Fćrsluflokkur: Tónlist

Fćreysk hljómsveit slćr í gegn í Ţýskalandi

  Fyrir nokkrum árum kom fram á sjónarsviđiđ í Fćreyjum pönkuđ rokksveit,  The Dreams,  sem spilađi gömul fćreysk lög í nútímalegum búningi.  Svo tók hljómsveitin ţátt í dönsku Músíktilraunum.  Ţar náđi hún 2.  sćti en stal senunni í dönskum fjölmiđlum.   Sigurhljómsveitin er gleymd og tröllum gefin.  The Dreams fór hinsvegar ađ rađa lögum í 1.  sćti danska vinsćldalistans,  eins og fylgjast hefur mátt međ í sjónvarpsstöđinni DR1.

  Nýveriđ fékk The Dreams tilbođ frá umbođsmanni bandarísku rokksveitarinnar Linkin Park.  Hann vill gerast umbođsmađur The Dreams og telur sig geta auđveldlega markađssett hljómsveitina í Bandaríkjum Norđur-Ameríku.

  Síđast ţegar ég vissi voru liđsmenn The Dreams ađ lesa - ásamt lögfrćđingum - yfir tilbođiđ.  Eins og algengt er međ bandarísk tilbođ og samninga er um ađ rćđa lesefni sem slagar í rannsóknarskýrslu Alţingis ađ umfangi.

  Ţá gerđist ţađ á dögunum ađ nýjasta lag The Dreams,  Revolt,  sló skyndilega í gegn í Ţýskalandi.  Ţađ situr nú í 2.  sćti vinsćldalista MTV, Rockzone.  Vinsćldunum í Ţýskalandi fylgja The Dreams eftir međ ţví ađ fara í hljómleikaferđ til stćrstu borga Ţjóđverja.  Međ ţví er nćsta víst ađ ţessi sprćka fćreyska hljómsveit innsigli vinsćldir sínar í Ţýskalandi til lengri tíma.  Hljómsveitin er vel undir ţađ búin ađ leggja Ţýskaland ađ fótum sér eftir ađ hafa veriđ ein allra vinsćlasta hljómsveitin í Danmörku og Fćreyjum í tvö ár eđa svo.   


Ný og spennandi útvarpsstöđ, Nálin

  Í fjölmiđlapistli í Morgunblađinu í dag er kvartađ undan einsleitu,  ja,  effemmteknóprumpi held ég ađ ţađ sé kallađ,  í íslenskum útvarpsstöđvum.  Undir ţau orđ má taka.  Ţví er fagnađarefni ađ eftir örfáa daga hefur göngu sína ný og spennandi músíkútvarpsstöđ,  Nálin.   Ţar verđa viđ dagskrárgerđ ţungavigtarmenn á borđ viđ Karl Sigurđsson (áđur á rás 2 og Útvarp Suđurlands),  Gunni "Byrds" (áđur poppfréttaritari Tímans) og ţar fyrir utan kannski gamli mađurinn sem hér bloggar.   Svo og ýmsir fleiri.

  Ef svo vindur fram sem horfir verđ ég međ vikulegan ţátt á Nálinni.  Spila annars vegar klassískt rokk sjöunda og áttunda áratugarins (60´s og 70´s) og hinsvegar íslensk dćgurlög í bland viđ popp frá löndum utan engilsaxneska málsvćđisins.  Ţetta er allt ennţá til skođunar.  Ég lćt ykkur fylgjast međ framvindu mála.

   


Íslandsvinurinn Yoko kemur enn rćkilega á óvart

john&yoko

  Bandaríska nýlista- og tónlistarkonan frá Japan,  Yoko Ono,  kom heimsbyggđinni oft á óvart á sjöunda og áttunda áratugnum.  Fyrst međ frumlegum og furđulegum myndlistaverkum.  Síđan međ ţví ađ taka saman viđ bítilinn John Lennon og virkja hann međ sér í allskonar uppátćki.  Ţar á međal ađ vera nakin/n á forsíđumynd plötuumslags,  mćta á blađamannafundi í svörtum pokum og verja hveitibrauđsdögum í rúminu ţar sem ţau skötuhjú tóku á móti gestum og gangandi.

  Síđustu áratugi hefur lítiđ fariđ fyrir Yoko.  Hún hefur mest veriđ í ţví ađ taka á móti verđlaunum og viđurkenningum fyrir hönd Johns Lennons (og einstaka sinnum sín),  kveikja á friđarsúlunni í Viđey og hvetja heimsbyggđina til ađ ferđast til Íslands.

  Á dögunum var Yoko stödd í Cannes í Frakklandi.  Ţar uppi á sviđi gerđi sú nćstum áttrćđa bítlaekkja sér lítiđ fyrir og henti sér óvćnt eldnöggt aftur á bak í kollhnís.  Áhorfendum til mikillar furđu.

yokogoco

  Til gamans má geta ađ ţegar ég var í Myndlista- og handíđaskóla Íslands á áttunda áratugnum var ţar á bókasafni bók um nýlistahópinn Flux í New York.  Bókin var gefin út áđur en Yoko tók saman viđ Lennon.  Yoko var hugmyndaríkasti og flottasti nýlistamađur Flux-hópsins.  

  Löngu síđar fór ég á myndlistasýningu Yokoar á Kjarvalsstöđum.  Ţađ var virkilega flott og fersk sýning.  Dćmi:  Ţarna var herbergi ţar sem allir hlutir voru bara hálfir:  Hefđbundin stofa ađ öđru leyti.

  Annađ dćmi:  Mađur fór inn í myrkvađ herbergi.  Viđ fyrstu sýn virtist ţar vera eins og jólatré í kóka kóla auglýsingu.  Ţegar betur var ađ gáđ og mađur vandist myrkrinu var ţađ sem mađur hélt ađ vćri kertaljós logandi augu grimmra katta.  Mjög áhrifaríkt.

  Ţriđja dćmiđ:  Mađur fór inn í ţröngan gang sem var ţakinn speglum.  Kominn inn í ţann gang blasti viđ spegilmynd af manni sjálfum sem speglađist í ótal myndir.  Ţetta var eins og ađ vera staddur inn í risasal međ óendanlegri speglamynd af sjálfum sér.  Líka mjög áhrifaríkt.

  Fjórđa dćmi:  Heilt og fallegt epli var fyrir framan ţađ sem virtist vera spegill.  Nema ađ spegilmyndin sýndi rotiđ epli sem bitiđ hafđi veriđ í.  Ţegar fariđ var "bak viđ spegilmyndina" var ţetta öfugt.  Mađur sá rotiđ epli en "spegilmyndin" sýndi heilt og flott epli.


Eivör, Högni, Kristian Blak og fleiri á fćreyskri tónlistarhátíđ um verslunarmannahelgina

  Um verslunarmannahelgina verđur haldin á Stokkseyri glćsileg fćreysk tónlistarhátíđ,  Atlantic 2010.  Margir af helstu tónlistarmönnum Fćreyja koma ţar fram.  Ţar á međal margir sem hafa notiđ og njóta vinsćlda hérlendis.  Hćst bera nöfn á borđ viđ Eivöru,  Högna Lisberg,  Kristian Blak,  Angelika Nielsen,  Ívar Bćrentsen,  Sharon Weiss,  Mikael Blak og fleiri.  Samtals hátt í tuttugu manns. 

  Um verslunarmannahelgina í fyrra var svona fćreysk tónlistarhátíđ sett upp á Stokkseyri í fyrsta skipti.  Hún tókst afskaplega vel í alla stađi.  Gestir höfđu sjaldan skemmt sér eins vel.  Dagskrá var töluvert meiri en "bara" fćreysk tónlist.  Til ađ mynda var varđeldur,  fjöldasöngur og allskonar.  Jafnframt voru Draugasetriđ og Álfasafniđ opin ásamt ýmsu öđru spennandi og áhugaverđu á Stokkseyri.

  Ég mun nánar segja frá Atlantic 2010 ţegar nćr dregur.

     


Bassaleikari The Kinks fallinn frá

  Í fyrradag lést Pete Quaife,  bassaleikari einnar ţekktustu hljómsveitar rokksögunnar,  The Kinks.  Pési spilađi í öllum vinsćlustu lögum hljómsveitarinnar.  Hinsvegar hćtti hann tvívegis í hljómsveitinni.  Fyrst í nokkra mánuđi 1966 og aftur í lok áratugarins.  Hann spilađi síđast međ The Kinks 1990 er hljómsveitin var vígđ inn í Frćgđarhöll rokksins (Rock and Roll Hall of Fame) í Bandaríkjunum.

  Pési stofnađi The Kinks 1961 međ Davis-brćđrunum,  Ray og Dave.  Framan af var ćskuvinur Pésa á trommunum.  Síđar leysti trommuleikari The Rolling Stones,  Mike Avory,  hann af. 

  Fyrstu árin var hljómsveitin iđulega bókuđ undir nafninu The Pete Quaife Quintet.  1963 var nafniđ The Kinks tekiđ í gagniđ.  Ţađ er stundum ranglega ţýtt í íslensku útvarpi sem Kóngarnir.  Nafniđ er dregiđ af afbrigđilegu kynlífi (kinký) jafnframt ţví ađ vera stafaleikur ađ hćtti Bítlanna,  The Beatles.

  Pési spilađi á 8 hljómleikum međ The Kinks á Íslandi 1965.  Ţá var hljómsveitin á hápunkti frćgđar sinnar.

  Pésa leiddist ađ vera í The Kinks utan sviđs.  Hann upplýsti ađ ţó liđsmenn hljómsveitarinnar hafi virst góđir vinir á sviđi hafi ţeir utan sviđs rifist og slegist eins og hundar og kettir.  Ekki einstaka sinnum heldur alltaf.  Illkvitni, kvikindisskapur og ofbeldishneigđ réđu ríkjum.  Jafnframt var ofríki Rays sem söngvahöfundar og útsetjara algjört.  Ef undan er skilinn slaki hvađ ţetta varđar á plötunni Village Green Preservation Society.  Hún kom út 1968.

  Síđustu áratugi bjó Pési í Kanada og starfađi ţar sem teiknari.


Fróđleiksmolar um Blondie og Debbie Harry

  Ég er ekki sérlegur ađdáandi bandarísku hljómsveitarinnar Blondie.  Hún er ađeins of poppuđ fyrir minn smekk.  En ţessi hljómsveit var hluti af stemmningu pönkbyltingarinnar,  reggí- og nýbylgjunni sem fylgdi međ.  Jafnframt tengdist Blondie bandarísku pönksenunni sem einskorđađist ekki viđ músíkstíl.  Bandaríska pönkiđ fyrir daga bresku pönkbyltingarinnar samanstóđ af hópi tónlistarfólks sem stóđ fyrir utan hippasenu fyrri hluta áttunda áratugarins og keppti ekki í tćknilegri fćrni hljóđfćraleikara né langdregnum gítar- eđa trommusólóum.  Ţessi hópur átti athvarf í fyrrum djassklúbbi í New York,  CBGB´s (Ramones,  Patti Smith,  Television,  Talking Heads,  Dead Boys...).
  Áđur en Blondie sló í gegn starfađi söngkonan,  Debbie Harry,  međal annars sem dansari og Playboy kanína.  Hún var einnig áđur í ţjóđlagahljómsveit og stelpnatríói.
.
blondieplayboy
  2007 var Debbie Harry á lista People Magazine yfir 100 fegurstu manneskjur yfir sextugt.
  1999 var Debbie Harry elsti kvensöngvari sem átt hafđi lag í 1.  sćti breska vinsćldalistans.  Ţá 53j ára.  Hún er 64 ára í dag.  Vera Lynn trompađi ţetta met 2009,  92ja ára.  Debbie á ađeins 3 ár í ađ verđa löggilt gamalmenni.
  Bandaríski myndlistamađurinn frćgi Andy Warhol gerđi frćgt tölvuunniđ grafíkmyndverk af Debbie 1985.  Ţau voru nánir vinir.  Nei,  ekki kćrustupar.  Debbie var gift gítarleikaranum og lagahöfundinum Chris Stein.
Debbie_Harry
  Annar góđur vinur Debbiar er Iggy Pop.  Hún söng lag eftir hann inn á plötu og dúettađi međ honum í kráku (cover song) eftir Cole Porter. 
  Náin vinkona Debbiar,  Nancy Spungen,  var myrt af laglausum bassaleikara ensku pönksveitarinnar Sex Pistols,  Sid Vicious.  Áđur stakk hann auga úr bróđir annarrar vinkonu Debbiar,  bandaríska ljóđskáldinu Patti Smith.  Ţćr deildu um tíma sama gítarleikara.  Sid lést úr óţarflega stórum skammti af dópi.  Fólk verđur ađ kunna sér hóf í dópinu.  Líka kók-ólfar íslenska bankarćningjakerfisins.  Annars fer illa.  Allt fer í klessu.
 
  Á árlegum pönkhátíđum Frćbbblanna hefur lag Blondie,  Denise,  veriđ á dagskrá.  Ég finn ţađ ekki á ţútúpunni í flutningi ţeirra. En margt annađ skemmtilegt međ Frćbbblunum.  Reyndar er allt skemmtilegt međ Frćbbblunum.  Hljómsveitinni sem eldist betur en bestu vín.
    

Ný og spennandi plata frá Hebba

herbertson

  Herbert Guđmundsson er í hljóđveri ţessa dagana ađ taka upp nýja plötu.  Plötuna vinnur hann međ Svani syni sínum.  Sá var nýveriđ kosinn besti söngvarinn í Músíktilraunum.  Ţeir feđgar semja lögin ţannig ađ Svanur leggur til hljómagang,  kaflaskipti og ţess háttar og Hebbi bregđur laglínum ofan á.  Í bland semur Hebbi einnig upp á gamla mátann á kassagítarinn sinn.

  Ţegar hafa 5 af 10 lögum plötunnar veriđ hljóđrituđ.  Gulli Briem sér um trommuleikinn;  Tryggvi Hübbner og Stefán Magnússon (Eiríkssonar) spila á gítara;  Haraldur Ţorsteinsson plokkar bassann;  Og Magnús og Jóhann syngja bakraddir. 

  Dr.  Gunni heyrđi upptökurnar á dögunum og skrifar á bloggsíđu sína:  "Ég heyrđi ekki betur en ţetta vćru allt meira og minna súperhittarar."

  Doktorinn hefur gott nef fyrir "hitturum".  Ég held ég fari rétt međ ađ hann eigi vinsćlasta lagiđ á rás 2 um ţessar mundir,   Vinsćll  međ Hvanndalsbrćđrum.

  Hebbi hefur sent frá ótal öfluga smelli í áranna rás.  Sumir eru orđnir sívinsćlir,  svo sem  Can´t Walk Away,  Hollywood  og  Svarađu kallinu.  Síđasta plata hans,  Spegill sálarinnar,  kom út 2008 og var hans besta.  Um hana má lesa hér:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/737633/

  Fyrir helgi var viđtal viđ Hebba á visir.is.  Ţar getur ađ heyra upphaf lagsins  Time.  Sjá:  http://www.visir.is/atti-erfitt-med-ad-vidurkenna-fraegdina---myndband/article/201045375416

  Time  verđur fyrsta lagiđ af plötunni sem fer í útvarpsspilun.  Ég ćtla ađ hlusta á ţađ í vikunni og lćt ykkur vita hvernig ţađ hljómar.  Ţangađ til er gaman ađ rifja upp: 


Bestu plötur síđasta aldarfjórđungs

  Poppblađiđ Spin hóf göngu sína fyrir aldarfjórđungi.  Ţađ hefur náđ ţeirri stöđu ađ vera nćst söluhćsta bandaríska poppblađiđ á eftir Rolling Stone.  Rolling Stone er söluhćsta poppblađ heims.  Í tilefni af tímamótunum tók ritstjórn Spin sig til og setti saman lista yfir bestu plötur síđasta aldarfjórđungs. 

  Ţessar plötur skoruđu hćst (innan sviga er útgáfuár plötunnar):

u2-achtung-baby-lg

1   U2:  Achtung Baby  (1991)

2   Prince:  Sign O´the Times  (1987)
3   The Smiths:  The Queen is Dead  (1986)
4   Nirvana:  Nevermind   (1991)
5   Radiohead:  OK Computer   (1997)
6   Public Enemy:  It Takes a Nation of Millions to Hold Us Back  (1988)
7   Guns N´ Roses:  Appetite for Destruction  (1987)
8   PJ Harvey:  Rid of Me  (1993)
9   Pavement:  Slanted and Enchanted   (1992)
10  Nine Inch Nails:  The Downward Spiral  (1994)
11  The Replacements:  Tim  (1985)
12  OutKast:  Stankonia   (2000)
13  Sonic Youth:  Daydream Nation   (1988)
14  Beastie Boys:  Paul´s Boutique   (1989)
15  Hüsker Dü:  New Day Rising   (1985)
33  Björk:  Debut  (1993)
75  Björk:  Post  (1995)
bjork_debut
  Ţađ er áhugavert ađ bera saman viđ ţennan lista annan ţar sem lesendur NME kusu bestu plötur níunda áratugarins.  Sjá:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1068992/
  Til ađ auđvelda samanburđinn lita ég plöturnar sem komu út á níunda áratugnum og hef fjólubláar ţćr sem voru einnig á lista NME.
  Ritstjórn Spin hefur greinilega breiđari músíksmekk en lesendur NME.  Og eđlilega er hlutfall bandarískra platna hćrra hjá Spin ţó Írarnir í U2 séu í toppsćtinu og The Smiths í ţví 3ja. 
  Gaman vćri ađ heyra viđhorf ykkar til ţessa lista yfir bestu plötur síđasta aldarfjórđungs. 

Skiffle

  Í hinum frábćra sjónvarpsţćtti  Popppunkti  í kvöld var spurt um flytjanda skiffle-lagsins  Rock Island Line  međ skoska söngvaranum Lonnie Donegan.  Skiffle var og er merkilegt fyrirbćri rokksögunnar.  Ţetta var upphaflega blúsafbrigđi í Bandaríkjunum á ţriđja áratugi síđustu aldar.  Ţegar Skotinn Ewan McColl kynnti Bretum blúsinn á sjötta áratugnum skall skiffle-ćđi yfir Bretland.  Ţar fór Lonnie Donegan fremstur í flokki.  Hann söng í skiffle-útfćrslu fjölda bandarískra laga eftir Woody Guthrie og Leadbelly.  Rađađi ţessum skiffle-lögum á breska vinsćldalistann.

  Ef svona lög kćmu út í dag vćru ţau sennilega flokkuđ sem létt órafmagnađ kántrý-pönk.

  Hljómsveitin The Quarrymen,  sem varđ síđar Bítlarnir,  var skiffle-hljómsveit.  Írinn Van Morrison var líka í skiffle-deildinni.  Í myndbandinu hér fyrir ofan flytur skiffle-kóngurinn Lonnie Donegan lag úr smiđju Leadbellys.  Í myndbandinu hér fyrir neđan flytur enska írsk-ćttađa ţjóđlagapönksveitin The Pogues eitt vinsćlasta lag Ewans McColls,  Dirty Old Town.       

  Til gamans:  Dóttir Ewans,  Kirsty heitin (ţađ var siglt yfir hana úti fyrir Mexikó)  átti vinsćlt lag í flutningi leikkonunnar Tracy Ullman,  They Don´t Know:

  Sjálf skorađi Kirsty McColl hátt á vinsćldalistum međ lagi eftir Billy Bragg,  A New England

Annađ frćgt lag međ Kirsty McColl og The Pogues er  Fairytale of New York:

   Annađ flott lag međ Billy Bragg er  Seven and Seven is:

  Billy Bragg hefur átt mörg lög á breska vinsćldalistanum.  Ađeins einu sinni hefur hann ţó náđ 1. sćtinu.  Ţađ var međ lagi Bítlanna,  hljómsveitarinnar sem byrjađi sem skiffle-hljómsveit,  She´s Leaveing Home:

 

  Svo haldiđ sé áfram ađ teygja á tengingunni ţá var eiginkona Ewans McColls,  Peggy Seeger,  systir eins frćgasta söngvahöfundar Bandaríkjanna,  Petes Seegers.  Hann er međal annars höfundur  Turn,  Turn,  Turn.   Eins ţekktasta lags The Byrds:

  Og  Bells of Rhymney:

 

Hér er Pétur gamli sjálfur ađ syngja lag Woodys Guthries fyrir Hussein forseta Bandaríkjanna:

  Af öđrum lögum Woodys Guthries er ţekkt  Pretty Boy Floyd   međ The Byrds:


Bestu plötur níunda áratugarins

  Ađ undanförnu hafa lesendur breska poppblađsins New Musical Express dundađ sér viđ ađ velja bestu plötur níunda áratugarins (80´s kalla enskumćlandi ţann áratug).  Listinn yfur bestu plöturnar hefur tekiđ á sig ákveđna mynd.  Ţessar 20 plötur eru í efstu sćtunum (innan sviga er útgáfuáriđ):

cure

1   The Cure:  Disintegration (1989)

2   The Smiths:  The Queen is Dead (1986)

3   Joy Division:  Closer (1980)

4   The Cure:  Pornography  (1982)

5   The Stone Roses:  The Stone Roses  (1989)

6   The Cure:  The Head on the Door (1985)

7   The Smiths:  Meat is Murder  (1985)

8   Pixies:  Doolittle  (1989)

9   The Smiths:  The Smiths   (1984)

10  The Smiths:  Hatful of Hollow  (1984)

11  New Order:  Technique  (1989)

12  New Order:  Low-Life  (1985)

13  Pixies:  Surfer Rosa  (1988)

14  U2:  The Joshua Tree  (1988)

15  New Order:  Power,  Corruption & Lies  (1983)

16  Jesus & Mary Chain:  Psychocandy  (1985)

17  Echo & The Bunnymen:  Ocean Rain  (1984)

18  Sonic Youth:  Daydream Nation  (1988)

19  The Clash:  Sandinista  (1980)

20  REM:  Murmur  (1983)

  Níundi áratugurinn skilađi tiltölulega fáum flottum plötum miđađ viđ nćstu áratugi á undan (og eftir).  Sú er skýringin (ađ hluta) á ađ The Cure,  Joy Division/New Order og The Smiths eru áberandi í efstu sćtunum.  Ég skerpi á ţví međ litum.

  Listinn ber ţess merki ađ ţađ eru Bretar sem greiđa atkvćđi.  Allar plöturnar eru breskar nema Pixies, Sonic Youth og REM.  Ţćr eru bandarískar.

  Á listann vantar plötur Sykurmolanna.  Skrýtiđ.

  Gaman vćri ađ heyra viđhorf ykkar til ţessa lista.  Ekki síst hvađa plötu ykkur ţykir vanta á hann.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband