Fćrsluflokkur: Ljóđ
20.1.2013 | 00:03
Bubbi gefur "World Music from the Cold Seas" jákvćđa umsögn
"Ţađ hefur vel tekist til hér ađ flestu leyti ţó ég geti kannski ekki metiđ fyllilega hversu sanna mynd ţetta gefur af ţjóđlegri tónlist ţessara landa ţar sem hún er mér frekar framandi. En platan stendur sem góđ plata og henni er ef til vill frekar ćtlađ ađ sameina nútíđ og fortíđ ţví sumt af tónlistinni er kannski frekar samiđ í ţjóđlegum anda, byggt á gömlum stemmum og ljóđum."
Svo segir Bubbi um vest-norrćnu plötuna World Music from the Cold Seas. Hann skrifar reglulega yfirvegađa og vandađa plötugagnrýni af góđri ţekkingu og sanngirni. Hann greinir lögin á plötunni međal annars međ ţessum orđum:
"Ţađ er vel viđ hćfi ađ Grćnlenskur trommudans opni plötuna, en ţeir sem kannast viđ dönsk/grćnlensku myndina "Lysets hjerte" ćttu ađ ţekkja ţađ. Síđan er mćttur Fćreyingurinn Kristian Blak sem er dálitiđ allt í öllu í tónlistarlífi landa sinna og tengist 3/4 hlutum fćreyska efnisins hér og gott ef hann á ekki plötuútgáfuna Tutl sem gefur plötuna út. Hiđ fallega instrumental lag hans um öndina međ langa stéliđ er byggt á tónlist frá Austur Grćnlandi, en ég vissi fyrst ekki hvađan á mig stóđ veđriđ er trommudansarinn Anda hóf upp raust sína í hlutverki andarinnar undir lok lagsins. Viđ Anda Kuitse erum nú orđnir vinir.
Kristian Blak mćtir síđan aftur međ Yggdrasil og Eivöru Páls í The Eagle, hvar jassfílingurinn kitlar hlustirnar. Enn kemur Blak viđ sögu í Trana Trýta sem er úr instrumental svítu hans, Shalder Geo og byggt á fćreyskum sálmi. Hér svífur nettur Ţursaandi yfir vötnum... einhver órćđ jassrokk/progg stemmning. Innlegg Kristian Blak er međ ţví besta á plötunni, en víkingarokk sveitin Týr lokar hinum Fćreyska kafla... og plötunni međ Orminum langa, hinum aldna Fćreyska hringdansi sem margir hlustendur rásar 2 ćttu ađ kannast viđ...ţökk sé Guđna Má Henningssyni.
Heildar umsögn Bubba má lesa á: http://bubbij.123.is/blog/2013/01/05/645100/
World Music from the Cold Seas fćst í verslun Smekkleysu á Laugarvegi og eflaust víđar.
Ljóđ | Breytt 3.12.2016 kl. 08:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2013 | 01:38
Íslensk músík í sćnskum fjölmiđlum
Í sćnskum dagblöđum er dálćti á íslenskri músík áberandi. Í áramótauppgjöri sćnska dagblađsins Aftonbladet er eftirfarandi texti undir yfirskriftinni "Konsert" (hljómleikar ársins) yfir ţađ merkasta á árinu 2012: "Björks konsert i augusti paa Skeppsholmen i Stockholm. Istappar i vaaldig varm rymd, totalt minnsvard i allt."
Ég er ekki nógu góđur í sćnsku til ađ ţýđa ţetta yfir á íslensku.
Undir yfirskriftinni "Musik" er ţessi texti: "Sigur Rós album Valtari har gudomligt tröghet."
Í dagblađinu Dagens Nyheter var birtur listi yfir ţađ sem hćst mun bera í listum og menningu á árinu 2013. Undir yfirskriftinni "Júlí" er fyrirsögnin: "Sigur Rós á Hróarskeldu".
Danska fríblađiđ Gaffa liggur frammi í sćnskum plötubúđum. Í nýjasta hefti Gaffa er listi yfir 5 hápunkta Iceland Airwaves 2012. Frammistađa ţeirra hljómsveita sem rađast í 5 efstu sćtin er studd rökum og umsögn. Ţćr eru: Retro Stefson, Skúli Sverrisson, HighasaKite, Sólstafir og Sigur Rós. Til gamans má rifja upp ađ plata Sólstafa náđi 12. sćti á finnska vinsćldalistanum fyrir tveimur árum. Ótrúlega hljótt hefur veriđ um ţađ í islenskum fjölmiđlum.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
22.12.2012 | 02:08
Splunkunýtt lag međ yngri systur Eivarar
Elinborg Pálsdóttir er yngri systir Eivarar. Hún hefur veriđ ađ semja músík og spila og syngja međ hljómsveit en einnig sóló. Hér er splunkunýtt lag međ Elinborgu.
Eivör hefur nú selt yfir 120.000 eintök í Noregi af nýjustu plötu hljómsveitar sinnar, Vamp. Ţar syngur hún um systur sínar:
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2012 | 20:37
Plötuumsögn
- Titill: Himinbrim
- Flytjandi: Nóra
- Einkunn: *****
Ţađ var nokkuđ merkilegt hvernig íslenska hljómsveitin Nóra fjármagnađi sína ađra plötu, Himinbrim. Hljómsveitin leitađi til ađdáenda sinna úti í heimi. Og viti menn: Frá gjörvallri heimsbyggđ bárust fjárframlög sem gerđu hljómsveitinni kleift ađ hljóđrita og gefa út plötuna. Ţađ skemmtilega er ađ Nóra semur og syngur sín ljúfu lög á íslensku. Rétt eins og Sigur Rós.
Ljóđ | Breytt 19.12.2012 kl. 00:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2012 | 21:58
Hin jólalögin
Sumir hafa horn í síđu jólalaga. Segjast ekki ţola jólalög. Ţetta er hálf kjánaleg afstađa. Jólalög eru ekki afmarkađur músíkstíll. Ţađ má finna jólalög í flestum músíkstílum. (Eitt ţađ) flottasta er í írskum ţjóđlagarokksstíl, Fairytale of New York, međ Kirsty McColl og The Pogues. Ég á fína jólaplötu međ ýmsum bandarískum blúsurum. Önnur jólalög má finna í músíkstílum á borđ viđ reggí, kántrý, ţungarokki, djassi, sálmasöng, pönk og hvađ sem er. Heims um ból fagnar fólk sólrisuhátíđinni jólum međ söng og hljóđfćraleik. Hátíđ ljóss og friđar. Jólin eru góđ skemmtun í skammdeginu. Vottar Jehova, Amish-fólkiđ og fleiri sniđganga ţó jólin fyrir ţađ eitt ađ ţau séu upphaflega heiđin hátíđ. Ţađ er miđur. Jólin eru svo skemmtileg međ jólasveinum, jólaálfum, jólatré, jólagjöfum, veislumat, gott í skóinn og ţađ allt.
Vissulega er til eitthvađ sem fellur undir víđa skilgreiningu á dćmigerđu jólalagi: Létt popplag međ bjöllum, klingjandi gítarspili og einhverju svoleiđis. Ţau eru fyrirferđarmest í útvarpi. Hér eru nokkur sem sjaldnar er spiluđ í útvarpi:
Ţetta eru kátir piltar frá Atlanta í Bandaríkjunum.
Bresku anarkistarnir í Crass eru jólabörn. Á dögunum fékk borgarstjóri Reykjavíkur sér húđflúr međ lógói Crass. Crass héldu hljómleika á Íslandi á níunda áratugnum og gáfu út plötur međ íslensku hljómsveitinni Kukli.
Íslandsvinirnir í bresku hljómsveitinni The Fall gáfu út jólalag til minningar um John Quays sem lést af völdum of stórs skammts af heróíni.
Bandaríski rapparinn Snoop Doggy Dog stendur í ţeirri trú nú ađ hann sé endurborinn Bob Marley. En hann er sama jólabarniđ fyrir ţví.
Smá jólarokk.
Íslenskt jólarokk međ hljómsveitinni F.
Og Frćbbblarnir.
Ljóđ | Breytt 18.12.2012 kl. 12:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
14.12.2012 | 13:12
Forvitnileg og áhugaverđ plata
Fćreyska plötuútgáfan Tutl var ađ senda frá sér áhugaverđa safnplötu, World Music from the Cold Seas. Eins og nafniđ gefur sterklega til kynna ţá inniheldur hún ţjóđlega (etníska) tónlist frá Fćreyjum, Íslandi, Grćnlandi og Samalandi. Međal flytjenda eru Eivör, víkingametalssveitin Týr, Margrét Örnólfsdóttir, Kristian Blak og grćnlenska hljómsveitin Sume.
Af lögum á plötunni má nefna Ólaf Liljurós í flutningi Tryggva Hansen, Ormin langa međ Tý og Fćđing máfsins II međ Klakka. Klakki er hljómsveit Nínu Bjarkar Elíasson. Fćđing máfsins II er eftir hana og Sjón. Fallegt lag međ flottum texta.
Samtals inniheldur platan 16 lög, fjögur frá hverju ţví landi sem áđur er nefnt. Johan Anders Bćr er líklega sá af samísku flytjendunum sem best er ţekktur hérlendis. Hann átti til ađ mynda lag á safnplötunni vinsćlu Rock from the Cold Seas sem kom út fyrir 13 árum. World Music from the Cold Seas er einskonar sjálfstćtt framhald af ţeirri plötu. Lögin eru sungin á móđurmáli flytjenda.
World Music from the Cold Seas fćst í Smekkleysu á Laugarvegi og áreiđanlega í fleiri plötubúđum. Tékkiđ á plötunni.
Hér fyrir neđan er sýnishorn af ţví sem heyra má á World Music from the Cold Seas. Ţađ er međ grćnlensku hljómsveitinni Sume.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
13.12.2012 | 22:23
Stór og spennandi rokkhátíđ í Reykjavík og á Akureyri
Ol'Dirty Kalxa, í samvinnu viđ Restingmind Concerts, Norđurhjararokk og Rás 2, kynnir:
FJANDINN KICE METALFEST
14. des 2012 á Gauki á Stöng í Reykjavík og
15. des 2012 á Grćna Hattinum Akureyri
Í Reykjavík
L'ESPRIT DU CLAN (FR)
HANGMAN'S CHAIR (FR)
MOMENTUM
DIMMA
ANGIST
MOLDUN
OPHIDIAN I
ásamt DJ KIDDA ROKK
Á Akureyri
L'ESPRIT DU CLAN (FR)
HANGMAN'S CHAIR (FR)
MOMENTUM
SKURK
Á hátíđinni koma fram frönsku ţungarokkssveitirnar L'ESPRIT DU CLAN og HANGMAN'S CHAIR. Hátíđin er liđur í farandfestivali sem nefnist fullu nafni: "Fjandinn, Kicé qu'ŕ l'Chat VI : Breizh vs Iceland".
Hátíđin er hugarfóstur Íslandsvinarins Kalchat sem hefur skipulagt ţessa hátíđ síđan 2007. Hann vinnur hjá bókunarskrifstofunni Rage Tour sem er stórveldi í bransanum og sér m.a. um ađ bóka tónleika međ nöfnum eins og: Napalm Death, Crowbar, Agnostic Front, Biohazard, Entombed, Hatebreed, Madball, Sepultura, Sick of It All og Brutal Truth, ýmist í Frakklandi eđa út um alla Evrópu.
Hátíđin ferđast út um allt Frakkland. Nú er komiđ ađ ţví ađ halda hana á Íslandi.
Fjölmenni úr vinahópi Kalchat mćtir hingađ međ honum. Ţetta verđur mikiđ partý. Rokk- og metalhausum landsins er bođiđ til glćsilegrar veislu. Miđaverđi er ótrúlega lágt miđađ viđ umfang:
Miđaverđ: 1.500 í Reykjavík / 2.000 á Akureyri
Aldurstakmark: 18 ára
Húsiđ opnar 20, byrjar 21.
MIĐASALA RVK: http://www.midakaup.is/restingmind/fjandinn-kice-metalfest
Heimasíđa hátíđarinnar: http://www.kice.cc
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
9.12.2012 | 00:38
Skúbb! Eivör međ fjórfalda platínusölu í Noregi og vinyl!
Í áratug eđa svo hefur fćreyska söngkonan Eivör veriđ ástsćlasti erlendi tónlistarmađur á Íslandi. Einstakar plötur međ henni hafa veriđ ađ seljast í allt ađ 10 ţúsund eintökum. Jafnframt hefur Eivör margoft veriđ tilnefnd ţegar kemur ađ Íslensku tónlistarverđlaununum og íslensku leiklistarverđlaununum Grímunni. Hún hefur landađ ófáum verđlaunum.
Fćrri gera sér grein fyrir ţví hvađ Eivör er stórt nafn á hinum Norđurlöndunum. Einkum í Noregi og Danmörku. Hún hefur margoft hlotiđ tilnefningar og unniđ til verđlauna í Dönsku tónlistarverđlaununum. Lag međ Eivöru og danska rappdúettnum Nik & Jay náđi 1. sćti danska vinsćldalistans. Í Noregi er Eivör ennţá stćrra nafn.
Í gćr fékk Eivör viđurkenningu fyrir metsöluplötu í Noregi. Fjórfalda platínusölu. Samtals hafa selst ţar 120 ţúsund eintök af plötu međ hljómsveit hennar Vamp, Liten Fuggel. Platan hefur setiđ í efsta sćti norska sölulistans vikum saman. Á plötunni syngur Eivör m.a. gullfallegt lag sitt um systur sínar, Elísabeth og Elinborg.
Viđ sama tilefni var nýjasta sólóplata Eivarar, Room, gefin út á vinyl.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
10.11.2012 | 22:13
Músíksmekkur frambjóđenda reiđ baggamun
Ţegar lítill munur er á fylgi forsetaframbjóđenda í Bandaríkjum Norđur-Ameríku ţá getur músíksmekkur ţeirra ráđiđ úrslitum. Ţađ gerđist í tilfelli Husseins Obama og Mitts Romneys. Músíksmekkur ţess fyrrnefnda er meira sannfćrandi og á víđar snertiflöt međ hinum almenna Bandaríkjamanni. Eđa öllu heldur einhversskonar ţverskurđi af honum.
![]() |
Misskildu hvađ var ađ gerast í landinu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ljóđ | Breytt 11.11.2012 kl. 21:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2012 | 20:32
Spennandi hljómleikar Rustys, gítarleikara Pauls McCartneys, í Austurbć
Hljómleikar gítarleikara bítilsins Pauls McCartneys verđa á morgun (fimmtudag) í Austurbć. Rusty Anderson heitir kappinn og hefur veriđ einskonar hćgri hönd Pauls (Paul er örvhentur) til fjölda ára og gítarleikur hans sett sterkan svip á plötur Pauls. Ásamt spilamennskunni međ Paul hefur Rusty haldiđ úti eigin hljómsveit og sent frá sér sólóplötur, sem innihalda m.a. bassaleik og söng Pauls. Músík Rustys ţykir svipa mjög til tónlistar Pauls. Ţađ er eđlilegt.
Á hljómleikum međ Paul er Rusty iđulega bćđi í hlutverki Johns Lennons og Georges Harrisonar í Bítlalögum.
Rusty kemur međ hljóđfćraleikara međ sér. Fjöldi íslenskra tónlistarmanna syngur og spilar einnig međ ţeim. Međ ţví ađ smella á "posterinn" hér fyrir ofan má sjá nöfn ţeirra.
Miđasala er á midi.is.
Ljóđ | Breytt 18.10.2012 kl. 01:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)