Færsluflokkur: Spaugilegt

Karlinn sem reddar hlutunum

  Þúsund þjala smiðurinn er ómissandi í hverju þorpi;  þessi sem reddar hlutunum snöfurlega.  Enginn hlutur er svo bilaður að reddarinn kippi honum ekki í lag á mínútunnni.  Hann þarf ekki annað en skima í kringum sig eitt augnablik til að koma auga á nothæfan varahlut.

  Heimafyrir bera flestir hlutir þess merki að reddarinn hafi farið um þá höndum.  Þegar pulla í sófasettinu ónýtist kemur eldhússtóll að góðum notum.

kallinn sem reddar sófasettinu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Veggklukkan fellur í gólfið og brotnar.  Þá er minnsta málið að teygja sig í vélritunarblað og tússpenna.  Klukkan er sem ný. 

kallinn sem reddar veggklukku

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Slökkvitækið í sameigninni tæmist.  Vatnsflaska gerir sama gagn.

kallinn sem reddar slökkvitæki

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Hliðarspegillinn á fína jeppanum brotnar.  Þá er gott að eiga handspegil og límband.

kallinn sem reddar hliðarspegli

 


Varasamar vídeóleigur

  Allir eru utan við sig af og til.  Kannski er einhver stigsmundur á milli einstaklinga á því sviði.  Kannski kippir fólk sér mismikið upp við það að vera utan við sig.  Sumir taka varla eftir því þó að þeir séu meira og minna utan við sig alla daga.  Aðrir taka það mjög nærri sér.  Þeim hættir til að velta sér upp úr því með áhyggjusvip.

  Rannsóknir hafa leit í ljós að unglingar eru alveg jafn oft utan við sig og eldra fólk.  Þá erum við ekki að taka með í dæmið alvarleg elliglöp á borð við alzæmer.

  Fyrir mörgum árum tilkynnti vinur minn - eldsnemma að morgni - lögreglu að bíl hans hafi verið stolið um nóttina.  Hann hringdi jafnframt í mig og sagði tíðindin.  Alla næstu hálftíma fram að hádegi hringdi hann í mig með kenningar um bílstuldinn.  Hann var sannfærður um að bíllinn yrði seldur í varahluti.  Næst var hann sannfærður um að bíllinn hafi verið fluttur til Vestmannaeyja.  Og svo framvegis.  

  Síðasta símtalið þennan dag kom um hádegisbil.  Lögreglan fann bílinn.  Hann stóð fyrir utan myndbandaleigu í göngufæri frá heimili mannsins.  Gátan var ekki flóknari en það að hann hafði tekið sér þar myndbandsspólu á leigu kvöldið áður.    

 


mbl.is Gleymdi barninu á vídeóleigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósmyndir af börnum sem urðu síðar heimsfræg

  Sumir halda því fram að það sé hægt að sjá af ljósmyndum af börnum hver verði "stjarna" (fræg afreksmanneskja) á fullorðinsárum.  Kannski er það óskhyggja einhverra.  Kannski er það eitthvað sem miðlar draga fram og benda á í tæka tíð (fremur en löngu síðar)

  Hér eru nokkur dæmi:

Björk

Bjork1

 

 

 

 

 

 

 

 

  John Lennon 

JOhn-Lennon

  David Bowie

David-Bowie

 James Hetfield (Metalica)

James-Hetfield

 Zack De La Rocha (Rage Against the Machine)

Zach-de-la-Rocha

 Boy George

Boy-George

 

 

 

 

 

 

 

 

 Jim Morrison (Doors)

Jim-Morrison

 

Kurt Cobain (Nirvana)

Kurt-Cobain

 Nína Simone

Nina-Simone

 Marilyn Manson

Marilyn-Manson

Janis Joplin

Janis-Joplin (1)

 Patti Smith

Patti-Smith (1)


Íslenskur miðill fær 130 milljónir

  Margur góður maðurinn og mörg góð konan hafa í áranna rás reddað sér fyrir horn fjárhagslega með því að bjóða upp á miðilsfund.  50 eða 100 eða 150 manns borga glaðir í bragði 3000 kall eða 4000 þúsund kall eða 5000 kall fyrir að fá hlýja kveðju frá draugum fortíðar.

  Þetta er góður bisness.  Ennþá betra er að fólk sem syrgir nýlátna ástvini gleðjist yfir kveðju frá þeim.  Þó ekki sé nema með þeim orðum að viðkomandi fylgist með,  sé með syrgjanda í vöku og draumi og hafi það gott.  Verra væri ef einhver kvartaði undan því að hafa það djöfull skítt í draugaheimi.  Það er ekki í boði.  Það væri vondur bisness.

  Bestu fréttirnar eru þær að til er mun arðbærari leið fyrir sjáendur drauga en að tína seðla upp úr peningaveski fátækra syrgjenda nýlátinna ástvina.  Það eina sem þarf að gera er að halda miðilsfund fyrir framan mann að nafni James Randi.  Hann borgar miðlinum 130 milljón krónur fyrir frambærilegan miðilsfund.  Það er gott tímakaup.

  Að þessum fróðleik uppgefnum er næsta víst að miðillinn og leikkonan Anna Birta komist aftur i fréttir.  Að þessu sinni undir fyrirsögninni "Íslenskur miðill fær 130 milljónir!"  Þá býður hún Frosta Logasyni og frú út að borða á Draugabarnum á Stokkseyri.    

james randiAnna birta 

  


Jón Þorleifs um Rússlandsforseta

jón þorleifs 3 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ég hef af og til rifjað upp sögur af Jóni heitnum Þorleifssyni,  rithöfundi og verkamanni.  Hann átti auðvelt með að setja saman vísur af hvaða tilefni sem var.  Oft sátum við og fylgdumst með sjónvarpsfréttum eða öðru sjónvarpsefni.  Þá hrökk eldsnöggt upp úr Jóni vísa um eitthvað sem þar kom fram.

  Jón skráði þær ekki niður hjá sér á staðnum.  Mörgum gleymdi hann.  Sumar mundi hann áfram og hélt þeim þá til haga.

  Ef mér þótti vísa fyndin þá átti ég til að punkta hana niður - ef penni og blað voru í seilingarfjarlægð.

  Í dag rakst ég á gamlan miða með vísu. Mér hefur láðst að skrá höfund. En dagsetning er skráð 6. nóv. 1996.  Ég er handviss um að höfundur sé Jón Þorleifs.  Vísan er í hans stíl.  Mér er ljúft og skylt að varðveita hana með því að birta hana hér:

 

  Af fáu vaknar fögnuður

sem forsjón okkur gefur.

  Boris Jeltsin bölvaður

batalíkur hefur.  

 

 

  Sögur af Jóni má finna með því að smella hér 


Græðgi og frekja

  Á sjöunda áratug síðustu aldar bryddaði veitingastaðurinn Askur upp á ýmsum nýjungum.  Þar á meðal að börn borðuðu frítt.  Það var auglýst með orðunum:  "Ókeypis fyrir börn í fylgd með foreldrum."  Þessu var vel tekið.  Þar á meðal af roskinni frú og miðaldra karlmanni.  

  Að lokinni veglegri veislumáltíð var komið að greiðslu.  Frúin tilkynnti að þau þyrftu aðeins að borga fyrir hennar mat.  Barnið borði frítt.  

  Þjónninn hváði og mótmælti.  Hann sagði:  "Þessi fúlskeggjaði miðaldra maður getur ekki talist vera barn."   

  "Jú,  hann er barnið mitt,"  svaraði frúin ákveðin og reiðileg á svip.  "Börn borða frítt í fylgd með foreldrum."

  Vopn voru slegin úr höndum þjónsins.  Til viðbótar vildi hann forðast leiðindi,  skv. reglunni um að kúnninn hafi alltaf rétt fyrir sér.  Honum var samt misboðið.  En lét gott heita.

  Í þann mund sem mæðginin stigu út um dyrnar þá brá þjónninn við snöggt.  Hann hljóp á eftir þeim með sleikibrjóstsykur á lofti og kallaði hátt - til að allir í troðfullum veitingastaðnum heyrðu:  "Barnið á að fá sleikibrjóstsykur!  Öll dugleg börn sem klára matinn sinn fá sleikibrjóstsykur í verðlaun!"

hangover-3-lollipop


mbl.is Hér fá börnin frítt að borða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Níðst á frænku

  Í Bandaríkjum Norður-Ameríku er flóra dómsmála fjölbreytt og skemmtileg.  Hún kryddar tilveruna.  Sum dómsmál virðast vera sérkennileg.  En eru það ekki þegar betur er að gáð.

  Dómur var kveðinn upp í sakamáli drengs sem átta ára faðmaði frænku sína.  Hún mætti í afmæli hans.  Enda uppáhalds frænka.  Guttinn var að hjóla fyrir framan heimili sitt er frænkan birtist.  Ofsakæti greip hann.  Hann stökk af nýja afmælishjólinu með slíkum látum að það datt á hliðina.  Hann flaug í fang frænku gólandi:  Jen frænka!  Jen frænka!  Jen frænka!"  

  Í látunum nuddaðist frænkan á úlnlið.  Hún kippti sér ekki upp við það.  Gleymdi því.  Þangað til móðir drengsins lést.  Í ljós kom að hún var líftryggð upp á tugi milljóna (mig minnir um 60).  

  Við þau tíðindi tók fjögurra ára gamli úlnliðsnúningurinn sig upp að nýju.  Frænkan höfðaði þegar í stað mál á hendur frænda.  Hann - orðinn 12 ára - er hvort sem er vís til að eyða líftryggingunni í óþarfa.

  Frænkunni til undrunar og mikilla vonbrigða hafnaði kviðdómur sanngjarnri kröfu hennar.  Hún fór fram á að fá 15 milljónir af líftryggingu.  Meira var það nú ekki fyrir nudd á úlnlið.  

fégráðug frænka

 

  

   


mbl.is Vildi skaðabætur fyrir knúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmyndarumsögn

  - Titill:  Klovn Forever

  - Höfundar og leikarar:  Frank Hvam og Casper Cristensen

  - Einkunn:  **** (af 5)

  Dönsku sjónvarpsþættirnir Klovn hafa notið mikilla og verðskuldaðra vinsælda hérlendis og víðar.  Enda sérlega vel heppnaðir.  Grínið er grátt og stundum á ystu nöf.  Það er einnig mannleg taug í skopinu sem laðar fram samkennd með persónunum.

  Fyrir fimm árum var uppskriftin útfærð í kvikmynd,  Klovn The Movie.  Þar var grínið tekið ennþá lengra í grófari átt.  Mörgum aðdáanda sjónvarpsþáttanna var brugðið.  Jafnvel í sjokki.  Aðrir þurftu að horfa í tvígang á myndina til að kyngja gríninu og ná öllum bröndurunum.  Myndin var og er virkilega fyndin.  

  Nýja myndin,  Klovn Forever,  er einnig kölluð Klovn 2.  Hún er allt að því framhald af fyrri myndinni.  Gerist í rauntíma fimm árum síðar.  Frank er orðinn ráðsettur fjölskyldumaður,  tveggja barna faðir.  Casper er fráskilinn faðir fullorðinnar dóttur. Hann flytur til Bandaríkja Norður-Ameríku.  Frank heimsækir hann.  Það skiptast á skin og skúrir í stormasömum samskiptum þeirra.  Jafnframt er verið að gefa út bók um þá vinina.  Söguþráðurinn er lítilfjörlegur.  En það skiptir litlu máli. 

  Myndin sveiflast á milli þess að vera gargandi fyndin,  drama og allt að því spenna í bland. Ýmislegt óvænt ber til tíðinda.  Tempóið er nokkuð jafnt út í gegn.  Fyrri myndin er ekki slegin út.  Núna er áhorfandinn á varðbergi.  Veit við hverju má búast.  

  Aðdáunarvert er hvað Frank er góður skapgerðarleikari.  Hann túlkar með svipbrigðum frábærlega vel áhyggjur,  sorg,  örvæntingu,  gleði og allt þar á milli.

  Klovn Forever er skemmtileg mynd.  Ég mæli með henni.

klovnforeverposter            

  


mbl.is Klovn Forever forsýnd - MYNDIR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómarar hlynntir spillingu

Hreiðar Már Kaupþing

  Maður er nefndur Hreiðar Már Sigurðsson.  Hann er frægur í fjármálaheimi nágrannalanda okkar og víðar.  Hann var forstjóri umsvifamikils glæpafyrirtækis,  Kaupþings,  á árum áður.

  Hann var fyrstur snúinn niður í gólf og handjárnaður vegna glæpa Kaupþings. Fleiri fylgdu í kjölfarið.  Ekki sér fyrir enda á þessum ferli.

  Eitt sakamálið sem á eftir að dæma í er kennt við Marple.  Hreiðar Már hefur krafist þess að einn af dómurum víki sæki.  Rökin fyrir því eru þau að sá sé yfirlýstur andstæðingur spillingar.  Þar með sé hann óhæfur til að dæma hlutlaus í grófu spillingarglæpamáli. 

  Héraðsdómur hafnaði kröfu Hreiðars Más.  Eftir stendur:  Krafa hans um að einn tiltekinn dómari víki sæti vegna andúðar á spillingu setur aðra dómara í sérkennilega stöðu.  Hreiðar Már gerir ekki athugasemd við setu þeirra.  Ástæðan hlýtur að vera sú að þeir séu ekki andvígir spillingu.  Hvernig veit Hreiðar Már það?  

   

   


Jón Þorleifs fór í hundana

jon þorleifsson 1  Jón Þorleifsson,  verkamaður og rithöfundur,  var kappsamur um margt og þrár.  Hann gafst aldrei upp.  Þess í stað spýtti hann í lófana, bretti upp ermar og setti undir sig hausinn þegar hann ætlaði sér eitthvað.  Einu sinni sem oftar heimsótti hann systur mína og hennar fjölskyldu til Svíþjóðar.  Fjölskyldan var komin með hund.  Stóran og mikinn varðhund.

  Jón bauð sig fljótlega fram til að fara með hundinn í reglubundnar gönguferðir.  Því var hafnað.  Fjölskyldan hafði sótt ótal námskeið í öllu sem snýr að umgengni við hunda.  Jón var upplýstur um að hundurinn hlýði einungis fjölskyldunni. Hann virði ekki né taki mark á öðrum.

  Jón maldaði í móinn.  Sagðist vera fæddur og uppalinn í sveit og vanur að umgangast hunda.

  Smalahundur í sveit og risastór varðhundur í borg eru víst ekki alveg sama skepnan.

  Útúrdúr:  Systurdóttir mín gekk úr rúmi fyrir gestkomandi frænku sína.  Sú vaknaði snemma morguns við að hundurinn var að spyrna henni í rólegheitum út úr rúminu.  Hann hafði lagst fyrir innan.  Þar snéri hann baki í hana.  Svo spyrnti hann með fótum í vegginn.  Nautsterkur náði hann nánast að ýta konunni út á gólf er hún vaknaði.  Hún spratt á fætur í tæka tíð.  Í kjölfar ákvað hún að klæða sig.  En fann ekki fötin.  Við nánari athugun kom í ljós að hundurinn var búinn að bera fötin fram í stofu.  Sennilega ætlaði hann konunni að sofa þar fremur en í rúmi heimasætunnar.

  En aftur að Jóni:  Þegar styttist í að komið væri að kvöldgöngu hundsins hvarf Jón sjónum heimilisfólksins.  Varð þeim litið út um glugga.  Blasti þar við Jón með hundinn í bandi. 

  Í skelfingu hljóp fólkið út. Of seint.  Hundurinn tók á sprett niður götuna.  Hann var miklu sterkari en Jón.  Jón sleppti ekki taki á taumnum.  Hraðinn var svo mikill á hundinum að Jón hljóp hraðar en áður á sinni rösklega 90 ára löngu ævi. Hann var eins og spretthlaupari á Ólympíuleikum.  En bara í nokkrar sekúndur.  Fyrr en varði flaug hann láréttur í loftinu áður en hann skall á magann á götuna.  Hundurinn fann ekki fyrir þessu og sló hvergi af hlaupunum.  Heimilisfólkið hrópaði á hundinn.  Þrátt fyrir háværan umferðanið náðu hróp loks til hundsins.  Hann stoppaði og beið eftir því að vera sóttur og fylgt til baka heim á leið.  

  Jón blés eins og hvalur.  Bæði vegna óvæntrar áreynslu og eins því að honum var verulega brugðið.  Aðstæður voru vandræðalegar.  Umferð undrandi gangandi og akandi vegfarenda hafði stöðvast.  Fjöldinn fylgdist áhyggjufullur með Jóni brölta á fætur.  Hann var reikull í spori og ringlaður.  Sparijakkinn hans var fræsaður að framan.  Tölur höfðu kubbast af.  Líka tölur af spariskyrtunni.  Hatturinn fokinn út i buskann og fleira lauslegt.

  Heimilisfólkið skynjaði strax að niðurlútur Jón vildi ekki ræða þetta.  Það var látið eftir honum.  Atvikið lá í þagnargildi.  Hann reyndi ekki aftur að fara í göngutúr með hundinn.  

varðhundur          

------------------------------

Fleiri sögur af Jóni HÉR


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.