Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Hversu snjall/snjöll ertu? Spreyttu þig á skemmtilegri þraut

a14a15

  Það hefur ekkert verið átt við myndirnar af þessu húsi,  hvorki í fótósjopp tölvuforriti eða á annan hátt.  Það voru ekki heldur notaðar neinar linsur eða filterar á myndavélina til að bylgja og brengla myndina.  Húsið er svona.  En hvaða tækni var notuð sem setur þessa lögun á húsið?  Spreytið ykkur.  Leyndarmálið verður upplýst klukkan 11 í kvöld.


Spaugilegar þýðingavillur

a3

  Fyrir ólympíuleikana í Kína brugðu Kínverjar á það ráð að merkja á ensku ýmsar verslanir,  matsölustaði og og aðrar þjónustur.  Ástæðan var hugsanlega sú að fáir utan Kína geta lesið kínversku þannig að nokkurt vit sé í.  Kínverjar almennt kunna ekki ensku en í Kína eru til ágæt forrit sem þýða úr kínversku yfir á ensku.  Vegna vankunnáttu Kínverja í ensku urðu þeir að treysta á þýðingarforritið.  Hér að ofan sést ein útkoman.  Þar stendur á ensku að þýðingin hafi ekki tekist.  Vel og vandlega merkt en blessaðir Kínverjarnir halda að þarna standi á ensku upplýsingar um þjónustu.

a2

  Hér hafa hinsvegar Japanir klúðrað einhverju.  Drykkurinn virðist heita Gæludýrasviti og mynd af hundi bendir til þess að þetta sé hundasviti.  Hundar svitna hinsvegar ekki.  Það fylgir sögunni að á japönsku heiti drykkurinn Sætindi Pat(riks).


Ný bráðskemmtileg bók um töframann

töfrumlíkast

  Þegar ég var unglingur var Baldur Brjánsson töframaður skær stjarna.  Hann var afar fær töframaður og útfærði mörg töfrabrögðin á gamansaman hátt.  Sýningar hans voru stórfengleg skemmtun.  Nú hefur Gunnar Kr.  Sigurjónsson,  hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Prímó,  skráð ævintýralegt lífshlaup Baldurs og gefið út í bókinni Töfrum líkast - Saga Baldurs Brjánssonar töframanns.

  Baldur er ennþá virtasti töframaður Íslands.  Hann hefur stundum verið kallaður leyndardómsfyllsti maður landsins;  bæði vegna þess leyndarhjúps sem hvílir yfir áhrifamiklum töfrabrögðum hans og einnig vegna þess að hann hefur lítið verið fyrir að opna sig í fjölmiðlum.  Í bókinni lætur hann á hinn bóginn allt vaða. 

  Ævintýrin eru mörg:  Skítafýlusprengur eru sprengdar í Borgarbíói á Akureyri. Rakvélablöð eru borðuð með bestu lyst. Úrum, veskjum og brjóstahaldara er nappað af blásaklausu fólki. Löggubíl er ekið undir áhrifum. Í sjónvarpssal er gerður uppskurður með berum höndum – með þeim afleiðingum að morðhótun berst Baldri í kjölfarið. Og hvað skyldi hafa orðið um hvítu dúfuna?

  Fyrir nokkrum dögum skrifaði ég umsögn um bókina  Tabú - Ævisögu Harðar Torfa.  Smári Valgeirsson varð mikill örlagavaldur í lífi Harðar er hann birti blaðaviðtal við Hörð þar sem Hörður upplýsti alþjóð um að hann væri hommi.

  Svo sérkennilega vill til að Smári var ekki síðri áhrifavaldur í lífi Baldurs.

Baldur Brjánsson fæddist að Skáldalæk í Svarfaðardal. Hann er sonur Brjáns Guðjónssonar frá Svarfaðardal og Ragnheiðar Hlífar Júlíusdóttur frá Dalvík. 


Æðislega flott og frumleg listaverk

a4

  Þessar ljósmyndir sýna raunveruleg listaverk.  Það hefur ekkert verið átt við myndirnar í fótósjoppi.  Listaverkið á myndinni hér fyrir ofan er búið til úr raunverulegu heimilisrusli,  aðallega dósum undan gosdrykkjum og bjór.  En einnig ýmsu öðru.  Það er skuggamyndin sem ruslahrúgan myndar í bakgrunni sem gerir listaverkið áhugavert.

a5

  Í fljótu bragði  virðist kraninn svífa í lausu lofti og dæla endalaust frá sér vatni,  eins og skrúfað sé frá krana.  Leyndarmál hönnunarinnar er það að vatnið sem bunar úr krananum hylur járnrör sem heldur krananum uppi og sér krananum jafnframt fyrir nægu vatni. 

a12

  Þetta er auglýsing sem er útfærð í svona glæsilegri þrívídd.


Leyndarmálið upplýst

  Í næstu færslu hér á undan eru ljósmyndir af þýskum götulistamanni.  Hann svífur í lausu lofti fyrir ofan höfuð undrandi áhorfenda.  Að vísu þarf hann að styðja sig við húsbyggingu.  Þarna eru brögð í tafli.  Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig þetta er gert.  Höndin sem styður við vegginn er plathönd.  Hún er skrúfuð föst í vegginn.  Á hinum enda hennar er útbúnaður,  ólar sem halda manninum þægilega uppi.

a9


Magnað töfrabragð

götulistamaður1götulistamaður2a8götulistamaður

  Þessi þýski götulistamaður virðist hafa yfirstigið þyngdarlögmálið.  Hér og þar birtist hann í þýskum verslunargötum og svífur rétt fyrir ofan höfuð undrandi vegfarenda sem nudda á sér augun og trúa vart því sem horft er á.  Áttið þið ykkur á því hvernig götulistamaðurinn fer að þessu?  Gaman væri að fá tillögur.  Kauði beitir brögðum.  Hann hefur ekki sigrað þyngdarlögmálið í alvörunni.

  Klukkan 11 í kvöld upplýsi ég leyndarmálið.


Hvað er ást?

britney&madonnaGissurarsonOddsson  

 Spurningin “Hvað er ást?” var lögð fyrir hóp fjögurra til átta ára barna. Svörin koma skemmtilega á óvart: 



'Þegar amma mín fékk liðagigtina gat hún ekki
beygt sig niður til að lakka táneglurnar lengur.
Svo að afi minn gerði það alltaf fyrir hana jafnvel
eftir að hendurnar hans fengu liðagigt líka. Það er ást.'
Rebe
kka 8 ára




'Þegar einhver elskar þig, segja þeir nafnið þitt öðruvísi. Þú bara veist að nafnið þitt er öruggt í munninum á þeim.' 
Vilhjálmur
4 ára




'Ást er þegar stelpa setur á sig ilmvatn og strákur setur á sig rakspíra
og þau fara út og lykta af hvort öðru.'
Karl
5 ára



'Ást er þegar þú ferð út að borða með einhverjum og hann gefur þér frönskurnar
sínar án þess að láta þig gefa sér nokkuð af þínum eigin.' 
Kristín
6 ára



Ást er það sem lætur þig brosa þegar þú ert þreytt.'
Terri
4 ára



'Ást er þegar mamma gerir kaffi handa pabba og hún tekur sopa áður en hún gefur honum það til að vera viss um að bragðið sé í lagi.'
Daníel
7 ára




'Ást er þegar þið kyssist öllum stundum. Síðan þegar þið eruð þreytt á að kyssast viljið þið enn vera saman og tala meira. Mamma mín og pabbi eru þannig. Það er ógeðslegt þegar þau kyssast'

Emil
8 ára




'Ást er það sem er með þér í stofunni á jólunum ef þú stoppar að taka upp gjafirnar og hlustar.'  
Robert
7 ára
(Vá! Djúpt)


'Ef þú vilt læra að elska meira skaltu byrja á vini sem þú hatar,'
Nikulás
6 ára
(við þurfum nokkrar milljónir af Nikkum á þessa jörð)
 



'Ást er þegar þú segir strák að þér finnist skyrtan hans falleg,
og þá gengur hann í henni alla daga.'
Norma
7 ára  




'Ást er eins og lítil gömul kona og lítill gamall maður sem eru
enn vinir jafnvel eftir að þau kynnast hvort öðru svo vel.'
Tommi
6 ára


'Þegar ég var með píanótónleikana mína, var ég á sviði og ég var hrædd.
Ég leit á allt fólkið sem horfði á mig og sá pabba minn veifa og brosa. Hann var sá eini sem gerði það. Ég var ekki hrædd lengur' 
Sigga 8 ára




'Mamma mín elskar mig meira en nokkur annar.
Þú sérð engan annan kyssa mig góða nótt á kvöldin.'  

Klara 6 ára



'Ást er þegar mamma gefur pabba besta hlutann af kjúklingnum.'
Elín - 5 ára




'Ást er þegar mamma sér pabba illa lyktandi og sveittan
og segir enn að hann sé myndarlegri en Bubbi Morthens.'  
Kristinn 7 ára



'Ást er þegar hvolpurinn þinn sleikir þig í framan
eftir að þú skildir hann eftir einan allan daginn.'
María – 4 ára
 



'Ég veit að stóra systir mín elskar mig vegna þess hún gefur mér
öll gömlu fötin sín og verður að fara í búðina og kaupa ný.'
Lára – 4 ára



'Þegar þú elskar einhvern, fara augnhárin upp og niður
og litlar stjörnur koma út úr þér.' (þvílík sýn)
Karen – 7 ára



'Þú ættir ekki að segja “Ég elska þig” nema þú meinir það.
En ef þú meinar það áttu að segja það oft.  Fólk gleymir.'
Jóhanna – 8 ára



Og að lokum:

4 ára gamall drengur átti gamlan herramann að nágranna sem hafði nýlega misst konuna sína.
Þegar hann sá gamla manninn gráta, fór litli drengurinn inn í garð herramannsins, klifraði upp í kjöltu hans og sat þar.
Þegar móðir drengsins spurði hann hvað hann hafði sagt við gamla manninn svaraði drengurinn: “Ekkert. Ég bara hjálpaði honum að gráta”


Frábærlega fyndnar ljósmyndir

hundur1

   Nú þegar hundur er í mörgum vegna bankahrunsins er við hæfi að ná fram brosi með aðstoð þessara bráðskemmtilegu hundamynda.

hundur2

 Það þurfti ekki mikið til að laða fram bros hjá þessum.  Það dugði að upplýsa hann um það sem satt er:  Að í Færeyjum eru menn sagðir vera hundasjúkir ef þeir eru með það sem við köllum þynnku eða timburmenn.

hundur3

   Litli hundurinn er snöggur að víkja sér undan árás stóra hundsins.  En er samt meðvitaður um að sá stóri sé ólaður og komist ekki langt.  Þess vegna heldur sá litli "kúlinu" með því að færa sig ekki lengra en þarf.

hundur5

   Kötturinn ætlaði bara að kitla hvutta til að ná fram brosi hjá honum.  Hvutti heldur hinsvegar að þetta sé smekklaus árás á sig og jafnvel upphaf á einelti.

hundur4

   Þessi er hundfúll yfir að vera skilinn eftir einn tjóðraður við sandpott.  Frekar en gera ekkert í málinu gerir hann bara eitthvað.


Langbest á fiskinn

bestáfiskinn

  Í áraraðir hef ég heyrt íslensku kryddblöndunni  Best á lambið  hælt í bak og fyrir.  Ekki síst í Færeyjum.  Þar nýtur hún mikilla vinsælda.  Vegna þess að ég bý einn þá nenni ég ekki að elda.  Fyrir bragðið þekki ég  Best á lambið  einungis af afspurn.  Einnig er til  Best á kjúklinginn  og  Best á fiskinn

  Í gær datt ég í lukkupottinn.  Mér var boðið í mat þar sem á borðum var ofnbakaður fiskur með  Best á fiskinn.  Þvílík snilld.  Þegar ég var að rifja áðan upp þennan gómsæta veislumat laust niður í huga minn þessi hugsun:  "Ég verð að láta vini mína,  vandamenn - og jafnvel fleiri - vita af þessari frábæru kryddblöndu.  Annars er maður ekki vinur í raun."

www.bestalambid.is

 


Lærið færeysku

  Reyði krossurinn

  Vegna opinberrar heimsóknar Jörgens Niclasen,  utanríkisráðherra Færeyja, og eiginkonu hans til Íslands er ástæða fyrir Íslendinga til að þekkja til nokkurra orða og orðatiltækja sem hljóma öðruvísi í færeysk eyru en íslensk.  Þó ekki sé nema til að forðast að gera hinum tignu gestum hvert við.  Nokkur dæmi:

 - Þegar Færeyingar heyra einhvern segja að hann ætli að fleygja sér eftir matinn þá halda þeir að viðkomandi ætli að dunda sér við sjálfsfróun.

 - Þegar Færeyingar heyra talað um afganga þá halda þeir að verið sé að tala um sæði.

 - Það skal forðast að tala um Mogga nálægt Færeyingum.  Þeir halda að þá sé verið að tala um kynmök.

 - Ef Færeyngar eru með í för til Vestmannaeyja er ástæðulaust að minnast á að til standi að spranga alla helgina í eyjunum.  Færeyingar halda þá að til standi að afmeyja kvenfólk alla helgina,  eða vikuskiptið eins og Færeyingar segja.

 - Það er lítið af flugum í umferð núna.  En ef Færeyingar heyra okkur tala um flugur halda þeir að við séum að tala um geisladiska.

 - Sá sem heitir Örlygur ætti að kynna sig með öðru nafni fyrir Færeyingum.  Annars halda Færeyingar að hann sé að kynna sig sem fávita.

Það er ágætt að vita hvað Færeyingar eru að meina þegar þeir nefna eftirfarandi:

 - Ef þeir segja að einhver hafi misst vitið þá eiga þeir við að viðkomandi hafi rotast eða fallið í yfirlið.

 - Þegar Færeyingar tala um bert starfsfólk þá meina þeir EINUNGIS fyrir starfsfólk.

 - Þegar Færeyingur segist ætla að afmynda einhvern er hann ekki að hóta barsmíðum heldur óska eftir því að fá að ljósmynda viðkomandi.

 - Þegar Færeyingar segja að Jón sé bóndi aftan á Pétri eða Jón sé prestur aftan á Pétri þá eru þeir að tala um Pétur hafi tekið við starfi Jóns.

 - Ef Færeyingur lýsir einhverjum sem álkulegum er hann að segja að viðkomandi sé farinn að grána í vöngum.

 - Þegar Færeyingur talar um baðstofu þá á hann við sánaklefa.

 - Ef Færeyingar eru sagðir hafa slegist með nefunum þá er verið að lýsa barsmíðum með hnefum.

 - Þegar Færeyingar tala um niðurgang eru þeir að tala um mjóan brattan göngustíg.

 - Færeyingar tala um að fólk sé farið að fíflast þegar bera fer á handskjálfta.

 - Í færeyskum auglýsingum er sagt að nú megi brúka píkur.  Þar er verið að tilkynna að löglegt sé að setja nagladekk undir bíla.

 - Ef sagt er að einhver Færeyingur hafi orðið skakkur á einhverjum viðburði er ekki verið að lýsa hassreykingamanni heldur einhverjum viðkvæmum sem hefur klökknað eða komist við.


mbl.is Utanríkisráðherra Færeyja í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband