Fćrsluflokkur: Tónlist
9.9.2009 | 21:52
Hvađ er ţetta međ Bítlana?
Breska hljómsveitin Bítlarnir er áberandi um ţessar mundir. Svo mjög ađ kalla má Bítlaćđi. Ég var ađ glugga í útlend músíkblöđ í dag. Ţau skarta forsíđumyndum af Bítlunum og innsíđur eru undirlagđar umfjöllun um Bítlana. Í kvöld voru hérlendis haldnir hljómleikar ţar sem íslenskir popparar fluttu Bítlalög og lög af sólóplötum forsprakka Bítlanna, Johns Lennons. Ţegar ég tala um John sem forsprakka Bítlanna er ég ađ vísa til ţess ađ hljómsveitin var afsprengi hljómsveitarinnar Quarrymen sem hann fór fyrir. Hćgt og bítandi bćttust ţeir viđ sem síđar urđu ţekktasta útgáfan af Bítlunum: Bassaleikarinn Paul McCartney, gítarleikarinn George Harrison og trommarinn Ringo Starr.
Framan af var John fyrirliđi hljómsveitarinnar. Áđur en yfir lauk og eftir ţví sem eiturlyfjaneysla Johns jókst fćrđist hljómsveitarstjórn ađ verulegu leyti yfir á hendur Pauls. George sagđi eftir ađ Bítlarnir hćttu ađ ţeir Ringo hafi alltaf litiđ á John sem leiđtoga hljómsveitarinnar ţótt ţeir hafi sćtt sig ađ mestu - og međ ólund - viđ stjórnsemi Pauls. Báđir hćttu á sitthvorum tíma um hríđ í Bítlunum vegna stjórnsemi Pauls. Ţeir tilkynntu John um brotthvarf sitt en ekki Paul. En látum ţađ liggja milli hluta. John og Paul voru turnarnir tveir í Bítlunum. Í mínum huga voru ţeir tvíeykiđ Lennon-McCartney og ég geri ekki upp á milli ţeirra. Ţannig lagađ.
Ég keypti áđan nýjasta hefti breska poppblađsins Mojo. Ţví fylgir diskur sem inniheldur öll lögin af síđustu plötu Bítlanna, Abbey Road, krákuđ (cover) af Cornershop, Robyn Hitchcock, Gomez og fleiri. Blađiđ hefur áđur gefiđ út fylgidiska međ krákum af öđrum Bítlaplötum. Ţađ er ekki erfitt fyrir Mojo ađ smala saman lögum á ţessa diska. Hvert einasta Bítlalag hefur veriđ krákađ af ţekktum poppurum. Sum lögin af allt ađ 2000 flytjendum sem tilheyra ólíkum músíkdeildum: Djassi, kammersveitum, pönki, kórum, progi, kántrýi, ţungarokki, tölvupoppi og svo framvegis.
Oft heyri ég Bítlunum hallmćlt og ţeir taldir ofmetin hljómsveit. Oftast vegna ţess ađ ţeir sem halda ţessu fram telja Bítlana hafa veriđ léttvćgt poppfrođuband. Vissulega er yfirdrifiđ nóg af léttpoppi á plötum Bítlanna. Bunki af lögum sem mér ţykja leiđinleg. Á móti vegur ađ á plötum Bítlanna er einnig ađ finna sprćk rokklög, sýru, furđulega framúrstefnu, ţungan blús, djass, heimspopp (world music) og allskonar öđruvísi lög. Ég hef mörgum sinnum sett saman (brennt) diska međ Bítlalögum sem komiđ hafa formćlendum Bítlanna í opna skjöldu. Í öllum tilfellum međ ţeim árangri ađ viđkomandi hefur orđiđ ađdáandi Bítlanna.
Ţađ merkilega viđ vinsćldir Bítlanna er ađ hljómsveitin starfađi stutt. Fyrsta platan, Please Please Me, kom út 1963. Síđasta alvöru hljóđversplatan, Abbey Road, kom út 1969. Hljómsveitin starfađi síđast saman ţađ ár en opinberlega hćtti hún 1970. Síđan eru liđnir 4 áratugir og margar hljómsveitir náđ háum hćđum. En ţađ eru Bítlarnir sem eru fyrirferđarmestir í dag.
Fá lög er ađ finna međ Bítlunum á youtube. Ég fann ţó tvo létta Bítlablúsa. Gaman vćri ađ heyra viđhorf ykkar til Bítlanna. Mér ţykir gaman ađ ţrefa um Bítlana.
Tónlist | Breytt 10.9.2009 kl. 23:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (65)
8.9.2009 | 18:06
Taktu laugardagskvöldiđ frá
Ţađ verđur heldur betur líf og fjör og skemmtilegt nćstkomandi laugardagskvöld. Ţađ er betra og öruggara ađ taka laugardagskvöldiđ frá í tćka tíđ. Ţetta gefur fólki úti á landsbyggđinni gott tćkifćri til ađ bregđa sér í borgarferđ og ţeim sem eru staddir erlendis ástćđu til ađ skjótast upp á Klakann og velta sér upp úr ónýtri krónu.
Eins og sést á myndinni hér fyrir ofan eru ţađ risarnir tveir í íslensku ţungarokki, Sólstafir og XIII, sem munu trođa upp í Sódómu Reykjavík á laugardaginn, klukkan 22.00. Um Sólstafi vísa ég til http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/919886/. Ţetta verđa síđustu hljómleikar Sólstafa á Íslandi í bili. Hljómsveitin er ţétt bókuđ erlendis nćstu vikur og gott ef hljómsveitin er ekki búsett í Bretlandi.
XIII verđur međ "classic line up" af meistaraverkinu Salt sem kom út 1993.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
4.9.2009 | 22:50
Ćđisleg afmćlisveisla - myndir
Í fyrrakvöld var mér bođiđ í kjötsúpuveislu hjá kjarnakonunni og mótorhjólagellunni Rannveigu Höskuldsdóttur. Bođinu fylgdi lof um lifandi blúshljómleika. Ég vissi ekki ađ Rannveig (www.rannveigh.blog.is) átti afmćli ţennan dag. En veislan tókst meira en glćsilega í alla stađi. 45 manns voru í partýinu og glatt á hjalla. Ingvi Högnason (www.yngvii.blog.is) lagđi til kjötiđ í súpuna og súpan var frábćr. Hann tók líka ţessar myndir. Ţess vegna er engin mynd af honum.
Á fyrstu myndinni er fremstur gítarsnillingurinn Arnar Guđmundsson. Ég veit ekkert meira um hann annađ en ađ hann spilađi á blúshátíđ á Rósinberg. Á mynd númer 4 er Siggi "ginseng" (www.siggith.blog.is).
Hér er drottningin sjálf, Rannveig.
Grétar Mar, fyrrverandi alţingismađur (til vinstri) og bítlageggjari, var hrókur alls fagnađar ađ venju og undrun vakti ađ Siggi "ginseng" (til hćgri) fékk sér skyr og hellti kjötsúpunni út á. Og undrađist mjög ađ ađrir gerđu ekki slíkt hiđ sama. Hann fćrđi Rannveigu pakka af Immiflex svo hún fái ekki svínaflensu.
Ég held ađ hann sé austurískur ţessi alpahornsblásari. Ţetta var fjölmenningarpartý međ gestum frá ţremur heimsálfum og 4 löndum.
Ţarna er veriđ ađ syngja afmćlissönginn. Ég sé ađ ţađ fer ađ koma tími á ađ skafa burtu skeggiđ. Ţađ er hörmung ađ sjá ţetta.
Ţessi blússöngkona er meira en góđ. Hún heitir Angela Basombrio, er frá Kanada en búsett á Skagaströnd. Er međ mjög sterka blúsrödd, blćbrigđaríka og fór á kostum í blúsprógramminu. Ţađ er tímaspursmál hvenćr hún verđur súperstjarna. Vinir Dóra eđa Blúsmenn Andreu ţurfa ađ heyra í henni og uppgötva ađ ţarna er óuppgötvuđ perla í blúsdeildinni. Aldeilis mögnuđ blússöngkona.
Tónlist | Breytt 6.9.2009 kl. 03:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (40)
29.8.2009 | 15:12
Myndbandiđ sem beđiđ var eftir
Fyrir nokkrum dögum skúbbađi ég, eins og oft vill verđa. Ţar upplýsti ég ađ íslenska pönkhljómsveitin Q4U nyti óvćnt nýtilkominna vinsćlda í Ţýskalandi. Mér tókst ekki ađ finna neitt myndband međ hljómsveitinni til ađ skerpa á fréttinni og gefa sýnishorn af ţví sem heillar Ţjóđverjana. Einar Loki vísađi síđar á samklippu úr kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Ţar bregđur Q4U fyrir.
Nú hef ég fengiđ sendan hlekk á myndband međ Q4U. Myndbandiđ var sett inn á youtube.com í gćr en er úr sjónvarpsţćtti frá 1997.
Tónlist | Breytt 30.8.2009 kl. 23:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
25.8.2009 | 23:03
Skúbb! Íslensk músík slćr óvćnt í gegn í útlöndum
Óli Palli heldur ţví stundum fram á rás 2 ađ hljómsveitir hćtti aldrei. Ţađ er sitthvađ til í ţessari kenningu. Hljómsveitir virđast hafa tilhneigingu til ađ verđa langlífari en liđsmenn ţeirra gera sér grein fyrir á ţeim tímapunkti sem ţeir halda ađ hljómsveitin sé hćtt. Stundum verđa óvćntir atburđir úr ólíklegustu átt til ţess ađ endurvekja hljómsveit sem strangt til tekiđ var hćtt.
Íslenska pönksveitin Q4U er ein ţeirra sem virđist hafa 9 líf. Ţessi hljómsveit varđ einn af fylgihnöttum Utangarđsmanna og Frćbbblanna í pönksprengjunni um og upp úr 1980. Međal liđsmanna Q4U voru einmitt hljóđfćraleikarar úr ţessum tveimur hljómsveitum.
Q4U vakti töluverđa athygli í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík og á tónlistarhátíđinni Melarokki. Lagiđ Böring (sem fjallađi um Bjarna Móhíkana úr Sjálfsfróun) varđ síđar vinsćll útvarpssmellur.
1996 reis hljómsveitin úr dvala eftir margra ára hlé. Spilađi á hljómleikum, kom fram í sjónvarpinu og sendi frá sér yfirlitsdiskinn Q2.
Fyrir nokkru komst ţessi diskur í hendur Ţjóđverja nokkurs. Diskurinn vakti lukku í kunningjahópi Ţjóđverjans. Ţjóđverjinn óskađi eftir ađ kaupa upp ţađ upplag sem til var af disknum, um 150 eintök. Ţau eintök seldi Ţjóđverjinn á "nó tćm". Nú hefur hann pantađ 1000 eintök til viđbótar.
Ţađ er ekki um annađ ađ rćđa en endurútgefa diskinn í ţví upplagi - og rúmlega ţađ. Ţjóđverjinn telur pöntun sína upp á 1000 eintök ađeins vera til ađ sinna bráđri eftirspurn. Pöntun á stćrra upplagi muni fylgja í kjölfariđ. Músík Q4U höfđi sterkt til Ţjóđverja.
Ţetta eru ekki stórar tölur - sé litiđ til alţjóđamarkađar. En verulega stórar tölur fyrir íslensku pönksveitina Q4U, sem var hćtt en horfir nú til ţess ađ ástćđa sé til ađ endurreisa hljómsveitina enn einu sinni. Hamra járniđ á međan ţađ er heitt. Margt spennandi getur veriđ í spilunum. Ţýski músíkmarkađurinn er einn sá stćrsti í heiminum.
Ég fann ekkert myndband međ Q4U en á myndbandinu hér fyrir ofan syngur Q4U-liđinn Árni Daníel Júlíusson Sex Pistols-slagarann Pretty Vacant viđ undirleik Q4U-trommarans Komma (Kormáks) og liđsmanna Frćbbblanna.
Hér fyrir neđan eru myndir af Q4U. Ég veit ekki hvernig Ellý nćr ađ vera sćtari og kynţokkafyllri en fyrir nćstum ţremur áratugum. Debbie Harry og Siouxie Sioux ná ţví ekki:
Tónlist | Breytt 26.8.2009 kl. 21:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
25.8.2009 | 00:34
(Ó)heppinn innbrotsţjófur
Í Fćreyjum er ekki til siđs ađ lćsa húsum. Ekki einu sinni ţegar heimilisfólk er fjarri til lengri tíma. Tónlistarmađurinn og plötuútgefandinn Kristian Blak lćsti ţó húsi sínu ţegar hann fór ásamt fjölskyldu sinni til útlanda í nokkrar vikur. Ástćđan var sú ađ geđveikur náungi hafđi hótađ og ofsótt Kristian um hríđ. Međal annars hafđi sá geđveiki gengiđ í skrokk á bíl mannsins í nćsta húsi viđ Kristian. Bílnum var lagt fyrir framan hús Kristians og ofbeldismađurinn hélt ađ ţetta vćri bíll Kristians.
Kristian óttađist ađ sá geđveiki kćmi inn í húsiđ, myndi jafnvel setjast ţar ađ og/eđa skemma tölvur og fleira. Húsinu, sem er í miđbć Ţórshafnar, var ţví kyrfilega lćst. Samt var brotist ţar inn. Sem er mjög einkennilegt. Brotist inn í eina lćsta húsiđ í Ţórshöfn. Innbrotsţjófurinn virđist hafa einungis fariđ inn í eitt lítiđ herbergi. Ţađan stal hann glćsilegum ferđageislaspilara, svokölluđum "gettó-blaster", og bunka af geisladiskum sem ţar stóđu hjá, samtals 50 diskum.
Ţegar Kristian og fjölskylda komu aftur heim frá útlöndum og uppgötvuđu innbrotiđ og ţjófnađinn gátu ţau ekki varist brosi. Diskana hafđi Kristian komiđ međ frá Noregi og átti eftir ađ fara međ ţá í Norrćna húsiđ í Fćreyjum. Diskarnir innihéldu allir fornan söng Sama, svokallađ joik, án undirleiks. Ţađ eru ekki margir utan Sama sem hlusta á svoleiđis sér til gamans. Á myndbandinu hér fyrir neđan má heyra sýnishorn af ţví sem innbrotsţjófurinn hefur haft í eyrunum ţegar hann fór ađ spila geisladiskana.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
23.8.2009 | 23:04
Mikilvćgt ađ leiđrétta
Nýveriđ birtist í Morgunblađinu opnugrein um bítilinn Paul McCartney. Ljómandi skemmtileg grein. Enda skrifuđ af Ingólfi Margeirssyni; oft titlađur réttilega Bítlafrćđingur. Í greininni segir ađ Paul McCartney hafi samiđ flest vinsćlustu lög Bítlanna. Áreiđanlega er hćgt ađ fćra rök fyrir ţví. Bítlarnir áttu mörg fleiri vinsćl lög en ţau sem skoruđu hćst á vinsćldalistum sem smáskífur. Ţađ getur ţó veriđ vandkvćđum bundiđ ađ kveđa upp úrskurđ um vinsćldir einstakra Bítlalaga sem einungis komu út á stórum plötum.
Ef litiđ er til ţeirra laga sem skoruđu hćst á vinsćldalistum sem smáskífur verđur ekki annađ séđ en jafnrćđi hafi ríkt á milli laga Johns Lennons og Pauls McCartneys. Af 30 vinsćlustu smáskífulögum Bítlanna á breska og bandaríska vinsćldalistanum er um jafntefli ađ rćđa. Í fyrri sviganum er hlutur Johns í lögunum og í seinni sviganum er hlutur Pauls.
- All You Need is Love (100) (0)
- Ballad of John and Yoko (100) (0)
- Can't Buy Me Love (10) (90)
- Come Together (100) (0)
- Day Tripper (80) (20)
- Do You want to know a Secret (100) (0)
- Eight Days a Week (30) (70)
- Eleanor Rigby (20) (80)
- Free as a Bird (100) (0)
- From Me to You (50) (50)
- Get Back (0) (100)
- Hard Day´s Night (100) (0)
- Hello Goodbye (0) (100)
- Help! (90) (10)
- Hey Jude (0) (100)
- I Feel Fine (100) (0)
- I Want to Hold Your Hand (50) (50)
- Lady Madonna (0) (100)
- Let It Be (0) (100)
- Long and Winding Road (0) (100)
- Magical Mystery Tour (10) (90)
- Nowhere Man (100) (0)
- Paperback Writer (20) (80)
- Penny Lane (20) (80)
- Please Please Me (100) (0)
- Real Love (100) (0)
- She Loves You (50) (50)
- Strawberry Fields Forever (100) (0)
- Ticket to Ride (100) (0)
- We Can Work it Out (30) (70)
Ég er svo sérvitur ađ gera ekki upp á milli Johns og Pauls. Met ţá báđa jafn mikils. Međ kostum ţeirra og göllum. Mér er alltaf illa viđ ţegar hallar á annan hvorn ţeirra í umfjöllun um Bítlana. Mitt uppáhalds Bítlalag er á međfylgjandi myndbandi, hinn lauflétti blús Helter Skelter, eftir Paul. Til gamans má geta ađ í upptöku var lagiđ 25 mínútna langt en stytt í tćplega 5 mínútna bút á Hvíta albúminu. John og Paul skiptust á sólógítarleik og John blés einnig í saxófón. John var á sólógítar í fyrri hlutanum en Paul ţegar kom ađ ískrinu. Allir vel dópađir og hressir.
Tónlist | Breytt 3.2.2013 kl. 23:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (38)
23.8.2009 | 01:20
Úrslit: Bestu íslensku smáskífurnar
Ţegar Félag íslenskra hljómplötuútgefenda, rás 2 og www.tonlist.is hófu í vor leit ađ 100 bestu íslensku plötunum ţótti sumum sem merkar smáskífur vćru afskiptar. Margar af bestu hljómsveitum íslensku rokksögunnar sendu aldrei frá sér stóra plötu (Lp). Ađeins smáskífur.
Upp kom umrćđa um smáskífur sem áttu og eiga erindi í umrćđu um bestu íslenskar plötur. Í kjölfar ţeirrar umrćđu tók ég áskorun um ađ finna bestu íslensku smáskífuna. Skilyrđi voru ţau ađ smáskífan vćri sjálfstćđ útgáfa. Ekki kynning fyrir stóra plötu. Sömuleiđis mátti ađallag smáskífunnar ekki vera útlend kráka (cover song).
Undirtektir voru góđar. Um 100 smáskífur voru tilnefndar. Ţćr smáskífur sem fengu flestar tilnefningar og/eđa stuđning frá öđrum setti ég upp í formlega skođanakönnun. Sjálfur reyndi ég ekki ađ hafa áhrif á uppstillinguna. Ég var einungis forvitinn ađ komast ađ almennu viđhorfi til viđfangsefnisins. Og var reiđubúinn ađ sveigja reglur til samrćmis viđ ţau sjónarmiđ sem voru ráđandi. Ţetta var til gamans gert.
Nú hafa vel á sjöunda hundrađ atkvćđa skilađ sér í hús. Röđin hefur ekkert breyst frá ţví atkvćđi voru 100, 200, 300, 400, 500 eđa 600. Munur á milli sćta er mikill. Ţađ gerir útkomuna trúverđugri. Hún er ţessi:
1. Katla kalda/Ástin sigrar međ Mosa frćnda 28,4%
2. Spáđu í mig/Komdu og skođađu í kistuna mína međ Megasi 19%
3. Gvendur á eyrinni međ Dátum 15,6%
4. Dánarfregnir og jarđarfarir međ Sigur Rós 11,7%
5. Dimmar rósir međ Töturum 8,8%
6. Glugginn međ Flowers 5,2%
7. Jenny darling međ Pelican 4,4%
8. Tilf međ Purrki Pillnikk 3,9%
9. Yacketty yak, Smacketty smack međ Change, 3,2%
Ég endurtek og undirstrika ađ ţessi úrslit hafa ekkert međ minn músíksmekk ađ gera. Ég er samt ekkert ósáttur viđ efstu sćti. Gaman vćri ađ heyra viđbrögđ ykkar viđ niđurstöđunni.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
22.8.2009 | 15:23
Meiri upphitun fyrir kvöldiđ
Hér er viđbót viđ síđustu fćrslu. Meiri upphitun fyrir kvöldiđ: Frćbbblarnir, Megas, Súkkat... (sjá: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/934946/).
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
21.8.2009 | 22:17
Hitađ upp fyrir annađ kvöld (22. ágúst)
Á morgun, 22. ágúst, ná hátíđarhöld Menningarnćtur hámarki um og upp úr klukkan 23.00 á Grand Rokk. Ţar verđur bođiđ upp á skinkufeita (eins og Fćreyingar segja) dagskrá međ stórstjörnum á borđ viđ guđfeđur pönksins, Frćbbblana, og Megasukk (Megas og Súkkat). Einnig koma fram ungrokkararnir í Palindrome.
Miđaverđ er rćfilslegur 1000 kall og allir fá frían bjór.
Á myndbandinu flytja Frćbbblarnir hiđ magnađa KKK took My Baby Away eftir The Ramones.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)