Fćrsluflokkur: Pepsi-deildin

Pólverjar svindla á Íslendingum

  Eftirfarandi fékk ég sent og er tekiđ af vef fjölmiđlafrćđinema í Háskólanum á Akureyri,  Landpósti (http://landpostur.is/news/polverjar_hagnast_ologlega_a_islenskum_ponkurum/).  Fréttinni fylgir athugasemd frá ungri stúlku,  Elísu,  sem varar viđ ţví ađ ég sé óáreiđanleg heimild.  Ég er búinn ađ segja:  "Skamm,  skamm" viđ hana.  Enda er allt satt og rétt sem ég hef skrifađ um ţetta mál.  Og rúmlega ţađ (hvernig sem ţađ er hćgt).

  Ef Elísa er fjölfrćđinemi fćr hún falleinkunn fyrir óvönduđ vinnubrögđ.  En góđu fréttirnar eru ţćr ađ hún getur bćtt sig.  Lćrt af ţessum mistökum og komiđ tvíefld til leiks. 

  Sem gamalreyndur blađamađur til 30 ára votta ég Landpósti góđ vinnubrögđ.  Ţarna er góđ blađamennska í heiđri höfđ:  Komiđ strax ađ kjarna máls í fyrirsögn;  inntak fréttar afgreidd í stuttri og skilmerkilegri frásögn;  vitnađ í viđbrögđ ţess sem máliđ varđar og vísađ í heimildir ásamt nánari upplýsingar um umfjöllunarefniđ.  Vel skrifuđ frétt í líflegri framsetningu.  Einkunn: 10,  A+.

-------

Pólsk plötuútgáfa svindlar á íslenskum pönkurum

Chainlike Burden fellur vel í Pólska pönkara. Mynd: myspace.com/iadapt
Chainlike Burden fellur vel í pólska pönkara. Mynd: myspace.com/iadapt
Komiđ hefur á daginn ađ síđasta plata íslensku harđkjarnasveitarinnar I Adapt er seld ólöglega í vefverslun pólsku plötuútgáfunnar Spook Records. Máliđ kom upp ţegar ađ bloggarinn Jens Guđ fjallađi um sveitina á bloggsíđu sinni á dögunum. Hann hafđi ţá rekist á tvćr stćrđar greinar um sveitina í tveimur pólskum tónlistartímaritum.

Eftir birtingu fćrslunnar skrifar Birkir, söngvari sveitarinnar, athugasemd viđ fćrsluna og segir ađ útgáfan hafi aldrei veriđ borin undir sveitina og kom hann algjörlega af fjöllum.

Platan sem um er ađ rćđa ber nafniđ Chainlike Burden og kom út áriđ 2007. Stuttu eftir útgáfu hennar lagđi sveitin upp laupana. Platan fékk góđar viđtökur á sínum tíma og var međal annars tilnefnd sem plata ársins í Morgunblađinu.

Hér er tengill á plötuna á heimasíđu Spook records

Frábćrlega fyndnar ljósmyndir

hundur handtekinna-frábćr-mynd-14

  Ţađ er eitthvađ skrítiđ viđ ţessar myndir.  Ţađ er ekki í öllum tilfellum augljóst viđ fyrstu sýn.  En ţegar betur er ađ gáđ ţá er ţetta lúmskt dálítiđ broslegt.  Mér voru sendar ţessar myndir og hló.  Vonandi lađa ţćr líka fram bros hjá ţér.

a-frábćr-mynd-9fuglar bannađira-frábćr-mynd-7mistök11


Íslenskar plötur í pólskum plötubúđum

  Ţegar ég fer til útlanda ţykir mér gaman ađ fletta í gegnum plötulager ţarlendra plötuverslana.  Ţađ er rosalega gaman ađ sjá íslenskar plötur í útlendum plötubúđum.  Veit ekki alveg hvers vegna.  Ţetta er bara svona.  Á dögunum var ég í Póllandi og heimsótti ţar allar plötubúđir sem ég fann.  Í stćrstu plötubúđakeđju Póllands eru helstu nöfn flytjenda merkt sérstaklega.  Ţađ eru um ţađ bil 3 nöfn merkt sérstaklega í hverjum upphafsstaf stćrstu nafnanna:  Bítlanna,  The Rolling Stones,  Bob Dylan,  The Clash og,  já,  Björk.  Björk er greinilega risanafn í pólskum plötubúđum.  Ţar eru í bođi allar sólóplötur hennar og margar smáskífur.  Samtals 15 - 20 titlar.

  Mér til undrunar fann ég enga plötu međ Sigur Rós.  En nýjustu plötu Emilíönu Torrini og plötur međ pönksveitinni I Adapt og Blásarakvintett Reykjavíkur.  I Adapt er áberandi nafn í Póllandi (les nýlegar fćrslur mínar) en ţađ kom virkilega á óvart ađ sjá plötu međ Blásarakvintett Reykjavíkur í pólskum plötubúđum. 

   Ég hef grun um ađ viđ Íslendingar séum ekki međvitađir um hvađ Emilíana Torrini er stórt nafn í alţjóđapoppinu.   Fyrir áratug var ég ađ rúnta á bílaleigubíl í Ţýskalandi í nokkra daga.  Ţá heyrđi ég í útvarpi í tvígang lag međ Emilíönu spilađ.  Annarsvegar í ţýskri útvarpsstöđ og hinsvegar í franskri útvarpsstöđ.   

  Í pólsku plötubúđunum fann ég einnig plötu međ íslenska ríkisborgaranum Vladimir Askinasi (sennilega vitlaust stafsett) ţar sem hann spilar á píanó lög eftir Chopin.    


Önnur íslensk hljómsveit kynnt í pólsku rokktímariti

  Í nćstu fćrslu á undan ţessari sagđi ég frá íslenskri rokkplötu sem er í sviđsljósinu í Póllandi um ţessar mundir (sjá:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/810899/ ).  Ţar međ er ekki öll sagan sögđ.  Í nýjasta hefti eins helsta rokkblađs Póllands,  Pasazer,  er ţriggja blađsíđna grein um íslensku hljómsveitina Purrk Pillnikk. 

  Ekki nóg međ ţađ.  Blađinu fylgja tvćr safnplötur.  Önnur inniheldur pólska rokkmúsík.  Hin inniheldur alţjóđlegar pönkađar rokkperlur frá hljómsveitum á borđ viđ hina stórkostlegu Anti-Flag,  Nuclear Death Terror,  Chuck Ragan og Purrk Pillnikk.  Lagiđ međ Purrknum er  Tíminn

  Greinin um Purrkinn er vel unnin.  Blađamađurinn virđist vera ţokkalega vel ađ sér um íslenska pönkiđ.  Fjallar um kvikmyndina  Rokk í Reykjavík,  vitnar til frumkvöđlastarfs Frćbbblanna og tengir Purrkinn viđ Kukliđ og Sykurmolana.  Ađ hluta er greinin byggđ á viđtali viđ Einar Örn,  söngvara Purrksins.  Greinin er skreytt fjölda ljósmynda.  Međal annars tveggja mynda úr Poppbókinni sem ég skrifađi 1983.  Ţađ ţykir mér merkilegt og bendir til ţess ađ blađamađurinn hafi gert sér ferđ til Íslands viđ vinnslu á greininni.


Meira af Póllandsferđinni

chopin airport 1

  Ţađ tekur um fjóra klukkutíma ađ fljúga frá Íslandi til Póllands.  Álíka langan tíma tekur ađ fljúga frá Póllandi til Íslands.  Í báđum tilfellum miđast viđ ađ fćrđ sé ţokkaleg,  flugstjórinn sé ekki ađ drolla neitt og fljúgi bara stystu leiđ.  Ađal flugvöllurinn í Varsjá heitir Chopin.  Áríđandi er ađ rugla honum ekki saman viđ tónskáldiđ og píanistann Chopin.  Samt er tenging ţarna á milli.  Flugvöllurinn - eins og margt fleira í Varsjá - er nefndur í höfuđiđ á tónskáldinu.  Meira um ţađ síđar.

  Chopin flugvöllurinn er stađsettur á svipuđum stađ í Varsjá og Reykjavíkurflugvöllur í Reykjavík.  Ţađ er margvísleg hagrćđing fyrir almenning ađ hafa ţessa flugvelli stađsetta ţar sem ţeir eru.  Til ađ mynda er auđvelt ađ ferđast fyrir lítinn pening í strćtó til og frá ţessum flugvöllum.  Ţađ er lúxus ađ geta gengiđ út fyrir flugstöđina og ţar ađ strćtóbiđskýli í hlađvarpanum;  sest upp í nćsta strćtó og veriđ kominn niđur í miđbć á örfáum mínútum.

  Fargjaldiđ kostar 94 kr.  (2,80 pólskar krónur).  Fargjald í pólskum strćtisvögnum er mishátt eftir ţví hvađ ţjónustan er góđ.  Ţeim mun styttra sem er á milli ferđa ţví lćgra er verđiđ. 

  Íslenskir bankar selja ekki pólskan pening.  Ég tók međ mér evrur og greiđslukort.  Pólskar verslanir,  hótel,  pöbbar eđa önnur fyrirtćki taka ekki viđ annarri mynt en pólskri.  Sem betur fer uppgötvađi ég snemma ađ ţađ er miklu dýrara ađ nota kort í Póllandi en brúka Johnny Cash (reiđufé).  Ţegar greiđslukort er notađ er upphćđin yfirfćrđ í dollara og síđan í íslenskar krónur.  Eitthvađ misgengi gerir ţađ ađ verkum ađ pólski peningurinn verđur miklu dýrari en ţegar skipt er úr evru.  Ţađ munar töluverđu.  Gćtiđ ađ ţví ţegar ţiđ fariđ til Póllands. 

  Ţađ er margt fleira sameiginlegt međ Varsjá og Reykjavík en vel stađsettir flugvellir.  Hvorutveggja eru ţetta höfuđborgir.  Báđar ljótar.  Sem ađ hluta rćđst af ţví hvernig mörgum ólíkum byggingastílum er hrúgađ saman ţannig ađ byggingarnar draga hver ađra niđur.

  Helstu kennimerki beggja borganna eru byggingar sem sjálfhverfir einrćđissinnađir stjórnmálamenn létu reisa sem minnisvarđa um sjálfa sig.  Í Varsjá sést menningar- og vísindaturnsbygging hvađan sem er í borginni.  Á turninum er stór klukka.  Úr eru ţess vegna sjaldséđ í Varsjá.  Menn gjóa bara auga í átt ađ turninum.  Hann er nćstum kvartkílómetri á hćđ (mig minnir um 240 metrar).  Hér sést efri hluti turnsins:

Warsaw3

  Stalín lét reisa ţessa byggingu.  Perlan sem Davíđ Oddsson lét byggja í Reykjavík er flottari.   Ráđhúsiđ sem hann lét reisa í andstöđu viđ Reykvíkinga er hinsvegar ljótari.  Ţegar allt er vegiđ saman er jafntefli hjá Stalín og kallinum í Svörtuloftum á ţessu sviđi.  Hér sést meira af turnbyggingunni.  Í samanburđi viđ bílana sést glöggt stćrđ hennar:

Warsaw-centrum

  Í nágrenni viđ turninn standa nokkrir skýjakljúfar í gjörólíkum byggingarstíl:

Warsaw

  Myndin efst er af bar á Chopin flugvelli.  Ég nennti ekki ađ skođa neitt annađ í flugvallarbyggingunni.  Eđa réttara sagt átti ekki erindi annađ ţar á bć.


Hvađ hefur orđiđ um alla flugfarţegana?

frihofn1 

  Ţriđjudaginn 10.  febrúar síđastliđinn lagđi ég land undir fót.  Hélt til Póllands.  Ţađ var mín fyrsta utanlandsferđ eftir frjálshyggjuhruniđ.  Undanfarin ár hef ég reglulega átt erindi til útlanda um ţađ bil ţrisvar á ári.  Venjan var sú ađ langar biđrađir voru viđ innritun í flugstöđinni í Sandgerđi.  Allt gekk hćgt fyrir sig og í Fríhöfninni var ćtíđ krökkt af viđskiptavinum.  Innritunarborđum fjölgađi jafnt og ţétt.  Verslunarsvćđíđ stćkkađi jafnframt dag frá degi.

  Nú brá hinsvegar svo viđ ađ flugstöđin var eins og draugabćli.  Engin röđ var viđ ţau tvö innritunarborđ sem voru opin.  Um rúmgott verslunarsvćđiđ vćfluđust innan viđ 100 manns.  Engan heitan mat var ađ fá nema súpu.  Verslanir voru rétt svo hálfopnar.  Rimlahurđir ţeirra voru niđri ađ hálfu.  Viđskiptavinir urđu ađ beygja sig til ađ komast inn fyrir.  Sumar rimlahurđir voru meira ađ segja svo lítiđ opnar ađ ţađ ţurfti ađ skríđa undir ţćr.

  Hvađ hefur orđiđ um alla flugfarţegana (spurt undir laglínunni  Where Have all the Flowers Gone)?  Ađspurđ upplýsti afgreiđsludama ađ eftir bankahruniđ vćri algengt ađ svona vćru rólegheitin.  Einkum ţó um helgar.  Sérstaklega á laugardögum.

  Ţegar ég snéri heim aftur ađ morgni miđvikudags í vikunni var álíka fámennt á svćđinu.

frihofn2frihofn

frihofn3

  • 1.    Green Tea Honey Drops
  • 2.    Proderm Sun Protection SPF 12
  • 3.    Lancome Bogage Deodorant Roll-on
  • 4.    Banana Boat After Sun
  • 5.    Kanebo Mascara 38°c Black
  • 6.    Lancome Hypnose Black 
  • 7.    Naomi Campbell Edt Spray
  • 8.    Hr Spectacular Mascara 
  • 9.    Dior Diorshow
  • 10.  Proderm Sun Protection SPF 20

 


Furđulegt myndband

  Einn kunningi minn var ađ fikta í tölvunni sinni.  Svo hnerrađi hann og allt í einu var međfylgjandi myndband komiđ inn á youtube.  Ţetta er alveg furđulegt dćmi.  Nćstu daga verđ ég staddur í reiđuleysi í Austur-Evrópu.  Ţar eru engar tölvur.  Bara fátćkt og eymd.  Ekkert heyrist frá mér.  En ég kem alltaf aftur.  Aftur og aftur.


Önnur tilkynning frá Sigga Lee Lewis

siggileelewis1 

TILKYNNING FRÁ SIGGA LEE LEWIS 

07/02/09


  Ég undirritađur,  er lýsti mig í bindindi fyrr í vikunni,  sjá fyrri tilkynningu 05/02/09  (http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/796076/),   geri nú hinum sömu vinum mínum og kunningjum vitanlegt ađ ég,  sakir ýmsa nauđsynja-orsaka er hafa síđan fyrir mig komiđ,  er nú genginn úr bindindinu aftur.

Siggi Lee Lewis,  Hafnarfirđi


Tilkynning frá Sigga Lee Lewis

Siggi Lee á Spáni

05/02/09

  Hér međ lýsi ég ţví yfir ađ ég, sem veriđ hefur ofhneigđur til ofdrykkju hin síđustu ár, er nú genginn í algert bindindi viđ nautn allra áfengra drykkja.

Siggi Lee Lewis,  Hafnarfirđi

---------------------------------------------

www.siggileelewis.blog.is

 


Svínsleg lýsing á íslenskum bankastjórnendum

bankastjórar

  Á ţennan einfalda og auđskilda hátt sýna útlendir fjölmiđlar ţróunarferli ţeirra sem fóru - og fara ennţá - međ ađalhlutverk í frjálshyggjukreppu íslensku hryđjuverkaţjóđarinnar.  Ţetta er ósvífin og ruddaleg útfćrsla,  eins og búast má viđ af útlendum fjölmiđlum.  Góđu fréttirnar eru ţćr ađ Ísland er komiđ á heimskortiđ.  Ţađ sagđi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ţegar 1000 milljónum króna hafđi veriđ hent út um gluggann í vonlausa kosningabaráttu fyrir setu Íslands í öryggisráđi SŢ.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband