Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Stjórnmálafræði fyrir byrjendur

  Þetta fékk ég sent og brosti.  Ég hef séð mun styttri útgáfu af þessu áður.  Nú hafa stjórnmálafræðingar bætt um betur.  Vonandi tekst þessari samantekt að lyfta á ykkur munnvikunum.  Það veitir ekki af í hræringum síðustu vikna. 

KOMMÚNISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.

SÓSÍALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.

KAPITALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú, hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein.

FASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.

NASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.

SKRIFRÆÐI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra samkvæmt reglugerð, mjólkar hina samkvæmt reglugerð og hellir svo allri mjólkinni niður samkvæmt reglugerð.

SÚRREALISMI
Þú átt 2 gíraffa.
Ríkið sendir þig í harmonikkunám.

ÍSLENSKA LEIÐIN 
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði. Þá þjóðnýtir ríkið allt heila klabbið. Engar eignir finnast fyrir skuldum.

BANDARÍSKA LEIÐIN
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð. 

FRANSKA LEIÐIN
Þú átt 2 kýr.
Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr.

JAPANSKA LEIÐIN
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju, „Kúmann“, sem nær miklum vinsældum um allan heim.

ÞÝSKA LEIÐIN
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og mjólka sig sjálfar.


ÍTALSKA LEIÐIN
Þú átt 2 kýr.
Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða spagettí.

RÚSSNESKA LEIÐIN
Þú átt 2 kýr.
Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.
Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.
Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.
Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.

SVISSNESKA LEIÐIN
Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.
Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.

KÍNVERSKA LEIÐIN
Þú átt 2 kýr.
Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá því að þetta sé ekki rétt.

INDVERSKA LEIÐIN
Þú átt tvær kýr.
Þú tilbiður þær.

BRESKA LEIÐIN
Þú átt tvær kýr.
Báðar eru með gin-og klaufaveiki

ÁSTRALSKA LEIÐIN
Þú átt 2 kýr.
Bissnessinn gengur vel.
Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.

NÝ-SJÁLENSKA LEIÐIN
Þú átt tvær kýr.
Sú til vinstri er asskoti löguleg.


ÍRASKA LEIÐIN
Allir virðast eiga fjölda kúa.
Þú segir öllum að þú eigir enga.
Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.
Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó a.m.k. í lýðræðisríki núna...


100 bestu söngvarar poppsögunnar

  Söluhæsta poppblað heims,  Rolling Stone,  hefur fengið fjölda helstu núlifandi popp- og rokksöngvara heims til að skera úr um það hverjir eru bestu söngvarar poppsögunnar.  Hér er listinn yfir þá 100 bestu ásamt rökstuðningi þeirra sem völdu söngvarana í efstu sætunum.  Gaman væri að heyra álit ykkar á listanum.

aretha franklin

1 | Aretha Franklin

Um Arethu segir Mary J.  Blige:  "Þegar kemur að því að tjá sig í söng kemst engin/n nálægt henni.  Hún er ástæðan fyrir því að konur langar að syngja.  Hún er með allt:  Kraftinn,  tæknina.  Hvert orð hjá henni er einlægt og satt."

ray charles

2 | Ray Charles

Um Ray Charles segir Billy Joel:  "Hann hafði frábærustu rödd poppsögunnar.  Söngur hans var ekki aðeins tilfinningaþrunginn heldur lagði hann allar sínar tilfinningar í sönginn.  Þær komu frá hans innstu hjartarótum."

Elvis 1977

3 | Elvis Presley

Um Presley segir Robert Plant:  "Röddin geislaði af sjálfsöruggi,  var hrífandi og gerði engar málamiðlanir."

sam cook

4 | Sam Cooke

Um Sam Cook segir Van Morrison:  "Hann hafði óviðjafnanlega rödd.  Hann gat sungið allt þannig að það steinlá.  Þegar við tölum um styrk hans skiptir sviðið engu máli.  Það var orkan sem hann gaf frá sér,  hvernig hann mótaði tóninn og allur heili söngstíllinn."

lennon

5 | John Lennon

Um John Lennon segir Jackson Browne:  "Það var ofsafenginn innileiki í öllu sem hann gerði matreitt með yfirburðagáfum.  Það gerði hann að stórkostlegum söngvara.  Hann var heiðarlegur og opinn gagnvart tilfinningum sínum varðandi allt sem hann söng um.  Eftir því sem lagasmíðar hans þróuðust varð söngur hans blæbrigðaríkari.  Í  A Day in a Life  túlkar söngur hans hræðilega einsemd.  Í  Mother  nístir sársauki hans merg og bein."

6 | Marvin Gaye

Um Marvin Gaye segir Alicia Keys:  "Það hljómar enginn eins og hann:  Hvað söngur hans var mjúkur og mildur en samt svo kraftmikill.   Söngurinn kom beint frá hjartanu.  Allt í lífi hans - hvernig hann hugsaði og hvernig honum leið - skilaði sér í söng hans."

7 | Bob Dylan

Í fljótu bragði kom mér á óvart að sjá nafn Dylans á þessum lista.  Fagurfræðilega er hann vondur söngvari.  En ég kaupi rökin hjá Bono:  "Dylan hefur það umfram flesta aðra söngvara að hann breytti sönstíl poppara.  Hundruð söngvara eru undir hans áhrifum.  Til að átta sig á því þurfum við að ímynda okkur poppsöguna án Toms Waits,  Brúsa Springsteens,  Edda Vedders,  Kurts Cobains,  Lucindu Williams og annarra söngvara með brakandi/brostna rykaða og blúsaða göturödd." 

8 | Otis Redding

9 | Stevie Wonder

10 | James Brown

11 | Paul McCartney

12 | Little Richard

13 | Roy Orbison

14 | Al Green

15 | Robert Plant

16 | Mick Jagger

17 | Tina Turner

18 | Freddie Mercury

19 | Bob Marley

20 | Smokey Robinson

21 | Johnny Cash

22 | Etta James

23 | David Bowie

24 | Van Morrison

25 | Michael Jackson

26 | Jackie Wilson

27 | Hank Williams

28 | Janis Joplin

29 | Nina Simone

30 | Prince

31 | Howlin' Wolf

32 | Bono

33 | Steve Winwood

34 | Whitney Houston

35 | Dusty Springfield

36 | Bruce Springsteen

37 | Neil Young

38 | Elton John

39 | Jeff Buckley

40 | Curtis Mayfield

41 | Chuck Berry

42 | Joni Mitchell

43 | George Jones

44 | Bobby "Blue" Bland

45 | Kurt Cobain

46 | Patsy Cline

47 | Jim Morrison

48 | Buddy Holly

49 | Donny Hathaway

50 | Bonnie Raitt

51 | Gladys Knight

52 | Brian Wilson

53 | Muddy Waters

54 | Luther Vandross

55 | Paul Rodgers

56 | Mavis Staples

57 | Eric Burdon

58 | Christina Aguilera

59 | Rod Stewart

björk

60 | Björk

61 | Roger Daltrey

62 | Lou Reed

63 | Dion

64 | Axl Rose

65 | David Ruffin

66 | Thom Yorke

67 | Jerry Lee Lewis

68 | Wilson Pickett

69 | Ronnie Spector

70 | Gregg Allman

71 | Toots HIbbert

72 | John Fogerty

73 | Dolly Parton

74 | James Taylor

75 | Iggy Pop

76 | Steve Perry

77 | Merle Haggard

78 | Sly Stone

79 | Mariah Carey

80 | Frankie Valli

81 | John Lee Hooker

82 | Tom Waits

83 | Patti Smith

84 | Darlene Love

85 | Sam Moore

86 | Art Garfunkel

87 | Don Henley

88 | Willie Nelson

89 | Solomon Burke

90 | The Everly Brothers

91 | Levon Helm

92 | Morrissey

93 | Annie Lennox

94 | Karen Carpenter

95 | Patti LaBelle

96 | B.B. King

97 | Joe Cocker

98 | Stevie Nicks

99 | Steven Tyler

100 | Mary J. Blige


Stórmerkileg frétt sem á erindi til allra

  Eftirfarandi frétt fékk ég senda áðan.  Hún birtist í nýjasta tölublaði héraðsfréttablaðsins Austurgluggans.  Þó fréttin fjalli fyrst og fremst um kaup rússnesks olíufyrirtækis á jörðum í Reyðarfirði þá á hún brýnt erindi til allra landsmanna því þetta virðist aðeins vera upphaf á þróun sem mun hafa mikil áhrif á íslenskt samfélag í heild.

-------

Vilja kaupa Reyðarfjörð   
Skrifað af Einar Ben Þorsteinsson   
 
 
Olíufyrirtæki rússneska auðkýfingsins Roman Abramovic hefur fest kaup á þremur jörðum í Reyðarfirði. Fulltrúi hans gekk frá kaupunum á fasteignasölu í Reykjavík á mánudag.
roman_abramovic_private_army_1.jpg


Sogne Dnjepr er upplýsingafulltrúi olíufyrirtækis Abramovic. Hann bauð Austurglugganum í heimsókn á Hótel Hilton í Reykjavík stuttu eftir að gengið var frá kaupunum á mánudag. Um er að ræða jarðirnar Arnarhreiður, Davíðshólma, og Geirsnef. Sogne segir Abramovic hafi sérstakan áhuga á Íslandi. „Eftir að við komum hér til að veiða lax erum við stjórnendur fyrirtækisins ástfangnir af Íslandi. Við viljum leggja okkar af mörkum til að byggja upp framleiðslu á Íslandi á nýjan leik. Það er aðalástæðan fyrir því að Abramovic fyrirskipaði kaup jarða hér á Íslandi.” Útskýrir Dnjepr.

Ástæðuna fyrir því að olíufyrirtækið hefji kaup á jörðum í Reyðarfirði segir Dnjepr vera einfalda. „Það er mjög lágt verð á jörðum á Austurlandi. Við vildum láta seljendurna njóta vafans og greiddum helmingi hærra en uppsett verð. Markmið okkar er að byggja upp arðbært framleiðslufyrirtæki í Reyðarfirði.” Upplýsingafulltrúinn vill ekkert frekar gefa upp um kaupverðið. „Við borguðum ekki margar milljónir (dollara) fyrir hverja jörð. Ef fleiri vilja selja, þá geta menn haft samband við Domus Fasteignasölu.”

Aðspurður segir Dnjepr að rétt sé að olíuhreinsistöð sé ein af hugmyndum fyrirtækisins. „Við eigum enn eftir að hitta bæjarstjórann, ég trúi því að það verði ekki slegið á hendur okkar sem eru fullar fjár. Ykkur vantar jú peninga núna. Olíuhreinsistöð væri sniðug fyrir Íslendinga, það er alls ekki eins sóðaleg framleiðsla og þú heldur. Abramovic hefur rætt við iðnaðarráðherrann (Össur Skarphéðinsson). Ég held að hann sé hrifinn af okkar hugmyndum. Við þekkjum það hins vegar ágætlega að reka áróður, og höfum ágætis þolinmæði. Við lendum ekki oft í þeirri stöðu að það sé sagt nei við okkur.”

Austurglugginn spurði þá fulltrúa Abramovic hvort hann teldi góðar líkur á olíuhreinsistöð á Íslandi. „Já við höfum afar góð sambönd á Íslandi. Ég held að ef við byggjum ekki höfn og verksmiðju í Reyðarfirði að þá munum við gera það í Eyjafirði eða Skagafirði. Þar erum við líka að ganga frá jarðakaupum. Við kaupum eins margar jarðir og við þurfum, vonandi getum við byggt nokkrar verksmiðjur. Það myndi fullnægja okkar þörfum. Sendinefnd frá okkur mun heimsækja bæjarstjórnir í næstu viku.”

Dnjepr segir mikilvægt að Íslendingar geri sér grein fyrir því hvaðan peningar koma. „Þið getið ekki bara keypt ykkur Range Rover og Porsche ef þið viljið ekki framleiða afurðir. Seljið okkur rafmagn og land. Þá fáið þið pening. Viðskipti eru ekki flókin. Ég sé fyrir mér að Rússar og Íslendingar eigi góða samleið.”

Dnjepr segir orðróm um olíuhreinsistöð í Vopnafirði ekki eiga við rök að styðjast. „Þar hefur Abramovich áhuga að búa og hefur keypt sér jörð í nálægð við Selá. Hann hefur ekki áhuga á að búa í nágrenni við iðnaðarverksmiðjur. Það hefði líka ekki góð áhrif á laxveiðina.”

Í Þýskalandi tíðkast að blaðamenn sem færa sig um set kveðji lesendur með fréttum sem ekki eiga við rök að styðjast og eru uppspuni frá rótum. Ég hef valið að kveðja lesendur að þýskum hætti með þessari „frétt”.

Bestu kveðjur
Einar Ben Þorsteinsson, fráfarandi ritstjóri Austurgluggans.

Ég spyr og Rannveig svarar

  rannveig

  Rannveig Höskuldsdóttir,  flokkssystir mín í Frjálslynda flokknum og á sæti í kjördæmafélagi Reykjavíkur suður (en ég í norður),  bryddaði í gær upp á nýjum fleti á blogginu:  Hún lagði fyrir mig spurningu í bloggfærslu hjá sér og ég svaraði í sömu bloggfærslu.  Þetta kom af stað fjörlegri umræðu (www.rannveigh.blog.is) sem rataði inni í "Heitar umræður" á blogginu.  Núna lagði ég fyrir Rannveigu spurningar sem hún svarar hér.  Mínar spurningar eru:

  Hvaða tilgangi þjónar rándýrt loftrýmiseftirlit í nokkra daga á margra mánaða fresti? Hver er óvinurinn? Hver er hættan? Eftir að bresk yfirvöld hafa skilgreint okkur sem óvin og sett á bekk með hryðjuverkasamtökum hversu nálægt landráði jaðrar við að leggja landvarnir okkar í hendur breskum hersveitum?

  Svar Rannveigar:

  Ég held að enginn sjái tilgang í nokkurra daga loftrýmiseftirliti á margra mánaðar fresti nema til að uppfylla einhverjar Nato skyldur.  Við þessar aðstæður er það bæði siðlaust og til að vekja enn meiri reiði almennings.
  Auðvita eru alltaf til snaróðir menn úti í heimi sem gera óskunda í sögulegu samhengi.  Ég nefni t.d. son Margretar Thatcher sem reyndi valdarán í Cinea- Bissa sem er smáríki í Afríku. Eftir að Bretar settu okkur á bekk með hryðjuverkasamtökum sé ég enga skynsemi í því að þeir séu að verja okkur - nema fyrir okkur sjálfum.  Þetta snýst upp í einhverskonar andhverfu.  Erum við ekki hryðjuverkapakkið,  samkvæmt skilgreiningu Breta?  Þjóðin er reið og finnst þetta lítilsvirðing sem utanríkisráðherra býður upp á núna. Við verðum að muna að þarf ekki nema heimskan yfirmann í breska hernum til að breyta loftvarnareftirliti í innrás.


Innlit - útlit. Frábær hönnun

innlit-útlitinnlit-útlit2

  Myndirnar segja flest sem segja þarf.  Þarna er beitt þeirri tækni að viðeigandi ljósmynd er prentuð út á límdúk.  Þetta kemur svakalega vel út og er áhrifaríkt eins og það er notað í þessum tilfellum.  Það fylgir sögunni að ókunnugir sem opna dyr inn á baðherbergið hrökkvi jafnan við og taki skref aftur á bak áður en þeir hætta sér að stíga ofur varfærnislega ínn á gólfið. 


Umhugsunarverð smásaga

  Eftirfarandi sögu fékk ég senda frá útlöndum.  Henni er ætlað að vera innlegg í umræðuna um íslenska hryðjuverkaríkið og íslenska þjóðargjaldþrotið.  Mig rennir í grun um að þetta sé lygasaga.  En hún á jafn mikið erindi í umræðuna fyrir því.  Aðdragandinn að þjóðargjaldþrotinu byggði hvort sem er á lygum,  svikum og allra handa sjónhverfingum og brellum.

  Páfinn átti í viðræðum við Guð og sagði:  "Guð minn góður,  mig langar að vita hver munur er á himnaríki og helvíti."  Guð brást vel við og leiddi páfann að tvennum dyrum.  Hann opnaði aðra þeirra og sýndi páfa inn.  Þar blasti við stór salur.  Í miðju hans var stórt hringlaga borð.  Á miðju borðsins var stór pottur með pottrétti sem ilmaði svo afskaplega vel að páfi fór að slefa.  Svo mikið langaði hann að smakka góðmetið.

  Fólkið sem sat umhverfis borðið var grindhorað og veiklulegt.  Það þjáðist greinilega af hungri.  Hendur fólksins voru bundnar við stólana en þó þannig að fólkið gat haldið á skeiðum með löngu handfangi og veitt mat upp úr pottinum með þeim.  Vandamálið var að handföngin á skeiðunum voru lengri en hendur þeirra.  Þess vegna gat fólkið ekki komið matnum upp í sig.   

  Páfa var brugðið vegna bjargleysis fólksins,  eymd þess og þjáningu.  Guð lokaði dyrunum og sagði:  "Þannig er komið fyrir því vesalings fólki sem fer til helvítis."  Því næst leiddi hann páfa að hinum dyrunum og opnaði þær.  Þar var alveg nákvæmlega eins salur með samskonar hringlaga borði,  ilmandi pottrétti og fólki umhverfis borðið í sömu aðstöðu með bundnar hendur og skeiðar með löngu handfangi.  Munurinn var hinsvegar sá að þetta fólk var vel haldið í góðum holdum,  kátt og hresst,  reitti af sér brandara og skemmti sér hið besta. 

  Páfinn spurði hverju sætti þessi munur á fólki sem fer til helvítis og fólki sem fer til himnaríkis.  Guð svaraði:  "Fólkið sem fer til himnaríkis hefur einn eiginleika umfram fólk sem fer til helvítis.  Fólkið sem fer til himnaríkis matar hvert annað en hinir,  þeir sem geta bara hugsað um sjálfan sig,  fara til helvítis."


mbl.is Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framburður á nafni Eivarar

DSCN1774

  Ég heyrði dagskrárgerðarmenn á rás 2 ræða um framburð á nafni færeysku álfadrottningarinnar Eivarar,  bestu söngkonu heims.  Þeir sögðu ótækt að vera með það sem þeir töldu vera enskan framburð þegar talað er um Ævöru.  Niðurstaðan var sú að við ættum að tala um Eivöru samkvæmt íslenskum framburði.

  Ég veit ekki hvernig enskumælandi bera fram nafn Eivarar.  Sennilega er það Ævör.  Hitt veit ég að Færeyingar tala um Ævör.  Eða svo gott sem.  Kannski örlítið út í eins og Aivör.

  Til gamans má geta að nafnið Eivör er komið úr ásatrú og þýðir Heill Vör!  Vör er gyðjuheiti.

 


Karlremba

  Einn kunningi minn var á dögunum úti að keyra með ungum syni sínum.  Strákurinn er sennilega 4ra eða fimm ára eða eitthvað álíka.  Í útvarpinu hljómuðu auglýsingar á Útvarpi Sögu.  Meðal annars auglýsing um ryksugu sem sögð var vera með gervigreind.  Jafnframt voru taldir upp eiginleikar ryksugunnar,  svo sem að hún viti alltaf hvar hún sé búin að ryksuga.  Þá hrökk upp úr stráknum: 

  "Mamma er líka með gervigreind.  Hún veit alltaf hvar hún er búin að ryksuga!"


Klósetttískan í dag - Já, og burt með spillingarliðið!

klósettfyrirfatlaða

  Heidi Strand benti mér á þessa skemmtilegu klósettaðstöðu fyrir fatlaða í Ranavík í Sunnhornlandi í Noregi.  Mér varð á að hlæja eins og fífl.  Fötluðum í Ranavík er hinsvegar ekki hlátur í huga.  Þeim þykir aðstaðan vera niðurlægjandi fyrir sig.  Einkum eru þeir fötluðu verulega ósáttir við gluggann á klósettherberginu.  Þeir hafna ábendingu um að glugginn sé mikilvægt öryggistæki.  Ef eitthvað kemur fyrir fatlaða á klósettinu,  til að mynda að þeir falli á gólfið og liggi þar ósjálfbjarga,  sé gott að vegfarendur geti séð það og kallað á aðstoð.

  klósettið í svefnherberginu

  Þetta klósett er í svefnherbergi í Hveragerði.  Frúin á heimilinu segir að þau hjónakornin hafi ekkert að fela.  Aðrar heimildir herma að gestir séu tregir til að nota þessa aðstöðu.

  klósett-gullfiskar

  Sá sem hannaði þetta klósett bendir á hagræðinguna við það að vatnið í fiskabúrinu endurnýi sig í hvert sinn sem sturtað er niður.  Það er fín sía í botni vatnskassans sem hindrar að fiskarnir sturtist niður með vatninu.  Hönnuðinum og framleiðandanum til mikilla vonbrigða hefur þetta klósett ekki náð þeim vinsældum sem vonast var til. 

klósett-tvö

  Þessi klósettaðstaða fyrir gesti er á veitingastað í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.  Ég hef ekki komið til N-Karólínu en vinafólk mitt sem er búsett þar segir að alvanalegt sé þar um slóðir að tvö til þrjú klósett séu staðsett hlið við hlið á þennan hátt á veitingastöðum.


Hagfræði fyrir byrjendur

  bjarni ármannsson

  Í þorpi einu birtist maður og kvaðst vilja kaupa apa af þorpsbúum á 1000 krónur stykkið. Þar sem mikið var um apa í nágrenni þorpsins fóru þorpsbúar að veiða apana og selja manninum þá. Maðurinn keypti þúsundir apa af þorpsbúum á 1000 krónur.  Þegar framboðið fór að minnka bauðst maðurinn til að borga 2000 krónur fyrir apann. Aftur jókst framboðið um tíma, en síðan minnkaði það enn frekar og hætti loks alveg þar sem erfiðara var fyrir þorpsbúa að finna fleiri apa til að selja.
  Maðurinn tilkynnti þá að hann mundi borga 5000 krónur fyrir hvern apa sem hann fengi, en hann þyrfti að skreppa frá í smá tíma og aðstoðarmaður hans mundi sjá um kaupin á meðan. Eftir að maðurinn var farinn hóaði aðstoðarmaðurinn þorpsbúum saman og bauðst til að selja þeim apana, sem voru geymdir í búrum, á 3500 krónur stykkið. Fólkið gæti svo - þegar maðurinn kæmi aftur - selt honum apana á 5000 krónur. Þorpsbúar söfnuðu saman öllu sínu sparifé og keyptu apana af aðstoðarmanninum. Síðan hefur ekkert spurst til mannsins eða aðstoðarmannsins.

  Ofangreinda sögu fékk ég senda áðan.  Eftir að hafa lesið hana skildi ég allt í einu betur íslenska bankakerfið og hlutabréfamarkaðinn.  


mbl.is Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »