa ensku og jafnvel á báđum tungumálum í einu og sama lagi. Músíkstíl hennar má kalla framsćkna vísnatónlist (alt-folk). Flott músík.
- Guđríđ skemmtir ásamt hljómsveit sinni á Óđinstorgi klukkan 17.30.
- Guđríđ skemmtir ásamt hljómsveit sinni á Dillon Rock Bar klukkan 20.00. Ţađ verđur fjör.
- Teitur Lassen skemmtir í Hörpu klukkan 18.00. Teitur er heimsfrćgastur fćreyskra tónlistarmanna. Lög hans hafa veriđ notuđ í frćgum amerískum kvikmyndum og sjónsvarpsţáttum. Myndbönd hans hafa veriđ í heitri spilun í músíksjónvarpsstöđvum út um allt. Einstök lög hans hafa náđ vinsćldum hérlendis. Ţeirra frćgast er Louis, Louis.
- Listfrćđingurinn Oggi Lamhauge leiđir gesti um myndlistasýningu Elinborgar Lutzen í salnum Flóanum í Hörpu klukkan 15.00, 17.00 og 21.00. Elinborg féll frá fyrir 16 árum. Hún var teiknari og grafíkeri.
Tónlist | Breytt 20.8.2011 kl. 16:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
17.8.2011 | 23:45
Lokaorđ um "hönnunardeilu" okkar Bubba
Tónlist | Breytt 18.8.2011 kl. 23:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
17.8.2011 | 13:38
REM á pöbbarölti í Reykjavík
Bítlabarinn Ob-La-Dí á Laugavegi 45 er orđinn einskonar arftaki Sirkuss. Ţađ er ađ segja: Ţetta er barinn sem rokkstjörnurnar sćkja ásamt öđrum sem hafa gaman af ađ rćđa um rokkmúsík og hlusta á áhugaverđa tónlist. Í tilfelli Ob-La-Dí er ţađ tónlist međ Bítlunum, The Byrds og REM.
Ţó ađ starfsfólk Ob-La-Dí sé ýmsu vant ţá rak ţađ upp stór augu ţegar bassaleikari REM, Mike Mills, birtist á stađnum í gćr. Međ í för var fjölskylda hans.
Hópurinn dvaldi á Ob-La-Dí í drjúga stund og blandađi geđi viđ gesti og starfsfólk. Um nóg var ađ rćđa. REM er nefnilega í hávegum á Ob-La-Dí.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2011 | 22:18
Umdeildustu músíkmyndböndin
Ađstandendur vinsćlasta breska poppmúsíkblađsins, New Musical Express (NME), ýttu nýveriđ úr vör netsíđu sem sérhćfir sig í umfjöllun um músíkmyndbönd. NME er eitt af áhrifamestu poppblöđum heims vegna ţess ađ ţađ selst einnig vel utan Bretlands. Bćđi í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu.
Í tilefni af opnun músíkmyndbandavefsins hefur NME tekiđ saman lista yfir umdeildustu músíkmyndbönd sögunnar. Ţannig er listinn:
1. Aphex Twin: Come To Daddy
Tónlist | Breytt 16.8.2011 kl. 13:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
13.8.2011 | 18:11
Gömul kona stelur lagi frá Bubba
Á myndbandinu hér fyrir ofan má glöggt heyra hvernig fingralöng gömul kona tekur ófrjálsri hendi, stelur, frá Bubba hans besta lagi, Ţađ er gott ađ elska. Hún sneyđir lipurlega hjá viđlaginu. Myndbandiđ mátti nefnilega ekki fara upp í 5 mín. ađ lengd. Meira máli skiptir ađ hún er ađ segja ljóđrćna sögu og flytur ţetta ţví sem ljóđsöng fremur en poppklisju.
Sú gamla er búsett í útlandinu. Hún safnar töngum. Myndbandiđ er tekiđ í eldhúsinu hjá henni fyrir framan horniđ ţar sem hún rađar uppáhalds töngunum sínum. Ađrar tengur, sem hún heldur ekki eins mikiđ upp á, geymir hún inni á bađherberginu. Hún safnar líka tannstönglum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (85)
11.8.2011 | 21:53
Rétt skal vera rétt. Já, ţví ekki?
Ţađ er fjör. Allt út af skemmtilegri stórfrétt í Fréttablađinu af söluhćstu plötum Bubba Morthens. Ţar kom eftirfarandi fram: "Ţrjár mest seldu plöturnar, Dögun, frá 1987, Frelsi til sölu, frá 1986 og Kona, frá 1985 (...) eiga sameiginlegt ađ Jens Guđ sá um markađssetningu ţeirra allra ásamt ţví ađ hanna umslögin ađ mestu eđa öllu leyti."
Bubbi gerir alvarlega athugasemd viđ ţetta á fésbókinni. Hann fullyrđir ađ Ámundi Sigurđsson hafi hannađ frá a til ö umslag plötunnar Sögur af landi og hafi ásamt Bubba Morthens hannađ umslag plötunnar Lífiđ er ljúft. Jafnframt fullyrđir Bubbi ađ Bubbi Morthens hafi gert mynd sem er á umslagi sömu plötu. Valdís Óskarsdóttir hafi hannađ umslag Dögunar og Inga Sólveig Friđjónsdóttir gert umslag Konu.
Eftir ţessa upptalningu segir Bubbi ekki vera mikiđ eftir handa Jens Guđ og hnykkir á međ orđatiltćkinu góđa: Rétt skal vera rétt. Undir ţađ skal tekiđ. Rétt skal vera rétt. Ţess vegna er ástćđa til ađ fara yfir dćmiđ liđ fyrir liđ.
- Sögur af landi
Ég hef hvergi rekist á eđa orđiđ var viđ orđróm um ađ einhver annar en Ámundi sé hönnuđur ţessa umslags. Ţađ er ekki ágreiningur um ţetta. Ţađ var ekki stafkrókur um ţessa plötu í frétt Fréttablađsins né á bloggsíđu minni. Ţađ má telja upp umslög miklu fleiri platna sem ég hef hvergi komiđ nálćgt. Bćđi plötur međ Bubba og hverjum sem er. Jafnvel Bítlunum og Rolling Stóns. Ég mun ekki gera ágreining um ţau dćmi. Og tćplega nokkur annar.
- Lífiđ er ljúft
Ég hef hvergi rekist á eđa orđiđ var viđ orđróm um ađ einhverjir ađrir en Ámundi og Bubbi hafi hannađ ţetta umslag. Ţađ er ekki ágreiningur um ţetta. Né heldur ađ Bubbi Morthens hafi gert myndina á umslaginu. Ţađ var ekki stafkrókur um ţessa plötu í frétt Fréttablađsins né á bloggsíđu minni.
- Dögun
Umslagiđ varđ ţannig til: Ég hitti Valdísi Óskarsdóttur sem hafđi tekiđ ljósmyndir af Bubba og einnig uppstilltar og stíleserađar myndir. Alveg bráđskemmtilegar og flottar myndir. Ási í Gramminu var líka á ţessum fundi. Ţađ var ákveđiđ hvađa myndir yrđu notađar á umslagiđ.
Nćsta skref var ađ ég skođađi nokkrar leiđir til ađ markađssetja plötuna og skissađi upp 3 mjög ólíkar framhliđar á umslagi út frá ţví hvađa leiđir yrđu farnar. Ási og Bubbi tóku ákvörđun um ţađ hvađ varđ fyrir valinu. Kannski var ţetta boriđ undir Valdísi. Ég hitti hana ţó aldrei eftir ţennan eina áđurnefnda fund međ henni ţegar viđ skođuđum ljósmyndirnar. Mér bárust aldrei neinar athugasemdir eđa óskir frá henni um hönnun umslagsins. Ég fullvann ţá skissu sem varđ fyrir valinu. Og gríđarmikil ánćgja var međ ţetta umslag.
Til gamans má geta fyrir ţá sem ađeins ţekkja umslagiđ af geisladisksútgáfunni ađ upphaflega var umslagiđ hannađ fyrir Lp vinylplötu. Ţar var gyllt upphleypt letur sem skilađi tilteknum hughrifum og vísađi til útfćrslu á hágćđa konfekti í gjafaumbúđum. Ţađ var reisn yfir ţví.
Ég vil ekki gera lítiđ úr ţćtti Valdísar á umslaginu. Alls ekki. Myndirnar hennar eru frábćrar og eiga sinn stóra ţátt í ţví hvađ ţetta umslag er flott. Og ţar međ hversu söluvćnleg platan var. Hinsvegar kemur skýrt fram á umslaginu og í bókinni 100 bestu plötur rokksögunnar hver hannađi umslagiđ. Ásamt ţví hver á ljósmyndirnar á ţví. Ţetta er óumdeilanlega söluhćsta plata Bubba. 26 ţúsund seld eintök.
- Frelsi til sölu
Sömu vinnubrögđ voru höfđ og viđ Dögun. Nema ađ ţar var valiđ úr myndum eftir Bjarna Friđriksson. Til gamans má geta ađ á nćrhaldi (innra umslagi) vildi ég gera út á tölvupoppsútfćrslu og "space rokk". Hugmyndafrćđin var sú ađ búa til tilfinningu fyrir "future" stemmningu. Enda ferskur tónn ráđandi á plötunni. Á síđustu stundu kom upp ágreiningur varđandi ţá leiđ. Mig minnir ađ ţađ hafi jafnvel veriđ byrjađ ađ prenta ţá útfćrslu ţegar - ađ mig minnir Bubbi - strćkađi á ţađ dćmi. Í fljótheitum hannađi ég ţá nýtt nćrhald sem fékk afskaplega lofsamlega dóma hjá plötugagnrýnendum (sem ađ öđru jöfnu nefna sjaldnast umslagshönnun). Enda var ţađ flott. Eftir stóđ ţó á bakhliđ umslagsins tilvísun í upphaflega nćrhaldiđ. Sú tilvísun er dálítiđ út í hött í endanlegri útfćrslu.
Ţegar umslagiđ var endurprentađ vantađi á ţađ grćnan teygđan ţríhyrning á bak viđ nafn Bubba. Sá ţríhyrningur ţjónađi hlutverki dýptar á uppstillingunni. Umslagiđ er hálf kjánalegt án ţess.
Frelsi til sölu er nćst söluhćsta plata Bubba. 22 ţúsund seld eintök.
- Kona
Vinnubrögđin voru lík og viđ Dögun og Frelsi til sölu. Munurinn var ţó sá ađ Inga Sólveig var búin ađ skissa upp gróft uppkast ađ framhliđ umslagsins. Hún var búsett í Bandaríkjunum. Ţess vegna var ekki hćgt ađ hafa neitt samráđ viđ hana um hönnun bakhliđar, textabćklings, plötumiđa, letur eđa uppsetningu og frágang á pakkanum. Ţetta var fyrir daga tölvu og internets.
Mér er fjarri lagi ađ gera lítiđ úr framlagi Ingu Sólveigar í hönnun umslagsins. Ég hef ćtíđ tekiđ fram ađ hún átti grunnhugmyndina ađ umslagsinu. Ljósmynd hennar á framhliđ ţess setur svo sannarlega sterkan svip á umslagiđ. Ţađ breytir ekki ţví ađ allt annađ en framhliđ umslagsins var hannađ af mér og ég handskrifađi titil plötunnar og nafn Bubba á framhliđ ţess. Ţar fyrir utan stillti ég upp markađssetningu á Konu eins og Dögun og Frelsi til sölu.
Kona er 3ja söluhćsta plata Bubba. 20 ţúsund seld eintök.
Á međan ég var í auglýsingabransanum kynntist ég einungis rosa mikilli gleđi, gargandi fagnađarlátum og ţakklćti fyrir góđan söluárangur, hvort sem um var ađ rćđa á bókum, bílum, sćlgćti eđa öđru. Ţađ er alveg nýtt ađ viđbrögđ viđ glćsilegum söluarangri séu ólund og reynt ađ gera lítiđ úr minni vönduđu og árangursríku vinnu.
Hér fyrir neđan má sjá skemmtilega unna frétt Pressunnar um ţetta hitamál. Ţađ er fjör. Stanslaust fjör. Og rétt skal vera rétt. Ég átta mig ekki á ţví hvers vegna ég er ţarna titlađur "fyrrverandi poppspekúlant":
------------------------------------------
Uhhh...hvađ gerđi Jens ţá?
Bubbi Morthens
Hún var flennistór fréttin í Fréttablađinu um ţátt fyrrverandi poppspekúlantsins Jens Guđ í velgengni Bubba Morthens.
Ţar sagđi um vinsćlustu plötur Bubba ađ allar ćttu ţćr sameiginlegt ađ Jens Guđ hafi ekki ađeins markađssett ţćr, heldur séđ um ađ hanna umslögin ađ mestu eđa öllu leyti. Svo segir Jens:
Ég ţarf ađ passa mig á ţví ađ hljóma ekki rogginn. En ég var búinn ađ fara í gegnum nám í grafískri hönnun í Myndlista- og handíđaskólanum. Á ţeim tíma var markađsfrćđi töluverđur hluti af náminu
Á kaffistofunni tóku menn undir orđ Jens Guđ um ađ hann yrđi ađ passa sig...enda segir Bubbi á Facebook-inni hjá sér um máliđ:
Valdís Óskardóttir kvikmyndagerđarkona og klippari hanniđ umslagiđ á Dögun - Inga Sólveig Friđjónsdóttir gerđi umslagiđ á Konu. Bubbi Morthens gerđir mynd og hannđi umslagiđ á Lífiđ er Ljúft ásamt Ámunda Sigurđssyni vini sínum. Sögur af landi gerđi og hannađi Ámundi frá a til ö. Ţá er ekki mikiđ eftir handa Jens Guđ af ţessum fimm söluhćstu plötum. Rétt skal vera rétt
Er nema von ađ spurt sé hvađ Jens hafi ţá gert? Einn lesandi Bubba svarar ţví kannski á Facebookinu ţegar hann segir:
Hann hefur örugglega hlustađ á plöturnar, eins og viđ hin ;)
Tónlist | Breytt 13.8.2011 kl. 02:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
11.8.2011 | 01:20
Gríđarlega mikilvćgt ađ leiđrétta
Frétt í Fréttablađinu um ađ sólóplötur Bubba Morthens hafi selst í 320 ţúsund eintökum hefur vakiđ mikla athygli. Ekki síst vegna ţess ađ ţćr 3 plötur hans sem selst hafa lang mest eiga ţađ sameiginlegt ađ umslög ţeirra og markađssetning á ţeim var í sérlega góđum höndum gamla mannsins sem heldur úti ţessu bloggi.
Í umfjöllun fjölmiđla um ţessa einstćđu markađshlutdeild Bubba í plötusölu hefur gćtt misskilnings um margt. Til ađ mynda hefur falliđ á milli stafs og hurđar ađ sölumetiđ telur ekki sölu á vinsćlum plötum Bubba međ hljómsveitum. Ţó hafa ţćr margar selst í góđu upplagi. Nćgir ţar ađ telja upp Utangarđsmenn, Egó, Das Kapital, MX-21 og GCD.
Ţegar allt er saman taliđ má ganga út frá ţví sem vísu ađ plötur međ Bubba hafi selst í nálćgt hálfri milljón eintaka. Alla vega vel yfir 400 ţúsund eintökum.
Annađ sem einhverra hluta vegna hefur skramsađ til er ađ á bloggsíđum, fésbók, í morgunútvarpi Bylgjunnar og í blöđum er talađ um ađ 3 söluhćstu plötur Bubba hafi selst í nćstum 50 ţúsund eintökum. Hiđ rétta er ađ ţćr hafa selst í nćstum 70 ţúsund eintökum.
Söluhćsta platan, Dögun, hefur selst í rösklega 26 ţúsund eintökum. Sú í öđru sćti, Frelsi til sölu, hefur selst í rúmlega 22 ţúsund eintökum. Og Kona í meira en 20 ţúsund eintökum. Samtalan er 68 ţúsund eintök. Viđ erum ađ tala um ađ ţessar 3 plötur eru nćstum 22% af heildarsölu á sólóplötum Bubba. Ţví ber ađ halda til haga međ réttum tölum.
http://www.visir.is/a-bak-vid-staerstu-plotur-bubba/article/2011708109963
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
10.8.2011 | 01:14
Skúbb! Íslensk hljómsveit slćr í gegn í Brasilíu
Brasilíski plötumarkađurinn er einn sá stćrsti í heiminum. Ekki ađeins eru íbúar Brasilíu um 200 milljónir heldur nćr brasilíski markađurinn langt út fyrir landamćri Brasilíu. Til ađ mynda nćr hann yfir til nágrannalanda og einnig til Portúgals. Í liđinni viku kom út í Brasilu safnplata međ íslensku pönkhljómsveitinni Q4U. Útgefandinn er eitt stćrsta ţarlenda plötufyrirtćkiđ, Wave Records.
Forsaga málsins er merkileg. Forstjóri Wave Records heyrđi eitthvađ međ Q4U fyrir nokkrum árum en gekk illa ađ ná sambandi viđ liđsmenn Q4U. Ţađ tók hann tvö ár eđa svo ađ leita hljómsveitina uppi. Ţegar ţađ loksins tókst vildi hann gera mikiđ til ađ afgreiđa hana almennilega. Í síđustu viku gaf hann út "Best of" plötu međ Q4U en hefur á plötunni einnig ný lög međ hljómsveitinni. Útgáfunni vill hann fylgja eftir međ hljómleikum hljómsveitarinnar í Brasilíu og myndböndum.
Á heimasíđu Wave Records er nýja platan međ Q4U efst á blađi:
http://www.waverecordsmusic.com/q4U_bestof_port.htm
Ţetta er virkilega spennandi dćmi.
Til gamans má geta ađ Q4U á einnig ţokkalega fjölmennan harđsnúinn kjarna ađdáenda í Ţýskalandi.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)