Fćrsluflokkur: Fjölmiđlar
9.4.2025 | 09:13
Sérkennilegur vinsćldalisti
Fyrir nokkrum árum - nánar tiltekiđ fyrir 61 ári - gerđist undarlegur hlutur vestur í Bandaríkjum Norđur-Ameríku. Ţetta var á vordögum 1964. Ensk unglingahljómsveit naut óvćnt vinsćlda og virđingar ţarna vesturfrá. Slíkt hafđi aldrei áđur gerst. Ţótti óhugsandi. Bandaríski vinsćldalistinn varđ ólíkur ţví sem tónlistarunnendur áttu ađ venjast. Skođum hvađa lög röđuđu sér í 5 efstu sćti vinsćldalistans:
Í 1. sćtinu var lagiđ "Can´t Buy Ne Love" međ Bítlunum (The Beatles). Lagiđ kom fyrst inn á vinsćldalistann í marslok og klifrađi síđan hratt upp í toppsćtiđ.
Í 2. sćtinu var "Twist And Shout" međ Bítlunum. Ţađ fór í 2. sćtiđ í tveimur stökkum.
Í 3. sćti var "She Loves You" međ Bítlunum. Lagiđ var áđur í 1. sćti.
Í 4. sćti var "I Want To Hold Your Hand" međ Bítlunum. Ţađ var áđur í 1. sćti.
Í 5. sćti var "Please Please Me" međ Bítlunum. Ţađ náđi hćst í 3. sćti - vegna ţess ađ sćti 1 og 2 voru blokkeruđ af öđrum Bítlalögum.
Samtals áttu Bítlarnir 12 lög samtímis á bandaríska vinsćldalistanum um ţessar mundir. Nokkuđ sérstakt vegna ţess ađ hljómsveitin hafđi ađeins sent frá sér 2 plötur. Ţetta vakti heimsathygli.
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
10.9.2024 | 10:25
Hvađ ţýđa hljómsveitanöfnin?
Hljómsveitanöfn eru ekki öll sem sýnist. Dćmi um slíkt er The Rolling Stones. Nafniđ er iđulega ţýtt sem Rúllandi steinar. Ţađ er ekki röng ţýđing. Hinsvegar er nákvćmari ţýđing Flakkarar. Nafniđ er sótt í sönglag blúsarans Muddy Waters, Rollin Stone. Ţar er haft eftir óléttri konu ađ sonurinn verđi flakkari. Eirđarlaust fólk sem unir sér aldrei lengi á sama stađ; er á stöđugu flakki er kallađ rolling stone.
Á kreppuárunum í Bandaríkjunum urđu margir flakkarar í leit ađ vinnu. Ţeir urđu laumufarţegar í vöruflutningalestum. Til ađ vera ekki lúbarđir á lestarstöđvum ţá stukku ţeir út úr lestinni á ferđ. Tćknin var ađ hlaupa út í sömu átt og lestin og rúlla sér kollhnísa eftir grasinu. Úr fjarlćgđ líktust ţeir rúllandi steinum.
Í eldri merkingu er orđatiltćki sem segir ađ mosi vaxi ekki á rúllandi steini.
The Kinks. Stundum hefur hljómsveitin veriđ kölluđ Kóngarnir. Ţađ er rangt. Nafniđ er ekki skrifađ međ g. Orđiđ kink ţýđir ađ eitthvađ sem á ađ vera beint sé bogiđ. Ţađ er líka notađ yfir óhefđbundiđ kynlíf. Hérlendis er talađ um kinky.
The Hollies. Algeng skođun er ađ nafniđ sé sótt í bandaríska tónlistarmanninn Buddy Holly. Hiđ rétta er ađ jólatrésgreinar sem hýbýli eru skreytt međ ađ heiđnum siđ á jólum eru kallađar hollies á Englandi.
The Byrds. Nafniđ hljómar vel, Fuglarnir. Vandamáliđ var ađ Bítlarnir og fleiri Bretar kölluđu ungar og ađlađandi dömur birds. Til ađgreiningar frá ţeim var nafniđ skrifađ međ y - í og međ undir áhrifum frá The Beatles. Ađalsprauta The Byrds, Roger McGuinn, hafđi dálćti á djassstjörnunum Donaldi Byrd og Charlie Byrd.
Sex Pistols. Nafniđ má ţýđa sem kynhólka eđa typpi. Ţví var ćtlađ ađ auglýsa tískufataverslun umbođsmannsins, Sex.
Pink Floyd. Viđ getum talađ um Bleika frođu. Nafniđ var sótt í uppáhalds blúsista hljómsveitarinnar, Pink Andersen og Floyd Council.
Sham 69. Nafniđ getur ţýtt Sviđsett munnmök. Öllu fremur kenndi hljómsveitin sig viđ heimabć sinn, HerSHAM á Englandi. 69 er númer ţjóđvegar sem liggur í gegnum bćinn. Vegurinn er í daglegu tali kallađur Sham 69.
Handriđiđ. Nöfn íslenskra hljómsveita eru jafnan augljós og skiljanleg: Hljómar, Flowers, Paradís, Utangarđsmenn... Á níunda áratugnum neitađi auglýsingadeild Ríkisútvarpsins ađ afgreiđa auglýsingar pönksveitarinnar Sjálfsfróunar. Nafni hljómsveitarinnar var ţá breytt í Handriđiđ. Engar athugasemdir.
Talking Heads. Nafniđ er oft ţýtt sem Talandi höfuđ. Međal annars samdi og söng hljómsveitin Spilafífl magnađ lag, Talandi höfuđ. Betur hljómar ađ ţýđa nafniđ Höfđatal.
Fjölmiđlar | Breytt 11.9.2024 kl. 18:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
15.7.2024 | 08:05
Bestu hljómsveitirnar
Allir - eđa allflestir - kunna vel ađ meta músík af einhverju tagi. Svo eru ţađ ţeir sem hafa ástríđu fyrir músík. Á ensku eru ţeir kallađir music lovers og eru á bilinu 3 - 5% fólks. Tilvera ţeirra snýst ađ stórum hluta um músík. Ţeir láta sér ekki nćgja ađ hlusta á músík heldur frćđa ţeir sig um músík. Skođa og skilgreina.
Á dögunum tók einn sig til og stúderađi alla marktćka lista sem hann fann yfir bestu hljómsveitir bresku dćgurlagasögunnar. Listana lagđi hann saman og reiknađi út einn sameiganlegan heildarlista. Listarnir voru reyndar ađ mestu samstćđir. Einkum efstu sćtin. Ţau eru ţessi:
1 Bítlarnir
2 Rolling Stones
3 Led Zeppelin
4 Pink Floyd
5 Clash
6 Who
7 Queen
8 Kinks
9 Black Sabbath
10 Smiths
11 Radiohead
12 Cure
13 Oasis
14 Sex Pistols
15 Genesis
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (34)
24.6.2024 | 08:40
Gleymdi barni
Ég var úti ađ aka. Langađi ađ hlusta á eitthvađ áheyrilegt í útvarpinu. Tók upp á ţví - í óeiginlegri merkingu - ađ sigla á sjóbrettum um öldur ljósvakans. "Sörfa". Ađ ţví kom ađ ég heyrđi spjall tveggja manna. Annar spurđi hinn um ćvi og störf. Ţar á međal um barneignir.
- Ég á ţrjú börn, upplýsti hann.
- Á hvađa aldri eru ţau?
- Nei, heyrđu, ég á fjögur börn. Ég gleymdi yngsta stráknum!
3.4.2024 | 08:41
Metnađarleysi
Einhver allsherjar dođi liggur yfir Íslendingum ţessa dagana. Međal annars birtist ţađ í áhugaleysi fyrir komandi forsetakosningum. Innan viđ sjötíu manns eru byrjađir ađ safna međmćlendum. Ţađ er lágt hlutfall hjá ţjóđ sem telur nálćgt fjögur hundruđ ţúsund manns. Ađ vísu ţrengir stöđuna ađ frambjóđandi verđur ađ vera 35 ára eđa eldri. Einnig ţurfa kjósendur ađ vera 18 ára eđa eldri. Samt.
![]() |
Steinunn Ólína byrjuđ ađ safna undirskriftum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
5.1.2024 | 04:51
Óvćnt og ferskt stílbragđ Rúv
Löng hefđ er fyrir ţví ađ viđurkenningarskjöl, meistarabréf og fleira af ţví tagi séu virđuleg og vegleg. Einkum er nafn handhafa plaggsins sem glćsilegast. Oft skrautskrifađ. Tilefniđ kallar á ađ reisn sé yfir verkinu. Enda algengt ađ ţađ sé innrammađ og prýđi veggi.
Í fésbókarhóp sem kallast Blekbyttur vekur Árni Sigurđsson athygli á nýstárlegri framsetningu Rúv á viđurkenningarskjali. Ţar eru fréttamenn ársins heiđrađir. Skjaliđ sem stađfestir titilinn lćtur lítiđ yfir sér - ef frá er taliđ nafn handhafans. Ţađ stingur í stúf viđ tilefniđ; er krotađ međ hrafnasparki líkt og eftir smábarn ađ krota međ kúlupenna.
Međ uppátćkinu fer Rúv inn á nýjar brautir. Út af fyrir sig er metnađur í ţví. Einhver kallađi ţennan nýja stíl "pönk". Munurinn er ţó sá ađ pönk er "kúl".
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
2.12.2023 | 14:28
Örstutt glćpasaga um skelfilegt morđ
Rúnar er fyrir hćstarétti. Í hérađi var hann dćmdur í sextán ára fangelsi fyrir ađ myrđa Margréti, međleigjanda sinn. Hann hefur fúslega játađ ađ hafa ţrifiđ upp blóđ úr konunni. Hinsvegar veit hann ekki hvers vegna blóđ hennar var út um allt eldhúsgólfiđ. Hann tilkynnti ekki hvarf hennar. Líkiđ hefur aldrei fundist. Móđir hennar tilkynnti hvarfiđ eftir ađ hafa án árangurs reynt ađ ná á henni vikum saman.
Rúnar hefur ekki leynt ţví ađ ţeim Margréti sinnađist oft. Stundum kom til handalögmála. Einkum ţegar vín var haft viđ hönd. Vitni segja ađ hann hafi veriđ ástfanginn af henni. Ástin var ekki endurgoldin. Ţvert á móti hafi konan hrćđst skapofsaköst hans og hamslausa áfengisneyslu.
Rúnar man ekkert eftir kvöldinu sem Margrét hvarf. Hann hafđi veriđ á fylleríi í nokkra daga. Allt í "blakkáti". Rámađi samt í ađ hafa ţrifiđ upp blóđ. Einnig hníf í sinni eigu. Mjög óljóst kannađist hans viđ hugsanleg áflog.
Öllum ađ óvörum mćtir Margrét í hćstarétt. Hún óskar eftir ađ fá ađ ávarpa réttinn. Hún segist hafa reynt sjálfsvíg kvöldiđ sem hún hvarf. Skar sig á púls. Ástćđan var ósćtti viđ nýjan kćrasta. Á síđustu stundu hćtti hún viđ allt. Batt fyrir púlsana og tók rútuna norđur til gamallar skólasystur sinnar. Ţar hefur hún veriđ síđan. Hún fylgdist međ fréttum af morđmálinu. Henni ţótti gott ađ vita af Rúnari engjast fyrir dómstólum. En hún getur ekki horft upp á hann sakfelldan fyrir hćstarétti.
Réttarhaldiđ er í uppnámi. Dómarar eru reiđir. En hún er ekki ákćrđ í málinu. Bara Rúnar. Fangelsisvist hans er lćkkuđ niđur í fjögur ár. Honum til refsiţyngingar er ađ hann var ósamvinnuţýđur viđ rannsókn málsins. Ţverskallađist viđ ađ vísa á líkiđ. Var óstöđugur í yfirheyrslum og reyndi ađ fela sönnunargögn. Međal annars međ ţví ađ ţrífa blóđ af hnífi og gólfi. Yfirlýsing Margrétar um ađ hann sé saklaus af meintu morđi á henni er metiđ honum til refsilćkkunar.
Einn dómari skilar séráliti. Hann telur sanngjarnt ađ stytta dóminn niđur í tvö ár. Ástćđan sé sú ađ dagblađ birti á baksíđu ljósmynd af Rúnari. Myndbirtingin hljóti ađ hafa valdiđ honum skelfingu og hugarangri. Međ ţví hafi hann tekiđ út refsingu sem jafngildi einu ári í fangelsi.
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
22.7.2023 | 08:22
Bestu vísnasöngvarnir
Singersroom er bandarískt málgagn R&B og sálartónlistar (soul). Ţar á bć er ţó líka fjallađ um ađra tónlistarstíla. Til ađ mynda birtist ţar á dögunum áhugaverđur listi yfir bestu vísnasöngva sögunnar (folk songs). Listinn ber ţess merki ađ vera tekinn saman af Bandaríkjamönnum. Ţó slćđast ţarna međ lög međ sćnsk-enska Cat Stevens og enska Nick Drake.
Hvađ svo sem segja má um listann ţá eiga öll lögin heima á honum.
1. This Land Is Your Land - Woody Guthrie
2. Irene - Leadbelly (líka ţekkt sem Goodnight Irene)
3. Little Boxes - Melvina Reynolds (Ţekkt hérlendis sem Litlir kasssar í flutningi Ţokkabótar)
4. If I Were A Carpinter - Tim Hardin
5. 500 Miles - Hedy West
6. The Big Rock Candy Mountain - Harry McClintock
7. Blues Run The Game - Jackson C, Frank
8. Wild World - Cat Stevens
9. If I Had A Hammer (Hammer Song) - Pete Seeger
10. Freight Train - Elizabeth Cotten
11. The Times They Are A-Changin´ - Bob Dylan
12. Blue Moon Of Kentucky - Bill Monroe
13. Candy Man - Mississippy John Hurt
14. Deep River Blues - Doc Watson
15. Pink Moon - Nick Drake
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (22)
11.12.2022 | 06:03
4 milljónir flettinga
Á dögunum brá svo viđ ađ flettingar á ţessari bloggsíđu minni fóru yfir fjórar milljónir. Ţađ er gaman. Flettingar eru jafnan 10 - 15% fleiri en innlit. Innlit eru sennilega einhversstađar á rólinu 3,5 milljón.
Velgengni bloggsíđunnar kitlar hégómagirnd. Samt er ég ekki í vinsćldakeppni. Til ađ vera í toppsćti ţarf ađ hengja bloggfćrslur viđ fréttir á mbl.is og blogga rúmlega daglega. Ég geri hvorugt. Ég blogga ađeins ţrisvar eđa fjórum sinnum í mánuđi. Ţađ dugir mér fyrir útrás blađamannsbakteríu frá ţví ađ ég til áratuga skrifađi um popptónlist fyrir allt upp í 12 tímarit ţegar mest gekk á.
Ţađ er skemmtun ađ velta vöngum yfir ýmsu í tónlist. Ekki síst ţegar ţađ kveikir umrćđu. Jafnframt er ljúft ađ blogga um ţađ sem vinir mínir eru ađ bardúsa í tónlist, bókmenntum, kvikmyndum eđa öđru áhugaverđu.
Fyrir nokkrum árum - ţegar barnabörn mín stálpuđust og lćrđu ađ lesa - tók ég ákvörđun um ađ láta af neikvćđum skrifum um menn og málefni. Núna skrifa ég einungis vel um alla. Sumir eiga erfitt međ ađ međtaka ţađ. Ekki svo mjög á blogginu. Ţađ er frekar á Facebook. Ţar vilja sumir fara í leđjuslag viđ mig. Sem var gaman áđur en ég hćtti neikvćđni. Nú er runnin upp stund jákvćđninnar. Og meira ađ segja stutt í sólrisuhátíđina jól.
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
18.9.2022 | 09:04
Bestu hljómplötur allra tíma
Bandaríski netmiđillinn Consequence hefur tekiđ saman og birt lista yfir bestu hljómplötur allra tíma. Listinn ber ţess ađ nokkru merki ađ vera tekinn saman af Bandaríkjamönnum. Ég er alveg sáttur viđ valiđ á plötunum. Aftur á móti er ég ekki eins sammála röđinni á ţeim. Til ađ mynda set ég "Abbey Road" í toppsćtiđ. "London Calling" međ The Clash set ég ofar "Rumours". Gaman vćri ađ heyra álit ykkar.
Svona er listinn:
1 Prince - Purple Rain
2 Fleetwood Mac - Rumours
3 Bítlarnir - Abbey Road
4 The Clash - London Calling
5 Joni Mitchell - Blue
6 The Beach Boys - Pet Sounds
7 Kendrick Lamar - To Pimp a Butterfly
8 Radiohead - OK Computer
9 Marvin Gaye - What´s Going On
10 Nirvana - Nevermind
11 Lauryn Hill - The Miseducation of Lauryn Hill
12 Bob Dylan - Blonde on Blonde
13 The Velvet Underground - The Velvet Underground & Nico
14 Bítlarnir - Sgt, Pepper´s Lonely Hearts Club Band
15 David Bowie - The Rise and Fall of Ziggy Stardust
16 Bruce Springsteen - Born to Run
17 Patti Smith - Horses
18 Beyoncé - Lemonade
19 Talking Heads - Remain in Light
20 Kate Bush - Hounds of Love
21 Led Zeppelin - IV
22 Stevie Wonder - Songs in the Key of Life
23 Rolling Stones - Let it Bleed
24 Black Sabbath - Paranoid
25 Public Enemy - It takes a Nation of Millions to Hold Us Back