Íslenskar plötur í pólskum plötubúđum

  Ţegar ég fer til útlanda ţykir mér gaman ađ fletta í gegnum plötulager ţarlendra plötuverslana.  Ţađ er rosalega gaman ađ sjá íslenskar plötur í útlendum plötubúđum.  Veit ekki alveg hvers vegna.  Ţetta er bara svona.  Á dögunum var ég í Póllandi og heimsótti ţar allar plötubúđir sem ég fann.  Í stćrstu plötubúđakeđju Póllands eru helstu nöfn flytjenda merkt sérstaklega.  Ţađ eru um ţađ bil 3 nöfn merkt sérstaklega í hverjum upphafsstaf stćrstu nafnanna:  Bítlanna,  The Rolling Stones,  Bob Dylan,  The Clash og,  já,  Björk.  Björk er greinilega risanafn í pólskum plötubúđum.  Ţar eru í bođi allar sólóplötur hennar og margar smáskífur.  Samtals 15 - 20 titlar.

  Mér til undrunar fann ég enga plötu međ Sigur Rós.  En nýjustu plötu Emilíönu Torrini og plötur međ pönksveitinni I Adapt og Blásarakvintett Reykjavíkur.  I Adapt er áberandi nafn í Póllandi (les nýlegar fćrslur mínar) en ţađ kom virkilega á óvart ađ sjá plötu međ Blásarakvintett Reykjavíkur í pólskum plötubúđum. 

   Ég hef grun um ađ viđ Íslendingar séum ekki međvitađir um hvađ Emilíana Torrini er stórt nafn í alţjóđapoppinu.   Fyrir áratug var ég ađ rúnta á bílaleigubíl í Ţýskalandi í nokkra daga.  Ţá heyrđi ég í útvarpi í tvígang lag međ Emilíönu spilađ.  Annarsvegar í ţýskri útvarpsstöđ og hinsvegar í franskri útvarpsstöđ.   

  Í pólsku plötubúđunum fann ég einnig plötu međ íslenska ríkisborgaranum Vladimir Askinasi (sennilega vitlaust stafsett) ţar sem hann spilar á píanó lög eftir Chopin.    


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Jens ţú fannst enga plötur međ Sigur rós vegna ţess ađ ţćr seljast alltaf upp strax hitt rusliđ stendur í stađ í búđunum og fer svo loks á útsölum

Ómar Ingi, 1.3.2009 kl. 11:43

2 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ég veit ekki hvort plöturnar mínar muni koma til međ ađ rata inn á pólskan markađ! Enda mun ég einblína á Bandarískan markađ. Ađ vera međ markađ í Póllandi er svona eins og ađ labba á skíđum. Verđur ađ byrja á toppnum!

Siggi Lee Lewis, 1.3.2009 kl. 13:48

3 Smámynd: Ómar Ingi

hehehe Góđur Siggi

Ómar Ingi, 1.3.2009 kl. 16:01

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og kveđjur :=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.3.2009 kl. 16:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband