Fćrsluflokkur: Ljóđ
13.10.2016 | 15:54
Upphefđ poppmenningarinnar
Ekki kemur beinlínis á óvart ađ bandaríska söngvaskáldiđ Bob Dylan hljóti bókmenntaverđlaun Nóbels í ár. Meira undrunarefni er ađ hann hafi ekki fengiđ ţau fyrir langa löngu. Foreldrar hans eru gyđingar. Til margra ára hefur spurst út ađ nafn hans sé í pottinum yfir ţau sem koma til greina.
Vegna ţess hve lengi hefur veriđ gengiđ framhjá Dylan hafa fréttaskýrendur hallast ađ annarlegum viđhorfum dómnefndarinnar. Snobbi. Dylan flytur sín ljóđ viđ gítarglamur og einfaldar laglínur. Á sumum bćjum ţykir svoleiđis ekki fínt. Langt í frá. Lágmenning kallast ţađ.
Nóbels-verđlaun Dylans eru upphefđ fyrir dćgurlagaheiminn. Viđurkenning á ţví ađ bestu söngvaskáld hans eigi heima í flokki međ Halldóri Kiljan Laxness, Günter Grass og Ernest Hemingway.
Áhrif Dylans eru gríđarmikil á samtíđamenn. Hann kenndi Bítlunum ađ reykja hass. Hann breytti viđhorfum til dćgurlagatexta. Áđur voru ţeir einskonar léttvćgt örţunnt smjörlag ofan á brauđ. Skiptu litlu máli og stóđu höllum fćti án laglínu. Dylan bauđ hinsvegar upp á ljóđrćna, djúpa, safaríka og magnađa texta. Ţeir stóđu keikir án laglínu. Engu ađ síđur skipti laglínan heilmiklu máli. Dylan er góđur lagahöfundur. Fjöldi tónlistarmanna hefur náđ toppsćtum vinsćldalista međ lögum hans. Hver kannast ekki viđ lög eins og "Mr. Tambourine Man" (The Byrds), "Blowin in the Wind" (Peter, Paul & Mary), "Knocking on Heavens Door" (Guns N´ Roses) og "Like a Rolling Stone" (The Rolling Stones)?
Bob Dylan fćr Nóbelinn | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
15.9.2016 | 05:36
Listinn kemur á óvart
Á Fésbókinni er ađ finna margar áhugaverđar tónlistarsíđur. Ein heitir Classic Rock. Hún skartar allflestum ţekktustu lögum sem falla undir hatt klassísks rokks. Afar forvitnilegt er ađ skođa og bera saman hvađ lögin hafa fengiđ margar birtingar. Sá listi kemur á óvart. Ég veit samt ekki alveg hvađ hćgt er ađ lesa út úr ţví. Sum lög vekja kannski forvitni ţeirra sem eiga ţađ ekki í sínu tónlistarsafni. Önnur eru menn kannski međ í spilaranum sínum hversdagslega og sleppa ţví ađ sýna ţeim áhuga á Fésbókarsíđu.
Síđuna má finna međ ţví ađ smella H É R - ef ţú ert međ ađgang ađ Fésbók.
Ţetta eru vinsćlustu lögin á síđunni (innan sviga er birtingafjöldinn)
1 Týr - Ormurin langi (419)
2 The Stranglers - No More Heroes (327)
3 Tom Robinson Band - 2-4-6-8 Motorway (186)
4 Creedence Clearwater Revival - I Put a Spell on You (160)
5-6 Janis Joplin - Move Over (148)
5-6 Shocking Blue - Venus (148)
7 Steely Dan - Realin in the Years (128)
8 Guns N´ Roses - Sweet Child O´ Mine (126)
9 Public Image Limited - Rise (115)
10 Spencer Davis Group - Keep on Running (103)
11 Doors - Light my Fire (85)
12 The Kinks - You Really Got Me (70)
13 The Byrds - Eight Miles High (69)
14 Echo & the Bunnymen - The Cutter (68)
15 Rage Against the Machine - Killing in the Name (66)
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2016 | 20:59
Hver eru bestu söngvaskáldin?
Hver eru bestu söngvaskáld dćgurlagasögunnar? Ţessari spurningu hafa margir velt fyrir sér svo árum og áratugum skiptir. Flestir hafa einhverja hugmynd um svariđ. Kannski ekki alveg hver er númer 1 eđa 2 eđa 3. En nokkurn veginn hverjir eiga heima á listanum yfir 10 bestu.
Söluhćsta popptónlistarblađ heims, bandaríska Rolling Stone, hefur kannađ máliđ og komist ađ niđurstöđu. Niđurstađan er sannfćrandi. Ţađ er erfitt ađ vera ósammála henni. Nema kannski um sćtaröđina til eđa frá.
Ţó ađ ţađ hafi veriđ fyrirliggjandi ađ Paul McCartney og John Lennon skipi 2. og 3ja sćti listans ţá er merkilegt til ţess ađ vita ađ ţeir hafi veriđ í sömu hljómsveit. Skemmtileg tilviljun örlaganna. Annars er listinn ţannig.
1 Bob Dylan
2 Paul McCartney
3 John Lennon
4 Chuck Berry
5 Smokey Robinson
6 Mick Jagger & Keith Richards
7 Carols King & Gerry Goffin
8 Paul Simon
9 Joni Mitchell
10 Stevie Wonder
81 Björk
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
8.6.2016 | 21:12
Áttrćđ gođsögn í Hörpu
Bandaríska söngvaskáldiđ Kris Kristofferson er međ hljómleika í Hörpu í haust. 2004 hélt hann skemmtilega hljómleika í Laugardalshöll. Ţar hrjáđi hann nýr og innbyrđis falskur gítar. Ţađ kom ekki alveg nógu vel út. Ţannig lagađ. Hann er oft og tíđum pínulítiđ falskur söngvari. Ţađ er bara flott. En virkar illa međ fölskum gítar.
Kris flýgur léttilega inn á nírćđis aldur eftir örfáa daga. Hann á frábćra ferilsskrá. Bćđi sem kvikmyndaleikari, söngvaskáld og söngvari. Hann er eitt af stćrstu nöfnum kántrý-deildarinnar. Hans tónlistarferill nćr einnig langt inn í rokksöguna.
Hann er međhöfundur fyrsta Clash-lagsins, "Rock and Roll Time". Lags sem kom út 1976 á frábćrri plötu Rogers McGuinns, "Cardiff Rose", ári áđur en fyrsta plata The Clash kom út. Frábćrt lag!
Eitt ţekktasta lag Kris er "Me and Bobby McGee" í flutningi Janis Joplin. Ţau voru elskendur. Janis sagđi frá ţví ađ hann hafi veriđ eina manneskjan í hennar lífi sem toppađi hana í áfengisdrykkju. Hún slátrađi daglega nokkrum flöskum af Southern Comfort. Kris fór létt međ sama skammt og bćtti viđ nokkrum flöskum af sterkara víni. Bara til ađ skerpa á.
Ótal margar stórstjörnur hafa sungiđ lög Kris inn á plötur međ góđum árangri. Allt frá Johnny Cash til Jerry Lee Lewis.
Líka Ríó tríó.
Kris hefur sterkar taugar til Skandinavíu. Afi hans og amma voru Svíar (eins og álykta má af nafni hans). Hann kann hrafl í sćnsku og ţykir gaman ađ sćnska er auđskiljanleg í Fćreyjum. Kris er sannur Fćreyingavinur og hefur sungiđ inn á plötu međ fćreyska kántrý-kóngnum Halli Joenson.
Kris Kristofferson í Hörpu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2016 | 23:22
Wings var hörmuleg hljómsveit!
Um og upp úr síđustu aldamótum var afskaplega skemmtilegur hverfisbar, Wall Street, í Ármúla 7 (á annarri hćđ viđ hliđina á Broadway). Einn af fastagestum var ákafur ađdáandi breska bítilsins Pauls McCartneys. Annar gestur - sem kunni og kann vel ađ meta Bítlana og Paul - gaf lítiđ fyrir hljómsveitina Wings. Hljómsveit sem Paul stofnađi í kjölfar ţess ađ John Lennon leysti Bítlana upp 1969.
Ágreiningurinn um Wings kom af og til upp. Allt á ljúfum nótum. Hvorugur gaf sig ţó. Báđir sóttu hljómleika međ Paul í Danmörku. Ţeir breyttu engu um afstöđuna til Wings.
Nú hefur Paul sjálfur stigiđ fram og tekiđ undir orđ ţess sem gefur lítiđ fyrir Wings. Í nýlegu viđtali í breska sjónvarpinu BBC segir Paul um Wings: "Viđ vorum hörmung. Viđ vorum langt í frá góđ hljómsveit. Fólk sakađi Lindu um ađ kunna ekki ađ spila á hljómborđ. En ţađ var tilfelliđ!"
Paul bendir á ađ auđvelda leiđin til ađ takast á viđ upplausn Bítlanna hefđi veriđ ađ stofna ofur-grúppu. Fyrir hann, bítilinn, var minnsta mál í heimi ađ stofna ofur-grúppu međ Eric Clapton á gítar og John Bonham á trommur. Ţess í stađ ákvađ Paul, ţjakađur af taugaáfalli, ţunglyndisdýfu og ótćpilegri áfengisneyslu, ađ byrja upp á nýtt (ţó ađ hann nefni ţađ ekki ţá svćldi hann jafnframt hass alla daga). Byrja í nýrri hljómsveit sem ekkert kunni eđa gat. Alveg eins og Bítlarnir í árdaga. Hann bendir á ađ John Lennon hafi ekki kunnađ neitt á gítar ţegar ţeir byrjuđu ađ spila saman. Hann hafi ađeins spilađ banjó-hljóma á gítarinn.
Til ađ gćta sanngirnis ţá var hljómsveitin Wings ekki glötuđ. Vissulega stóđ margt međ Wings ađ baki ţví besta međ Bítlunum. En sumt var dágott.
Ljóđ | Breytt 2.6.2016 kl. 08:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
28.5.2016 | 16:26
Bob Dylan og hans bestu lög
Bandaríska söngvaskáldiđ Bob Dylan átti afmćli í vikunni. Varđ hálf áttrćđur. Fór létt međ ţađ. Dylan er tvímćlalaust einn merkasti tónlistarmađur sögunnar. Ljóđrćnir textar hans eru magnađir, lagasmíđar iđulega grípandi og áhrifaríkar og tónlist hans oft og tíđum frábćr.
Í upphafi ferils í árdaga sjöunda áratugarins var Dylan trúbador; spilađi á kassagítar og blés í munnhörpu. Hann varđ kóngur og fyrirmynd í ţjóđlagasenunni á alţjóđavísu. Flestar vestrćnar ţjóđir eignuđust sína útgáfu af Dylan.
Rokkhljómsveitir ekki síđur en vísnasöngsveitir kepptust viđ ađ flytja söngva hans. Margar međ hámarks árangri á vinsćldalistum.
Dylan hafđi djúpstćđ áhrif á Bítlana og allan rokkbransann, sem og hippakynslóđina. Óvćnt tók hann heljarstökk út úr ţjóđlagamúsíkinni og inn í innsta hring rokksins 1965. Margir gamlir ađdáendur móđguđust. Sumir meira en móđguđust. Trylltust. Nýir fögnuđu.
Í tilefni stórafmćlis skáldsins er ástćđa til ađ rifja upp ársgamlan lista sem breska tónlistarblađiđ Uncut gerđi yfir bestu lög kappans. Leitađ var til margra tuga ţekktustu söngvaskálda sem besta sýn hafa yfir allan tónlistarferil skáldsins. Ţ.á.m. Kris Kristofersson, Natalie Merchant (10.000 Maniacs), Tom Waits, Joan Baez, Bryan Ferry, Ian McGulloch (Echo and the Bunnymen), Jeff Tweedy (Wilco), Billy Bragg, Richie Havens...
Niđurstađan varđ ţessi (orginalar af lögum hans eru ekki í bođi fyrir evrópska ţútúpu-notendur):
1. Like a Rolling Stone (af plötunni "Highway 61 Revisited" frá haustinu 1965). Ekki ađeins eru lag og texti áleitin listaverk heldur var hljóđheimurinn nýr, ferskur, töfrandi og sláandi á ţessum tíma. Ţetta var gjörólíkt öllu sem áđur hafđi heyrst. Flutningurinn á laginu hér er ekki afgreiddur af Dylan sjálfum. Ţútúpan geymir ekki "orginalinn" međ honum. En ţetta er ţokkaleg hermikráka (cover song).
2. Tangle up in Blue (af plötunni "Blood on the Tracks" 1975)
3. Visions of Johanna (af "Blonde on Blonde" 1966)
4. A Hard Rain´s A-Gonna Fall (af "Free Wheelin´" 1963)
5. It´s Allright, Ma (I´m Only Bleeding) (af "Bringing it all back Home" voriđ 1965)
6. Subterrean Homesick Blues (af plötunni "Bringing it all back Home" 1965)
7. Desolation Row (af "Highway 61 Revisited" 1965)
8. I Want You (af "Blonde on Blonde" 1966)
9. Idiot Wind (af "Blood on the Tracks" 1975)
10. Sad-Eyed Lady of the Lowlands (af "Blonde on Blonde" 1966)
Ljóđ | Breytt 9.3.2017 kl. 18:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
22.5.2016 | 21:11
Plötuumsögn
- Titill: Gillon
- Flytjandi: Gillon
- Einkunn: ****
Gillon er listamannsnafn Gísla Ţórs Ólafssonar. Ţetta er hans fjórđa plata. Sú fyrsta, "Nćturgárun", kom út 2012. Til hliđar er hann bassaleikari í hinni ágćtu skagfirsku blúshljómsveit Contalgen Funeral.
Tónlistin á nýju plötunni, samnefnd flytjanda, er einfaldari, lágstemmdari og látlausari en á fyrri plötum. Hún er ljúf og notaleg út í gegn. Öll lögin eru frumsamin. Ţau flćđa lipurlega og átakalaust. Textarnir eru frumsamdir međ tveimur undantekningum. Ţćr undantekningar eru ljóđ eftir Ingunni Snćdal úr bókinni "Komin til ađ vera, nóttin". Góđ ljóđ. Verulega mögnuđ. Líka ljóđ Gillons. Ljóđin lyfta plötunni upp fyrir "venjulegar" poppplötur. Ţau standa sterk í textabćklingi plötunnar burt séđ frá tónlistinni. En lifna áhrifaríkari viđ í tónlistinni.
Söngstíll Gillons er sérstakur og auđţekktur. Hann er í humátt ađ söngstíl Toms Waits, Bjartmars og Megasar.
Hćgri hönd Gillons á plötunni er Sigfús Arnar Benediktsson. Hann stjórnar upptökum og spilar á öll hljóđfćri önnur en kassagítar Gillons og bassa. Samstarf ţeirra Gillons er eins og best verđur á kosiđ. Ţeir hafa fundiđ ljóđunum vćna og ţćgilega umgjörđ. Ţetta er plata sem ég mćli međ.
Ljóđ | Breytt 23.5.2016 kl. 08:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2016 | 10:02
Hvađa Bítlalög eru vinsćlust?
Hvernig á ađ finna út hvađa lög bresku hljómsveitarinnar Bítlanna (The Beatles) eru vinsćlust? Ein leiđin er ađ skođa sölutölur; sjá hvađa smáskífur Bítlanna hafa selst best. Gallinn viđ ţessa ađferđ er sá ađ verulega hátt hlutfall af lögum Bítlanna kom aldrei út á smáskífu. Ţar fyrir utan voru flestar smáskífurnar merktar sem A hliđ og B hliđ. Einungis lagiđ á A hliđinni telur. Hugsanlegt er ađ einhverjir - jafnvel margir - hafi keypt smáskífur vegna lagsins á B hliđ fremur en A hliđ.
Einstakar smáskífur voru ađeins gefnar út í tilteknum löndum en ekki á alţjóđavísu. Til ađ mynda var "Yesterday" einungis gefiđ út á smáskífu í Bandaríkjunum.
Nú er loks hćgt ađ komast ađ ţví hvađa Bítlalög njóta í raun mestra vinsćlda heims um ból: Ţađ er međ ţví ađ skođa hvađa lög eru mest spiluđ á Spotify. Ţá bregđur svo viđ ađ fćstir Bítlafrćđingar hefđu ađ óreyndu giskađ á hvađa lag trónir í toppsćtinu. Ţađ hefur ekki einu sinni veriđ gert myndband viđ ţađ. Né heldur er til filma af Bítlunum ađ spila ţađ í hljóđveri eđa á hljómleikum. Fyrir bragđiđ er lagiđ ekki spilađ í sjónvarpsstöđvum, hvorki tónlistarstöđvum á borđ viđ MTV né öđrum. Svona lítur listinn út:
1. Come Together
2. Let It Be
3. Hey Jude
4. Love Me Do
5. Yesterday
6. Here Comes the Sun
7. Help!
8. All You Need Is Love
9. I Want To Hold Your Hand
10. Twist and Shout
Ţegar listar eru skođađir eftir löndum ţá er niđurstađan svipuđ. Einstök lög hafa sćtaskipti. "Come Together" er mest spilađa lagiđ í Bandaríkjunum en ţar er "Hey Jude" í öđru sćti og "Let it Be" í 4. sćti, svo dćmi séu tekin.
.
Ljóđ | Breytt 25.1.2017 kl. 17:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
22.3.2016 | 20:40
Ákall og áskorun
Wim Van Hooste er belgískur ađdáandi íslenskrar rokktónlistar. Hann lćtur sér ekki nćgja ađ hlusta á íslenskt rokk í ró og nćđi út af fyrir sig. Hann veltir íslensku rokki fyrir sér. Veltir ţví fram og til baka. Mátar ţađ viđ nútímann og allskonar. Hann hélt upp á ţrítugsafmćli "Rokks í Reykjavík" međ hávađa, látum og Rokki í Reykjavík 2.0.
Nú blćs Wim Van Hooste til hátíđarhalda vegna ţrítugsafmćlis lagsins "Ammćli" međ Sykurmolunum og plötunnar "Life´s Too Good". Hann óskar eftir flutningi annarra á lögum Sykurmolanna. Ţetta er spennandi.
Ljóđ | Breytt 23.3.2016 kl. 15:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2016 | 18:22
Fćreysku tónlistarverđlaunin
Í vikunni voru fćreysku tónlistarverđlaunin afhent viđ hátíđlega athöfn. Ţau kallast FMA. Eins og einhvern grunar ţá er ţađ skammstöfun. Stytting á Faroese Music Awards. Ýmsar opinberar stofnanir og einkafyrirtćki standa ađ FMA. Ekkert er til sparađ svo allt fari sem best fram. Svo sannarlega tókst ţađ.
Athöfnin tók nćstum ţrjá klukkutíma. Allt mjög glćsilegt og fagmennska fram í fingurgóma: Bođiđ var upp á fjölbreytt tónlistaratriđi á milli verđlaunaafhendinga og rćtt viđ tónlistarfólk. Tveir kynnar fóru á kostum og geisluđu af öryggi. Laumuđu lúmskum bröndurum inn á milli fróđleiksmola.
21 verđlaunagripur var afhentur. Spenna var gríđarmikil. Tugir voru tilnefndir. Ţar af var Eivör tilnefnd í fimm flokkum. Hún landađi fjórum verđlaunum:
- Flytjandi ársins 2015
- Söngkona ársins
- Plata ársins (Bridges / Slör)
- Bestu plötuumbúđir ársins
Systir Eivarar, Elínborg, hlaut verđlaun sem "Besti flytjandi á sviđi".
Eiginmađur Eivarar, Tróndur Bogason, landađi verđlaunum sem "Upptökustjóri ársins".
Vísnasöngkonan Annika Hoydal kom fast á hćla Eivarar. Hérlendis er Annika ţekktust sem söngkona Harkaliđsins. Hún á einnig farsćlan sólóferil. Verđlaun Anniku voru í riđlinum "Ţjóđlagatónlist, sveitasöngvar og blús".
- Söngvari ársins
- Plata ársins (Endurljós)
- Heiđursverđlaun
Ađ auki var Gunnar Hoydal, höfundur texta á ýjustu plötu hennar, verđlaunađur "Textahöfundur ársins".
Ađrir verđlaunahafar:
- Marius: "Besta lag ársins" (Going home) og "Karlsöngvari ársins".
- Hamferđ: "Myndband ársins" (Deyđir varđar)
- Hallur Joensen: "Lag ársins" (Liviđ er ein lítil löta) í riđlinum "Ţjóđlagatónlist, sveitasöngvar og blús"
- Sunleif Rasmusen: "Besta platan" (Territorial songs) í Opnum flokki og "Tónskáld ársins".
- Kammerkór Ţórshafnar: "Kór ársins"
- Jensína Olsen: "Söngvari ársins" í Opnum flokki.
- Loftbrú: "Viđburđur ársins"
- Punjab: "Nýliđar ársins" og "Hljómsveit ársins"
Svo skemmtilega vill til ađ flestir verđlaunahafa eru Íslendingum ađ góđu kunnir; Marius hefur margoft spilađ hérlendis. Átti ađ auki vinsćlt lag međ Svavari Knúti fyrir tveimur árum, "Ţokan". Ţađ dvaldi lengi í efstu sćtum vinsćldalista Rásar 2.
Hamferđ er ein best kynnta fćreyska ţungarokkshljómsveit á Íslandi. Túrađi um landiđ međ Skálmöld um áriđ.
Kántrýkóngurinn Hallur Joensen gladdi Íslendinga međ sveitasöngvum fyrir tveimur árum.
Sunleif er hátt skrifađur í klassísku deildinni á Norđurlöndum. Hefur hlotiđ Tónlistarverđlaun Norđurlandaráđs og tónverk hans hafa veriđ flutt hérlendis.
Loftbrú er hliđstćđ íslensku Loftbrúnni: Samstarfsverkefni opinberra stofnana og einkafyrirtćkja til ađ auđvelda innlendum listamönnum ađ koma sér á framfćri erlendis. Munurinn er sá ađ íslenska Loftbrú styđur viđ tónlistarmenn en sú fćreyska einnig viđ ađra listamenn.
Ljóđ | Breytt 20.3.2016 kl. 10:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)