Færsluflokkur: Vísindi og fræði
10.9.2023 | 12:43
Smá smásaga
Í vor fæddist stór og myndarlegur drengur. Honum var gefið nafnið Jónas. Hann var 1,90 á hæð og þrekvaxinn eftir því. Stærðin er ekki hið eina einkennilega við strákinn. Aldur hans vekur undrun. Hann fæddist 27 ára.
Fæðingar eru svo sem af ýmsu tagi. Kona nokkur fæddi frosk. Önnur eignaðist eingetið barn. Sumir eiga erfitt með að trúa þessu. Jónas fæddisst 2023. Samt er kennitala hans 080596. Hann er jafn gamall og Janis Joplin, Jim Morrison, Jimi Hendrix og Brian Jones voru er þau féllu frá. Öll með J sem upphafsstaf í fornafni eða eftirnafni. Eða hvorutveggja. Kurt Cobain er undantekning af því að hann féll fyrir eigin hendi. Upphafsstafur hans er næsti stafur á eftir J.
Jónas hefur lokið námi í lögfræði. Prófskírteini hans vottar það. Einkunnirnar eru frekar lélegar.
Þrátt fyrir stærðina hefur hann engan skugga. Sama hvort ljós, sól eða önnur birta fellur á hann. Kannski er hann bara skugginn af sjálfum sér.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.8.2023 | 11:05
Smásaga um borð
Skemmtiferðaskipið vaggar mjúklega. Mikið er að gera á barnum. Fastagestirnir mættir. Mörg ný andlit líka. Þétt setið við hvert borð. Margir standa við barinn. Músíkin er lágt stillt. Barþjónarnir skynja að fólkið vill masa. Masið hljómar eins og niður aldanna. Jafn og þéttur kliður sem er brotinn upp með einstaka hlátrarsköllum.
Skyndilega rjúfa þrjú hvell bjölluslög stemmninguna. Það er síðasta útkall á barinn. Gestirnir þekkja þetta. Örtröðin við barinn þéttist.
Hálftíma síðar eru öll ljós tendruð. Samtímis er slökkt á músíkinni. Raddsterkur barþjónn kallar: "Góðir gestir, takk fyrir komuna. Góða nótt!"
Barþjónarnir hefja tiltekt á meðan gestirnir tínast út og halda til kauju. Svo slökkva þeir ljós og loka á eftir sér.
Allt er hljótt. Að nokkrum tíma liðnum hvíslar borð næst útidyrunum: "Psss, psss. Hey, þið borð. Ég þarf að ræða við ykkur." Engin viðbrögð. Þá áttar borðið sig á að borð hafa ekki eyru; engan munn og talfæri. Þau hafa ekki heila; ekkert taugakerfi. Þau geta ekki einu sinni sýnt ósjálfráð viðbrögð. Við þessa hugsun roðnar borðið af skömm. Svo fyllist það yfirlæti. Það hnussar og tautar hæðnislega: "Þetta mættu fleiri vita um borð!"
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.7.2023 | 13:52
Skipti um andlit og fann ástina
2018 sat Joe DiMeo í bíl í New Jersey í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þetta var ungur og hraustur drengur, 24 ára. Þá lenti hann í hroðalegu bílslysi. Á augabragði breyttist bíllinn í skíðlogandi eldhaf. Joe brenndist illa. 80% líkamans hlaut 3ja stigs bruna. Andlitið varð ein klessa og læknar þurftu að fjarlægja nokkra fingur.
Læknar reyndu hvað þeir gátu að lagfæra andlitið. Þeir sóttu húð, bandvefi og fleira en varð lítið ágengt í 20 tíma aðgerð. Nokkrum árum síðar var afráðið að taka andlit af nýdánum manni og græða á Joe. 140 manns tóku þátt í 23ja tíma aðgerð. Þetta voru skurðlæknar, hjúkrunarfræðingar og allskonar.
Aðgerðin tókst eins og bjartsýnustu menn þorðu að vona. Að vísu er nýja andlitið of stórt og af 48 ára manni. Joe þykir þetta skrýtið. En það venst. Mestu skiptir að vera kominn með andlit.
32 ára hjúkrunarfræðingur í Kaliforniu, Jessy Koby, frétti af aðgerðinni. Starfandi á sjúkrahúsi heillaðist hún af uppátækinu. Til að fá nánari vitneskju af þessu setti hún sig í samband við Joe. Eftir því sem þau kynntust betur kviknuð tilfinningar í garð hvors annars.
Nú er hún flutt inn til hans og ástin blómstrar.
Vísindi og fræði | Breytt 17.7.2023 kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.4.2023 | 16:33
Fólkið sem reddar sér
Fjórar fjölskyldur í Essex á Englandi urðu heimilislausar eftir að íbúðir þeirra brunnu til kaldra kola. Þetta atvikaðist þannig að húsbóndinn á einu heimilinu tók eftir því að útimálningin var farin að flagna af. Honum hraus hugur við að þurfa að eyða sólríkum degi í að skafa málninguna af. Til að spara sér puð brá hann á ráð: Hann úðaði bensíni yfir húsið og kveikti í. Málningin fuðraði upp eins og dögg fyrir sólu. Líka húsið og nálæg hús.
Orkuboltinum Christina Lamb í Cornwall á Englandi datt í hug að reisa verönd við hús sitt. Hún hófst þegar handa við að grafa grunn. Í ákafa tókst henni að höggva í sundur gasleiðslu bæjarins sem stóð eftir í ljósum loga.
Mike Howel í Bristol á Englandi var ekkert að æsa sig yfir því að festa fingur í smíðabekk sínum. Fingurinn var pikkfastur. En hann var svo sem ekki að fara neitt. Mike hafði fátt betra að gera þann daginnn en rölta með fingurinn og smíðabekkinn 3ja kílómetraleið á sjúkrahús. Það tók aðeins 8 klukkutíma. Hefði tekið styttri tíma ef vegfarendur hefðu ekki stöðugt verið að stoppa og spyrja út í dæmið.
Vísindi og fræði | Breytt 3.5.2023 kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.4.2023 | 12:42
Best í Færeyjum
Flestallt er best í Færeyjum. Ekki aðeins í samanburði við Ísland. Líka í samanburði við önnur norræn lönd sem og þau helstu önnur lönd sem við erum duglegust að bera okkur saman við. Nægir að nefna að meðalævilengd er hæst í Færeyjum; atvinnuleysi minnst; atvinnuþátttaka mest; hjónaskilnaðir fæstir; fátækt minnst og jöfnuður mestur; sjálfsvíg fæst; krabbameinstilfelli fæst; glæpir fæstir; barneignir flestar; fóstureyðingar fæstar; hamingja mest; heilbrigði mest og pönkrokkið flottast. Bara svo örfá atriði séu tiltekin.
Ekki nóg með það heldur eru færeyskar kindur frjósamastar. Hérlendis og víðast eignast kindur aðallega eitt til tvö lömb í einu. Færeyskar kindur eru meira í því að bera þremur lömbum og allt upp í sjö! Það er heimsmet.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
26.3.2023 | 12:31
Varasamt að lesa fyrir háttinn
Fátt gleður meira en góð bók. Margur bókaormurinn laumast til að taka bók með sér inn í svefnherbergi á kvöldin. Þar skríður hann undir sæng og les sér sitthvað til gamans og til gagns. Þetta hefur löngum verið aðferð til að vinda ofan af erli dagsins í lok dags. Svífa síðan á bleiku skýi inn í draumaheim.
Þetta getur verið varasamt á tækniöld. Bækur eru óðum að færast af pappír yfir í rafrænt form. Vandamálið er að á skjánum glampar blátt ljós svo lítið ber á. Það ruglar líkamsklukkuna. Þetta hefur verið rannsakað. Sá sem les af skjá er lengur að falla í svefn en þeir sem lesa á pappír. Svefn þeirra er grynnri og að morgni vakna þeir síður úthvíldir.
.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.2.2023 | 11:35
Hvernig litu rokkstjörnurnar út í dag?
Í hvaða átt hefði tónlist Jimi Hendrix þróast ef hann væri á lífi í dag? En Janis Joplin? Eða Kurt Cobain? Þessum spurningum hefur áhugafólk um tónlist spurt sig í áraraðir. Það hefur borið hugmyndir sínar saman við hugmyndir annarra. Þetta er vinsælt umræðuefni á spjallsíðum netsins.
Önnur áhugaverð spurning: Hvernig liti þetta fólk út ef það væri sprelllifandi í dag? Tyrkneskur listamaður telur sig geta svarað því. Til þess notar hann gervigreind. Útkoman er eftirfarandi. Þarna má þekkja John Lennon, Janis Joplin, Jimi Hendrix, Kurt Cobain, Tupac, Freddie Mercury og Elvis Presley.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.11.2022 | 08:04
Friðsömustu og öruggustu lönd til að heimsækja
Íslendingar eru hræddir. Þeir óttast að fara í miðbæ Reykjavíkur. Óttinn við að verða stunginn með hnífum er yfirþyrmandi. Stjórnvöld í löndum fjölmennustu túrista til Íslands vara þegna sína við að fara í miðbæ Reykjavíkur.
Hvað er til ráða? Eitthvert þurfa ferðamenn að fara til að sletta úr klaufunum. Hver eru hættulegustu lönd til að sækja heim? Hver eru öruggustu?
Það þarf ekki vísindalega útreikninga til að vita að hættulegustu lönd er Afganistan, Jemen og Sýrland.
Institute for Economics and Peace hefur reiknað dæmið með vísindalegum aðferðum. Niðurstaðan er sú að eftirfarandi séu öruggustu lönd heims að ferðast til.
1 Ísland
2 Nýja-Sjáland
3 Írland
4 Danmörk
5 Austurríki
6 Portúgal
7 Slóvenía
8 Tékkland
9 Singapúr
10 Japan
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2.10.2022 | 03:45
Hættulegar skepnur
Öll vitum við að margar skepnur eru manninum hættulegar. Við vitum af allskonar eiturslöngum, ljónum, krókódílum, hákörlum, ísbjörnum, tígrisdýrum og svo framvegis. Fleiri dýr eru varhugaverð þó við séum ekki sérlega meðvituð um það. Einkum dýr sem eru í öðrum löndum en Íslandi.
- Keilusnigill er umvafinn fagurri skel. En kvikindið bítur og spúir eitri. Það skemmir taugafrumur og getur valdið lömun.
- Tsetse flugan sýgur blóð úr dýrum og skilur eftir ssig efni sem veldur svefnsýki. Veikindunum fylgir hiti, liðverkir, höfuðverkur og kláði. Oft leiðir það til dauða.
- Sporðdrekar forðast fólk. Stundum koma upp aðstæður þar sem sporðdreki verður á vegi fólks. Þá stingur hann og spúir eitri. Versta eitrið gefur svokallaður "deathstalker". Það veldur gríðarlegum sársauka en drepur ekki heilbrigða og hrausta fullorðna manneskju. En það drepur börn og veikburða.
- Eiturpílufroskurinn er baneitraður. Snerting við hann er banvæn.
- Portúgölsku Man O´War er iðulega ruglað saman við marglyttu. Enda er útlitið svipað. Stunga frá þeirri portúgölsku veldur háum hita og sjokki.
- Í Víetnam drepa villisvín árlega fleiri manneskjur en önnur dýr. Venjuleg alisvín eiga til að drepa líka. Í gegnum tíðina haf margir svínabændur verið drepnir og étnir af svínunum sínum.
- Hættulegasta skepna jarðarinnar er mannskepnan. Hún drepur fleira fólk og aðrar skepnur en nokkur önnur dýrategund.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 04:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.9.2022 | 05:01
Drykkfeldustu þjóðir heims
Þjóðir heims eru misduglegar - eða duglausar - við að sötra áfenga drykki. Þetta hefur verið reiknað út og raðað upp af netmiðli í Vín. Vín er við hæfi í þessu tilfelli.
Til að einfalda dæmið er reiknað út frá hreinu alkahóli á mann á ári. Eins og listinn hér sýnir þá er sigurvegarinn 100 þúsund manna örþjóð í Austur-Afríku; í eyjaklasa sem kallast Seychelles-eyjar. Það merkilega er að þar eru það nánast einungis karlmenn sem drekka áfengi.
Talan fyrir aftan sýnir lítrafjöldann. Athygli vekur að asískar, amerískar og norrænar þjóðir eru ekki að standa sig.