Færsluflokkur: Spaugilegt
19.4.2015 | 23:19
Jón Þorleifs og uppreisn á elliheimili
Jón Þorleifsson, rithöfundur og verkamaður, mætti mótlæti í lífinu alla sína löngu ævi. Hann þótti sérlundaður unglingur og varð fyrir aðkasti. Ég veit ekki hvort að um einelti var að ræða eða saklausa stríðni. Það var skopast að gormælgi hans. Það varð til þess að hann ákvað ungur að tala aldrei í útvarp, sjónvarp né á fundum. Hann sagðist ekki vilja gera andstæðingunum til geðs að snúa út úr málflutningi hans með háðsglósum um gormælgina.
Jafnaldrar Jóns lögðu hart að honum að drekka áfengi og reykja á unglingsárum. Jón harðneitaði að verða við því. Það kostaði glens á kostnað hans. Á gamals aldri þótti honum notalegt að þiggja stórt Irish Coffee glas eða tvö. Hann gerði ekki athugasemd við að whisky-slurkurinn væri plássfrekari í drykknum í seinna glasinu. Þá varð hann rjóður í vanga og hláturmildur.
Ég hef heimildir frá öðrum en Jóni um að hann hafi verið samviskusamur og röskur til vinnu.
Eitt sinn klæddi ég með furu stofu í íbúð sem ég keypti. Fyrir voru veggir með betrekki sem lá upp í fallega gifsskreytingu í lofti. Ég tók einn og einn vegg fyrir í einu. Fjarlægði betrekkið og grunnmálaði vegginn áður en furunni var neglt á þá.
Jón kom í heimsókn Hann var snöggur að hlaupa undir bagga. Hann tætti betrekkið svo kröftuglega af veggnum að stór hluti af gifsskreytingunni fylgdi með. Til að bjarga afganginum af gifsskreytingunni fékk ég ann til að byrja að negla upp furuborðin. Hann tók þau engum vettlingatökum. Hann lúbarði þau svo að þau mörðust við hvert hamarshögg og naglar beygluðust. Það kom ekki að sök. Flestir marblettir hurfu undir fals á næsta furuborði.
Á meðan á framkvæmdum stóð mætti Jón á hverju kvöldi. "Það munar um að vera með mann vanan byggingavinnu til aðstoðar," sagði hann drjúgur á svip.
Á miðjum aldri slasaðist Jón á baki. Það var vinnuslys. Eftir það gat hann ekki unnið neina vinnu sem reyndi á líkamann. Hann var settur á örorkubætur. Hann hafnaði þeim og vildi létta vinnu. Það gekk ekki upp. Jón kenndi verkalýðsforingjunum Gvendi Jaka og Eðvarði Sigurðssyni um að leggja stein í götu sína. Jón var atvinnulaus án allra bóta til margra ára. Honum til bjargar varð að hann átti dýrmætt bókasafn. Úr því seldi hann perlur eftir því sem hungrið svarf að.
Sumir halda því fram að Jón hafi sjálfur málað sig út í horn. Hann hafi ekki viljað þiggja aðstoð frá réttum aðilum. Hann hafi túlkað allt á versta veg og farið í stríð við þá. Hann hafi nærst á því að vera píslavottur. Ég ætla að það sé sannleikskorn í því. Hinsvegar þykir mér líklegast að Jón hafi einfaldlega ekki kunnað á rangala kerfisins. Ekkert vitað hvert hann gat snúið sér. Né heldur hver hans réttur til aðstoðar og bóta var.
Seint og síðar meir varð Jón þeirrar gæfu aðnjótandi að ramba inn á skrifstofu til Helga Seljan, fyrrverandi alþingismanns en þá ritstjóra tímarits Öryrkjabandalagsins.
Í tímariti Öryrkjabandalagsins var vísnaþáttur. Erindi Jóns til Helga var að lauma að honum vísu til birtingar í blaðinu. Áður en Jón náði að snúa sér við var Helgi búinn að koma öllum hans hlutum í lag. Þar á meðal að ganga frá langvarandi rugli og hnúti með skattamál Jóns. Helgi kom Jóni á eðlileg ellilaun. Nokkru síðar var hann jafnframt kominn með rúmgott húsnæði á öldrunarheimili í Hlíðunum. Þar fékk hann mat og drykk á öllum matmálstímum.
Eftir kynni Jóns af Helga blómstraði hann. Helgi er einn örfárra embættismanna sem kunni lag á Jóni. Þar að auki birti hann vísur eftir Jón í Öryrkjablaðinu. Það þótti Jóni mikil upphefð.
Á öldrunarheimilinu átti Jón að borga 25 þúsund krónur á mánuði (fyrir veitingar, þvotta, herbergi o.s.frv.). Gíróseðlunum safnaði Jón samviskusamlega saman en borgaði aldrei neitt. Í hvert sinn sem ég heimsótti Jón dró hann fram bunkann og sagði: "Sjáðu hvað þessi er orðinn stór!"
Á nokkurra vikna fresti kallaði stjórn elliheimilisins Jón á sinn fund. Þar var af nærfærni óskað eftir því að skuldamálið yrði leyst með góðri lendingu fyrir alla. Stofnunin safnaði ekki peningum heldur þyrftu herbergin að standa undir útlögðum kostnaði. Jón sagðist hafa fullan skilning á því. Tveir kostir væru í stöðunni. Annar - og sá sem Jón mælti eindregið með - væri sá að rukka menn sem skulduðu Jóni milljónir króna. Þar færi fremstur í flokki Gvendur Jaki. Næsti skuldunautur væri Eðvarð Sigurðsson.
"Rukkið þessa glæpamenn af fullum þunga," ráðlagði Jón og bætti við: "Ég skal kvitta undir hvaða pappír sem er að ykkur sé heimilt að ganga að þeim í mínu nafni."
Hinn kosturinn sem Jón benti á - en mælti ekki sérlega með - var sá að honum sjálfum yrði stungið inn í skuldafangelsi á Litla-Hrauni. "Á tíræðisaldri skiptir mig ekki svo miklu máli hvar ég hef húsaskjól og fæði. Ég held að ég eignist ekki fleiri vini þar en hér. Sem er enginn!"
-----------------------------
Fleiri sögur af Jóni: Hér
-----------------------------
Ef smellt er á þennan hlekk -hér - og skrollað niður síðu Vísis þá neðst til vinstri má sjá frétt af eftirmála þess er Jón reif hátíðarræðu af Eðvarði Sigurðssyni á 1. maí hátíðarhöldunum 1975.
Spaugilegt | Breytt 3.5.2015 kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.4.2015 | 16:39
Svefninn göfgar
Eitt sinn eftir kvöldlokun á bar í Ármúla varð umsjónarkona vör við að einhver var ennþá inni á karlaklósettinu. Dyrnar þar voru læstar. Hún bankaði á hurðina og kallaði. Viðbrögð voru engin. Hún brá á það ráð að hringja á leigubíl með ósk um aðstoð við að opna hurðina. Leigubílstjóri kom og hafði meðferðis verkfæratösku. Áður en hann hófst frekari handa bankaði hann hraustlega á klósetthurðina með skafti á stóru skrúfjárni. Skaftið náði að magna upp hávært hljóð sem bergmálaði um herbergið.
Eftir nokkur högg heyrðust þungar stunur fyrir innan. Einhver var að rumska þar. Leigubílstjórinn herti á bankinu. Þá heyrðist hrópað frá klósettbásnum hátt og reiðilega: "Hættu þessum helvítis hávaða! Það er enginn svefnfriður!"
Svaf í strætó og endaði í fangaklefa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2015 | 20:38
Jafnaldrar í góðum gír
Fátt er skemmtilegra en að fylgjast með fólki fagna afmæli sínu. Hver afmælisdagur er sigur. Honum fylgir sigurgleði og þakklæti fyrir að hafa orðið þess aðnjótandi að bæta enn einu árinu í reynslubankann. Með tilheyrandi allri þeirri skemmtun sem síðasta ár bauð upp á.
Hér með færi ég Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra míns og ykkar, bestu afmæliskveðjur. Það var ekki seinna vænna að halda upp á afmælið röskum mánuði eftir fæðingardaginn. Apríl er að mörgu leyti heppilegri til hátíðahalda en mars (sem er frekar dauflegur mánuður).
Forsætisráðherrann okkar er fertugur. Ég hef sterkan grun um að hann sé í hópi yngstu forsætisráðherra Íslands. Og jafnvel þó leitað sé út fyrir landsteina.
Eitt það skemmtilega við aldur forsætisráðherrans er að hann er á svipuðum aldri og Blaz Roca. Það telur þó að þeir hafi ekki mætt í fermingarveislu hjá hvor öðrum.
Stemning í fertugsafmæli Sigmundar Davíðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2015 | 21:27
Týndir feluleikstjórar
Í gær átti ég erindi í sænsku húsgagnaverslunina Ikea í Grðabæ. Þar var allt í rugli og upplausn. Að mér skilst hafði verið auglýstur feluleikur fyrir börn í búðinni. Búðin er hönnuð sem völundarhús að hætti gatnakerfis Kópavogs. Þar er alla daga fólk úr nágrannasveitafélögum illa áttað. Það hefur týnt sér til langs tíma og finnur sig ekki fyrr en seint eða aldrei. Þetta er líka ástæðan fyrir íbúafjölgun í Kópabogi. Fólk ætlar að keyra í gegnum Kópavog á leið til Garðabæjar eða Hafnarfjarðar. Áður en hendi er veifað er það orðið íbúar í Kópavogi og ratar ekki út.
Ikea hafði ráðið tvo hámenntaða og þjálfaða útlenda feluleikstjóra til leiks. Þeir fundust hvergi þegar feluleikurinn átti að hefjast. Þeir eru ekki ennþá fundnir. Óstaðfestur orðrómur er um að þeir hafi hugsanlega villst til Akureyrar. Heyrst hefur af tveimur umkomulausum strandaglópum í reiðuleysi á KEA hótelinu. Í KEA.
Það er lán í óláni að hinir týndu séu þrautþjálfaðir í feluleiknum "Týndur - fundinn". Næsta víst er að þeir væru miklu týndari ef þetta hefðu verið amatörar.
Feluleiksstjórar IKEA ófundnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 13.4.2015 kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2015 | 22:01
Geggjuð söfnunarárátta
Um 2% manna eru haldin söfnunaráráttu. Alvöru þráhyggjukenndri áráttu. Við erum ekki að tala um þá sem eiga 500 geisladiska af ýmsu tagi með flytjendum úr öllum áttum, 100 DVD og 20 sokkapör. Við erum að tala um þá sem safna öllum geisladiskum er tengjast einum tilteknum tónlistarmanni eða hljómsveit; öllum DVD með tengingu við viðkomandi - jafnvel mjög langsóttum. Jafnframt allskonar glingri og dóti merktu hlutaðeigandi (glös, lyklakippur, pennar, skyrtubolir, húfur, veggmyndir o.s.frv.).
Krakkar og unglingar fara iðulega í gegnum tímabil söfnunar. Það er eðlilegur liður í þroska til sjálfstæðis, svo og eðlilega keppnisáráttu og þörf til að sanna sig; skara fram úr. Svo eldist það af þeim. Þegar söfnunaráráttan heldur áfram og eflist með aldrinum er um arfgenga þráhyggju að ræða. Hún tengist taugaboðefnum (serótíni og dópamíni) og stafar af ofnæmisviðbrögðum við sýkingu. Hún flokkast sem geðröskun í flokki með Tourette, einhverfu og geðklofa. Einstaklingurinn hefur ekki fulla stjórn á sér. Áráttan ræður för.
Söfnunarárátta getur tekið á sig ýmsar og óvæntar myndir. Bandarísk kona, Liana Barientos, safnar eiginmönnum. Hún sætir ákæru fyrir að eiga í eiginmannasafni sínu 10 stykki. Þeir vissu ekki hver af öðrum fyrr en nýverið. Mesta athygli vekur að þeir eru mismunandi.
Giftist 10 sinnum án þess að skilja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 22.4.2016 kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.4.2015 | 23:05
Hver er vitlaus?
Ingibjörg Kristjánsdóttir kemur brött inn í umræðuna með greinarstúfi í Fréttablaðinu í dag. Þar heldur hún því fram að vitlaus Ólafur hafi verið dæmdur til fangelsisvistar vegna saknæms blekkingarleiks í svokölluðu Al-Thani máli. Ég þekki þennan Ólaf ekki persónulega og treysti mér ekki til að staðfesta eða þræta fyrir að hann sé vitlaus. Konan þekkir hann - ætla ég.
Stendur ekki og fellur með símtalinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 8.4.2015 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.4.2015 | 21:06
Nakinn og blóðugur
Á fyrri hluta áttunda áratugarins var kunningi minn fréttamaður á einu af dagblöðum þess tíma. Hann náði að hlera talstöðvarrás lögreglunnar í Reykjavík. Þannig komst hann að mörgum fréttnæmum atburðum.
Einn daginn heyrði vinurinn að lögreglubílar voru kallaðir upp. Nakinn og blóðugur karlmaður hafði sést á hlaupum við gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu. Lögreglubílum var stefnt á svæðið til að svipast um eftir manninum.
Úr einum lögreglubíl var tilkynnt að hann væri á leið þangað. Nokkru síðar kom uppkall þaðan: "Eru þið með nánari lýsingu á manninum?"
Nakinn karlmaður á Sæbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.4.2015 | 00:53
Þetta vissir þú ekki
Saga rokksins er ekki öll þar sem hún er séð og skráð. Á seinni hluta sjöunda áratugarins sló hljómsveitin Facon frá Bíldudal í gegn með laginu "Ég er frjáls (eins og fuglinn)". Síðar sendu Bítlarnir frá sér annað lag undir svipuðu nafni, "Free as a Bird". Það var stuldur frá Facon.
Það er þó ekki leyndarmálið heldur hver trommaði á plötu Facons. Skráður trommari var fastur úti á sjó þegar platan var hljóðrituð. Í skarðið var fenginn trommari Hljóma, Pétur Östlund. Hans er hvergi getið á plötuumslagi. Pétur er einn besti trommari heims. Eðlilega hrósuðu plötugagnrýnendur tommuleiknum. Einn hvatti hann til að drífa sig suður í trommunám hjá Pétri Östlund. Hann væri það efnilegur.
Hver á trommuleikinn í sívinsælum ofursmelli Hebba Guðmunds, "Can´t Walk Away"? Það er trommuleikari The Rolling Stones, Charlie Watts. Þetta er leyndarmál.
1964 sló breska söngkonan Marianne Faithfull í gegn með fyrsta alvöru góða frumsamda lagi The Rolling Stones, "As Tears Go By". Lagið var flutt af Maríönnu en ekki Stóns til að byrja með. Fáir vita að gítarplokkið var í höndum Jimmy Page (Led Zeppelin).
Jimi Hendrix sló í gegn í árslok 1966 með laginu "Hey Joe". Röskum tveimur árum áður spilaði hann á gítar í öðru vinsælu lagi, "Mersy Mersy" með Don Convay. Það náði toppsæti bandaríska soul-listans og 35. sæti almenna vinsældalistans. Plötugagnrýnendur sáu ástæðu til að vekja athygli á nýstárlegum og ferskum gítarleik í laginu - án þess að nefna nafn Hendrix (enda kom nafn hans hvergi fram á plötuumbúðum). Ef vel er lagt við hlustir má þekkja gítarstíl kappans.
Lagið ku hafa hrifið liðsmenn The Rollin Stones. Mick Jagger er sagður hafa reynt að stæla söngstíl Convays. Af markaðsástæðum var hönnuð spenna og togstreita á milli Stóns og Bítlanna. Á bak við tjöldin var hinsvegar kært á milli þessara hljómsveita. Bítlarnir komu Stóns á plötusamning, sömdu fyrir þá vinsælt lag, "I Wanna Be Your Man", kenndu þeim að semja lög og hjálpuðu til við röddun. Í laginu "We Love You" sjá Bítlarnir um annan söng en forsöng Jaggers.
1977 sendi The Clash frá sér lagið "Janie Jones". Það fjallaði um kabarettsöngkonu sem naut vinsælda á sjöunda áratugnum. Glansinn fór af Janie Jones í lok áttunda áratugarins þegar hún var dæmd til sex ára fangelsisvistar fyrir að reka vændishring. Vegna góðrar hegðunar var henni sleppt út eftir þrjú ár. Þá var hún staurblönk og enga vinnu að fá. The Clash hljóp undir bagga og gerði með henni smáskífu. Einhverra hluta vegna var framtaki hljómsveitarinnar haldið leyndu. Á umbúðum er hljómsveitin skráð The Lash.
Spaugilegt | Breytt 16.4.2016 kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.3.2015 | 21:05
Ekki fyrir lofthrædda!
Lofthræðsla er heppileg. Hún forðar okkur frá því að glannast; taka óþarfa áhættu við varasamar aðstæður. Sumt fólk sækir samt í að storka örlögunum. Það kann því vel að fá "adrenalín-kikk" út úr glæfraskap. Sumir verða jafnvel háðir því.
Ekkert má fara úrskeiðis þegar stokkið er á reiðhjóli yfir skarð í klettasillu Ef smellt er á myndina þá stækkar hún).
Vinsælt sport áhættufíkla er að sitja fremst á Tröllatungu í Noregi. Ótrúlega fáir hafa hrapað þar niður.
Árlega farast margir skíðamenn vegna glannaskapar. Hér er stokkið niður snjóhengju. Í þetta sinn fór allt vel.
Horft yfir Lion.
Klifrað án hjálpartóla og öryggisbúnaðar upp þverhníptan hamar í S-Afríku (myndin stækkar ef smellt er á hana).
Spaugilegt | Breytt 1.4.2015 kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2015 | 20:52
Börn framtíðarinnar verða ljót
Í aldanna rás hefur mannkynið fríkkað jafnt og þétt. Fólk fyrri alda var ljótt. Karlmenn laðast frekar að fallegum konum en ljótum. Aðrir eiginleikar skiptu minna máli. Konur láta sig minna máli skipta útlit karla. Það eru aðrir eiginleikar sem skiptu meira máli. Til að mynda hæfileikinn til að vernda fjölskylduna, sjá henni fyrir húsaskjóli og næringu.
Nú hefur snurða hlaupið á snærið. Annarsvegar eru það lýtalækningar. Nef, haka, varir, kinnar, augabrúnir og annað í andliti er endurhannað á lýtalæknastofum. Gallinn er sá að afkvæmin erfa ekki útlit móðurinnar eftir að hún hefur verið gerð upp af lýtalækni. Afkvæmin erfa "útlitsgallana".
Hinsvegar hafa förðunarfræðingar náð þvílíkri leikni í förðun að á örfáum mínútum breyta þeir "venjulegri" konu í fallegasta súpermódel. Ljótar konur þurfa í dag ekki annað en kíkja inn á snyrtistofu og þær geta pikkað á löpp hvaða kall sem er.
Þetta er staðreynd. Þetta er líka fordómafull og heimskuleg bloggfærsla með ofmat á útlit. Hún ýtir undir kjánalega útlitsdýrkun. Samt. Svona er leikurinn í dag. Konurnar eru alveg huggulegar ófarðaðar á myndunum til vinstri. En dáldið ýktar eftir förðun á myndunum til hægri.
Spaugilegt | Breytt 20.3.2016 kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)