Fćrsluflokkur: Ljóđ
5.1.2012 | 21:39
Íslensk plata ein besta safnplatan 2011
Breski blađamađurinn og rithöfundurinn Mick Mercer er gúrú og gođsögn í heimi goth, pönks og nýbylgju. Hann var um hríđ hirđljósmyndari Blondie. Hann gaf út fyrsta breska pönkblađiđ, Panache (1976 - 1992). Hann var blađamađur og ritsjóri vinsćlasta pönkblađsins, ZigZag (1978 - 1986). ZigZag var einskonar biblía og leiđarvísir fyrir okkur áhugasöm/sama um pönk á ţessum árum. Ég lét tölublöđin liggja frammi í pönkplötubúđinni minni, Stuđ-búđinni. Ţar voru ţau uppspretta ótal nýrra uppgötvana, samrćđna og vangavelta um pönkiđ.
Á níunda áratugnum var Mick Mercer blađamađur hjá öđru stćrsta breska poppblađinu, Melody Maker. Á tíunda áratugnum gaf hann sjálfur út pönkblöđ. Ţekktast ţeirra var Siren. Síđasta aldafjórđung hefur hann sent frá sér fjölda bóka um goth og tekiđ saman fjölda goth safnplatna. Hann heldur úti netsíđunni www.mickmercer.com.
Víkur ţá sögu ađ íslensku hljómsveitinni Q4U. Hún átti vinsćldum ađ fagna á níunda áratugnum. Og á enn í dag harđsnúinn hóp ađdáenda. Sá hópur hefur óvćnt fariđ mjög svo stćkkandi síđustu misseri og teygst út um allan heim. Um ţađ má lesa međ ţví ađ smella á ţennan hlekk: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1191210/
Í uppgjöri Micks Mercers fyrir áriđ 2011 er safnplatan Q4U Best of á lista yfir bestu safnplöturnar:
1. VARIOUS ARTISTS Another Gift From Goth (Strobelight Essentials)
2. THE DANSE SOCIETY Demos Vol. 1 (Dark Entries )
3. Q4U Best Of (Wave Records)
Ţetta er listi sem tekiđ er mark á. Hann er enn ein skrautfjöđrin í hatt Q4U og stimplar hljómsveitina ţegar í stađ í flokk međ stóru nöfnunum í alţjóđlegu naum-bylgjunni (minimal wave). Hrifning Micks Mercers á safnplötu Q4U mun klárlega leiđa til ţess ađ hljómsveitinni verđi gerđ skil í nćstu goth bók kappans. Jafnframt er nćsta víst ađ hann mun sćkja fast ađ fá lag međ Q4U á nćstu safnplötu sína. Sigurganga Q4U er rétt ađ hefjast. Eđa eins og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og formađur Sjálfstćđisflokksins, Bjarni Ben, orđa ţađ: "You Ain´t See Nothing Yet!" Nćst eru ţađ fálkaorđur og stórriddarakrossar.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2011 | 21:45
Plötuumsögn
- Titill: Tree of Life / Lífsins tré
- Flytjandi: Herbertson
- Einkunn: ****
Herbertson er dúett feđganna Herberts Guđmundssonar og Svans Herbertssonar. Herbert sér ađ mestu um söng. Svanur útsetur og spilar á margvísleg hljómborđ. Báđir taka ţátt í röddun, ásamt fóstbrćđrunum Magnúsi & Jóhanni. Glćsilegar raddanir einkenna plötuna. Svanur syngur ađalrödd í tveimur lögum og í einu til á móti föđur sínum.
Svanur er dúndur góđur söngvari. Hann syngur af innlifun og beitir röddinni af öryggi og smekkvísi. Hljómur raddar hans er glettilega líkur söngrödd föđurins. Herbert hefur veriđ í hópi flottustu íslenskra söngvara í meira en fjóra áratugi. Líflegur og blćbrigđaríkur. Hann nýtur sín vel á ţessari plötu. Ţađ ríkir afslöppuđ og notaleg sköpunar- og spilagleđi hjá feđgunum. Hluti af tónlistinni var hljóđritađur heima í stofu hjá ţeim. Ţađ hefur áreiđanlega haft eitthvađ ađ segja um ţćgilegt andrúmsloftiđ sem leikur um plötuna.
Flest lögin semja feđgarnir saman. Innan um eru ţó lög sem ţeir sömdu hvor í sínu lagi. Herbert er höfundur texta utan 3ja eftir Svan. Einn til viđbótar yrkja ţeir saman. Tveir texta Herberts eru á íslensku. Ađrir á ensku. Ţađ skarast ekkert. Ţetta rennur allt lipurlega, eins og platan öll. Ađ sumu leyti hljómar hún eins og "Greatest Hits/Best of". Ţarna eru ţekktir smellir á borđ viđ Time, Vestfjarđaróđ og Wanna Know Why. Ţeir skera sig ekkert frá. Önnur lög hljóma einnig eins og smellir. Hebbi er lunkinn viđ ađ hrista fram úr erminni svokölluđ "syngjum-endalaust" viđlög (sing a long) sem söngla í höfđinu á manni löngu eftir ađ lagiđ hefur veriđ spilađ.
Til samanburđar viđ fyrri plötur Herberts er ţessi hljómborđslegri. Mörg laganna eru auđheyranlega samin á píanó. Gítarleikur Tryggva Hübner og Stefáns Magnússonar setur svip á plötuna. Ţađ er nettur The Edge (U2) keimur í gítarleik Stefáns í nokkrum lögum. Ţegar plötunni er rennt í gegn koma líka upp í hugann hljómsveitir á borđ viđ Coldplay og Keane.
Herbert hefur alltaf veriđ opinn og áhugasamur um nýja strauma í tónlist. Ţess vegna hljómar hver ný plata frá honum jafnan fersk ţó ađ persónuleg sérkenni hans haldi sér jafnframt. Til ađ mynda má iđulega greina inn á milli smá Lennon og Bítla á plötum hans. Hér er ţađ mest áberandi í laginu My Love. Ţar spila inn í hugleiđingar Herberts um ást, kćrleika, fögnuđ og von um fagurt mannlíf.
Auk ţeirra sem áđur er getiđ spilar Gulli Briem á trommur og Haraldur Ţorsteinsson á bassa. Einvalaliđ í hverju hlutverki. Ţetta er áheyrileg og góđ plata í alla stađi. Hún er í flokki međ bestu plötum Herberts, sem á langa og veglega ferilsskrá ađ baki og er í toppformi. Ţađ er gaman ađ Svanur sonur hans sé orđinn ţátttakandi í ţeirri ferilsskrá. Hann hefur sína ferilsskrá međ glans á ţessari fínu plötu.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2011 | 02:05
Jólarokk
Fyrir nokkrum dögum leyfđi ég ykkur ađ heyra bráđskemmtilegt jólalag, Pakkaţukl, međ nettum ţungarokkskeim. Ţađ vakti gríđar mikla lukku og kom mörgum í rétta jólagírinn. Sem var afar heppilegt á ţessum árstíma. Ţeir sem misstu af ţví eđa vilja rifja dćmiđ upp geta smellt á ţessa slóđ: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1210619/ Ţar er einnig hćgt ađ komast í upplýsingar um flytjendur.
Ţađ er ekki hćgt ađ láta stađar numiđ ţarna. Hér fyrir ofan er meira Pakkaţuklsrokk. Ađ ţessu sinni er sungiđ um raunir jólasveinsins Stúfs. Svo er bara ađ taka undir í viđlaginu: "Viđ viljum gjöf!" Ţađ er rífandi stemmning.
![]() |
Ţrjú börn villtust í jólaskóginum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 02:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
17.12.2011 | 18:21
Eivör, Kór Langholtskirkju, Graduelakórinn...
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
10.12.2011 | 21:26
Íslenskt jólarokk
Frumsamin íslensk jólarokklög eru ekki á hverju strái. Reyndar ótrúlega sjaldgćf međ hliđsjón af ţví ađ jólin njóta vinsćlda og margir Íslendingar hafa unun af rokkmúsík. Hér er skemmtilegt dćmi um íslenskt jólarokk. Flytjendur eru: Ţórđur Bogason (söngvari Foringjanna, Ţreks, Skyttnanna, Rickshow), Gústi (trommari Start og EC), Guđmundur Höskuldsson (gítarleikari EC og Álbandsins), Vignir Ólafsson (gítar) og Kjartan Guđnason (bassi). Reyndar er ţetta frekar rólegt rokklag. Enda engin ástćđa til ađ vera međ mikinn ćsing um jólin.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2011 | 02:06
Frábćr útvarpsţáttur: Plötuskápurinn á rás 2
Rás 2 hefur lengi búiđ ađ ţeirri gćfu ađ ţar hafa safnast saman dagskrárgerđarmenn međ góđa ţekkingu á tónlist og hćfileika til ađ miđla sínum fróđleiksmolum til hlustenda. Nćgir ađ nefna Óla Palla, Guđna Má, Andreu Jónsdóttur, Magnús Einarsson, Frey Eyjólfs, Kristján Pálsson, Matta, Ţossa, Ásgeir Eyţórs, Arnar Eggert og marga sem ég er ađ gleyma í augnablikinu. Nema ţó ekki snillingnum Andra Frey og Gunnu Dís. Móđir mín á nírćđisaldri sagđi mér ađ hún sé alveg "hooked" á Ţessum morgunţćtti. Andri Freyr sé svo fyndinn og konan hafi sig alla ađ halda aftur af honum. "Ţađ er ćvintýralega líflegt og yndislegt ađ hlusta á ţau," sagđi mamma sem vill alltaf hafa hasar í öllu. Og ekki lýgur hún. Né heldur vissi hún ađ ég hef ţekkt Andra Frey frá ţví ađ sá grallari fćddist, son eins besta vinar míns. Trommuleikara Frostmarks, Jarla og fleiri hljómsveita. Viđars Júlí Ingólfssonar á Reyđarfirđi, vinsćlasta plötusnúđar (DJ) á Austurlandi.
Nú hefur hafiđ göngu sína á rás 2 meiriháttar góđur ţáttur sem heitir Plötuskápurinn. Ţar fara ţeir Gunnlaugur Sigfússon, Sigurđur Sverrisson og Halldór Ingi Andrésson á kostum. Hver um sig er alfrćđiorđabók í músík. Ţátturinn er á dagskrá á föstudagskvöldum. En ţađ er einnig hćgt ađ hlusta á hann hlađvarpi. Jafnvel aftur og aftur.
Í kvöld fjallađi Halldór Ingi Andrésson um forvera Bobs Dylans, Dylan sjálfan og sporgöngumenn hans. Frábćr ţáttur. Hćgt er ađ hlusta međ ţví ađ smella á http://www.ruv.is/frett/plotuskapurinn/ahrif-dylans-og-ahrifavalda
Hér fyrir ofan flytur Bob Dylan lag sitt Like A Rolling Stone. Ég ćtla ađ mér yngra fólk átti sig ekki á ţví hvađ ţetta var nýstárlegur og framandi hljóđheimur á sínum tíma. Ţetta var sleggjuhögg. Algjört dúndur.
Ljóđ | Breytt 11.12.2011 kl. 03:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
30.11.2011 | 01:09
Bestu plöturnar 2011
Nú eru ađ skella á áramótauppgjör músíkpressunnar yfir bestu plötur ársins 2011. Ţađ er alltaf kapphlaup um ţađ hjá helstu poppmúsíkblöđum hver ríđur á vađiđ og birtir fyrst sitt áramótauppgjör. Enn eru ţó plötur ađ streyma á markađ. Ég óttast ađ frábćr plata Bjarkar, Biophilia, sé helst til seint útgefin til ađ ná flugi. Alveg eins og plata Skálmaldar, Baldur, í fyrra. Ég var sá eini sem náđi ađ setja hana á minn lista yfir bestu plöturnar vegna góđra tengsla viđ útgefandann, fćreyska plötufyrirtćkiđ Tutl. Ađrir voru ekki komnir međ ţá góđu plötu í hús í tćka tíđ fyrir áramótauppgjör.
Breska músíkblađiđ New Musical Express tekur forskot á sćluna međ ţví ađ leita álits lesenda sinna á bestu plötum ársins 2011. Lesendur gefa plötunum einkunnir frá 1 upp í 10. Ţetta er niđurstađan:
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2011 | 20:30
Eivör međ rosalega spennandi dćmi
Stóra fréttin í dönsku músíkpressunni í dag er nýjasta skref á tónlistarferli Eivarar. Hún hefur stofnađ dúett međ finnska kontrabassaleikaranum Ginman (búsettur í Danmörku).
9. feb. Aarhus, Musikhuset, Lille Sal
11. feb. Vanlřse, Kulturstationen Vanlřse
15. feb. Óđinsvé, Dexter
16. feb. Kaupmannahöfn, Koncerthuset, Studie 2
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2011 | 00:10
Flott og ofurvinsćl norsk vísnapoppshljómsveit međ frábćrri söngkonu
Í útlöndum forđast ég verslanir eins og heitan eld. Nema plötubúđir. Ég ţefa ţćr uppi og fer rćkilega í gegnum plötuúrvaliđ. Iđulega endar ţađ međ ţví ađ plötusafn mitt fitnar um 20 - 30 plötur. Verra er ađ ţađ hefur orđiđ veruleg breyting á plötumarkađnum á síđustu árum. Plötubúđum hefur fćkkađ svo um munar. Ţćr fáu sem eftir lifa bjóđa upp á miklu fátćklegra og einhćfara úrval en áđur. Ađeins plötur allra heitustu flytjenda fá hillupláss í dag.
Ég fann tvćr plötubúđir í Ósló. Einu íslensku plöturnar ţar eru međ Björk, Sigur Rós og Jónsa. Ţađ kom mér á óvart ađ ţar vćru ekki plötur međ Mezzoforte. Sú hljómsveit á öflugan ađdáendahóp í Noregi.
Vinsćlasta vísnapoppshljómsveit Noregs heitir Vamp. Hún selur upp í 600.000 eintök af plötu. Vinsćlustu myndbönd hennar hafa veriđ spiluđ yfir 1,3 milljón sinnum á ţútúpunni. Söngkona Vamp er fćreysk. Hún heitir Eivör. Sólóplötur hennar fást einnig í norskum plötubúđum.
Ljóđ | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2011 | 00:04
Jón Ţorleifs III
Fyrir nokkrum dögum hóf ég ađ blogga um Jón Ţorleifsson, verkamann og rithöfund. Hann féll frá fyrir nokkrum árum, ţá 96 ára. Mig langar til ađ halda minningu ţessa merka manns á lofti. Áđur en lengra er haldiđ biđ ég ykkur um ađ smella á http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1197159/ til ađ fá forsöguna.
Í ofur styttu máli slasađist Jón viđ vinnu. Hann fór á örorkubćtur. Honum mislíkađi ţađ. Vildi halda áfram ađ vinna. Hann lét fćra sig yfir á atvinnuleysisskrá og óskađi eftir ađ fá létta vinnu ţar sem bakmeiđsli vćru honum ekki fjötur um fót.
Einn daginn fékk hann bođ um ađ Guđmundur Jaki vćri búinn ađ útvega honum vinnu. Jóni kom ţađ á óvart. Ţeir höfđu eldađ grátt silfur saman. Ţegar Jón mćtti til vinnu reyndist um ađ vera vinna á loftbor. Ţá vinnu gat mađur međ skemmt bak ekki unniđ. Ţetta var óţokkalegur hrekkur af hálfu Gvendar Jaka.
Í kjölfar var Jón skilgreindur ţannig ađ hann hefđi hafnađ vinnu. Hann var tekinn af atvinnuleysisskrá. Ţá reyndi hann ađ fá sig aftur skráđan sem öryrkja en var hafnađ. Hann hafđi sjálfur tekiđ sig af ţeirri skrá. Ţađ var ekki hćgt ađ skrá sig út og inn af öryrkjaskrá ađ eigin geđţótta. Jón var bótalaus til margra ára. Honum til lífs varđ ađ hann átti gott og dýrmćtt bókasafn. Fyrstu útgáfur af ýmsum verđmćtum bókum, sumar međ eiginhandaráritun og svo framvegis. Ţessar bćkur seldi Jón hćgt og bítandi fyrir gott verđ. Salan á ţeim var Jóni verulega ţungbćr svo bókelskur sem hann var.
Sumir segja ađ Jón hafi sjálfur sett sig í stöđu píslarvotts vegna ţrákelni og stolts. Sennilega var eitthvađ til í ţví. Jón var ekki tilbúinn ađ krjúpa á hnjám međ betlistaf í hendi. Smjađur var ekki hans samskiptamáti viđ embćttismenn né ađra. Hann krafđist réttar síns og barđi í borđiđ. Stutt viđtöl hans viđ embćttismenn breyttust iđulega á skammri stundu í harkalegt rifrildi.
Jón var alltaf fínn til fara og snyrtilegur. Jakkafataklćddur í stífpressuđum buxum. Hann sagđist ekki vera áhugasamur um fín föt. Hinsvegar vćri ekki tekiđ mark á manni í gallabuxum. Honum vćri nauđugur einn kostur ađ koma vel fyrir í klćđnađi til ađ mark vćri á sér tekiđ.
1976 fór Júlía systir mín í ferđ til Írlands, ung stelpa. Hún lenti í flugsćti viđ hliđ Jóns. Hinu megin viđ hana í 3ja sćta röđ sat ritstjóri Ţjóđviljans. Á flugleiđinni út til Írlands dundađi Jón sér viđ ađ yrkja níđvísur um ritstjórann. Vísurnar fór hann međ hátt og snjallt en ritstjórinn lét ţćr sem vind um eyru ţjóta. Júlíu ţótti ţetta fyndiđ. Ritstjórinn hafđi skömmu áđur skrifađ dóm um ljóđabók eftir Jón. Fyrirsögnin var "Heiftarvísur". Ţađ lagđist illa í Jón. Hann kannađist ekki viđ neinar heiftarvísur. Hann hafđi ađeins ort vísur um menn og málefni og taldi sig vera lausan viđ heift. Ein vísan var um gamlan vinnuveitanda Jóns:
Hornstrandar-Hallvarđur,
heimskur og kjöftugur.
Frekur og fláráđur.
Fari hann bölvađur.
Ţegar ljóđabókin kom út gerđi Jón sér langa gönguferđ til Hallvarđar og fćrđi honum ađ gjöf eintak af bókinni. Jón benti Hallvarđi á ađ ţađ vćri vísa um hann í bókinni. Hallvarđur svarađi: "Ţakka ţér fyrir ţađ, Jón minn." Jón hló vel og lengi er hann sagđi frá ţessu og var ţess fullviss ađ Hallvarđi hefđi brugđiđ illilega ţegar hann fór ađ lesa bókina.
Júlíu ţótti öryggi í ţví, unglingi, ađ vera samferđa Jóni í Írlandsferđinni. Ţó ađ Jón kynni ekkert erlent tungumál ferđađist hann mikiđ og var sjálfbjarga í ţeim ferđum. Talađi bara íslensku erlendis og ţótti sem útlendingum vćri ekki of gott ađ reyna ađ skilja ţetta eitt af elstu varđveittum tungumálum heims, íslensku. Eitt sinn eftir utanlandsferđ varđ Jóni ađ orđi: "Mikiđ er ég feginn ađ hafa fćđst á Íslandi ţví íslenska er eina tungumáliđ sem ég skil."
Ljóđ | Breytt 28.1.2012 kl. 19:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)