Fćrsluflokkur: Tónlist

Fjöriđ er ađ hefjast!

  Ţađ er dálítiđ misjafnt eftir hvernig fjöri fólk sćkist um verslunarmannahelgina.  Í Vestmannaeyjum er Ţjóđhátíđin alveg ađ detta inn.  Ţar flýtur allt í dópi og lögreglan hefur ţegar ţurft ađ taka á sex fíkniefnamálum (ađ kvöldi fimmtudags) og nóg eftir.  Slagsmálin eru einnig hafin.  Ţegar hafa fjórar líkamsárásir veriđ kćrđar.  Ofurölvun og drykkjulćti eru allsráđandi.  Ţessi stemmning á viđ marga.  Ađrir sćkja í annarskonar fjör.  Allt annarskonar fjör.

  Dagskrá fćreyskra fjölskyldudaga hefst klukkan 20.00 annađ kvöld á Stokkseyri.  Ţetta er annađ áriđ sem Fćreyskir fjölskyldudagar eru haldnir á Stokkseyri.  Ţađ er samdóma álit allra ađ afskaplega vel hafi til tekist í fyrra.  Ekki eitt einasta mál kom upp.  Engin fíkniefni.  Engin slagsmál.  Ekki einu sinni deilur.  Bara rosalegt fjör alla helgina.  Allir kátir og glađir og samstíga í ađ skemmta sér.

  Annađ kvöld hefst fjöriđ í Menningarverstöđinni á Stokkseyri međ fćreyskri tónlist.  Ţar á međal verđa hljómleikar međ hljómsveit Angeliku Nielsen,  Kvonn. 

angelika-nielsen

  Angelika er 26 ára gömul.  Hún var og er undrabarn á fiđlu.  Hún hefur spilađ međ mörgum helstu tónlistarmönnum Fćreyja.  Hún er jafnvíg á djass,  rokk,  ţjóđlagamúsík,  klassík og hvađ sem er.  Hún hefur spilađ međ hljómsveitum út um allt.  Međal annars í Asíu og Ameríku.  Hún hefur til ađ mynda veriđ í sérstakri hljómsveit afburđahljóđfćraleikara frá öllum heimshornum.  Ţar ađ auki er hún flinkur skrautskrifari.  Ţađ veit alltaf á gott.  Ţegar hún var 12 eđa 13 ára mćtti hún á skrautskriftarnámskeiđ hjá mér.  3ja daga námskeiđ.  Hún missti af fyrsta deginum.  En strax á öđrum degi var hún komin fram úr öllum samnemendum.  Ţađ ţurfti varla ađ kenna henni.  Hún greip alla leiđsögn í fyrstu atrennu og réđ fullkomlega viđ skrautskriftina.  Ţađ kom engum sem til ţekkti á óvart.  Hún var og er vön ađ dúxa í hverju sem er.  Meira ađ segja frönsku.

Kvönn A

  Kvonn spilar "instrumental" ţjóđlagakennda dansmúsík (http://www.tutl.com/webshop/index.php?productID=288).  Viđ af Kvonn tekur 6 manna hljómsveit Árna Andreasen.  Í kjölfariđ kenna Hilmar Joensen og Gunnvör fćreyska dansa.  Ţví nćst spilar 5 manna hljómsveit harmónikkusnillingsins Hilmars fyrir dansi (http://www.youtube.com/watch?v=gLEnKKtHxZc.  Afsakiđ ömurleg tóngćđi myndbandsins).  Hún flytur fjörmikla og kántrý-kennda stuđmúsík fram á rauđa nótt.  Ţađ verđur gríđarmikiđ fjör.

  Á laugardag og sunnudag bćtast viđ hljómleikar og dansleikir međ Eivöru,  Högna,  Yggdrasil,  Jens Lisberg (sjá:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1080345/)  og fjölda annarra.  Meira um ţađ síđar.

 


Íslenskt lag á fćreyskri plötu

jenslisberg 

  Fyrir nokkrum dögum kom út platan  Syng ein góđan  međ fćreyska stuđboltanum Jens Lisberg.  Ţar flytur hann lagiđ  Litli tónlistarmađurinn  eftir Freymóđ Jóhannesson.  Ţađ er ţekktast í flutningi Bjarkar Guđmundsdóttur á plötunni  Gling gló.  Í flutningi Jens Lisbergs heitir lagiđ  Mamma.   Jens Lisberg er í hópi vinsćlustu tónlistarmanna Fćreyja.  Hann hefur sent frá sér á annan tug platna.  Fjöldi laga hans hafa skorađ hátt á fćreyskum vinsćldalistum.

  Sex manna hljómsveit Jens Lisbergs leikur fyrir dansi á Fćreyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri núna um verslunarmannahelgina.  Ţađ verđur mikiđ hopp og hí.  Fjörlegir dansleikir eru sérsviđ Jens Lisbergs og félaga.  Í bland viđ frumsamin lög og önnur vinsćl fćreysk lög flytur Jens Lisberg ţekkt bandarísk kántrý-stuđlög á borđ viđ  Hello Mary Lou  og  Diggi,  Liggy,  Lo.   Ţau syngur Jens viđ fćreyska texta eftir Karl Eli.  Ţađ verđur heldur betur líf og fjör á dansgólfinu á Stokkseyri um helgina.

  Hér má heyra sýnishorn af lögunum á plötunni  Syng ein góđan.  Lagiđ  Mamma  er nr. 10: 

 http://www.tonlist.is/Music/Album/536897/jens_lisberg/syng_ein_godan/

  Hér má lesa meira um plötuna:

http://www.tutl.com/webshop/index.php?productID=477&PHPSESSID=2472besnacl4d2kc81g2n0itv3

  Hér er hćgt ađ heyra fjögur lög sem Jens Lisberg syngur á ensku fyrir alţjóđamarkađ:

http://www.myspace.com/jenslisberg

  Meira um Fćreyska fjölskyldudaga á Stokkseyri:

http://www.facebook.com/event.php?eid=140751525953424&ref=search#!/pages/Faereyskir-fjolskyldudagar/140770739276188?ref=ts

http://www.stokkseyri.is/web/news.php?nid=4934&view=one


Sjáđu fjöriđ á G!Festivali í Götu í Fćreyjum

  Um síđustu helgi fór fram stćrsta árlega tónlistarhátíđin í Fćreyjum,  G!Festivaliđ í Götu.  Fulltrúar danska poppblađsins Gaffa létu sig ekki vanta á svćđiđ.  Sjónvarpsdeild vefmiđilsins gerir grein fyrir G!Festivalinu í máli og myndum.  Ţađ er gaman ađ skođa.  Sjá:   

http://gaffa.dk/tv/clip/374 

http://gaffa.dk/tv/clip/380 

http://gaffa.dk/tv/clip/368 

http://gaffa.dk/tv/clip/375 

http://gaffa.dk/tv/clip/371

Stuđ,  stuđ, stuđ!  Og fjöriđ verđur jafnvel ennţá meira á Fćreyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri um nćstu helgi.  Ţar verđa Eivör,  Högni,  Kristian Blak,  Jens Lisberg,  Angelika Nielsen  og samtals hátt í tveir tugir fćreyskra tónlistarmanna. 


Missiđ ekki af Rokklandi!

  Rokkland á rás 2 er ţáttur sem helst má ekki missa af.  Síst af öllu í dag.  Ţó ţetta sé jafnan eđalflottur ţáttur undir styrkri stjórn snillingsins Óla Palla ţá verđur ţátturinn í dag extra eđalflottur og toppar flesta eđa jafnvel alla fyrri ţćtti Rokklands.  Ţađ er nćsta víst.  Um síđustu helgi var Óli Palli nefnilega - ásamt fjölda annarra Íslendinga - staddur á G!Festivali í Götu í Fćreyjum.  Ţátturinn ber ţess sterk merki.  Ljósmyndin í "haus" ţessa bloggs er frá G!Festivali fyrir örfáum árum.

  Međal viđmćlenda Óla Palla í Rokklandi í dag verđa: Jón Tyril,  forsprakki G!Festivals og gítarleikari ClickhazeEivör;  hljómsveitin Páll Finnur Páll (sjá myndband hér fyrir neđan);  Sigvör Laksá,  umbođsmađur Eivarar;  Kristian Blak,  hljómborđsleikari og ađalsprauta fćreysks tónlistarlífs (sjá myndband hér fyrir neđan);  íslensku hljómsveitirnar FM Belfast og Bárujárn;  fćreyska ţungarokkssveitin Heljareyga sem er hliđarverkefni Hera,  söngvara og gítarleikara Týs (sjá myndband neđsta myndbandiđ);  hljómsveitin ÁfenginnSynarchy,  danska hljómsveitin Nephew (sjá myndband hér efst) og margt fleira spennandi.  Ţvílíkt fjör. 

  Rokkland er á dagskrá rásar 2 á milli klukkan 16.00 og 18.00.  Eivör og Kristian Blak fara síđan á kostum á Fćreyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri um nćstu helgi - ásamt hátt í tveimur tugum annarra fćreyskra tónlistarmanna.  Ţađ verđur meiriháttar gaman. 


Skúbb! Merkasta endurkoma hljómsveitar í rokksögu Íslands

  Nei,  ég er ekki ađ tala um Trúbrot.  Endurkoma Trúbrots er jafn óraunhćf og endurkoma Bítlanna.  Hljómborđssnillingurinn Karl Sighvatsson,  trommusnillingurinn Gunnar Jökull og bassaleikarinn og söngvarinn Rúnar Júlíusson eru fallnir frá.  Ég er ekki heldur ađ tala um Steina spil eđa Frostmark.  Ég er ađ tala um hljómsveitina sem ađ margra mati var í bland "besta og merkasta" hljómsveit "Rokk í Reykjavík" senunnar,  ŢEYR.  Ég set "besta og merkasta" innan gćsalappa vegna ţess ađ pönkbyltingin snérist ekki beinlínis um ţađ besta og merkilegasta.  Engu ađ síđur,  já,  sko... eđa ţannig.

  Tónlist Ţeysara hefur elst assgoti vel (nema platan "Ţagađ í hel".  Hún var ţöguđ í hel).  Ađrar plötur Ţeysara eru í hópi bestu og merkustu platna íslensku rokksögunnar.  Háđsádeila Ţeysara á nasisma dansađi á línunni og kom í veg fyrir ađ hljómsveitin fengi ţann hljómgrunn sem henni bar erlendis. 

  Gítarleikari Ţeysara,  Guđlaugur Kristinn Óttarsson,  og trommuleikari Ţeysara,  Sigtryggur Baldursson,  stofnuđu hljómsveitina Kukl og útrás íslenskra rokkara hófst fyrir alvöru:

  Á dögunum birtist söngvari Ţeysara,  Magnús Guđmundsson,  í myndbandinu "Drápa":

  23. ágúst sameinast hópurinn aftur og heldur hljómleika í Reykjavík.  Meira um ţađ síđar.

   


Fćreyska álfadrottningin á afmćli

  Bandaríski rithöfundurinn Ernest Hemingway á afmćli í dag.  Einnig fjöldi tónlistarmanna.  ţar á međal Bretinn Norman Cook (Fatboy Slim),  bandaríski trommarinn Bill Berry (R.E.M.),  breski trommarinn Will Champion (Coldplay),  bandaríski djassgítaristinn Kenny Burrell og bandaríski djasspíanistinn Henry "Hank" Jones.  

  Ţetta liđ fellur allt í skuggann af fćreysku álfadrottningunni Eivöru.  Hún er 27 ára í dag.  Um verslunarmannahelgina skemmtir hún ásamt fjölda annarra fćreyskra tónlistarmanna á fćreyskri fjölskylduhátíđ á Stokkseyri.  Ţađ verđur í fyrsta skipti sem Eivör skemmtir 27 ára á Íslandi.  Eftir tvo eđa ţrjá mánuđi kemur út bók um hana.  Til hamingju međ afmćliđ,  Eivör!


Vandrćđi vegna veđurofsa á G!Festivali

  Hundruđ Íslendinga hafa sótt G!Festival í Götu síđustu ár.  Ţetta er stćrsta árlega tónlistarhátíđin í Fćreyjum.  Fram til ţessa hefur veđriđ alla jafna leikiđ viđ flest alla 5000 - 6000 gesti hátíđarinnar.  Myndin í "hausi" ţessa bloggs er frá G!Festivali. 

  G!Festivaliđ í ár hófst í dag (15. júlí) í ágćtu veđri.  Er líđa fór á kvöld opnuđust flóđgáttir himins.  Regniđ gusađist yfir gesti.  Kári fór ađ blása og náđi 20 metrum á sek.  Tjöld sliguđust undan rigningunni og / eđa fuku á haf út. 

  Uppistađan af dagskránni á G!Festivali fer fram á útisviđum.  Um kvöldmatarleyti var dagskrá kvöldsins aflýst.  Međal hljómsveita sem áttu ađ spila í kvöld var íslenska teknósveitin FM Belfast. 

  Ef veđur leyfir verđur haldiđ áfram međ dagskrána á morgun ţar sem frá var horfiđ.  Gestir - sem hafa aldrei kynnst öđru eins - eru ekki eins ósáttir og halda mćtti.  Ţeim ţykir ţetta hiđ mesta og óvćntasta ćvintýri.  Ţeir sem enn hafa uppistandandi tjöld hafa opnađ ţau fyrir ţeim sem eru orđnir tjaldlausir.  Fćreyingar eru svo jákvćđir og glađvćrir ađ fátt kemur ţeim úr jafnvćgi.  Ţeir gera ekki veđur út af ţessu.

F-festival

Svona leit tjaldstćđiđ út síđdegis.  Fyrir neđan eru myndir af tjaldstćđinu er líđa tók ađ kveldi.

g-festival AG-festival B 


Bráđskemmtilegt viđtal viđ Michael Jackson

  Viđtöl fjölmiđla viđ Michael Jackson voru fćst merkileg eđa skemmtileg.  Ađ minnsta kosti ţau ţekktustu.  Á dögunum rakst ég hinsvegar á međfylgjandi sjónvarpsviđtal ţar sem kappinn fer á kostum.  Ekki síst í "tunglgöngunni".  Algjör snilld! 


Elton John hćttur í poppinu

  Fyrir nokkrum dögum hélt breski popparinn Elton John hljómleika í Fćreyjum.  Hátt í sex ţúsund manns sóttu hljómleikana.  Ţađ er gríđarlega hátt hlutfall af fćreysku ţjóđinni,  sem telur 49 ţúsund manns.  Miđađ viđ höfđatölu jafngildir ţetta ţví ađ hátt í 40 ţúsund manns myndu kaupa sig inn á eina hljómleika á Íslandi.  Slíkt hefur aldrei gerst.  Lang fjölmennustu hljómleikar sem haldnir hafa veriđ hérlendis voru međ Metallica.  Á ţá hljómleika mćttu 18 ţúsund hausar. 

  Elton John lét ţess getiđ ađ hann sé orđinn hundleiđur á poppmúsík.  Ţađ er ađ segja vinsćldalistapoppi.  Héđan í frá hefur hann sagt skiliđ viđ poppjukkiđ.  Hann verđur löggilt gamalmenni eftir 2 ár og telur sig ekki hafa lengur ţörf á ađ selja lög og plötur í stóru upplagi.  Ţess í stađ ćtlar Elton John ađ snúa sér ađ ţungarokkinu.  Nćsta plata hans,  The Union,  kemur út 25.  október og inniheldur ţungarokk ađ hćtti Guns N´ Roses.   

  Ţetta hljómar einkennilegt.  Enda er ţađ einkennilegt.  Og ekki alveg nákvćmt.  Elton ćtlar meira ađ fara út í músík eins og Bob Dylan og Neil Young hafa veriđ ađ gera.  Nema í tilfelli Eltons verđur píanóiđ í ađalhlutverki.  Svona dálítiđ eins og myndbandinu hér ađ ofan.


Aulalegustu músíkmyndböndin

  Netsíđan www.toptenz.net heldur utan um "Topp 10" lista af öllu mögulegu og ómögulegu tagi.  Bara nefna ţađ:  Stjórnmál,  mat,  trúarbrögđ,  kynlíf,  músík...  Nú hefur veriđ settur ţar inn listi yfir 10 aulalegustu músíkmyndböndin.  Íslendingar eiga ţar fulltrúa.  Og ekki nóg međ ţađ.  Íslenski fulltrúinn trónir í toppsćtinu.  Enda sćttum viđ okkur ekki viđ neitt minna.

  Hér eru nćst aulalegustu myndböndin:

Númer 3:  Mark Gormley og lagiđ "Little Wing".  Ţetta er ađal töffarinn í Pensacola í Florida (ţar sem ég bjó einu sinni í hjólhýsahverfi).  Hér er töffaranum stillt upp fyrir framan bakgrunn (green screen) og ţetta er,  jú,  virkilega illa unniđ og kjánalegt.

Númer 2:  Kevin Ayers og lagiđ "Carabbian Moon".  Kevin Ayers hefur gert margt flott.  Hann var í bresku hljómsveitinni (stundum) mögnuđu og framsćknu Soft Machine.  Jakob Magnússon spilađi međ Kevin Ayers um tíma.  En hefđi aldrei sćtt sig viđ svona aulalegt myndband.  Jafnvel ekki 1973 ţegar músíkmyndbönd voru rétt svo í burđarliđnum.

  Og sigurvegarinn er:  Leoncie og lagiđ "Ást á pöbbnum".  Skammirnar á toptenz.net vita greinilega ekkert um hina stórkostlegu Leoncie.  Ţćr lýsa ţessu sem hámarki samspils vonds lags og vonds myndbands.  Ţćr geta sér ţess til ađ ţegar persónurnar í myndbandinu hafi séđ útkomuna hljóti ţćr ađ hafa gengiđ berserksgang.

  Ég get ekki látiđ Kevin Ayers liggja óbćttan hjá garđi - ţrátt fyrir aulalega myndbandiđ.  Hér er syrpa međ honum og hljómsveitinni Soft Machine.  Bútar úr ýmsum lögum og mikiđ "prog",  frábćr trommuleikur og verulega vont sánd.  Til gamans (ja,  ekki rétta orđiđ) má geta ađ trommusnillingurinn Robert Wyatt flaug út um glugga á 3ju hćđ og ćtlađi ađ fljúga - í LSD partýi - yfir London í góđu veđri.  Flugferđin varđ ekki lengri en niđur á gangstétt.  Síđan hefur hann veriđ bundinn viđ hjólastól.  Sem er frekar óheppileg stađa fyrir mann sem var ítrekađ sigurvegari í kosningum hinna ýmsu poppfjölmiđla um besta trommara heims.

 

Hér er Robert Wyatt í ţessum líka fína hjólastól.  Síđar söng hann inn á Medúllu  plötu Bjarkar.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband