Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Veitingahússumsögn

 
-  Réttur:  Mínútulambasteik með bakaðri kartöflu
-  Veitingastaður:  Grill 66,  Olís við Álfheima
-  Verð: 2150 kr.
-  Einkunn:  ***1/2 (af 5)
.
  Fyrst:  Áður en lestur hefst er áríðandi að setja myndbandið hér fyrir ofan í gang.  það er dæmigerður Amarillo slagari.  Hann þarf að hljóma undir lestrinum. 
  Hefst þá frásögn:  Frumleiki í nafngiftum einkennir veitingastaðinn í Olís bensínstöðinni við Álfheima.  Veitingastaðurinn ber nafn þjóðvegar 66 á Vestfjörðum.  Mínútulambasteikin á matseðlinum er kölluð Amarillo.  Eins og flestir vita þá er liturinn gulur kallaður amarillo í spænsku.
  Vestur í Bandaríkjum Norður-Ameríku er lítið 200 þúsund manna þorp sem heitir Amarillo.  Nafnið er dregið af gulum rósum sem þar vaxa og einkenna tún og engi.  Eitthvað segir mér að nafnið á réttinum sé dregið af þorpinu fremur en gulum lit.
  Eitt sinn dvaldi ég í hálfan annan mánuð í Amarillo.  Þar er fátt sem minnir á mínútulambasteikina á Grilli 66.  Lambakjöt varð hvergi á vegi mínum í Amarillo.  Ég held að það þekkist ekki þar um slóðir.  Nautakjöt er mest áberandi.  Fjórðungur alls nautakjöts í bandarískum matvöruverslunum kemur frá Amarillo.  Til hátíðisbrigða snæða íbúar Amarillo hænur, svín, humar og steinbít.  Einnig skjóta þeir smáfugla sem ég man ekki nafn á og borða brjóstið á þeim eins og snakk.   
  Eitt sinn fékk ég inn fyrir mínar varir svo sterkt krydd að til því að ná anda skellti ég í mig fullu glasi af whiskýi.  Sá drykkur bragðaðist eins og bragðlaust vatn í því tilfelli.  
  Um þriðjungur íbúa Amarillo er af mexíkóskum uppruna.  Maturinn dregur algjörlega dám af því.  Chili-krydd er áberandi ásamt hvítlauk,  allskonar korni, tortilla vefjum,  hörðum tortilla skeljum,  tortilla-flögum og salsa,  bökuðum baunum, maísstönglum og jalapenó.  Þekktasti rétturinn er Chili corn carne.
  Þegar nafn þorpsins Amarillo ber á góma brjótast fram minningar um vel kryddaðan og bragðsterkan mat.  Meðal annars þess vegna voru vonbrigði hvað mínútulambasteikin á Grilli 66 er bragðlaus.  Blessunarlega var hún vel steikt í gegn - þrátt fyrir að vera kynnt sem mínútusteik.  Ekkert rautt blóð.  Bara mjúkt brúnt kjöt,  alveg eins að utan og í gegn.     
  Uppistöðu meðlætið er óvenju vegleg hrúga af jöklasalati.  Það er líka bragðlítið.  Ofan á jöklasalatshrúguna er lögð ein tómatsneið, skorin í tvennt, og gusa af hvítri dressingu.  Tómatsneiðin gerir máltíðina litríkari.  En lítið meira.  Ein þunn tómatsneið breytir litlu um bragðgæði máltíðar.  Það væri meiri reisn yfir tveimur tómatsneiðum.  Eða þá að agúrkusneiðar fylgdu einnig með.  Annað við réttinn er gott:  Pönnusteiktur laukur og sveppir gefa hátíðarbragð.  Einnig bakaða kartaflan.  Saltstaukur liggur frammi á borðum.  Piparstauk vantar þegar um bragðlítinn málsverð er að ræða..   
   
bökuð kartafla og mínútusteikjöklasalat
  Aðrar nýlegar veitingaumsagnir: 

Það er stórhættulegt að ræna

  Margir halda að það sé lítið mál að ryðjast vopnaður inn á matsölustað eða verslun og ræna þaðan öllum peningum úr peningakassanum eða öðru.  Hið rétta er að það er stórhættulegt.  Jafnvel lífshættulegt.  Ekki aðeins fyrir starfsfólk viðkomandi staðar heldur einnig fyrir ræningjann. 

  Þegar ég dvaldi við Oxford-stræti í London um daginn gerðist einmitt þetta:  Tveir menn komu akandi á stolnum mótorhjólum að skartgripaverslun Johns Gowings á Oxford-stræti að morgni dags.  Þeir stukku inn í búðina án þess að taka af sér hjálmana.  Þeir hlupu um og smössuðu gluggarúðu með exi.  Viðskiptavinur búðarinnar tók þessu illa og brá fæti fyrir annan ræningjann.  Sá kútveltist um gólfið og stóð ekki aftur upp.  Hann fékk hjartaáfall og dó.

   Talið er að ræninginn hafi verið við það að springa úr taugaveiklun og spennu undir því álagi að ræna búð.  Fallið í gólfið hafi aukið á taugaveiklunina og spennuna í meira mæli en ræninginn þoldi.

john_gowing_jewellers.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

  Það þekkja kannski ekki margir Íslendingar skartgripaverslun Johns Gowings.  Hún lætur ekki mikið yfir sér þarna í Oxford Covered Market.  Sú verslunarmiðstöð fer ekki framhjá neinum sem röltir um Oxford-stræti.


mbl.is „Ég lét þau óttast um líf sitt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta mjólk í heimi

  Tveir enskir bræður selja dýrustu mjólk í heimi.  Það er togast á um hvern dropa af henni.  Hún þykir svo rosalega góð.  Bretar selja allan vökva í hálfpottsskammti (570 millilítrar).  Bræðurnir selja hálfpottinn af mjólkinni á 250 sterlingspund (45 þúsund íslenskar krónur). 

  Leyndarmálið á bak við bragðgæði mjólkurinnar er margþætt.  Að hluta til liggur það í fóðrinu sem kúnum er gefið.  Það samanstendur af sérinnfluttu korni úr svissnesku Ölpunum annars vegar og hinsvegar japönsku þangi.  Mestu máli skiptir hinsvegar að þegar bræðurnir eru ekki að fóðra beljurnar þá fer vinnudagur þeirra í að gefa kusunum notalegt höfuðnudd tímunum saman.  Það gefur mu-mu góða tilfinningu.  Þeim líður vel.  Það skilar sér í góðri mjólk.    

  Þetta geta íslenskir bændur tekið sér til fyrirmyndar.  Þeim þykir hvort sem er gaman að nudda;  standa í þessu eilífa nuddi.  Nóg er til af þangi við Íslandsstrendur.  Það er spurning með kornið.  Kannski vex korngras við Vatnajökul?


Brandari í íslenskri auglýsingu orðinn að veruleika

hurðin úr heimili Pauls

  Munið þið eftir Lottó-auglýsingunum með Jóni Gnarr?  Þar lék hann Lýð Oddsson.  Sá hafði margt fróðlegt að segja um líf sitt sem auðmanns í kjölfar þess að vinna í Lottói.  Fyndnasta sjónvarpsauglýsingin gekk út á það að Lýður hefði fjárfest í hurð.  Hurðin var áður í eigu söngvarans Barrys Manilows.

  Fyndni brandarans lá í langsóttri veruleikafirringu tengdri fræga (Séð og heyrt) fólkinu.  Eða hvað?  Fyrir helgi var sett í sölu hurð úr húsi sem hýsti bítilinn Paul McCartney á unglingsárum hans.  Paul bjó í húsinu í örfá ár frá 13 ára aldri.  Síðar gekk Paul til liðs við skólahljómsveit Johns Lennons,  Quarrymen.  Hún breyttist í The Beatles og starfaði í Þýskalandi áður en heimsfrægðin bankaði á dyr.  Ekki samt sömu dyr og voru nú til sölu.  Ási heitinn vinur minn (bróðir Röggu Gísla) sá The Beatles skemmta í Þýskalandi á sínum tíma.  Það er önnur saga.

  Um er að ræða hrörlega gulgræna útihurð.  Uppsett verð fyrir hurðina var um milljón ísl. kr.  (5000 sterlingspund).  1970 var hurðin tekin úr umferð og sett í geymslu.  Þegar á reyndi var togast á um hurðina og hún að lokum seld á 1,5 millj. ísl. kr. (7500 sterlingspund). Kaupandinn hyggst leyfa Bítlaaðdáendum að taka ljósmynd af sér gegn greiðslu við hurðina.  Á hurðinni er póstlúga sem þeir geta smeygt í gegn umslagi merktu sér.  Þetta fjárfesting til lengri tíma. 


Ísland í 1. sæti yfir þau lönd sem best er að sækja heim

bestu lönd að sækja heim

  Í sunnudagshefti breska dagblaðsins Daily Mail er að finna áhugaverðan lista yfir þau lönd heims sem best er að sækja heim.  Listinn er einkar áhugaverður fyrir okkur Íslendinga.  Við elskum að ferðast.  Svona listi hjálpar okkur að velja næsta áfangastað.  Ennþá áhugaverðara fyrir okkur er að Ísland trónir í 1. sæti á listanum. 

  Fyrirsögn greinarinnar er:  "Vinalegustu lönd heims?  Nýtt heimskort leiðir í ljós að Ísland er svalasti staðurinn til að heimsækja í fríi (en reynið forðast Bólivíu)" 

  Í meginmálstextanum eru Íslendingar sagðir vera vingjarnlegasta fólk heims,  samkvæmt WEF (The World Economy Forum).  Verstu lönd að heimsækja eru:

140. sæti:  Bólivía

139.  Venesúela

138.  Rússland

137.  Kúveit

136.  Lettland

135.  Íran

134.  Pakistan

133.  Slóvakía

132.  Búlgaría

131.  Mongólía


Það sem skiptir mestu máli

  Einu sinni voru tveir menn að eltast við sömu dömuna.  Þetta var fyrir meira en hálfri öld eða eitthvað álíka.  Kröfur sem konur gerðu til karlmanna á þeim tíma voru ekki nákvæmlega þær sömu og á þessari öld.  Mennirnir tveir stóðu jafnt að vígi til að byrja.  Skyndilega átti annar þeirra ekki möguleika.  Ástæðan var sú að hinn komst yfir símtæki.  Daman þurfti ekki að hugsa sig um tvisvar við þau tímamót.  Maður sem átti síma var ómótstæðilegur.  Nokkrum dögum síðar leiddi símaeigandinn dömuna upp að altari.

  Sagan endaði reyndar ekki þarna.  Símtækið reyndist vera bilað og komst aldrei í lag þegar á reyndi.   Hjónabandið stóð af sér það áfall.  Enda var konan orðin ólétt þegar fullreynt var með símtækið.

 maður óskast


mbl.is Bóndi óskast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byltingarkennd hönnun

  Fréttir frá umheiminum berast seint og illa til íbúa í Norður-Kóreu.  Jafnvel þeir hæst settu í Norður-Kóreu - sem búa ekki við eins harða ritskoðun og almenningur - sitja uppi með allskonar brenglaðar hugmyndir af veruleikanum.  Upplýsingaflæðið er svo takmarkað og misvísandi. 

  Nýverið barst - eftir krókaleiðum - leiðtoga Norður-Kóreu,  Kim Jong Un,  til eyrna óljóst slúður um að Hussein,  forseti Bandaríkja Norður-Ameríku,  ætti vatnsrúm.   Kim vildi eðlilega ekki vera eftirbátur Husseins.  Báðir leiðtogar norður-ríkis sem á kjarnorkuvopn og samstíga um margt fleira.

  Kim setti færustu verkfræðinga og hönnuði Norður-Kóreu umsvifalaust í það verkefni að hanna fyrir sig vatnsrúm.  Til að trompa kollegann í Norður-Ameríku bað Kim um að sitt vatnsrúm væri með áföstu lesljósi - svo að hann geti lesið ljóð eftir föður sinn undir svefninn. 

  Útkoman fór fram úr björtustu vonum.  Vatnsrúmið þykir einstaklega smart.

vatnsrúm 

 


mbl.is Sprenging talin í undirbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk plata fer á flug á ebay

 

  Ég kann ekkert á ebay og veit harla lítið um það fyrirbæri.  Þetta er einhverskonar uppboðsvefur.  Hlutir eru boðnir til sölu á vefnum og áhugasamir notendur bjóða í gripinn.  Þegar seljandinn er orðinn sáttur við hæsta boð gerir hann sér lítið fyrir og samþykkir boðið.  Þá verður kaupandinn glaður. 

  Íslenskar plötur eru sjaldgæfir hvítir hrafnar á ebay - að mér skilst.  Enda kannski ekki margir í heiminum sem þekkja til íslenskra platna - ef frá eru taldar plötur Bjarkar og Sigur Rósar. 

  Nú bregður svo við að byrjað er að togast á um plötuna  Dawn Of The Human Revolution  með Herberti Guðmundssyni.  Platan inniheldur ofursmellinn  Can´t Walk Away.  Um er að ræða vinyl-útgáfuna.  Hæsta boð er 29 dollarar, eins og er (x 125 íslenskar kr. = 3625 krónur).  Næsta víst er að það á eftir að hækka.

  http://www.ebay.com/itm/Herbert-G-Dawn-Of-The-Human-Revolution-LP-Iceland-pop-/110731885844?pt=Music_on_Vinyl&hash=item19c8227d14 


Auðvelt að verjast bílaflakki

  Algengt er að bílar fari á flakk.  Þeir renna burt.  Þeir fjúka burt.  Þeir fljúga burt.  Þeim er stolið.  Það er til einföld aðferð sem kemur í veg fyrir öll slík óhöpp.  Aðferðin felst í því að leggja við ljósastaur eða aðra jarðfasta hluti og tjóðra bílinn rækilega við þá.  Til að mynda með því að kaupa ódýran reiðhjólalás.  Einhverjum kann að finnast það vera haldlítil vörn gegn bílaþjófum.  Auðvelt er að klippa reiðhjólalás í sundur.  Málið er að bílaþjófar eru heimskir.  Þeir fatta þetta ekki og sniðganga tjóðraða bíla.

  Það er líka hægt að bora með steinbor í malbikið og festa bílinn með böndum.

bill_festur_ni_ur.gif

bill_tjo_ra_ur.jpglitill_bill_me_storum_las.jpg


mbl.is Bíll flaug á hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmyndarumsögn

 

 - Titill:  Identity Thief

 - Leikstjóri:  Seth Gordon

 - Leikarar:  Jason BatemanMelissa McCarthy o.fl.

 - Kvikmyndahús:  Háskólabíó

 - Einkunn: *** (af 5)

   Upphaf myndarinnar lofar ekki góðu.  Hún hefst á barnalegum aulahúmor og fyrirsjáanlegum klisjum.  En svo braggast myndin þegar á líður,  Úr verður þokkaleg skemmtun.  Þar á meðal æsilegur bílaleikur og af og til dálítil spenna. 

  Myndin fjallar um starfsmann hjá fjárfestingafyrirtæki í Colorado.  Hann verður fyrir því að greiðslukort hans er klónað.  Gerandinn er siðblind kona í Flórída.  Hún tæmir inneign mannsins.  Við það fer tilvera hans á haus.  Hann leitar konuna uppi og reynir að semja við hana um að leysa málið í góðu.  Hún þráast við til að byrja með en verður samvinnuþýðari þegar harðsvíraðir leigumorðingjar fara að herja á þau.  

  Sagan er óttalegt bull.  Það má brosa og hlæja af ýmsum uppákomum.  Hollywood væmni kryddar framvinduna af og til. Þær senur eru leiðinlegar.  Samt.  Væmnin brýtur upp grínsenurnar.  Þegar upp er staðið er Identity Thief ágæt grínmynd með spennuívafi sem skilur lítið eftir. Kannski má með vilja lesa út úr sögunni gagnrýni á ríflega sjálftökubónusa toppanna hjá fjármálafyrirtækjum á meðan launataxta þeirra lægra settu er haldið niðri.
 
  Þetta er ekki "verður-að-sjá" mynd.  En upplögð til að kíkja á,  svona til að gera sér eitthvað til gamans eina kvöldstund. 
.
  Umsögn um kvikmyndina Jagten:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1288355/

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.