Færsluflokkur: Spaugilegt
8.10.2012 | 00:03
Sparnaðarráð: Sparaðu 4 dekk og fjórar felgur!
Flestir eiga 2 bíla. Það eru útgjöld upp á að minnsta kosti 8 dekk á álíka margar felgur. Á meðfylgjandi mynd sést hvernig hæglega má spara þann kostnað um 50%. Það munar um minna. Þetta er sparnaður upp á 100 þúsund kall eða svo. Fyrir þann pening má kaupa margar pylsur með öllu.
7.10.2012 | 01:00
Einn góður um Pekka og Ekka
Þennan brandara um finnsku félagana Ekka og Pekka sá ég á fésbókinni. Ég hljó svo dátt við lestur hans að ég verð að leyfa honum að kitla hláturtaugar ykkar líka:
Ekka og Pekka voru úti á vatninu í tuttugu stiga frosti. Ekka spyr: "Hvers vegna ertu ekki með loðhúfuna þína?"
Pekka svarar: "Hefurðu ekki heyrt um stórslysið á Heiðarvatni í fyrravetur?"
- Nei, hvað gerðist?
- Við vorum þarna tveir vinir, Sænski Björn og ég. Báðir með loðhúfurnar.
- Og hvað?
- Sænski Björn bauð upp á snafs og ég heyrði það ekki.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2012 | 01:40
Versta dauðasena í kvikmynd
Blessunarlega erum við flest laus við að hafa orðið vitni að raunverulegu morði; drápi á manneskju. Öll höfum við þó margoft séð í leiknum kvikmyndum fólk drepið. Eftir þútúpu-væðinguna höfum við jafnvel séð raunveruleg morð. Þannig að við höfum þokkalega þekkingu á því hvernig manneskja bregst við þegar hún er skotin til dauða. Við höfum séð það svo oft. Í frumstæðri kvikmyndagerð í Tyrklandi á áttunda áratugnum voru menn ekki búnir að ná tökum á túlkun dauðastríðs. Hér er kjánalegasta dauðasena kvikmyndasögunnar frá Tyrklandi (Blossi hvað?).
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
29.9.2012 | 01:06
Sparið fjórðung!
Það eru ekki allir ríkir. Þrátt fyrir að erfitt sé að finna laust bílastæði vegna allra 10 og 12 milljón króna jeppanna og fólk togist á um hvert eintak af nýjustu árgerð af símum sem kosta 140 þúsund kall (minn sími kostaði innan við 5 þúsund kall). Það eru miðnæturbiðraðir út um alla Kringlu þegar ný árgerð af tölvuleik fyrir krakka er sett í sölu. Biðraðirnar og hamagangurinn eru ennþá meiri þegar ný búð með útlendum vörum er opnuð. Ekki síst ef útrásarvillingar og bankaræningjar tengjast þeim. Sólarlandaferðum, borgarferðum, skíðaferðum, golfferðum, íþróttaleikjaferðum og ferðum á allskonar viðburði í útlöndum fjölgar dag frá degi. Íslensku flugfélögin eru orðin 3 til að anna eftirspurn og eru stöðugt að bæta við nýjum áfangastöðum. Dýrustu veitingastaðirnir á höfuðborgarsvæðinu eru þétt setnir. Einkum þar sem máltíðin kostar yfir 10 þúsund kall. Fólk er byrjað að hamstra pantanir á jólahlaðborðin. Og það er september.
Það sitja ekki allir í slitastjórn né hafa fengið skuldir upp á hundruð milljóna króna afskrifaðar. Sumir hafa fengið skuldir upp á milljarða afskrifaðar. Aðrir hafa náð samkomulagi við bræður sína um kaup og sölu og milligöngu um kaup og sölu á fjárhags- og starfsmannakerfi til hins opinbera.
En það er til fólk sem þarf að spara. Og jafnvel þó að það þurfi ekki að spara þá er óþarfa bruðl óþarfi. Það eiga allir að hjálpast að við að gefa sparnaðarráð. Ég læt ekki mitt eftir liggja.
Gleraugu kosta marga peninga. Samhent hjón eða pör eða vinir geta sparað fjórðung með því að nota sameiginleg gleraugu. Það er hægt að gera með því að nota aðeins 3 sjóngler í stað fjögurra.
Það er smá kúnst að nota svona gleraugu til að byrja með. Aðallega út af því að annar aðilinn þarf að ganga aftur á bak. En þetta venst glettilega fljótt og fólk verður samstígara og nánara er á líður.
![]() |
Svaraði Jóhönnu um kerfið 2004 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.9.2012 | 21:59
Snúast um sjálfa sig á góðum launum
Þessi flugvöllur minnir á sitthvað í íslenskri stjórnsýslu - þó að hann sé í útlöndum. En þetta er eitthvað svo íslenskt. Flugvöllurinn er dálítið einangraður. Einu samskipti íbúanna á þessari flugvallareyju við umheiminn eru í gegnum flugsamgöngur. Íbúarnir eru rétt um tuttugu. Þeir vinna eingöngu við að þjónusta flugið til og frá eyjunni. Eru á fínu kaupi við það. Enda í góðri samningsstöðu þar sem ekki er til annarra að leita. Svo fá þeir vistir og aðrar nauðsynjar með flugi. Og njóta ýmissa hlunninda í sárabætur fyrir að vera svona afskekktir og þjónusta mikilvægar flugsamgöngur.
Flugið er fyrir íbúana og íbúarnir eru fyrir flugið.
![]() |
Tímakaupið meira en tvöfaldast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 27.9.2012 kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.9.2012 | 22:28
Krúttlegar gamlar konur
Ég átti (brýnt) erindi í vínbúð á Eiðistorgi. Þar var fátt um manninn. Þó var þarna háöldruð kona með göngugrind. Hún þurfti margt að skoða. Miðaldra kona, hugsanlega dóttir hennar (hún kallaði hana mömmu. En það gæti hafa verið til að villa um fyrir nærstöddum), rak stöðugt á eftir þeirri gömlu. Fann áfengisflöskuna sem sú gamla vildi kaupa (ég heyrði þá gömlu tala um meðala-Sherrý) og kom sér strax að afgreiðsluborðinu. Sú gamla þurfti margt fleira að skoða og lét ekki reka mikið á eftir sér. Enda engin ástæða til að göslast í flýti í gegnum vínbúðina. Yngri konan var komin út að útidyrahurð og rak á eftir gömlu konunni. Gamla konan tók sér góðan tíma í að finna greiðslu fyrir áfengisflöskuna og skoðaði ýmislegt í leiðinni. Þegar sú gamla hafði gengið frá greiðslu ruglaðist hún á göngugrind sinni og hjólagrind fyrir innkaupakörfur vínbúðarinnar. Hún skildi göngugrindina sína eftir í búðinni en brölti út með hjólagrind fyrir innkaupakörfur. Það voru 2 eða 3 körfur í körfugrindinni. Sú gamla tók sig vel út með þetta. Það var reisn yfir þessu.
Spaugilegt | Breytt 26.9.2012 kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
24.9.2012 | 23:01
Áhrifamikil og ævintýraleg byggingalist
Góðir arkítektar fella byggingar inn í landslagið. Leyfa náttúrinni að njóta sín og ráða för. Það kunna íslenskir arkítektar ekki. Sumir aðrir kunna það.
Fara jafnvel glannalega leið. Takið eftir kláfinum sem ferjar fólk til og frá á mynd nr. 2. Takið einnig eftir kaðalstiganum undir byggingunni á síðustu myndinni. Hann er varasamur í hvassviðri.
Ég átta mig ekki alveg á þessu timburhúsi. Fátt er um glugga í efri hæðum. Burðarþolið er allt í hægri hluta byggingarinnar. Kannski er þetta sumarbústaður?
Þessi varðstöð fellur ekki beinlínis að landslaginu. En sumir upplifa landslagið sterkt þegar farið er þarna um. Einkum þeim sem er snúið við. Þá er betra að vera ekki lofthræddur.
Þetta veitingahús í Kína er ekki heldur fyrir lofthrædda. Gönguleiðin er eftir tágarbrú sem sveiflast til og frá þegar eftir henni er gengið. Þunnt og gegnsætt tauefni tekur ekki fallið af ef menn hrasa.
Þessi gönguleið í Hunan í Kína er öruggari. En samt ekki fyrir lofthrædda. Þarna eru þó járnbent handrið sem hægt er að grípa í ef manni verður fótaskortur. Gönguleiðin er varasöm í frosti. Þá eru tröppurnar nefnilega hálar.
Spaugilegt | Breytt 25.9.2012 kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.9.2012 | 23:56
Klúður í tónlistarverðlaunum
Spaugilegt | Breytt 15.9.2012 kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2012 | 22:26
Skemmtileg húðflúr
Rauðhálsar (rednecks) eru þeir kallaðir. Uppruni nafnsins er óljós. Sumir rekja hann til sólbrenndra hálsa á fátækum, ómenntuðum hvítum bændum, bograndi á ökrum í suðurríkjum Bandaríkja Norður-Ameríku. Aðrir telja nafnið tengjast rauðum hálsklútum sem innflytjendur frá Skotlandi báru.
Hver sem uppruni nafnsins er þá nær það ennþá yfir fátækt, ómenntað hvítt Suðurríkjafólk. Þetta fólk er stolt af því að vera rauðhálsar, ómenntað og finnst upphefð af fáfræði sinni. Það fylgist ekkert með fréttum og fréttatengdu efni. Það veit fátt um heiminn utan síns ranns, en fyrirlítur norðurríki Bandaríkjanna, Obama, útlönd, lögguna og er bullandi rasistar. Jafnframt afar kirkjurækið og kristið.
Norðurríkjamenn og fleiri gera grín að rauðhálsum. "Hafnarfjarðarbrandarar" um rauðhálsana fljúga þvers og kruss um netheima og út um allt. Enda af nógu að taka. Rauðhálsarnir sjálfir eru ólatir við að pósta á netið ljósmyndum af því hvað þeir eru útsjónarsamir við að "redda hlutunum". Þegar eitthvað bilar þá lagar rauðhálsinn það með því sem hendi er næst. Hann leggur ekkert upp úr því að fínpússa hlutina. Þvert á móti vill hann rígmontinn að allir sjái hvernig hann reddaði málunum.
Það er gaman að spjalla við rauðhálsa. Fáfræði þeirra og ranghugmyndir um heiminn gera mann af og til orðlausan. En þetta er ljúft fólk og almennilegt - svo framarlega sem viðmælandinn er hvítur.
Í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum sýndum hérlendis er nafnið redneck oftast þýtt sem sveitalubbi.
Það er gaman að húðflúrum rauðhálsa. Þau einkennast af því að vera klaufalega unnin. Hér er dæmi:
Ég verð að hafa myndina svona stóra til að listaverkið njóti sín. Rauðhálsinn teiknar sín húðflúr sjálfur.
Þessi teiknaði mynd af hundinum sínum. Efst setti hann upphafsstafi síns nafns. Þannig túlkar hann hvað þeir félagarnir eru góðir vinir.
Ég er ekki klár á því hvað Rebelicious þýðir. Mér dettur í hug að þetta sé afbrigði af orðinu rebellious (uppreisnarseggur). Rauðhálsar vilja gjarnan skilgreina sig sem uppreisnarmenn. Þeir telja sig vera í uppreisn gegn ríkisvaldinu, stjórnvöldum og ýmsu öðru. Þeir hampa víða slagorðinu "Suðurríkin munu rísa á ný" (The South Will Rise Again). Þeir álíta sig vera kúgaða af Norðurríkjunum (damn Yankees) og það situr í þeim að þrælahald var bannað.
Þetta er ekki versta stafagerðin á húðflúri rauðháls. Að vísu er ósamræmi í hæð stafanna og útliti. R,D og N eru þykkir hlunkar en E, C og K léttir, opnir og töluvert efnisminni.
Daman sem ber þetta húðflúr teiknaði það til minningar um látinn föður sinn. Hún kemur þarna fyrir fæðingardegi hans og dánardegi; uppáhalds hattinum hans, byssu og veiðistöng. Til að túlka veiðivatnið í nágrenninu sýnir hún grænan fisk stökkva upp úr því. Á fésbókarsíðu hennar rigndi inn hrósyrðum fyrir þessa snilli. Jafn glæsilegt húðflúr hafði enginn séð.
Texas-kántrý:
Spaugilegt | Breytt 14.9.2012 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
12.9.2012 | 00:17
Furðulegt og óvænt veðurfar
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)