Færsluflokkur: Spaugilegt

Vigdís kom mér í opna skjöldu. Og aftur.

poppbokin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir nokkrum árum átti ég erindi í Pósthúsið á Eiðistorgi á Seltjarnanesi.  Þar var töluverður erill.  Tvær dömur stóðu vakt við afgreiðsluborðin.  Ég var að venju með smá frekju.  Tróðst fram fyrir raðir og bað um tiltekna límmiða og og eitthvað fleira. Þá snýr sér við í röð kona og segir við mig:  "Mikið er gaman að heyra skagfirskan framburð."  Þetta var Vigdís Finnbogadóttir.  

  Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði.  Flutti þaðan á unglingsárum fyrir næstum hálfri öld og hélt að skagfirski framburðurinn hefði fjarað út strax á unglingsárum.  En greinilega ekki alveg miðað við viðbrögð Vigdísar.

  Ég efast um að fleiri en Vigdís nemi það sem ennþá eimir eftir af skagfirskum framburði mínum. Það er ekki tilviljun að hún reki Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.  Sú stofnun hefur allt að segja um allskonar tungumál.  Ég hef skrautskrifað ýmsa diplóma fyrir hana - án þess að hitta Vigdísi þar.      

 1983 skrifaði ég af hvatvísi og í miklu tímahraki ömurlega bók sem heitir Poppbókin. Bókaforlag Æskunnar gaf hana út.  Bókin mokseldist. Því miður.  Einn góðan veðurdag birtist Vigdís inn á gólfi hjá Æskunni og óskaði eftir því að kaupa eintak af bókinni.  Viðbrögð urðu þau að vilja gefa henni eintak af bókinni.  Hún tók það ekki í mál.  Áreiðanlega er þetta versta bók í bókasafni hennar.   

  Ég kaus Vigdísi í forsetakosningunum.  Og er stoltur af.  

 


mbl.is Vigdísi fagnað í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dálæti Jóns Þorleifs á Hólmfríði Karlsdóttur


jón þorleifs 2david-oddssonhólmfríður  Jóni Þorleifssyni,  verkamanni og rithöfundi,  varðaði lítið um fræga fólkið.  Hann var afar gagnrýninn á flesta íslenska stjórnmálamenn.  Líka á erlenda stjórnmálamenn.  Nema Stalín, Maó, Lenín og kannski einhverja örfáa aðra.  Á tímabili fékk hann dálæti á Davíð Oddssyni.  Þá fordæmdi hann að venju íslenska stjórnmálamenn á einu bretti.  Sakaði þá um að vera glæpamenn, mútuþega,  svikara.  drullusokka og eitthvað álíka.  En bætti við:  "Nema Davíð Oddsson.  Hann er meira í listum og menningu."

  Margir urðu til að fussa yfir afstöðu Jóns.  Þá gaf hann í.  Vísaði til Doddssonar sem snjalls höfundar skopseríunnar Matthildar (naut vinsælda á Rás 1 á áttunda áratugnum).  Eitthvað fleira tíndi hann til.  Ég man ekki hvort að Davíð var á þessum tíma búinn að senda frá sér sögur og leikrit á prenti. Held ekki.

  Jón hafði gengið á fund Doddssonar,  þáverandi borgarstjóra, og upplýst hann um meinta glæpastarfsemi verkalýðsforingjanna Gvendar Jaka og Eðvarðs Sigurðssonar.  Davíð tók undir gagnrýni Jóns.  Jón vildi gefa honum bækur sínar.  Doddsson krafðist þess að fá að borga fyrir þær fullu verði.

  Jón orti nokkur kvæði Doddssyni til dýrðar.  Síðar móðgaðist hann út í kappann.  Fannst hann sýna glæpamönnum verkalýðshreyfingarinnar algjört fálæti.

  Um svipað leyti,  1985, var Hólmfríður Karlsdóttir krýnd alheims fegurðardrottning.  Jón fékk mikið dálæti á henni.  Hann las öll viðtöl við hana,  keypti öll tímarit og blöð með viðtölum við hana;  gekk með þau á sér og vitnaði óspart í þau.  Að mati Jóns var hún ótrúlega vel gerð í alla staði.  Jón mætti ítrekað í heimsókn til mín með blaðaviðtöl við hana og sagði. "Þetta er einstaklega trygglynd kona.  Hún getur valið úr öllum strákum heims.  En hún sýnir kærasta sínum fulla tryggð.  Það er mikið varið í þessa stelpu."

  Einnig:  "Hún hefur möguleika á að vera heimsfrægt módel.  En hún hefur ákveðið að halda áfram að vera leikskólakennari í Garðabæ.  Svona er hún heilsteypt og hænd að börnum.  Það er gott í þessari stelpu."

  Hólmfríður Karlsdóttir spilaði á klarínett með Stuðmönnum í áramótaþætti sjónvarpsins.  Jón hreifst af því:  "Henni er margt til lista lagt.  Hún gæti orðið heimsfræg poppstjarna en hún vill bara vera barnfóstra í Garðabæ og halda tryggð við æskuástina sína.  Það er afskaplega mikið varið í þessari stelpu."  

  Jón var bókelskur mjög.  Keypti hann nánast einungis "hágæðabækur".  Það er góðar ljóðabækur og merkar skáldsögur.  Eina "léttúðuga" bókin sem hann keypti á sinni löngu - næstum tíræðu - ævi var myndabók um alheimsfegurðardrottninguna Hólmfríði Karlsdóttur.  

  Ég er sannfærður um að Jón skilgreindi það ekki þannig;  en ég hef grun um að hann hafi verð pínulítið skotinn í Hólfríði - á sinn hátt.   

______________________________

Fleiri sögur af Jóni Þorleifs: hér 

         


mbl.is Synir Hófíar Karlsdóttur unnu í WOW cyclothon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varasöm matvæli

 Oft er ekki allt sem sýnist þegar kemur að mat í útlöndum.  Sjálfur formaður Framsóknarflokksins,  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur vakið athygli á því.  Hann hefur sagt frá veirum eða einhverju álíka í útlendu kjöti sem breytir hugunarhætti og hegðun heilu þjóðanna;  það með svo afgerandi hætti að enginn framsóknarmaður finnst í öllu útlandinu.  Ekki einu sinni í Kína þó að það sé fjölmennasta land heims.

  Margur Íslendingurinn hefur bjargað sér frá hættulegri kjötvöru í útlöndum með því að seðja sárasta hungrið með rjómaköku.  Betra er að skoða kvikindið vandlega.  Oft leynist padda í henni.   

aðskotahlutur í mat - padda í rjómaköku 

 

 

 

 

 

 

  Enn aðrir snúa sér að súkkulaðibollu.  Í henni leynist iðulega súkkulaðiormurinn ægilegi.

aðskotahlutur í mat - ormur í súkkulaðibollu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ýmsir veðja á ferskt salat í útlöndum.  Salat er bara gras.  Hvað getur verið varasmat við gras?  Mörg dýr lifa góðu lífi á grasi.  Salat geymir samt eitt og annað fleira en grasið grænt.  Til að mynda haus af eðlu.

aðskotahlutur í mat - eðluhaus í fersku salati

 

 

 

 

 

 

 

 

  Svo ekki sé talað um blessaða músina.  Hún finnur sér ætíð leið í allskonar mat og drykk. 

aðskotahlutur í mat - mús í fersku salati

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Meira að segja í gosdósirnar.  Þetta er þráhyggja.  Hún vill vera hluti af fæðu mannsins.

aðskotahlutur í mat og drykk - mús í Pepsi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman.  Það er músarkenningin í hnotskurn

aðskotahlutur í mat - mús í niðursneiddu brauði

 

 

 

 

 

 

 

 Djúpsteiktir kjúklingabitar luma stundum á skemmtilegu viðbiti í formi flugu.

aðskotahlutur í mat - fluga í kjúklingabita


mbl.is Fundu áratugagamalt frosið kjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegir morðingja og aðstoðarmanna þeirra eru órannsakanlegir

  Bandarísk kona heitir Joyce Mitc-HELL.  Hún vann í fangelsi í Nýju-Jórvík.  Þar reyndi ofbeldisfullur morðingi að kyssa hana.  Hún brást ókvæða við og útvegaði honum þegar í stað allskonar tæki og tól til að brjóta sér leið út úr fangelsinu við annan morðingja.

 Eiginmaður hennar til 14 ára tekur þessu með jafnaðargeði.  Mestu skiptir að kella stundaði lítið sem ekkert kynlíf með morðingjunum.  Og ennþá minna kynlíf með öðrum föngum. Til að taka af allan vafa sór hún við líf sona þeirra að hún væri nánast óspjölluð jómfrú.  

  Kallinn hafði aldrei hugmynd um að kella hefði aðstoðað morðingjana tvo við að flýja úr fangelsinu.  Þeir eru enn í dag eftirlýstustu morðingjar Bandaríkjanna.  Ekki nóg með það.  Þeir eru einnig taldir vera ofbeldisfullir. 

 Eftir að kella var handtekin og játaði við yfirheyrslur að hafa aðstoðað morðingjana við flóttann runnu tvær grímur á kallinn.  Undir annarri grímunni renndi hann í grun um að kella væri viðriðin strok fanganna.  Undir hinni grímunni var hann hinsvegar pollrólegur vitandi það að kella virti hjónaband þeirra í hvívetna.  Leitun væri að jafn trygglyndri og heiðarlegri konu.  

  Eina ósvaraði spurningin í stöðunni sé:  "Hvar eru morðingjarnir?"

 


mbl.is „Hvernig gat hún gert þetta?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínversk húðflúraklúður

  Fyrir nokkrum dögum skrifaði ég bloggfærslu um húðflúraklúður.  Þorleifur Ugluspegill Ásgeirsson sagði þá frá húðflúri,  kínversku tákni, sem átti að standa fyrir "karma" en uppgötvaðist síðar að táknaði "súrsætt svínakjöt".  Rifjaðist þá upp fyrir mér samtal sem ég átti við unga stúlku með húðflúrað kínverskt tákn.  Hún stóð á sínum tíma í þeirri trú að táknið stæði fyrir "ást og frið".  Svo hitti hún Kínverja sem upplýstu hana um að táknið þýddi "hrár fiskur" (kannski sushi?).  Þetta var fyrir tveimur áratugum eða svo.    

  Um þetta leyti gekk yfir vesturlönd tískubylgja kínverskra húðflúra.  Vandamálið var að húðflúrararnir kunnu ekki kínversku.  Internetið var ekki komið á skrið.  Gúglið ekki heldur.  Eftir á að hyggja er ljóst að ýmsir húðflúrarar tóku bara einhver falleg kínversk tákn og lugu að viðskiptavinum að þau þýddu eitthvað fallegt.  

  Í öðrum tilfellum héldu húðflúrarar kannski að þeir væru með rétta þýðingu á kínverskum táknum en voru það ekki.  

  Hér er dæmi af badmintongarpi sem ber táknið "Api":

húðflúraklúður kínverskt k

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Annar snillingur skartar textanum "Húsbóndahendur".  Sem er dálítið kjánaleg yfirlýsing.

húðflúraklúður kínverskt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Annar aulinn er merktur sem "Líkkistugaur".  Það er svo ósvalt að engu tali tekur.  

húðflúraklúður a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Hvað má segja um táknið "Ódýr óþverri"?  

húðflúraklúður kínverkst d

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Eða þá "Gyllt svín"?  Og orðið svín að auki skrifað á hvolfi.  Það er alvanalegt í kínversku húðflúrtáknunum að orð snúi á haus.  Eða aftur á bak.  

húðflúraklúður kínverskt h

 

    


Húðflúraklúður

  Húðflúrum er ætlað að vera varanleg merking.  Þess vegna hugsa flestir sig vel og lengi um áður en þeir láta merkja sig til frambúðar.  Þó er það svo að ungt fólk áttar sig ekki alltaf á því hvað það lifir blýfast í núinu. Það er ástfangið og heldur að ástarsambandið endist ævilangt.  Það heldur sömuleiðis upp á dægurlagasöngvara eða hljómsveit.  Áttar sig ekki á því að margt sem þykir flottast í dag í músík er það hallærislegasta sem til er nokkrum árum síðar. Tiltölulega fáar poppstjörnur standast tímans tönn.

  Þá er ekki um annað að ræða en fela húðflúrið á einhvern hátt.  Eða breyta því á annan veg.  

  Þessi dama lét húðflúra á herðablað nafn kærastans,  Andys.  Svo slettist upp á vinskapinn.  Stelpan sár og svekkt.  Hún reynir að gera hið besta í málinu með því að láta bæta við nafn Andys "Screw You".  Á vondri íslensku má þýða það sem "farðu til fjandans".

húðflúr-breyting a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Piltur lét húðflúra nafn kærustunnar á sig.  Svo lauk sambandinu.  Þá þarf að útskýra fyrir þeim sem sjá merkinguna fyrir hvað nafn hennar stendur.  Skýringin er:  "Mín stóru mistök".

húðflúr breyting c

 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Það á ekki af sumum að ganga.  Enn einn gaurinn með nafn kærustunnar húðflúrað á sig. Sambandið slitnar. Hann ætlar að vera voða sniðugur og setja yfir nafn hennar orðið "ógilding",  eins og stimpil.  Til að skerpa á tilfinningunni fyrir stimpli lætur hann fylgja með mynd af stimpilpúðanum.  EN klaufinn fattar ekki að textinn á stimpilpúðanum þarf að vera spegilmynd.  Þvílíkur auli.   Að auki er stimpilpúðinn töluvert minni en stimpillinn.  

húðflúr breyting e

 

 

 

 

 

 

 

  

   Stúlka lætur húðflúra á sig þann sérkennilega texta:  "Við Colvid deyjum á morgun".  Spáin rættist ekki heldur dó ást þeirra hvort á öðru.  Textanum var þá breytt í "Við gætum dáið á morgun".  Í leiðinni er röng stafsetning á orðinu "tomorrow" leiðrétt.  Þetta kostar nokkrar aukastjörnur.  En rauðhálsinn kippir sér aldrei upp við slíkt.

húðflúr breyting f

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Daman átti í ástarsambandi við Nick.  Hún var svo ánægð með það að hún lét húðflúra nafn hans á bringuna á sér.  Svo brást hann henni.  Þá breytti hún nafninu í Dick (skaufa).  Það er að vísu mjög kjánalegt að flagga bringu með áletruninni "Skaufi".  En kella tekur ekki eftir því.  Hún er fyrst og fremst að senda Nick tóninn.  Hann brást henni.  

húflúrabreyting g

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Í Suðurríkjum Bandaríkja Norður-Ameríku eru rauðhálsarnir vanir að redda sér.  Þeir gera ekki greinarmun á fagmennsku og fúski.  Þeir bara redda sér einhvernvegin.  Sumir reyna ekki að hugsa út fyrir boxið.  Þeir afskrifa úrelt húðflúr með massífum svörtum fleti,  hvort heldur sem er ferhyrndum eða stjörnulaga.  Ljótt?  Jú.  En þetta er redding.

húðflúr breyting hhúðflúr breyting i

 


mbl.is Sjáðu fyrsta tattúið hennar Kendall Jenner
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hulunni svipt af "VERUM NÆS"

  Nýverið ýtti Rauði krossinn úr vör verkefninu "VERUM NÆS".  Verkefnið mun standa yfir í tvö ár.  Því hefur þegar verið vel tekið og fagnandi af Íslendingum á öllum aldri.  Eina vandamálið er að fólk veit ekki hvernig það getur verið NÆS.  Það veit ekki einu sinni hver NÆS er.  

  Næs er færeysk tónlistarkona.  Mjög góður lagahöfundur,  söngkona og túlkandi.  Hún spilar líka á gítar.  Hér er myndband með henni.  Þar flytur hún frumsamið lag við ljóð afa síns.   


Afmyndaður Íslendingur

  Færeyskir fjölmiðlar eru duglegir við að segja fréttir af Íslendingum og Íslandi.  Mun duglegri en íslenskir fjölmiðlar við að segja fréttir af Færeyingum og Færeyjum.  Þeir þegja þunnu hljóði um Færeyinga og Færeyjar.  Samt eiga svoooo margar færeyskar fréttir erindi við Íslendinga.  Aðdáendur færeysku álfadrottningarinnar Eivarar eru ótal margir. Hún selur alveg um 10 þús. eintök af stakri plötu á Íslandi.  Fyllir alla tónleikasali og svo framvegis.  En íslenskir fjölmiðlar hafa ekki rænu á að flytja fréttir af því að hún sé komin í stríð við færeyska Fólkaflokkinn.  Í ljósvakaauglýsingum gerir hann út á lag með Eivöru í óþökk hennar.  

  Í íslenskum fjölmiðlum er hljótt um að bandarísku hryðjuverkasamtökin Sea Shepherds séu að streyma til Færeyja þessa dagana.  Innanborðs hafa þau frægan breskan leikara og njóta - að því er virðist - stuðnings danska forsætisráðherrans.  

  Þó að íslenskir fjölmiðlar leiði Færeyinga og Færeyjar hjá sér þá gleyma færeyskir fjölmiðlar ekki Íslendingum.  Ein aðalfréttin í færeyskum fjölmiðlum þessa dagana er af bassafantinum knáa,  Hauki Viðari Alfreðssyni (Morðingjarnir,  Hellvar).  Hann sofnaði í sófa.  Vinnufélagarnir tóku ljósmynd af honum sofandi.  Á færeysku heitir það að vera "afmyndaður".  Svo var brugðið á leik með myndirnar.  Sjá hér:

http://www.vp.fo/islendingurin-haukur-sovnadi-a-arbeidsplassinum/


Menn bjarga sér

siginn_fiskur

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ég fékk mér að borða á matsölustað.  Skömmu eftir að ég settist niður og tók til matar míns stóð aldraður maður upp frá borði fjarri mínu.  Hann hafði hugsanlega lokið við sína máltíð vegna þess að stefnan var tekin á útidyrnar.  Ferðin sóttist seint.  Maðurinn átti erfitt með gang. Hann riðaði allur,  sveiflaðist fram og til baka og til hliða, fór fetið og studdi sig við öll borð og stóla er á vegi urðu.  Hvað eftir annað lá við að hann félli í gólfið.  En hann tók þetta á seiglunni.  

  Mér varð hugsað til þess að kallinn þyrfti endilega að fá sér göngugrind.  Hann gæti hvorki boðið sér né öðrum upp á svona óstöðugt og erfitt göngulag.  Hann var allt að því ógangfær.

  Skyndilega spratt á fætur miðaldra maður sem hafði setið á næsta borði við þann aldraða.  Hann greip tvo stafi og tók á sprett á eftir hinum.  Kallaði:  "Fyrirgefðu,  eru þetta ekki stafirnir þínir?"  

  Sá aldraði rak upp stór augu,  hristi hausinn eins og hneykslaður á sjálfum sér,  tók við stöfunum og sagði afsakandi:  "Gat nú skeð!"

  Kominn með stafina í hendur gekk sá gamli styrkum fótum og hnarreistur út í sólina.


Tvífari Yoko Ono splundrar Bítla-eftirhermuhljómsveit

yoko tvífari

LENNON tvífari
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Flestir jarðarbúar eiga tvífara.  Sumir eiga marga tvífara.  Þetta á ekki aðeins við um fólk.  Þetta er einnig þekkt í dýraríkinu,  jurtaríkinu,  steinaríkinu og Austurríki.  Víkur þá sögu að tvífara japönsku fjöllistakonunnar Yoko Ono.  Tvífarinn heitir Mirika og vinnur fyrir sér með því að herma eftir Yoko.  Hún kemur fram á skemmtunum,  spilar þekkt lög með Yoko og þykist syngja þau (mæmar).  

 Svo gerðist það að hljómsveit sem er skipuð tvíförum Bítlanna rakst á tvífara Yoko.  Hljómsveitin vinnur við það að spila og syngja Bítlalög.  Það gerðist eitthvað einkennilegt.  Tvífari Johns Lennons og tvífari Yoko urðu ástfangin um leið og þau hittust.  Svo skemmtilega vildi til að þau urðu ástfangin hvort af öðru.  

 Tvífari Yoko stakk upp á því að tvífari Lennons myndi stinga af frá eftirhermuhljómsveitinni.  Þess í stað færu þau að koma fram saman sem tvífarar Johns og Yoko.  Þetta þótti tvífara Lennons gott ráð.  Hann var hvort sem er orðinn hálf þreyttur á að spila og syngja þekktust Bítlalögin.  Það var kominn tími til að gera eitthvað nýtt og spennandi.  Hvað gat það verið annað en að syngja lög frá sólóferli Lennons?

  Tvífari Pauls McCartneys tók tíðindunum illa.  Hann deyr þó ekki ráðlaus heldur ætlar að stofna Wings-eftirhermuhljómsveit.

   


mbl.is Hefur fundið tvo tvífara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.