Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Ljótt fólk og fallegt

  Á næstum sex áratuga langri ævi hef ég kynnst mörgu fólki.  Sumt er fallegt.  Sumt ekki.  Fallegt fólk fær forskot við fyrstu kynni.  Það er staðreynd.  Við nánari kynni fjara út áhrif útlits.  Fallegur persónuleiki eða neikvæður persónuleiki taka yfir.  Fögur manneskja getur jafnframt verið með fallegan persónuleika.  Ekki eins falleg manneskja getur líka verið með svo fallegan persónuleika að við nánari kynni yfirtekur jákvætt viðhorf til persónuleikans álit á manneskjunni.

  Útlitsdýrkun sækir ört á.  Mörg tímarit,  íslensk sem erlend,  "fótósjoppa" ljósmyndir út í öfgar.  Fólkið á myndunum virðist vera fullkomið.  Engar hrukkur, engir baugar,  engar misfellur.  Í hverjum sjónvarpsþættinum á fætur öðrum er áherslan á útlit.  Kappsmálið er fullkomið útlit.

  before-and-after-photoshop_1220047.jpg 

   Fallegt andlit er ofmetið.  Illilega ofmetið.  Það eru aðrir eiginleikar manneskjunnar sem skipta öllu máli.  Gott dæmi um þetta eru liðsmenn bresku hljómsveitarinnar The Rolling Stones. 

rollingstonestour-10_16_2012_1220045.jpg

   Þeir eru ekki snoppufríðir.  En þeir eru dáðir og elskaðir af milljónum manna fyrir tónlist sína.  Gítarleikarinn Keith er sérstaklega í hávegum fyrir skemmtilegan persónuleika.  

  Útlitsdýrkun er af hinu vonda.  Flest annað skiptir meira máli.  Það er ömurlegt að lesa um börn sem verða fyrir aðkasti vegna skarðs í vör eða að þau stami eða eitthvað annað sem skiptir nákvæmlega engu máli.  

  Einelti af hvaða ástæðu sem er á að vera refsivert.  Einelti er ofbeldi og á að vera skilgreint sem glæpur.   Ég stamaði sem barn og var með drómasýki.  Það er afbrigði af flogaveiki.  Reyndar varð ég ekki fyrir neinu einelti né stríðni vegna þess.  Kannski vegna þess að ég var uppvöðslusamur (bully).  Kannski vegna þess að eldri bróðir minn í skólanum var ennþá uppvöðslusamari.  Kannski tók ég aldrei eftir stríðni vegna stams eða drómasýki.   Kannski kom aldrei upp neitt tilvik varðandi það.  

  Selma Björk sem hefur opinberað sína sögu um einelti vegna skarðs í vör á skilið hrós.  Mikið hrós.  Út af fyrir sig skiptir ekki máli að hún er gullfalleg.  Öllu máli skiptir að hún er gáfuð,  klár og tæklar eineltið af einstakri yfirvegun,  jákvæðni og snilld.  Afstaða hennar til allra þátta sem snúa að dæminu er til mikillar fyrirmyndar.  Skömm þeirra sem ráðast hafa að henni er mikil.  Mjög mikil.  Þar eru vondar manneskjur að verki.      

 


mbl.is „Þú gleymdir að fæðast með venjulegt andlit“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugbíll á göturnar og í loftið eftir rúmt ár

flugbill_1218174.jpg  Þú ferð út í bíl að morgni.  Bíllinn reynist vera innikróaður.  Öðrum bílum hefur verið lagt of nálægt framan við og aftan við.  Jafnframt hefur snjóruðningstæki rammað bílinn inn með myndarlegum snjógarði.  Þarna kæmi sér vel að geta hafið bílinn á loft eins og þyrlu og flogið á áfangastað.  Þetta er ekki neitt sem þarf að bíða eftir fram á næstu öld.

  Eftir aðeins rúmt ár kemur svona flugbíll á almennan markað.  

  Til að byrja með verður hægt að velja á milli tveggja tegunda.  Minni tegundin sem almenningur kemur til með að kaupa heitir TF-X.  Hún er tveggja manna,  kostar svipað og er álíka rúmfrek í bílskúr og algengustu jeppar.

  Þegar bíllinn hefur sig lóðrétt á loft þá liggja vængirnir þétt með hliðum hans.  Alveg eins og þegar fugl hefur slíðrað vængi sína.  Yst á vængjum bílsins eru súlur með svörtum spöðum (sjá mynd).  Súlurnar fara í lóðrétta stöðu,  snúast á ógnarhraða, spaðarnir spennast út og mynda hreyfil (eins og þyrluspaðar).  

  Eftir að bíllinn er kominn í æskilega flughæð eru vængirnir réttir af og súlurnar á endunum leggjast láréttar niður.  Bíllinn svífur eins og fugl.  Aftan á bílnum er hreyfill sem hjálpar til við flugið.  

  Bílnum er lagt á sama hátt og við flugtak.  Reyndar er líka hægt að taka hann á loft og lenda honum á sama hátt og flugvél.  En það kallar á gott rými fyrir útspennta vængina. 

  Bílarnir verða með sjálfstýringu eins og flugvélar.  

  Ætla má að ýmsar spurningar kvikni þegar bíllinn kemur á markað 2015.  Dugir hefðbundið ökuskírteini til að stjórna flugbíl?  Kallar þetta á einhverskonar blöndu af flug- og ökuskírteini?

  Þegar bíllinn er á lofti eiga þá umferðarreglur ökutækja að gilda eða þarf nýjar reglur?  Á lofti eru bílarnir ekki einskorðaðir við vinstri og hægri heldur þarf einnig að taka tillit til bíla fyrir ofan og neðan.

  Samfélagslegir ávinningar af flugbílavæðingu eru margir.  Mestu munar um að flugbílar létta á umferðarþunga og draga stórlega úr sliti á malbiki.

  Það verður heldur betur gaman hjá nefndarfíknum embættismönnum að sitja fundi um breyttar reglur vegna flugbílanna.     

flugbill_1218176.jpg


mbl.is Naut ásta með þúsund bifreiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk elskar að láta plata sig

  Sumt fólk er þannig innréttað að það fær "kikk" út úr því að láta plata sig.  Það kann ekki við sig öðruvísi.  Það lætur ekkert tækifæri ónotað til að láta plata sig.  Svo skemmtilega vill til - fyrir þetta fólk - að einnig er til fólk sem sækir í að plata aðra.  Þegar þessar tvær manngerðir ná saman er alltaf stutt í að þær fái báðar sitt "kikk".  Annar aðilinn platar hinn.

  Leigumarkaðurinn er góður vettvangur fyrir þessa skemmtun.   Líka spilasalir,  Nígeríubréf,  bankaviðskipti,  viðskipti með snákaolíu,  töfraplástra og jarðskjálftaheld hús.  


mbl.is Svikarar á leigumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað vekur öflugustu viðbrögðin?

  Á samfélagsmiðlum netheima (twitter, facebook, blogg og svo framvegis) upplýsa notendur um það helsta sem á daginn hefur drifið.  Vinir og kunningjar fá að fylgjast með því hvað er í matinn,  hvað sé að frétta af börnunum,  flutningi í nýja íbúð,  flutningi á milli landa,  ferðalögum,  nýja starfinu og annað slíkt.  Það er gaman.  Þetta eru samt ekki "statusarnir" sem vekja öflugustu viðbrögð, fá flest "like",  flestar deilingar og mesta umræðu. 

  "Statusar" eða "tíst" sem eru sprottin af augljósri reiði fá kröftugustu viðbrögðin og er deilt hraðast og af flestum.  Þetta leiðir rannsókn í ljós sem náði til 200.000 notenda.

  Skilaboð sem lýsa vonbrigðum,  depurð eða andúð vekja ekki hálft því jafn öflug viðbrögð og þau öskureiðu.  

   


Undarleg afhommun

brent.jpg

 

 

  Fæstir velta fyrir sér kynhneigð annarra.  Ekki fremur en hárlit eða skóstærð.  Einstaka manneskja lætur samkynhneigð trufla sig.  Viðbrögðin brjótast út í yfirlýstri andúð á samkynhneigð.  Þetta getur þróast út í þráhyggju,  löngun til að refsa samkynhneigðum eða afhomma eða reka liðið aftur inn í skápana.  Ótal oft hefur seint og síðar meir komið í ljós að þetta eru varnarviðbrögð manns sem á í örvæntingarfullri baráttu við eigin bælda samkynhneigð.  

  Gagnkynhneigður maður sem er öruggur með sína kynhneigð veltir ekki fyrir sér kynhneigð annarra manna.  Samkynhneigð heldur aðeins vöku fyrir skápahommum.  

  Í vikunni var prestur í Iowa í Bandaríkjum Norður-Ameríku fundinn sekur um að nauðga ungum drengjum á þeirri forsendu að hann væri að lækna þá af samkynhneigð.  Upphaflega viðurkenndi presturinn fyrir lögreglunni að hafa beitt fjóra drengi þessari afhommunartækni.  Síðar komu átta aðrir drengir fram og ásökuðu prestinn um að hafa níðst á sér.

  Presturinn lýsti fyrir lögreglunni aðferð sinni:  Á meðan hann hefði kynferðislegt samneyti við drengina þá færi hann með kröftuga bæn sem gerði drengina "kynferðislega hreina" í augum guðs.

  Presturinn var dæmdur í 17 ára fangelsi.  Hann þarf þó ekki að sitja inni í einn einasta dag sæki hann sálfræðitíma á 5 ára skilorðstíma.  

  Fórnarlömb prestsins og fjöldi annarra mótmæla útfærslu dómsins.  Þeirra fremst í flokki er eiginkona prestsins og móðir fjögurra barna þeirra.  Henni þykir fórnarlömbum nauðgana sýnd mikil lítilsvirðing með þessum allt að því refsilausa dómi.       


Húsmóðir á sextugsaldri í Gullbringusýslu breyttist í ungling

maria_i_gullbringusyslu.jpg

  Þetta er frétt sem lýtalæknar hata og vilja þagga í hel.  Þetta er vel varðveitt leyndarmál sem framleiðendur Botox og snyrtistofur vilja ekki að þú fréttir af.  Alls ekki.  Þetta er saga af 53ja ára ráðsettri konu í Gullbringusýslu.  Á örfáum dögum breyttist hún í ungling.  Núna er hún með bullandi unglingaveiki,  hlýðir hvorki foreldrum sínum né öðrum,  djammar út í eitt,  vakir allar nætur og safnar úrklippum um Justin Bieber.  

  Það eina sem konan,  María,  gerði var að kaupa hræódýr útlensk krem.  Svokölluð yngingarkrem.  Kremin sjálf eru óvirk.  Það er trúin á kremin sem gerir gæfumuninn.  Trúin flytur fjöll og búslóðir.  


Auðlærðar aðferðir til að lesa í veðrið

  Stöðug vætutíðin í vor og sumar hefur slævt tilfinningu Íslendinga fyrir veðrinu.  Veðrið er alltaf eins.  Við erum hætt að hugsa út í það.  Hætt að spá í veðrið.  Hætt að tala um veðrið.  Veðrið er bara þarna.  Alveg eins og í gær.  Alveg eins og í síðustu viku.  Alveg eins og í síðasta mánuði.  Alveg eins og í allt sumar. 

  Þetta er hættuleg staða.  Ef að skyndilega hitnar í veðri og enginn tekur eftir því er næsta víst að illa getur farið.  Til að forðast hættuna er ástæða til að hafa augun hjá sér.  Skima stöðugt allt í kringum sig.  Reyna að koma auga á vísbendingar.  Það er auðveldara en halda má í fljótu bragði.  Þumalputtareglan er að læra utan að eftirfarandi atriði:

heittA

  Tekur vodkaglasið úti á veröndinni skyndilega upp á því að halla undir flatt?   Svoleiðis hendir í heitu veðri.  Einkum ef um plastglas er að ræða. 

heittD

  Liggur umferðarkeilan í götunni eins og sprungin blaðra?  Gáðu að því.  Kannski er þetta húfa sem álfur hefur týnt.  Ef þetta reynist vera umferðarkeila er heitt í veðri.

heittB

  Sjást fuglar aðeins í skugga?  Hvergi annarsstaðar?  Þá er heitt.

heittC

  Liggur hálfsofandi dýr ofan í vatnsskálinni á veröndinni?  Ef að dýrið harðneitar að yfirgefa vatnsskálina má reikna með að heitt sé í veðri. 

heittE

  Liggur hesturinn ofan í vatnsbalanum sínum?  Það gerir hann bara í heitu veðri.

heittF

  Leka spaðarnir á loftkælingunni niður?  Það er ekkert flott.


Greitt eftir eyranu

  Þegar árunum fjölgar fækkar hárunum.  Einkum á hvirflinum á karlmönnum.  Þau sem eftir sitja grána.  Menn bregðast við á ýmsan máta.  Sumir taka varla eftir þessu.  Aðrir fagna.  Þeim þykir breytingin færa sér yfirbragð virðulegs eldri manns.  Það er gott að losna við galgopasvip unglingsáranna.  

  Svo eru það þeir sem bregðast ókvæða við.  Þeir hefja gagnsókn og berjast á hæl og hnakka gegn þróuninni.  Hárígræðsla og snotur kolla geta gert kraftaverk. 

  Þegar svoleiðis lúxus er ekki fyrir hendi má grípa til annarra ráða.  Klassíska leiðin er að safna hári fyrir ofan annað eyrað og greiða það (hárið, ekki eyrað) yfir skallann.  Þegar best tekst til fattar enginn hvað er í gangi.

greitt_e.jpg

  Gott ráð er að safna einnig hári allt umhverfis eyrað og í hnakkanum,  leyfa því að falla niður að öxlum.  Skegg hjálpar heilmikið.  Þar með er talað um að viðkomandi sé loðinn um höfuðið og enginn áttar sig á skallanum.

  Til að leiða athyglina enn fremur frá hvirflinum er upplagt að svitna vel undir höndunum. Þá beinir fólk sjónum ekki eins ofarlega.  

  Það er einn galli við þessa hárgreiðslu:  Þegar viðkomandi er berhöfðaður úti að ganga og gustur kemur,  feykir hárinu af hvirflinum og það flaggar eins og láréttur fáni fyrir ofan eyrað. 

  Það gerist ekki oft.  En ég hef séð svoleiðis.  Það kemur ekki nógu vel út.   

greitt Lgreitt A

  Oft vill brenna við að menn séu heldur seinir á sér að bregðast við breytingunni á hárvexti.  Þegar þeir loks taka ákvörðun um að safna hári frá eyra yfir hvirfil líður á löngu þangað til hárið nær yfir hvirfilinn.  Á meðan er hárgreiðslan skrítin.  Þolinmæði vinnur þrautir allar.  Málið er að halda sínu striki. 

greitt F

   Jafnvel þó að ekkert sé hvassviðrið þá er hlýðir hárið ekki alltaf fyrirmælum um að sitja eins og þægur krakki á hvirflinum.  Margir sem aðhyllast þessa útfærslu þróa með sér kæk sem felst í því að strjúka hárið stöðugt.  Ganga þannig úr skugga um að það sitji vel og veita því strangt aðhald. 

greitt M

  Algengt vandamál við aðferðina er að hún virkar vel í spegilmyndinni beint framan frá en aftar á höfðinu er allt í klúðri. 

greitt Ngreitt Dgreitt H

  Önnur aðferð er að safna hári í hnakkanum og greiða það snyrtilega fram á enni.  Þá er ekkert klúður í hnakkanum. 

greitt Bgreitt eftir eyranu

  Ein heimsfrægasta útfærsla á "greitt frá hnakka" er íslensk.  Jón "sprettur" límir hárið úr hnakkanum á ennið á sér og krullar það þar. 

greitt C

  Enn ein aðferðin er að safna síðu skeggi og greiða það rækilega yfir höfuðið.  Eins og einskonar húfu.

greitt G

  Frægasta hárgreiðsla heims er sennilega sú sem einkennir bandaríska auðmanninn Donald Trump.  Hann brúkar hárið úr hnakkanum með góðum árangri til að vera hárprúður.  Fyrrverandi ástkona segir hann aðeins þurfa hálftíma á morgnana til að græja dæmið.  Hann notar ljósmynda-spreylím til að festa hluta af hárinu úr hnakkanum fram á enni.  Þannig tryggir hann að skalli komi ekki í ljós þó að veðurguðirnir blási. 

donald-trumpdonald-trump-3-donald trumpsdonald-trumpAA

  Myndin hér fyrir neðan er frá því áður en Donald komst upp á lag með að brúka ljósmynda-spreylímið:

donal


Einföld og örugg aðferð við að skræla egg

egga.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Hungrið sverfur að.  Undir þannig kringumstæðum kemur sér vel að hafa hrært í túnfiskssalat.  Já, eða rækjusalat.  Þá er ráð að skella slettu af því ofan á flatkökusneið og fá sér bita.  Skyndilega verður hart undir tönn.  Það er eggjaskurn í salatinu.  Matarlystin hverfur eins og dögg fyrir sólu.  Eggjaskurn er ólystug.  Nema fyrir hænur.  Þær kunna vel að meta skurn.

  Vandamálið við að skræla egg liggur í því að hvít skurn og egg eru samlit.  Þess vegna er veruleg hætta á að bútar af skurn verði eftir á egginu.  Það er til gott ráð við þessu.  Þannig er aðferðin:

  Þú hellir Coca Cola í skál.  Því næst er harðsoðnum eggjum komið fyrir í kókinu.  Skálin er sett inn í ísskáp.  Á nokkrum vikum eyðir kókið allri skurn utan af eggjunum.  Algjörlega.  Vel og snyrtilega.  En lætur sjálft eggið í friði.  Að öðru leyti en því að það fær sætt bragð yst.  Það kallast veislukeimur.  

 


Nýtt og betra

  Það er merkilegt að ekki sé búið að koma fyrir hljóðdeyfi á höggborinn.  Það er leiðinda hávaði frá þessu verkfæri.  Hvellur og óþægilegur hávaði sem ærir alla nærstadda og í töluvert stórum radíus frá bornum.  Það væri strax til bóta ef borinn gæti boðið upp á mismunandi tóna þannig að hægt sé að spila róandi lagstúf með honum.  En hljóðdeyfir er betri kostur.  Hann er hljóðlátari aðferð.

  Tækninni fleygir fram við allt svona.  Sú var tíð að hellulagnamenn bröltu um á hnjánum til að leggja gangstéttarhellur eða vegahellur.  Það tók heilu dagana að helluleggja örfáa metra.  Í dag eru hellur lagðar fljótt og snyrtilega eins og teppi með hellulagningavél.  Vélin fer ekki hratt yfir.  En hún helluleggur tugi metra á klukkutíma.  

hellulagt.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Lengi vel var meiriháttar mál að leggja malbikaða vegi.  Með ýtum var jarðvegi rutt upp í rétta hæð.  Þar sem ekki var nóg um möl voru vörubílar á þeytingi með möl úr malargryfjum.  Yfirborðið sléttað út.  Heitt malbik lagt ofan á það.  Það tók heilu mánuðina að leggja hvern vegaspotta.  Fjölmenni þurfti til.  Við hvert verkefni var sett upp lítið þorp vegavinnuskúra.  Þar sváfu vegavinnuflokkar.  Einn skúrinn var mötuneyti.  Það varð að fóðra kvikindin.  

  Núna er farið að leggja malbikaða vegi á annan hátt.  Menn fá malbikaða vegi upprúllaða og leggja þá eins og teppi.  Rúlla þeim eftir slóðinni.   Það þarf aðeins einn mann í verkið.  Hann leggur veginn jafn hratt og hann gengur.  

vegur_lag_ur.jpg   Af því að tækninýjungar eru til umræðu má ég til með að nefna nýjan penna sem var að koma á markað.  Hann lítur út eins og venjulegir pennar.  Munurinn er sá að þegar orð er vitlaust stafsett þá titrar penninn.  Víbrar og gefur smá stuð.  Hann hættir ekki að víbra fyrr en orðið er rétt stafsett.  


mbl.is Ólétt kona stöðvaði vinnu höggbors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.