Bubbi gefur "World Music from the Cold Seas" jákvćđa umsögn

wmftcs 

 "Ţađ hefur vel tekist til hér ađ flestu leyti ţó ég geti kannski ekki metiđ fyllilega hversu sanna mynd ţetta gefur af ţjóđlegri tónlist ţessara landa ţar sem hún er mér frekar framandi. En platan stendur sem góđ plata og henni er ef til vill frekar ćtlađ ađ sameina nútíđ og fortíđ ţví sumt af tónlistinni er kannski frekar samiđ í ţjóđlegum anda, byggt á gömlum stemmum og ljóđum."

  Svo segir Bubbi um vest-norrćnu plötuna World Music from the Cold Seas.  Hann skrifar reglulega yfirvegađa og vandađa plötugagnrýni af góđri ţekkingu og sanngirni.  Hann greinir lögin á plötunni međal annars međ ţessum orđum:

  "Ţađ er vel viđ hćfi ađ Grćnlenskur trommudans opni plötuna, en ţeir sem kannast viđ dönsk/grćnlensku myndina "Lysets hjerte" ćttu ađ ţekkja ţađ. Síđan er mćttur Fćreyingurinn Kristian Blak sem er dálitiđ allt í öllu í tónlistarlífi landa sinna og tengist 3/4 hlutum fćreyska efnisins hér og gott ef hann á ekki plötuútgáfuna Tutl sem gefur plötuna út. Hiđ fallega instrumental lag hans um öndina međ langa stéliđ er byggt á tónlist frá Austur Grćnlandi, en ég vissi fyrst ekki hvađan á mig stóđ veđriđ er trommudansarinn Anda hóf upp raust sína í hlutverki andarinnar undir lok lagsins. Viđ Anda Kuitse erum nú orđnir vinir. 

  Kristian Blak mćtir síđan aftur međ Yggdrasil og Eivöru Páls í The Eagle, hvar jassfílingurinn kitlar hlustirnar. Enn kemur Blak viđ sögu  í Trana Trýta sem er úr instrumental svítu hans, Shalder Geo og byggt á fćreyskum sálmi. Hér svífur nettur Ţursaandi yfir vötnum... einhver órćđ jassrokk/progg stemmning. Innlegg Kristian Blak er međ ţví besta á plötunni, en víkingarokk sveitin  Týr lokar hinum Fćreyska kafla... og plötunni međ Orminum langa, hinum aldna Fćreyska hringdansi sem margir hlustendur rásar 2 ćttu ađ kannast viđ...ţökk sé Guđna Má Henningssyni.

  Tónlist Samanna er mjög flott hér og ţađ lag sem greip mig fyrst á plötunni  var heillandi samruni Samíska yóksins (yoik) hjá Ingu Juuso og kontrabassa Steinars Raknes í Taxi driver og flott hvernig hin forna samíska sönghefđ blandast jassinum. Elin Kaven er dulúđug í Aibbas jaska og ţar blandast nútíma poppmúsík viđ heimstónlist, jass og Samíska músík. Hún minnir dálítiđ á Samísku söngkonuna Mari Boine sem er sú eina af samísku tónlistarfólki sem ég ţekki eitthvađ til og hefur sent frá sér frábćra tónlist og gott ef hún hefur ekki sungiđ međ Peter Gabriel. Hana er ţó ekki ađ finna hér, en Johan Andesr Bćr og Sámi Luondu, Collerisku eru hér og skila sínu óađfinnanlega.
 
  Grćnlendingarnir heilluđu mig minnst en eru ţó ágćtir. Hin draumkennda ballađa Qinnut međ Samma Samma Jaffa Jaffa er full löng fyrir minn smekk en hún slagar í 9 mínútur. Hljómsveitin Sume eru frumkvöđlar í Grćnlensku rokki og sendu frá sér fyrstu rokkplötu ţarlendra 1973. Ég reikna međ ađ lag ţeirra Upernaaq sé frá 8. áratugnum en mér finnst ţađ galli ađ ártöl eru ekki viđ lögin. Lagiđ dregur dám af Bandarísku 70´s kántrí rokki og skemmtileg munnharpa gegnumgangandi, en ekki er ţetta sérlega Grćnlenskt. Óhćtt er ađ segja ađ framlag Grćnlendinganna brjóti upp stemninguna hér og ekki síđur The Drum međ Nanu Disco, ţar sem heyra má hrađa danstónlist hvar ađal takturinn er byggđur á gömlum trommudansi. Lagiđ byrjar á ađvörun á ensku en síđan heyri ég ekki betur en sungiđ sé á frönsku... nema Grćnlenska og Franska séu farin ađ hljóma svona líkt.
 
  Fjöllistamađurinn Tryggvi Hansen er hér međ góđa útgáfu af Ólafi Liljurós/Riddararós, sem ég veit aldrei hvort er Fćreyskt eđa Íslenskt ţjóđlag. Ađ vísu á ég frekar erfitt međ ađ skilja textann er líđur á lagiđ, en ţađ eru kannski bara eyrun á mér. Auk ţess er galli í disknum í ţessu eina lagi sem lýsir sér ţannig ađ lagiđ hoppar til á tveimur stöđum, og ţađ er bagalegt. Lagiđ Vélsög, eđa á mađur frekar ađ segja stef Margrétar Örnólfsdóttur úr kvikmynd Ţráins Bertelssonar Einkalíf passar alveg inn í stemmninguna, en gaman vćri ađ vita hver hin klassísk lćrđa söngkona er sem a-ar í laginu.
 
 
  Hinn Dansk/Íslenski Klakki međ Nínu Björk Elíasson í fararbroddi á svo Fćđing máfsins viđ texta eftir Sjón og hef ég hug á ađ kynna mér frekar ţá sveit eins og margt annađ hér. Ţá er tilgangi svona útgáfu sannarlega náđ... vekja forvitni."
 

   Heildar umsögn Bubba má lesa á:  http://bubbij.123.is/blog/2013/01/05/645100/

  World Music from the Cold Seas fćst í verslun Smekkleysu á Laugarvegi og eflaust víđar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband