Fćrsluflokkur: Fjölmiđlar

Bestu Bítlaplöturnar

  Breska hljómsveitin Bítlarnir (The Beatles) hćtti fyrir meira en hálfri öld.  Plötuferill hennar spannađi ađeins sex ár.  Samt er ekkert lát á vinsćldum hennar.  Ađdáendahópurinn endurnýjar sig stöđugt.  Í útvarpi má iđulega heyra spiluđ lög međ Bítlunum og umfjöllun um Bítlana.  Skammt er síđan Gunnar Salvarsson rakti sögu hljómsveitarinnar í ţáttaseríu á Rúv.  Gerđar hafa veriđ leiknar kvikmyndir um Bítlana,  sem og heimildarmyndir og sjónvarpsţćttir.  Núna síđast hefur Disney+ veriđ ađ sýna átta tíma heimildarţátt um gerđ plötunnar "Let it be".  

  Ţađ segir margt um stöđu Bítlanna ađ í hálfa öld hafa 3 plötur hennar veriđ ađ skiptast á ađ verma efstu sćti lista yfir bestu plötur allra tíma.  Ţađ eru "Sgt Pepper´s...",  "Revolver" og "Abbey Road".  

  Til gamans:  Hér til vinstri á ţessari síđu hef ég stillt upp skođanakönnun um uppáhalds Bítlaplötuna.  Vinsamlegast takiđ ţátt í leitinni ađ henni. 

  Breska tímaritiđ Classic Rock hefur tekiđ saman lista yfir bestu og áhrifamestu Bítlaplöturnar.  Stađa ţeirra er studd sannfćrandi rökum.  Ţannig er listinn:

1.  Revolver (1966)

  Ţarna voru Bítlarnir komnir á kaf í ofskynjunarsýruna LSD og indverska músík.  Ţađ tók almenning góđan tíma ađ melta ţessa nýju hliđ á Bítlunum.  Platan seldist hćgar en nćstu plötur á undan.  Hún sat "ađeins" í 8 vikur í 1. sćti breska vinsćldalistans.  Ţví áttu menn ekki ađ venjast.  Í dag hljóma lög plötunnar ósköp "venjuleg".  1966 voru ţau eitthvađ splunkunýtt og framandi. Plötuumslagiđ vakti mikla athygli.  Í stađ hefđbundinnar ljósmyndar skartađi ţađ teikningu af Bítlunum.  Hönnuđurinn var Klaus Woorman,  bassaleikari sem Bítlarnir kynntust í Ţýskalandi.  Hann spilađi síđar á sólóplötum Lennons.  Umslagiđ fékk Grammy-verđlaun.  

 

2.  Sgt. Pepper´s Lonely Hearts Club Band (1967)

  Bítlarnir gengu ennţá lengra í tilraunamennsku og frumlegheitum.  Gagnrýnendur voru á báđum áttum.  Sumir töldu Bítlana vera búna ađ missa sig.  Ţeir vćru komnir yfir strikiđ.  Tíminn vann ţó heldur betur međ Bítlunum. 

3.  Please Please Me (1963)

  Sem jómfrúarplata Bítlanna markađi hún upphaf Bítlaćđisins - sem varir enn.  Hún var byltingarkenndur stormsveipur inn á markađinn.  Ný og spennandi orkusprengja sem náđi hámarki í hömlulausum öskursöng Lennons í "Twist and Shout".  Ţvílík bomba!   

4.  Abbey Road (1969)

  Síđasta platan sem Bítlarnir hljóđrituđu.  Ţeir sönnuđu ađ nóg var eftir á tanknum.  George á bestu lög plötunnar.  Hin lögin eru ţó ekkert slor.    

 

5.   Magical Mistery Tour (1967)

 

6.  Rubber Soul (1965)

7.  Hvíta albúmiđ (1968)

8.  With The Beatles (1963)

9.  A Hard Day´s Night (1964)

  Ţrjár plötur ná ekki inn á ţennan lista:  Beatles for sale (1964),  Help (1965),  Yellow Submarine (1969).  Allt góđar plötur en skiptu ekki sköpum fyrir tónlistarţróun Bítlanna og heimsins.


Bestu gítarleikarar rokksögunnar?

  Sumir halda ranglega ađ gćđi gítarleiks ráđist af hrađa og fingrafimi.  Ţetta á ekki síst viđ um gítarleikara sem ráđa yfir fćrni í hrađa.  Jú, jú.  Ţađ getur alveg veriđ gaman ađ heyra í ţannig flinkum gítarleikara.  En ađeins í hófi.  Miklu hófi.  Fátt er leiđinlegra en sólógítarleikari sem ţarf stöđugt ađ trana sér fram og sýna hvađ hann getur spilađ hratt.

  Bestu gítarleikarar eru ţeir sem upphefja lagiđ og međspilara sína óháđ fingrafimi og hrađa.  Einn gítartónn hjá BB King gerir meira fyrir lag en allir hrađskreiđustu sólógítarleikarar rokksins til saman.  Einhver orđađi ţađ á ţessa leiđ.  Man ekki hver. 

  Tímkaritiđ Woman Tales hefur tekiđ saman lista yfir bestu gítarleikara rokksögunnar.  Ég er glettilega sammála niđurstöđunni.  Hún er ţessi:

1.  Jimi Hendrix.  Rökin eru m.a. ţau ađ hann fullkomnađi áđur óţekktan leik međ enduróm (feedback).  Jafnframt spilađi hann hljóma sem fyrirrennarar hans vissu ekki ađ vćru til.  Margt fleira mćtti telja upp sem stimplar Hendrix inn sem besta gítarleikara rokksögunnar. 

Gott dćmi um ţađ hvernig Hendrix umbreytti góđu lagi í meiriháttar snilld er túlkun hans á "All Along the Watchtower".  

2.  Eric Clapton.  Hann kann öll trixin í bókinni.  En líka ađ kunna sér hófs án stćla. 

3.  Jimmy Page (Led Zeppelin).  Hann gerđi svo margt flott án ţess ađ trana sér. 

4.  Chuck Berry bjó til rokk og rolliđ. Og rokkgítarleikinn.

5.  Eddie Van Halen

6.  Keith Richards

7.  Jeff Back

8.  B. B. King

9.  Carlos Santana

10. Duane Allman

11. Prince

12. Stevie Ray Vaughn

13. Pete Townshend  (The Who)

14. Joe Walsh

15. Albert King .

16. George Harrison

17. John Lennon

18. Kurt Cobain

19. Freddie King

20. Dick Dale

21. Buddy Holly

22. Slash  (Guns N Roses)

23. Joe Perry  (Aerosmith)

24. David Gilmour  (Pink Floyd)

25. Neil Young

26. Frank Zappa

27. Tom Petty og Mike Campell  (Heartbreakers)

28. Muddy Waters

29. Scotty Moore

30. Billy Gibbons  (ZZ Top)

31. The Edge  (U2)

32. Bobby Krieger  (The Doors)

33. Brian May  (Queen)

34. Angus Young (AC/DC)

35. Tom Morello (Rage Against the Machine / Audioslave / Bruce Springsteen & the E-Street Band)


Ofbeldi upphafiđ

  Ég horfi stundum á sjónvarp.  Í Sjónvarpi Símans hafa árum saman veriđ endursýndir bandarískir grínţćttir sem kallast The king of Queens.  Sömu ţćttirnir sýndir aftur og aftur.  Ţađ er í góđu lagi.  Ein ađalstjarnan í ţáttunum er virkilega vel heppnuđ og fyndin. Ţar er um ađ rćđa geđillan og kjaftforan náunga sem kallast Arthur.  Leikarinn heitir Jerry Stiller.  Hann ku vera fađir íslandsvinarins Bens Stillers.  

  Arthur býr heima hjá dóttur sinni og tengdasyni.  Eins og algengt er í svona gamanţáttum ţá er konan fögur, grönn og gáfuđ.  Kall hennar er feitur, undirförull og heimskur. Allt er ţetta međ ágćtum ef frá er taliđ ađ ofbeldi er fegrađ sem brandarar.  Hjónin eiga til ađ hrinda hvort öđru;  konan snýr upp á geirvörtur kauđa og kýlir hann međ hnefa í bringuna.  Ţetta er ekki til eftirbreytni og ber ađ fordćma.     


Auglýsingar í íslenskum eđa erlendum miđlum?

  Einhverjir hafa eflaust tekiđ eftir ţví ađ íslenska samfélagiđ höktir um ţessar mundir.  Sjaldan hafa jafn mörg fyrirtćki átt í erfiđleikum.  Atvinnuleysi er óásćttanlegt.  Áfram mćtti telja.  Ţess vegna velti ég fyrir mér eftirfarandi:

  Helsta tekjulind stćrstu samfélagsmiđlanna er auglýsingasala.  Svo ég taki Facebook sem dćmi ţá er tiltölulega ódýrt ađ auglýsa ţar.  Einn auglýsingapakki kostar kannski 5000 kall.  Útlagđur kostnađur miđilsins er enginn.  Auglýsendur grćja ţetta allt sjálfir.

  Ýmsir gallar eru viđ auglýsingar á Facebook.  Ţađ er kúnst ađ nýta miđilinn ţannig ađ snertiverđ sé hagstćtt. 

  Ástćđa er til ađ gagnrýna samfélagsmiđlana sem auglýsingavettvang.  Ţeir borga enga skatta eđa gjöld af auglýsingatekjum sínum.  Ekki einu sinni virđisaukaskatt.  Ţess vegna er einkennilegt ađ sjá Alţýđusamband Íslands,  ASÍ,  auglýsa í ţeim.

  Ég hvet íslenska auglýsendur til ađ sniđganga samfélagsmiđlana.  Auglýsa einungis í íslenskum fjölmiđlum. Ekki endilega til frambúđar.  Ađeins og fyrst og fremst núna ţangađ til hjól atvinnulífsins ná ađ snúast lipurlega.  Á svona tímum ţurfum viđ Íslendingar ađ snúa bökum saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til ađ yfirstíga yfirstandandi ţrengingar.  Ferđast innanlands og til Fćreyja,  Gefa erlendum póstverslunum frí um stund;  beina viđskiptum til íslenskra fyrirtćkja og blasta íslenskri tónlist sem aldrei fyrr.    

  


Bestu trommuleikarar sögunnar

  Kanadíska tímaritiđ Drumeo hefur tekiđ saman áhugaverđan lista yfir bestu trommuleikara allra tíma.  Ţeim er rađađ í sćti.   Eflaust geta veriđ skiptar skođanir um sćtaröđina.  En tćplega um ţá sem eru á listanum.

  Svona listi er ekki heilagur sannleikur.  Til ađ mynda einblínir hann á engilsaxneska trommuleikara.  Ţetta er fyrst og fremst skemmtilegur samkvćmisleikur.  Í leiđinni vekur hann athygli á trommuleikurum sem áhugasamir eiga mögulega eftir ađ kynna sér.  Ţessir rađast í efstu sćtin:

1  Buddy Rich

  Hann er ţekktur fyrir kraft, orku, ótrúlegan hrađa, fullkomna tćkni og ýmsar brellur.  Auk ţess ađ vera hljómsveitarstjóri eigin hljómsveitar ţá spilađi hann međ bandarískum samlöndum sínum,  svo sem Louis Armstrong, Ellu Fitzgerald,  Charlie Parker, Frank Sinatra, Count Basie,  Harry James og mörgum fleiri.    

2  Neil Peart

Kanadískur trommari prog-hljómsveitarinnar Rush.  Trommusóló hans voru jafnan hápunktur á hljómleikum tríósins. 

3  John Bonham

Enskur trommuleikari Led Zeppelin.  Besti rokktrommuleikarinn.  Hann var ţó undir miklum áhrifum frá djasstrommuleikurum á borđ viđ Buddy Rich, Max Roach og Elvin Jones.  Ađalsmerki hans var tilfinningahiti,  "grúv" og hrađur bassatrommusláttur međ einu fótstigi.

4  Vinnie Colaiuta

Bandarískt kameljón.  Hóf feril međ Frank Zappa.  Hefur síđan spilađ međ svo ólíkum tónlistarmönnum sem Noruh Jones,  Megadeath,  Sting,  Steely Dan,  Bill Evans,  Ray Charles,  Chick Corea,  Joni Mitchelle og mörgum fleiri. 

5  Tony Williams

Bandaríkjamađur sem vakti 17 ára gamall athygli í hljómsveit Miles Davis.  Hann spilađi af tilraunagleđi og var einn af frumkvöđlum í ađ brćđa saman tónlistarstíla.  Auk ţess ađ halda úti eigin tríói ţá spilađi hann međ Sonny Rollins,  Herbie Hancock,  Ron Carter,  Stanley Clarke,  Chet Baker,  Winton Marsalis og Eric Dolphy.

6  Steve Gadd

Bandarískur djassisti.  Hefur spilađ međ Chick Corea,  Jaco Pastorius,  Steely Dan,  Steve Khan,  Paul Simon,  Paul McCartney,  Frank Sinatra og Weather Report.

7  Ringo Starr

Breskur Bítill.  Hann spilađi ólíkt ţví sem áđur ţekktist.  Hann hlóđ einstaklega vel undir tónlistina og gerđi hana ţannig ađ sterku vörumerki.

8  Billy Cobham

Fćddur í Panama en flutti á barnsaldri til Bandaríkjanna.  Á stóran ţátt í mótun nútíma trommuleiks.  Var frumkvöđull í ađ nota af árásargjörnum krafti tvćr bassatrommur og spila brćđing (fusion). 

9  Max Roach

Bandarískur djassisti.  Spilađi međal annars međ Dizzy Gillespie.  Miles Davis,  Sonny Rollins,  Duke Ellington,  Chet Baker,  Clifford Brown og Charlie Parker.

10 Stewart Copeland

Fćddur í Bandaríkjunum en fjölskyldan flutti til Miđ-Austurlanda ţegar hann var ađeins nokkurra mánađa.  12 ára hóf hann trommunám í Englandi.  Hann er ţekktur fyrir reggískotinn trommuleik međ breska tríóinu The Police. 

Af ofantöldum trommurum eru á lífi ađeins Vinnie Colaiuta,  Steve Gadd,  Ringo Starr,  Billy Cobham og Stewart Copeland. 


Bráđskemmtilegt "Laugardagskvöld međ Matta".

  Ég var ađ hlusta á skemmtilegan útvarpsţátt,  "Laugardagskvöld međ Matta",  á Rás 2.  Gestur ţáttarins var Logi Einarsson,  formađur Samfylkingarinnar og Skriđjökull.  Hann kynnti fyrir hlustendum uppáhaldslögi sín.  Ţar ratađi hver gullmolinn á fćtur öđrum.  Gaman var á ađ hlýđa.  Líka vegna ţess ađ fróđleiksmolar flutu međ. 

  Snemma í ţćttinum upplýsti Logi undanbragđalaust ađ hans uppáhald sé bítillinn Paul McCartney.  "Minn mađur," sagđi hann.  Ekki vissi hann af hverju.  Hinsvegar ţykir honum vćnt um ađ dóttir hans hefur erft ađdáun á Paul.  Svo spilađi Logi uppáhaldslag sitt međ Paul.  Ţađ var "Come Together",  opnulag plötunnar "Abbey Road".

  Er lagi lauk gerđi Matti athugasemd.  Hann sagđi:  "Ţetta er Lennon-legt lag en Paul á ţađ, eđa hvađ?"   Logi svarađi:  "Ég veit ţađ ekki.  Ég hef aldrei kafađ ţađ djúpt í ţetta."

  Hiđ rétta er ađ lagiđ er samiđ og sungiđ af John.  Höfundareinkenni Johns eru sterk.  Bćđi í söng og blúsađri laglinu.

  Í frekara spjalli um "Abbey Road" upplýsti Logi ađ John og Paul hafi átt óvenju fá lög á plötunni.  Hún vćri eiginlega plata George Harrisons.  Hann eigi ţessi fínu lög eins og "Here Comes the Sun" og "Strawberry Fields"

  Hiđ rétta er ađ Lennon-McCartney eiga 14 af 17 lögum plötunnar.  Ringo á 1 og George 2.  Vissulega eru lög George virkilega góđ og ađ mati mínu og Lennons bestu lög plötunnar.  Logi nefndi réttilega "Here Comes the Sun" en hitt lag George á plötunni er "Something".  Ekki "Strawberry Fields".  Ţađ er Lennon-lag sem kom einungis út á smáskífu en löngu síđar á geisladiski međ "Sgt. Peppers...".  

  Tekiđ skal fram ađ međ ţessum pósti er ég ekki ađ reyna ađ gera lítiđ úr stjórnmálamanninum Loga Einarssyni.  Stjórnmálamenn ţurfa ekki ađ vera međ sögu Bítlanna á hreinu.  Sú hljómsveit starfađi stutt.  Plötuupptökur hennar spönnuđu ađeins 6 ár,  1963-1969.  Ţeim mun merkilegra og skemmtilegra er ađ fólk sé ađ hlusta á Bítlana 2019.  Hvađ varđ um allar hinar hljómsveitirnar sem tröllriđu markađnum á sama tíma og Bítlarnir: Love,  Iron Butterfly,  Crazy World of Arthur Brown,  Soft Machine,  Them,  Strawbs...?

      


Bítlalögin sem unga fólkiđ hlustar á

  Síđasta platan sem Bítlarnir hljóđrituđu var "Abbey Road".  Hún kom út undir lok september 1969.   Ţess vegna er hún hálfrar aldar gömul.  Meiriháttar plata.  Hún hefur elst vel.  Hún gćti hafa komiđ út í ár án ţess ađ hljóma gamaldags.  

  Svo merkilegt sem ţađ er ţá hlustar ungt fólk í dag á Bítlana.  Bćđi börn og unglingar.  Í minni fjölskyldu og í mínum vinahópi eru Bítlarnir í hávegum hjá fjölda barna og unglinga.  Lokaritgerđ frćnku minnar í útskrift úr framhaldsskóla var um Bítlana.  Mjög góđ ritgerđ.  Fyrir nokkrum árum hitti ég 14 ára dóttur vinafólks mín.  Hún var svo fróđ um Bítlana ađ ég hafđi ekki rođ viđ henni um smáatriđi tengd Bítlatónlist.  Tel ég mig ţó vera nokkuđ fróđan um Bítlana.   

  Spilanir á músíkveitunni Spotify stađfesta ađ ţetta sama má segja um börn og unglinga út um allan heim.  

  Ţessi Bítlalög eru mest spiluđ af börnum og unglingum upp ađ 18 ára aldri.

1.  Here Comes The Sun

2.  Let It Be

3.  Hey Jude

4.  Come together

5.  Twist And Shout

Ţessi lög eru mest spiluđ af aldurshópnum 18 - 24 ára:

1.  I Want To Hold Your Hand

2.  Here Comes The Sun

3.  Come Together

4.  Penny Lane

5.  You Never Give Me Your Money 

   


Áhrifamáttur nafnsins

  Flestum ţykir vćnt um nafn sitt.  Ţađ er stór hluti af persónuleikanum.  Sérstaklega ef ţađ hefur tilvísun í Biblíuna, norrćna gođafrćđi, Íslendingasögurnar eđa nána ćttingja.  Ég varđ rígmontinn ţegar afastrákur minn fékk nafniđ Ýmir Jens.

  Ţekkt sölutrix er ađ nefna nafn viđskiptavinarins.  Sölumađurinn öđlast aukna viđskiptavild í hvert sinn er hann nefnir nafn viđskiptavinarins.

  Góđur vinur minn endursegir ćtíđ samtöl sín viđ hina og ţessa.  Hann bćtir alltaf nafni sínu viđ frásögnina.  Lćtur eins og allir viđmćlendur hans ávarpi hann međ orđunum " Óttar minn, ..." (ekki rétt nafn).  Sem engir gera. 

  Annar vinur minn talar alltaf um sig í 3ju persónu.  Hann er góđur sögumađur.  Ţegar hann segir frá samtölum viđ ađra ţá nafngreinir hann sig.  Segir:  "Ţá sagđi Alfređ..."  (rangt nafn).

  Ég ţekki opinberan embćttismann.  Sá talar aldrei um sig öđruvísi en međ ţví ađ vísa í titil sinn:  "Forstöđumađurinn mćlti međ..." (rangur titill). 

  Ţetta hefur eitthvađ ađ gera viđ minnimáttarkennd; ţörf til ađ upphefja sig. 


Ljósmyndir Lindu hjálpuđu Paul

  "But I´m not the only one," söng John Lennon.  Ég er ekki einn um ađ hafa áhuga á Bítlunum.  Mest lesna grein á netsíđu breska dagblađsins The Guardian í dag er spjall viđ Paul McCartney.  Ţar tjáir hann sig um ljósmyndir Lindu heitinnar eiginkonu sinnar.

  Í léttum dúr segist Paul hafa slátrađ farsćlum ljósmyndaferli hennar.  Áđur en ţau tóku saman var hún hátt skrifuđ í ljósmyndaheimi.  Hún hafđi međal annars unniđ til eftirsóttra verđlauna.  Fyrst kvenna átti hún forsíđumynd söluhćsta tónlistartímarits heims,  bandaríska Rolling Stone.  Myndin var af Eric Clapton.  Eftir ađ ţau Paul tóku saman breyttist ímynd hennar úr ţví ađ vera verđlaunaljósmyndari í ađ vera "kona Pauls".  lennon-mccartney 1

  Margar ljósmyndir Lindu hjálpa og heila Paul ađ gera upp viđ upplausn Bítlanna.  Sem var honum afar erfiđ.  Hann telur sig hafa fengiđ taugaáfall viđ ţann atburđ og aldrei náđ ađ vinna sig almennilega úr sorginni sem ţví fylgdi.  

  Paul ţykir vćnt um ljósmynd af ţeim John sem Linda smellti af um ţađ leyti er hljómsveitin sprakk í loft upp.  Ţó ađ allt hafi lent í illindum ţá nutu ţeir ţess ađ vinna saman ađ tónlist fram á síđasta dag.  Samband ţeirra hafi veriđ einstaklega sterkt og náiđ til lífstíđar,  segir Paul og bendir á ađ ţarna blasi viđ hamingjusamur John Lennon.

  Önnur ljósmynd sem Paul ţykir vćnt um segir hann vera dćmigerđa fyrir stemmningu og andrúmsloft sem einkenndi samskipti Bítlanna innbyrđis.  Ţar heilsast John og Paul í galsa međ handabandi.  George og Ringo skemmta sér konunglega yfir gríninu. 

Bítlarnir

 

 

 

   


Fölsk Fésbókarsíđa

  Fésbókarvinur minn,  Jeff Garland,  sendi mér póst.  Hann spurđi af hverju ég vćri međ tvćr Fésbókarsíđur međ samskonar uppsetningu.  Sömu ljósmyndir og sömu Fésbókarvinir.  Draugasíđan hafđi sent honum vinarbeiđni.  Mín orginal-síđa er međ 5000 vinum.  Draugasíđan var međ 108 vini.  Öllum sömu og orginal-síđan mín.  

  Ég fatta ekki húmorinn eđa hvađa tilgangi draugasíđan á ađ ţjóna.  Enda fattlaus.  Jeff hefur tilkynnt FB draugasíđuna.  Vonandi er hún úr sögunni.  Draugasíđan hefur blessunarlega ekki valdiđ neinu tjóni.  Ţannig lagađ.  En ginnt 108 FB vini mína til ađ svara vinarbeiđni.     


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.