Fćrsluflokkur: Fjölmiđlar
18.4.2013 | 02:36
Rolling Stone tímaritiđ gefur út fćreyskt lag
Tímaritiđ Rolling Stone er söluhćsta tónlistarblađ heims. Upplag blađsins er hálf önnur milljón eintaka. Ţar af er stćrsti hluti upplagsins á ensku. Nćst stćrsti hlutinn er á ţýsku. Blađiđ kemur einnig út á frönsku, spćnsku og einhverjum fleiri tungumálum. Ţýska útgáfan selst í 60.000 eintökum. Međ nćsta tölublađi fylgir safnplatan Whatever Turns You On. Á henni eru 10 lög; sýnishorn af ţví ferskasta, flottasta og efnilegasta í poppmúsík dagsins í dag.
Međal laga á plötunni er eitt frá Fćreyjum. Ţađ heitir Inner Beast og er af plötunni Ghost With Skin, sólóplötu söngvaskáldsins, gítarleikarans og söngvarans Benjamíns í Götu. Benjamín Petersen er 24ra ára og hefur oft komiđ fram á hljómleikum hérlendis. Bćđi sem sólólistamađur og einnig sem gítarleikari Eivarar og hljómsveitarinnar Kvönn.
Um lagiđ međ Benjamín segir í Rolling Stone:
"07. Der Hype eilt Benjamin Petersen voraus. So wurde der junge Songwriter von den Färöer-Inseln schon vor Erscheinen seines Albums Ghost With Skin mit Etiketten wie RocknRoll-Jesus belegt. Zu solchen Begeisterungsstürmen wollen wir uns nun nicht gleich hinreißen lassen, auch wenn Benjamin zugegeben ziemlich viel kann. In Inner Beast zum Beispiel verbindet er MGMT-Pop mit halsbrecherischen Gitarrenläufen im Stil eines Dick Dale."
Ţýski markađurinn er ţriđji stćrsti tónlistarmarkađur heims. Ţađ er öflug kynning ađ eiga lag á plötu sem fer inn á 60 ţúsund heimili ákafra tónlistarunnenda. Í kjölfariđ heldur Benjamín í hljómleikaferđ til Ţýskalands og Danmerkur.
Ég er ekki međ Inner Beast lagiđ. En hér er annađ lag međ Benjamín:
Benjamín er ekki óţekkt nafn í Ţýskalandi. Hér fyrir neđan er ljósmynd úr stćrstu plötubúđinni í Berlín. Ţar er plötu Benjamíns hampađ á sérstökum stalli undir yfirskriftinni "Tipp!". Ef vel er ađ gáđ má sjá plötu Ólafar Arnalds ţarna fyrir neđan. Ólöf nýtur töluverđra vinsćlda í Ţýskalandi, Englandi og Skotlandi. Og kannski víđar.
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2013 | 22:08
Brandari í íslenskri auglýsingu orđinn ađ veruleika
Muniđ ţiđ eftir Lottó-auglýsingunum međ Jóni Gnarr? Ţar lék hann Lýđ Oddsson. Sá hafđi margt fróđlegt ađ segja um líf sitt sem auđmanns í kjölfar ţess ađ vinna í Lottói. Fyndnasta sjónvarpsauglýsingin gekk út á ţađ ađ Lýđur hefđi fjárfest í hurđ. Hurđin var áđur í eigu söngvarans Barrys Manilows.
Fyndni brandarans lá í langsóttri veruleikafirringu tengdri frćga (Séđ og heyrt) fólkinu. Eđa hvađ? Fyrir helgi var sett í sölu hurđ úr húsi sem hýsti bítilinn Paul McCartney á unglingsárum hans. Paul bjó í húsinu í örfá ár frá 13 ára aldri. Síđar gekk Paul til liđs viđ skólahljómsveit Johns Lennons, Quarrymen. Hún breyttist í The Beatles og starfađi í Ţýskalandi áđur en heimsfrćgđin bankađi á dyr. Ekki samt sömu dyr og voru nú til sölu. Ási heitinn vinur minn (bróđir Röggu Gísla) sá The Beatles skemmta í Ţýskalandi á sínum tíma. Ţađ er önnur saga.
Um er ađ rćđa hrörlega gulgrćna útihurđ. Uppsett verđ fyrir hurđina var um milljón ísl. kr. (5000 sterlingspund). 1970 var hurđin tekin úr umferđ og sett í geymslu. Ţegar á reyndi var togast á um hurđina og hún ađ lokum seld á 1,5 millj. ísl. kr. (7500 sterlingspund). Kaupandinn hyggst leyfa Bítlaađdáendum ađ taka ljósmynd af sér gegn greiđslu viđ hurđina. Á hurđinni er póstlúga sem ţeir geta smeygt í gegn umslagi merktu sér. Ţetta fjárfesting til lengri tíma.
Fjölmiđlar | Breytt 17.4.2013 kl. 00:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2013 | 20:01
Ísland í 1. sćti yfir ţau lönd sem best er ađ sćkja heim
Í sunnudagshefti breska dagblađsins Daily Mail er ađ finna áhugaverđan lista yfir ţau lönd heims sem best er ađ sćkja heim. Listinn er einkar áhugaverđur fyrir okkur Íslendinga. Viđ elskum ađ ferđast. Svona listi hjálpar okkur ađ velja nćsta áfangastađ. Ennţá áhugaverđara fyrir okkur er ađ Ísland trónir í 1. sćti á listanum.
Fyrirsögn greinarinnar er: "Vinalegustu lönd heims? Nýtt heimskort leiđir í ljós ađ Ísland er svalasti stađurinn til ađ heimsćkja í fríi (en reyniđ forđast Bólivíu)"
Í meginmálstextanum eru Íslendingar sagđir vera vingjarnlegasta fólk heims, samkvćmt WEF (The World Economy Forum). Verstu lönd ađ heimsćkja eru:
140. sćti: Bólivía
139. Venesúela
138. Rússland
137. Kúveit
136. Lettland
135. Íran
134. Pakistan
133. Slóvakía
132. Búlgaría
131. Mongólía
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2013 | 21:38
Söngvari Metallica hampar fćreyskri hljómsveit
Bandaríska ţungarokkshljómsveitin Metallica er ein sú hćst skrifađa í heiminum. Plötur hennar seljast í tuga milljóna upplagi. Allt upp undir 30 milljónum stök plata. Ţćr stökkva jafnan í 1. sćti vinsćldalista í útgáfuvikunni. Ţegar liđsmenn Metallica tjá sig um rokktónlist ţá hlusta margir.
Á dögunum birti forsöngvari, gítarleikari og ađal söngvahöfundur Metallica, James Hetfield mynd af snjallsímanum sínum á samskiptavefnum Instagram. Ţar sést ađ síminn er stilltur á lag međ fćreyska víkingametalbandinu Tý. Lagiđ heitir Sinklars Vísa og er af plötunni Land.
Undir myndina skrifar James: "A little obsessed with these guys at the moment #Faroe Islands #WykingMetal". Í lauslegri ţýđingu segist James vera heillađur af ţessum fćreysku víkingarokkurum. Ţađ er skemmtilegt ađ lagiđ sem James er hugfangnastur af međ Tý skuli vera sungiđ á fćreysku. Mér segir svo hugur ađ ţađ sé ađ hluta fćreyskan sem lćtur víkingametal Týs hljóma spennandi í eyrum heimsmarkađarins. Ţegar ég var í Finnlandi um ţar síđustu jól heyrđi ég í útvarpinu splađan Ormin langa međ Tý. Og í sama útvarpsţćtti annađ fćreyskt lag. Ég man bara ekki hvort ađ ţađ var Ólavur Riddararós međ Harkaliđinu eđa eitthvađ annađ. Ég kann ekki finnsku svo ađ ég veit ekkert hvađ ţulurinn sagđi um ţessi lög.
Ef vel er rýnt í "kommentin" hćgra megin viđ myndina má sjá Hera Joensen, söngvara, gítarleikara og ađal söngvahöfund Týs, ţakka fyrir sig.
Hljómsveitin Týr nýtur vinsćlda víđa um heim. Ekki síst hérlendis. 2002 átti Týr vinsćlasta lagiđ á Íslandi, Ormurin langi. Vinsćldir ţess lags og Týs urđu sprengja sem kölluđ var Fćreyska bylgjan. Hún opnađi íslenska markađinn upp á gátt fyrir fćreyskri tónlist. Inn á markađinn ţétt á hćla Týs streymdu Eivör, Clickhaze, Makrel, Brandur Enni, pönksveitin 200, Hanus G., Arts, Kári Sverrisson, Krit, Deja Vu, Lena Andersen, Gestir, Taxi, Yggdrasil, Högni Lisberg, Högni Restrup, Hamferđ, Pétur Poulsen, Guđríđ Hansdóttir, Dorthea Dam, Pushing Up Daisies og áreiđanlega annar eins fjöldi sem ég man ekki eftir í augnablikinu.
Fyrir tveimur árum vakti mikla athygli í Ameríku ţegar plata međ Tý náđi 1. sćti CMJ vinsćldalistans. Sá listi mćlir spilun í svokölluđum háskólaútvarpsstöđvum. Sem er ekki nákvćm lýsing vegna ţess ađ listinn er ekki alveg bundinn viđ háskólaútvarpsstöđvar heldur nćr yfir allar framhaldsskólaútvarpsstöđvar í Kanada og Bandaríkjum Norđur-Ameríku. Ţađ vakti mikla athygli ađ fćreysk hljómsveit ćtti mest spiluđu plötuna í skólaútvarpsstöđvunum ţá vikuna. Ekki síst vegna ţess ađ útvarpsstöđvarnar eru ekki mikiđ í ţungarokkinu en ţeim mun meira í ţví sem kallast alternative rokk. Tiltekinn hluti hjólabrettapönks, gáfumannapopps og nýbylgju er kallađ samheitinu bandarískt háskólarokk.
Ţađ segir töluvert um vinsćldir Týs utan Fćreyja og Íslands ađ einstök vinsćlustu lög ţeirra hafa veriđ spiluđ á 4đu milljón sinnum á ţútupunni.
Fjölmiđlar | Breytt 15.4.2013 kl. 03:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2013 | 14:10
Fćreyskt kventríó á Rás 2
Fćreyska kventríóiđ Pushing Up Daisies mćtti í spjall á Rás 2 í morgun. Nánar tiltekiđ í morgunţáttinn magnađa Virkir morgnar, hjá Andra Frey og Gunnu Dís. Ţćr stöllur tóku einnig lagiđ, eins og ţeim er einum lagiđ, gullfallegt blágresis-lag eftir Jensíu Höjgaard Dam. Hún skipar ţriđjung tríósins. Hinar eru frćnkurnar Dorthea Dam og Ólavá Dam. Međ ţví ađ spella á eftirfarandi hlekk má sjá og heyra Pushing Up Daisies fara á kostum í Virkum morgnum á Rás 2:
http://www.ruv.is/afthreying/faereyska-kventrioid-pushing-up-daisies
Til ađ heyra fleiri lög međ Dortheu Dam og fá nánari upplýsingar um hljómleika Pushing Up Daisies á morgun á Sjóminjasafninu skal smellt á ţennan hlekk: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1291378/
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2013 | 21:18
Anna á Hesteyri og Glettingur
Fyrir tuttugu árum eđa eitthvađ álíka barst mér í pósti eintak af tímariti sem heitir Glettingur. Ţetta er vandađ tímarit međ litmyndum prentađ á góđan pappír. Blađiđ er gefiđ út á Austurlandi. Í ţví er fjallađ um málefni tengd Austurlandi. Ţetta er ekki eiginlegt hérađsfréttablađ heldur er umfjöllunarefniđ tímalausar greinar um menningu, listir, náttúruna, minjar, söguna, ţjóđtrú og eitthvađ ţannig. Einnig eru í blađinu ljóđ, smćlki og viđtöl.
Á ţessum tíma var ég á kafi í auglýsingabransanum. Allir helstu fjölmiđlar landsins voru í góđu sambandi í von um ađ auglýsingum vćri vísađ til ţeirra. Algengast var ađ dagblöđ og tímarit vćru send á auglýsingastofuna. Í einhverjum tilfellum voru blöđ og erindi send heim til mín. Ţar fyrir utan voru bćđi dagblöđ og tímarit stundum send á heimili í einhvern tíma í kynningarskini. Ţá var vonast til ađ viđkomandi heimili gerđist áskrifandi í kjölfariđ.
Eintak af tímaritinu Glettingi kom ţess vegna ekki eins og ţruma úr heiđskýru lofti. Ég velti ţví ekkert fyrir mér. Ţađ var alveg gaman ađ lesa blađiđ - ţó ađ ég ţekki lítiđ til Austurlands.
Nokkru síđar fékk ég fleiri tölublöđ af Glettingi. Mig minnir ađ ţau hafi veriđ ţrjú áđur en mér barst gíróseđill. Ţar var ég rukkađur um áskriftargjald fyrir Gletting. Ég hringdi í áskriftadeild Glettings og spurđi hvađ vćri í gangi. Einhvernvegin var fundiđ út ađ Anna Marta á Hesteyri hefđi gert mig ađ áskrifanda.
Ég hringdi ţegar í stađ í Önnu. Sagđi henni frá ţví ađ veriđ vćri ađ rukka mig um áskrift ađ Glettingi. Hún spurđi ósköp blíđ og áhugasöm: "Já, finnst ţér ţetta ekki vera skemmtilegt blađ?" Jú, ég gat ekki ţrćtt fyrir ţađ. Anna varđ glöđ í bragđi og hrópađi sigri hrósandi: "Alveg vissi ég ađ ţetta vćri eitthvađ fyrir ţig!"
Svo sagđi hún mér frá ţví ađ oftar en einu sinni hefđi hún veriđ ađ lesa eitthvađ skemmtilegt í Glettingi og hugsađ međ sér: "Ţetta ţćtti Jens frćnda gaman ađ lesa." Hún var ekkert ađ tvínóna viđ hlutina: Hringdi í blađiđ og gerđi mig ađ áskrifanda. En sá enga ástćđu til ađ flćkja hlutina međ ţví ađ bera ţađ undir mig.
Fleiri sögur af Önnu frćnku: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1282508/
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
3.2.2013 | 01:08
Eiturslanga rćđst á dreng og ljósmyndarar taka myndir
Ţessi ljósmynd hefur fariđ eins og eldur um sinu á Fésbókinni. Eiturslanga rćđst á ungan dreng og ljósmyndarar fylgjast spenntir međ í stađ ţess ađ grípa inn í og koma emjandi drengnum til hjálpar. Drengnum viti sínu fjćr af skelfingu og hrćđslu, ţekkjandi ađ einungis nokkrar sekúndur í ţessum ađstćđum skilja á milli lífs og dauđa. Ljósmyndararnir eru fordćmdir fyrir. Ég vatt mér í ađ rannsaka máliđ. Niđurstađan er sú ađ ţetta er ekki drengur heldur 13 ára stúlka.
Eftir ađ ljósmyndararnir höfđu náđ mörgum góđum myndum af viđureign eiturslöngunnar og stelpunnar óhlýđnađist innfćddur ađstođar- og leiđsögumađur myndatökuliđs tímaritsins National Geographic fyrirmćlum um ađ trufla ekki atburđarásina. Hann réđist á slönguna og snéri hana af stelpunni. Slangan gerđi sér ţá lítiđ fyrir og át manninn. Ţađ náđust góđar myndir af ţví.
Talsmenn National Geographic segja ađ ţćr myndir verđi ekki birtar fyrr en lögfrćđileg atriđi hafi veriđ afgreidd. Ţau snúa ađ fjölskyldu mannsins sem eiturlyfjaslangan át. "Viđ ţurfum ađ ganga frá smávćgilegum tćknilegum atriđum áđur en myndirnar verđa birtar," segir talsmađur tímaritsins.
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
28.1.2013 | 20:05
Íslenskar plötur skora hátt á lista yfir bestu plötur ársins 2012
Einn af áhugaverđustu tónlistarnetmiđlum heims heitir All Scandinavian (www.allscandinavian.com). Nafniđ gefur freklega til sterkra kynna ađ tímaritiđ fjalli ađ uppistöđu til um skandinavíska tónlist. Svo sannarlega stendur ţađ undir nafni. Ţađ gerir skandinavískri dćgurlagamúsík mjög góđ skil.
All Scandinavian er gert út frá Danmörku. Samt er tímaritiđ skrifađ á ensku. Skrítiđ. Í síđustu viku birti ţađ lista yfir bestu skandinavískar plötur ársins 2012. Niđurstađan varđ ţessi:
1. 200 (fćreysk) - Vendetta
Ţađ er ástćđulaust ađ vitna í rök All Scandinavian fyrir valinu á Vendettu sem bestu skandinavísku plötu 2012. 200 er flottasta pönksveit heims! Ţađ vitum viđ Íslendingar. 200 hefur margoft spilađ á hljómleikum á Íslandi, plötur tríósins hafa selst ágćtlega hérlendis og svo framvegis. Góđ og sanngjörn niđurstađa hjá All Scandinavian.
2. The Savage Rose (dönsk) - Love and Freedom
"Annisette og hljómsveit hennar sýna öllum retro-rokkandi hljómsveitum ţarna úti hvernig á ađ gera ţetta međ sínu seyđandi sálarríka rokk meistaraverki sem 21. plata The Savege Rose er á 44. ára ferli."
3. Kontinuum (íslensk) - Earth Blood Magic
"Fyrsta plata íslenska kvartettsins Kontinuum, Earth Blood Magic, er einfaldlega besta framsćkna sýru-krát-ţungarokksplatan sem gat ađ heyra á liđnu ári."
4. Simian Ghost (sćnsk) - Youth
5. The Megaphonic Thrift (norsk) - The Megaphonic Thrift
6. Murmansk (finnsk) - Ruutli
7. Efterclang (dönsk) - Piramida
8. Goat (sćnsk) - World Music
9. Dunderbeist (norsk) -Black Arts & Crooked Tails & Songs of the Buried
10. Pétur Ben (íslenskur) - God´s Lonely Man
"Sex árum eftir frumburđ Pétur Ben verđlaunar hann okkur fyrir ţolinmćđina međ annarri framúrskarandi plötu."
11. Susanne Sundför (norsk) - The Silicon Vail
12. Kúra (íslensk) - Halfway to the Moon
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2013 | 01:38
Íslensk músík í sćnskum fjölmiđlum
Í sćnskum dagblöđum er dálćti á íslenskri músík áberandi. Í áramótauppgjöri sćnska dagblađsins Aftonbladet er eftirfarandi texti undir yfirskriftinni "Konsert" (hljómleikar ársins) yfir ţađ merkasta á árinu 2012: "Björks konsert i augusti paa Skeppsholmen i Stockholm. Istappar i vaaldig varm rymd, totalt minnsvard i allt."
Ég er ekki nógu góđur í sćnsku til ađ ţýđa ţetta yfir á íslensku.
Undir yfirskriftinni "Musik" er ţessi texti: "Sigur Rós album Valtari har gudomligt tröghet."
Í dagblađinu Dagens Nyheter var birtur listi yfir ţađ sem hćst mun bera í listum og menningu á árinu 2013. Undir yfirskriftinni "Júlí" er fyrirsögnin: "Sigur Rós á Hróarskeldu".
Danska fríblađiđ Gaffa liggur frammi í sćnskum plötubúđum. Í nýjasta hefti Gaffa er listi yfir 5 hápunkta Iceland Airwaves 2012. Frammistađa ţeirra hljómsveita sem rađast í 5 efstu sćtin er studd rökum og umsögn. Ţćr eru: Retro Stefson, Skúli Sverrisson, HighasaKite, Sólstafir og Sigur Rós. Til gamans má rifja upp ađ plata Sólstafa náđi 12. sćti á finnska vinsćldalistanum fyrir tveimur árum. Ótrúlega hljótt hefur veriđ um ţađ í islenskum fjölmiđlum.
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
7.12.2012 | 00:42
Bestu plötur ársins 2012
Spin er nćst söluhćsta bandaríska popptónlistarblađiđ á eftir Rolling Stone. Rolling Stone er söluhćsta músíkblađ heims. Selst í um 2 milljónum eintaka. Ţađ er dálítiđ skrítiđ ađ Rolling Stone er til sölu í öllum helstu blađsöluvögnum í Bandaríkjunum ásamt öllum helstu bresku poppmúsíkblöđum. Spin er ađeins selt í stćrstu bókabúđum í Bandaríkjunum en yfirleitt ekki í blađsöluvögnum. Samt er Spin nokkuđ stórt (útbreitt) músíkblađ í Bandaríkjunum og víđar. Styrkur Spin byggir á áskriftarsölu.
Spin hefur opinberađ lista yfir bestu plötur ársins 2012. Hann er ţannig:
1 Frank Ocean: Channel Orange
2 Kendrick Lamar: Good Kid - Lamar, M.A.A.D. City
3 Japandroids: Celebration Rock
4 DJ Rashad: Teklife Vol 1 - Welcome to the CHI
5 Miguel: Kaleidoscope Dream
6 Bad for Lashes: The Haunted Man
7 Swans: The Seer
8 Killer Mike: R.A.P. Music
9 Ty Segall: Twins
10 Santigold: Master of my Make-Believe
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)