Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Kvikmyndarumsögn

Mamma Gógó

 - Titill:  Mamma Gógó

 - Handrit og leikstjórn:  Friðrik Þór Friðriksson

 - Helstu leikendur:  Kristbjörg Kjeld,  Hilmir Snær Guðnason,  Margrét Vilhjálmsdóttir,  Gunnar Eyjólfsson...

 - Tónlist:  Hilmar Örn Hilmarsson

 - Einkunn: **** (af 5)

  Kynningarmyndbandið (treiler) fyrir  Mamma Gógó  lofar ekki góðu (sjá hér fyrir neðan).  Ekki söguþráðurinn heldur.  Hann fjallar í stuttu máli um ungan kvikmyndaframleiðanda sem á í fjárkröggum.  Á sama tíma er móðir hans greind með Alzheimer,  heilahrörnunarsjúkdóm sem rænir sjúklinginn minninu.  Myndin snýst um þessi vandamál:  Blankheit sonarins og minnistap móðurinnar. 

  Ég hefði ekki nennt á þessa kvikmynd nema vegna fyrri verka Friðriks Þórs og Hilmars Arnar Hilmarssonar.  Hæst hefur samstarf þeirra risið í meistaraverkinu marg verðlaunaða  Börn náttúrunnar.  

  Mamma Gógó  hefst einmitt á því að verið er að frumsýna  Börn náttúrunnar.  Þar með er tónninn sleginn.  Áhorfandinn er hrifinn inn í hið heillandi hugljúfa andrúmsloft þeirrar kvikmyndar.  Jafnframt er augljóst að  Mamma Gógó  er ævisöguleg mynd höfundar.  Eins og margar fyrri myndir hans.   

  Hilmir Snær leikur Friðrik Þór.  Blessunarlega reynir hann ekki að herma eftir Friðriki.  Hvorki í útliti né töktum.  Engu að síður er hann afar sannfærandi sem Friðrik Þór - eða hvaða kvikmyndaframleiðandi sem væri í þessari sömu stöðu:  Blankheitum og tilheyrandi vandamálum.  Ásamt því dapurlega ferli þegar móðir hans tapar minninu jafnt og þétt. 

  Kristbjörg leikur mömmuna af stakri snilld.  Þetta er hjartnæm dramamynd.  En jafnframt blönduð hárfínni gamansemi sem heldur myndinni út í gegn á þeim dampi að áhorfandinn er að fá kökk í hálsinn en missir sig á næsta andartaki í hláturköstum.  Hver bráðfyndna senan rekur aðra.  

  Faðir Friðriks Þórs er fallinn frá en er samt í stóru hlutverki (Gunnar Eyjólfsson).  Þar á meðal er fléttað inn í myndina svart-hvítum klippum úr gamalli kvikmynd,  79 af stöðinni,  með Kristbjörgu og Gunnari.  Fyrst var ég á því að gömlu svart-hvítu klippunum væri ofaukið.  Þegar á leið fóru þær hinsvegar að gefa myndinni dýpt og skerpa á fegurð sögunnar. 

  Mamma Gógó  er mögnuð mynd.  Það var djarft uppátæki hjá Friðriki Þór að gera mynd sem einskonar óbeint framhald eða hliðarmynd við  Börn náttúrunnar.  Það er varla hægt að fylgja þeirri mynd eftir.  Þetta er svolítið eins og ef Paul McCartney tæki upp á því að gera plötu sem gerði út á  Sgt.  Peppers... plötu Bítlanna.   Það er óhugsandi að svoleiðis dæmi yrði vel heppnað.  En Friðriki Þór tekst hið illmögulega með glæsibrag.    

  Tónlist Hilmars Arnar er rjómi rjómans.   

  Mamma Gógó  eykur skilning á Alzheimer.  Sjálfur þekki ég þennan sjúkdóm því faðir minn varð fórnarlamb hans.  Áður en pabbi veiktist vissi ég ekkert um Alzheimer.  Það er óvíst að þeir sem ekki þekkja til sjúkdómsins átti sig á því hvers vegna Gógó á til að verða ofur ókurteis.  Sjúkdómurinn eyðir hömlum á því hvað er við hæfi að segja "í hreinskilni",  samanber þegar Gógó lýsir tengdadóttur sinni sem ljótri fyrir framan hana. 

  Ég hvet fólk til að skreppa í kvikmyndahús og eiga góða kvöldstund.


Furðufrétt frá Þorlákshöfn

hestur 

  Hestar eru einhver fegurstu og tignarlegustu hryggdýr þessarar jarðar.  Veit ekki með aðrar jarðir.  Þess vegna vekur undrun frétt frá Þorlákshöfn.  Og ekki í fyrsta skipti.  Að þessu sinni eru málavextir þeir að kona sendi systurdóttir sinni póstkort með hlýlegri kveðju.  Framhlið kortsins prýddi falleg ljósmynd af hestum.  Systurdóttirin var ekki lengi að leggja saman tvo og tvo.  Útkoman sem hún fékk var sú að frænkan væri að líkja henni við hest.  Eða öllu heldur meri. 

  Ásamt mömmu sinni stormaði stelpan heim til frænkunnar og í sameiningu gáfu þær henni vænan kinnhest.  Hún kunni illa að meta.  Í stað þess að bjóða fram hinn vangann - eins og mælt er með í Biblíunni - hefur hún kært mæðgurnar fyrir líkamsárás. 


Jólagjöfin í ár

skei_1.jpg  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Fólk er í stöðugum vandræðum með hvað gefa á öðrum og sjálfu sér í jólagjöf.  Verslun ein á höfuðborgarsvæðinu hefur dottið niður á bráðskemmtilega og nýtilega lausn á þessu vandamáli.  Verslunin auglýsir til sölu hjá sér kaffiskeið. 

  Á flestum heimilum og vinnustöðum er hellt upp á kaffi.  Allur háttur er á með hvaða verkfæri möluðu kaffi er mokað í kaffivélina.  Sumir nota ómerkilegar plastskeiðar.  Aðrir lítil plastglös.  Enn aðrir hella beint úr kaffipokanum ofan í kaffivélina.  Í þeim tilfellum vill kaffið sáldrast út um allt borð.  Það er engin reisn yfir þessum aðferðum.

  Alvöru kaffiskeið er málið.  Sterkleg skeið úr stáli.  Skaftið fer vel í hendi þannig að það er auðvelt að halda á henni.  Verðið ráða flestir við.  Rétt rúmlega þúsund kall,  eða 1999 kr.

  Það allra besta er að einnig er hægt að ausa strásykri með skeiðinni.  Ef það er gert þarf þó að skola kaffi af henni fyrst og þurrka hana.  Annars berst örfínt kaffiryk yfir í sykurinn.


Myndir úr sviðaveislu

svi_aveisla3.jpg

 svi_aveisla23_939004.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á dögunum hélt Rannveig Höskuldsdóttir glæsilega sviðaveislu.  30 - 40 manns gæddu sér á sviðum,  sviðasultu,  rófum og rófustöppu.  Dúett söngvara sem jafnframt spiluðu á gítar og bassa skemmti.  Öllum var gert að mæta með frumsamda vísu.  Upplestur á þeim vakti mikla kátínu.  Enda flestar gamanvísur.  Einnig fór fram æsispennandi spurningakeppni.  Allur áttu að mæta með lítinn pakka.  Pökkunum var síðan útdeilt á milli gestanna.  Sitthvað fleira var til gamans gert. 

svi_aveisla21_939013.jpgsvi_aveisla20_939014.jpg  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Yngvi Högnason tók meðfylgjandi myndir.  Nema þessa af honum og Heiðu B. (skessu).  Yngvi lagði jafnframt til sviðin í veisluna.  Honum,  Rannveigu og öðrum í veislunni eru hér með færðar bestu þakkir fyrir frábært kvöld.

svi_aveisla18_939023.jpgsvi_aveisla17.jpg

 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Rannveig með blómvönd sem einhver hugulsamur hefur fært henni.

svi_aveisla14.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Edda Lára fótasnyrtir og herrann hennar.  Rannveig stendur fyrir aftan.  Hægra megin við Eddu má þekkja Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur.

svi_aveisla10.jpgsvi_aveisla9.jpg 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Í pakkanum sem ég fékk var smekkur.  Það var virkilega við hæfi.  Hann smellpassar handa afastelpunni minni,  henni Ylfu Mjöll.

svi_aveisla8.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Tónlistarmennirnir sem sungu og spiluðu.

svi_aveisla7.jpgsvi_aveisla6_939076.jpgsvi_aveisla5.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Grétar Mar fór á kostum allt kvöldið.  Reitti af sér brandara,  greip í gitarinn og söng meðal annars "Sigga litla systir mín".  Hann sagðist þekkja þessa Siggu.  Hún búi í Keflavík.

svi_aveisla2.jpg 

svi_aveisla4.jpg

 

svi_aveisla13.jpg svi_aveisla12.jpgsvi_aveisla11.jpg

svi_aveisla16.jpgsvi_aveisla15.jpg


Þórður Bogason fimmtugur

Þórður Boga og Paul Stanley

  Rokksöngvarinn Þórður Bogason er fimmtugur í dag.  Eftir að hafa frá unglingsárum verið rótari hjá hljómsveitum Pétur Kristjánssonar (Pelican,  Paradís,  Póker,  Start...) stofnaði Þórður þungarokkshljómsveitina Þrek.  Ég man ekki ártalið.  Sennilega um eða upp úr 1980.  Síðan hefur Þórður sungið með fjölda hljómsveita.  Þar á meðal Foringjunum,  Rickshow,  Warning, Hljómsveitinni F,  Þukli,  DBD, Skyttunum,  Rokkhljómsveit Íslands og Mazza.  Eflaust er ég að gleyma einhverjum.

  Lagið  "Komdu í partý" með Foringjunum fór hátt á vinsældalista á níunda áratugnum.  Einnig vakti jólaplatan "Pakkaþukl" athygli.  Þar söng Þórður nokkra hressa jólaslagara í þungarokksstíl.  Rokkhljómsveit Íslands átti eitt lag sem fékk ágæta útvarpsspilun.  Ég man ekki hvað það heitir.  En það var eftir gítarleikara hljómsveitarinnar,  Friðrik Karlsson,  sem áður var í Mezzoforte. 

  Núna er Þórður að vinna sólóplötu sem kemur út á næsta ári.  Myndin hér fyrir ofan er frá því að Þórður var að skemmta með hljómsveitinni Kiss.  Þarna er hann á spjalli við Paul Stanley.

  Þórður er vinsæll ökukennari:  www.thordurbogason.com Hann rekur jafnframt hundaræktarfyrirtækið Mjölni,  www.mjolnir.123.is.  Margir kannast við Þórð frá því hann seldi hljóðfæri í verslununum Þreki og Hljóðfæraverslun Reykjavíkur. 

  Til hamingju með afmælið,  Þórður! 


Glæsilega afastelpan

ylfa mjöllylfa mjöll daníelsdóttir

  Þessi færsla er "lókal".  Fyrst og fremst fyrir vini og vandamenn.  Þarna er afastelpan glæsilega,  Ylfa Mjöll Daníelsdóttir.  Hún átti að fæðast 28.  nóv. en vildi ná síðasta þættinum af Fangavaktinni.  Þess vegna spratt hún í heiminn 5.  nóv.  Og skuldar aðeins örfáar milljónir króna.  En það er bara Johnny Cash (staðgreiðsla) um leið og hún getur.  Ekki vandamálið þegar þar að kemur - fyrst Björgúlfar,  Sigurjón Þ.  Árnason og Baugsfeðgar eiga bara fyrir Diet Kók. 


Ég er orðinn afi!

  Nú er allt í gangi.  Daníel sonur minn og Mónika tengdadóttir mín eignuðust síðdegis heilbrigða og hrausta dóttur.  Hún er sem sagt síðdegisbarn.  Þar með er ég í fyrsta - en ekki síðasta - sinn að upplifa þann merka viðburð að verða afi.  Það er heilmikið ævintýri og getur bara orðið skemmtilegra.       

Ekki kaupæði en...

verkfæri

  Einn kunningi minn er mjög fjarri því að vera með kaupæði.  Kona hans og krakkar saka hann um að vera nískan.  Það er ekkert keypt nema brýn nauðsyn kalli.  Undantekningin er þegar vinurinn á leið framhjá verkfæraverslunum.  Ég held að hann hafi aldrei farið framhjá verkfæraverslun án þess að kaupa verkfæri. 

  Oftast eru þetta ódýr verkfæri:  Skrúfjárn,  alur,  hamar eða eitthvað álíka.  Það sérkennilega er að hann notar þessi verkfæri ekki.  Ef eitthvað fer aflaga á heimilinu hringir hann í viðgerðarmann.  Í mesta lagi neglir hann nagla til að hengja upp myndir.  En fátt umfram það. 

  Bílskúr hans lítur út eins og lager í verslun:  Bílskúrinn er troðfullur af verkfærum sem eru ennþá í umbúðum:  Borvélar,  stingsagir og ótal smáverkfæri.

  Stundum hitti ég vininn og hann dregur þá ætíð fram eitthvað innpakkað verkfæri sem hann var að kaupa.  Og lýsir fjálglega kostum verkfærisins.  Mér til gamans spyr ég alltaf:  "Ætlarðu að fara að nota þetta?"

  Svarið er ætíð það sama:  "Kannski ekki núna.  En það getur verið gott að eiga þetta."


Anna á Hesteyri - örfá minningarorð

anna á hesteyri

  Hér fyrir neðan eru nokkrar skemmtilegar sögur af Önnu Mörtu Guðmundsdóttur frænku minni frá Hesteyri í Mjóafirði.  Hún lést aðfaranótt gærdags áttræð að aldri.  Faðir Önnu og faðir mömmu minnar voru bræður.  Anna var einkabarn aldraðra foreldra sinna.  Hún var að ofvernduð af foreldrum sínum og batt sína bagga ekki sömu böndum og aðrir.

  Anna var með góða eðlisgreind en vegna einangrunar kom hún sér upp sérkennilegum skoðunum.  Hún var náttúrubarn fram í fingurgóma og tók ung einarða afstöðu með trúarviðhorfum aðventista. 

  Æskuminningar mínar af Önnu einkennast af bréfum sem voru ítarlegar lýsingar á húsdýrum hennar og foreldra hennar.  Við,  sex systkini,  fengum reglulega frá Önnu löng bréf,  hvert um sig.  Þar tíundaði hún það sem helst hafði á daga húsdýra hennar drifið.  Hún endurtók ekkert frá einu bréfi til annars.  Hún skrifaði um dýrin sín eins og um nána ættingja/vini væri að ræða. 

  Eftir að ég flutti til Reykjavíkur á unglingsárum kynntist ég Önnu í persónu.  Hún heimsótti mig og mína fjölskyldu og samskipti urðu meiri.  Þegar hún heimsótti mig á auglýsingastofuna sem ég vann á lagðist vinna niður og vinnufélagarnir grétu úr hlátri undir frásögnum Önnu af sér og sínum.  Þó var það ekki ætlun Önnu að koma fólki til að hlægja.  Það var bara ekki annað hægt. 

  Eftir að símataxti á Íslandi varð eitt markaðssvæði var Anna dugleg að hringja í mig.  Þau símtöl skildu mig oftar en ekki í hláturkrampa yfir vangaveltum Önnu um lífið og tilveruna.  Hún hafði sterkar skoðanir á öllu og öllum.  Þær skoðanir voru oft frumlegar og hún velti upp flötum sem ég hafði aldrei hugsað út í.

  Eitt sinn barst mér bréf frá Önnu sem innihélt einnig fjölda ljósmynda af mömmu og fleiri ættingjum. Utan á umslaginu stóð:  "Heimilisfólkið á Grettisgötu".  Póstburðarmanneskjan hafði greinilega fært þetta umslag hús frá húsi við Grettisgötu dögum saman.  Á umslaginu var gamall dagstimpill og það hafði verið rifið upp. 

  Anna velti sér aldrei upp úr smáatriðum varðandi póstáritun.  Fyrir síðustu jól hringdi í mig kona.  Henni hafði borist jólakort frá Önnu Mörtu.  Konan þekkti Önnu ekki persónulega og vissi að kortið var ekki til sín.  Á umslaginu stóð aðeins:  "Kristín Jónsdóttir,  Reykjavík".  Sem betur fer vissi ég hver átti að vera viðtakandi kortsins.  Sú býr í Kópavogi,  sem,  jú, er stutt frá Reykjavík.

  Mér þykir líklegt að Anna verði jörðuð í fjölskyldugrafreitnum á Hesteyri.  Þar hvíla foreldrar hennar og afi minn og amma.  Anna var áður búin að gefa út yfirlýsingu þess efnis að vilja verða síðasta manneskja greftruð þar.  Hinsvegar tók hún fram að ef hún félli frá í öðrum landshluta mætti ekki eyða peningum í að flytja kistu hennar til Mjóafjarðar.  Þeim kostnaði ætti frekar að verja til þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. 

  Á seinni árum tók Anna að sér róna frá Reykjavík.  Þar á meðal ýmsa landfræga.  Þegar Anna ámálgaði fyrst við mig að hún vildi fá að taka að sér róna frá Reykjavík sagði hún að rónar væru svo skemmtilegir.  Bogi og Örvar í Spaugstofunni væru hennar uppáhald.  "Rónarnir í Spaugstofunni eru lang skemmtilegastir,"  sagði Anna.

  Hér eru nokkrar sögur af Önnu á Hesteyri:

 

- í heyskap
- fór í bakarí
- gestir
- slóst við mömmu
- Farandssali
- Sendi lögguna
- Leikið við aðra bílstjóra
- Hleypti Villa ekki frammúr
- Konfektkassi
- Ósátt við umbúðir Nupo létt
- Hringtorg 
.
  Í fyrra kom út ævisaga Önnu í bók:
annaáhesteyri - bókarkápa
  Þessi bók hefur einnig verið gefin út á geisladisk.

 


Æðisleg afmælisveisla - myndir

1234

  Í fyrrakvöld var mér boðið í kjötsúpuveislu hjá kjarnakonunni og mótorhjólagellunni Rannveigu Höskuldsdóttur.  Boðinu fylgdi lof um lifandi blúshljómleika.  Ég vissi ekki að Rannveig (www.rannveigh.blog.is) átti afmæli þennan dag.  En veislan tókst meira en glæsilega í alla staði.  45 manns voru í partýinu og glatt á hjalla.  Ingvi Högnason (www.yngvii.blog.is)  lagði til kjötið í súpuna og súpan var frábær.  Hann tók líka þessar myndir.  Þess vegna er engin mynd af honum.

  Á fyrstu myndinni er fremstur gítarsnillingurinn Arnar Guðmundsson.  Ég veit ekkert meira um hann annað en að hann spilaði á blúshátíð á Rósinberg.  Á mynd númer 4 er Siggi "ginseng" (www.siggith.blog.is). 

  5

  Hér er drottningin sjálf,  Rannveig.

 6

  Grétar Mar,  fyrrverandi alþingismaður (til vinstri) og bítlageggjari,  var hrókur alls fagnaðar að venju og undrun vakti að Siggi "ginseng" (til hægri) fékk sér skyr og hellti kjötsúpunni út á.  Og undraðist mjög að aðrir gerðu ekki slíkt hið sama.  Hann færði Rannveigu pakka af Immiflex svo hún fái ekki svínaflensu.

78 

  Ég held að hann sé austurískur þessi alpahornsblásari.  Þetta var fjölmenningarpartý með gestum frá þremur heimsálfum og 4 löndum.

91011

  Þarna er verið að syngja afmælissönginn.  Ég sé að það fer að koma tími á að skafa burtu skeggið.  Það er hörmung að sjá þetta.

121415

  Þessi blússöngkona er meira en góð.  Hún heitir Angela Basombrio,  er frá Kanada en búsett á Skagaströnd.  Er með mjög sterka blúsrödd,  blæbrigðaríka og fór á kostum í blúsprógramminu.  Það er tímaspursmál hvenær hún verður súperstjarna.  Vinir Dóra eða Blúsmenn Andreu þurfa að heyra í henni og uppgötva að þarna er óuppgötvuð perla í blúsdeildinni.  Aldeilis mögnuð blússöngkona.

16

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband